Lögberg - 22.08.1907, Side 4
I
LOGBERG FIMTUDAGINN 22. ÁGÚST 1907
«fl
•r seflt) út bvem flmtude* af Tbe
LÖKberg Prlntin* & Publlshlng Co.,
(lögsriit), aö Cor. William Ave og
Nena St., Winnipeg, Man. — Kostar
»2.00 um brlC (ð. lalandi 6 kr.) —
Borgist fyrlrfram. Elnstök nr. S cts.
Publlshed every Thursday by The
Lögberg Prlntlng and Publlshlng Co.
(Incorporated), at Cor.William Ave.
& Nena St., Winnlpeg, Man. — Sub-
•crlptlon prlce »2.00 per year, pay-
able in advance. Single copies 6 cts.
b. BJÖKN8SON, Editor.
M. PACLSON, Bus. Manager.
Augiýslngar. — Sm&auglýslngar i
eltt skifti 20 cent fyrir 1 þml.. A
stœrri auglýslngum um lengr* tima,
afsláttur eftir samningi.
Bústaðaskifti kaupenda verður aS
tilkynna skriliega og geta um fyr-
verandi bústaC íafnframt.
Utan&skrift Ui afgreiCslust. blaSs-
lns er:
The LÖGBERG PRTG. & PUBL. Co.
P. O. Box. 180, Wlnnipeg, Man.
Telephone 221.
Utan&skrift til ritstjórana er:
Editor Lögberg,
P. O. Box 130. Winnlpeg, Man.
.<Cea' JðCS
Samkvæmt landslögum er uppsögn
kaupanda & blaöl ógild nema hann
sé skuldlaus þegar hann segir upp.—
Eí kaupandl, sem er 1 skuld viC
blaCiö, flytur vistferlum ð.n þess aC
tilkynna heimilisskiftin, þð. er þaC
fyrir dómstólunum á.litln sýnlleg
■önnun fyrir prettvlslegum tilgangi.
Bæjalíf og sveitalíf.
“Hvort er betra aö setjast að í
bæ eða úti á landi?” spyrja inn-
flytjendurnir íslenzku margoft
þegar þeir koma fyrst hingaö til
og ætlan margra roskinna og
reyndra íslendinga mun vera sú,
aö fjölskyldumenn flestir muni
betur komnir úti á landi en í bæj-
unum, sérstaklega Þeir er eitthvað
eru hneigSir fyrir búskap og koma
hingaS meö þær eignir aö þeir
geta reist dálítiö bú. Og mikiö
efamál er Þaö og hvort eiginlega
er ekki réttara af blásnauöum fjöl-
skyldumönnum aö fara út á land
og setjast Þar aö, einkum ef þeir
geta veriö þar í skjóli ráðhollra
landa sinna, heldur en aö fara að
leigja sér hús í bæjum og hafa
ekkert annað við að styðjast en
vinnu húsbóndans eins oftast nær.
Vitanlega er þaö satt, aö mörgum
íslendingum líöur vel, sem sezt
hafa aö hér i Winnipeg með lítil
efni, en helzt eru það Þó þeir
menn, er svo eru efnum búnir, aö
þeir geta rekiö einhverja atvinnu-
grein sjálfir, eöa hafa aflað sér
meiri þekkingar til aö taka aö sér
vel launaðar stööur ýmiskonar, en
islenzk alþýöa yfir höfuö, og til
hennar eru þessar línur ritaðar, ef
einhverjum gæti orðiö þær til dá-
lítils gagns eöa leiðbeiningar.
Sigtryggur kafteinn Jónasson
mintist á þaö í ræöu sem hann hélt
hér í bænum fyrir skemstu, (k Is-
lendingadaginn 2. Ág.J, aö Islend
ingar heföu eigi fært sér eins vel
í nyt Þau hlunnindi, sem þeim
stæöu hér til boða, sérstaklega
heimilisréttarlöndin,eins og skyldi.
Þetta er aö voru áliti öldungis rétt
álitið. Heimilisréttarlöndin kosta
bæjar, ókunnir landi og staðhátt
um, bæjalífi og sveitalifi. Svörin J menn neitt að heita má,—
veröa ýmisleg. Einn ræður þeim
löndin sjálf, og takist mönnum að
fá eignarrétt á þeim, eftir aö hafa
búið á þeim tilskildan tima og
unniö þaö á Þeim sem ákveðiö er,
:n þaö er reyndar hreint ekki
til aö setjast að í bæ, þar sé auö-
græddast fé, annar aftur að fara
út í nýlendur og setjast þar aö,
Því að ólifandi sé í bæjunum.
Þar sé alt svo afardýrt, húsaleiga,1 annag( en hver ábúandi þarf að
eldiviöur og ýmislegt annað. Þójgera á landi sínu, til þess aö geta
aö einhleypum mönnum kunni aö búis á því og haft þess nokkur not
græöast þar fljótlega fé, Þá fari!_ þá er iandeigandi búinn aö
Þaö skjótt í súginn o. s. frv. j komast yfir álitlegan höfuöstól,
Hvorirtveggju kunna að hafa sem honum er mikils virði, hvort
nokkuð til síns máls, en auðvitað * sem hann býr á landi sínu fram-
i
skiftir þaö mestu um hvers konar vegis eða selur það, einkanlega ef
fólk er aö ræöa og hvernig ástæö- landtakandi er heppinn í vali sínu,
ur þess eru. 1 og þaö ætti og aö brýna fyrir
I • .
Þaö er víst óhætt aö fullyrða aö mönnum. Þo aö jarðvegurinn se
einhleypur karlmaöur eöa kyen- ber frjór og feitur víða, þá eru
maður, er sezt að hér í Winnipeg iöndin ákaflega misjöfn aö gseð-
t. a. m.—en sá bær hefir flestum um> °S slíkt ætti aldrei 'að eiSa ser
öörum bæjum fremur hér í Can- ‘ staS> að n<>kkur maöur veldi sér
ada oröiö dvalarstaður íslendinga'land nema hafa skoðað Það sÍalf'
—eigi hægra meö að vinna sér inn nr eða tenSið t11 Þess áreiöanlega
fé um lengstan tíma árs, en nokk-'menn fyrir sína hönd- °S hví
ursstaöar til sveita. Auðvitað er'mi8ur hafa sumir landar vorir
Þá gengiö aö því sem vísu, aö ekki siZk fram hlá Þess* skeri’
hann eöa hún taki hverju því'er það ohepPilegt mÍ°& °S getur
vinnuboöi, sem hægt er að fá, oft oríSiC til Þess aö draSa klark
hvort sem vinnan er létt eöa erfið],úr monnum meS íandtöku, ef land-
fín eöa ófín, eftir því sem sumir,takandi hefir kosið sér land í
kalla austur á íslandi, því að hér blindni> eöa eða eftir landabrefum
er ekki kastaö rýrö á neinn mann einum’ °S orðið svo aS skila Því
fyrir þaö, hvaöa starf hann kann ah;ur-
aö hafa meö höndum, ef það erj Ei&i skal Þvi neitað, aö þaö er
heiðarlegt og hann rækir þaö sam-, býsna erfitt fyrir félítinn frum-
vizkusamlega. Hvernig það fólk býling, að setjast hér að á ný-
eyðir fé því er þaö hefir aflað er, numdu landi, en svo verður þaö
undir hverjum komiö sjálfum og hvar sem er á hnettinum, og aö
þess sökin er eyðir því illa.—Hér voru áliti þó hvergi aögengilegra,
•er auðveldast að afla þess, vegna ’ en hér. Sérstaklega Þegar um Is-
þess aö vinnan er meö öllum jafn- j iendinga er að ræöa, ef þeir geta
aði auðfengnari, um lengri tíma j verið nálægt vötnum, þar sem
árs, heldur en til sveita, og betur^eir geta stuðst viö fiskiveiðar
borgaö fyrir hana. Þaö vita, me» griparækt fyrstu árin. En
bændurnir, sem hverfa frá búum geti menn á annaö borð komiö sér
sínum á vo^in og vinna hér á ^ UPP dalitlum bústofni, þá er eng-
sumrin daglaunavinnu. — Það er inn efi á því, að líf landbóndans
•eigi svo aö skilja, að Það sé heppi-1 héf veröur margfalt farsælla, en
leg aöferö, en þeir menn sjá eigi|lif daglaunamannsins í Winnipeg,
annan veg til að færa fljótf**giö .cr *yrir einhverjum heíir að sjá,
fé í búiö, og hætt er nú viö aö f Þar sem íafna®arlegast er eigi á
mörgum kunni samt aö missýnast anna,'í að hyggja til forsjár fjöl-
einmitt þar, því að þá eru býlin j sky!dunnar en eins manns vinnu,
þeirra til sveita oftast nær for-! komi veikindi fyrir eða einhver
stööulítil. |forfo11 Þa Þrengist fljótar í búi
Um fjölskyldufólk er hingaö hjá fj lskyldu dagla mamaims-
flyzt er aftur öðru máli að gegna, ins í bsrginni, en bóndanum úti á
landi, þó smátt búi, og veröi fyr-
ir samskonar áfalli.
Auk þess er bóndastaðan með
réttu talin einhver frjálslegasta
staöa, sem til er og ekki sízt hér í
okkar blessaða frelsislandi, Ame-
ríku. Bændurnir hér eru óöalseig-
endur, því hér er lítiö um leiglend-
inga og eru því eins og kóngar í
ríkjum sínum, þegar búskapurinn
er farinn aö ganga vel.
Það er yfir höfuð ætlun vor, aö
framtiðarvænlegra sé fyrir sem'
flesta alþýðumenn af þjóðflokki
vorum, aö setjast aö út á landi og
reisa þar bú, þegar þeir sjá sér
það fært, því að sú hef r jafnaöir-
legast oröið reyndin að efni land-
bændanna fara vaxandi meö ári
hverju, þó aö hægt fari hjá ýms-
um, þegar daglaunamannsheimilin
i bæjunum haldast rétt viö víðast
hvar og ekkert meira .
Hafið Það hugfast Vestur-ís-
lendingar, aö nota löndin sem ó-
grynni er eftir af hér vestur um
fylkin, Þau eru arðvænlegar
eignir, sem hver traustur og dug-
andi drengur getur löghelgaö sér
með svo litlum kostnaði aö
hvergi nema hér í álfu er á slíku
völ.
Að endingu viljum vér minnast
á eitt í sambandi við þetta mál, því
aö vér höfum hvergi séð minst á
það áður í riti hér vestra, og telj-
um vér þaö þó mjög nauðsynlegt
fyrir alla innflytjendur. Vér höfum
hvergi séö því hreyft, aö innflytj-
endunum sé bent á aö setjast aö
úti á landi fyrstu vikurnar sem
Þeir dvelja hér vestra og eru að
venjast loftslaginu. Það væri að
yoru áliti mjög þarfleg regla, fyr-
ir alla íslendinga, sem geta komiö
Því viö, og flytjast hingað heitustu
sumarmánuöina. Það er varla svo
hraustbygö þjóð til, að henni verði
ekki töluvert um loftslagsbreyt-
mg-u, Þó minni sé en munurinn á
sumarhitanum hér vestra og á ís-
landi. Og sannreynt er það, aö
Ioftið í bæjum og borgum hvar
sem er, er miklu óheilnæmara en
til sveita. Af því er innflytjend-
unum miklu sýkingarhættara meö-
3n Þeir eru að venjast loftslaginu,
ef Þeir setjast aö í bæjum, og því
viljum vér eindregið ráöa öllum
Iondum vorum, sem koma vestur,
að dvelja nokkrar vikur úti á landi
eftir aö þeir koma hingaö, áöur en
þeir byrja að fást viö stritvinnu
I hér í bæ í sumarhitanum. Minsta
. kosti hafa allir heilsuveilir menn
g°tt af þvi. \ ér höfum reynt
þetta sjálfur, og þoldum vel strit-
vinnuna hér eftir Þriggja vikna
hvíld út á landi, rétt eftir aö vér
komum hingað, og ýms fleiri dæmi
cr hægt aö benda á þessu til sönn-
unar, svo aö þetta hyggjum vér
innflytjendum yfir höfuö heilræði.
* Verkföll.
Eitt þeirra, símara - verkfalliö,
stendur nú yfir, og Þegar þetta er
ritaö, er enn engin breyting oröin
á því síðan síðast var minst á það
hér i blaðinu, og tjóniö, sem af því
liefir leitt og kann að leiða er ó-
metanlegt.
Sem betur fer, eru verkföll nú
orðin miklu fátíöari en þau voru
fyrir nokkrum tugum ára síðan,
þvi að á Þeim tímum mátti svo
segja, að ekki mætti orðínu halla,
svo að verkmenn hættu vinnu.
Stjórnir landanna hafa reynt með
ýmsu móti að vernda ríkin fyrir
tjóni þvi, er af verkföllum stafa,
ög nú er sú hagvænlega breyting á
orðin að stórkostlegum og lang-
vinnum verkföllum er farið að
fækka mjög mikið, og má benda á
mörg dæmi þess nú orðið, þar sem
misklið milli verkamanna og vinnu
veitenda, er jörnuð meö úrskuröi
gerðarmanna. Það er líka lang-
réttasta aðferðin.
En samt sem áður sýna jafn-
stórkostleg verkföll og þetta, sem
nú stendur yfir, aö hvorki vinnu-
veitendum né verkamönnum er
fyllilega orðið ljóst hve voöalega
tjónmikil verkföllin eru fyrir land
og lýð, og eigi er þess að vænta,
að gerðardóms úrskurður geti al-
ment komist að Þegar misklíö kem
ur upp á milli þessara tveggja
stétta manna, fyr en bæði auö-
menn og verkamenn hafa sann-
færst um það, að verkföllin eru
tjón og skaöi fyrir hvorutveggja
málsaðila. Þá, en fyr ekki veröa
þeir ásáttir um aö hlíta jafnan úr-
skuröi gerðardóms, þegar þeir
geta ekki komið sér saman sjálfir
um þaö sem á milli ber, og hvenær
sem sú skoðun verður ofan á, og
fær alment fylgi, þá verður eitt
hið stórkostlegasta böl numið burt
úr iðnaðarheiminum, sem til er.
Aö vekja upp frá dauðum
Þrumur.
Það er ekki úr vegi að minnast
dálítiö á þrumuveðrin um þenna
tíma árs, þegar þau gera hvern
skaðann á fætur öörum, og veröa
mönnum og skepnum aö bana, ef
illa vill tiL
Fólk, sem alið er upþ í þrumu-
löndunum, veit af eigin reynslu,
og annara, ýms ráð til aö forðast
tjónið, sem þær geta valdiö. Börn-
um er innrætt Það á unga aldri, aö
það sé hættulegra að vera úti en
inni þegar þrumuveður eru, og
sömuleiðis að ísjárvert sé að vera
þá staddur undir háum trjám o. s.
frv. En í sambandi við þessar og
aðrar bendingar, viövíkjandi
þrumuveðrum, er eigi ófróölegt að
kynna sér það, sem sérfræðingar
viö veðurathugunar stofnunina í
Washington hafa nýlega staöhæft
um skaðsemi þeirra og útdráttur
var birtur úr í dagblööunum hér í
bæ fyrir skemstu.
Veðurfræðingar þeir hafa at-
hugað nákvæmlega þrumuveörin
víösvegar um Bandaríkin, og hafa
meðal annars komist að þeirri niö-
urstööu að menn, sem staddir séu
úti séu í fjórfalt meiri hættu fyrir
því aö bíða tjón af eldingum, en
Þeir sem inni í húsum eru. Naut-
gripir segja þeir aö verði helm-
ingi oftar fyrir eldingum en sauð-
fé, en sauðfé aftur frekar en hest-
ar, hestar oftar en svín, og svín
oftar en múlasnar. Vegna Þess
aö þeir gripir eru ætiö í meiri
hættu í Þrumuveðrum, sem gjarnt
er aö halda sig í hópum, verður
Það skiljanlegt hve nautgripir
veröa oft fyrir slysum í slikum
veðrum. Meiri hætta er talin fyr-
ir menn, sem eru í hóp, en einn
mann út af fyrir sig, og enn frem-
ur benda veðurfræöingarnir á það,
aö miklu færri mundu deyja í slík-
um v:ðrum en orðiö hefir, ef önd-
unartilraunir væru geröar á þeim,
sem lostnir eru af eldingum, efns
og titt er að reyna þegar verið er
lífga druknaðan mann.
Veðurfræöingarnir sanna ljós-
lega, að sú skoöun alþýðu sé rétt,
að hættulegt sé að standa undir
trjám í Þrumuveðri, því aö þeir
íullyrða, aö helmingur þeirra
manna, er veröa fyrir eldingum,
sé staddur undir trjám eöa húsum,
en eigi vilja þeir fallast á það, aö
mikil hætta sé á, þó að menn beri á
sér ýmsa smáhluti úr járni eöa
stáli, svo sem hnífa eöa annað
þesskonar, en sú hefir þó veriö
trú manna um langan aldur.
----------------o------
í Lit. Digest 3. Þ. m. er ágrip af
grein eftir E. C. Hall, tekin úr
The Technical World Magazine.
Greinin ræöir um aðferð þá, sem
prófessor Poe hefir fundið til að
vekja til lífs aftur dýr, sem eigi
varð séö betur en aö væru sem
dauð, og hefðu að minsta kosti
ekki lifað ef Þeirri aöferð hefði
ekki verið beitt. Endurlífganin
tekst með því að neyða súrefni
(oxygenj ofan í lungun. Talið er
aö prófessor Poe hafi af tilviljun
komist að því að þetta var hægt.
Ágrip greinarinnar er þetta:
Árið 1876 tókst prófessor Poe
að endurlífga dauða rottu með því
að dæla súrefni ofan í lungu henn-
ar. Með Þetta fyrir augum hélt
hann áfram rannsóknum og til-
raunum í þá átt. Hann hefir nú
búið til öndunarfæri haglega gert
og hefir það reynst afbragös vel
hingaö til.
Verkfæri þetta er gert eins likt
náttúrlegum önduharfærum og
hægt er og það vinnur verk sitt
nær á sama hátt lungu mannsins.
Prófessor Poe komst að því viö
tilraunir sínar, að til þess aö lífga
menn, sem druknað höfðu eða
kafnað eða dáið af að anda aö sér
kloroformi, þá Þurfti fyrst aö
eyða banvænum lofttegutidum úr
lungunum og koma súrefninu nið-
ur í þau í staðinn. Þetta hvoru-
tveggja má gera meö verkfæri
prófessor Poe.
Verkfæri þetta er eiginlega ekki
annað en tveir sívalningar og er
gangur bæði inn og út úr þeim.
Bullur eru í þeim báðuin og
ganga jafnhliða. Sitt frá hvorum
sívalningnum iganga svo pípur,
sem festa má viö nasir eöa munn
sjúklingsins. Inngangur annars
sívalningsins er tengdur við hylki,
sem gnægð súrefnis er í. En úr
hinum sívalningnum fer gasiö.sem
dregið er úr lungunum út í loftið.
Bullunum er ýtt upp og niður meö
handafli, en gætt að fara ekki
harðara en andardráttur heilbrigös
manns. Þá dregst gasið úr lung-
unum upp í annan sívalninginn en
á næsta augnabliki er súrefni
þrýst ofan í þau úr hinum sivaln-
ingnum.
Verkfæri þetta hefir veriö
margreynt í viðurvist lækna og
visindamanna. Þeir hafa sér til
mikillar undrunar séö dýr endur-
lífguð, sem aö því er þeir gátu
bezt fundið, voru steindauö. Ein
bezta tilraunin er ef til vill sú, sem
gerð var á kanínu einni. Læknir
nokkur gaf henni fyrst tvö korn
(2-1000 úr pundij af morphíni og
síöan fjögur lóö af ether. Síðati
var alt reynt, sem vísindin þekkja
til að vita hvort ekki findist líf
með kaninunni, en það kom fyrir
ekki, hún var sögö steindauð. Siö-
an voru pípurnar settar á nefið á
henni og tekið að dæla ofan í
hana súrefni. Aö þrem mínútum
liönum fór kanínan að anda sjálf
og eftir sex mínútur var hún farin
aö hlaupa um gólfiö. Hún haföi
enga velgju og sást á Því að eth-
erinn haföi alveg náöst úr líkam-
anum. önnur tilraun var gerö á
hundi. Hann var kæföur í acety-
line gaslofti og látinn vera í því
fjörutíu mínútur. Acetylene gas-
iö er talið hættulegast allra gas-
tegunda. Hundurinn var samt
lífgaður við eftir stutta stund og
bar ekkert á aö hann væri veikur
á eftir.
Uppgötvitn þessi er mannkyn-
inu harla mikils verð. Hér fá
læknarnir tækifæri til þess aö
framleiða andardrátt. Héðan af
ætti að mega koma í veg fyrir að
The DOMINION BANK
SELKIRK OTIBtílÐ.
Alls konar bankastörf af hendi leyst.
Sparisjóðsdeildin.
Tekið við innlögum, frá J1.00 að upphaeð
og þar yfir. Haestu vextir borgaðir fjórum
sinnum á ári. Viðskiftum baenda og ann-
arra sveitamanna sérstakur gaumurlgefinn.
Bréfleg innlegg og úttektir afgreiddar. Ósk-
að eftir bréfaviðskiftum.
Nótur innkallaðar fyrir baendur fyrir
sanngjörn umboðslaun.
^Við skifti við kaupmenn, sveitarfélög,
kólahéruð og einstaklinga með hagfeldum
kjörum,
d. GRISDALE,
hankastjórl.
nýfædd börn kafni af því að önd-
unarfæn þeirra séu óstyrk. Eftir
þetta ætti það að vera hættulaust,
þó gefið sé of mikið af svefnlyfi.
Verkfæri þetta getur lialdiö við
önduninni eins lengi og þarf.
Staurfullur maður getur orðið af-
fullur á stuttri stund meö þvi aö
nota verkfærið til að örfa andar-
dráttinn. Þeir sem veröa úti,
deyja af því að tekur fyrir andar-
dráttinn og verður því unt að lífga
}>á við með þessari aðferð.
Með því að öndunarvél þessi er
svona einföld og óbrotin, þá verð-
ur hún auðvitað ódýr, og þess
verður ekki langt að bíða að hún
verði komin á allar björgunar-
stöðvar og sjúkrahús.
Ur bænum.
og grendinni.
Eins og kunnugt er, hafa reið-
hjólaþjófar verið helzt til feng-
samir hér í bænum í sumar og
margir því mist reiöhjól sín og
hvergi til þeirra spurt síðan. Núna
nýlega hafa unglingar tveir á Jar-
vis stræti, aö sagt er, orðið upp-
vísir aö því að hafa stoliö tólf
reiðhjólum, er fundust á heimium
þeirra. Mörg eru hjólin talin
skemd, þvi að piltar þessir hafa
hlutað þau sundur og skeytt þau
svo ýmislega saman aftur til aö
villa fyrir um aö þau þektust aft-
ur. Nokkrir, sem hjól hafa mist,
hafa þekt sin í þessu samsafni.
Piltar þessir, þjófarnir, eru fimtán
og sextán ára gamlir og hafa ját-
aö brot sín.
Miss Ásta Þóra Johnson, yfir-
setukona hér í bæ, brá sér til Sel-
kirk snemma í þessum mánuöi, til
að heimsækja Mrs. S. Thomson,
konu Mr. Sveins Thomson söðla-
smiös þar í bæ, og dvaldi vikutíma
hjá þeim hjónum í bezta yfirlæti,
eins og viö mátti búast. Miss John-
son hefir nú ásett sér að flytja til
Selkirk um næstu mánaðamót, og
býst við aö veröa til heimilis hjá
hinum v^ þektu hjónum, Sigur-
birni og Kristjönu Jónsson, þar í
bænum.
Vér höfum verið beönir aö selja
eitt mjög vandað nýtízkuhús á
góöum staö í borginni 5 hundruö
dollurum lægra en hús af sömu
gerö seljast. Finniö okkur aö
máli ef þér viljiö eignast gott og
ódýrt heimili.
Vér höfum sex herbergja hús
til sölu frá $1700 til $2100 meö
$100 til $250 niðurborgun og af-
gangurinn borgist mánaöarlega,
jafnt og húsið rentast fyrir.
Vér höfum mjög vandað hús á
góðum staö sem eigandinn vill
skifta fyrir bújörö nálægt Dog
Creek P. O. og fáeina gripi. Sá
sem hefir svoleiðis að bjóöa gerði
vel aö skrifa okkur fáeinar linur.
Landar góðir finnið okkur aö
máli, ef Þið viljiö selja eignir ykk-
ar eða viljið víxla þeim.
Tlie illanitoba Realty Ce.
Office Phone 7032 | Room 505 Hefireavy Blk
liouse Phone 324 — 258i PortageAve
B. Pétursson, Manager,
K. B. Skagfjord, agent.