Lögberg - 23.05.1907, Blaðsíða 2

Lögberg - 23.05.1907, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. MAÍ 1907 Glcepir aö færast í vöxt í Bandaríkjunum. ('Framh.j “Meöan eg dvaldi í Berlín fyrir skcrnmu síöan, fór eg á fund dr. Lindenau, aöstoöarmanns borgar- stjórnarinnar í Berlín, og er það tillátssemi hans aö þakka, aö eg fékk kost á að kynna mér ítarlega hiö ágæta stjórnarfyrirkomulag þeirri borg. Sömuleiöis bárust mér þar i hendur síðustu skýrslur um glæpamenn í þýzka ríkinu og þar á meðal sérstakar þesskyns skýrslur í Berlínarborg. Úr þeim skýrslum hefi eg tekið tölur þær um ÞVzkaland, er eg hefi áöur minst á. Misgerðamönnunum í Berlín er í fyrstu gefnar áminningar og tóm til aö taka stakkaskiftum til yfirbótar, ef um smávægileg brot er aö ræöa. Árið 1903 t.a.m. voru 803 menn teknir fastir i Berlín fyrir drykkjuskap, en árið eftir 740; en áminningu fengu síðar- talda áriö fyrir nefnda yfirsjón eigi færri en 3,967, og 510 borgur- um þar var skipað burt úr borg- inni af þeim sökum. í Berlin eru engar drykkjukrár að amerískum sið fsaloonsý, en öl og vín er selt á matsöluhúsun- um. Laundrykkjustofur eru þar engar. Þjóöverjar eru ekki hneigöir fyrir vín eöa áfenga drykki, og whisky er þar vanalega selt eingöngu á þeim stöðum, er Ameríkumenn og Englendingar sækja sérstaklega. Slíkar veit- ingastofur eru tíðast kendar viö þá þjóðflokka. Eg mintist áöur í þessari grein minni á lögregluna hjá oss. Lög- reglu vorri er að mörgu leyti á- bótavant. Standa Þjóöverjar oss þar miklu framar. Þegar ein- hverjir af Slovakaþjóðflokkinum i löndum Rússa eru í þann veginn að leggja á staö til Ameriku, —en Slovakar eru alment álitnir flest- um öörum þjóöflokkum í Evrópu 0 hneigðari til gJæpa, — þá vita lög- reglumennirnir þýzku undir eins um það. Þýzku lögreglunni stendur svo mikill ótti af nefndum þjóðflokk, að hún sendir flokk lögreglumanna til landamæranna til að líta eftir ferðum hans. Feröast þýízku lögreglumennirnir með sömu lest og Slovakarnir og missa ekki sjónar af þeim fyr en þeir stíga á skip i Hamborg. Eng- um þeirra er leyft aö stiga fæti inn yfir landamæri Þýzkalands- 0 keisara. Það er öldungis stór furöa hve þýzka lögreglan er fróö um ferð- ir manna. í Berlinarborg og hver- vetna annars staðar í þýzka rík- inu, er það algeng venja aö til- kynna lögreglustjóra þegar maöur fer burt úr einhverri borg eöa kemur þangaö aftur. Til dæmis um þaö vil eg geta þess, aö ætt- ingjar konu minnar eiga aöseturs- staði bæði í Berlin og Rómaborg. Konan min hafði ásett sér að fara til Róms og dvelja þar um mánaö- um- artíma, og skýröi kunningja okk- ar, lögreglustjóranum í Berlín frá þeirri ætlun .sinni. Þegar hún kom aftur hitti hún hann á ný og sagði: ‘*Jæja, nú er eg komin aftur.’’ “Hvaðan komuð þér í gær?” spurði hann. Hún nefndi borg- ina. “Kornuð þér beina leið til Ber- línar ?” Hún svaraöi að svo hefði ver- ið. Lðgreglustjórinn deplaði aug- unum framan í hana drýginda- lega og sagði: “Um hádegi í gær innrituðuð þér yður á gistihúsi í Frankfort.” “Já, það er rétt hjá yður,” svar- aði hún. “En hvernig farið þér að vita þaö Við hvildum okkur þar í tvo klukkutíma og snæddum miðdegisverö.” Skýringin var dæmalaust óbrot- in. Þaö er sem sé venja lögreglu- stjóranna víösvegar um Þýzka- land, aö skiftast á skeytum um helztu viðburðina, sem fyrir koma á hverjum degi, og er þá eigi slept að geta um helztu gestina er rita nöfn sín á gistihúsaskrárnar. 1 Evrópulöndunum er eigi aö- eins hugsað um það aö hindra það aö glæpaverk séu unnin; þar er og reynt aö bægja burt og losa sig viö þesskonar fólk. Slíkum mönnum er komið út fyrir landa- mærin, til næsta ríkis, og svo koll af kolli, unz þeir lenda aö lokum í öðrum heimsálfum, t.a.m. í Ame- riku. Það hefir ja»fnvel verið gefið í skyn aö hið opinbera kost- aði stundum þá menn er lands- stjórnin i því landi vildi Iosna við, til New York og útbyggi þá enda meö fé fhundrað dollara manninnj til aö sýna innflytjenda- eftirlitsmönnunum. Þaö fé fær landsstjórnin aftur endursent, þegar þessir innflytjendur eru búnir að nota það i því augna- miði. Þannig hafa Evrópuþjóð- irnar fariö að, en ekkert þessu líkt á sér staö í Bandarikjunum. I Belgiu er eins auðvelt að út- vega sér áreiðanlega vissu um siö- ferðilegt framferði sérhvers borg- ara þar, eins og fá hér heimiklar- bréf fyrir landeign. Sérhverjum óorgara þar er gert aö skyldu aö hafa meö höndum embættisskir- teini þar sem lýst er framferöi hans, og sýna það þegar þess er krafist. Þegar barn fæöist þar í landi, er það skirt og síðan farið meö þaö til þess manns er semur umgetiö skírteini. Er þar greint frá fæðingardegi barnsins, kyn- feröi, nafni, þjóðerni foreldranna s. frv. Er svo foreldrunum fengin í hendur dálitil bók fyrir barn sitt, þar sem þetta er skráð, er þau geyma líkt og sparisjóös- bækur hér. Þ’egar barniö byrjar að ganga á skóla er það skrifað í litlu bókina. Ef unglingurinn lendir út í eitthvað misjafnt, er það skráð i bókina, sömuleiðis próf þau, er haún tekur, þegar hann gengur i herþjónustu o. s. frv. Ef hann týnir þessari vitnis- burðabók sinni, liggur fa'ngelsi viö, ef tilraun er gerö til að semja aðra nýja á ólöglegan hátt. Þegar verkamaður fer til vinnu veitanda og biður um vinnu, óskar vinnuveitandi strax eftir aö fá að sjá vitnisburðabók hans, og fer vinnuveiting tíöum eftir því hvernig honum lízt á vitnisburö- inn. Aö eins í einu tilfelli ér öðr- um heimilt en embættismanninum er hefir meö höndum að rita í nefndar bækur, að fylla í eyöur þeirra. ÞaU er þegar manni er vísað úr vinnu af einhverjum sök- Þá á vinnuveitandi aö rita þaö í vitnisburðarbók hans og skýra þar frá orsökinni til þess, að verkamanninum var sagt upp, en sektir og fangelsi liggja við því, ef þar er rangt frá sagt. Meinleysi vort í aö framfylgja inn fIutningsmála-lögum vorum, að því er snertir það, aö veita landvist hér í Ameríku fátækling- um, mönnum sem líklegir eru til aö veröa þurfalingar.glæpamönn- um 0g anarkistum, er blátt áfram meöaumkvunarverö, og þaö sro að fram úr hófi keyrir. Þannig spyrja t. d. tollþjónarnir innflytj- andann, eða einhverja af kunn- ingjum hans, hvort hann sé fátæk- ur, hvað mikla peninga hann hafi meö sér, hvort hann sé glæpamað- ur eöa anarkisti. Auðvitaö er spurningum þessum svai*að neit- andi. Og þegar innflytjandinn kemur svo fram fyrir friödómar- ann í Chicago 'eða annars staðar, til að útvega sér borgarabréf, rétt fyrir kosningar og aumingja frið- dómarinn spyr hann hvort hann sé anarkisti, eða sökudólgur, og hvort hann sé fús að játast undir stjórnarskræ Bandaríkjanna, þá koma kannske nokkrir vinir hans, er hafa verið undirbúnir af stjórn málasprautunum í hlutaöeigandi kjördeild, og fullyrða að þeir liafi þekt borgaraefnið í lögákveöinn tima og lýsa yfir þvi aö hann sé óaðfinnanlegur borgari, og meö það sama fær hann borgarabréf og atkvæðisrétt. Að herða á nefndum ákvæöuni í innflytjendalögunum er þó dæmalaust auövelt, svo auðvelt, að þaö er mesta furöa, aö það skuli ekki hafa verið gert. Ervitt er að fá ítarlega^ vitneskju um fram- feröi innfæddra einstaklinga í landinu, sakir ónógra skírteina og íjarlægöar, en með þvi fyrirkomu lagi sem er má frágangssök heita aö vita nokkuð um útlendingana, sem aö garöi bera, og koma hing- aö vestur um Atlanzhaf. En þar sem nú því nær allar Evrópuþjóö- irnar hafa aðhylst ákveðiö og haganlegt fyrirkomulag til að vera í færum uni að geta þekt hegðun sérhvers borgara hvert í sínu ríki, hversu auögert ætti það þá ekki að vera, að fá setta áre ðanlega og heiðarlega innflutnings erinds- reka fyrir hönd Bandaríkjanna, á aðal brautfararstöðum útflytj- enda í Evrópu,i Genoa eða Neapel á ítalíu, i Cherbourg á Frakklandi, í( Southampton eða Liverpcol á Énglandi, og í Hamborg eða Ber- lín á Þyzkalandi, og krefjast tryggingar, gefinnar í embættis- nafni um framferöi og hegðun þeirra, sem vestur ætla að flytja, af yfirvöldunum í þeim löndum, sem þeir eru komnir frá. Svo þyrfti að endurskoða innflytjenda lögin og gera ítarlega gangskör að því að stööva þann mikla straum óæskilegra innflytjenda, sem Evrópa beinir hingað. Vér höfum samt nóg af sökudólgum til aö lita eftir í heilan áratug. Vér líðum innfæddum söku- dólgum, og aðkomnum líka, aö kvænast og fjölga spiltu mann- kyni. Er á nokkur furöa, þó að glæpir færist fremur i vöxt hér, en minki ? Ef þektum og dæmd- um óbótamönnum væri hamlað aö geta sér afkvæmi og hert væri á hjúskaparlögunum, mundi þaö reynast öflugur þáttur til að bæta úr núverandi ástandi og umskapa þjóðina til hins betra. Kennaraprófin 1907. Proftctfla. Annars flokks. Þriðjudaginn 2. Júlí— Kl. 9—9.15: Lestrarreglur. kl. 9.15—12.15: Landafræði. kl. 2—5: Bókmentir (úb. mál). Miðvikud. 3. Júlí— kl. 1.30—4.30: Eðlisfræði. kl. 4.30—5.30: Skrift. Fimtud. 4. Júlí— kl. 9—12: Bókstafareikningur. kl. 2—5 : Ritgjörð. Föstudaginn 5. Júlí— kl. 2—5 : Efnafræði. Laugardaginn 6. Júli— kl. <)—12: flatarmálsfræði. kl. 1.30—2.30: Réttritun. Mánudaginn 8. Júlí— kl. 9—12: Sagnafræði. Þriðjudaginn 9. Júli— kl. 9—12: Bókmentir fbundiö málj. /> riðja flokks. Þriðjudaginn 2. Júli— kl. 9—9.15: Lestrarreglur. kl. 9.15—12.15: Landafræði. kl. 2—5 : Bókmentir. Miðvikud. 3. Júli— kl. 9—12: Reikningur. kl. 1.30—4-3°: Ritgjörð (1). kl. 4.30—5.30: Skrift (\ og IIJ. Fimtudaginn 4. Júlí— kl. 9—12: Bókstafareikningur. kl. 1.30—3.30: Líffræði. kl. 3. 30—5: Búfræði. Föstudaginn 5. Júlí—— kl. 9—12: Bókhald. kl. 2—4.30-: Ritgjörð (ll). kl. 4.30—5.30: Réttritun (l). Laugardaginn 6. Júlí— kl. 9—12: Flatarmálsfræði. kl. 2.30—5.30: Málfræði. Mánudaginn 8. Júlí— kl. 9—12: Sagnafræði. kl. 2—4: Teikning. kl. 4—5.30: Söngfræði. Þriðjudaginn 9. Júlí— kl. 9—10: Réttritun (\\). kl. 2—5; Grasafræði. ! Annars flokks nemendur, sem þurfa að taka próf í málfræði, lif- fræöi, reikningi, bókhaldi, grasa- fræði, búfræði, söngfræði eða teikningu, ganga undir þaö með þriðju flokksnaönnum. Hundraö er hæsta einkunn í lestri,og skal forstööumaöur prófa nemendur '1 þeirri grein eftir hend inni, meðan á prófinu, stendur. Sextíu af hundraði þarf til aö standast próf í þessari grein. Fyrsta flokks próf veröur að eins haldið í Winnipeg, ^randon og Portage la Prairie. Það byrj- ar kl. 9 þriðjudaginn 2. Júli. gerðu mig albata. Þær hafa gert mér svo mikiö gott, að eg vil ráð- leggja öllum máttvana stúlkum aö reyna þær.“ Þaö var hiö nýja blóö, sem Dr. Williams Pink Pills gerðu, er færðu Miss Beaudreau heilsu og krafta. Á sama hatt lækna þær alla sjúklinga, sem þjást af blóö- leysi, hjartslætti, fluggigt, gigt og hina huldu sjúkdóma, sem gera lífið aö byrði fyrir svo margar konur og uppvaxandi stúlkur. — Seldar hjá öllum lyfsölum, eða sendar meö pósti, á 50 cent. askjan sex öskjur fyrir $2.50, ef skrifað er beint til “The Dr. Williams’ Medicine Co., Brockville, Ont.” Thos. H. Johnson, Islenzkur IögfræSingur og m&Ia- færsIumatSur. Skrifstofa:— Room 8S Canada Hfc Block, suSaustur horni Fortagi avenue og Main st. TJtanáskrlft:—P. O. Box 1364. Telefón: 423. Winnlpeg, Man. Hannesson & White lögfræöingar og málafærzlumenn. Skrifstofa: ROOM 12 Bank of,1 Hamilton Chamb. Telephone 4716 VILJIR 14Ú ElGNAST HEIMILI I WINNIPEG EÐA GRENDINNI, ÞÁ FINDU OKKUR. Vi8 seljum" me8 sex mismunandi skil- málum, Þægilegar mánaSarborganir sem engan þvinga. Hvers vegna borga öBrum húsaleigu þegar þú gteur láti8 hana renna í eigin vasa og á þann hátt or8i8 sjálfstæB- ur og máske auSugur? Vi8 kaupum fyrir þig lóBina, e8a ef þú átt ló8 byggjum vi8 á henni fyrir þig, eftir þinni eigin fyrirsögn. 1 GerBujnú samninga ,um [byggingu me8 vorinu. Kom þú sjálfur,'skrifa8u e8a talaBu vi8 okkur gegnum telefóninn og fáBu a8 vita um byggingarskilmálana, sem eru vi8 allra hæfi Provincial Contracting Co. Ltd. HöfuBstólI $150,000.00. Skrifstofur 407—408 Ashdown Block. Telefón 6574. Opi8 á kveldin frá kl. 7—9. [ OrFicx: 660 WILLIAM AVE. TEL. 89 Office-tímar: 1.30 til 3 og 7 til 8 e, h. House : 0ao McDermot Ave. Tel. 4300 r, Dr. B. J. Brandson. < Office: 650 Willlam ave. Tel. 89 Hours:Í3 to 4 &I7 to 8 p.m. Residence : 620 McDermot ave. Tel.43oo ' i\£SI vww EG. MAN. ? I. M. ClefhoFn, M D læknlr og yflrsetnmaður. Heflr keypt lyfJabúCina & Baldur, og heflr því ej&lfur umsjón & öllum me8- ulum, sem hann lwtur fr& sér. Elizabeth St., BAIiDÍIR, . MAN. p —lslenzkur túlkur vi8 hendina hvenær sem þörf gerist. II ættuleg hreinsuuarnieöul. Hreinsunarmeðul lækna ekki — Þau hafa að eins veikjandi áhrif. Ekkert er eins ilt og að ráð- leggja blóðlitlu fólki að taka inn til hreinsunar í þeirri von að það öðlist bata. Ef þú spyr læknir um það, þá mun hann segja þér, að hreinsandi meðul geri ekki annað en ryðjast gegn um magann, og veiki um Ieið hinar næmu slímhúð- Löghlýðnir og friðsamir sjálfs- J ir. Hann mun og segja þér, að eignarborgarar ættu hvervetna að sl’k meðul geti ómögulega læknað heimta nægilegt lögregluvald • íe®a endurnýjað blóðið. , • „ .... , ’ j Þegar blóðið er þunt og vatns- heimta, að ollum onytjungum > kent og taugakerfið er af sér þeirri stöðu væri vísað úr em- j gengið, þ áer styrkjandi lyf eina ráðið, sem dugar. I allri veröld- inni er ekkert hressingarlyf, sem jafnást á við Dr. Williams’ Pink A. ROWES SPENCE OC NOTRE DAME Tilrýmingarogtilhreins- unar-útsala á öllum skófatnaðinum í búðinni. A. S. Bardal 121 NENA STREET, selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbún- a8ur sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarBa og legsteina Telephono 3oS. AÆ, Paulson, selur Giftingaleyflsbréf Allir. sem hafa hugs- un á að nota sér þessa útsölu geta fengið skó- fatnað fyrir hálfvirðu | Karlm. og kvenm. föt lituð, hreins- uö, pressuö og bætt. TEL. 482. í Píanó og Qrgel enn <5viðjafnanleK. Bezta tegund- in sem fæst í Canada. Seld meÖ afborgunum. Einkaútsala: THE WINNIPE6 PIANO & ORGAN CO. 295 Portage ave. MILLENERY. Vor- og sumarhattar af nýjustu gerð fyr- ir $3.50 og þar yfir. Strútsfjaðrir hreinsaðar, litaSar og liðaS- ar. Gamlir hattar endurnýjaðir og skreyttir fyrir mjög lágt verð. J30MM0NWEALTH BLOCK, 6,1 524 MAIW ST. bættum; heimta, aö hegöun ser- hvers borgara væri skrásett, og sömuleiðis að nægileg vitneskja sé fáanleg um það hverskonar menn það eru, er æskja inngöngu í land vort. Sérhver lögregluþjónn ætti að bera ábyrgö á framferöi manna í hans umdæmi, og skifta ætti lögreglusviðinu í svo lítil um- dæmi, að sérhver lögregluþjónn gæti þekt hvern þann mann, er aösetur heföi í umdæmi hans.” Pills for Pale People. Sérhver tnntaka af þessum pillum fyllir æðarnar með nýju, ríku rauðu blóði, sem berst til allra líffæra likamans og færir veikum og beygöum heilbrigði og krafta. Miss Annie Beaudreau, Amherst, Magdalene Island, Que., segirt— “Eg var fölleit og fékk ákafan hjartslátt við hvaö litla hreyfingu sem var. Auk þess átti eg vanda fyrir að fá pínandi höfuðverk. Eg reyndi ýms meðul, en þau virt- ust bara gera mér ilt eitt. Þá var mér ráölagt að reyna Dr.WiIliams Pink Pills, og sex öskjur af þeim cáfttmtö cftir — því að —; Eflflu’sBuBOingapappir heldur húeunum heitumj og varnar kulda. Skrifið eftir sýnishorn- um og verðskré, til TEES & PERSSE, LLR- iiQBNTS, WINNIPEG.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.