Lögberg - 30.05.1907, Síða 1
Þakklæti!
Vér þökkum öllum okkar íslenzku viðskifta-
vinum fyrir góð viöskiíti síðastliðið ár og
óskum eftir framhaldi fyrir komandi ár.
Anderson & Thomas,
Hardware & Sporting Goods.
638 Maln Str Telephons 33B,
Yér heitstrengium
aö gera betur við viðskiftavini vora á þessu
é ri en á árinu sem leið, svo framarlega aö
það sé hægt.
Anderson <& Thomas,
Hardware & Sporting Goods.
S38 MainSt. Telsphone 339
20 AR.
íi
Winnipeg, Man., Fimtudaginn, 30. MAí 1907.
NR. 22
Fréttir.
Nýjar fréttir frá Austurríki og
Dónárlöndunum staðfesta síSustu
fréttina um óvænlegar uppskeru-
horfur þar, sem getið var um í
næsta blaði hér á undan. Er nú
meðal annars sagt aS uppskeru-
horfurnar á rúg séu þar hinar ó-
vænlegustu. Sama er aö segja um
aldinræktina. Hafa vorfrostin
þar spilt henni mjög aS því er
fréttirnar segja, þvi aö kuldarnir
hafa veriö óvenjulega miklir. Þeg-
ar fór aö hlýna, er mælt aö skaöar
allmiklir hafi og oröið víða í
undirhliöum Miö-Evrópu hálend-
isins af snjóflóöum, því að veður-
breytingin varö svo snögg þegar
kuldunum létti af.
Verzlunarviðskifti Japana og
Bandaríkjamanna aukast nú stór-
um með ári hverju og má þar til
nefna mörg dæmi, svo sem þaö nú
síðast, að fyrnefndir hafa keypt
efni til járnbrauta bygginga af
Bandarikjamönnum fyrir tólf
miljónir dollara, er nota á í braut
þá, sem Japanar eru í aðsígi meö
aö leggja yfir Manchúríu sunnan-
■veröa. Má óefað vænta þess, aö
íleiri þesskyns viöskifti rnuni hér á
eftir fara.
Látinn er líflæknir Bretakon-
ungs, Joseph Fayrer, nafnkunnur
maður, áttræöur aö aldri.
Þaö er sagt aö konur í Mellita í
Suöur-Dakota séu orönar svo fíkn-
ar í að spila „bridge” feins konar
vistspilj, aö bæjarráöiö þar hafi
nvlega oröiö aö taka í taumana.
Það setti þau lög, aö ef kona sæist
þar spila “bridge” skyldi þaö
varöa tuttugu og fimm til hundraö
dollara sektum.
Þó aö járnbrautarslys liér i Can-
ada, sem orsakast af því aö braut-
arleinarnir brotna, séu hlutfalls-
lega færri talin en sunnan ltnunnar
h< fir járnbrautamálanefndin hér i
landi skipaö fyrir um ítarlega
rannsókn á brautarteinum. Síöan
um mið'jan Nóvembermán.hafa sex
járnbrautarslys oröiö hér i landi,
þar sem brotnum teinum er um
kent. Og ætlar járnbrautarmála-
nefndin aö láta heröa á eftirliti
meö því aö járnbrautafélögin noti
eftirleiöis sem haldbezta og traust-
asta teina, og á ýmsan veg kapp-
kosta aö fyrirbyggja slys er um
má kenna ónógri vandvirkni á
brautarlagningum. Auövitaö cr
þetta ýmsum erfiðleikum bundiö,
en sagt er aö nefndin geri alt sem
í hennar valdi stendur feröamönn-
um, er meö brautunum fara, til
tryggingar.
Frétt frá bænuni Saint Raphael
á Frakklandi getur þes%, næstliöinn
laugardag, aö brezki stjórnmála-
maöurinn alkunsi, Joseph Cham-
berlain, hafi um hríö dvalið þar á~
samt konu sinni, sér til heilsubót-
ar. Ætla þau hjónin aö leggja á
staö bráölega heim til Englands.
il>ó aö Chamberlain sé nú talinn aö
hafa fengiö góöan bata á vanheilsu
þeirri, er hann hefir átt viö að búa
síöastliöiö ár, þykir eigi líklegt aö '
hann muni gefa sig við stjórnrrtál-
um fyrst um sinn.
Símskeyti frá Lundúnaborg seg-
ir, aö heimskautafarinn, Walter
Wellmann, hafi lagt á staö þaöan
24. þ'. m. áleiðis til Noregs, en það-
an heldur hann til Spitsbergen, og
býst vi6 að leggja þaöan á staö til
norðurheimskautsins í öndveröum
næstkomandi Ágústmánuöi á flug-
vél þeirri, er hann hefir gera látiö
suður á Frakklandi. Eigi þykist
Wellmann viss um aö komast til
heimskautsins, eins og margir
noröurfarar hafa veriö, þegar þeir
hafa lagt á staö í slíkar ferðir, en J
reynist yél hans eins vel og hann
býst við, hefir hann góöar vonir.
Tuttugasta og fimta þessa mán-
aðar segja fréttir frá Chicago, aö á
næstliönum þrjátíu dögum hafi [
unnist og tapast á hveitimarkaöin-'
um þar 200,000,000 dollarar. Eitt i
víxlarafélagiö þar græddi $2,000,- |
000 á þeim tíma.
Nýjar uppreistir í Kína herma
fregnir þaðan 27. þ. m. Mest
kveður aö þeim á suöaustur-
ströndinni, og drepa uppreistar-
menn þar embættismenn og her-
menn Kínastjórnar hrönnum sam-
an. Sagt er og að þýzk trúboös-
stöð nálægt Pakhoi hafi verið
brend til kaldra kola, en trúboðarn-
ir samt komist lifs af.
1< yti riönir við samsærið, er hefir
veriö í undirbúningi siöan í Feb-!
rúarmánuöi, aö sagt er, og þyk'st
lögreglan rússneska hafa vitað um ,
þaö allan þenna tíma, en e:gi vilj-
aö grípa í taumana fyr en í s'ðustu
lög, í því skyni meö fram, aö ná í
sem flesta er við það væru riönir,
enda hafa nú margir verið hand-
teknir og varpaö í fengelsi, er
bendlaðir eru viö samsæriö, en
rnargir aö eins fyrir grun einn.
Síöan buröargjald blaöa og
bögla milli Bandaríkjanna og Ca-
nada var hækkað í vor hafa sunn-
anblööin verið send hingað yfir
landamærin sem express-flutning-
ur og siöan látin í póstinn hér.
Þetta kvaö Canadastjórn ætla aö
banna, en Bapdaríkjmenn hóta þá
að setja svo hátt burðargjald á
blöö héöan, að nærri veröi ókleyft
aö senda þau.
Látinn er í New York Benjamin
Baker, víðfrægur vélafræöingur
og uppfundningamaöur, 20. þ.m.
Símaö er frá borginni Silla á
Indlandi 17. þ. m., aö samkvæmt
nýbirtum skýrslum stjórnarinnar
þar í landi, hafi látist úr svar>a-
dauöa á öllu Indlandi. næstlifnar
sex vikur, talið til 11. þ. m., nær
því hálf miljón manna; af þeim
mannfjölda tæp þrjú hundruð þús
und i borginni Punjab, sem er tal-
in gróörarstcö sýkinnar þar eystra
Nýlega var sýnt á fjölmennum
íuúdi konunglega vísindafélags-
ins í Lon ’on síðasta uppgötvun
hugvitsmannsins Louis Brennan,
þess er fann upp tundurvél þá, er
nú er talið eitt hiö voöalegasta
morötæki er brezki flotinn hefir
aö bera fyrir sig í ófriöi. Þessi
siðasta uppgötvun Brennans er
járnbrautarvagn, er rennur á ein-
um teini. Þaö var aö eins örlítið
sýnishorn af hugmyndinni hans,er
liann sýndi á fundinum, sem áöur
er nefndur. Er mælt aö þessi
litli vagn hafi þotiö þar fram og
aftur eftir bugöum og halla, bæöi
tómur og fermdur, án þess að
fara út af sporinu.
Frétt frá Duluth getur þess, aö
nýfundin ?é málmæö mikil í járn-
námunum í grend við bæínn Tow-
er i Minnesota, en þeir námar
taldir einhverjir þeir elztu í því
ríki, en voru þó nærri útgrafnir,
þegar þessarar nýju málmgnóttar
varö vart, sem búist er viö að
veröi bænum Tower til mikilia
þrifa.
A mánudagsnóttina var kvikn-
aöi i girðingavírs verksmiöju i
Portage la Prairie fyrir sk nimu
bygöri, er stendur i noröaustur-
hluta bæjarins. Brann byggingin
svo aö ekki standa eftir nema
veggirnir. Er skaöinn metinn um
sjötiu og fimm þúsund dollara, en
vátrygging um fjörutiu og fimm
þúsundir. Formaöur félags þe-s
er fyrir þes«ari byggineu og iön-
aðargrein stóö, var Mr. Brown,
borgarstjóri, og nokkrir hluthafar
í félagi þessu eru hér búsettir í
Winnipeg. Engar nánari fréttir
hafa enn borist um þaö hvernig
eldurinn kviknaöi.
í vikunni sem leiö varö uppvíst
enn eitt nýtt samsæri til aö ráöa
Rússakeisara af dögum. Höföu
byltingamenn gert samninga viö
dyraveröi í keisarahöllinni um aö
hleypa þeim inn, i Kósakka tiún-
ingi, til aö vega aö keisaranum.
En samsæriö komst upp áöur en
keisaranum varð nokkurt mein
gert. Er mælt aö ýmsir af líf-
veröinum hafi flækst inn í mál
þetta, og þeir taldir aö einhverju
Hvorki rekur né gengur meö
Idaho-málin. Það hefir enn þá
ekki verið hægt að nefna til kviö-
dómendur í máli W. D. Haywoods
ritara hins vestræna námamanna-
fél. Nú hafa verið prófaöir yfir
hundrað manns, en ekki hægt að
fá 12 búa í kviö, þá er óhlutdræg-
ir séu. Það á aö safna enn á ný
saman 61 manni til aö fá þá, sem
á vantar. Að svo margir hafa
gengið úr leik, er nokkuð þvi aö
kenna, aö svo margir þar vestra
eru annaðhvort ákveönir jafnaö-
armenn, eöa þá gersamlega mót-
fallnir þeirri stefnu. Taliö er, aö
þaö hafi cigi annaö stórkostlegra
mál uppi verið í Bandarikjunum,
síðan anarkistamálið sæla í Chica-
go, en þetta.
Fellibylur geisaöi um Texas 25.
þ. m. Olli hann allmiklu mann-
og eignatjóni á ýmsum stööum. í
einum bænum bylti hann um og
Iaskaöi milli tuttugu og þrjátíu
hús.
Frakkar vigbúa her sinn í á-
kafa. Á næsta ári hafa þeir áætlaö
944,285,050 franka til herútgjalda.
Þaö er 208 miljónum fránka
meira en i fyrra. Hækkunin er
mest í því fólgin, aö nú á aö
kaupa nýtísku vopn handa hern-
um. Þaö litur ekki út fyrir aö þeir
vilji treysta mikiö á friðartal Mr.
Carnegie.
Nú er sem óöast verið aö búast
við komu friöarþingmannanna til
Hague fHaagJ.
Faö er búist viö aö heldur veröi
þröngt í bænum meðan þetta 2 j
friðarþing stendur yfir. Er mælt
aö um 46 þjóðir sendi fulltrúa
þangað. Hollenzka stjórnin er aö
láta breyta og laga höll eina forna
fyrir fundarstaö, meö því aö staö-
ur sá, sem þeir héldu fyrsta þing-
iö á, er nú talinn muni verða of
lítill.
Símskeyti frá Sidney i Austral-
íu sent seint í næstliöinni viku
getur þess, aö 30. f. m. hafi ógur-
leg flóðbylgja gengið yfir Karo-
linu-eyjarnar austan viö Asíu og
farist í þvi flóöi um tvö hundruö
manna, en eignatjón ógurlegt orö-
iö.
Þær fréttir berast frá Frakk-
landi aö illa líti þar út sem stend-
ur meö vínyrkju. Er mælt að
þar hafi komist upp fyrir skenistu
ýms svik aö því er vhigerö snerti-
ir, svo sem aö vín hafi veriö buiö
til meö ýmsum óvönduðum efna-
samblöndum, léleg vín verið flutt
þangaö frá California og seld aft-
ur sem dýr og fin vín búin til i
Frakklandi og þá er eigi þaö sízt
aö telja aö álit Englendinga og
Ameríkumanna er nú taliö aö fara
mjög minkandi á frakkneskum J
vínum. Ivváöu vínyrkjumenn á j
Frakklandi vera hinir æfustu um j
þessar mundir og víöa orðiö af
uppþot og óspektir, svo herlið hef- í
ir orðið aö skakka leikinn, því að j
víngerö hefir verið þar stórgróöa-
vænleg atvinnugrein hingað til. Er 5
mælt aö landstjórnin ætli aö fara |
aö láta rannsaka þetta mál, og er I
búist við aö mörg svikabrögö vín-
gerðarmanna komi upp viö þá j
rannsókn.
Fregn frá Berlínarborg á Þýzka-
landi getur þess, að ‘‘Hamburg- j
American” gufuskipafélagiö hafi í
hyggju aö koma á föstum vikuleg-
um fólks- og vöruflutningum milli
Þýzkalands og Canada, svo fljótt
sem vænlegir tollmála-samningar
komist á milli nefndra landa.
Svo er aö sjá af fréttum frá
Nova Scotia, aö fiskiveiðaskipin
hafi fengiö hörö veður á miöunum
þar eystra á þessu vori. Nýlega
hafa t. d. borist fregnir um tvö
frönsk skip, sem hafi farist þar,
meö rá og reiða og fjörutiu manns.
Herskip, sem send voru aö leita
þessara skipa, eru komin aftur og
urðu þeirra hvergi vör né fréttu til
þeirra, en ýms löskuö skip uröu
þau vör viö og töluverðan ís sögöu
þau verið hafa á fiskimiöunum, en
fiskiveiði meö lakara móti.
Úr bænum.
Frá íslandi kom á laugardaginn
Guöm. Árnason frá Reykjavík.
Klrkjuþingsmcnn á aö kjósa i
Selkirk næstkomandi mánudag, 3.
Júní.
Stefán Stefánsson og J. Ander-
son eiga bréf á skrifstofu Lög-
bergs.
Sigurjón Sigurösson, verzlunar-
félagi Vopna, er að láta reisa sér
sumarbústaö i Norwood.
Milton bakari á Bannatyne ave.
vill fá íslenzkan ökumann, sem
kunnugur er í vesturbænum.
Seinni part síöustu viku voru
menn farnir aö slá grasblettina hjá
húsum sínum sumsstaöar hér i bæ.
Grasið er ekki lengi aö þjóta upp
strax og hlýnar.
Arni Thordarson, rakari, flutti
alfarinn til Gimli snemma í þess-
ari viku. Hann ætlar aö reka iön
sina þar framvegis. Hann hefir
bygt sér rakarastofu á Central
aventie.
Jakob Guömundsson, bókbindari
i Norwood hér í bænum, mágur
Árna kaupm. Friðrikssonar, lagöi
á stað með fjölskyldu sina, eftir
síöustu helgi, alfarinn vestur aö
Kyrrahafi.
Nú er fengin Grace Church hér
á Notre Dame ave. til að halda í
samsönginn i sumar, þann, sem
séra H. B. Thorgrimsen stendur
fyrir. Sú kirkja er stór og rúm-
góð, er jafnvel talin einhver veg-
legasta kirkja hér í bæ. Er nú
fengin full vissa fyrir því, aö söng-
flokkurinn fær aö njóta sín.
Þeir J. J. Vopni, dr. O. Björn-
son og G. Thomas brugöu sér til
J Glenboro á mánudaginn var og
komu aftur á þriðjudaginn. Hveiti
sáning er nú lokiö í Argyle og er
þaö ætlan .manna, aö sáö hafi nú
verið í niutíu til níutíu og fimm
prócent venjulegra hveitiakra þar,
þrátt fyrir vorkuldana.
Mrs. Björg Waring, sem dvaliö
hefir á Englandi síöan í fyrra
sumar, kom hingað til bæjarins
um miöjan þennan mánuð. Hún
kveðst muni dvelja á Gimli hjá
móður sinni i sumar, eöa á Poplar
Point hjá móðurbróður sínum. En
þar eru börn hennar tvö.
Tón T. Vopni, kaupmaður, hefir
nýlega keypt sér sjálfhreyfivagn
(automnbilej. Hann mun vera
eini íslendingur hér vestan hafs,
sem á þesskonar vagn. Vagninn
er, aö þeirra dómi, sem vit hafa á
þeim hlutum, mjög vandaöur og
traustur.
Á fimtudaginn var varð Kristján
Pálsson, skipstjóri á gufubátnum
Rocket í Selkirk, fyrir því slysi aö
fótbrotna. Hann var aö setja fram
bát, þegar slysið bar aö. Sagt er
aö sigíutré hafi falliö á fótinn á
honum. Nú er hann á góöum bata-
vegi.
Þorbergur Fjeldsteö, vitavöröur
í Mikley í Winnipeg-vatni, kom
hingað til bæjarins í vikunni sem
leið. Hann sagöi ísinn enn stál-
heldan á vatninu. Hann bjóst viö
aö dvelja hér þangað til ísinn
leysti og bátsferðir fara aö hefjast
um vatnið. Þá á að byrja aF
kveikja vitaljósin.
f Selkirk er sagt gott útlit. Vinna
aiment byrjuö þar. Meöal tíöinda
þaðan má telja, aö nú er veriö
að koma þar á vatnsleiðslu um
bæinn. Skólann, sem brann í vet-
ur, er nú verið að reisa úr rústum.
Fyrir þvi stendur íslenzkur smiö-
ur, 'Cuöjón Ingimundarson. Spít-
ala er líka veriö aö byggja þar.
Þaö á aö stofna ísl. barnastúku
í Good Templara húsinu á laugar-
daginn kemur. Fyrir þessari stofn-
un gangast ísl. G. T. stúkurnar
þrjár. Undir þeirra umsjá á hún
lika aö verða. Foreldrar ættu aö
láta börn sín ganga í stúkuna. Fé-
lagsskapurinn er góöur. Byrjaö
kl. hálf-fjögur.
Á hvítasunnudag andaöist aö
heimili sínu í Selkirk, Sæunn Sig-
urðardóttir Leó, kona Jónasar Leó,
er hefir búiö þar síðastliðin 15—
16 ár. Jarðarförin fór fram hinn
21. þ. m. frá ísl. lút. kirkjunni í
Selkirk, aö viöstöddum fjölda
fólks. Séra N. Stgr. Thorlaksson
flutti húskveöju og líkræöu. Hin
látna var um 75 y2 árs er hún lézt.
Hennar veröur aö líkindum minst
siðar hér í blaöinu.
Skúli Árnason, bóndi í Argyle,
lagöi á staö til Edmonton á þriðju-
daginn í landskoöunarferö. Með
honum fóru synir hans þrír:
Hjalti, Karl og Jón; enn frenuir
1 Guöni, sonur Þorst. Jónssonar á
j Hólmi. Skúli bjóst við, ef sér lit-
ist á sig þar vestra. aö festa lönd
fyrir allan hópinn og skilja þá 2
sonu sina eftir til aö vinna fyrstu
og nauðsvnlegustu skylduverkin.
Halldór Árnason fylgdi bróöur
sínum hingaö til bæjarins.
Séra N. Stgr. Thorlaksson kom
hér snöggvast til bæjarins á fimtu-
daginn var. Hann var á leiö suð-
ur til Pembina til aö ferma þar 5
börn. Siðan ætlaöi hann til Park
River, aö gefa saman i hjónaband
þau: Birgitte Halldórsson (dóttur
M. Halldórssonar læknisj og Ole
Peterson, norskan kaupmann þar í
þorpinu. Kona séra Steingríms
og dætur lögöu á staö á mánudag-
inn til móts viö hann. Þeirra er
von aftur fyrir helgina.
Á sameinuðum fundi bæjarráös-
I manna og veganefndar hér um
daginn var samþykt aö verja i ár
sem svarar einni rniljón döllara til
vegabóta hér í Winnipeg. I sum-
ar á að asfalta Main st. milli Hig-
gins ave. og Graham. Sömuleiöis
Xotre Darne ave. vestan viö Nena
alla leiö til McPhiílips. *Portage
ave. á líka aö asfalta milli Mary-
land og Minto stræta. Ýmsar fleiri
götur á að gera viö, en mörgum
samt slept af þeim, sem áöur var
búiö að tiltaka.
S. J. Sigurðsson og Jóh. Sig-
urösson, úr Garðar-bygð i Noröur
Dakota, voru á ferö hér um he’g-
ina. Þeir sögöu hveitisáning Iok-
iö þar syðra. Eitthvaö minna var
sáö sakir kuldanna i vor, en þaö
sem sáö varö. hafðist vel við. Aki*
ar þar orönir grænir. Á Garöar
er verið aö byggja nýtt prestsset-
ur. Séra K. K. Ólafsson sest þar
aö.' Dáin er nýlega þar syöra Mrs.
Plouban, dóttir Jóhs. Sigurðsson-
ar. Hún var gift sænskum manni.
, V
Jóhatin Pálsson kom á mánudag-
inn utan af heimilisréttarlandi sínu
nálægt Matj Hill P. O. Hann
veröur hér í sumar og rekur hand-
iðn sína, málarastarf. Þar ytra
sagöi hann útlit aö batna nú meö
hlýinclunum. Landar allir voru
heybirgir, en sagt aö eitthvað af
gripum hafi fallið hjá enskum
bændum, og þeir orönir heylausir
margir hverjir.
Á þriðjudaginn kom Th. H.
Johnson þingmaöur og kona hans
heim úr skemtiferö sinni frá St.
Peter, Minn. Á suðurleiö námu
þau staðar i þrjá daga i St. Paul
og Minneapolis. Þar var þá stadd-
ur um það leyti W. J. Bryan, for-
setaefni demokrata. Hann hélt
aöalræðuna á 17. Maí hátíö Norö-
manna þar. Þangað komu þau
hjónin. Mr. Bryan var í Noregi
þegar Hákon kon. var krýndur í
fyrra, en heldur hafði hann látiö
sér fátt um finnast þá athöfn, aö
því er hann sagöi í ræðunni. Mrs.
Johnson haföi ekki komið áöur
suður fyrir landamærin, en ljóm-
andi vel lætur hún af Bandaríkjun-
um, því, sem hún sá af þeim.
Boigirnar þar snyrtilegar og þrif-
legar. Síöan hélcíu þau til St. Pet-
er og dvöldu þar í 5 daga. Þá
stóöu þar sem hæst skemtanir og
annar gleðskapur, sem skólaupp
sögn er samfara. Söngflokkar
eldri stúdenta mættu því nær allir,
uröu þeir talsins milli 40 og 50
manns. Sungu þeir svo eldri og
yngri uppáhaldssöngva sína. Þeir
einir, sem þekkja, geta gert sér í
hugarhmd hve mikil ánægja þaö
er, aö hitta aftur vini sina og rifja
upp endurminningar frá sólskins-
dögum æskunnar, skólaárunum.
Margir af vinum Mr. Johnsons
spurðu um þá dr. Brandson og
séra Rúnólf Marteinsson, og þótti
þá illa vanta í hópinn. Þeir út-
skrifuðust báöir þaöan um sama
leyti. íslenzkum nemendum, sem
nú eru á skólanum, haföi öllum
gengið vel meö árspróf sín. Jó-
hanna Högnadóttir útskrifaöist
þaöan meö heiðri, eins og vér höf-
um áöur getiö um hér í blaðinu.
Magnús Magnússon, próf., er í
niiklum metum þar syöra. bæöi
meöal nemendanna og kennara
skólans.
Á heimleiöinni heimsóttu þau
hiónin séra Björn B. Jónsson i
Minneota og stóöu bar viö i bæn-
um í 2 daga. Héldu síðan beina
leiö heim.
Almennar fréttir þaðan aö sunn-
an sömu og hér. Vorið kalt og því
öllum önnum lokiö í seinna lagi.