Lögberg - 25.06.1908, Page 2
2.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JÚNÍ 1908.
Hervarnirnar sameigin-
legt mál.
Vér eigum náSarsanilegast aS íá
aö auka á vorn kostnaö fiskiveiöa-
strandgæzluna hér við land. En
aö sleppa henni taki Danir alls ekki
í mál 25 árin næstu aS minsta
kosti, enda ætlast til í móti jafn-
réttis viS oss til fiskiveiSa í land-
helgi (5. gr. frv.J. Þeir hugsa s^r
aS eins því sambandi slitiS eftir 25
ár, ef konungi þóknast eftir tillög-
um alþingis (g. gr.J.
Alt er þetta sök sér.
En hvaS eigum vér aS gera aS
öSru leyti meS danskar hervarnir?
Hver nauSsyn ber til, aS þær séu
sameiginleg mál meS oss og Dön-
um um aldur og æfi?
Gagrt af þeim getum vér aldrei
haft. Danir eru þess alls ómáttugir
aS verja oss fyrir annarra þjóSa
ágangi. Þeir eru gersamlega mátt
vana^sjó hvar sem er. Þeir væri
ekki lromnir hálfa leiS hingaS meS
sinn litla flota áSur búiö væri aS
ná valdi á landinu annarstaSar frá,
ef þeir annars létu sér detta í hug
aö hreyfa hönd eöa fót oss til varn-
ar, þá er svo bæri undir, enda
stæöu ekki t.d. neinu nágranna-
stórveldinu hálfan snúning,er hér
væri komiö og þfeir ættu aö verja
pvo stórt land sem ísland er- Vita-
skuld tækju þeir slikt blátt áfram
aldrei nokurn tíma í mál.
Þeir mundu rneira aS segja
kveSja óöar heim Valinn sinn, til
viöbótar viö heimaflotann, þó ekki
væri annaö en þeir þyrftu aS hai ’a
uppi hlutleysi af útlendum ófriSi,
en ættu sjálfir alls ekki í högg! v:S
út'endu fjendur. Valinn, sem sm'.S-
röur var beint til viöauka viö her-
skipastólinn danska meö því
kænsku yfirbragöi, aö telja íslandi
þann kostnaö, af því aö ekki var
nærri þvi komandi viS fólksþing-
iS, aö verja 1 eyri úr ríkissjóöi
Leint í danskt herskip nýtt, meöan
Inndvarnarnefndin sæti á röksról
um. — ÞaS er eitthvert aödáanleg-
asta drengskaparbragðiSí' \) og
sanngirnis hjá hagfræöisskrifstof-
unni í Khöfn, aö hún telur oss beint
til skuldar þaö sem Valurinn kost-
aöi og útgerð hans, þó aö hann sé
aldanskt herskip og ekki sé ætlast
til aS vér eigum í honum eyrisviröi.
Hugsum oss og, að Danir ættu
kost á einhverjum stórkostlegum
hlunnindum til handa sjálfum þeim
eða aö þeir gætu losast viö ein-
hverjar illar búsifjar meS því aö
leggja ísland í sölurnar, dettur
nokkrum lifandi manni manni 1
hug, að þá mundu ekki renna á þá
tvær grímur, hversu ríkt sem væri
aö orði kveðiS i “Jögum um ríkis-
samband milli Islands og Dan-
merkur”, aS landið “verði ekki af
hendi látið”?
Vér segjum ekki þetta af þvi, aö
vér berum hinar minstu brigðir á
“bræðraþeliö” við oss. Ekkert
bræðraþel stoðar í móti þeim óvið-
ráöanlega sannleika, að þeir yröu
aö sleppa oss hvort sem væri, heföi
alls ekkert bein í hendi til aö haldu
í oss, ef hinum væri kappsmál að
hremma oss, t. d. einhverju stór-
veldinu. ÞaS þarf alls ekki að
líkja þeim viö rúsánesku móöurifta
í sleöanum, sem úlfarnir eltu, en
fleygði i þá barninu sinu til aS
tefja fyrir þeim, meðan þeir væri
aS rífa það í sig. Þ'ó aö þeir bæri
aldrei nema enn heitari ást til vor
en móðir til barns, þá hlyti svona
að fara.
Jafngreinilega liggur hitt í aug-
um uppi, að aldrei þafa Danir neitt
gagn af oss til hecvarna. Enda ætl-
ast Þeir til að haldast skuli áfram
undanþága íslendinga frá allri her-
þjónustuskyldu á sjó og landi. Því
veldur auk annars fjarlægðin milli
landanna, að herþjónustukvöð á oss
er ekki takandi i mál. Hún yrði og
óbærileg sökum fólksfæSar hér og
fátæktar, nauösynarinnar aö verja
öllúm tima og öllum kröftum til að
hafa ofan í sig og á.
Hitt er annað mál, aö hvaS sem
liður öllu sambandi viö Dani eöa
sambandsleysi. hvort sem þaö er
innlimun eöa sambands-sjálfstæöi,
þá hljótum vér fyr eöa síöar aö
koma oss upp dálitlu vopnuöu lög-
gæzluliöi, ef vér eigum nokkurn
tíma að verða að mönnum. Vér
getum ekki unað Því ástandi til
langframa, að vera uppnæmir fyr-
ir hverjum Jörundi hundadaga-
kongi, sem dytti í hug að gera þaö
sér til gamans aö leika hér lands-
höfðingja. — DæmiS um hann lýs-
ir annars mætavel verndinni
dönsku. Og þann óraveg eru Dan-
ir langt i burtu frá allri meðvitund
um verndarskyldukvöð viö “hjá-
lenduna” sína þessa, aö þeir geri
sér enn næsta hugljúfa skemtun aö
því aS minnast á Jörund heitinn g
“hernaö” hans hér, í staö þess aS
fyrirveröa sig fyrir hlutdeild
þeirra í þeim atburöi, gersamlegt
vanmætti og sæmilegt viljaleysi aö
auki til að halda skildi fyrir oss.
Vitaskuld voru þeir sjálfir - þá í
úlfakreppu. En gæti ekki svo far-
ið nú? En — þykjast samt eigi
oss, og stórhneykslast, ef því er
ekki samsint allra-auömjúklegast
og undirgefnast.
KostnaSargrýlu úr því lögreglu-
liöi þurfa þeir ekki aö hugsa sér
að búa til, vorir mörgu og glæsi
lega búnu Dana-fylgifiskar. Lög-
gæzlumennirnir mundu ganga aö
venjulegri vinnu, stunda sína at-
vinnu eins og hverir aSrir mikinn
hluta árs, eins o^ gerist annarstaS-
ar um landvamárliö, sem svo er
kallað, eða milits á aðrar tungur.
StórhertogadæmiS Luxemburg,
sem er fullveöja riki, er þrcf'dt
fólksfleira en vér, og er allur her-
inn þar 8 liðsforingjar og 275 ó-
breyttir liðsmenn . ÞaS er alt og
sumt.
Það munu í stuttu máli fáir
skilja, hvað vér eigum aö gera með
sameiginlegar hervarnir við Dani.
Er ekki slikt hlægileg hugmynd og
andhælisleg?
Hlunnindi geta oss aldrei að því
orðið, en háski nógur.
Því hvaö segir einn stórmerkur
stjórnmálavitringur Dana, öldung-
urinn dr. jur. A.Hindenburg, hæsta
réttarmálafærslumaöur ?
— Margir föðurlandsvinir búast
við endalokum Damiierkur áður
langt um líður (Mange Fœdrelands
venner imódser Danmarks Under-
gang, i en nœr Fremtid, sjá bækl-
ing hans: Dagspressens Betydning
og dens Ansvar, Khavn 1907, bls
I5>-
Þetta segir ekki maður, sem er
nokkurn veginn sama um, hvaö
Danmörku líður, heldur eldheitur
föðurlandsvinur.
En hvaö yröi þá um Island? Er
ekki sjálfsagt, aö þaö mundi sog-
ast niöur í sama svelginn, eins og
smábátur, sem er staddur of nærri
herskipi, sem er aö sökkva? Og er
þaö ekki aö vera of nærri, aö vert
i órjúfanlegu hervarnar sambandi
viö höfuSríkiö?
Þaö er síður en svo að þessi um
mæli séu sprottin af neinum kal 1
til bræöraþjóðar vorrar. ÞaS get-
ur ekki veriö af neinum ímugusti
sprottið eSa neinni ástríBu að spá
henni hrakspám, þótt vitnað sé í
ummæli eftir hádanskan föSur-
: landsvin, þegar tilefni er til og á-
byrgöarhluti er aö dyljast þess,
sem satt er og rétt í þessu sam-
bandi, hvort sem vel lætur i eyrum
eða ekki. Hver er sjálfum ser
næstur. Og hyggjum vér oss ver
borgiö í hervarnarsambandi viö
þegna vora en án þess, þá hlýtur
oss aö vera leyfilegt að kveöa upp
úr meö það. UnnaS getum vér
bræSraþjóð vorri éngu miöur fyrir
þaö, — unnaö henni svo sem efni
eru til: mikið, ef hún sýnir af sér
, bræðraþel i oröum og athöfnum;
lítiö aö öörum kosti. — Isafold.
Hið fjórða ársþing
i íslenzku Únítarakirkjunni í Wpeg
ísl. Únitara í Vesturheimi var sett
þann 12. þ. m., og haldiS- áfram
þar til aö kveldi þess 14.
Varaforseti kirkjufélagsins, hr.
Skapti B. Brynjólfsson, stýröi þing
inu, í fjarveru forseta. Setti hann
þingiS með ávarpi til fólksins, og
stuttu yfirliti yfir starf félagsins á
síöastl. 3 árum (irk því síöasta
þing var haldiðj, í samanburði viS
frélsishreyfingar þær, er oröið
hefðu í trúmálum á íslandi nú í
seinni tiö. Sagöi hann aö frjáls-
trúarfylgjendur hefðu grætt mikið
á síöastliSnum þrem árum, því fé-
lagsleg samtök heföu viSa myndast
bæöi söfnuðir og óháð félög, út
um bygðir íslendinga.
Á fyrsta fundi þingsins voru
skipaöar nefndir fyrir þingiö: í
sunnudagsskólamál, útbreiðslumál
mál og útgáfumál. Sunnudags-
skólanefndin lagSi til, að gefin yrði
út bók, til uppfræöslu um trúfræS-
is- og siðfræSisatriði Únítara, og
var kosin þriggja manna nefnd til
að annast þaS mál í komandi tíö.
Einnig áleit hún einkar heppilegt
aö leggja rækt viS aö kenna ís-
lenzku í sunnudagsskólum félags-
ins, bæði íslenzka tungu og ísl.
þjóörækni.
ÚtbreiSslumálanéfndin lagöi til,
að stofnuð yrðu menningarfélög í
sambandi við söfnuöi félagsins, í
líkingu viö “MenningarfélagiS” i
Winnipeg. Því slík félög áleit
hún að gætu korniö mdklu góðu til
leiðar. Einnig eggjaði hún sem
flesta af námshæfum meölimum fé-
lagsins, aS stunda nám viS guð-
fræðis-skólann í Meadville os. frv.
Útgáfumálanefndin lagði til, aö
gefnar yrðu út nokkrar bækur t’d
viöhalds sunnudagsskólum og upp-
fræðslu unglinga o. s. frv. Einnig
aö mánaðarritiS “Heimir” skyHi
skoöast sem málgagn félagsins,
þar eö þaö heföi ætiö stuðlað aö
málum þess.
Allar þessar tillögur voru sam-
þyktar.
Einnig kaus þingiö sex maiana
. efnd til aö velja og safna sálm-
um, þýddum og frumsömdum, til
sálmabókar útgáfu, er félagið
hygst að takast á hendur innan
skamms. Þessir voru kosnir í
nefndina: Jóhannes Sigurösson,
Albert E. Kristjánsson, Jóhann P.
Sólmundsson, A. J. Johnson
Rögnvaldur Pétursson og Gísli
Jónsson.
Aörar milliþinganefndir voiu
kosnar, til að athuga grundvallar-
lög félagsins, og semja frumvarp
til breytinga, er álitust nauSsynleg-
ar á þeim. Einnig til aö leita eft •:
upplýsingum um afstöðu félagsins
viS American Unitarian Associa-
tion.
Þessir voru kosnir í stjórnar-
nefnd félagsins:
Forseti: S. B. Brynjólfsson.
Vara-fors.: J. B. Skaptason,
Skrifari: Th. Thorvaldson,
ASst.-skrif.: Gísli Jónsson,
ÚtbreiSsIustj.: Pétur Bjarnaso*,
FéhirSir; Hannes Pétursson, j
MeðráSendur: E. S. Jónasson,
Paul Reykdal, Fr. Swanson.
Aöstoöarmenn útbreiöslustjóra:
Jénannes Sigurösson og Eggert J.
Árnason.
ÁkveSiS var aö halda næsta þing
í Júni 1909 í ÁlftavatnsbygS, sam-
kvæmt tilmælum frá Mary Hill
söfnuði.
Á föstudaginn þann 12. kl. 8 aö
kveldinu, hélt séra Rögnvaldur Pét-
ursson fyrirlestur um “Confor-
mity”. Á laugardaginn hélt hr.
GuSm. Árnason fyrirlestur um
“Pragmatism”. Frjálsar umræöur
voru á eftir báöum þessum fyrir-
lestrum.
Á sunnudaginn kl. 2 var messaö
í Únítarakirkjunni; ræöuna flutti
hr. Albert E. Kristjánsson og tal-
aSi um “trúfrelsi”. Á eftir var
trúmálafundur og var umræðuefn-
iS: “Hver ætti aS vera afstaöa
Únitara gagnvart nýjum hreyfing-
um innan íslenzku onþódoxu kirkj-
unnar?”
Þinginu var slitið kl. 6 á sunnu-
dagskveldiö. Kl. 8 sama dag hélt
söfnuðurinn í Winnipeg kirkju-
þingsmönnum og fleirum boðs-
gestum samsæti i samkomusalnum.
Forseti safnaðarins J. B. Skapta-
son stjórnaði ræöuhöldum, en
kvenfélag safnaðarins annaðist um
veitingar.
x.
Frá æsku til miðaldurs.
Allar konur hurfa mikið rautt
blóð, sem Dr. Williams’ Pink
Pills búa til.
Frá æsku til miöaldurs er vellið-
an hverrar konu komin undir blóð
inu. Ef blóöiö er þunt og vatns-
kent, veröur hún magnlaus, mátt
farin, föl og fær óstyrkar taugav
Dr. Williams’ Pink Pills eru beztu
vinir kvenmannsins á öllum aldri,
vegna þess að Þær búa til mikið,
rautt blóð, sem færir hverri taug
líkamans heilbrigöi, krafta og fjör.
Þær hjálpa kvenmanninum einmitt
þégar náttúran krefur mest af
blóöi þeirra. Mrs. H. Gagnon, er
hefir búiö í St. Roches, Que, í
tuttugu ár og er þar vel kynt, segir
frá á þessa leiö: “Dr. Williams’
Pink PiIIs hafa verið mér sannar-
leg blessun. Eg var magnlaus og
af mér gengin og gat varla dregist
á fótum. Eg þjáðist af höfuðverk
og svima, og haföi slæma matar-
Iyst og innanhússtörfin gerðu mig
dauðuppgefna. Eg svaf illa á nótt-
um og ef eg blundaöi fanst mér
þai ekkert hressa mig. Eg var i
þessu ástandi i nærri því þrjú ár
og vár alt af aS taka inn meðul,
en ekkert batnaði mér samt af
þeim. Einn granna minna, sem
hafði brúkaö Dr. Williams’ Pink
Pills og orðið mjög gott af, réöi
mér að reyna þær. Eg gerði það,
og árangrinum er lýst í þessari
einu setningu: ‘Eg er aftur frísk.”
Stundum tek eg samt inn pillurn-
ar; mér virSast þær vera vörn
gegn þeim sjúkdómum, sem sækja
konur einar.”
Dr. Williams’ Pink Pills verka
ekki á magann. Heldur hafa þær
inni að halda einmitt þau efni, sem
búa til nýtt blóö og styrkja taug-
amar^ Þess vegna lækna þær blóð
fcysi, meltingarleysi, gigt, lenda-
verki, hjartslátt og hörundssjúk-
dóma eins 0g bólur og útslátt. Þess
vegna eru þær til svo mikils léttis
fyrir uppvaxandi stúlkur, sem
þurfa á nýju blóði aS halda og
konur, sem heilsutæpar eru. Fást
hjá öllum lyfsölum, eSa sendar með
pósti á 50 cent askjan, sex öskjur
fyrir $2.50, frá Dr. Williams’
Medicine Co., Brockville, Ont.
Linen & Crash
sumarhattar
50c
VeljiS úr fjórum tegundum, mó-
leitir, gráir, hvítir og köfl-
óttir aö Iit.
Sérstakt ver5 .. . ,r . .. 50C.
NEGLIGEE skyrtur og SLIT-
SKYRTUR — Sérstaklega
ódýrar á............95C.
ne Commonwealth
___________Hoover & Co
THE MAHS STORErCÍTYHALL SQliARE.
W. A. HENDERSON
selur
KOL oc VID
í smáum og stórum stíl.
Píano og húsgögn flutt. Vagnar
góöir og gætnir menn. Lágt
verö. Fljót skil.
659 Notre Ðame Ave. Winnipeg
Talsími 8342
The Rat Portage
Lumber Company
Talsími 2843.
Sögunarmillu bútar 16
þml. langir sendir til
allra staba í borginni.
J. B. Tate,
— klæöskeri og endurnýjari —
522 Mre Dame
Talsími 5358
ReyniP einusinni.
Ágætis fatasaumur
Föt hreinsuB
og pressuö f
1 FLJÓTT
Sanngjarnt verB. Fötin sótt og
skilaB.
Stefán Guttormsson,
MÆLINGAMAÐUR,
608 AGNES ST., W’PEG.
Thos. H. Johnson
Islenzkur KSgfrœBlngur og mhU.
færsIumaBur.
Skrlfstofa:— Room 3S Canada Llf»
Block, BufSaustur hornl Portagt
avenue og Maln at.
UtanAskrlft:—P. o. Box 1334.
Telefðn: 423. Wlnnlpeg, Man.
•bt-H-i ll-n-H-hH'H I I I I M.
Dr. B. J. BRANDSON
Office: 650 William Ave.
Telephone: 89.
0fIíCC'tímar: 3-4 og 7-8 e. h.
Heimili: 620 McDermot Ave.
Telephone: 4300.
Winnipeg, Man.
•H-I-'I IJII I-H-t-I I I I I 1 M I -|,
Dr. O. BJORNSON
Office: 650 William Ave.
Teleplione: 89.
Office-timar; 1.30—3 og 7—8 e.h.
Heimili: 620 McDermot Ave.
Telephone: 4300.
Winnipeg, Man.
•H-I’ I I I I II' H-
-H-I-I' I I I I I 'I-fr
I. N. Clegborn, M D
læloatr og yflrsetamafiur.
Hefir keypt lyfjabúSina 4 Baldur,
og hefir Því sjálfur umsjón i öll-
um mefiulum.
Ellzabeth St.,
BALDTJR, . MAN.
P.S.—lslenzkur tfllkur vlfi hendlna
hvenzer eem þörf gerlst.
4-H-M 11 I"I-H-M-I"I'I I im»
N, J. Maclean, M. D.
M. R. C. S.
SérfræBingur í kven-sjúkdómum
og uppskurSi.
326 Somerset Bldg. Talsimi 135
Móttökustundir: 4—7 síBd. og
eftir samkomulagi. —
Heimatalsimi 112.
A. S. Bardal
121 NENA STREET,
selur líkkistur og annast
am útfarir. Allur útbún-
afiur sá bezti. Ennfrem-
ur selur hann allskonar
minaisvarfia og legsteina
Telephone 3oS.
G. M. Bjarnason
málar, leggur pappír og gjörir
,,Kalsomining ‘. Óskar vifi-
skifta íslendinga.
672 AGNES St. WlNNIPEG
TALSÍMI 6954.
PETER JOHNSON,
PIANO KENNARI
við WINNIPEG SCHOOL OF MUSIC
Sandison Blk.
Main Str., Winnipeg
J. C. Snædal
tannlœknir.
Lækningastofa: Main & Bannatyne
”dUFFIN BLOCK. Tel. 5302
KerrBawlfMctoiee Ltd.
UNDERTAKERS & EMBALMERS
229 Main Street, Winnipeg
Ráða yfir fyrirtak gjúkravagni. Fljdt ogl
Icóð afgreiðsla. Hvítur barnalíkvagn $.*(
FERDIN.
I
Píanó og Orgel
enn dviðjafnanlec. Bezta tegund-
in sera fæst í Canada. Seld með
afborgunum. '
Einkaútsala:
THE WINNIPEG PIANO &0RGAN CO.
295 Portage tvt.
Auglýsing.
Ef þér þurfifijaö senda peninga til ís-
lands, Bandaríkjanna efia til einhverra
stafia innan Canada þá notifi Dominion Ex-
press Company's Money Orders, útlendar
ávísanir eða póstsendingar.
LÁG IÐGJÖLD.
AOal skrifsofa
482 Main St„ Wiimipeg.
Skrifstofur vifisvegar um borgina, og
öllum borgum og þorpum víösvegar um
landiO meðfram Can. Pac. Járnbrautinni.
Á V A L T,
ALLSTAÐAR ( CANADA,
BIÐJIÐ UM
EDDY’S ELDSPÍTUR
Eddy’s eldspítur hafa veriB búnar til í Hull síöan 1851.
StöBugar endurbætur á þeim í 57 ár hefir oröið til þess að
þær hafa náð meiri fullkomnun en nokkrar aðrar.
Seldar og brúkaðar um alla ^anada.
t
MEIRA BRAUÐ
Biðjið kaupmanninn vðar um það
PURITy FLOUR
BETRA BRAUÐ
Wcstorn Canaila Flonr Ilill Conipany, w.