Lögberg - 18.07.1907, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JÚLÍ 1907
Vesturferð
Árna Eggertssonar.
Vér skildum viS Þau Eggert-
son's hjónin í síöasta blaSi er þau
voru komin til Blaine. Þar dvöldu
þau eina nótt og fram á næsta
dag. Árni hitti þar kunningja sinn
Sigurö Báröarson, er á heima 3
milur vegar frá bænum. Hefir
hann bygt sér mjcg myndarlegt
hús og rutt þrjár ekrur af landi
sír.u. Leist Arna aö hann mundi
e ga vænlega framtíö fyrir hönd-
hördum ef hann gæti rutt landiö.
Hann á þar sjötíu og níu ekrur,
og Þykja það miklar landeignir
meðal landa Þar um sljóöir. Ýmsa
fl.iri landa hitti Árni, sem tóku
þeim hjónum einkar vel.
Ekki leist Arna á Blaine, sem á
k ósarlegt framtíöarheimili fyrir
rrenn cr flyttust þangaö i því
skyni, þar eð bærinn bar þess all-
ljósan vott að hann væri í aftur-
för, os nú á seinni árum atvinnu-
kostir að fara þar þverrandi.
Fle tir íslendingar, sem hann hitti
í Blaine, þurftu að byggja meira
og minna á vinnu hjá öörum utan
heimilis síns, ýmist fyrir sig sjálfa
töi aðstandendur sina.
Frá Blaine héldu þau hjónin til
Vancouver meö Great Northern
brautinni. Þá var það i fyrsta og
síöa-ta ^kift' á allii ferö'nni aö
við lá að þau lentu í járnbrauíar-
slysi. Á þeirri leið fór járnbraut-
avvagn nn út af sporinu og reif
up > teinana á all-stóru svæði, og
rétt að þvi komið að vagninn sem
J au hjónin voru í veltist um koll.
Enginn meiddist Þó, en lestin
tafði-t við þetta í Þrjá klukku-
tíma.
I Va".cou\er varð viöstaðan
þcim hjónum hin ánægjulegasta.
Þar dvöldu þau hjá Árna Frið-
r kssyni og konu hans. Fór hann
með þau til Westminster og
ýmsra annara staða, þeirra er
markverðastir eru Þar í bæ.Maðal
annars skoðuðu þau f'.utningaskip
C. P. R. “Empress of India”, eítt
hið myndarlegasta flutningaskip
þar um slóðir. Frá Vancouver
skrapp Árni til Bowien-eyjunnar,
cr liggur sextán mílur undan
landi. Eyja Þessi er hálendi.
Sunnan og austanvert á henni er
sumarfcústaöur. Vestan á eynni er
hálendið mest. Þar fanst fyrir
nokkru síðan málmur i jörðu. Er
þaö einkum kopar. Fór Árni
þangað, til að skoöa þann náma,
cg leist vel á hann..Mikinn straum
kvað Árni hafa verið í sundi
nokkru er farið var um þangað út
frá Vancouver. Útfall var sjáfar-
ins þegar hann fór þar um og
straumþunginn svo mikill, því að
sundið var Þar þrengra en innar
af, að skipið lagðist nærri því á
hliðina og var það þó engin smá-
skel.
La dslagi hagar svo til í Van-
couver að undirlcndi er þar lítið
í grendinni, og fjcll rísa því nær
þverhnýpt úr sjó, og leist Árna
að varasamt mundi að kaupa þar
Jandspildur að óséðu eins cg tiðk-
ast hér i Manitoba.
Á sjálfan Vancouverlraainn leizt
honum vel. Bj^rgingar þar hinar
myndarlegustu og að mörgu leyti
áþekkar og hér i W.'nniptg.Svæði
það er starfsmenn bæjarins liafa
aðsetur á kvað hann litlu minna
ea hér í Winnipeg, þó að fólks-
fjöldi sé þar í bæ hálfu minni e<i
hér. AU-marga landa hitti hann
þar, bæði nýflutta þangað og
aöra, er verið hafa þar langdvöl-
um, þar á meðal V. J. Vopna, M.
J. Johnson og konur þeirra og
kaftein Jónas Bergmann. Tóku
landarnir Þeim hjónum ágæta vel.
Frá Vancouver lögðu þau á stað
á hallandi degi. Höfðu þau þó
ljóst vel upp til fjallanna. Var út-
sýnið þar bæði svipmikið og fag-
urt.. Fraser-áin steypist þar víða í
gljúfrum og brotnar í fossa smáa
og stóra og sást blika á regnboga-
sve:ga yfir þeim, þegar litið var
út um vagngluggana, er sól var
að síga i ægi.
Morgupinn næsta á eftir var
Jestin komin svo langt upp i fjöll-
in að gróðurinn var miklu minni
orðinn, því að Þá var komið
miklu nær snjólinunni. Þann dag
allan brunaði lestin gegnum
Klettafjöllin, tignarlegu, sem ýms-
ir hafa spreytt sig á að lýsa.
Margar hrikalegar myndir en þó
t:gnarfagrar sér hver sá er fer um
] au i fyrsta sinni og enginn efi
á að þær verða vegfaranda minnis-
stæðar. Á nokkrum stcöum
smaug lestin í gegnum snjóflóða-
skýli er bygð eru utan í fjalls-
hljðunum og steyptist stundum
clynjandi vatnsflóð í gegnum þau
cfan á vagnana. Varð ýmsum far-
þcgjum hálf illa við þær gusur í
fyrstu þó enginn vöknaði. Þar
sem brattast var vazt brautin í
ótal bugðum upp fjöllin og Það
var ekki fyr en að kveldi þess
dags að fór að hal!a undan aftur
austur af fjöllunum. Klukkan 10
um kveldið konut þau loks til
Banff. Þar stóðu þau við í sólar-
hring. Brá Þeim heldur en ekki í
brún að sjá mismuninn sem var á
jarðargróðri þar og vestan fja’.l-
a na. I Banff var jörð að eins
farin að litkast lítið eitt, þó alt
stæði í blóma vestur frá.
Þegar þangað er komið austur
fara dalirnir að vikka og undir-
ltndið milli fjallanna að verða
víðáttnmeira. Liðast silfurtærar ár
eftir þéim eigi óáþekt Þvi sem er
á íslandi. Nafnfræg böð eru í
Banff ogf ór Árni i þau um
kveldið.
Meöan þau dvöldu þar keyrðu
þau hjónin um sér til skemtunar.
Þótti þeim sem þar mundi á-
kjósanlegur dvalarstaður fyrir
hvern þann, er tíma og ástæöur
hefði til að létta sér upp og taka
sér livíld frá störfum sínum.
Scgðist Árni hafa séð eftjr því að
hann gat ekki dvalið þar lengur
en hann gerði.
Þaðan héldu þau til Calgary og
Red Deer í Alberta og hittu þar
kunningja sinn Indriða Reynholt
er tók þeim tveim höndum.
Framhald.
Eríiðishendurnar.
Kafli úr kunningjabréfi. I.
Andlitiið var óvenju-frítt Eg
veitti því fyrst eftirtekt, hvað hún
var tiltakanlega munnfríð, og —
tannfríð. Það sá eg þegar hún
brosti—brosti roskinmannlega og
barnalega þó, hvorttveggja í senn.
Þar sá hvergi í skörð né skekkju.
Þar liafði tannpína hvergi komið
við, hin illa og kvimleiða fylgi-
kona úrkynjaðarar kynsJóðar. Yf-
irlltið hreint og bjart. Fasteygð
og skíreygð. Svipurinn táplegur
og rólegur, eins og ætti hún tölu-
vert undir sér, en þóttalaus alt
um það og ungæöislegur, þótt
komin væri hún langt yfir tvítugt.
En svo varö mér litið niður á
liendurnar á henni, og var ekki
trútt um, að mér yrði hilt. Þar
stakk svo snöggum i stúf við and-
litið. Þær voru hvorki bjartar né
nettar. Litfríð var hún, og Ijós-
hærö, að eg held, en hvorki hand-
smá né hýreygð sérstaklega.Hend-
urnar voru jafnvel líkari karl-
manns höndum en konu,að minsta
kosti ungrar konu eða meyjar.
Ekki stórum karlmannshöndum
né lurarlegum. En líkari því aö
þær væru annaðhvort af sæmilega
snyrtimannlegum karlmanni, eða
þá alt öðrum kvenmanni en þess-
ari ungu, óvenju-stóru stúlku,
friöri í sjón og laglegri á vöxt, í
minnalagi meðalkvenmanni og
grannvöxnum. —
Þú manst eftir sögunni eftir
hann Björnstjerne Björnson:
Hendurnar á henni mömmu, —
smásögu-gimsteininum þeim, af
stelpunni, sem skammaðist sín
fyrir hendurnar á lienni móöur
sinni, af því að þær voru ekki
eins hvítar og mjúkar og vel
haldnar eins og annara kvenna
hendur i hefðarsamkvæmi þvi, er
þær voru i staddar, mæðgurnar.
En iðraðist eftir, að hún hafði
látið á því bera, látið sér fljúga
sá ósómi í hug, að fyrirverða sig
fyrir hendurnar á henni móður
sinni, iðraðist svo mjög, að hún
gekk út og grét beisklega, eins og
Pétur. Grét svo sáran, að móðir
hennar átti fult í fangi meö að
hugga hana. Henni hafði sárnað
við hana i svip. En hún fyrirgaf
henni brátt. Telpan linti nú ekki
látum að kyssa hendurnar, þessar
sem hún hafði skammast sín fyr-
ir innan um ókunnuga.
Mig minnir að sagan sé svona.
Hún er að minsta kosti þessu lik.
“Hendurnar á henni mömmu”
—það voru vinnuhendur, erfiðis-
hendur, hendur sem höföu borið
hana, telpuna hennar, í æsku,
fóstrað hana, unnið fyrir henni,
haft ofan af fyrir henni föður-
lausri einar sins liðs og komið
henni í hefðarmeyja tölu, eins og
Þær mæðgur áttu ætt til.Lagt hart
á sig til þess. Unnið nótt og nýtan
dag. —
Þaö lá við aö mér færi eins og
telpunni. Mér flaug sagan þessi í
hug» °& mér rann til rifja gikks-
hátturinn í sjálfum mér, eins og
segir frá um telpuna. Gikkshátt-
urinn þessi, aö láta mér fátt um
íinnast. er eg leit á hendurnar á
stúlkunni og sá aö þær voru ekki
á borð við andlitiö, ekki mjallhvit-
ar, mjúkar og smáar hefðarmeyj-
arhendur, heldur vinnuhendur,
erfiðishendur.
Eg gekk ekki út og grét beisk-
lega, eins og telpan. Eg er mörg-
umsinnum eldri en Jiún var, og
þar að auki karlmaður, fremur ó-
mjúklyndur karlmaöur, eins og
þú veizt og þekkir. En eg viknaði
— viknaði svo, að eg átti nóg
með sjálfan mig.
Mér er sama þó að þú hlæir að
mér. En eg get ekki sannara orð
talað en að mig langaði til að gera
annað, sem telpan gerði í sögunni,
mig langaði til að — að — að —
hyssa á hendurnar á stúlkunni —
kyssa á erfiðishendurnar, sem
höfðu unniö frá barnsaldri fyrir
sér og systkinum sínum fööur-
lausum, fyrst fóstrað þau með
móður þeirra og annast önnur
heimilisstörf, því næst farið i vist
á fermingaraldri,til þess að styðja
móður sína, og eftir það tekið til
að vinna karlmannsvinnu, til Þess
að meira munaði um vinnuna, um
styrkinn handa heimilinu —
vinna aö handiðn, sem eigi voru
dæmi til þá að kvenfólk fengist
viö. Nú var hún orðin fullnuma i
Reirri grein með afbragðs orðstír.
— Mér þykir verst aö eg fékk
það ekki fyr en svo seint. Annars
heföi eg getað veriö búin að lúka
mér af við það, oröin fullnuma
fyrir innan tvítugt. Nú er eg kom-
in á fjórða um tvítugt.
— Fenguö það ekki? Hvers
vegna ?
— Mamma vildi það ekki.
Eg vildi ekki vera að spyrja
hana, hvers vegna “mamma \ildi
það ekki ’, enda Þurfti eg þess
ekki. Eg fór nærri um það sjálfur.
Eg þurfti ekki annað en hugsa
til dæmis, sem mér var sagt frá
fyrir fám dögum og gerst hafði
einmitt á þessu vori og hér i þess-
um bæ, í höfuðstaðnum.
Maður þurfti á kvenfnanni að
halda, helzt ungling, til þess að
líta eftir börnum að sumrinu.
Hann kom að máli við kunn-
ingja sinn, bláfátækan barna-
mann, almúgastéttar og skuldum
vafinn. Hann átti tvær efnilegar
dætur, milli fermingar og tví-
tugs. Þær sátu heima dag hvern
prúðbúnar og drápu eigi hendi
sinni í kalt vatn. En faðir þeirra
vann baki brotnu frá morgni til
kvölds, nærri sýknt og heilagt, ut-
an heimilís, og móðirin annaðist
heimilisstörfin.
Hann tók ekki illa í það fyrst,
en þurfti að ráðgast áður — frá-
leitt Þó við “guð á himnum”, því
þá hefði annað orðið uppi á ten-
ingnum, heldur við “sitt eigið
hjartalag og vini sina og vanda-
menn”, áður en hann veitti þe-s-
ari mikilsháttar málaleitun ful'n-
aðarsvör. Vinirnir og vandametjn-
irnir hafa að líkindum verið hinar
ungu heimasætur sjálfar og—móð-
ir þeirra.Faðir þeirra svaraði kunn
ingja sinum berlega fám d gum
síðar; að Þetta “gæti ekki látið sig
gera”, með því að Þær hugsuðu
báðar helzt til að komast í búð,
eða þá að menta sig á saumastofu,
ef búðarvistin fengist ekki. Þó
væri lítill vegur aö yngri dóttirin
fengist til “aö hjálpa eit.hvað til”,
ef hann keypti af fööur þeirra
húsið hans, sem hatin var að losa
Sig viö vegna skulda, eða þá leigði \
hjá honum ibúð í öörum endanum,
því bá byrfti ekki að bera neitt á
bví, að dóttirin “b c n a ð i”.
Það var ef til vill eigi rétt aö
vera að segja frá Þessu, ef slíkt
væri eins dæmi. En J>að er öðru
nær. Eg hefi heyrt getið um
margar fjölskyldur, sem eru með
alveg sama marki brendar eða
því líku. Uppkomnar almúga-1
mannadætur, fílhraustar og vel
vinnandi, sitja heima “á palli””
uppstroknar og brúöbúnar, viö
gagnslaust fitl í höndunum, söng
og hljóöfæraslátt, gesta-daður og
— leiöindi milli þess sem þær eru
á samsöngum og dansleikum eöa
við kvikmyndasýningar eða í
öðrum leikhúsum, er þær sama
sem heimta nærri því harðri
hendi af foreldrum sínum aö fara
ekki á mis við, þó aö bau séu að
lepja dauðann við örbirgð og
og skuldabasl, hvernig sem þau
vinna liðlangan daginn, heima og
heiman, — eða Þá vinna ekki,
heldur fleyta sér á farkosti þeim,
er víxlar nefnast, bankavíxlar,
marandi i kafi þó, þangað til alt
sekkur, og færandi þá með sér á
kaf ef til vill heilan hóp af góð-
sömum ábekingum, fyrirhyggju-
lausum og ekki siður ístöðulitlum
vinum og vandamönnum.
Eg tilnefni almúgamanadætur
ekki af því, að mér þyki hinum,
fyrlrmannadætrunum, hóti fremur
bót mælandi, ef þær eyða tima sín-
um jafn-gagnslaust, sitjandi Þar
á ofan tímunum saman í veitinga-
húsum við hégómahjal í ótíndra-
stráka föruneyti, þótt vel búnir
kunni aö vera og heldri manna
synir, enda telji sig sjálfir með
mentaða flokknum, sem svo er
kallaður. En bcer láta þó sjaldn-
ast foreldra sina vinna fyrir sér
stritvinnu. Þeir eru annaöhvort
allvel megandi að jafnaði, eða
tekjumiklir launamenn.
Veit eg það, að móðir hennar
er ekki svona ger. .Hún hlífði
henni alls ekki við að “þéna”. En
henni mun hafa Þótt áminst karl-
mannsiðn óviðkunnanleg fyrir
dóttur sina, af því aö hún var ó-
vanaleg og óhagkvæm til tilhalds.
Eg vil ekki að henni færa fyrir
Þaö. En hitt segi eg, að alt af vex
móðurástin í minum augum, er
henni fylgir vit og fyrirhyggja
og hleypidómaleysi, — móðurást-
in sú, hin goðkynjaða dís, göfug-
ust allra jarðneskra íeilladísa.
n. n.
LOKUÐUM tilboöum stíluðum til undir
ritaðs og kölluð "Tenders for Armoury
Brandon.Man. "verður veitt móttaka hérá
skrifstofu þessari þangað til 8 Ágúst 1907
að þeim degi meðtöldum um að reisa her—
gagnarbúr í Brandon Man.
Uppdrættir og reglugjörð er til sýnis og
eyðublöð fást hér á skrifstofunni eða með
því aö snúasér til Caretaker of the Domin-
ion Public Building Brandon. Man
Þeir sem tilboð ætla að senda eru hér-
með látnir vita að þau verða ekki tekin til
greina.nema þau séu gerð á þar til ætluð
eyðublóð og undirrituð með bjóðandans
rétta nafni.
Hverju tilboði verður að fylgja viðurkend
banka ávísun.á löglegan banka.stíluð til
"The Honorable the Minister of Public
Works"er hljóði upp áio prócent (10 prc)
af tilboðsupphæðinni. Bjóðandi fyrirgerir
tilkalli til þess neiti hann að vinna verk-
ið eftir að honum hefir verið veitt það, eða
fullgerir það ekki samkvæmt samningi. Sé
tilboðinu hafnað þá verður ávísunin endur-
send.
Deildis skuldbindur sig ekki til að sæta
lægsta tilboði né neinu þeirra.
Samkvæmt skipun
FRED GELINAS Secretary.
Department of Public Works,
Ottawa 12 Júlí 1907
Fréttablöðsem birta þessa auglýsingu án
heimildar frá stjórninni fá enga borgun
fyrir slíkt.
Hengirúm
(Hammocks)
viö því veröi, sem þér
getið staðið yður við.
Við höfum fallegt úrval af hengirúm-
um; margskonar tegundir. Ef yður van-
hagar um gott ódýrt hengirúm, þá borg-
ar það sig að líta á þau.
Vanal. $3.50 hengirúm.... $3.00.
" 2-5° " .... 2.00.
" 2.C0 " .... 1.75.
“ i-75 " .... 1.50.
602 Ellice Ave.Phonc
1514
KAUPID
BORGID
Auglýsing.
Ef þér þurfið að senda peninga til ís-
lands, Bandarfkjanna eða til einhverra
staða innan Canada þá notið Dominion Ex-
press Company‘s Money Orders, útlendar
ávísanir eða póstsendingar.
LÁG IÐGJÖLD.
Aðal skrifsofa
482 Main St,, Winnipeg.
Skrifstofur viðsvegar um borgina, og
öllum borgum og þorpum víðsvegar um
landið meðfram Can. Pac. Járnbrautinni.
Thos. H. Johnson,
Islenzkur lögfræðingur og m&Ia-
færslumaður.
Skrifstofa:— Room 8S Canada Llf»
Block, suðaustur homl Portagi
avenue og Maln st.
Utanáskrlft:—p. o. Box 1864.
Telefón: 423. Winnlpeg, Man.
Hannesson & White
lögfræöingar og málafærzlumenn.
Skrifstofa:
ROOM 12 Bank of Hamilton Chamb.
• Telephone 4716
Dr. O. Bjornson, S
f Office: 660 WILLiAM AVE. TEL. 8e
> Officb-tímar: 1.30 til 3 og 7 til 8 e, h.
^^House: ðao McDermot Ave. Tel. 43°° j
Office: 650 Wllllam ave. Tel, 89
I Hours:Í3 to 4 &I7 to 8 P.M.
Residence: 620 McDermot ave. Tel.4300
WINNIPEG, MAN.
I. M. CleghoPD, M D
læknlr og yflrsetumaður.
Heflr keypt lyfjabúðlna & Baldur, og.
heflr þvl sj&lfur umsjón & öllum með-
ulum, sem hann lwtur frá. sér.
EUzabeth St.,
BALDUR, - MAN.
P-S.—lslenzkur túlkur vlð hendlna.
hvenær sem þðrf gerist.
A. S. Bardal
121 NENA STREET,
f
selur líkkistur og annast
um útfarir. Allur útbún-
aður sá bezti. Ennfrem-
ur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina
Telephone 3o«
KerrBawlfMcNamee Ltd.
UNDERTAKERS & EMBALMERS
229 Jlain Street, Winnipeg
Ráða yfir fyrirtaks sjúkravagni. Fljót og
góð afgreiðsla. Hvítur barnalíkvasn
I FERDIX.
I
Píanó og Orget
enn óviðjafnanleg. Ðezta tegund
in sem fæst ( Canada. Seld með
afborgunum.
Einkaút8alal
THE WINNIPEG PIANO &. ORGAN CO.
295 Portage ave.
MILLENERY.
Vor- og sumarhattar af nýjustu gerö fyr-
ir S3.BO og þar yfir.
Strútsfjaðrir hreinsaðar, litaðar og liðað-
ar.
Gamlir hattar endurnýjaðir og skreyttir
fyrir mjög lágt verð.
COMMONWEALTH BLOCK,
524 MAIN ST,
iítunib eftir
— þvl að
Efldu’s Buuginuapapulr
úeldur húsunum heituml og varnar kulda. Skrifið eftir sýnishorz,-
um og verðskrá, til
TEES & PERSSE. LI£-
Aohnts,
WJNNIPEO.
— ísafolij.