Lögberg - 30.05.1907, Síða 4
LOGBERG FIMTUDAGINN 30. MAÍ 1907
Jögberg
•r c«n6 ðt hvem flmtude* af Mi®
Ufetorg l>rlnilii« * PubUsUlng Co^
(löggllt), aö Cor. WlUlam Ave^og
Nena SC, Wlnnlpeg, Man. — Koetar
12.OO um fcrlB (fc lelandl 6 ^r.) —
Borglst tyrirfram. Etnetök nr. § ota.
PubUshed every Thursday by T
I öeberK Printlng and Publlehlng Co.
* Nena St.. Wlnnlpeg, Man. Sub
•crtptlon price »2.00 per year, pay
able In advance. Slngle coplee 6 cte.
8. BJÖRNSSON, Edltor.
M. PAULSON, Bus. Manager.
Auglýslngar. - SmfcauglTMngar 1
eltt Bklftl 25 cent íyrtr 1 a
■tærri auglýslngum um lengrl ttma,
atslfcttur eftir samnlngl.
BústaðasklíU kaupenda verSur aB
tilkynna Bkriflega og geta um fyr
veiandi bústað Jafnframt.
Utanáskrift U1 afgrelSslust. blaBs-
lns er:
The LÖGBERG PRTG. * PUBL. Co.
p. o. Box. 136, Winnlpeg, Man.
Telephone 221.
Utanáskrift til ritstjörans er:
Editor Lögberg,
P. O. Box 136. Wlnnipeg, Man.
Samkvæmt landslögum er nppsogn
kaupanda á blaði ögild nema hann
,é skuldlaus S>egar hann ^glr uPP^
Kf kaupandi, sem er t skuld vio
blaBið, flytur vistferlum án Þees aS
tllkynna heimlllsskiftin Þá er t>aB
fvrir dómstólunum álltln sýnlieg
sönnun fyrir prettvtslegum tílgangi.
Nýtt landnámj vœnd-
um.
Tíðindum J^ykir þaö sæta, eins
og ekki er heldur mót von.aö Dom-
inionstjórnin hefir áveSiö, aö opiö
skuli innan skamms landsvæöi
mikiö í Saskatchewan, sem
heimilisréttarland, sérhverjum lyst
hafandi landnemum, er rétt hafa
til aö færa sér þau hlunnindi i nyt,
og eignast þær góöu ábýlisjaröir
sem þar eru nú til boða.
Af þessu landi er það aö segja,
aö það er talið eitt hið frjósamasta
sem völ er á í fylkinu, og var fyr
meir haldiö eftir handa Doukho-
borum, en nú hefir stjórnin ákveð-
iö aö gera þaö aö almennu heimilis
réttarlandi eins og áöur er sagt.
J>á kosti kvaö land þetta hafa til
aö bera, aö þvi er svo i sveit koni-
iö,aö þar er auövelt talið um flutn-
inga alla, til þess að gera, og hægt
um vik fyrir væntanlega hveiti-,
bændur, e'r þar setjast aö, aö koma,
hveiti sinu og öörum búsafurðum
til markaðar.
Getur nú sérhver sá, er heimild
hefir til að taka sér heimilisréttar-1
land, átt þar kost á sectionarf jórö- j
ungi, og þarf ekki annað, en aö
snúa sér til hlutaðeigandi land-
skrifstofu í Yorkton, Prince Al-
bert og Regina. Gamlar kröfur
á nefndum löndum verða ekki
teknar til greina, eftir aö landið
veröur nú opnað til landnáms.
Á öðrum stað í blaðinu er ná-
kvæmlega skýrt frá legu landa
þessara, í auglýsing, sem Domin-
ionstjórnin gefur út, svo og frá því
hvenær hvert svæöi verði opnaö til
landnáms, og látum vér í því efni
nægja að vísa til þeirrar auglýs-
ingar.
Mikið er látið af landgæðum
þessa lands; er það taliö fult svo
frjótt sem beztu héruðin, er
liggja meö fram C.N.R. brautinni
milli Dauphin og Battleford. Víöa
kváöu og vera allbyggileg lönd í
grend viö heimilisréttarlönd þessi,
svo iandnemum er fyrir þá sktild
hægt aö rýmka um sig eftir vild.
Þar sem nú jafngóður bújaröa-
kostur er á þessu svæöi, sem þ’egar'
hefir verið minst á, má ganga að
því visu, aö l^nd þettá fljúgi út á
skömmum tíma. Er þvi nauösyn-
legt fyrir þá, sem hafa í hyggju aö
ná sér þar í góöa heimilisréttar bú-
jörö á haganlegum staö, aö vinda
sem bráðastan bug aö því, þar eö
svo mttn fara með lönd þessi, sem
önnur heimilisréttarlönd, að þeir,
sem fyrstir veröa aö velja, ná í
beztu löndin. Og varla þarf aö
draga það í nokkurn efa, aö blóm-
leg bygö muni aö fám árum liðn-
um verða komin á stofn á þessu
nýja heimilisréttarlandsvæði, er
Dominion-stjórnin hefir nú síöast
veitt landnemum hér i Canada kost
á aö eignast.
Fyrirlestur um
berklaveiki.
í vikunni sem leið hélt dr. Wil-
liant Moore, prestur, fyrirlestur
um berklaveiki í Walker leikhús-
inu hér i bsénum. Lögberg hefir
eigi alls fyrir löngu flutt tvær lang-
ar og ítarlegar ritgerðir um þá
veiki, eftir ísl. læknana, Guöm.
Björnsson og Sigurö Magnús-
son, svo vér getuin verið stuttorð-
ir um þenna fyrirlestur, sem þó i
heild sinni var ágætis hugvekja.
Dr. Moore gat þess fyrst, hve
afarmannskæð tæringin væri orðin
hér í Canada. Eftir opinberum
skýrslum aö dæma, þá dæu nú ár-
lega hér yfir tólf þúsundir manna
úr henni. Hann sagöi, aö bæði
væri þetta stórmikið manntap og
eins eignatjón fyrir landiö, svo að
mál væri komið að hefjast handa
og gera eitthvað til að ráða bót á
þessu. Síðan lýsti hann veikinni,
skýröi frá af hverju hún stafaöi,
og hverjum væri hættast við að fá
liana. Hann gat þess, að þar sem
veiki þessi væri ákaflega næm,
yrði að gæta allrar varúðar rrieð að
neyta ekki fæðu, sem berklar væru
í. Slikt ætti sér oft stað um kjöt
og mjólk. Það riði því á að sjóða
það vel áður en þess væri neytt, ef
menn vildu vera öruggir um sig.
Þá mintist hann á hættu þá, sem
stafaði af þeim ósið manna, að
spýta á stræti og gangtraðir; Kvað
hann það vera einkar þarfleg lög,
að banna fólki að gera slíkt. Þeg-
ar hrákar berklaveikra manna
þorna upp, þarf ekki nema lítinn
blæ til að þyrla upp geriunum, sem
svo, ef til vill, gætu kveikt sóttina
hjá fjölda manna.
Yfirleitt tók hann berklaveikis-
sjúklingum strangan vara fyrir
því að fara ógætilega með hráka
sina. Þeir ættu helzt að hafa sér-
stök ilát að hrækja i. og brenna
hrákana á hverjum degi.
Viðvíkjandi því hvort hægt væri
að lækna berklaveikina sagði hann
að þá veiki væri auðveldast að
lækna af öllum sjúkdómum, ef
hún væri tekin í tíma. Ef hún aft-
ur á móti væri látin eiga sig um
hríð, væri hún hin versta viður-
eignar og oft og tíðum ólæknandi.
Dr. Moore mintist á hina mjög
svo lofsverðu viðleitni manna, að
reyna að koma í veg fyrir veikina
með því að stofna heilsuhæli fyrir
berklasjúklinga. Það sagði hann
vera leiðina, sem fara ætti.
Félag það, sem stofnað hefir ver-
ið til að koma upp hæli fyrir berkla
veika hér í Manitoba, hafði kallað
til fundar þessa. Það væntir sér
alls hins bezta af för dr. Moore hér
um vestur-fylkin. Til að koma
slíku hæli á fót, þurfa um $75.000.
Af því fé hefir þegar safnast lið-
ugar þrjátíu þúsundir dollara.
Óviðurkvœmileg föð-
urlandsást.
Hér niðri í bænum, á NotreDame
ave., býr vísi-konsúll Bandaríkja-
manna, dr. Jones. A drotningar-
daginn dró hann flagg á stöng,
svo sem hans er siður alla daga.
Það var auðvitað fáni Bandaríkj-
anna. Til þess nú að votta Can-
ada-búum samúðarþel sitt og þjóð-
ar sinnar, þá dró hami næst upp
brezka flaggið og lét það, að
sjálfsögðu, vera undir sinnar þjóð-
ar flaggi. Þetta þótti tveimur
Englendingum, sem fram hjá
gengu, ekki sæma, að enska flagg-
ið væri sett skör lægra en “stjörnu-
fáninn”. Þ.eir ruku þvi til og
drógu niður Bandarikja flaggið,
og drógu upp aftur i þess stað
fána Breta.
Það var auðséö á gerðum þess-
ara pilta, að hvorki kunnu þeir að
umgangast siðaða menn, né heldur
undirstöðuatriði almennrar kurt-
eisi. Það má afdráttarlaust full-
yrða, að tiltæki þetta hefir ekki
síður mælst illa fyrir meðal kon-
unghollra brezkra þegna en Banda
ríkjamanna. Hinir gætnari menn
beggja munu þó ekki taka þessu
öðruvísi en sem óræstis-götustráks-
skap, eins og það líka er.
24. Maí.
Á Victoríudaginn, þ. 24. þ. m.,
var hér mikið um dýrðir, eins og
gefur að skilja. Sá dagur er orð-
inn fastur þjóðhelgidagur hér í
Canada. Á hinum löngu og far-
sælu ríkisstjórnarárum Victoríu
drotningar varð dagur þessi, sem
var fæðingardagur hennar. einkar
ástsæll hjá þjóðinni. Og það svo
mjög, að hún hefir alls ekki viljað
af honum missa síðan. Ekki er svo
að skilja, að Canadamönnum
þyki síður vænt um núverandi
konung sinn, Játvarð sjöunda, og
að þeir þess vegna ekki haldi fæð-
ingardag hans hátiðlegan. Ját-
varður konungur hefir svo að
segja daglega vaxið að vinsældum.
Það gera hinir frábæru stjórnar-
hæfileikar hans og hin prúðmann-
lega framkoma í hvívetna. Það
eru aðrar ástæður, sem hafa gert
24. Maí að almennum tyllidegi. Þá
er vanalegum vorönnum lokið.
Landsbúar geta þá séð af einum
degi til að mínnast ættjarðar sinn-
ar ög hinnar góðu, gömlu drotn-
ingar. Dagur þessi hefir nokkurn
vegityi sama gildi og Kongsbæna-
dagurinn hafði heima á íslandi
meðan hann var við liði. Andar-
tak milli vor- og sumaranna.
Er Golfstraumurinn að
breyta stefnu?
Mörgum hefir þótt það kynlegt,
að góð tíð og jafnvel veðurblíða
skuli hafa verið á íslandi nú í vor.
Það hefir vanalega verið svo, að
þegar hér hefir verið harður vet-
ur, þá hefir slíkt hið sama átt sér
stað um ísland og önnur norðlæg
lönd.
Nýlega hefir skipstjóri af
einu Anchorlínuskipinu sagt frá
því, að Golfstraumurinn liggi nú
norðar í hafinu en vant er. Áður
hefir hann sjaldan farið norðar en
á 55. breiddargráðu, en nú kvað
straumurinn vera langt um norðar.
Þetta telur hann vera eina af or-
sökum þeim, er valdi hinni óvana-
lega köldu veðráttu, sem hér hefir
verið í vor.
Fyrir nokkrum árum síðan var
það sagt,aö Golfstraumurinn i haf-
inu milli Noregs og íslands væri
að smáfærast vestur á bóginn. Ef
þetta reynist satt vera, mega það
heita sannarleg gleðitíðindi fyrir
ísland. Golfstraumnum á norður-
hLuti Noregs að þakka veðurbliðu
þá, sem er þar, í svo norðlægu
landi.
*
------0------
Karl von Linné.
Tveggja alda fæðingardags
Karls von Linné, svenska grasa-
fræðingsins, mintust Svíar l^ér i
bæ með því að halda skemtisam-
komu í Scotts Memorial Hafl, þ.
24. J).m. Svenska félagið “Sví-
þjóð“, stóð fyrir samkomunni.
Hún fór fram hið bezta. Þ'ar voru
sungin ýms þjóðlög Svíanna á-
gæta vel, enda eru þeir söngmenn
góðir og frægir um heim allan
fyrir sönglist sína.
Karl von Linné var fæddur 23.
Maí 1707 í Smálöndum, i Sviþjóð.
Faðir hans var prestur og þá stöðu
ætlaði hann syni sínum. Hugur
Linné hneigðist snemma að nátt-
úruvísindum, en þó einkum grasa-
fræði. Sá faðir hans, að aldrei
mundi verða prestur úr honum; og
afréð því, að senda hann til há-
skólans í Lundi, til aö nema lækn-
isfræði. Siðar fór hann til há-
skólans í Uppsölum og liélt þar á-
fram læknisfræðisnámi, en varð að
hætta við það vegna féleysis.
í þá daga var öll kensla í nátt-
úruvísindum fremur ófullkomin.
Grasafræði var þá varla talin vís-
indagrein, enda voru skoðanir
manna um sköpulag 0g líf platn-
anna mjög á reiki. Yfirleitt var
henni lítill sómi sýndur.
Á Uppsölum komst Uinné í kynni
við ýmsa merka menn. Þar á
meðal var hinn ágæti eðlisfræð-
ingur O. Celsius. Hann tók brátt
eftir því, að gott mannsefni bjó í
hinum unga manni. Fyrir hans
tilstilli var Linné gerður að undir-
kennara við háskólann. Átti hann
að halda fyrirlestra í grasafræði.
Liðu svo nokkur ár, að Linné
kendi á vetrum við háskólann, en
rannsakaði grös og plöntur í sum-
arfrnnu. A þeim árum fór hann
um Lappland og reit bók um jurta
gróður þess lands. Skömmu síðar
gaf liann út aðra bók um ‘.Kynjan
plantanna”. I þeirri bók gerði
hann þá nýbreytni, að hann skifti
jurtunum niSur í flokka eftir því
hve marga duftbera hver ætt
hafSi. Þeirri skiftingu er haldið
enn þann dag í dag, og hún kend
viS hann. ÁriS 1741 Var hann
gerður að prófessor í grasafræSi.
Hann var þá orðinn heimsfrægur
fyrir ritverk sín. Sóttu þá árlega
menn úr fjarlægum löndum til
L ppsala, að hlusta á fyrirlestra
hans. Á efri árum var honum
sýnd hver heiðursviSurkenning á
fætur annari. 'Meðal annars var
hann gerður að aðalsmanni. I
Uppsölum dó hann 71 árs gamall,
elskaSur og virtur ekki einungis af
löndum sínum, heldur einnig öllum
hinum mentaða heimi.
Ferðasaga
islendinganna, sein heim fóru
uni miöjan þennan mánuö.
Á gufuskipinu Pretorian,
17- Maí 1907.
Hr. ritstj. Lögbergs.
HeiSraSi vin!
Eg ætlaði mér endilega að
skrifa þér meira frá “Montreal”
en þessar fáu línur, sem eg sendi
þaðan. En eg var illa upplagður,
eftir allan hristinginn á járnbraut-
arvögnunum og réði því af að
fresta frekari skriftum þangað til
eg væri kominn á skíp og næðið
orSið meira.
Nú erum við að líða eftir St.
Lawrence fljótinu i indælu veSri
og ætla eg að koma þessum línum
af mér í Quebec.
Af ferðinni með járnbrautinni
austur er vitanlega ekkert frétt-
næmt að segja. Fjúk og siyddu-
veður féngúm viS á þeirri IeiS og
ekki sáum viS veruleg umskifti á
tíSarfarinu frá því sem var i Win-
nipeg fyr en langt var komiS á-
leiðis til Montreal. En úr því var
líka breytingin gagngerð.
Áætlunardagur skipsins okkar,
“Pretorian”, aS sigla frá Montreal
var hinn 16. aS morgni og hefðum
við því að réttu lagi átt að fara
um borð þann 15. um kveldiS. En
þá kom hindrun fyrir, sem ekki
var hægt aS vita um, áður en við
fórum frá Winnipeg. Sú hindrun
var í þvi innifalin að verkamenn
þeir, er að út- og uppskipun
vinna, höfSu, gert verkfall, bæði
hér í Montreal og ýmsum öðrum
hafnarstöðum í Canada og Banda-
ríkjunum, og var því ekki unt að
afferma og ferma skipin eins
fljótt og vanaleg^a gerist.
Á járnbrautarstöðvunum i Mont-
real mætti okkur agent Allanlín-
unnar og sagði okkur þessar frétt-
ir. Tók hann síðan með sér allan
hópinn og flutning okkar, á hótel
eitt þar í bænum, og dvöldum við
þar í bezta yfirlæti. Klukkan 7 á
fimtudagskveldið var keyrt með
hópinn og flutninginn niður aS
höfninni og fórum við þá á skip.
Hr. H. S. Rardal, sem við keypt-
um af farbréfin í Winnipeg, var
svo vænn að gefa rriér meSmæling-
arbréf til forstjóra Allanlínunnar í
Montreal. Fór eg að finna hann
daginn sem við biðum í Montreal.
Tók hann mér mjög ljúftnanrilega
og kvaðst skyldi sjá um að vel
færi um okkur á leiðinni yfir haf-
ið. Hann spurði mig mjög ítar-
lega eftir W. H. Paulson í Winni-
peg. Kvað hann vera góðan kunn-
ingja sinn og gladdist sýnilega yf-
ir því, aS eg gat ságt honum að
Paulson lifði eins og blóm í eggi í
Winnipeg,að því er mér væri frek-
ast kunnugt. Hann stakk hjá sér
meðmælingarbréfi Bardals, en
kvaðst mundi finna mig utn kveld-
ið úti á skipi.
ViS höfðum öll keypt okkur
farbréf á þriðja farrými. Þegar
við komum út á skipið, var engu
búiö að koma þar í lag sakir þess
hversu fertning skipsins hafSi
gengið illa. Var okkur þá öllum
vísaS á annað farrými, eSa þau
herbergi, er nefnd eru “lower sec-
ond class”, og bi'Sum viS þar um
stund. Nokkru síSar kom einhver
af yfirmönnum skipsins til þess að
spyrja eftir farbréfum okkar og
datt mér þá i hug aS biðja hann aS
lofa mér að sjá þriðja farrými.
ViS fórum svo þangað og leizt
mér fremur rtislaralega á frá-
ganginn, enda var engu búiö aS
koma þar í lag eins og áSur var
sagt. AfþiijaSir svefnklefar meS
þremur og fjórum rúmum ertt þar
og borðsalurinn yfir lestarrúminu
meS trébekkjum og uppslegnum,
ómáluðum langborSum til aö mat-
ast við.
Á meSan eg var aS svipast um
þarna kom einhver af samferöa-
mönnunum til mín með þau orð,
aS Mr. Allan viidi fá að finna mig.
Hann var þá kominn út á skip
og inn á annaS farrými, þar sem
landarnir biSu. Vék hann sér strax
aS mér mjög ljúfmannlega, baS
mig að útvega sér farbréfin hjá
löndum mínum og færa sér. Hann
sagði síðan mjög glaðlega, að eg
hefði víst veriö að villast eitthvað
því sér dytti ekki í hug aS láta
jafn-fallegan hóp og þessa íslend-
inga fara í lestinni austur um haf.
Sendi hann niöur eftir stýrimanni
og lagði honum svo fyrir, að láta
okkur íslendingana alla fá her-
bergi á “lower second class”, og
fara eins vel með okkur og unt
væri. Tók hann síðan stýrimann-
“Thc DOMINION BANk
SELKIRK tíTIBlUÐ.
Alls konar bankastörf af hendi leyst.
Sparisjóösdeildin.
Tekiö við innlögum, frá ti.oo að upphaeð
og þar yfir. Hæstu vextir borgaðir fjórum
sinnumáári. Viðskiftum bænda og ann-
arra sveitamanna sérstakur gaumurjgefinn.
Bréfieg innlegg og úttektir afgreiddar. Ósk-
að eftir bréfaviðskiftum.
Nátur innkallaðar fyrir bændur fyrir
sanngjörn umbiðslaun.
Við skifti við kaupmenn, st'eitarfélög,
skólahéruð og einstaklinga með hagfeldum
kjörum.
J. GRISDALE,
bankistjórl.
irin afsíðis og talaSi eitthvaö við
hann, sem verkaöi þannig á hann,
aS hann hefir snúist eins og
snælda kring um okkur síSan, og
alt viljaS fyrir okkur gera.
Þegar Mr. Allan var búinn að
yfirlíta farbréfin fékk hann okkur
þau aftur og sagöi okkur aS af-
henda þau stýrimanni, er hann
krefðist þeirra, þegar á staö væri
komið. Fékk hann mér síðan bréf
til J. & A. Allan í Glasgow á
Skotlandi og sagöist vona að*mér
og okkur löndum yrði þaö aS liöi
þegar til Skotlands kæmi. Kvaddi
hann mig síðan mjög vingjarnlega
og bað mig aö láta Mr. H. S. Bar-
dal vita greinilega um hvernig
okkur hefði þótt aS endaöri ferS-
inni að vera í höndum Allanlín-
unnar.
Alt þetta dálæti átti rót sína að
rekja til Bardals, eða meðmæling-
arbréfsins frá honum, sem að
framan er getið. ÞaS hefir veriS
sá töfrasproti sem opnað hefir all-
ar gættir, og skyldi eg glaður gefa
Bardal mínum heiðurs-medalíu
fyrk, ef eg ætti ráð á.
Og það er engin skömm að því
hvernig fer um okkur hérna. Borð-
salurinn okkar er fínn og falleg-
ur. í honum eru sex stór og mik-
il matborð og stoppaðir stólar meS
“plyds”-sætum og tveir stórir og
góðir sóffar, myndir og spegla*-
alt umhverfis á veggjunum. í
sumum svefnklefunum eru fjögur
rúm, en sumum þrjú, vel uppbú-
in og hin snyrtilegustu. Þá eru
og tvö baðherbergi, ,annað ætlað
kvenfólkinu, hitt karlmönnutn.
Allmargt fólk auk okkar ís-
lendinganna er hér á þessu sama
farrými, alt snyrtilegt fólk og
prútt í framgöngu.
Nú er kallað eftir póstinum til
að flytja hann í land í Quebec. Eg
verð því að hætta að skrifa að
sinni og biðja Lögberg að flytja
öllum kunningjunum kæra kveðju
mína-
Hannes S. Blöndal.
Nokknr góð
gróðafyrirtæki.
Við höfum til sölu eftirfylgj-
andi byggingarlóðir, sem allar
væru fyrirtaks gott pláss aö
byggja á búðir og “tenement
Blocks”. v Þær eru óefað billegri
en nokkuS, sem selt hefir veriö
þar í grend.
271/2 fet á Notre Dame, rétt hjá
Victor, á $110 fetiö.
Lot á Notre Dame, meö húsi á,
rétt hjá Young st., á $225 fetiö.
54yí fet á Notre Dame, rétt hjá
Spence st., á $225 fetiö.
Góöir borgunarskilmálar.
The Maflloba Realty Co.
Offic« Phone 7032 | Room 23 Stanley Blk
Honse Phone 324 | 6211 Jlain Str.
B. Pétursson, Manager,
K. B. Skagfjord, agent.