Lögberg - 14.05.1908, Qupperneq 6
6.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. MAÍ 1908.
»1,,M"M"M-M"I"M,,M-M"I"I' I"I I
FANGINN 1 ZENDA.
Þsiggja mánaSa káttnr úr mfisöiu tiginbor-
ias Engltndings.
srriK
ANTHONY HOPE.
♦ 1H 'I-H-H 'I'l' II m I I 1 1 r I 'I-M-I I-H-M-M
Hvaöa háværð var þaö, sem eg heyröi? Hún
var fremur undarleg, eins og á stóö nú. í?.aö var
léttur hæðnishlátur — hlátur Rúpert Hentzau unga .
Rg gat varla trúaö þvi, að maður meö öllu viti væri
nú að hlæja. Ejn eg þóttist samt skilja, aö menn mín-
ir væru ókomnir. Og klukkan sló hálf-þrjú! Guð
minn góöur! . Dyrnar höföu ekki verið opnaöiar. Þ.eir
höfðu farið yfir fyrir kastalann hinu megin, eins og
eg haföi gert ráð fyrir, og ekki fundiö mig þar. Þeir
voru snúnir aftur til Tarlenheimslotsins, flytjandi
fregnir um dauöa minn og konungsins. Að því
mundi lika tomla, aö við létum lif okkar, og það áöur
æn þeir kæmust til slotsins. Var Rúpért aö hlæja yfir
5igrinum, sem hann átti aö hrósa.
Eg hallaði mér sem snöggvast yfirkominn af
þreytu upp að dyrunum. En eg hrökk skjótt frá
þeim aftur, þvi að eg heyrði Rúpert hrópa hæðnis-
lega:
“Brúin er niðri! Komið yfir hana. Þorðu að
láta sjá þig, Michael svarti. Vertu ekki að trana fram
þessum lyddum þínum. Komdu Michael! Við skul-
um berjast um hana!“ j
Ef þrír áttu að taka þátt í bardaganum, þá vildi
eg verða eirtn þeirra. Eg sneri lyklinum í skránni og
leit út.
XIX. KAPITULI.
Fyrst í stað gat eg ekkert séð, því að eg fékk of-
birtu í augun af glampa luktanna og blysanna hinu
megin við brúna. En brátt gat eg séð gerr til, og
undraðist eg þá eigi lítið þjað, sem eg fékk að sjá.
Brúin var niðri. Út á enda hennar kastalahallarmegin
stóð hópur þjóna hertogans; tveir eða þrír þeirra
héldu á ljósunum, sem höfðu vilt mér sýn, þrír eða
fjórir höfðu lenzur á lofti. Þeir stóðu þar í þéttum
hnappi, og höfðu lenzurnar fyrir sér. S'annleikurinn
var sá, að þeir virtust vera lafhræddri, og þeir ein-
blíndu á einn mann, sem stóð á miðri brúnni, með
sverð í hendinni. Rúpert Hentzau var í buxum og
linskyrtu. Hún var öll rauðflekkótt af bVóði. En af
hreyfingum hans og látbragði réði eg það, að hann
væri lítt eða ekkert sár. Þarna stóð hann og varði
brúna fyrir þeim og storkaði þeim, og eggjaði þá og
Michael svarta að koma til móts við sig. En vegna
þess að þeir höfðu engin skotvopn þorðu þeir ekjji til
við þennan ofurhuga. Þeir hvísluðust á, og aftast í
hópnum sá eg vin minn Jóhann. Hann h’allaðist upp
að dyrastafnum og þerrði blóð er streymdi úr sári á
kinninni á honum.
Fyrir furðulega tilviljun hafði eg bæði tögl og
hagldir. Bleyðimennin mundu ekk fremur fara að
veita mér mótstöðu en að ráða á Rúpert. Eg þurfti
ekki annað e'n að lyfta upp skammbyssunni, og senda
hann með alla syndabyrðina þangað sem hann átti
heima. Hann hafði ekki minsta veður af þvi, að eg
væri Þarna. En eg hafðist ekkert slikt að — hvers-
vegna, veit eg ekki enn í dag. Eg h'afði vegið einn
maún þannig, að eg kom að honum óvörum þá um
nóttina, og annan fremur fyrir hepni en frækleik.
Vera má, að þetta hafi haldið mér aftur. Og jafnvel
þó maðurinn væri þorpari, þá geðjaðist mér ekki að
því að ganga í lið með skræfuhópnum, sem hann átti
nú í höggi við. Vera má, að sú kunni líka að hafa
verið orsökin. En þó hygg eg, að það hafi mátt sín
meira en þetta hvorttveggja, að það kom i mig ó-
stöðvandi löngun til að sjá úrslitin og eg beið eftir
þeim eins og í leiðslu.
“Michael! Hundurinn þinn, Michael! Ef þú
getur staðið á löppunum, þá komdu hingað!’ ’hrópaði
Rúpert; hann færði sig eitt skerf nær Þeim, en þeir
hörfuðp annað eins aftur á bak. “Þorðu aö koma,
Michael, hórusonurinn þinn.”
Svarið upp á öll þessi móðgunaryrði kom frá
konu, sem æpti hástöfum og sagði:
“Hann er dauður. Guð hjálpi mér! Hann er
dauður!”
“DaUður!” hrópaði Rúpert. “Eg hefi þá lagt
fast^ra til hans en eg bjóst við,” sagði hann og hló
sigrihrósandi. Því næst kallaði hann til þjónanna og
sagði: “Niður með vopnin! Eg er nú yfirmaður
ykkar. Niður með þau, segi eg!”
Eg býst við að þeir hefðu hlýtt honum, ef ekki
hefðu ný atvik komið fyrir. Rétt í þessu fór að heyr-
ast hávaði, bæði hróp og högg, hinumegin við kastala-
höllina. Eg fékk ákafan hjartslátt. Þ]að hlutu að
ver*a menn mínir. Þeir höfðu þá til allrar hamingju
óhlýðnast Því að snúa brott, þó að þeir fyndu mig
ekki. Hávaðinn lieyrðist stöðugt, en enginn annar en
eg virtist taka eftir honum. Þjónamir voru svo hug-
fangnir i því, sem þeim bar næst fyrir augu, að þeir
gættu einskis annars. Þeir þokuðu sér frá, og leyfðu
konunni að komast fram hjá sér út á brúna. Það var
Antoinette de Manban. Hún var i snjóhvítum lín-
hjúpi, og svarta hárið á henni liðaðist niður eftir hon-
um öllum. Hún var náföl í framan eins og vofa, og
-augun í henni tindruðu æðislega í bjarma blysanna.
Hún hélt á rnarghleypu í skjálfandi hendinni, og þeg-
ar hún kom fram á brúna skaut hún á Rúpert Hent-
zau. Kúlan hitti hann samt ekki, en lenti í dyraum-
búning rétt fyrir ofan höfuðið á mér.
“Ef augu yðar frú mín góð væru ekki hættulegri
en kúlurnar, sem þér skjótið, þá hefði hvorki eg lent
í þessum skærum í nótt, né Michael svarti í helvíti!”
Hún skeytti þvi engu, sem hann sagði. Með
miklum erfiðismunum herti hún sig upp, svo að hún
gat staðið róleg og kyr. Því. næst fór hún að lyfta
upp handleggnum aftur og miðaði nú mjög vandlega.
Hann hefði verið viti sínu fjær ef hann hefði átt
undir því, að henni mishepnaðist nú. Annað hvort
varð hann að Þjóta á móti henni, til að hindr,a það að
hún gæti skotið aftur eða hopa aftur eftir brúnni til
mín. Eg miðaði nú á hann.
* En hann gerði hvorugt. Áður en hún var búin
að miða fyllilega, hneigði hann sig með mestu hæ-
versku og hrópaði: “Eg get ekki fengið það af mér
að bana manneskju, sem eg hefi kysst,” og áður en
hún fengi nokkuð að gert greip hainn í hliðargrindina
á brúnni, vatt sér út yfir hana og stökk ofan í sýkið.
í sama mund hevrði eg hratt fótatak og rödd.
sem eg þekti. Þáð var vödd Sapt. Hann kallaði upp
yfir sig og sagði: “Drottinn minn! Þ'að er hertog-
inn — dauður!” Þá vissi eg, að konungurinn þurfti
min ekki frekar við, svo að eg fleygði frá mér skamm
byssunni og hljóp fram á brúna. Undrunarópið,
“konungurinn!”, kvað við, og því næst stökk eg yfir
hliðargrindína á brúnni eins og kúpert Hentzau nieð
sverðið í hendinni, og hugðist að binda enda á deilu
okkar þarna í sýkinu, þar sem eg sá hrokna há-rið á
bcnum koma upp úr vatninu.
Han synti hratt og var auðsjáanlega létt um
sundið. Eg var þreyttur og særði handleggu’ inr.
híndraði mig. Eg gat Því ekki haft við honum á
sundinu. Eg þagði stundarkorn. En þegar við fór-
um fyrir hornið á gamla kastalanum kallaði eg til
hans og sagði:
“Bíðið þér, Rúpert, bíðið þér.” Eg sá, að har.n
leit um öxi, en hélt áfram að synda. Nú var hann
kominn að bakkanum og var að leita að stað þar sem
hann gæti klifrað upp eins og eg bjóst við. Eg vissi
að þess var hvergi' kostur, en kaðall minp hangdi þar
sem eg hafði skilið hann eftir. Verið gat bæði að
Rúpert rækist á hann og ekki, og ef hann drægi kað-
alinn upp á eftir sér, þá átti hann auðvelt með að geta
komist langt undan áður en eg hefði mig up púr sýk-
inu. Eg herti mig því eins og kraftarnir leyfðu. Og
nú fór eg loksins að nálgast hann, þVí að hann hægði
á sér vegna þess að hann var að skima í kring eftir
uppgöngustað.
Því miður rakst hann á kaðalinn! Hann rak upp
gleðióp, greip um endann og fór að handfánga sig
upp. Eg. var nógu nærri til að heyra han ntauta:
“Hvernig í fjandanum stendur á að þetta er hér?”
Hann var kominn miðja vegu up peftir kaðlinum, og
þá sá hann mig, en eg gat ekki náð til hans.
“Halló! Hver er þarna?’ ’hrópaði hann.
Eg held að hann hafi fyrst í stað haldið, að það
væri konungurinn — eg þori að segjá, að eg var nægi-
lega fölur tii þess að hægt væri að villast á mér og
honum, en rétt á eftir hrópaði Rúpert:
“Nei, er það þá leikarinn! Hvernig stendur á
ferðum yðar hér?”
Að svo mæltu stökk hann upp á bakkann.
Eg greip um kaðalinn, en hikaði svo við. Hann
stóð á bakkanum með sverðið í hendinni, og gat klofið
mig í herðar niður eða la'gt mig í gegn áður en eg
kæmist upp. Eg slepti því kaðlinum aftur.
“Gerir ekkert til,” sagði eg, “en úr því að eg er
hér kominn, þá býst eg við að eg verði að láta hér
fyrirberást um stund.”
Hann leit niður til mín og brosti.
“Þ’etta kvenfólk er bölv—” tók hann til máls, en
þá var farið að hringja stóru kastalaklukkunni í á-
kafa, og hróp heyrðust handan yfir sýkið..
Rúpert brosti aftur og veifaði til mín hendinni.
“Mér hefði þótt gaman af að slá eina brýnu við
yður, en nú er ekki tóm til þess“, sagði hann og hvarf
að svo mæltu.
Eg greip um kaðalinn samstundis án þess að
hugsa minstu vitund um hættuna. Eg komst upp á
bakkann. Eg sá hann þá svo sem þrjátiu skref á
undan mér, þar sem hann hljóp eins og villidýr til
skógarins. í þetta eina skifti hafði Rúpert Hentzau
valið þann kostinn að fara gætilega. Eg tók til fót-
anna og þaut á eftir honum, og kaliaiði til hans að
bíða. Han,n sinti því engu. Han nvar órór og ólú-
inn og sídró þvi í sundur með okkur. En eg herti
mig alt hvað eg gat, því að mig þyrsti í blóð hans, og
að lítilli stunciu liðinni huldu skuggar Zendaskógarin;
för okkar beggja.
Klukkan var nú orðin þrjú og fárið að birta ;.f
d»gi. Eg var að hlaupa eftir löngu og sléttu grasi-
grónu rjóðri, en hundrað fetum á undan mér sá eg
Rúpert blaupaJndi, og hárlokkar hans flöksuðust fyrir
morgungolunni. Eg var bæði þreyttur og móður;
hann leit tim öxl og veifaði til mín hendinni. Hann
var að storka mér, því að hann gat hlaupið mig af
sér nær sem honum sýndist. Eg neyddíst til að nema
staðar, því að eg var kominn að niðurfalli. f þeim
svifum beyði Rúpert til hægri liandar og hvarf mér
sjónum.
Eg hélt, að nú mundi hann sloppinn fyrir fult og
allt, og fleygði mér því niður hryggur og reiður. En
brátt spratt eg tip paftur, því að eg heyrði kvenmanns-
óp innan úr skóginum. Eg tók nú á þeim kröftum,
sem eg átti til, og hljóp þangað sem Rúpert hafði
beygt við og horfið, og þ.á sá eg hann aftur. En því
ver og miður gat eg ekki náð til hans. Hann var þá
að lyft'a stúlku af hestbaki, og það hafði vafalaust
verið hún, sem eg heyrði æpa. Hún leit út fyrir að
verá bóndadóttir, og hafði körfu á handleggnum. Að
líkindum var hún á leiðinni til torgsins í Zenda. Hún
reið fallegum, þreklegum hesti. En Rúpert tók hana
æpandi af baki — því að hún hræddist hann. Samt
fór hann vel að henni, kysti hana brosandi og gaf
hemni fé. Því næst stökk hann á bak hestinum og
sat k\ænvega. Þannig beið hann mín. En eg beið
hans líka.
Svo reið hann skyndilega áleiðis til mín, og stöðv-
aði hestinn allnærri mér, lyfti upp hendinni og spurði:
“Hvað voruð þér að gera í kastalanum?”
“Eg drap þar þrjá vini yðar,’ ’svaraði eg.
“Hvað þá? Komust þér í fangaklefann?”
“Já.”
“En hvað er að frétta af konunginum?”
“Áður en eg gat drepið Detchard særði hann kon-
unginn, en eg vona að hann lifi það af.”
“Og kjáninn þér,” sagði Rúpert í gáska.
“En eg hefi ekki enn sagt allar fréttirnar.” ;
“Hvað er eftir?”
“Það, að eg þyrmdi lífi yð,ar. Eg var á bak við
yður á brúnni með skammbyssuna t hendinni.”
“Er þettá satt? Eg hefi þá verið milli tveggja
elda.”
“Stígið af baki og látum okkur berjast eins og
hraustum drengjum sæmir.”
“Að kvenmanninum ásjáandi!” sagði hann og
benti á stúlkuna. “Skammist þér yðar, Yðar Há-
tign!”
Þá reiddist eg svo að eg vissi ekkert hvað eg
gerði. Eg þaut á móti honum. Hann virtist fyrst
vera á báðum áttum, en svo sneri hann hesti sínum að
mér og beið mín. Eg þaut áfram í heimskulegu æði.
Eg greip umi beizlistaumanai og hjó til hans. Hann
bar af sér höggið og hjó til mín áftur. Eg vék mér
undan og hjó aftur, og í þetta sinn særði eg hann á
kinninni, og hljóp svo a.ftur á bak undan honum áður
en hann náði til mín. Hann virtist svo hissa á þ'ví hve
fast og fíflsdirfskulega eg sótti að honum, að hann
beitti sér ekki. Annars mundi rann hafa.drepið mig
strax. Nú fél eg á kné af mæði og bjóst við að hann
riði að mér á hverri stundu. Og það hefði hann sjálf-
?»agt gert, og eg efast ekki um, að þá hefði annar okk-
ár eða báðir látið lífið, ef eigi hefði kveðið við óp á
bak við okkur. Eg leit við, og sá ríðandi mann koma
eftir grasivaixna rjóðrinu. Hann reið hart og hélt á
skammbyssu í hendinni. Þettá var trygðavinur minn
Fritz von Tarlenhehn. Rúpert sá hann og vissi hvers
ltjann átti von. Han stöðvaði hestinn, settist tvo vega
í söðulinn, hikaði við andartak, svo beygði hann
sig áfram, sveiflaði hárinu frá enninu, brosti og
sagði:
“Au revoir, Rúdolf Rassendyil!”
Svo Iaut hann mér hæverskulega með bros á vör-
um og blóðið streymandi niður kinnina; hann hneigði
sig líka fyrir bóndadótturinni; hún hafði fært sig nær
aftur af óttablandinni forvitni, og hann veifaði hend-
inni til Fritz, sem nú var kominn í skotmál og sendi
honum kúlu. Hún flaug býsna nærri honum, þvi að
hún hitti sverðið, sem hann hélt á. Hann kastaði því
frá sér bölvandi og hristi hendina. Svo rak hann hæl-
ana í síðurnár á hestinum og hleypti brott.
Eg horfði á eftir honum, þegar hann reið niður
rjóðrið. Það var líkast því að hann væri að ríðá sér
til skemtunar syngjandi hátt, þrátt fyrir sárið, sem
Itiann hafði á kinninni.
Enn einu sinni sneri hann séf við og veifaði
hendinni, og svo þeysti hann inn í þéttskóginn og
hvarf íjónum okkar. Þannig hvarf hann, þessi mað-
ur, sem bæði var fifldjárfur og gætinn, göfugur og
ógöfugur, tígulegru, kurteis, illmenni og ósigrandi.
Eg þeytti sverði mínu af hendi langt út á völlinn í
heiftaræði og hét á Fritz að ríða á eftir honum. En
Fritz stöðvaði hest sinn, stökk af baki og hljóp til mín,
svo kriaup hann á kné og vafði mi^ að sér. Mér veitti
heldur ekki af hjálpinni, þvi að sárið sem Detchard
hafði sært mig, hafði rifnað upp aftur og blóðið lag-
aði úr því.
“Lánið mér þá hestinn!” hrópaði eg, sprlatt á fæt-
ur og sleit mig af honum. Vegna æsingsins, sem í
mér var, tókst mér að komast þangáð sem hesturinn
var, en þar datt eg áfram. Fritz kraup aftur niður
hjá mér.
“Fritz!” sagði eg.
“Já, vinur, kæri vinur minn,” sagði hann blíðlega
eins og kona hefði vérið að tala.
“Er konungurinn lifandi?”
Hann þerði varir mínar með vasaklút sínum og
'kysti mig á ennið.
“Konungurinn er lifandi! En það er að þakka
framgöngu mannsins, sem hér er mestur kappinn
allra.”
Litla bóndastúlkan stóð hjá okkur grátandi af
ótta með uppglent augun af undrun, því að hún hafði
séð mig i Zenda, og var það ekki eg, þó aí5 eg væri
fölur, blóðugur og óhreinn, sem þó var konungurinn?”
En þegar eg heyrði að konungurinn væri lifandi,
þá reyndi eg að hrópa, Húrra! En eg kom engu orði
UPP> og hné því máttvana aftur í fangið á Fritz, og
lagði augun aftur, stynjandi. En til þess að Fritz
skyldi ekki halda annað um mig, en það sem rétt var,
opnaði eg augun þftur og reyndi að segja: Húrral
En mér var það ómögulegt. Mér fanst eg óumræði-
lega þreyttur og kuldahrollur kom í rnig, svo að eg
hjúfraði mig fast að Fritz, svo áð mér hlýnaði, lét
aftur augun og fór að sofa.
■ ' . .
EINKUM bunar til fyrir bændurog griparæktarmenn. Búnar til úr undnum gormvír Nr. 9, vel galvan-
seraðar og auðvelt að setja þær upp út á víðavangi með eins mörgum vírum og þurfa þykir. Engir gaddar
sem geta meitt góða gripi og þurfa ekki stöðugra viðgerða með. Kostar ekkert meira en jafnmargir þættir
af gaddavír, og endast fjórum sinnum lengur.
Nármri upplýsmgar gefnar og verðlisti með myndum og sýnishorn af girðingunum sent ef um er beðið
- Vfrwtavor. OSKAÐ EI'TIR ÁREIÐANLEGUM U.MBOÐS.MÖNNUM.
Thfi fireat W^st Wif0 F^nr^ Co., Ltíl.,1'r,rT,bnj:dst- Winnip60, Mðn.
GIPS A VE66I.
Þetta á að minna yður á að gipsið
sem vér búum til er betra en alt annað.
Gipstegundir vorar eru þessar:
„Empire“ viðar gips
„Empire“ sementveggja gips
„Empire“ fullgerðar gips
„Gold Dust“ fullgerðar gips
„Gilt Edge“ Plaster Paris
„Ever Ready“ gips
Skrifið eftir bók sem
segir hvað fólk, sem
fylgist með tímartum,
er að gera.
Manitoba Gypsúm Co., Ltd.
SkRIFSTOFA oe 1HVL\A
WINNIPCö, MAN.
REIÐHJÓL
„PERFECT“ og „IMPERIAL”
Eru bezt. Vér höfum líka mikið a.f brúkuðum reiðhjólum.
Viðgerðum sérstakur gaumur gefinn,
311 Donald 8t.
A móti Dominion Auto Co.
XX. KAPITULI.
Til þess að lesendunum verði fyllilega ljóst hvað
gerðist í kastlalanum í Zenda, þá verður að gera
nokkru frekar grein fyrir því. Við það sem eg sá og
gerði verð eg því að skýra frá því, sem þau sögðu
mér síðar um það, Fritz og Antoinette de Mauban.
Frásögn hennar leysti úr því hvernig þ|að hafði at-
vikast að ópið, sem eg hafði æskt eftir að yrði nokkurs
konar heróp og herkænskubragð, ba'r of snemma að,
og leit því út fyrir að yrði okkur til tjóns, þó að það
að lokum snerist okkur í hag. Eg býst við að þessi ó-
gæfusama kona hafi eftir beiðni hans fairið á eftir
honum frá París til Rúritaníu. Eg hygg að liún haíi
borið einlæga ást til hans, og auk þess Þótt í meira
lagi girnilegar framtiðarhorfurnar, er við henni
blöstu, ef hún næði tökum á honum. Ástríður þessa
mianns voru miklar og rikar, en viljinn var enn sterk-
ar*> óg sjálfs sín hag mat hann öllu öðru fremur.
Han nkynokaði sér ekki vrð að taka alt, án þess að
láta nokkuð í móti koma. Hún sá það skjótt eftir að
hún kom til hans, að hún átti skæðan keppninaut Þar
sem Flavía prinzessa var; hún var óbilgjörn að eðlis-
fari og hikaði'ekki við aö koma neinu því í friam-
kvæmd, er gat trygt henni vald yfir hertoganum.
Eins og eg sagði áðan, þá hugsa'ði h,ann eingöngu um
sjálfan sig en skeytti ekkert um óhamingju Antoin-
ette. Og fyr en hana varði var hún orðin flækt inn í
fífldirfskuleg vélabrögð lians. Hún vildi ógjarna yf-
irgefa hann, því að bæði smán og ímyndaðar vonir
tengdu hana við hann, en samt giat hún ekki fengið
sig til að láta hann hafa sig að lagni, né tæla mig í
gildru, svo að eg biði bana af. Fyrir þá sök hafði
hún skrifað mér og aðvarað mig. Ekki er mér kunn-
ugt um Það, hvort bréf það er hún reit Flavíu var
skrifað af illvilja, afbrýði eða meðaumkvun; en þar
gerði hún okkur sámt greiða. Þegar hertoginn fór til
Zenda fylgdist hún með honum, og þar fékk hún
fyrst fyrir alvöru færi_á að sjá grimd hans, og gat
ekki annað en kent í brjósti um konunginn, jafnbágt
og hjann átti. Þaðan í frá var hún á okkar bandi;
mér var það samt sem áður kunnugt, og sagði hún
mér það líka sjálf, að hún hafði alt jaf unnað hertog-
anum, og vonast til að geta bjlargað lífi hans, og jafn-
vel að útvega fulla fyrirgefningu honum til handa,
fyrir iþá sjálp, sem hún hafði veitt konunginum.
Hana langlaði alls ekki til, að hertoginn næði völdun-
um, því að hún var móthverf glæpum hans, enn mót-
fallarni því sem af þeim hlaut að leiðai, gifting her-
togans og frænlcu Hans, Flavíu prinzessu.
(
1