Lögberg - 29.08.1907, Side 2

Lögberg - 29.08.1907, Side 2
LÖGBERG, FIMTUDAGTNN 29. ÁGÚST 1907 Brjóstsykur og vínandi, Dr. A. C. Abbott, heilbrigöis- fræöingur í Pennsylvania, hefir haldiö því fram aö löngun í vín- anda og löngun í brjóstsykur væru sama eðlis báöar, hvoru tyeggja nautnarlöngun, er menn fýsti mismunandi mikið til aö fullnægja, alt eftir því hvernig lyndiseinkunn hlutaöeigandi ein- staklinga væri varið. Ýmislegt má segja skoðun þessari til stuðnings. Venjulega hefir það verið kven- fólkið, sem sólgið hefir verið í brjóssykur, en karlmenn í áfengi, en nú eru konur farnar að drekka vín og karlmenn að eta brjóstsyk- ur. En þó að áfengisnautn hafi farið minkandi á síðustu árum, hefir aftur á móti brjóstsykursát vaxið að sama skapi. f þeim hlut- um borganna,er starfsmannaflokk urinn einkum hefir aðsetur, og annarstaðar þar er karlmenn búa flestir, þar hefir nú á síðari árum brjóstsykurssölum stórfjölgað, svo að það er eigi óáþekt því að þeir hafi rýmt út sumum áfengissölun- unum. Efnasamsetning sykurs og vín- anda er að ýmsu leyti svipuð og verkanir þeirra á mannlegan lík- ama eru heldur ekki óáþekkar. í raun réttri er sykur vínandakend- ur. Efnafræðingar segja einn nokkurra hundruðustu hluta í sykri vínanda, og eru frumagnir þessar stserri og einkennilegri en annara vínandategunda. Auðvelt mjög er að breyta sykri í vínanda með gerð eða sýring, en á þann hátt er allur vínandi búinn til. Því er haldið fram, þar á meðal ný- lega af dr. Dixon, nafnfrægum enskum lækni, að einmitt þess konar breyting verði á sykri í lík- ama mannsins. Hann breytist þar í vinanda samskonar þeim, er vart verður við, Þó í smáum stíl sé, í heila mannsins, lifur og tauga vef, jafnvel á þeim mönnum, sem ekki neyta eða hafa neytt áfengis, sem venjulega er kallað, og hlýtur því að skoðast sem eitt frumefni í likama lifandi vera. Vínandi í smáum stíl flýtir fyr- ir meltingunni eins og sykur. Hvorttveggja berst skjótt út í sogæðarnar og breytist í súrefni. En ef vínandinn verður of mikill, deyfir hann verkanir heilans og vöðvanna. Þó að mikils sykurs aftur á móti sé neytt, hefir það eigi slikar skaðlegar verkanir í för með sér, enda þótt það sé gert um lengri tíma. Dr. Reid Hunt i Washington hefir sannað það, að sykur eykur mótstöðuafl líkamans gegn verkunum eiturs, en vinand- inn aftur á móti rýrir það mót- j stöðuafl. Ef brjóstsykursát ykist með þeim hætti, að Það útrýmdi vínandanum, mætti það stórkost-! leg umbót heita á lifnaðarháttum nútíðarmanna í hinum mentaða heimi. 1 stað Þess að senda drykkjurútana á spítala og láta lækna Þá með “gold cure”, væri þá hægt að lækna þá með sykri. Hvort að brjóstsykur getar hrest og fjörgað skap manna eins* og ýmsir telja áfengið gera er á- litamál. En það er líka álitamál, að hve miklu leyti fjörið og and- lega hressingin, sem vant er að eigna áfenginu, er þvi að þakka. j Um það efni farast prof. Cusbing við Lundúna-háskólann svo orð: J “Menn gera sér ekki nógu vand- j Iega grein fytir því, hve oft á- j fengið hefir beinlínis deyfandi verkanir í för með sér. Staðir | þ«*r, sem drykkjumenn dvel’ja jafnaðarlegast á og fékigsskapur- inn, sem þeir eru oftast í, veldur að mestu leyti fjörinu, sem er i þeim æsingum og mælskunni. Á spítölum verða menn vanalega engra slíkra verkana varir þó að vínandi sé viðhafður.” J. Það að áfengið sé svo mikill og ótvíræður gleðskaparauki — hvort heldur með Því móti að það skerpi vitsmuni ölvaðs manns, eða að það dragi úr dómgreind félaga hans á þeim efnum—, virðist Því eigi nærri því eins ótvírætt og á- reiðanlegt eins og menn hafa hald- ið. En víst er um Það, að ein helzta ástæðan til áfengisnautnar er sú, hve hún gerir mönnum létt fyrir að eyða fé með skjótum hætti . Heita má að sú sé ein helzta og tiðfarnasta leiðin til að láta kunningja i té fúsleik okkar á að eyða fé fyrir hann persónu- lega; og varla er álitið vel sæm- andi að kalla vin á fund sinn ef ekki á að gæða honum á einhverju og þá er venjulegast gripið til annars hvors víns eða matar af einhverri tegund. Með þvi móti að tíðnotaðar yrðu mjög dýrar tegundir af brjóstsykri eða gos- drykkjum væri hugsanlegt að þær gætu komið i stað áfengisins, jafn- mikill peningaþjófur og það er. Nautnarauki vínanda og sykurs á síðari tímum er að miklu leyti sprottin af starfsfjörskröfunni og þörfinni á hita í blóðinu. Við sttrfum nú eins og vélarnar okk- ar, neytandi allrar orku, og þurf- um eitthvað .samsvbúandi gasinu og steinolíunni sem við þær er notað, í stað hægt brennandi viðar og kola. Forfeður okkar þektu vinanda eigi nema mjög þyntan og sykurgerð er ein af uppgötvun- um síðari tíma. Það er ekki nema svo sem ein öld síðan sykur fór að verða tíð- notað til manneldis. Sykur, sem fyrmeir var einungis notað sem sælgæti, er nú orðið svo algeng matvara, að við etum meir en helming Þyngdar okkar af því á ári hverju. Hrakspárnar, sem því voru spáðar fyr meir, að það eyði- legði tennurnar, að það væri skað- legt fyrir börnin, að það væri lost- ætt sælgæti, sambóðið kvenfólki ®n ekki karlmönnum, allar þær hrak- spár eru nú að miklu leyti liðnar undir lok, og hætt að taka tillit til þeirra. Nú er hermönnum gætt á sykri áður en Þeir leggja út í blóð- uga bardaga, í stað þess að áður var þeim borið stríðsöl og margur starfsmaðurinn hressir nú lamað- an Þrótt sinn með því að narta í súkkúlaðsköku i stað þess að drekka staup af víni. —The Independent.. íslenzkur loftskevta- raaður. Vilhjálmur Finsen ('sonur Óla Finsens póstmeistara ýhefir num- ið rafmagnsfræði síðastliðinn vet- ur í skóla á Englandi, einkanlega alt það er viðvikur loftskeyta að- ferðum og haft jafnframt verk- legt nám við loftskeytastöð þar. Lauk hann þar námi í vor með góðri pinkunn. Síðan réðst hann í þjónustu loftskeytafélags í Brús- sel, sem heitir Compagnie de Tele- graphie sans fil; það er með Marconi-fyrirkomulagi og talið bezta loftskeytafélagið — betra og auðugra en Marcomfélagið í Lundúnum, en þó er það með samningum í nokkurs konar sam- bandi við enska félagið. Hefir það stöðvar víðsvegar um allan heim og enn fremur á öllum stærstu skipum, sem fara milli Noríurálfu og Ameríku. Nú sem stendur er Vilhjálmur Finsen yfirmaður Marconistöðv- arinnar á stóru, nýju fólksflutn- ingaskipi, er heitir President Lin- coln. Það ferðast milli Hamborg- ar og Vesturheims og er eign sama félags eins og fólksflutninga skipið Oceana, sem hingað kom á dögunum. V.F. er víst eini íslendingurinn, sem kann loftskeyta aðferð til hlít- ar og er Það gleðilegt að honp.m hefir gengið óvenju fljótt og vel að leysa námið af hendi og fá traust hjá félagi þvi, er hann vinnur hjá — Ingólfur. Fréttir frá íslandi. Reykjavík, 28. Júli 1907. Taugaveiki hefir nýlega gosið úpp á 5 bæjum í Hrútafirði. Á einum bænum, Kolbeinsá, liggur alt heimilisfólk nema bóndinn, Ól- afur bróðir séra Þorvalds heitins á Mel. Bæir þeir hafa verið sótt- kvíaðir, sem veikin er á. Bær brann á Skerðingsstöðum í Reykhólasveit 12. Þ. m. ásamt skemmum tveim og fjósi, til kaldra kola. Engu varð bjargað úr bæjarhúsum nema fötum litils- háttar, en eitthvað náðist úr úti- húsum. — Ingólfur. Reykjavík, 17. Júlí 1907. Sæsíminn komst í lag kl. 7 á föstudagskveldið. Hafði slitnað 20 enskar mílur frá Hjaltlandi, af völdum botnvörpunga að því er haldið er. Séra Einar Þórðarson liggur veikur á Landakotsspítala og hefir ekki getað setið á þingfundum nema fyrstu dagana. Grasleysi um land alt. Þurkar og kuldar ómunalegir, og þó eink- | um vestanlands. Torfi í Ólafsdal, j sem er hér staddur, kveður sprettu | vestur Þar engu betri en mislinga- j sumarið 1882. Reykjavík, 24. Júlí 1907. Reglugerðin nýja fyrir Akur- eyrar-skólann kom í gildi haustið 1905. Samkvæmt henni gengu þá inn í skólann 45, en einir 9 af þeim tóku próf til 3. bekkjar í vor, og búist við að fæstir þeirra muni koma fram við burtfararprófið að vori. Allar líkur á að sú stóra stofnun standi sem næst auð að vetri. Rangvellingar bjóða 8,000 kr. í símann verði hann lagður að sumri austur í Hvolhrepp að Eystri- Garðsauka. Lagningarkostnaður frá Þjórsárbrú þangað mun ekki nú 20 Þús. Forberg símastjóri vill láta leggja símann að sumri jafnsnemma niður á Stokkseyri og á Eyrarbakka, og nemur það io— 11 þús. kr.. Óráðið um væntan- legt framlag Árnesinga, sem vart stendur á, , sé í hófi krafist, Þegar í boði er jafnframt síminn niður í kaupstaðina. Eftir mjög svo laus- legum bráðabirgðaáætlunum er talið að sími frá Borðeyri um Búðardal í Stykkishólm mundi kosta 68 Þús. kr., og litlu minna sími frá Grund í Skorradal um Borgarnes vestur í Stykkishólm. Framlög munu enn eigi boðin úr þeim héruðum, þótt mikill áhugi sé á að fá símann lagðan niður með Hvítá í Borgarnes, og á því svæði mundi vart standa á þriðj- ungsframlagi úr héraðinu. Suð- ur-Þingeyingar bjóða þriðjungs- framlag í síma frá Breiðumýri út á Húsavík. Er sá kostnaður alls 21 þús. kr. . / Björgvin Vigfússon sýslumaður er hér staddur. Hann sækir um Rangárvallasýslu. — Lögrétta. Frakkneskt fiskiskip brann ný- lega um 2 mílur undan landi, út frú Suðursveit í Hornafirði. Skip- ið hét Norma og var frá Dunker- que. Skipverjar voru 18, og var þeim bjargað af öðru skipi frakk- nesku, Figaró, frá sama stað. Mennirnir voru fluttir á lanó að Kálfafellsstað, og þaðan til Fá- skrúðsfjarðar. Þingmannaförin 1906 heitir bók, sem nýkomin er út á kostnað Sig. Kristjánssonar bóksala, en samin ‘að tilhlutun alþingismanna og mun að mestu leyti rituð af þeim Jul. Havsteen amtm. og H. Þor- steinssyni ritstjóra. Bókin er með mörgum myndum og mjög skraut- leg. Verðið er lágt, að eins 2 kr. —Lögrétta. Reykjavík, 6. Ág. 1907. Frá Seyðisfirði er símað 27. f. mán.: Fiskiafli sæmilegur. Síld- arafli ágætur í reknet. Nora búin að afla síld fyrir um 12,000 kr. á rúmum vikutima,—hefir birgt firð ina með beitu. Þorsteinn kaupm. Jónsson frá Borgarfirði hefir keypt hótel Seyðisfjörð, veitingahús Kristjáns Hallgrímssonar, með útihúsum o. fl. tilheyrandi á 12,000 kr., og ætl- ar að hafa þar veitingar eftirleiðis fán áfengis). Reykjavík, 9. Ág. 1907. Færeyja-strandgæzluskipið Be- skytteren, sem áður var, en stund- ar nú mælingar hér við land, náði fyrir skemstu í 2 botnvörpunga enska, við veiðar í landhelgi undir Jökli og fór með inn í Stykkis- hólm til dómsálagningar. En þar var þá sýslumanns'aust, sem víðar gerist um þessar nuindir, meðan stendur á konungsfagnaðinum.' Þá var farið með sökudólgana hingað suður fyrir, og tók sýslu- maðurinn í Hafnarfirði loks að sér að Ieggja á þá lagavöndinn. Hann sektaði þá um 1.000 kr. hvorn. gerði afla og veiðarfæri alt jipptækt. Þeir voru báðir frá Hull og heitir annar John Sherburn, en hinn Goodhope. ( Konungur náðaði í fyrra dag eina stúlku í hegningarhúsinu, er hafði fyrirfarið barni sínu, Jónu Ágústu Jónsdóttur úr Barða- strandasýslu, og gaf henni 100 kr. til heimferðar. Nafnbætur og heiðursmerki hef- ir konungur veitt í gær allmiklum fjölda manna. Riddarar urðu þeir úr móttökunefndinni, sem það voru ekki áður; Skúli Thor- oddsen, Ólafur prestur ólafsson, Jón Jakobsson; tveir hinna danne- brogsmenn; Guðm.Björnsson land læknir og Jón Magnússon skrif- stofustjóri. — Þórfiallur lektor Bjarnason var hvorttveggja áður, og fékk nú prófessorsnafnbót. — Konungfarar-stjórinn, Axel Tuli- níus sýslumaður, orðinn riddari. Sömuleiðis þeir yfirdómararnir Kristján Jónsson og Jón Jensson. Ennfremur Sigfús Eymúndsson útflutningsstjóri o. m. fl. —Isaf. Bjcycle verzlun og aðgeröaverkstæöi á góðum stað til sölu. Ástæðan fyrir söl- unni er uppleysing félagsskapar þeirra er eiga. Fyrir þann, sem hefir dálitla peningaupphæð, er þetta ágætt tækifæri. Kl. iotili2árd. geta listhaf- endur snúið sér til CORIN 730 Furby St. IsleÉur Hanber, Reykjavík, 5. Ág. 1907. Skorið sig á háls hefir nýlega maður í Bolungarvík, Guðm. Sig- urðsson að nafni, roskinn maður, en hafði verið eitthvað veiklaður á geðsmunum. G. L. Stephenson 118 Nena St.. - WINNIPEG Rétt norðan við Fyrs'u lút. kirkju. Tel. 5780, A. S. BARDAL, selui Granite Legsteina alls kcnar stærðir. Þeir sem ætla sér að kaupa LEGSTEINA geta því fengið þá með mjög rýmilegu verði og ættu aö senda pantanir sem fyrst til A. S. BARDAL 121 Nena St., Winnipeg, Man Thos. H. Johnson, Islenzkur KSgfræBlngur og mkla- íærslumaBur. Skxifslofa:— Room SS Canadz, Ufr Block, auBaustur homl Portar avenue og Maln et. l’tanáskrlftP. o. Boz 1S«4. Telefön: 423. Wlnnlpeg, Man. Hannesson & White lögfræðingar og málafærzlumenn, Skrifstofa: ROOM 12 Bankof, HamiltoD Chamb, Telephone 4716 - Dr. O. BjornAon, l ? orric* 660 WILLIAM AVE. TEL. »» > Office-tímar: 1.30 til 3 og 7 til 8 e, h. j House ; aa° w‘Dermot Ave. Tel' millenery. Allir sumarhattar fást nú meö. niður- settu veröi. l5,oo hattar fyrir $2.00 $7.00 hattar fyrir $3.00 $10.00 hattar fyrir $5,50 StrútsfjaOrir hreinsaöar, litaöar og liöað- ar. Gamlir hattar endurnýjaöir og skreyttir fyrir mjög lágt verö. COMMONWEALTH BLOCK, 524 MAIN ST, t Office : 6s» Willlam eve. Tec. 8» 5 Hours :Í3 <0 4 &,7 to 8 p.m, Residence : 6ao McDermot evc. TeI.43**o / WINNIPEG. SG. MAN. t I. M. Clegiiora, M D læknir og yflrsetamaður. Heflr keypt lyfjabööina ft Baldur, og. heflr því Bj&lfur umsjðn & öllum meö- ulum, sem hann lwtur írá sér. Elizabeth St., BALDUR, . MAN’. P.S.—Islenzkur túlkur vlö hendlna hvenær sem þörf gerist. IÁI, Paulson. - selur Giftingraleyflsbréf Nýja ísrjómastofa okkar er nú opin.fskaldir drykkir seldir. Reyniö hjáokkur ávextina.sætindin, vindla tóbak og vindlinga. The Falace Restaurant , COR. SARGENT & YOUNG W. PRIEM, eigandi. ECTA SÆNSKT NEFTÖBAK. A. S. Bardal ISI NENA STREET, selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbún- aöur sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina Telephone 3o« KerrBawIf fldamee Ltd. UNDERTAKERS & EMBALMERS 22» Main Street, Winnipeg Ráða yfir fyrirtaks sjúkravagni. Fljdt og góð afgreiBsla. Hvítur barnalikva«n FKRDIN. Píanó og Orgel Vöru afborgunum. Einkaútsala > * THE WINNIPEG PiANO & ORGAN C0. 295 Portage ave. Búið til af Ccmada Snuff Co Þetta er bezta neftóbakiö sem nokkurn tfma hefir veriö búið til hér megin hafsins. Til sölu hjá| Q H. S. BÁRDAL, 172 Nena Street. Fæst til útsölu hjá THE COMP. FACTORY 249 Fountain St., Winnipeg Auglýsing. Ef þér þurfið aö senda peninga til fs- lands, Bandaríkjanna eöa til einhverra staöa innan Canada þá aotiö Dominiea Ex- press Company's Money Orders, ntléndar ávísanir eöa póstsendingar. LÁG IÐGJÖLD. Aöal skrifsofa 482 Main St,, Winnipeg. Skrifstofur viðsvegar um borgina, «g ötlum borgum og þorpum vfösvegar usa landiö meöfram Can. Pac. Járnbrautinni. \ ifhmiö eftir — því n,ð —I EflSy’s Bygginyapapiiir heldur húaunum heitumj og vnrnar kulda. Skrifið eftir sýnishorr, um og verðskrá til TEES £ PERSSE, LLp. ÁGBNT8, WINNIPEG.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.