Lögberg - 18.07.1907, Blaðsíða 6

Lögberg - 18.07.1907, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FlMTUDAGlNN 18. JÚLÍ 1907 LÍFS EÐA LIÐINN EFTIR HUGH CONWAY. “Já þaö er hún,” hrópaði eg ákafur. “Sjáið Þér ekki, frú Estmere, að hér öðlist þér annan son, því a« ef þér viljiö leyfa það ætla eg að elska yður eins og móður mína—móðurina, sem eg hefi aldrei séð.” Og svo tók eg um fallegu höndina á henni og kysti hana. Henni virtist ekki vera það á móti skapi. “Það skal þá vera svo,” sagði hún. “Eg ætla að reyna að vera ánægð með það. En eftir á að hyggja, við erum hér að fastgera alt án þess að kveðja aðal- málsaðilann að því. Ann Claudína yður?” “Eg veit það ekki,” svaraði eg órólegur. “Eg veit það ekki heldur, og sama er að segja um Valentínus. En farið þér nú samt ekki að ör- vænta, Filippus. Þér heyrið, að eg er nú farin að kalla yður Filippus. Þér eruð staðfastur og tryggur í yður, og geðugur piltur í alla staði, nema yður þykir heldur vænt um kvenfólkið. Eg held að yður ætti að takast að ná ástum Claudinu, ef þér eruð ekki þegar búnir að því..” “Úr því þér hafið sagt mér þessi hughreysting- arorð, hefi eg beztu vonir,” svaraði eg. “Já, unga fólkið getur alt af vonað. Jæja, hérna kemur þá teið yðar; þegar Þér eruð búinn að drekka getið þér farið að finna þau.” Eg er hræddur um að eg hafi drukkið teið býsna heitt, mig logsveið minsta kosti í munninn, þegar það var búið, og neitaði ákveðinn að drekka annan bolla. Frú Estmere, sem sá víst óþolinmæðina í mér, hélt mér þá ekki lengur. Eg flýtti mér ofan að sjónum, því að þar bjóst eg helzt við að finna frændsystkinin. Það var yndis- legt sumarkvelcl, og alt sem hugann heillar við sjáv- arsíðuna á þeim tíma, brosti nú við manni. Þarna úði og grúði af alls konar fólki; þar voru umferðaprédikarar af ýmsum trúflokkum, vörubjóð- ar og flakkarar, og framan frá klettunum heyröust daufir tónar hornleikaraflokks, er var að spila. Þar voru stórhópar af börnum, sem voru ýmist að vaða, svamla eða róa rétt við flæðarmálið, en .sum vortt að leika sér að tína skeljar í fjörunni. Eg þaut fram hjá öllu þessu og innan skamms sá eg ungan mann í sumarfötum liggja aftur á bak, kipp korn ofan við fjöruborðið. Hann skýldi fyrir augun með barða- stórum hatti. Rétt við hliðina á honum sat Claudína á dálitlum sandhól. Eg þekti hana strax, og átti eg þó fjórðung mílu til þeirra þegar eg varð þ«irra var, og varð heldur en ekki ánægður þegar eg sá hve vænt henni þótti um er hún þekti mig. Eg var kominn fast að þeim og meira að segja búinn að taka í hend- ina á henni þegar Valentínus varð mín var. En hvað mér fanst Claudína yndisleg og henni fara Það vel að hún var orðin dálítið veðurtekin! Hún var svo ung og svo blómleg! Skyldi hana nú hafa grunað það nokkuð til hvers eg kom? Valentínus heilsaði mér mjög vingjarnlega, en stóð ekki á fætur. “Mér er ómögulegt að hafa mig upp,” sagði hann. “Eg er nýbúinn að hreiðra mig svo þægilega niður í sandinn, og maður er lengi að koma sér í jafngóðar skorður aftur. Legstu niður hjá mér, Filippus minn, og dragðu hattinn niður fyrir augun, rétt svo að þú grillir undir hann í heiðbláa hafsröndina, og ef þú gerir þetta muntu kannast við að hér er óbundin ánægja i boði.” En þó að fagurt væri að horfa út á hafið, var mér hugðnæmara að horfa á annað. “Skelfing ertu letilegur, Valentínus,” sagði eg. “Nei, eg nýt næðisins og nota það til vísinda- legra athugana. Sá, sem ekki kann að njóta næðis- ins, hann getur ekki haft ánægju af lífinu. Hér hefi eg legið svona lengst af alla vikuna sem leið, í góða veðrinu og Claudína setið hjá mér með sólhlifina sína. Stundum hefir hún lesið eitthvað fyrir mig og þá hefi eg oft sofnað undir lestrinum blítt og rólega." “Gerðirðu þá ekkert allan daginn annað en þetta ?” “Jú, pegar mig langar til fer eg fram á bryggju- Sporðinn þarna og veiði smáfisk á færi, en mér þykir það samt heldur ónæðisáamt. Svo hefi eg haft mik- ið gaman af að hlusta á umferðaprédikarana hérna og börnin syngja. Það er bæði hrífandi og eftir- tektavert, að heyra ofur litla telpuanga syngja alvar- leg sorgarljóð. Hvernig er það nú sem þau syngja, aftur, Claudína? Já, nú man eg það — “Þegar harmar hrella lund og hugttr fyllist kvíða”— “Manni er ómögulegt annað en komast við af að hevva slíkt, skal eg segja þér.” Eg settist niður hjá Valentínusi við fætur Claud- ínu. Hún hafði verið fámálug að þessu; eg varð nærri hissa á því hve þögul hún var. Valentinus masaði um hitt og þetta og timinn leið fljótt, þangað til við fórum að hugsa til að fara heim til miðdegis- verðar. Það var eigi fyr en við vorum komin nærri fast heim að húsi frú Estmere að eg fékk færi á að tala einslega við Claudínu. Valentínus var þá kom- inn kippkorn á undarf okkur. “Claudína,” sagði eg um leið og eg lauk upp fyr- ir henni girðingarhliðinu, “þér munið hvernig við skildum síðast; þér vitið hvers vegna eg er kominn aftur. Á eg að fara eða vera?” Hún svaraði engu, en hún var kafrjóð í framan þegar hún fór fram hjá mér inn um hliöið. Eg leit svo á a$ það mætti skoða sem merki þess að mér væri óhætt að setjast að. Ástarsögur hamingjusamra elskenda bera flestar sama svipinn; þær eru hugþekkastar og ánægjuleg- astar hlutaðeigendunum sjálfum. Claudína lét mig ekki biða lengi í óvissu. Og það er varla að eg muni hvar það var, sem eg fékk í mig kjark til að spyrja hana hvort hún ynni mér. En vegna þess að mér finst furutrjálimur tengdur við þær endurminningar, ræð eg það, að það hafi verið í einhverjum sígræna lundinum, sem svo víða eru utnhverfis Bournemouth. Eg spurði hana blátt áfram og í fullri alvöru eins og hverjum heiðvirðum manni sæmir að spyrja kven- mann, hvort hún ynni mér. Hún leit til mín skæru augunum sínum og svaraði spurningu minni hiklaust og bætti þessu við: “Eg held að eg hafi unnað Þér, Filippus, frá því fyrsta að eg sá Þig.” Síðan leiddumst við til frú Estmere og meðtók- um hugheilar óskir frá henni og Valentínusi. Á- nægja okkar var honum fagnaðarefni, en hvernig nokkur maður, sem átti Þess kost að eignast Claudínu, gat slept tilkalli til hennar svona umyrðalaust, í því hefi eg aldrei getað skilið. Hálfur manuður leið—og er það einhver ánægju- Iegasti tími, sem eg hafði lifað til þessa. Landsvæðið í kring um Bournemouth er ljómandi fagurt. Mann- virki allmikil eru þar a ströndinni. Skemtigarðarnir eru vel hirtir, trén bein og hávaxin—alt svo ólíkt því, sem var á klettóttu og hrjóstugu Devon-ströndinni. Að minsta kosti vorum við Claudína sainmála um yndisleik þes>a staðar—okkur var það heldur ekki láandi. En nú var þessi hálfsmánaðar ánægjutími á enda. Estmere ætlaði þá að fara aftur til borgarinnar, en Claudína til vinafolks síns. Við Valentínus vor- um í aðsigi með að leggja á stað í skemtiferð og höfðum tekið boði Rothvvell lávarðar um að heim- sækja hann norður í land, og hafði hann lofað okkur góðri skemtun við veiðar. Nú var komið fram í miðjan Ágústmánuð, og ekki nema hálfur mánuður þangað til við áttum að leggja á stað norður. Valen- tínus stakk því upp á því, að við skyldum fara á stað fótgangandi og fara dálitla útúrdúra til að gera upp- drætti, rétt svo við kæmum í tækan tima til heim- kynna lávarðarins í Derbyshire. Eg hafði þó ýmsu að koma í lag áður en eg gæti lagt á stað. Vitanlega vorum við Claudina trúlofuð okkar á milli, en sam- band okkar þurfti þó staðfestingar annars staðar að. Hún átti ekki foreldra á lífi, og samþykki til- sjónarmanns hennar þurftum við að fá til þess að alt færi liðlega úr hendi. Reyndar vorum við bæði svo ánægð í tilhugalífinu að við settum það lítið fyrir okkur hvað sá herra segði. Eigi að siður hafði eg þó ásett mér, að finna hann og tilkynna honum samband okkar og fyrirætlanir. Sjálfs min vegna bjóst eg til að fara á fund Mr.Grace, og reyna að fá nýjar fregnir af honum. En hvort setn við fengjum nokkurt sam- þvkki eða ekkert, Þá var hér ekki nema um tímalengd og hana ekki langa að ræða—að eins eitt ár. Þá yrði Claudína orðin myndug og þá yrði faðir minn líka kominn heim úr ferðum sínum. Eg var svo sem viss um, að hann mundi ekki sjá sólina fyrir fallega konu- efninu mínu. Eg var viss um, að hún mundi verða honum til mikillar gleði. Svona var eg nú bjartsýnn. Mér fanst ekki geta hjá því farið, að Claudína væri einmitt slik stúlka, sem hann mundi hafa kosið mér til handa. Hún var af góðum ættum, fríð sýnum, vel greind, og. ef það hefði verið til fyrirstöðu, var hún vel rík, eftir því sem mér hafði skilist á Valentínusi. Mér fanst og hamingjan brosa nú við mér fremur flestum öðrum. Þó undarlegt megi virðast þá var Rothwell lá- varður fyrsti maður til að varpa efunarskugga á hina sólbjörtu framtíð, er eg þóttist eiga fyrir höndum. Frú Estmere hafði skrifað honum og skýrt honum frá hvar komið væri, og að hún hefði gefið eftir fyrir sitt leyti, mín vegna, að ekkert yrði úr hjónabandi Valentínusar og Claudínu. Tveim dögum siðar kom lávarðurinn. Valentinus varð komu hans einkar feg- inn, því eg þóttist'vita að honum var farið að leiðast hve lítið við Claudína sintum honum upp á síðkastið, því að við vorum svo lirifin hvort af öðru. Hinn tíg- inborni vinur okkar óskaði okkur Claudínu til ham- ingju, þegar hann kom, en hann gerði það svo alvar- lega, og kuldalega, að eg varð alveg hissa. Síðan ræddi hann um stund við frú Estmere einsamla, en þegar hún kom aftur sá eg að hún hafði grátið. Hann fór til borgarinnar sama kveldið, og bað mig að fylgja sér á járnbrautarstöðina. Eg heyrði það strax á honum að hann vildi hafa mig einan með sér, svo að eg skildi við Claudinu heima þó eg ætti bágt með það. “Mér þótti leitt að heyra síðustu tíðindin héðan,” sagði hann þegar við vorum komnir á stað. “Eg hélt að yður þætti vænt um, Rothwell lá- varður,” svaraði eg . “Nei, það er öðru nær—mér þykir það mjög leiðinlegt. Þetta dregur sorgir og armæðu á eftir sér.” “Eigið þér viö, að frú Estmere og Valentínusi falli Þetta svo þungt?” spurði eg. “Nei, það er um yður, sem eg er að hugsa, yður og Claudínu. Hjónaband ykkar er hvorki æskilegt eða jafnt á komið með ykkur.” “Fyrir hvort okkar ” spurði eg heldur hátalaður býst eg við. “Fyrir hvorugt ykkar. Það er samt óþarfi fyrir yður, Filippus minn,að komast strax í hita út af þessu. Eg segi þetta af því að eg er vinur yðar. Eg veit auðvitað, að það er þýðingarlaust fyrir mig að hafa orð um þetta, því að þér getið stundum verið jafn- ósveigjanlegur og þrár og — og óþjáll kálfur t. a. m. Eg er þegar búinn að komast að raun um það.“ Eg kinkaði kolli fyrir gullhamrana. “Eg býst samt ekki við, að þið séuð að hugsa um að gifta ykkur strax,” mælti hann enn fremur. “Nei,” svaraði eg og stundi við. “Eg get ekki séð að mér verði það hægt fyr en faðir minn kemur heim aftur.” “Varla; eg get trauðlega ímyndað mér, að Þér getið fengið af yður að giftast stúlku eins og Claud- ínu Neville, sem fær hér um bil þúsund pund sterl. í árstekjur, og eiga sjálfur ekki túskildings virði, til að leggja í búið.” Þetta var aldrei nema satt, en hann komst svo óþægilega neyðarlega að orði um þetta, að mér fanst ekki til um Það. “Já, giftingin verður að bíða þangað til eg hefi fengið að vita hvort faðir minn vill gefa mér trygg- ingtt fyrir einhverjum árstekjum, eða eg hefi sjálfur fengið mér lífvænlega stöðu.” “Þetta er einmitt það sem mér ffinst. Eg ráð- legg yður að fastgera ekkert fyr en þér eruð búinn að tala við föður yðar. Hann er dálítið einkennileg- ur í surnu, ef eg þekki hann rétt.” “Ekki neita eg þvi, en mér er ómögulegt annað en að láta mér Þykja vænt um Claudínu.” “Feðurnir líta ekki sömu augum á hlutina og synir þeirra. Þér skuluð sarnt ekki taka orð mín svo, að eg sé að ásaka yður fyrir kjörið, vinur minn. Claudína er allra elskulegasta stúlka. Eg er að eins að benda yður á, að þér megið vera við vonbrigðum búinn. Það eru svo fáir, sem fá hjartfólgnustu von- ir sínar uppfyltar í þessari veröldu, Filippus minn.” “Eg er búinn að segja Claudinu öldungis það sama og yður,” mælti hann enn fremur. “Þér munið aldrei segja henni neitt það, er fái hana til að hika við eða breyta áformi okkar.” “Þér segið það víst satt. Það er vist sama þrá- kelknin í henni og yður. Eg er hræddur um að spá- dómur yðar um hana reynist sannur. En eg skal samt geta þess, ef högum ykkar viki öðru visi við, þætti mér vænna um að þið yrðuð hjón en nokkrar tvær persónur aðrar, sem eg þekki.” Hann var nú farinn að tala svo vingjarnlega, að mér rann alveg reiðin jafnvel þó síðustu orð hans gerðu mig enn órólegri en áður. “Mér er tal yðar gáta, þér talið svo myrkt, Roth- well lávarður,” sagði eg. “Eg get ekki skilið við hvað þér eigið. Það eina, sem eg er viss um, er að við Claudína elskum hvort annað.” “Eg veit að yður hlýtur að finnast eg myrkur í máli, eins og eg sé að bera upp fyrir yður gátu, en líf- ið og ástin og margt fleira verða okkur tíðum tor- ráðnar gátur. Hver er hamingjusamur, og hver ekki Þegar örlagahjúpnum síðast verður burtu kipt, og og það alt verður opið og bert, sem nú er hulið gjón- um okkar? Og verið þér nú sælir! Eg býst við að eg fái að sjá yður í borginni; verði það ekki, þá eruð þið \ralentínus búnir að lofa mér því að koma með mér á veiðar bráðlega.” Að svo mæltu steig hann inn í vagninn og settist niður, en eg hélt á stað heimleiðis í hægðum mínum, og var að brjóta heilann um við hvað hann gæti átt með þessu alvarlega, aðvarandi og dularfulla tali sínu, og ásetti mér að bera þetta undir Claudínu. Hún var jafnundrandi yfir því og eg. Honum höfðu farist áþekt orð við hana, og eins og ekki var að furða þó henni kæmi slíkt kynlega fyrir. Hún tók þaö líka nærri sér, að hann jafnkærkominn vinur Estmeresfólkinu skyldi færa henni jafn-kuldalegar heillaóskir og hnýta við þær eins döprum spádómum um framtíð hennar og hann gerði. En eftir að við höfðum atugað þetta á ýrtisa vegu, urðum við samt ásátt um eitt, og það var það, að við ynnum hvort öðru heitar en alt annað fólk og hvað sem að höndum bæri skyldum við ekki láta það verða til að kæla ást okkar að neinu leyti. XI. KAPITUL.I “Tvennar eru tíðirnar,” segir fornt máltæki, og satt fanst mér það nú að minsta kosti. Claudína var farin í burtu í langferð til aö heimsækja kunningja sína, eins og hún hafði lofað. Hún var farin burtu, eftir að við höfðum skiftst á hæfilegum harmabótum, heitum loforðum og hugheilum kveðjum. Hún var farin, en hún hafði eftirskilið mér kærkomnustu menjar; síðasta trygðatillit fallegu augnanna sinna, sem reyndist mér svo mikil hugfró, sem veizt getur nokkrum elskhuga er verður að skilja við unnustu sína um langan tíma. Það gat vel verið, að við fengj- um ekki að sjást aftur fyr en eftir eina þrjá mánuöi, eg ætlaði að skrifa—á hverjum degi vitanlega — og Claudína jafnvel oftar. En hvað eg hlakkaði til að fá bréfin hennar! Elsku Claudína! Hvað var lífið mér áður en eg þekti þig og fór að unna þér Það var ekkert líf. Lífið byrjaöi fyrst þegar ást okkar vaknaði. Anægjustundin var liðin, og nú kallaði skyldan að. Það var uppgjafa herforingi nokkur—eg ætlaði að minsta kosti að kalla hann herforingja þegar eg fyndi hann—, sem eg þurfti að hitta. Þenna gamla hermann varð eg að finna sem fyrst. Hann bjó við Cheltenham og var tilsjónarmaður Claudínu, og um tólf mánaða tíma, eða þangað til hiún yrði myndug, réði hann fyrir henni. Eg vissi vitanlega ekkert hve mikil ráð hann hafði nú, en þó að hann stæði mér býsna ægilegur fyrir hugskotssjónum, var eg samt ó- hræddur um að Claudína mundi hvorki hika við að hitta mig eða skrifa mér að minsta kosti, hvað svo sem herforinginn kynni að segja. Að hún mundi hætta að unna mér þó henni yrði skipað það, var svo vit- laust, að mér kom það aldrei til hugar. Allir her- foringjar og ofurstar heimsins mundu aldrei hafa get- að hrætt hana til þess. Já, eg varð að fara til Cheltenham og finna hann að máli; segja honum að eg væri unnusti hennar, eða hvað átti eg að segja honum annað? Hann myndi auðvitað spyrja mig um það, hversu eg væri efnum búinn, spyrja mig um ætt mína, stöðu, og hvað eg hefði að bjóða Claudínu. Eg gat Þar einu til svarað, eða tvennu í mesta Iagi upp á allar þessar sjálfsögðu spurningar hans. Eg gat sagt honum, að eg yrði lög- maður innan skamms, og að eg elskaði hana. Því að eins gat eg svarað. Mér duldist ekki, að áður en eg færi á fund þessa ískyggilega tilsjónarmanns, varð eg að finna Mr. Grace, og tala við hann ítarlega. Nú var tími til kommn að eg fengi að vita eitthvað endi- legt um hagi föður míns, og hvaða tryggingu eg mætti gefa tilsjónarmanni Claudínu, þagar eg færi þess á leit að hann samþykti trúlofun okkar. Eg varð bæði harmþrunginn og hissa þegar eg heyrði að Mr. Grace snerist jafn ónotalega við þessu máli og Rothwell lávarður. Hann talaði samt ekki eins opinskátt um vanþóknun sína á ráðahagnum og lávarðurinn, en mér duldist ekki að honum féll hann samt mjög illa í geð, þó að hann reyndi að leyna því nokkuð. “Viljið Þér gera svo vel,” spurði eg þá, “og segja mér skýrt og skorinort hvað eiginlega mælir á móti þvi, að eg gangi að eiga Miss Neville? Rothwell lá- varður er þessu álíka mótfallinn og þér, og nú langar mig til að fá að heyra ástæðuna fyrir þessari óá- nægju ykkar.” “Lávarðurinn, og eg, ekki síður en faðir yðar, að því er eg býst við, sér að hér er ekki jafnt á komið.” “Segið mér, Mr. Grace, í öllum hamingjubænum við hvað þér eigið. Er einhver hængur á högum mín- um, eða einhverjir annmarkar á ætt Miss Neville?” “Nei, það eru engir annmarkar á ætt hennar. Það er enginn blettur á ætt hennar þó langt aftur sé rakið. Faðir hennar var ofursti í hernum. Móðir hennar hét Miss Vipont, og var komin af góðum ætt- um ofan úr sveitum. Þaðan erfir ungfrúin auðlegð sína.” “Þar eð alt sem þér vitið um hana er hið æskileg- asta, þá kannske þér vilduð gera svo vel og segja mér eitthvað um mína hagi?” “Eg get ekkert sagt yður nema það, sem eg hefi gert yður opmskátt áður. Þér heitið Filippus Norris. Faðir yðar er ríkur maður, einkennilegur í lund, hátt- um og skoðunum. Bíðið við þangað til hann kemur.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.