Lögberg - 21.03.1907, Blaðsíða 4

Lögberg - 21.03.1907, Blaðsíða 4
CÖKberg Piinttnc & Pnblisblnc Co., Oðratlt), »8 Cor. Wllliam Ave og Nena 8L, Wlnnlpeg, Man. — Kostar (2.09 um 4rl8 (ft. lalandi 6 kr.) — Borgiat fyrirfram. Binatök nr. S cta. Pubilsbed every Thuraday by The Xiögberg Println* and Publlahing Co. < Incorporated), at Gor.William Ave. * Nena St., Wlnnlpeg, Man. — Sub- ecrtption prlce $2.00 per year, pay- ln advance. Single copies 6 cts. 8. BJÖRNSSOJí, Kdltor. M. PACL80N, Bua. Manager. Anglýslngar. — Smftauglýsingat 1 «ttt skifU 26 cent fyrlr 1 t>ml.. A atœrrl auglýsingUBi «m lengrl tima, a/siAttur eftir samningi. Bústaðasklftl kaupenda verður aS tSlkynna skriflega og geta um fyr- •verandl bústaS Jafnframt. Utanáskrift til afgreiSslust. blaSs- lns er: The I.ÖGBERC PRTG. & PUBL. Co. p. O. Box. 136, Wlnnipeg, Man. Telephone 221. Utanáskrlft ttl ritstjðrans er: Editor Lögberg, P. O. Box 136. Wlnnipeg, Man. Samkvœmt landslögum er uppsögn kaupanda á blaSi ógild nema hann «é skuldlaus I-egar hann segir upp.-— jEf kaupandi, sem er i skuld viB blaSiS, flytur vlstferlum án Þesa ao tilkynna heimilisskiftin, þft er þaS fyrir dSmstólunum ftlitin sýnileg eönnun fyrir prettvislegum tilgangi. ,,Kringla“, ^essi síopn'a lekabytta alls konar óþverra, aösends og heimafeng- ins, er enH á ferSinni me5 nýjar skammir og brigsl i garö Lög- bergs út af smalasögunni hans Sharpe. — Vér ætluöum aö leiöa hjá oss frekari umræöur um feetta efni, par eð oss allajafna hefir J»ótt það leiöinlegt og ekki ó- maksins vert aö eiga oröastaö viö J>aö blaö, sem alkunnugt er aö þvi aö blanda svo saman réttu og röngu, sönnu'og lognu, sæmilegu og ósæmilegu, aö það er fyrir longu búiö að fyrirgera áliti sínu i augum allra hugsandi manna. En aleitni blaösins við Lögb. nú um þessar mundir, út af Tribune-fréttinnl hefir veriö svo afskapleg, a® ^ún fále.tni “Kringlu”J veröur aö vera af- sökun vor til lesendanna þó vér yröumst nú viö afturhaldsmal- gagnið litiö eitt, þrátt fyrir það, þó oss sé full ljóst áöur, aö les- endur vorir eru búnir aö fá meira en nóg af kosninga-þrefi siðustu Þrjár" tit .fjórar vikurnar. • Eins og mörgum mun kunnugt hefir þaö um langan tíma \erið viötekin regla íslenzku vikublað- anna bér í bæ, aö þau bafa tekið upp fréttír þaer úr dagblööunum ensku, sem hafa Þótt markverðar, jafnaðarlegast án þess aö til- greina heimildir fyrir þeim. Eng- inn hefir oss vitanlega fundið aö íþessu. Aö því er snertir fréttina ttm atkvæöasmala Sharpe hér í Vestur-Winnipeg, geröi Lögberg betur en venja er til, þegar ísl. tl. flytja fréttir. Lögb. tilgreindi 2. Marz, þegar þaö flutti fréttina heimildina fyrir henni, blaöið “‘Tribune”, meö skýru ietri svo að Jiverjum meöal hálfvita, )sem læs er á prent, hefði veriö vorkunnar- laust aö sjá þaö strax. Viö frek- ari athugun hefir “Kringla” held- nr ekki séö sér fært aö neita ’þessu, en nú bölsótast hún yfir því aö Lögberg hafi flutt þessa Ærétt, án þess að hafa fulla vissu oti sannleiksgildi hennar. "Þétta þykir “Kringlu” herfileg blaöamenska. Satt er þaö aö vér fórum ekki ti! ritstjóra Tribune, áður en vér birtum fréttina til aö fá frekari sönnur á máliö, meöal annars .vegna þess að sagan samrýmdist svo frábærlega vel við aöra fram- komu afturhaldsmanna hér í Vestur-Winnipeg í þessum kasn- ingum, og efuöumst vér ekki um aö þessi frétt heföi við góð rök aö styöjast, og þá skoöun höftim vér enn. En nú viljum vér spyrja: Höf- um vér ekki jafnmikinn rétt og sérhvert annað blaö, t. a. m. “Kringla”, til aö líta svo á, að treysta megi heimildum vorum? Allir réttsýnir menn munu játa það. En til aö skýra þetta vilj- um vér taka dæmi. í síöasta tölublaði “Kringlu” stendur örstutt frétt, sem hljóðar svona: “Kona dó í Nevv York fyrir stuttu, sem var 114 ára gömul.” Fékk nú “Kringla” áöur en hún birti þessa frétt staðfest eftirrit, af fæöingar- og dánarvottorði konunnar? \’ér teljum vist aö svo hafi ekki verið. Hins vegar ef- umst vér ekki um aö fréttin hafi verið sönn. Finst “Kringlu” þaö herfileg blaöamenska hjá sjálfri sér? Vér trúum því naumast. Aö því er snertir þá tuddalegu aðdróttun 0g henni ('Kringluý liku að einhver góður vinur Lögbergs hafi samiö þessa frétt og fært Tribune hana, þá viljum vér lýsa því yfir, aö slíkt eru lööurmann- leg staðleysis ósannindi. Hvort ‘‘Kringla’’ hangir uppi á vinfengi þeirra manna, er slíkt leyfa sér, látum vér ósagt aö þessu sinni, en væri svo mætti að ósekju kalla þaö “aumkvunarvert ástand“, “og beljan varla á vetur setjandi.” Hvað gjafatilboöum afturhalds- manna til a’menna sjúkrahússins viövikur, þá ætti “Kringla", sem minst aö halda þeim á lofti. Þau hafa að þessu reynst eitt af tvennu, hylliboö fboð Kringluj, eöa svik tóm ^boö Sharpesý. Siðast eys “Kringla” úr sér fúlum fúkvrðastraum út af því, að Lög- berg skvldi minnast á kosningar- svik og fémútur afturhaldsliðsins. Von var að henni sárnaði það. Þar var gripið á kvlinu. En mjög skjátlast henni ef hún, þetta and- lega úrþvætti ísl. afturhalds- manna, ímyndar sér, aö hún með stóryrðum, geypi og mikilmensku- legu dónagorti sitji á Lögbergi svo það láti hjá líða aö birta al- menningi alla þá stjórnarklæki afturhaldsflokksins, sem lesendur blaösins eiga heimting á aö fá að vita um, eins og önnur mál, er alla alþýöu varðar. Þá dul þarf afturhaldsmál- gagnsrýjan ekki að ætla sér, og þori hún að fara út í að rannsaka fyrir alvöru kosningaraðferð stjórnarflokkanna hér í Manitoba við síðustu kosningar, skal svo j verða komið við svika-kaunin á I Roblinsdilkunum, aö engir venju- legir krabbakellu-plástrar nægi til! aö lækna þau. Bœkur. Fyrir nokkru síöan er komið í bókaverzlnn H. S. Bardal fimta bindið af ljóömælum séra Matbh. Jochumssonar, er D. östlund gef- ur út. Bindi þessu er skift niöur í átta deildir: x. Kvæöi eftir Gerok. 2. Úr “Fánrik Stáls Ság- ner“. 3. Frá Danmörku. 4. Ýmsir j kveðlingar. 5. Erfiljóð. 6. Alda- j mót. 7. Fermingin. 8. Nokkur minningarljóö. Alt eru þetta gamlir kunningj- ar, kvæöi, sem áðtir hafa verlð prentuö og gefin út bæöi í blööum og bókum. og margbúið er að rita og ræða um opinberlega “frá list- arinnar sjónarmiöi”, og ætlum vér ekki neinu þar við að bæta. En prófarkalesturinn á þ:ssu nmta bindi hefði getaö verið betri, þvi all-margar prentvillur rekur mað- ur sig á hingað og þangaö \ bók- inni. Þannig erti t. d. ekki færri en sex prentvillur i kvæðinu “Sveinn Dúfa”, og er þaö leitt að leysa svo óvandvirknis'ega af hendi útgáfu snildarverka “lista- skáldsins góöa.” Kongressiiuim slitið. Fimtugasti og níundi Kongress Bandaríkjanna er nú til lykta leiddur fyrir skömmu síðan, og þegar litið er yfir starf hans dylst engum, að það sem sérstaklega einkennir hann er fjárveitinga hækkunin. Samtals náðu fjárveitingarnar frá báðum málstofunum, undir fimtugasta og níunda kongress- inum $919,948,679, að meðtöldum aukafjárveitingum, $165 miljón- um, reiknað til loka fjárhagsárs- ins, 30. Júní 1908. Hefir þessi Kongress þá veitt 198 miljónir dollara meira fé en sá næsti á und- an. En í nefndri fjárveitingaupp- ltséð eru ótaldar um $25 miljónir til nýrra skipabygginga og 50 j miljónir til umbóta á höfnum landsins og þvílíku, sem áöur voru í veittar og verður útborgaö ttr rik- issjóði á þessu fjárhagstímabili. Verða því útgjöldin úr rikissjóði fyrir yfirstandandi fjárhagsár nærri því eina biljón dollara. Það er býsna rifleg upphæð, og þó að tekjurnar séu miklar, er eigi taliö líklegt að þær geti vegiö íullkomlega upp á móti þessu feikimikla fé. Eigi aö síöur sýna þessar örlátti fjárveitingar, sem vitanlega er aö mestu leyti varið til umbóta ýmislegra í ríkjunum, stórhtiga og fr.amkvæmdarkapp íbúanna. Hermála fjárveitingarnar hafa verið auknar að töluverðum mun. Þannig fær landherinn nú $6,718,- j 000 hærri fjárveitingu en i fyrra, j sjóherinn $21,867,000 meira, auk þess sem byggja á tvö gríðarstór í herskipabákn er kosta nokkuð ,á aðra miljón dollara hvort. Þ.Ó sumir þingmennirnir hafi ver- ið auknum herkostnaöar- fjárveit- ingum mótfallnir, þá uröu hxnir þó í rneiri hluta, sem það studdu, og er Bandaríkjamönnum það eigi láandi þó að þeir hlynni aö her- skipaflota sínum, eins og aðrar stórþjóöir heimstns, meöajn ríkin; hafa eigi náð þvi væntanlega siðmenningarstigi aö ganga í allsherjar friöarsamband, þar sem misklíð verði eigi til lykta leidd með vopnum eöa herafla heldur meö geröardómum á friösamleg- an hátt. Eins og enn standa sakir er herbúnaöur blátt áfram nauð- synlegur fyrir hverja stórþjóð heimsins er gæta vill réttinda sinna og íbúanna. Annar atkvæðamikill liður auk- inna fjárveitinga, er launahækkun embættismanna, bæöi voru hækk- uð laun ráðgjafa og meðlima beggja málstofanna. Launahækk- anir töluverðar fengu og póst- þjónar, æðri og lægri. Fjárveitingar til gufu^kipaíé- laga í Bandaríkjunum hafa ttm langan tíma verið á clagskrá, en þó var það fyrst á þessu ári að Iík- indi voru til, að slíkur fjárstyrkur yrði veittur, þar eö forsetinn hall- aöist að því aö styðja það. Neöri málstofan samþykti líka eftir nokkrar umræður styrkveit- ingu tii nokkurra gufuskipafélaga, er flutning annast til Suður-Ame- rikti, ásamt sérstöku gjaldi fyrir póstflutning, en senatið feldi þær. Eigi er ólíklegt aö innflutninga- lögin heföu farið sömu leiðina ef eigi heföi snurðan hlaupið á band- ið milli Japana og Bandaríkja- manna út af skólamálinu, svo að forsetinn nevddist til að taka í strenginn. Hefir þingiö nú sam- þykt lög, er gefa stjórninni heim- ild til aða leyfa eöa fyrirbjóða verkamönnum frá öörum löndum aögöngu aö Bandaríkjunum, eft- ir þVí sem hennj lízt og aðseturs- leyfisgjaldiö hefir enn fremur veriö hækkað um helming. All-þýðingarmikið atriöi var leitt 5 lög viðvíkjandi tilbúningi áfengra víntegunda. Voru svo hagkvæmar breytingar geröar viö lögin frá í fyrra, að nú geta bændur þar t. a. m., eftir vissum og ákveðnum reglum og með fullu eftirliti, búið sjálfir til nefndar ó- áfengar víntegundir í smærri stíl til heimilisþarfa. Margt fleira mætti enn telja af aðgerðum þingsins, en aöalstefn- an er hin sama og fyr, styrkleikur út á viö en samheldni inn á við. Thomas Nermann Johnson, þingmaðurinn i nýja kjördæmitiu Vestur-Wininipeg, er fæddur að Héðinshöfða í Þingeyjarsýslu á íslandi, 12. Febrúar 1870. Til Manitoba kom hann með föður sinum átta ára gamall árið 1878. Faðir hans er Jón Björnsson frá Héðinshöfða, bróðursonur Kristj- áns Kristjánssonar amtmanns. Móðir Thomasar, fyrri kona Jóns Björnssonar, hét Margrét Bjarna- dóttir, frá Fellsseli í Köldukinn, og var hún látin nokkru áður en Jón fltitti sig hingað vestur til Ameríku. Faðir Thomasar, Jón Björnsson, settist að í Nýja Islandi, sein þá var aðal-aðsetursstaður íslend- inga hér vestra. Hann fluttist I siðan til Winnipeg, þar sem ; Thomas gekk á alþýðuskó'.ann og ! seldi fyrst blöð til að afla sér inn- J tekta. Þegar Thomas var 16 ára | gamall fluttist hann með föður | sínum til Argyle-bygðar, út frá bænum Glenboro. Gekk hann þar á skóla og tók “third class” kenn- arapróf árið 1888; síðan var hann skólakennari þar í héraðinu að sumrinu, en stundaði skólanám að vetrinum. Fjóra vetur gekk hann á Gustavus Adolphus College í St. J Peter í Minnesota og lauk þar fullnaðarprófi (B. A.) árið 1895. Með haustinu sama ár tók hann að J lesa lög hjá lögmönnunum Ricb- ards & Bradshaw hér í Winnipeg; | lauk hann því lögfræðisnámi og J var útskrifaður árið 1900. Um nokkurn tíma þar á eftir var hann í félagi við G. R. How- ard lögmann, en árið 1903 gekk hann í félag við lögmann þann, er Rothwell heitir, undir nafninu Rothwell & Johnson. Síðan hafa þeir tekið þriðja manninn \ félag- iö með sér, Stubs að nafni, og liafa þeir skrifstofur sínar í “Can- ada Life” byggingunni hér í bæn- um. Mr. Johnson hefir allajafna tek- ið mikinn þátt í opinberum mál- um hér í bæ. Þannig var hann einn þeirra, er stofnuðu “Young Men’s Liberal Club”, cg fyrstur forseti íslenzka liberal klúbbsins hér í Winnipeg. Árið 1904 var hann kosinn í skóla-nefnd Winni- peg-bæjar í 4. kjördeild og þótti leysa það starf svo vel af hendi, að hanh var endurkosinn árið 1906 í einu hljóði. Thomas H. Johnson heyrir til Fyrsta lúterska söfnuði í Winni- peg og er einn í söngtlokki þess safnaðar. enda er hann einkar vel að sér í sönglist og söngmaður á- gætur. í þeim söfnuði var hann fermdur árið 1885. Hann kvæntist og hér 1898. Kona hans er Aurora, dóttir Friðjóns kaup- manns Friðrikssonar 0g Guðnýj- ar Sigurðardóttur konu b.ans. T. H. Johnson er einn af þeim efnilegu löndum vorum hér í landi, sem fyrir dugnað og hyggindi hefir yfirstígiö erfiðleikana, sem veröa á vegi margra innflytjenda í þessu landi. Æfiatriði hans sýna Ijóslega, hve elnlægur áhugi og kapp á að mentast og mannast fær til vegar komið. Sjálfur afl- aði hann sér með vinnu sinni fjár til aö kosta sig á skólum landsins, með þeim árangri, aö hann er nú einn af álitlegustu yngri lögfræð- ingum í bænum. Og hann, sem áöur fyrri var líttþektur blaöa- drengur á götum þessa bæjar, er kominn í þaö álit, aö hann er nú kjörinn til aö gegna einu þýöing- armesta opinbera starfi, sem um er aö gera í bænum, Jiingmensku hér í Vestur-Winnipeg. I siðasta blaði ætluöum' vér aö minnast á helztu æfiatriði Mr. Johnsons, sem siðnr er í þessu landi um þingmenn þá er i fyrsta sinni hljóta kosningu, en af sér- stökum atvikum varð því eigi við komið fyrr en nú. Á því eru les- endur blaösins beönir afsökunar. Olfafjölgunin í Álftavatns- og Grunnavatns- bygðum er ekki á lágu stigi. í harðinda-hríðunum í vetur komu úlfar heim að húsum með ferða- nxönnunum, eins og fylgispakir hundar. Þ.eir voru í stærri og minni hópum á brautunm, viku sér rétt frá svo þeir yrðu ekki fyr- ir vögnunum. Þeir eru lika búnir að eyðileggja einn bezta atvinnu- veg bænda í þessum bygðum, sem er sauðfjárræktin. Eg kalla þeir séu búnir að eyðileggja hana þó einstöku búandi sé að stríða við að hafa fáeinar kindur, sem varla mega fara nema fáa faðma frá húsdyrunum, svo þær séu viðbún- ar að geta flúið inn undan úlfin- um. Það er þó ekki skemtilegt að geta ekki haft ullarlagð til að tæta sér á hendur eða fætur. Þá er ekki ónýtt að geta haft fáeinar kindur til frálags sérlega til heim- ilisþarfa, með því sem það ei dýrasta ketið á markaðnum. Eng- inn atvinnuvegur hér mundi borga sig betur fyrir landbóndann en góð sauðfjárrækt. Hér getur fé orðið ákaflega vænt, feitara og skrokkþyngra en heima á ættjörð- inni; en mörminna, hvernig sem á þvi stendur. Það þótti góð kind veturgömul heima, sem gerði 40 pd. skrokk; en eg hefi lógað ær- dilk að haustlagi, sem lagði sig 45 pund, og að sama skapi getur eldra fé orðið vænt ef vel er á lialdið. En hvaða ráð eru til að koma í veg fyrir úlfafjölgunina? munu margir vilja spyrja. Jón frá Sleðbrjót telur nauðsynlegt að koma hér á sveitarstjórn til að J koma í veg fyrir úlfafjölgunina. Það er nú bágt að segja, hvað mikið hún kynni að láta til sín taka í því tilefni; en ekki get eg verið óhræddur um að úlfurinn hefði gott friðland eftir sem áður. Manitoba-stjórn hefir reynt að leggja úlfinum fé til höfuðs, og hætt við Það aftur, af því henni hefir ekki þótt þáð færa neinn á- rangur, nema kannske aukin út- j gjöld. Þó margir uppvaxandi menn hér ólmist með byssur, þá er eins og þeim sé fyrirmunað að geta drepið nokkurn úlf, þó þeir geti drepið dýr og fugla flj úgandi j og sitjandi nærri því eftir vild sinni. Drjúgasta aðferðin held eg að yrði, að bændur gengju í félag með að eitra fyrir úlfinn; en á því eru talin nokkur tormerki hér og annmarkar. Fyrst það, að hér fáist ekki nema svó sterkt eitur, að það sé mikið varasamt og vandasamt að fara me'ð það, og svo gengi illa að fá það af ótta fyrir að það kynni að verða mis- brúkað, og að ekkert megi liggja eftir af eitruðu kjöti úti í haga, því upp af því geti sprottið eitrað gras,sem gæti drepið aðrar skepn- ur er geti náð til aö bíta það. Svo helzt þurfi að taka þáð upp að morgni, sem borið er út að kveldi til. Þaö lítið þessi aðferð hefir verið reynd hér. hefir hún orðið úlfum að bana. Þó ag lítið væri um verklegar framkvæmdir heima á ættjörðinni í samanburði við hérna í Ameríku,: þá var þó meira gert til að eyða þar djrbít en hér. Dfjúgasta að- ferðin þar þótti vera að evða tó- um með eitri. Þar fékst miklu hentugra eitur heldur en hér, sem nefnt var kransaugu. Sumir köll- uðu það tóukökur. Það voru litl- ar töflur, kringlóttar, tæpur þuml- ungur að þvermáli, en nálægt ein- um fjórða parti úr þumlungi á þykt. Þær voru harðar sem horn en linuðust dálítið með því að leggja þær í bleyti einn sólar- hring. Þær voru brúkaðar til eitrunar á þann hátt, að þær voru tálgáðar niður með beittum hníf og svo saxaðar á tóbaksfjöl þar til þær voru orönar smáar eins og neftóbak. Þá var hnoðað saman viö þær góðri feiti, ósöltuöu kúa- smjöri, volgum mör eöa því um Thc DOttlNION BANK SELKIRK tíTlBÓH). Alls konar bankastörf af hendi leyst. Sparisjóösdeildin. Tekið við innlögum, frá $1.00 að upphaeð og þar yfir. Hæstu vextir borgaðir. Við- skiftum bænda og annarra sveitamanna sérstakur gaumur gefinn. Bréfleg innlegg og úttektir afgreiddar. Óskað eftir bréfa- viðskiftum. Nátur ínnkallaðar fyrir bændur fyrir sanngjöm umboðslaun. Við skifti við kaupmenn, sveitarfélög, skólahéruð og einstaklinga með hagfeldum kjörum. d. GRISDALE, bankastjóri, líkt, svo þetta varö ekki ólikt 'brauðdeigi. Þegar farið var að eitra kjöt með því, var gerð lítil stunga með hnífsoddi í kjötið, og smeygt þar inn í ofurlítilli ögn af eitrinu, en kjötið þurfti að vera volgt, nýslátrað, svo feitin með eitrinu í gæti brotið sig um kjötið. Þeir sem rækilega stunduðu þessa eitrun tóku hest, sem aflóga var að haustlagi, og fóru með hann fram til afréttar eða upp til fjalla og slátruðu honum þar, og eitruðu kjötið, en létu slangig vera óeitr- að, byrgðu svo niður skrokkinn, þar til harðindi voru komin; þá var dysin opnuð, svo refir gætu gengið að henni eftir vild sinni. Sumir eitruðu heirna hjá sér og drógu svo stykkin fram til heiða. En það kom nú fyrir, að hundar náðu í þetta eitraða kjöt, en þeir urðu læknaðir með því að gefa þeim volga kúamjólk, ef þeir voru ekki orðnir svo veikir að þeir gætu ekki Iapið hana. Þeir sem rækilega stunduðu þessa eitrunar- aöferð, gátu gert afrétt sína dýr- bítslausa, og þá kom það fyrir. að þeir, sem trassafengnir voru með að eitra, ur’ðu fegnir að reka fráfærnalömb sín langar leiðir á afrétt þeirra manna, sem reynsla var komin á að væri dýrbítslaus, og sáu þá ekki eftir þó þeir yrðu að láta fallegan gemling í afrétt- artoll að haustinu til. Ef bændur í Álftavatns- og Grunnavatns-bygðum gengju í fé- Iag með að útvega sér þetta kransaugna-eitur, og brúkuðu það rækilega, er eg viss um að þeir gætu hríðdrepið niður með því úlfinn.en komig sér upp aftur fall- egum saúðahjörðum. Ef krans- augnaeitriö fæst ekki hér vestan hafs, sem mér er ókunnugt um, Þá mætti fá það aö heiman með vesturförum eöa vesturfara-agent- um. Þaö fékst í dönsku verzlun- ununum heima með því að panta það. Ef þessari úlfafjölgun held- ur áfram hér, er mjög líklegt að það reki að því, að bændur hafi ekki frið meö nautgripa-ungviði sin, og að börnum og ungling'um verði ekki óhætt áð fara húsa á milli í harðinda tíð. Guðmundur Einarsson. Ritsínxiiin ott framsdknai-flokk' urínn. Áœtlun stjórnarinnar. Stjórnin bygði áætlun sína á tillögum Hanson’s verkmeistara, sem farið bafði um Iandið fyrir nokkrum árum, og tillögutn dansks verkmeistara, Krarups, sein aldrei hefir hingað komið. Gerði hún ráð fyrir, að landsím- inn allur úr Reykjavík til Seyðis- fjarðar mundi kosta 439,000 kr. Aætlun minni hlutans. Framsóknarmenn bættu við á- ætlun stjórnarinnar 210,500 kr. °g sögðu að landsíminn mundi kosta 649,500 kr.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.