Lögberg - 18.07.1907, Blaðsíða 1

Lögberg - 18.07.1907, Blaðsíða 1
Þakklæti! Vér þökkum öllum okkar íslenzku viðskifta- vinum fyrir góö viðskifti síöastliðið ár og óskum eftir framhaldi fyrir komandi ár. Anderson & Thomas, Hardware & Sporting Goods. 638 Main Str. Telept-.one 339, Vér heitstrengium að gera betur viC viðskiftavini vora á þessu Ari en á árinu sem leiö, svo framarlega a8 það sé hægt. Anderson & Thomas, Hardware & Sporting Goods. 538 MainSI. Telephone 339 20 AR. Winnipeg, Man., Fimtudaginn, 18. Júlí 1907. » _________________ “■ 1 ——I I II NR. 29 Fréttir. Á þjóöhátíðardegi IJrakka 14. þ m. ('Bastille-deginumj, var gerö dirfskufull tilraun til aö ráöa Fal- lieres forseta af dögum. Forset- inn var aö aka um götum Parísar undir gæzlu herdeildar, því aö herbúnaöaróvinir þar í landi höföu haft viðbúnaö til að gera uppþot allvíða þenna dag. For- setinn komst slysalaust fram hjá stórhópum þess flokks í borginni; en er fjölmenni mikið fagnaði fcrsetanum á Elyses-völlunum og hrópaði. “Lengi lifi Fallieres! Lengi lifi herinn!” þá vazt vara- herliði úr sjóhernum að forsetan- um og skaut á hann tveim skotum á örskömmu færi. Fyrir stökustu tilviljun særðist þó hvorki for- setinn eða neinn annar af skotun- um, en lögreglan greip byltinga- manninn höndum, og átti óhægt fneð að koma honum ósköddum undan, því manngrúinn ætlaði að tæta hann í sundur. LTm samsæri ei samt talið ólíklegt að hér sé að ræða beinlinis, því að maður þessi var nýkominn þangað frá bænum Rouen, og jafnvel haldið að hann sé ekki heill á geðsmununum, en Jiklegt er þó talið að herbúnaðar- óvinir standi að einhverju feyti á bak við. Er mælt að stjórnin muni nú gera ítarlegri gangskör en áður að því að hefta þá hreyf- ingu, sem þegar hefir veikt her- liðsstyrkinn til muna. Allmikið er nú um það rætt, að vesturfylkin þrjú, British Colum- bia, Alberta og Saskatchewan taki höndum saman um að byggja sér sameiginlegan háskóla, því eins og kunnugt er, þá er enginn fylkishá- skóli í neinu því fylki. Mentamála mennirnir eru á, þeirri skoðun, að háskóli sá er hvert fylki um sig kæmi sér upp hlyti að verða ófull- kominn að ýmsu leyti. Hins veg- ar gæti sameiginlegur skóli allra þriggja fylkjanna orðið engu lak- ari en McGill háskólinn í Toronto t. a. m. Eigi er talið liklegt, að neitt Þref verði um það í hverju fylkinu skólinn yrði bygður, ef þau koma sér saman um að reisa hann sameiginlega á annað borð, sem ýmsir telja alls eigi óliklegt. Raisuli ræningjaforingi í Mor- occo, sem vér höfum oftlega getið hér um áður, hefir nú náð á sitt vald, með brögðum þó, lífvarðar- foringja Moroccosoldáns, Sir H. Aubrey Maclean, skozkum að ætt og uppruna. Hann var áður for- ingi í her Englendinga, en hefir nú á síðari árum verið önnur hönd soldáns. Svo, sem mörgum er kunnugt, hefir Raisuli hafið opin- berlega uppreisn gegn soldáni fyr- ir nokkru og gengið í lið með Bu Hamara, sem þykist réttborinn til rikis. Herlið soldáns hefir gert hverja tilraunina á fætur annari til að taka Raisuli höndum, en hann jafnan varist þeim úr fjöllunum. Rétt áður en lifvarðarforinginn var tekinn höndum hafði Raisuli látið á sér skilja, að hann mundi ekki ófús til sátta. Brá þá soldán við og sendi trúnaðarmann sinn Maclean á fund hans með gjafir og góð boð. Þegar upp í fjöllin kom lét svo Maclean narra sig frá fylgdarsveit sinni til tals við Raisuli., en þegar þangað kon» var hann tekinn fastur í trygðum. Nú heimtar Raisuli ærið fé til laus*- argjalds og auk þess að soldán taki sig í sátt og geri sig að yfir- stjórnara í Tangier og byggja upp aftur höll sína, sem hermenn sol- dáns lögðu i eyði fyrir skömmu síðan. Hvað M»rocco stjór-n muni taka til bragðs er ekki gott að vita. Þetta yrði ekki í fyrsta sinni sem hún yrði að greiða stórfé til lausnar mönnum, sem Raisuli hef- ir náð á sitt vald. Brezka stjórnin j hefir krafist þess að soldán fengi ’ Maclean foringja lausan. Alla rekur minni til Stoessels, kappans fræga frá Rússa og Jap- ana striðinu, er menn svo kölluðu liann þá fyrir vörn hans í Port Arthur. Strax eftir ’ stríðið fór orð af því, að meira hefði verið gert úr hreysti hans en vera bar, og jafnvel sagt að hann hefði sýnt af sér bleyðimensku oftar en einu- sinni. Vitnaðist þá að einn af undirforingjunum hefði verið líf- ið og sálin í vörninni, en er hann féll gafst borgin upp og sögðu margir að þá hefði mátt berjast miklu lengur. Kærður var Sto- essel Þegar heim kom og 1 er ný- lega orðið kunnugt hver kæruat- riðin eru gegn honum. Meðal ann- ars er hann sakaður um óhlýðni við yfirboðara hersins um að selja af hendi yfirstjórn Port Arthur hersins. Falsað hafði hann og skýrslur sinar til stjórnarinnar og sagðist hafa verið í orustum, sem hann aldrei kom nærri. Þá er það eitt kæruatriðið, að hann hafi gef- ist upp Þegar vel hefði mátt verj- ast miklu lengur. Líka hefir einn af undirforingjum Stoessels,Frock að nafni, verið kærður, og hann talinn yfirboðara sínum jafnsekur í mörgu. Eitt af herskipum Bandarlkj- anna ('GeorgiaJ var að skotæf- ingum út á Cape Cod flóanum, á- samt fleiri skipum, á mánudaginn; var. Þá vildi það slys til, að tveir ( púðurkjaggar sprungu í loft upp.. Særðust við það 21 maður og eru; nú af þeim dánir 7. Hætt við að: fleiri muni láta lifið af bruna-; sárum. Enn þá er ekki lokið prófunum í Idahomálunum. Verjendur Haywoods hafa verið að sýna fram á það með vitnaleiðslu, að samningar hafi verið með náma- eigendum og McPartland leyni- lögregfumanni um að hann skyldi útvega sakir á hendur Haywood og þeim félögum. Sóknin er aft- j ur á móti að leiða vitni, sem sanni sögu Orchards. William Dewey hefir játað að hann hafi verið í atförinni við Bunker Hill námann go i Wardner, þegar þar var sprengt. En í Wardner byrjaði Orchard fyrst glæpaverk sín. Það styrkir sökina heldur, en samt hafði læknir einn, dr. McGee, bor- ið það, að Orchard hafi verið á alt öðrum stað en í Wardner daginn sem sprengingin varð. McGee hef- ir verið tekinn fastur og er sakað- um að hafa borið falskan vitnis- burð. Annars er enn þá ekki hægt að sjá hvernig þeim málum muni ljúka. Verkamenn standa sem ( einn maður með Haywood. Hann og Moyer hafa verið endurkosnir embætt.smenn á námamannafélag- inu vestræna, þótt Þeir séu í fang- elsi. Hinn nafnfrægi norræni mál- fræðingur, Sophus Bugge, lézt í Noregi 8. þ. m., sjötíu og fjögra ára að aldri. Árið 1864 varð Bugge kennari við hískólann í Kristjaníu og kendi þar saman- burðarmálfræði og norrænu. Hann er oss íslendindgum að góðu kunn ur og lagði mikla stund á að rann- saka fornrit vor og skýra þau. Maðal annars gaf hann út Sæ- nxmdareddu i Kristjaníu árið 1867 og fleiri fornrit. Björnstjerne Björnson skáld- konungur Norðmanna, hefir ný- lega gefið Molde, fæðingarstað Alexander Kjellands, brjóstlíkan af Kjelland. Þeir Björnson og Kjelland voru aldavinir. Til marlcs um vináttu þeirra má geta þess, að þegar Stórþing Norðmanna neit- aði Kjelland um skáldastyrk, þá hóf Björnson eigi þann styrk, sem honum var ætlaður á fjárlögunum fyr en Kjelland var veittur skálda- styrkur lika. Ný og áður óþekt lús eða orm- tegund hefir nýlega gert va t við sig í ökrum bænda í Minnesota- ríkinu sunnanverðu. Stendur bændum mikill geigur af henni, sem ekki er mót von, því að hún kvað gera mikinn usla á ökrunum, hvarvetna þar sem hennar verður vart. Svo ramt hefir að þessu kveðið, að því er blöð þaðan að sunnan segja, að hún hefir eyði- lagt heila hveitis- og hafra akra þar um slóðir. Sagt er að hún sé komin sunnan úr Suðurríkjum og er henni lýst svo, að hún sé fremur lítil, ljósgræn að lit með svörtum fótum og tveim fálmöngum. Skemtiferð Good-Templara. A fimtudaginn var, þ. 11. þ.m., fóru Good-Templarar og fleira fólk með þeim ofan að Ginili svo sem þeirra hefir verið vandi und- anfarin ár. Járnbrautin þangað hefir gert alt hægara um vik að fara slíkar skemtiferðir, enda varð meira fjölmenni í för Þessari en nokkru sinni áður. Lestin lagði á stað frá Winnipeg klukkan nær níu og var þá haldið tafarlaust til Selkirk; þar bættust þó nokkrir við í hópinn. Taldist mönnum svo til að alls mundi í förinni nær 500 manns. Þaut svo lestin sem leið liggur norður með vatninu um skóginn og skrúðgræn rjóður og nam að lokum staðar við Gimli. Þegar þangað kom höfðu Good-Templ- arar þar haft nokkurn viðbúnað um að taka á móti gestunum. Þar var þá komið allmargt fólk úr sveitunum i kring. Hafði gufu- bátur Stefáns kaupm. Sigurðsson- ar á Hnausum komið að njrðan um morguninn; um daginn fór svo sá bátur skemtiferðir með fólkið um vatnið og aðrir fleiri. Horn- leikaraflokk allgóðum hafa Gimli- búar komið á fót hjá sér og lék hann nokkur lög meðan fólkið var að tínast af vögnunum 0g skipa sér til göngu ofan í bæinn. Horn- leikaflokkurinn gekk svo á undan og lék við og við ýms lög; þegar niður í bæinn kom dreifðu menn sér; fóru sumir að heimsækja vini og kuntiingja en aðrir að sjá sér fyrir miðdegisverði. Forstöðunefnd fararinnar liafði mælt svo fyrir, að menn skyldu koma aftur saman kl. 2 í skemti- garði norðan við bæinn. Þattgað kom og fólkið á tilteknum tíma. Garður þessi er afgirt skógar- svæði og rjóður í milli, fallegur mjög. A. J. Johnson forseti skemti- nefndarinnar bauð gestina vel- komna. Síðan töluðu þeir: Gtsli Magnússon úr stúkunni “Vonin”, Guðm. Árnason úr st. “Hekla” og séra Rún.Marteinsson úr st. “Von- in.” Þeir mintust á góðan við- gang bindindismálsins nú á síðari árum og vonuðu að sama yrði raunin á framvegis. Á m'l i þess að menn töluðu lék hornleikarafl. á lúðrana. Að ræðunum loknu gengu menn út á flöt eina nærri bænum. Skyldi þar glímt. Fyrstir glímdu: Sveinn Björnsson og Kr. Eiríksson, P. Árnason og Pálmi Jóhannsson, Stefán Björnsson og Tr. Arason. Þ’eir Kr. Eiríksson, P. Árnason og Tr. Arason unnu tvær glímur af mótstöðumönnum sínum. Tveir menn aðrir gengust að og boluðust mæta vel og skildu að þvi. Síðan glímdu þeir Kr. Eiríksson og P. Árnason, og vann Kr. Eiríksson tvær glímur. Stef. Björnsson lá fyrir Pálma Jóhannssyni. Sveinn Björnsson og Tryggvi Arason glimdu Þrjár glímur; báðir eru þeir góðir glímumenn og höfðu á sér reglulegt glímusnið. Svo lauk að Sveinn vann tvær og voru hon- um dæmd 1. verðlaun ($5,) en Tryggva 2. verðl. ($3). Voru glímur þessar skemtan bezta. Þar á vellinum hófst svo fót- boltaleikur; var öðru megin valinn flokkur úr l.ikfimisíélagi Gimli- búa en hinu megin 11 menn af hálfu gestanna. Sóttu báðir leik- inn knálega, en Gimlimenn báru sigur úr býtum (4—o). Laust eftir kl. 6 byrjaði dans í “Baldur Hall” og stóð hann þang- að til lestin lagði á stað kl. 81/2 um kvöldið. 1 Veður var hið ákjósanlegasta al!an daginn og má óhætt segja, að allir hafi farið heim glaðir og ánægðir. Ilingaö til Winnipeg kom lestin aftur kl. 11. Úr bænum. og grendinni. Sunnudagsskóla “Picnic” heldur Tjaldbúðarsöfnuður í River Park 23. Júlí næstk. Aðgangur ókeypis. Sylvia Thorgrímsen, Akra, N. D., er orðin yfirhjúkrunarkona á nýjum spitala í Cavalier. Hún hefir numið hjúkrunarfræði í St. Paul undanfarin ár. ----o----- Sýningarvikan hér í Winnipeg er venjulega veltiárstimi fyrir vasaþjófa. Núna þessa dagana hefir töluvert Þótt bera á að menn væru ræntir, einkum þó kvenfólk, og hefir lögreglan núna nýlega haft hendur í hári eitthvaö fimm slikra ræningja. V'arhugavert er því að ganga með mikið verðmæti á sér á sýningunni. Eftir að samskotalistinn til lieilsuhælisins íslenzka, sem birtur er hér á öðrum stað í blaðinu, var prentaður, barst oss 10 dollara gjöf til hælisins frá Gunnari Ein- arssyni, Cold Springs P. O. Er það myndarlega af sér vikið. Alls hefir Lögbergi þá, að meðtalinni þeirri gjöf, borist 74 dollarar í heilsuhælissjóðinn. Samkoma var haldin næstliðið mánudagskveld í Fyrstu lút. kirkju eins og auglýst hafði verið hér í blaðinu síðast. Þar hafði prófess- or Osborne haldið snjallan fyrir- lestur og söngflokkur safnaðarins sungið. Samkoman hafði farið mjög vel fram, en verið fremur illa sótt, og má víst mest um kenna óhagstæðu veðri það kveld. Þeir E. Erlendson, ritsj. blaðs- ins “Edinburg Tribune”, og G. J. Erlendson lyfsali, bróðir hans,hafa verið hér nyrðra í nokkra daga. Fóru ofan að Gimli um helgina, og komu aftur hingað á mánudag- inn var. Heimleiðis halda þeir aftur i sýningarlokin. Hér er í bænum núm sýningar- vikuna Hinrik Jónsson frá Bardal P. O. í Pipestone nýlendu. Hann sagði afkomu íslendinga þar eftir veturinn góða, og þrátt fyrir vetr- arharðindin hefðu beir haft nógar heybirgðir og jafnvel hjálpað öðr- um. Hveitisáning varð þar í síð- ara lagi eins og víðar annarsstað- ar, en tíðarfar þar verið fremur hagstætt—rigningar talsverðar — og hiti nú upp á siðkastið. Hann taldi það mál manna þar vestra, að ef engin sérleg óhepni kæmi fyrir, mundi verða Þar 15 til 20 bush. hveitisuppskera af ekrunni. Aftur á móti þótti honum útlitið óvæn- legra þegar austar dró, vegna hinna miklu Þurka er þar hafa verið. Herbert A. Freeman, sonur þeirra Mr. og .Mrs. A. Freeman hér í bæ, 11 ára að aldri, var lagð- ur inn á almenna sjúkrahúsið 11. þ. m. og uppskurður gerður á honum daginn eftir við botnlanga- bólgu af dr. B.J.Brandson. Dreng- urinn var litið eitt veikur þegar uppskurðurinn var gerður, en hafði fengið tvö köst af veikinni í vetur og botnlanginn orðinn tölu- vert bólginn. Uppskurðurinn hepnaðist mjög vel og drengurinn er á góðum batavegi, og útlit á því að hann komist út af sjúkrahúsinu eftir liðuga viku. Botnlangabólga er hættuleg eins og allir vita, en sé uppskurður gerður við henni á milli kastanna, eins og hér var! gert, er hann tiltölulega hættulítill. | Iðnaðarsýningin hér í bænum stendur nú sem hæst. Mesti fjöldi góðra og fallegra gripa er þar að sjá eins og undanfarin ár. Alls- konar vélar og verkfæri, einkum þó þreskivélar og plógar o. s. frv. I eru þar til sýnis. Heimilis og | skólaiðnaður er í sérstakri bygg- ingu, eins og áður; þar má sjá| marga fallega muni. Skemtanir eru þar nógar. Garðurinn alsett-1 ur tjöldum trúðara eins og fyrri. j Allgóðar eru skemtanir þær, sem sýningarnefndin býður upp á í “Grand Stand”, kappreiðar, kapp- akstur, likamsiíþróttir, strengtrúð- ara iþróttir, sýndar burtreiðir fyrri alda og margt fleira. Að- j gangseyrir að sýningunni hefir j verið settur upp um helming, úr 25C. upp í 50C. og mælist Það held- ur illa fyrir. Nánari fréttir í næsta blaði. ----o----- Á ferð var hér í þessari viku herra Benedikt Klemensson, sem lengi hefir átt heima hér í bænum, en hefir siðastliðið ár að öðru hvoru verið í Edmonton. Hann fór héðan þangað vestur seinast 29. Marz síðastl. með hinni nafntoguðu Canadian Northern braut, sem Roblin-stjórnin hefir rótað mestum peningunum í og sett Manitoba í hengjandi skuldir fyrir. í þetta skifti var lestin að (i-.is sextán daga á leiðinni frá Winni- peg til Edmonton. Gangandi manni hefði naumast veitt mikið betur, því færi var ekki sem bezt. Mr. Klemcns segir verzlunar- deyfð og atvinnubrest nú sem stendur vera þar í Edmonton, bæjarlóðasölu mjög fara mink- andi en verð þó ekki sett niður. Fáeinir íslendingar héðaw flutt- ir, eiga þar heima, og farnast vel. í því sambcndi nefndi hann Carl J. Vopna, sem nú stendur fyrir allstóru veitingahúsi þar í borginni og gerir góða verz’an. Lika tilnefndi hann Swan Swan- son og mág hans Jón Guðmunds- son. Þeir báðir stunda húsabygg- ingar og farnast mæta vel. Uppskeru horfur segir hann í kring um Edmonton og annars steðar í því fylki ('AlbertaJ frem- ur góðar, en lakari Þegar austur dregur með brautinni, sem hann kom með hingað. Mesta fjölda fólks segir hann hafa komið þar að vestan til að vera Iftír á sýningunni. Sjálfur leggur Mr. Klemensson á stað nú í vikunni vestur til Se- attle, Wash., í Bandaríkjunum. Sunnudagsskóla-picnic. Sunnudagsskóla “picnic” Fyrsta lút. safnaðar var haldið 10. þ.m. í River Park. Þar var fjölmenni mikið einkum síðari hluta dags- ins og skemtun . hin bezta fyrir unglingana. Verðlaun fengu þessir fyrir kapphlaup. Stúlkur, 6 ára og yngri: 1. verðl. Thora Stevenson, 2. verðl. Margr. Freeman, 3. verðl. Jónína Paulson. Drengir, 6 ára og yngri: 1. vl. Theodor Blöndal, 2. vl. Clarence Oliver, 3. vl. Halldór Freeman. Stúlkur, 6—9 ára: 1. vl. Sigur- björg Jónsdóttir, 2. vl. Sigurlaug Sæmundsson, 3. vl. Hlíf Ólína Sig- urðsson. Drengir, 6—9 ára: 1. vl. Kjart- an Kristjánsson, 2.vl. Alfred Jack- son, 3. vl. Ragnar Jónsson. Stúlkur, 9—12 ára: 1. vl. Magða- lena Jónsdóttir, 2. vl. Alfa Brown, 3. vl. Violet Fjeldsted. Drengir, 9—12 ára: 1. vl. Valdi- mar Eggertsson, 2. vl. Þorst.And- erson, 3. vl. Kjartan Jónsson. Stúlkur, 12—16 ára. 1. vl. Jón- ina Eggertson, 2. vl. LovísaOliver, 3. vl. Ólafia Thorgeirson. Drengir, 12—16 ára: 1. vl. Wm. Johnson, 2. vl. Jóhannes ólson, 3. vl. Hannes Hannesson. Stúlkur, yfir 16 ára: 1. vl. Saló- me Ölafson, 2. vl. Lily Anderson. Drengir, yfir 16 ára: I. vl. Wil- lie Jóhannesson, 2. vl. Hannes Ól- son. SÝNINGARGESTIR. eru hér margir þessa daga. Þeir sem vér höfum orðið varir við eru þessir: Jóh. Bjarnason, stud. theol, N.- íslandi;; A. P. Pálsson, og W. H. Nelson, Sleipnir P.O., Sask.; Mrs. Halldórsson, Mrs. Björnsson og Miss ísleifsson, Laxdal P. O.; Sigurjón Gestsson, Eyford, N.D.; Mrs. og Miss Thórdarson og Miss- Hanson, Garðar, N.D.; Jón Aust- mann, Big Grass P.O.; Mr. og Mrs. A. More og Jóhann Thor- leifsson Cgullsm.J, Saltcoats; Sig- tryggur Guðmundsson og Kristján Pálsson, Dongola; Magn. Davíðs- son, Pine Valley; Gunnl. Brynjólf- son, Mrs. Þórunn Ólafsson, Miss Þorbj. Gunnlaugsson, Miss Lukka Guðmundsson, Kr. Gunnlaugsson, Magnús Brynjólfsson, Miss Hans- ína Brynjólfsson, Sig. Antoníus- son, Emil Hallgrimsson og Er- lendur Helgason, Argyle; Ólafur Einarsson, Milton, N.D.; Gunnl. Erlendsson og Eggert Erlendsson, Edinburg; Guðbr.Narfason, Foam Lake; Mr. og Mrs. Magnússon,. Grenfell, Sask.; Brandur Árnasonr. Magnús Hinriksson, MissHinriks- son og Ásm. Loftsson, Church- bridge; Kristján Benediktsson,. Baldur; Hannes Hafvnessoh, Ar- gyle; John Eastman, Woodside; Rögnv. Sveinsson og Jón Sigurðs- son, Sleipnir; Gunnar Einarsson, Cold Springs; Stefán Sigurðsson, Hnausar P.O.; Baldur Anderson, G. Christie og B. B. Ólson, Gimli; Jón Vestmann, Álftavatnsbygð; Skúli Sigfússon, Mary Hill; Sig- urður Melsted, Mount.; K.Kristj- ánsson, Eyford; Mrs. Th. Paulson, Foam Lake; Jens Heligason, Grass River; Mr. og Mrs. Jón Stefáns- son, Mr, og Mrs. G. P.Magnússon, Mr. og Mrs. Stefán Eldjárnsson, Stefán Eiríksson, W. S. Eiriksson Jón Stefánsson og Sigtr. J. Stef- ánsson, Qjmli; Jóh. Hannesson Selkirk; Þiðrik Eyvindsson og Guðm. Sturluson, Westbourne; J. Þórðarson, Wild Oak; Bj. Þórð- arson og Ól. Þorleifsson, Foam Lake.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.