Lögberg - 05.12.1907, Blaðsíða 4

Lögberg - 05.12.1907, Blaðsíða 4
LOGBERG FIMTUDAGINN 5. DESEMBER 1907 Uijjbera ■r K«flC út hvern flmtuday aí The Lösberg Prlntlng St PubUahlng Co., (löKKllt), aO Cor. WUllam Ave og Nena St., Wlnnipeg, Man. — Kostar 12.00 um &rl6 (6. íslandl 6 kr.) — Borglst íyrlrfram. Elnstök nr. í cts. Publlahed evexy Thursday by The Lögberg Prlntlng and Publlshlng Co. (Incorporated), at Gor.WUllam Ave. * Nena St., Wlnnlpeg, Man. — Sub- •crtptlon prlce $2.00 per year, pay- able ln advance. Slngle coples B cts. S. BJÖKNSSON, Kdltor. J. A. BLÖNDAL, Bus. Manager Auglýslngar. — Smfiauglýslngar I eltt sklftl 25 cent fyrlr 1 þml.. A stærrl auglýsingum um lengr* tlma, afsláttur eftir samningi. Bústaðasklfti kaupenda veröur aö tllkynna skrlflega og geta um fyr- verandi bústaö Jafnframt. Utanáskrift U1 afgreiöslust. blaös- ins er: The LÖGBERG PRTG. St PUBL. Co. P. O. Box. 1*6, Wlnnipeg, Man. Telephone 2*1. Utanáskrlft tll ritstjörans er: Edltor Lögberg, P. O. Box 1*6. Wlnnipeg, Man. Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupanda á blaöi öglld nema hann sé skuldlaus Þegar hann seglr upp.— Bf kaupandi, sem er I skuld viö blaðiö, flytur vistíerlum án t>ess aö tllkynna heimllisskiftln, þá er þaö fyrir dömstðiunum álitin sýnlleg ■önnun fyrir prettvislegum tilgangi. Bæjarstjórnarkosning- arnar. Aldrei hefir áhugi manna um bæjarstjórnarkosningar hér í Win- nipeg veriö meiri en nú. Vegna hvers? Vegna þess aö almenningi er oröiö ljóst aö horfurnar — fjár- hagshorfur bæjarins eru þannig vaxnar, aö eigi er sama hver á heldur. Mönnum er ekki fariö aö litast á þær. Þegar Ashdown borgarstjóri tók viö, var fjárhagurinn i mesta ó- lagi eins og kunnugt er, og þó aö borgarstjóri hafi haft allan vilja á aö rétta hann viö, hefir hann eigi getaö komiö því öllu til vegar, sem skyldi og hann ætlaöi sér, vegna þess aö hann hefir ekki haft nægi- legt fylgi meöstjórnarmanna sinna. Hann hefir tíöum veriö í minni hluta. Þetta er mönnum fullkunnugt. Og sakir þess, aö fjöldinn allur af kjósendum hér í bæ hefir óbifan- legt traust á hagfræöishyggju borgarstjóra, þá er þeim mjög um þaö hugaö, aö sem flestir þeirra manna nái kosningu í bæjarstjórn- ina, er fylgja honum að málum. Þeir vilja aö borgarstjóri geti not- iö sín betur en aö undanförnu.þeir vilja, aö hann hafi eftirleiöis nægi- legt bolmagn til aö koma fjármál- um bæjarins í vænlegt horf. Traustið, sem Winnipegbúar bera til Ashdowns borgarstjóra lýsir sér hvað bezt í því, að enginn hefir oröið til þess aö sækja um bæjarstjóraembættið á móti hon- um í þetta skifti. Þrátt fyrir all- an speninginn í andstæöingaflokk hans, Garson-flokkinum, bruðlun- arflokkinum, hefir sá hópurinn engan til fengiö eöa fundiö, sem Þótt hefir takandi í mál aö bjóöa fram, til aö keppa viö Ashdown. Ashdown verður því sjáanlega val inn aftur gagnsóknarlaust. En eins og áður var sagt, þá er þorri borgarbúa þess mjög fýs- andi, að þeir menn verði nú kosnir er standa vilja með borgarstjóra. i 1 þvi skyni hefir verið skorað á ýmsa merka menn, sem almenn-' ingstraust hafa, aö gefa kost á sér i bæjarstjórnina. Við þeim áskorunum hafa þessir i menn oröið: Bæjarráðsmenn: W. Sanford Evans, J. G. Harvey, Lat- imer ('fyrv. bæjarfulltrúi og J.W. Baker. Bæjarfulltrúar: F. W. Adams, Frank Fowler , R. T. Riley, W. G. Douglas, C. A. Baskerville og Cox bæjarfulltrúi. Þessir menn eru allir fylgismenn þeirrar hyggilegu stefnu i fjármál- um, sem borgarstjóri berst fyrir. Auövitaö sækja fleiri um bæjar- ráðsmanna embættið, en þessir fjórir, sem taldir voru, en stefnu þeirj^i er svo háttaö—bruðlunar- stefnunni, að bæjarbúar eru fyrir löngu búnir aö fá nóg af henni og segja nú: “Hingaö og ekki lengra.” Veröi framan greindir menn kosnir, þarf ekki aö kviöa því, aö Winnipegbær þurfi lengi aö ganga boginn í baki undir skulda- fargi því, sem nú hvílir á honum, og lamað lánstraust standi honum fyrir Þrifum; rafaflsstöðin veröur og bygð svo skjótt sem kringum- stæöur leyfa, og bæjarmálum yfir höfuð aö tala viturlegar stjórnað en auðið var meö þeim liðskosti, sem veriö hefir í bæjarstjórninni upp á síðkastið. Sambandsþingið. Þaö var sett meö venjulegri viö- höfn 28. f. m. í hásætisræðunni mintist land- stjórinn helztu tíöinda, er gerst höföu meö Canadamönnum á ár- inu. Verzlun landsins viö aörar Þjóðir kvaö hann hafa vaxið svo mikiö, aö nú væri hún orðin langt- um meiri, en nokkurn tíma áöur. Bein afleiðing af því væri það, að tekjurnar á næstliðnum níu mán- uöum heföu orðið miklu meiri en útgjöldin, og skuldir landsins því minkað mikiö. I innflutningsmálum væru horf- urnar góöar. Innflutningurinn væri alt af aö aukast, og* aldrei heföi hann veriö meiri, en í ár, og kvað landstjórinn aö sér væri þaö mikið ánægjuefni, hve margir heföu fluzt hingaö frá Bretlands- eyjum. Hann mintist á peningavand- ræðin, sem nú væri um allan heim og kvaöst þess fullvís, að hér í landi mundi brátt rakna fram úr þeim. Enn fremur skýröi hann frá aögerðum veldisfundar Breta, sem haldinn var í Apríl og Maí- mánuöi í sumar, samningunum, er gerðir voru viö Frakka og því, aö ágreiningsatriöunum milli Banda- ríkjastjórnar og Canadastjórnar um skilninginn á fiskiveiðasam- þyktinni, er gerö var 1818, yrði skotið til gerðardómsins í Hague. Lagning Grand Trunk brautar- innar sagði hann hafa gengið nokkuö seinna en til var ætlast, og væri þaö mest aö kenna því, hve erfitt heföi veriö aö fá verka- menn og byggingaefni. Eigi að síöur heföi mikið verið aö gert bæöi á eystri og vestari brautar-1 hlutanum. Á vestari brautarhlut-1 anum heföu nú verið tvö hundruöj og fimtíu mílur nothæfar til flutninga í sumar. Verkiö á eystri og vestari enda brautarhlutanna við Klettafjöllin væri nú verið aö fela verkstjórum í hendur, og inn- an mjög skamms tíma yröi unnið af kappi að allri brautarlengjunni frá Moncton vestur aö Kyrrahafi. Hinn óvænta innflutning Jap- ana hingað til lands kvaö hann I hafa valdið mikilli óánægju, og heföi sambandsstjórnin sent einn ráðgjafa sinn til Japan til að fá stjórnina þar til aö hindra þenna mikla innflutningsstraum þaðan hingað, Hann gat þess hve mikinn skaöa landiö heföi beðiö viö hið slysalega hrun Quebec-brúarinnar. Nefnd heföi verið skipuö til aö rannsaka þaö mál og álit hennar yrði á sínum tímk lagt fyrir þing- iö. Nauðsynlegt væri að fé yröi veitt til að ljúka viö brúna, áöur langt um liöi. Um póstmálin væri þaö aö segja, aö Þó póstgjöld heföu ver- iö færð mikið niöur, þá heföu tekjurnar af þeirri stjómardeild stöðugt verið að aukast. Þess vegna mundi verða hægt aö auka og efla póstflutning enn meir en áöur á næsta ári. Hann sagði aö nú væri tími til þes kominn að stjórnin færi aö hafa eftirlit meö síma- og tal- þráðafélögum, og frumvarp þess efnis yröi nú lagt fyrir þingið. önnur frumvörp er fyrir Þingið yröu lögö sagði hann að væru frumvarp um stækkun Manitoba- fylkis og fleiri fylkja, frumvarp um breytingu á kosrlfngalögunum og lögum um stjórnarlönd o. fl. Frumvarpið um eftirlit meö síma- og talþráðafélögunum hér í land, er tímabært í fylsta máta. Þaö eftirlit veröur járnbrauta- málanefndinni sjálfsagt falið, og bætt nýjum mönnum í hana. Þaö kom til mála fyrir einum tveimur árum aö járnbrautamálanefndinni yröi falið eftirlit með talþráðafé- lögum, en lög um það voru þó eigi staöfest af þinginu. Nú er þess aftur aö vænta aö frumvarp- ið nái fram að ganga, og réttindi almennings verði trygö gegn fé- lögum Þessum bæöi að því er starfsrækslu snertir og taxta. öllum fylkisbúum hér mun þykja frumvarpið um stækkun Manitoba miklu skifta. Manitoba- búar hafa helzt til lengi beðið eftir þessari stækkun Því hún er í alla staöi réttmæt. Áöur hefir verið gerö grein fyrir því aö þetta mál varö eigi formlega af- greitt af þinginu í fyrra, en varö þá að bíða, vegna anna eins og ýms fleiri mikilvæg mál. Rangt væri því aö ætla aö drátturinn væri nokkrum óvildarhug aö kenna, og eins vist, og svo er ekki, er Það, aö nú er þaö talið fullvíst aö fylkiö verði s ækkaö svo að þaö hafi öll hlunnindi af bezta hafnarstæöinu viö Hudson- flóann noröan og vestan og veröi fult eins stórt og nýju fylkin. BRÉF frá Jóni Jónssyni frá Sleðbrjót. fFramh. frá 1. bls.J hrædd á Grýlu og Kolbeini skakka. Fjöldi manna segir, aö þaö sé hægt aö gera alt, sem þurfi, meö sam- tökum, án sveitarstjórnar. Hún orsaki aö eins útgjöld. Þetta er nú á vissan hátt satt. Ef aS menn- irnir vœru eins góSir og beir œttu að vera. Og ef svo væri um heim allan, þyrfti aldrei neina stjórn, og allur stjórnafkostnaöur væri ó- þarfur. En sú gullöld mun seint renna upp yfir heiminn, og byrjar varla hér í bygð, eftir reynslunni að dæma. Það er skortur á athug- un aö ætla aö allir skattar, sem í sveitarsjóð renna, séu tapaö fé. Ef vegabætur eru gjöiöar, rennur fé Þaö, er til þeirra er kostað, í vasa þeirra bygðarmanna, sem aö því vinna, auk þeirrar hægöar og Þæg- J inda, sem góðir vegir veita. Aö vísu mundi talsvert fé þurfa að borga út úr bygðinni, ef rist væru j fram löndin. En væri það vel gert þá mætti ætla aö löndin hækkuöu um helming í veröi, fyrir utan latidauka þann, sem bættist viö er svartir forarflóar yröu að grænu j engi. Reynslan í sumar ætti aö sannfæra menn um hve almennur bygðarskaði þaö er aö vatnið stend ur hér svona uppi og veldur skaöa á bústofni og eyðilegging lands, og það ætti aö veröa öllum hugsandi mönnum næg hvöt til aö vilja leggia fram nokkurt fé, og nokkra fyrirhöfn, til þess aö vinna að þvt aö bæta bygðina, til sameiginlegs hagnaöar fyrir alla þá, sem í heuni búa. — Veröi það ei gert, verður líklega því miöur hægt, með tal<- verðum ástæðum að segja um bygöarmenn hér, hiö sama og Þ.tv- steinn Erlingsson kvað um okkur íslendinga yfir höfuð: “Þaö verður sonunum sárasta kvöl aö sjá aö viö kúrum i þessari möl og allir til ónýtis dauðir.” Þessi orö Þ. E. sannast á hv»vi Þjóö og hverju sveitarfélagi, sem ekki vinnur aö því aö “bæta landið ið sitt”.. Ekki þarf aö bregöa bygö v- mönnum hér um það,aö þeir viuui minna en alment gerist. Þve. t á móti. Hér er allur fjöldi manua starfsamur. En það er félagsskap- ur og samvinna til almennra heilla, sem bygðarmönnum hér er svo ó- sýnt um, aö undrum sætir um jafn- marga skynsama menn, er hér eru búsettir. Þurfi aö hjálpa einhverj- um einstökum manni, þá eru mr.un ætíö samtaka hér, án þess aö tala sig saman um þaö. Þaö er eins og óskrifuð lög í brjóstum þeirra bjóöi það. En eigi þeir aö leggja fram, þó minni fyrirh.'fn sé, til almennra nota, þá er alt ó- mögulegt. Eg býst viö að mörg irn falli illa aö heyra þetta sagt, en það er því miöur satt. Orsökina til þessa hygg eg vera þá, aö þeir er hér búa hafa alt af lifað hér án þess aö hafa nokkva lögbundna stjórn í sveitinni. Sú bugsun hefir því sprottið hér upp og þroskast vel, aö frelsiö væri í því innifalið, aö verjast öllum lagi- legum og félagslegum böndum. Einstaklingurinn væri sjálfum scr nógur, ef hann að eins væri dug legur fyrir sjálfan sig, og þegar hann væri þess umkominn væri sjálfsagt aö hann hjálpaöi þeim er fyrir óhöppum yröu eöa viö fátækt og heilsuleysi ættu aö búa. Menn liafa unnið og unniö mikiö, en ver- iö dreifðir og aldrei komiö sér saman um aö vinna aö sameigin- legri heill sveitarinnar. Smjör- geröarfélagiö er sá eini félagsskap- ur, sem hefir þrifist hér, og þó Þaö hafi gengið skrykkjótt í byrj- un, sýnir þó framför þess, aö menn hafa hér bæöi andleg og efnaleg skilyröi til þess aö vera í góðum félagsskap, ef þeir aö eins geta sannfærst um aö þess þurfi. —Aftur er “bændafélagiö” mesta ómynd. Fundir þess illa sóttir og framkvæmdir fáar, en alt undir Það síðasta hefir þaö haft fjöruga dansa á fundum sínum; mundi mönnum heima á íslandi, sem heyra oft sagt frá hvaö alt sé hér “praktískt”, bregöa í brún, ef þeir kæmu og sæu hér dansandi bænda- félög, meö styrk úr fylkissjóði. Þeir mundu hafa hugsaö, aö slík félög mundu hafa allan hug á, og verja öllu sínu fé til aö koma af staö framförum í jarörækt, kynbót- um búpenings o. fl. • Bezta ráðiö til aö koma félags- legum hugsunarhætti hér í réttan farveg, hygg eg vera það, aö beztu menn bygðarinnar reyndu aö koma hér á lögbundinni sveitarstjórn. Hún mundi, ef heppilega væri val- ið i hana, kenna þeim er hér búa, að starfa í félagsskap að heill bygðarinnar, og afnema margt þaö er miöur fer hér. Auðvitað má enginn búast við “gulli og grænum skógum” þegar í stað, þó hún komi. Hugsunarháttur fjöldans Þarf ætíö tíma til aö víkjast viö. En vegurinn til þess aö berjast viö Þaö sem miður fer er ætíö eins í allri baráttu, þaö er aö standa sam- taka i þéttri fýlkingu—reyna aö vekja hjá sem flestum trúna á gott málefni og viöbjóð viö þvi, er til ó- gagns er o^ niðurdreps. Eg ætla nú ekki aö ræöa meira um þaö að sinni. Eg býst viö aö þér þyki, ritstjóri sæll! eg vera oröinn æriö langorður, fyrir rúm blaðsins, um svona sérstakt mál. Skoðun min um bygöina er i stuttu mali þessi: Ef ekki kemst hér á fót sveitarstjórn, og menn læra ekki aö beita kröftum sínum í félagsskap, þá veröur hér aldrei nein framför. Menn smáflýja bygðina, forarflóarnir veröa aldrei þurkaöir upp að gagni, vegirmr yeröa sífeld forarfeni, og hugsun- árhátturinn breytist til liins ver.a, ár frá ári. Ef sem bezt fer, stend- ur sveitarlífið í heild sinni i stiö. Veröur eins og minningarmark tim landnámsdagana, meðan öðru.n bygöum fleygir fram. En “Þaö er so bágt aö standa í staö, því mönnunum munar annaö hvort aftur á bak, ellegar nokkuö á leið.” Þetta spakmæli kvaö skáldiö okkar góða, Jónas Hallgrímsson, sem fæddur var fyrir hundraö árum. Og til aö sýna nvað einstaklingur- inn megnaði lítið aö ryðja brauclna kvaö hann einnig þetta: “Sterkur fór um veg Þá var steini þungum lokuö leið fyrir. Ráö ei hann kunni þó röskur sé, en heföu þrír um þokað.“ Láttu Lögberg vinna að því að kenna þetta spakmæli, okkur út- kjálkabúunum og olnbogabömum stjórnendanna, og öllum islenzka Þjóöflokkinum vestan hafs og austan . Eg óska Þér og blaðinu heilla og hamingju í Því starfi. Þinn einlægur vin Jón Jónsson. Aths. — Dráttur hefir oröið á birtingu þessa bréfs. Þaö birsí oss ekki i hendur fyr en seint í síö- astliöinni viku, og er þaö vitanlega aö kenna ólagi á póstflutningi, s"ir< svo oft hefir veriö kvartaö uni í Álftavatnsbygð, einkum nú í síðari tíö. En vegna Þess aö hér er hreyft mjög tímabæru erindi,því aö Áif'a vatnsbygðarmenn komi á hjá sé*- sveitarstjórn, látum vér ekki hjá liða, aö koma bréfinu á framfæri, hlutaöeigandi sveitarbúum til »t- hugunar. — Ritstj. Fyrr og nú í Gnúpverja- hreppi. Eftir Brynj. Jónsson (frá M. N.J Útróðrar. Frá ómuna tíö var þaö- venja hér, aö allir karlmenn, er til þess þóttu færir, reru út á vetrarvertíöum. Minna var um vorútróðra, þó voru þeir oftast stundaöir af nokkrum. Fyrst er eg man, reru flestir héðan í Grindavík á vetrarvertíðum. Þang aö fóru menn í miö-Þorra. Haföi hver sinn hest, er hann flutti “fær- ur” sínar á. Heimrekstrarmaöur rak svo alla hestana heim aftur. I “færum” manns var fatnaöur hans og útgerö: 4 fjórðungar smjörs, hangikjötskrof af vænum sauö, og kjötiö af öörum saltað niöur í “kæfu”. Nokkrir reru í Selvogi eða Þorlákshöfn. Þeir fóru seinna aö heiman og höföu Því dálítiö minni útgerö. Flestir blökkuöu til að fara í ver: þótti það tilbreyting og upplífgun. Hættuna, sem Því fylgdi, heyröi eg engan óttast. Og því má ekki neita, aö útróðrarnir höföu gagn- leg áhrif á flesta, uröu þeim óaf- vitandi menningarmeöal. Þaö var eini vegurinn, sem þá var kostur á, til aö vikka sjónarsviðið, kynna sér hugsunarhátt annarra, hér og hvar að, og til aö vekja samkepni í Því hvorutveggja: aö sýna karl- Thc DOMINIONj BANK SELKIRK OTlBÚiD. Alls konar bankastörf af hendi leyst. Sparisjóðsdeildin. TekiB viö inHÍögum, frá $1.00 að upphæð og þar yfir. Hæstu vextir borgaöir fjórum sinnumáári. ViBskiftum bænda og ann- arra sveitamanna sérstakur gaumurlgefinn. Bréfleg innleggog úttektir afgreiddar. Ósk- a8 eftir bréfaviðskiftum. Nótur innkallaðar fyrir bændur fyrir sanngjörn umboðsiaun. Vi8 skifti viB kaupmenn, sveitarfélög kólahéruð og einstaklinga með hagfeldum kjörum. d. GRISDALE, bankastjórl. mensku og aö ávinna sér álit og mannhylli. Þetta Þekti eg af reynslu, því eg reri 10 vertíöir í Grindavík og kyntist sjómannalífi þar. Voru sjómenn alment hlýön- ir formönnum sínum, og yfir höf- uö siöferöisgóöir, nema hvaö þeir voru stundum “fríir af sér” í munninum, sumir hverjir, og þó ekki orð á því gerandi. Yfir höf- uö mönnuðust menn viö útróör- ana. Þar mátti af mörgum gott læra. Og áreynslan og hættan geröi sitt til aö þroska hugina og glæða eftirtökusemina. Því héldu menn síðan. Vorróöra stunduöu menn á Innnesjum. Fóru sumir Þangað í vertíöarlok úr austan- fjallsveiöistööum. Skyldu þeir vera komnir þangaö 12. Maí. En sá dagur var fyrsti lokadagur austanfjalls og kam þaö í bága. Breyttu menn því til og geröu 11. Maí að lokadegi vetrarvertíðar.— Flestir bændur hér höföu 2 vinnu- menn viö sjó á vetrarvertíðum og einn á vorvertíöum. Og sjálfir reru þeir út síöari hluta vertíðar, er Því gátu viö komið. Þaö var lengi venja hér, aö bændur fóru margir saman út i Grindavík fyr- ir sumarmálin, fengu sér þar skip í félagi og varö einn af þeim for- maöurinn. Reru svo, meðan “sumarmálaskotan” stóö, en fóru svo heim aftur. Svo var nfl. á- statt, aö fiskurinn, sem snemma vertiðar hrygndi á grunnmiðunum og lagöist þar, “gaf sig upp” fyr- ir sumarmálin og tók aö fara burt. Var hann þá soltinn og tók vel beitu. Þá sóttu menn sjó af kappi á meðan, nótt og dag aö kalla mátti, og stóö Það oft nær 2 vikum. Hækkuöu þá hlutir til muna. Þetta var kallaö “sumar- málaskota". Yfir höf. voru aflaár oftast góöir frá því eg man fyrst og til 1860. Eftir Þaö dró úr afl- anum og ‘sumarmálaskotan’ hættí alveg. Orsökina til þess töldu menn hinar frakknesku fiskiskút- ur: þær gæfi fiskinum aldrei friö til aö leggjast á grunnmiö, en drægi hann til djúps meö niður- burði. Því gæfi hann sig aldrei upp. Síöan má kalla, aö útróör- um héöan hafi stööugt hnignað. Og nú eru þeir næstum hættir. I þess stað hafa margir bændur síö- ari árin sent menn sína á “skútur” —þótt Þaö borga sig betur. Vera má þó, aö þaö hafi gert sitt til aö auka burtstreymi ungra manna úr hreppnum. Er nú oröiö svo fátt um þá, aö enginn hefir nema einn KOSNINGADAGINN ÍO. DESEMBER MERKIÐ KJÖRSEÐIL YÐAR ÞANMG FYRIR CONTROLLERS: Kaker, J. W. X Burridse, Jas. Cockburn. J, W, Evans, W. Sanford X Garson, Wm. Uarvey, J. G. X Latimer, J. G. X / 1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.