Lögberg - 23.05.1907, Blaðsíða 5

Lögberg - 23.05.1907, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. MAÍ 1907 c BETRI AFGREIDSLU 4jet eg nú lofa!5 skiftavinum mínum en , nokkuru sinni áður. Eg 1 hefi nú flutt í stærri og ■3þægilegri búð og get því 1 aaft á boðstólum, miklu meiri og margbreyttari vörur en áður, raeð ó- trúlega lágu verði. Búð- 1 in er að 286 MAIN STR. á horni Main og Graham stræta, fjórum dyrum sunnar en búðin sem eg hafði áður. VIÐGEKÐIR FLJÓTT og VEL af hendi leystar. TH. JOHNSON 286 JEWELER MAIN STREET horni Graham Ave. TELEPHONE 6600 og lendingar, svo ekki þarf að kviða þvi, aö þar veröi skortur á skipalægi. Hin fengsælustu sprökumiö viö Kyrrahafiö eru hjá. eyjum þeim, sem kendar eru við Charlottu drotningu, en þaðan er ekki nema fárra tíma ferð á skipi til Prince Rupert. Auk þess eru þar um slóðir góöar fiskiveiðar á djúp- miðum. Til lands upp frá bænum er mikið ónumið land; þar hefir fundist gull, kopar og kol; þar að auki er það vel fallið til yrkingar, og skógur nægur til timburtöku. Fellur því nóg til til flutnings, auk | varnings þess, sem fluttur verður til og frá Austurlöndum. Spár tnanna um vöxt og fram- för bæjarins í náinni framtíð eiga við góð rök að styöjast. I þessu sambandi má benda á, hve miklum stakkaskiftum Seattle og Vancou- ver hafa tekið á örfáum árum, og það án þess, að nokkuð sérstakt hafi veriö til þéss gert. Aftur á móti, að því er Prince Rupert við- víkur, þá hefir járnbrautarfélagið einkis látið ófreistað til þess, að bærinn næði sem skjótustum þroska. Það þykir ekki ólíklegt, að þegar fyrsta lestin að austan brunar inn i Prince Rupert I9ir ('þá á brautin, samkv. samningn- um að vera lögðj að þá liggi þar hafskip til taks að flytja vörur og fólk yfir til Asíu, en þaðan ('Pr. Rupert j er, sem kunnugt er miklu styttri sjóleið yfir um, en frá öðr- um höfnum Canada. Helztu atriðin, sem hér hafa verið tekin fram að framan, eni úr tímaritinu “World To-Day.” Síðan þetta var ritað hefir það verið sagt, að félagið sé nú að hugsa um að hætta við að byggja í Prince Rupert. Það hefir verið borið jafnharöan til baka aftur af yfirmönnum félagsins. Sú er geta manna, að orðsveim þessum hafi verið komið á stað af fa-deigna- sölum, sem eignir eiga í Norður- Vaucouver, en þangað var sagt að G. T. P. félagið ætlaði að leggja leið sina. ----o--- Steunenberg morðið. Um mál þetta er nú rætt og rit - að allmikið i Bandaríkjunurn um þessar mundir. Steunenberg var fyrir löngu nokkuð ríkisstjóri í Idaho. Þá bældi hann niður með hervaldi óeirðir, sem stöfuðu af verkfalli namamanna þar í ríkinu. Verkamenn báru megnasta hatur í brjósti til hans fyrir tiltektirnar; og 5 árum eftir að hann lét af rík- isstjóra-embættinu var hann myrt- ur af manni nokkrum, Harry Orchard að nafni. Nú hefir Orch- ard þessi viljað skella skuldinni á skrifara og féhirðir námamanna þar í héraðinu, D. Haywood, og tvo menn aðra, sem hann segir að hafi fengið sig til að gera verk þetta. Menn þessir þrír voru svo tekn- ir fastir á laun og farið með þá til Boise, sem er höfuðstaöur Idaho- ríkis. Tiltækið vakti þegar megn- ustu gremju meðal jafnaðar- manna og verkalýðsitis. Þeir skutu saman allálitlegri fjárupp- hæð, til að halda uppi vörnutn fyrir félagsbræður sína. Búast má við, að málið vérði varið og sótt af miklu kappi, því nú um mörg undanfarin ár hefir þótt brj'dda þar meira á hryðjuverkum og spellvirkjum en góðu hófi gegnir, jafnvel þótt mælt sé á mælikvarða Bandaríkjanna. Telja margir að þau hafi stafað frá mönntim þeim,sem nú sitja í varð- haldi. En sakborningar segja, að morðinginn Orchard hafi verið keyptur af námaeigendum til að myrða Steunenberg og síðan að gefa ranga skýrslu, svo skuldinni vrði skelt á verkamannafélögin. Konur á þingi. Vér höfum getið þess áður hér í blaðinu, að um tuttugu kvenna værti kosnar til þings á Finnlandi fyrir stuttu, og meður því að Finnland er eina landið í viðri veröld, þar sem konurn er veitt kjörgengi og atkvæðisrréttur jafnt karlmönnum, er dálitið garnan að virða fyrir sér hvernig þær hafa fært sér þessi réttindi í nyt. Þar voru þær sem næst önnur helft kjósendanna, og segja frétt- irnar þaðan svo frá, að þær hafi fylgt sér næsta vasklega að því að nota atkvæðisréttinn. Er mælt að þær hafi víða verið kjörstjórar, en veikum konum, lasburða og aldurhnignum var ek- ið á kjörstaðina, svo að næsta fá- ar sátu heima, og þá ekki að tala unt giftar konttr; þær töldu ekki eftir sér að fara til kjörstaðanna, enda þótt sumar þyrftu langa leið að fara. Eigi er annars getið en að þátt- taka kvenþjóðarinnar í þessum kosningum hafi verið hin frið- samasta og á engurn æsingum borið, sem ýrnsir kvenréttinda- óvinir höfðu þó getiö sér til. Eng- ar fregnir hafa og borist um það, að kosning nokkurs kvenþing- ntannsins háíi verið vefengd né heldur að atkvæðagreíiðslu kven- kjósendanna hafi verið hnekt. Hið eftirtektarverðasta við þess- ar kosningar var að “social-demo- kratarnir” voru þarna langsterk- asti flokkurinn og hafði hann eindregið fylgi kvenþjóðarinnar. Og eigi er óvænt að ýmsa kunni að furða á því, að sú skyldi reynd á verða í fyrsta sinni er konur fengu færi á að neyta atkvæðis- réttar síns til þingkosninga,- að þá skyldu þær styðja frjálslynda stjórnmálaflokkinn í landinu. ----o----- Sigurþóra Kristbjörg Sigurðs- son, Solveig Ingibjörg Thomas, Tómasína Andrea Thórarins- son. Drcngir. Agúst S. Sveinsson, Andrés Helgi Andrésson, Einar Sigurður Anderson, Friðrik Gústaf Axford, Harold Friðriksson, Herberg Axford, Jakob Konráð Ólafsson, Jóhann Goodman, Jóhann Kristinn Johnson, Jón Aðalvarður Guðmundsson, Jón Oliver, Sigurþór IMattías Hinriksson, Valdentar Bergmann, Vilhelm Edward Hinriksson, . Vilhjálmur Andrés Jóhanness. Skömmu áður (5 sunnud. eftir páskaj var ferrnd Salome Rann- veig Hinriksson. Alls voru því nú í Fyrstu lút. kirkjtt fremd 40 ungntenni. . En auk þessa konut að kveldi hvítasunnttdagsins tveir fullorðnir menn frarn í sömtt kirkjtt og ját- tiðtt opinberlega trú sína frammi fyrir söfnuðinttm á sama hátt og fermingarbörnin áðttr við ntorg- un-guðsþjónustuna. Það vortt þeir Guttormur Guttormssonésem fvrir skemstu var með heiðri út- skrifaður frá Wesley College hér í bænum) og Jónas Valdemár rohn.'on. Guðlín Fanny Jónsdóttir Hann- esson. Hallgerður Róslaug Jónsdóttir Magnússon. Matthildur Júlíana Aradóttir Fjeldsted. Láretta Margrét Sumarliðadóttir Hjaltdal. María Magnúsdóttir Einarsson. Anna Ármannsdóttir Burns. FRÉTTAKAFLI frá Cleve- land, Uutah, n. Mai 1907. ....“Úr þessari bygð er ekkert að frétta nenta vorkuldann, og þó að veturinn væri hér óvanalega góður, þá spillir vorið svo um, að ekkert verður fyr til með jarðar- gróður nú en vant er, því að frost hafa verið hér næstum á hverri nóttu, til þessa, um langan tíma undanfarið. Mun því mest af á- vöxtum manna eyðilagt. Líðan okkar landa hér er yfir höfuð góð. Þeir eru svo fáir, að þeirra gætir hér næsta lítið sem sérstaks þjóðflokks, jafnvel þó að við tölurn jafnaðarlegast okkar kæra móðurmál, er við hittumst, hvar sem er hér um slóðir.” Ungmenni fermd á Hvítasunnu í Selkirk af séra N. Stgr. Thor- lakssyni; Drcngir. Jóhann Kristinn Jón G. Finnsson Felix G. Finnsson. Einar Sveinn Runólfsson Magn- ússon. Magnús Sigurður Þorsteinssj.i Kelly. Jóhann I’étur Friðfinnsson Austdal. Björgvin Eiríkur Jónsson. WilbertPercival Guðnason Thor- steinsson. Oskar Franklin Guðnason Thor- steinsson. Steinn Óli Thompson. Ragnar Guðmundur Jónsson. Bjarni Gíslason Anderson. Sigurður Albert Guðmundsson Sigurðsson. Snorri Aðalsteinn Guhnlögsson Oddson. Eiríkur Kristinn Guðmundsson Sigunðsson. William Jónsson Stevens. Stúlkur. Halldóra Kristín Klemensdóttir Jónasson. Sólveig Anna Stefánsdóttir Björnsson. Oddný Jónína Steingrímsdóttir Sigurðsson. Sigríður Jóhanna Kristjánsdóttir Jónasson. Regina Octavia Kristjánsdóttir Jónasson. Hólmfríður Þttríður Tryggva- dóttir Jónasson. Súsanna Stefánsdóttir Oliver. Snjólaug Frímannsdóttir Jó- hannsson. GJAFIR frá Vestur-Islendingum til heilsu- hælisins á Islandi, sendar Lög- bergi: Sveinn Sigurðsson, Simcoe st., Winnipeg, $x. 4 íl'4'1 Guðm. Einarsson, Adela'rd P.O, Man., $1. Safnað af N. Snædal, Narrows P. O., Man.—Jóhann Snædal $1, Ág. Eyjólfsson $1, Ingim. Er- lendsson $1, H. G. Paulson $1, Ilallur Ólafsson $1, Einar TómaS' son $1, Árni Pálsson $1, Guðjón Erlindsson $1, Ág. Júl. Johnson $1. Nikulás Snædal $1 Safnað af Thorgeiri Simonar- syni, Birch Bay, Wash (frá fimm landeigendum þar; fleiri ísl. bú- endur eru ekki i því plássij: — Jóel Steinsson $1, Kristjón Svein- son $1, Teitur Hannesson $1, Vil- hjálmur J. Holm 50C., Thorgeir Símonarson 50C. Alls meðtekið af Lögb $16.00. A. S. BARDAL, selui Granite Legsteina alls kcnar stærðir. Þeir sem ætla sér að kaupa LEGSTEINA geta því fengið þá með mjög rýmilegu verði og ættu að senda pantanir sem fyrst til A. S. BARDAL 121 Nena St., Winnipeg, Man Unsrmerini fermd, Ungmenni fermd í Fyrstu lút. kirkjtt í Winnipeg af séra Jóni Bjarnasyni, á hvítasunnudag (19. maij að morgni: Stúlkur. Alice Préece, Anna Johnson, Anna Sigríður Magnússon, Bergljót Pétursson, Dolores Viktoría Johnson, Guðlin Gttðr. Sigr. Goodman, Guðrún Halldóra Johnson, Guðrún Lovísa Stefánsson, Guðrún Sigriður Magnússon, Hilda Paulson. Hólmfríðttr Pétursson, Jónína Lilja Friðfinnsson, Jónína Margrét Johnson, Jónína Thomas, Magnea Freeman, Kristrún Johnson, Maria Féldsteð, Mildríður Everile Rosamond Oliver, Óla Sigríður Ólafsson, Ragnheiður Schram, . t .%%%%%%%%%%%% í %%%%%% 0%%%%%%%/%^*<*'%1 Tlie Empire Sasl & Dwr Co., Ltd. —VIÐUR—LATH —ÞAKSPÓNN— Allskonar innanhúsviður—Eik. Birki. Fura. Hurðir úr cedrusvið af öllum tegundum. Umboðsmenn fyrir PaFOÍd Roofing. Skrifstofa og vöruhús við austurenda Henry avenue, Phone 2511. - - Winnipeg. ——— Biðjið um verðlista. ——— S \ t I' s $ k-%%%%0 %%%%%% 01 ER LtFlÐ ÞESS VERT AÐ LIFA. Oanada Oyrte & M«r 0»., --=—WINNIP EG~ SPYRJIÐ MANN, SEM FER A HJÓLI—HANN VEIT f>AÐ. BRANTFORD hjóliS flytur yður út í vorfegurð náttúrunnar. Það heflr allar nýjustu umbætur—gormgrind (Cushion Fratreý sveif- arnar pægilegu (Hygiene Handle Bars) og fríhjól (Coaster Brake). Far þú a góOu hjólt og flnn tll þes. að |>ii ert llfandl. Vér búum líku til PERFECT, CLEVELAND, IMPERIAL, RAMB- LER og MASSEY HARRIS hjólin. Fallegur verðlistisenduref um ef beðið. The Alex. Black Lumber Co., td. Verzla meö allskonar VIÐARTEGUNDIR: Pine, Furu, Cedar, Spruce, HarðviO. Allskonar borðviður, shiplap, gólfborð loftborð, klæðning, glugga- og dyraum- búningar og alt semtil húsagerðar heyrir. Pantanir afgreiddar fljótt. ícl. 596. Higgins & Gladstone st. Winnipeg Ágæt eldstó. Ágœt bökunarstó. ógrynni af lofti. Hin undraverðasta eldstó, sem nokk- urntíma hefir verið búin tii. FYLLIST ekki af SÓTI. Vekur mestu undruh hvar sem hún sést. Dregur eldsneytið mestmegnis að sér úr loftiou. Eyðir 395 tunnum af lofti á móti einni gallon af olíu. Viðuf, ko og olía kosta peninga. Eina ókeypis eldsneytið er loftið. Ótakmarkaðar birgði tilafþví. Enginn hefir einkaleyfi fyrir því. Loftið eiga jafnt ríkir og fátækir.r HARRISON LOFTSPELDISLAUSA, KVEIKLAUSA. SjALFVERKANDI OLÍII-GAS. OG LOFTBRENSLU STÓ, Af sjálfu sér býr hún til gas úr steinolíu, blandað með lofti. Brennur eins og gas. Hitar ákaflega vel. Brennur ágætlega. Ekki þarf annað en snúa hnapp og rennur þá olían í brennarann.Iveikja svo á eldspýtu.þá myndast gas sem fer gegnum blandað loft og eyðir hér um bil einni tunnu af lofti á móti hverjum spæni af olíu sem eyðist. Það er alt og sumt. Fjálfverkandi. Þarf ekki eftirlits við. Sami hiti dag ognótt. Til þess að auka eða minka hitann er að eins snúið hnappi. Eldurinn slöktur með því að suúa hnappi. Eins fullkomnar og nokkur hlutur f þessum heimi. Ólíkar þessum sem seJdar eru t búðunum. Leka ekki, fyllast ekki af sóti. Enginn kveikur, ekki neitt loftspeldi og þó hægt að temprá hitann. Ódýrasta eldunarvél sem til er. Eina eldavélin sem ekki getur sprung- ið. Enginn ofsahiti í eldhúsinu. Engin hætta eins og af gasólíni. Einfaldar, endingargóðar.endast svo árum skifiir; V E R Ð með einum brennara $3.75 tveimur brennurum $7.50, þremur brennurum $11.50. Skrifið oss strax! öllum pðntunum nákvæmur gaumur gefinn. International Supply Co. Komið og skoðið þaer að 518 Notre Dame Ave. WINNIPEG - - MANITOBA. HSTTTTnsr allskonar gerð fljótt og vel, fyrir sanhgjarna borgun á 1 1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.