Lögberg - 07.05.1908, Síða 1

Lögberg - 07.05.1908, Síða 1
 'ÉR viljum koma oss í kynni viö lesendur þessa biaös. Vel má vera, aB þetta sé i fyrsta sinn, sem þér heyrið oss nefnda, en oss langar að kynnast yður nánar. Vér höfum þenna stað næsta ár, lesið hann. Þetta er bænda- félag. Sendið oss eina vagnhleðslu korns og vér munum útvega yBur hæsta verð, og taka að eins i cent á bush. í ómakslaun. Sendið körn yðar til The (irain (irowers (iniin ('oinpany, Ltd. WINNIPEQ, MAN. D. E. Adams Coal Co. KOL og VIÐUR Vér seljum kol og við í smákaupum frá 5 kolabyrgjum í bænum. Skrifstofa: \22A BANNATYNE AVE. WINNIPEG. 8«t€tCCCCCCCttCtCCCCCCCCC<CCCC« 21. AR. Winnipeg, Man., Fimtudaginn, 7. Maí 1908. NR. 19 Fréttir. Þau tíöindi berast austan frá Ottawa Þessa dagana, aíS sambands stjórnin ætli aö leggja fyrir þingiö mjög bráölega frumvarp um að byggja járnbrautina til Ft. Church- ill viö Hudsonsflóa, og greiða á þann hátt fyrir hveitiflutningi bændanna í Norövesturlandinu. Þó að enn sé eigi að fullu kunnugt um einstök atriöi í frumvarpinu, er tal- itS víst aö þaö muni bygt á tillögum þeim er Sir Wilfrid Laurier bar fram á siöasta þingi og Ciifford Sifton tók enn skýrar fram í Marz- mánuöi í vetur, i ---------- ÁkvæÖi um þriggja centa far- gjald með sporvögnum í Cleveland i Ohio gekk í gildi 29. f. m. En fyrir því hefir manna mest barist Tom.Johnson, bæjarstjórinn þar al- kunni. Launahækkun fengu um leið eitthvaö þrjú Þúsund vagn- þjónar. Eins cents hækkun á klukkustund. Stjómarformennirnir í vestur- fylkjunum þremur, Manitoba, Sas- katchewan og Alberta, hafa nýlega haldið fund meö sér i Regina til aö ræöa um fylkjaeign á kornhlööum o. fl. Annars hefir eigi neitt veriö gert uppskátt um hvaða ráðstafan- ir þar væru gerðar. Frumvarp Mr. Aaylesworth um breytingar þær á kosningalögunum sem minst hefir verið á áöur hér í blaðinu, var nú um miöja vikuna tekið til annarar umræöu í Ottawa þinginu. Taliö er Þvi nær fullvist að þaö veröi samþykt af þinginu aö mestu leyti óbreytt. Af fréttum frá Montreal 4. þ. m. og viðar að viröist lítið lifna yf- ir járnbrautaflutningum hér í landi enn sem komiö er. Þeir virðast sjaldan hafa verið minni en einmitt nú. Fyrst í Marz voru eitthvað sex þúsund flutningsvagnar hjá hinum ýmsu járnbrautafélögum landsins, er stóðu brúkunarlausir, en 1. þ. m. voru þeir níu þúsund. Can. Pac. járnbrautarfélagiö hefir nú um sex þúsund flutningsvagna brúkunarlausa, um þrjú þúsund fyrir austan Fort William og önn- ur þrjú þúsund þar fyrir vestan. Byggingavinna i Vancouver hef- ir aldrei blórrjlegri verið en nú. 1 næstliðnum mánuöi hefir verið beð- ið um byggingaleyfi þar, sem nema meir en hálfri annari miljón doll. W. D. Haywood sá, er ákæröur var tim vitorð i Steunenbergsmál- inu og sýknaður af því, hefir fyrir skemstu mist ritara og gjaldkera- embættið er hann hafði i félaginu “Western Federation of Miners.” Bindindismálinu miðar vel áfram í Bandaríkjunum um þessar mund- ir. Veitingakrám lokað á stórum svæðuni. Einna mest kveður þó að því í Massachusetts. Fyrsta Maí komst áfengisbann þar á í rúmum fjörutíu bæjum, og þar á meðal í verksmiðjubænum Worcester. Þ.ar eru um 130 Þús. íbúar. í>að er stærsti bær i öllum Bandaríkjum og ef til vill í öllum heimi, þar sem áfengissala er bönnuð fyrir fult og alt. í þeim bæ vaT lokaö alls eitt hundrað tuttugu og átta vin- söluhúsum. Fylkiskosningar i Ontario eru nú ákveðnar 8 n. m. Fylkiskosningar í Quebec-fylki eiga að fara fram 8. n. m. Vinsöluleyfi mistu hundrað og tuttugu vínsölumenn í Ontariofylki 30. f. m. Flestir vínsalarnir mistu leyfið vegna atkvæöagreiðslu um vínsölubann, en nokkrir af öðrum orsökum. Engin nþessara vínsala má eftirleiöis flytja að sér neitt á- fengi, en þriggja mánaöa frest fengu þeir flestir til að selja birgð- ir þær, er þeir höfðu fyrir. Það er sagt, að Rússakeisari hafi gefiö út skipun um þaö að um tuttugu þúsund fangar i ríki hans skyldu iátnir lausir á páskahátíð- inni síöustu. Stjórnirnar í Victoria og Spður- Wales í-Ástralíu kváðu ætla að 'verja fimm hundruð þúsund doll- umum til aö taka á móti Bandar.- flotanum þegar hann ber þar að landi. , i, | . ■ i ; 1 ri ' Collingæood Schreiber verkfræð- ingur við G. T. P. brautina, lýsti yfir því í Ottawa 30. f. m. að verk- stjórar heföu nú tekið að sér alla brautarlagninguna frá Winnipeg til Prince Rupert, að undanteknum fimm hundruð mílum af þeim hlut- anum, er um fjöllin liggur. Hann taldi það víst aö öll brautin frá Winnipeg vestur undir fjöllin yröi fullger á komandi hausti. Allmikið kveöur aö óeirðum á Indlandi nú um þessar mundir. Herflokkar frá Afganistan hafa ráðist inn yfir landamærin og gert þar mikinn usla. Sagt er að um tíu þúsund Afganistamanna hafi safnast saman milli Swat og Kaful fljótanna. Sir Jams Willcocks er fyrir skömmu bældi niður uppreist nokkra á Indlandi, var sendur móti Afganistam. meö her Breta. í her hans voru bæði brezkir menn og innfæddir. Hann hefir átt við Afg- anistabúa nokkrar orustur, og hrak ið þá út yfir landamærin, en þeir koma jafnharðan aftur. Innanlands óeirðirnar á Indlandi fara líka alt af vaxandi, og samsæri nýlega kom ist upp um að drepa Kitchener lá- varð og ýmsa fleiri helstu valdhaf- ana þar eystra. Rússneska dúman hefir samið lög um að byggja Amur járnbraut- ina til þess aö Rússar hafi óslitna járnbraut er þeir eigi sjálfir alt til Kyrrahafs. Um miðja fyrri viku sendi RooseveH forseti þinginu enn einn boöskap, þar sem hann lagði þaö til, aö vald milliríkj ane fndarinnar sé aukiö eigi all-lítið. Japanskt herskip sprakk í loft upp við Jescadores eyjar á fimtu- daginn var. Þar er sagt að farist hafi um tvö hundruð manns, en nokkrum skipshafnarmönnum Þó bjargað af öðru herskipi. Hinn 3. þ. m. brann gigtihús eitt í Fort Wayne í Indíanaríkinu, eitt hiö stærsta í þeim bæ. Inni brunnu þar tuttugu manns, en margir lim- lestust af að kasta sér út um glugg- ana því aö eldurinn hefti margt af fólkinu í að komast brott annan veg. Bell-félagið kvað vera til með aö selja fylkisstjórninni i Saskatche- wan talþræði sína þar, en eigi er enn þá neitt afráðið um hvort af þeim kaupum verði eða elfki. Á fimtudaginn var kom þjóð- þingið í Portúgal saman í Lissa- bon. Manuel konungur lýsti yfir því, að ýms mikilvæg frumvörp yrðu logð fyrir þingið og sömuleið- is að hann vildi láta greiða alt það fé er runnið hefði inm til föður síns ólöglega úr ríkissjóði. Einskonar blossavitar hafa verið notaðir á ströndum Svíþjóðar und- anfariö; ætla Bandaríkjamenn nú aö fara aö reyna þá. Thomas W. Cridler, fyrrum í ríkisstjórnardeild inni í Washington, hefir veriö að semja viö félag þaö, er fyrir vitum Þessum ræður í Berlin. Er búist við aö hann komi vestur í þessum mánuöi að flytja máliö við átjórn- ina hér. Við þessa nýju Vita er notað “acetyline” í sambandi við verkfæri, er sendir frá sér blossana, I nær sem vill. Svo haganlega kváöu vitar þessir útbúnir, aö ljós kviknar [á þeim af sjálfsdáðum þegar fer áð skyggja og sloknar aftur þegar birtir af degi, svo aö reyndar þarf [eigi vitavörður aö vera við þá bundinn. Svo reiöir eru Kínverjar nú orön- ir Japönum, að um tvö hundruð kinversk verzlunarfélög í Hong Kong, Canton, Shanghai, Ameríku og Ástralíu hafa bundið það fast- mælum, aö kaupa engar japanskar vörur af neinu tagi, senda ekki pen inga er ganga gegn um japanska banka og ferma engin japönsk skip. Fréttabréf, Sleipnir, Sask., 28. Apr. ’o8. Herra ritstj. Lögbergs. Af því mér hefir virst aö Lög- berg fái sjaldan fréttir úr þessum hluta Quill Valley bygðar, þá er ekki úr vegi að setja ofurlítinn fréttapistil i blaðið, því að margir hafa augun á þessari bygö, og eiga [hér vini og vandamenn. j Tíðararið síðastliðinn vetur mátti heita fremur gott, jörð var oröin lauð snemma í Apríl; en nú þann 25. geröi um sex þuml. snjó og j helzt sá snjór enn, og fara menn nú fullum fetum á sleðum sem um há- vetur væri. Allmargir voru búnir aö sá jhveiti sínu að mestu leyti. Þann 20. jgeysaði sléttueldur um bygðina í suðaustan stormi, mest í Tsp. 32, R. 16, 17 og 18, og gerði mikinn skaða á skepnum og byggingum. Mistu margir þar aleigu sína, eða nálægt því. Steingrímur Jónsson misti stórt hesthús og alt hey, um 25 tonn, J. Stefánsson 3 hesta, Ingvar Olson 700 bush. af hveiti og hlöðu, og fjöldi annara sem eg kann ekki að nafngreina urðu fyrir |skaða; alls hefi eg sannfrétt um 12 hross, sem fórust; þau brunnu víst aðallega í fjósunum, því enginn gat við neitt ráðið sökum vindhæðar- innar, sem hefir verið nálægt 60 mílur á kl.stund. Eldvarnir, eða al- geng ‘firebreaks’ 30 feta breið voru sama sem ekkert, og sumstaðar hljóp eldurinn hundrað feta spild- ur, t. d. plægingar eða gil, og kveikti í hinu megin. Járnbrautar- hryggur C.P.R. og skurðir beggja megin, eins og lög gera ráð fyrir, stöövuðu eldinn ekki það minsta. Eg hefi ekki frétt um nema einn mann, sem skaöaðist af eldi, Sig- urð Bjarnason, sem skemdist mik- iö á andliti og höföi við að bjarga hrossi út úr fjósi. Ilt er fyrir nýbyggja, að verða fyrir svona stórsköðum,—að missa öll vinnudýr sin, rétt þegar vor- vinna er að byrja, og það af völd- um einhverra hugsunarlausra manna, sem hafa kveikt eldinn eða mist hann svo hann yrði óvið- ráðanlegur. Heilsufar hefir ekkert verið betra en í meöallagi; kvefveiki hefir gert vart við sig víða hér um slóðir í vetur. Eitthvað verður að minníst á Wynyard „division point” á C. P. R. brautinni, sem verður að líkind- um aðal verzlunarstöð manna hér í nágrenninu. Bæjarstæðið er þar sem hæðirnar byrja suöur af lág- 1 lendinu sem er milli vatnanna, og austur af Big Quill Lake, og er Þaðan sérlega fallegt útsýni að sjá morðvestur til vatnsins og norður um sléttuna og til skóganna. Nú þegar er búiö aö kaupa margar lóð- jir þar. Hótel var þar reist strax í haust, en er ek kitekiö til aö starfa. j Eigendur eru tveir enskir menn. j H. J. Halldórsson póstmeistari flutti búö sína þangað í vetur, og Ijohnson & Sigfússon eru búnir að 1 eisa stóra og vandaða búð og eru jað setja sig þar niður nú og birgja j sig meö vörur. Simon Sveinsson hefir járnsmiöju og trésmiða ,shop’ 1 og í orði er líka aö annar landi setji upp ‘livery stable’; svo er þ^ir timubursala meö nægum byrgðum og apótek og harðvörubúö er vænt- j anleg nú þegar. Þetta þrent síöastnefnda er i höndum enskra manna, en landinn hefir ekki alveg oröiö út undan, eins og sjá má; líka eru öll heimil- isréttarlönd í grend við bæinn bygð af íslendingum. “Contractors” C. P. R. félagsins voru í þann veginn að taka til starfa við brautarbygginguna, þeg- ar þessi snjór kom, en að likindum tefur það fyrir um tíma. Félagskapur manna á meðal held eg sé i býsna góöu lagi. Eitt af því, sem mörgum gerir talsvert óhagræði er erviðleikinn aö ná góðu vatni úr jörðinni. Sumstaðar er grunt á vatni, ein 12 til 18 fet, en aftur annarstaðar fFramh. á 5. bls.J Ur bænum. íslenzkir Goodtemplarar fara ihina árlegu skemtiferö sína til Gimli mánudaginn 6. Júlí næstk. Nákvæmar auglýst síðar. Til íslands fóru á miövikudags- morguninn alfarin: Maria John- son frá Winnipeg. HaUur Ólafs- son, Narrows P. O., með konu, son og fósturbarn. Þórður Halldórs- son, Wild Oak. Helgi Þórðarson með dóttur sína, frá Winnipeg, og Þorsteinn Jóhannesson frá Gimli. Þau tóku sér far með Allanlínunni. í dag ffimtudagj eiga gjaldend- ur bæjarins að greiða atkvæði um aukalög bæjarstjórnarinnar því við víkjandi, að henni skuli heimilt að verja $90,000 til að byggja að nýju Louisebrúna. Sú brú er nú nærri því 30 ára gömul og er orðin ger- samlega ónóg sakir hinnar miklu samgönguþarfar milli Elmwood og Winnipeg. Það er alt sem mælir með að brúin sé endurreist og von- andi að gjaldendur bæjarins greiöi atkvæöi meö fjárveitingunni. Mr. Bole, sambandsþingmaður fyrir Winnipeg kjördæmi, hefir lýst yfir því í bréfi til Mr. T. H. Johnson, M. P. P., er lesið var ný- lega upp á fundi í Young Men’s Liberal Club, að hann (’BoleJ gefi eigi kost á ser til þlngmensku hér um næstu kosningar, með Því aö hann sé fluttur austur til Montreal. Þjóðverjar hér í Winnipeg, er frjálslynda flokkinum fylgja að málum, mynduðu félag með sér á fundi, sem þeir héldú á Dufferin Hall á föstudagskveldið var. Þar voru kosnir embættismenn fyrir klúbbinn og traustsyfirlýsing gerð á Laurier-stjórninni. Þ'. 25. f. m. voru þau Þorsteinn íílíasson og Jóhanna Jóhannsson, bæði frá Gimli, gefin saman í hjónaband af séra Eriðrik J. Berg- mann að heimili hans á Spence St. Dagana 26., 27. og 28. þ.m. fer skrásetning fram í Winnipeg-kjör- dæmunum öllum og Brandon. Vert er að minna menn á þaö, að tíminn sem kjörskrárnar hér giltu er nú út runninn, og verða því allir atkvæö- isbærir menn í þessum kjördæmum er nota vilja kosningarrétt sinn, aö láta skrásetja sig áðurnefnda daga. Þ'að er mjög áriðandi að allir, sem kosningarrétt hafa hér, láti nú skrá setjast, því aö á kjörskránum, sem nú veröa samdar, verður endurskoð un undir Dominionkosningarnar bygð. Skrásetningarstaðir verða birtir bráðlega. Grein um Vilhjálm Stefánsson varð að bíða næsta blaðs. Málfríður Sigríöur Pétursson, nærri 15 ára,elzta barn þeirra Þor- jsteins Péturssonar og konu hans að 253 Nena St., andaðist 29. Apr. á heimili foreldranna. Dauöamein- i ið heilahimnubólga. Jarðarförin 1. Maí. Sömn hjón mistu einkar , efnilegan son um þetta leyti árs 1 fyrra. Sjónleikurinn “East Lynne” var leikinn i Goodtemplarahúsinu 4. og j 5. þ. m. Kvenfélagið Harpa stóö ! fyrir leiknum. Óþarfi er hér aö skýra frá efni hans. Bæði var það [gert þegar leikurinn var auglýstur jhér í blöðunum og einnig mörgum íslendingum kunnugt áður. Þau [frú Isabel ("Mrs. BúasonJ og Fran- jcis Levison ('Fr. Sveinsson) voru laglega leikin. Þau skildu bæði jhlutverk sin mjög vel. Miss Car- lyle fMiss J. Sigurðson) var sömu- leiöis nógu vel leikin á köflum. Hinir leikendurnir léku allir frem- ur illa. Aðsókn var töluverð á mánudagskveldið. i Næsta mánud. kvöld fn. MaíJ .veröur haldin samkoma, er djákna- nefnd Fyrsta lúterska safnaðar hefir stofnað til, i kirkju safnaðar- ins, til auglýsingar og stuðnings líknarstarfseminni kristilegu vor á meðal. Þar verða stuttar ræður, upplestur, músík og söngur ýmis- konar. Þessir koma þar meöal annars fram væntanlega: W. H. Paulson, Lárus Sigurjónsson, Jó- hann Bjamason, Runólfur Fjeld- sted, söngflokkur kirkjunnar o. s. frv. Aðgangur ókeypis, en frjáls samskot. • Nú er inndælasta veður á degí hverjum, og er þa'ð mikil breyting frá þvi sem var síðastliðna viku, þegar bæði var hér töluvert frost og nokkur snjókoma öðm hvoru. Föstudaginn 1. Maí 1908 voru þessir embættismenn settir í em- bætti sín i stúkunni Heklu af um- boðsmanni S. Björnson: F.Æ.T.: Bjöm E. Björnson. Æ. T.: Nanna Benson. V. T.: Guöbjörg Sigurðsson . Ritari: Ólafúr Björnsson. F. R.: Bergsveinn Long. Gjaldk.: Bjarni Magnússon. Kap.: Agn. Jónsdóttir. V.: Björn Lindal. D.: Aðalbjörg E. Björnsson. A. D.: Rósa Nordal. A.R.: Sveinbjörn Gíslason. Ú. V.: Lorens Thomson. Meðlimatala 30. Apríl 378. Fréttirfrá íslandi. Gísli Ámason, Jósef Helgason, Alec Friðriksson og maöur úr Mikl ey komu hingað til bæjar úr Ianda- leit vestan úr Saskatchewan. Þeir námu lönd i Twsh. 51, R. 20 milli þrjátíu og fjörutiu mílur vestan við Painton, eða um sjötíu mílur vest- an við Battleford. Þeir láta mjög vel af landkostum þarna. Akur- yrkjuland sögðu þeir þar gott og skógur nokkur og rennandi vatn, en fiskur í vötnum eigi allfjarri. Gísli Ámason tók heila section fyr- ir sig, sonu sína tvo og tengdason, en hinir sex lönd fyrir sig og ætt- ingja sína. Þrír íslendingar frá N. D. höfðu tekið sér land á sömu slóöum og Þeir í vor. Þeir félagar ráöa þeim, sem hafa í hyggju að ná í góð lönd þarna í grendinni — norðan viö lönd þeirra segja þeir beztu lönd ótekin — aö lita eftir [þeim sem fyrst, því að eftirspurnin jsé mikil. Um þrjátíu mílur eru þarna til járnbrautar nú sem stend- ur. Reykjavik, 4. April 1908. Druknað hafa þrír menn í fyrra dag á Loftsstöðum eystra í fiski- róðri, í brimlendingu, en öðrum á skipinu bjargað, ógetið hvað mörg um. Þeir sem druknuðu vom Sig- urður Þorgeirsson frá Háfi, Frið- finnur Þorláksson frá Galtastöð- um hjá Gaulverjabæ, og mágur hans Stefán Jóhannesson frá Skóganesi í sama hreppi, bróðir Kristjáns kaupmanns á Eyrar- bakka. Veður hvesti snögglega þann dag og gerði stórbrim. Sést hafði af Eyrarbakka sama dag til níu skipa, er hleyptu á leið til Þorlákshafnar, með þvi að orð- iö var ólendandi austan ár, og segja menn mjög hætt við, að þar hafi orðið einhver skipskaði. Síöari frétt segir skipin hafa komist öll af heilu og höldnu. Raflýsing er í ráöi aö komist á bráðlega bæði í ísafjaröarkaupstað og á Patreksfirðj. Hr. Jóhannes Reykdal rafurmagnsfræðingur frá Hafnarfirði var pantaður nýlega vestur þangað, og kvað honum hafa litist vel á báða staðina til þeirra hluta. Vatnsafl nóg og all- skamt frá. Patreksfirðingar eru einnig að hugsa um að koma sér upp vatns- veitu samtímis. Kauptún þessi verða líklega bæði á undan Reykjavík með þessar mikilsverðu framfarir. — Isafold. L. Fyrir tuttugu árum. LÖGBERG 2. Maf. 1888. ~1 Fyrirmyndarbú fyrir Manitoba- dki á að stofnsetja á section 27, iwnship 10, range 19 veastur, jrðan við Assiniboine ána beint á óti Brandon. Hver ekra kostaði Fjárhagsskýrslur Manitobafylkis eru komnar út fyrir síðasta fjár- hagstimabil, sem endaöi 30. Júní 1887. Tekjurnar voru að öllu sam- töldu $611,405. Útgjöldin $728,- 125. ____í lagsins á laugardaginn var, var heldur laklega sótt. Fjórar konur sungu þar kvartett. Þar var og lesinn upp síðasti niðritlmgur Gröndals og þótti undarlegur. Svo las og Mrs. Torhildur Holm upp kafla úr róman, sem hún hefir ný- lega samið, og var góöur rómur geröur aö. Fleiri voru þar skemt- anir. Skemtisamkoma íslandsdætrafé- öll hveitiuppskeran í Dakota síð- astliðið ár var 52,406,000 bushel og var það hveiti metið á $27,251,120. Hafið þér séð nyju hattana brúnu? Þeir er"Nn^m"JR^einl 'rá --- Dökkbrúni blærinn og flötu börðin gera þá mjög ásjálega. - WHITE MANAHAN, 500 Main 8t,, Winnipeg. Hljóðfærl, einstök Iög og nótnabækur. Og alt sem lýtur aö músík. Vér höfum stærsta og bezta úrval af birgðum f Canada, af því tagi, úr að velja. Verðlisti ókeypis. Segið oss hvað þér eruð gefinn fyrir. WHALEY, ROYCE & CO., Ltd., 356 Main St., WlNNlPEG.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.