Lögberg - 25.06.1908, Side 6

Lögberg - 25.06.1908, Side 6
6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JÚNÍ 1908. RUPERT HENTZAU É0T1B INTHONY HOPE. W,1-1-H"M"1-I-H-H.H''1.1 1 H-H-H Uegar maöur býst viö hættu, þá sebti maöur aldr- ei aö eyöa tíma í Þaö, aö spyrja sjálfan sig hvort veruleg hsetta sé á ferðum, eöa asaka sjalfan sig um hugleysi, heldur gangast strax /ið heigulskap sinum og búasc svo viö sem verulegrar hættu sé von. Ef eg heföi farið Þannig aö, og haft augun hjá mér, veitt nákvæmar gætur skóginum til beggja handa og braut- ir.r.i fram unxlan mér, í staö Þess aö sökkva mér ofan an í gagnsláust grufl, Þá heföi eg kannske haft cóm til aö forðast gildruna, eöa aö minsta kosti til aö ná i skammbyssuna mána og verja mig, eöa aö eyðileggja Þaö, sem eg haföi meöferöis, áöur en tjón hlytist af. En eg var hugfanginn af ööru, cg alt virtist verða í einni svipan. Eg var nú samt farinn aö halda, aö ótti minn væri ástæöulaus, cg var aö safna í mig riýjum kjarki, Þegar eg heyröi mannamál. Það var lágt pískur. Eg sá Þá líka tvo eöa Þrjá menn standa und- ir espitrjánum viö veginn. Á næsta augabragði Þutu Þeir aö mér. Eg vildi ekki berjast meöan eg gat flú- iö. Eg tók undir mig stökk og slapp undan mönnun- um, sem ráöist höföu aö mér, og hljóp nú sem hraö- ast í áttina til ljósanna og húsanna í bænum. Eg átti fjórðung núlu eftir Þangaö. Eg kann aö hafa hlaup- ið tuttugu eöa Þrjátíu skref; eg veit Það ekki. Eg heyröi að hlaupið var jafnhratt á eftir mér. Þá hent- ist eg flatur niður, og vissi aö eg var veiddur. Þeir höfðu strengt taug þvert yfir veginn. Um leið og eg datt, spratt sinn maður upp viö hvora hlið á mér, og eg fann að slakað var á tauginni se m undir mér lá. Þ^arna lá eg á grúfu. Einn maðurinn kraup niður hjá mér, aðrir héldu höndunum á mér. Andlitiö á mér var klemt ofr.n í forarleðjuna á veginum svo aö mér lá við köfnun. Handtöskunni var svift af mér. Svo heyrði eg aö sagt var: “Snúið honum upp í loft.“ Eg Þekti röddina. Þegar eg heyrði hana, staö- fe-tist óttinn, sem eg hafði rétt áður verið aö telja mér trú um aö ástæðulaus væri. Við aö heyra hana staðfestist htigboð Anton’s von Strofzin, og sömu- leiðis skýrðist það hvers vegna Luzau-Risohenheim greifi hafði Þurft aö bregða sér bttrt. Þetta /ar rödd hans. Þeir þrifu nú til mín og veltu mér á bakið. Þarna bauö'st mér færi; eg tók snögt viðbragð, lyfti mér upp og hristi þá af mér. Eg var nú laus svo sem andartak; óvinum mínum virtust fállast hendur, vegna þess hve snögt og óvænt eg brá viö. Eg komst á hnén. En Það var skamma stund, sem eg mátti bet- ur. Einn maður til sem eg haföi ekki áöur séð, hent- ist nú á mig með svo miklu afli, aö eg hrökk alls ekki við. Eg fél aftur, og í Þetta sinn á bakið, og nú var tekið fyrir kverkar mér með heljarafli. Samstundis var gripið um hendurnar á mér og þær teigðar niður. Maðurinn, sem lá ofan á mér beygði sig ofan að mér, og þó að dimt væri oröið gat eg þekt að þetta var Rúpert Hentzau. Hann var lafmóöur vegna áreynzl- unnar að halda mér, en hann brQsti samt og Þegar hann sá það á mér aö eg þekti hann, sauð í hQnum hláturinn og var auðheyrt aö hann hældist um. Þá tók Risohenheim til máls og sagöi: “Hvar er taskan, sem hann bar? Það kann aö vera í tö=kunni?“ “Þú ert asni. Heldurðu aö hann hafi það íkki á sér ?” sagöi Rúpert fyrirlitlega. Haldið honum niður og leitið.” Báðar hendur mínar voru teigðar fast niður, og Rúpert hélt vinstri hendi fyrir kverkarnar á mér. En hann haföi hægri hendina lausa/og með henni þuklaði hann og leitaði á mér. Eg lá Þarna án þess aö geta borið hönd fyrir höfuð mér og var yfirkominn af gremju. Rúpert fann skammbyssuna mina, dró hana upp háðslega og rétti Risohenheim, er stóð rétt hjá honum. Svo fann hann öskjurnar og tók þær upp úr vasa mínum og þá tindruðu augu hans af ánægju. Hann þrýsti knénu fast ofan á brjóstið á mér, svo að eg var við að missa andaun, svo slepti hann hendinni af kverkunum á mér og opnaði öskjumar með ákefð. Komið hingað með ljós,” hrópaði hann. Annar þorpari kom með dauflýsandi skriöljós, og lýsti að öskjunum. Rújært opnaði Þær, og þegar hann sá hvað í þeim var þá hlo hann aftur, og stakk þeim svo í vasa sinn. “Flýtið ykkar, flýtið ykkar!” hrópaði Rischen- lieim. “Við höfum náð í það, sem við þurfum, og menn geta komið á hverri stundu.” Ofurlitill vonarneisti vaknaði hjá mér. Það var auðvitað ilt að missa af öskjunum, en eg hrósaði þó happi, ef þeir fyndu ekki bréfiö. Rúpert gat ímynd- að sér, að eg hefði sendingu meöferöis svo sem eins og öskjurnar, en um bréfið gat hann ekkert vitað. Skyldi hann fara eftir því, sem Rischenheim lagði til? Nei. Hentzau greifi gekk ekki frá neinu hálfgerðu. “Þaö er eins gott að leita á honum almennilega,” sagði hann og hélt áfram leitinni. Von mín sloknaði aftur, því að nú hlaut hann aö rekast á bréfið . Hann fann það líka í sömu andránni, benti ljós- beranum óþolinmóölega aö færa sig nær, og fór svo að rannsaka hvaö í því væri. Mér er enn í minni svipurinn, sem kom á andlitið á honum, Þegar geisl- inn frá skriöljósinu féll á skuggalega, föla, fallega andlitiö á honum, brosbæröu >varirnar og augun sem sem drambið og sjálfsálitið skein úr. Nú var hann búinn aö ná í bréfiö, og fagnaðarglampinn jeiftraði úr augúm hans þegar hann opnaði það. Hann sá skjótt hve mikill fengur þetta var. Samt settist hann niður kaldur og rólegur og fór að lesa Það, og skeytti hvorki um þó aö Rischenheim ræki í sífellu eftir hon • um, því hann var orðinn órólegur, né þó að eg starði á hann heiftaraugum. Hann las bréfiö í hægöum sínum, rétt eins og hann hefði setiö x hægindastól heima hjá sér. Hann brosti háðslega, Þegar hann l^s síðustu oröin, sem drotningin haföi ritað elskhuga sínum. Honum haföi fénast meira en hann haföi bú- ist viö. Rischenheim lagði höndina á öxl honum. “Fljótt, Rúpert lyfljótt,” sagði hann meö ákefö. “Láttu mig í friði, maður. Eg hefi ekki lesið neitt svona skemtilegt langa lengi.“ svaraði Rúpert. Svo rak hann upp skellihlátur og hrópaöi: „Lítið á! Lítið á!” og benti ura leiö á neðanverða blaðsíðuna síðustu. Eg var hamslaus af reiði. Heiftin léði mér nýjan þrótt. í fögnuöi sínum haföi Rúpert gleymt varkárni sinni. Hann lá nú léttar ofan á mér en áð- ur, og um leið og hann benti Risehenheim á endann á bréfinu sem honum fanst svo hlægilegur, leit hann af mér í bili. Þarna fékk eg færi. Eg brást við fast og þeytti lionum ofan af mér. Meö hörkubrögöum tókst mér að losa hægri höndina. Eg fálmaði til hans mieð henni og gat hrifsað af honum bréfið. Rúpert var ekki um að missa af því og stökk á mig. Eg spratt á fætur um leið og hristi af mér manninn, sem hélt vinstri hendinni á mér. Andartak stóðum við Rúpert andspænis hvor öðrum; svo rauk eg á hann. Hann varð mér of viðbragðsskjótur. Hann vatt sér aftur fyrir manninn, sem hélt á skriöljósinu og hratt honum á mig. Ljósið datt niður. “Fáöu mér stafinn Þinn!” heyrði eg Rúpert segja. “Hvar er hann? Svona, það er gott.” Svo heyröi eg Rischenheim segja hræddan og kvíðandi: “Rúpært, þú lofaöir að drepa hann ekki!” Svarið var stuttur griromúöugur hlátur. Eg Eg hratt manninum frá, sem hrint haföi verið í fang- ið á mér og stökk áfram. Eg sá Rúpert Hentzau. Hann haföi reidda kylfu í hendi. Eg veit ekki hvað næst gerðist. Alt varö á einni sjónhending: Rúpert hreytti úr sér blótsyrði, og stökk áfram, stimpingar heyrðust eins og reynt væri aö stöðva einhvern, og svo kom hann þjótandi að mér. Eg fékk þungt högg á ennið og svo misti eg meðvitundina. Svo man eg aö eg lá á bakinu og hafði voðalegan verk i höföinu, og einnig haföi eg óljóst hugboð um að hópur af mönnum stæði uppi yfir mér og aö þeir töluöust viö með mikilli háreisti. Eg gat ekki heyrt, hvað þeir voru aö tala um; eg haföi enga löngun til að heyra það. En eg haföi eitthvert veöur af því, aö þeir voru aö tala um mig; þeir litu til mín og bentu á mig öðru hvoru. Eg heyrði Rúpert hlæja og sá að hann reiddi kylfuna að mér. Þá greip Rischenheim um úlfnliðinn á honum. Eg evit nú að Rischenheim var þá að minna Rúpert á heit hans um að drepa mig ekki, en að eiðar Rúperts voru ekki stráþyngd á metunum, en hann hikaði ein- göngu við að drepa mig fyrir þá sök, að hann var í efa um hvort hægra væri að losast við mig lifandi eða dauðan. En Þá hafði eg enga hugmynd um þetta, en lá þarna sinnulaus. En svo virtust mér mennirnir hætta að tala, skugga draga ‘yfir þá og þeir verða aö ógurlegum óskapnaöi, er virtist krunka og tauta yfir mér áiþekkustum þesskyns ferlíkum, er menn sjá í draumi. Mér ofbauð að horfa á þetta og lagöi aftur augun. Krunkið og tautið hljómaði stundarkorn fyrir eyrunum á mér o§ fylti mig óróa og ógleði. Loksins þagnaöi þaö. Mér létti við það og varpaði öndinni feginsamlega; og svo fanst mér alt eins og _veröa að engu. En svo varð eg rar við eina hugarhræring til, er alt í einu rauf meðvitundarleysi mitt. Eg heyrði kallaö meö sterklegri röddu: “Þ»aö veit guð að eg ætla að gera Það!” “Nei, nei,” hrópaði einhver ann- ar. Því næst kallaði einhver: “Hrað er þetta?” Rétt á eftir heyrðist hratt fótatak, reiöuleg óp og há- reisti, svo skot hvert á eftir öðru, blót og stimping- ar. Afr lokum dó fótatakiö út í fj arska. Eg gat ekkert skilið í þessu. Eg varð þreyttur af aö brjóta heilann um þetta. Skyldu Þeir ekki ætla að vera rólegir. Eg þurfti að fá ró. Loksins varð alt ró- legt. Eg lokaði augunum aftur. Sársaukinn var nú minni. Alt var rólegt. Eg gat sofnaö. Þegar menn lita aftur í timann, og virða fyrir sér hverfulleik hamingjunnar og færin, sem buðust til aö varöveita hana, þá veröur flestum þaö að í- mynda sér, aö þeir heföu getað farið ööru visi og haganlegar að en þeir fóru. Þaö kemur jafnvel fyrir nú þegar eg ligg vakandi á nóttum, aö eg brugga kænleg ráö, er eg hygst mundu hafa koll- varpaö með öllum fyrirætlunum Rúperts. Þá er eg í meira lagi ráðslingur. Þvaðrið í Anton von Strof- zin vekur margskonar grun hjá mér, og eg leið af því skjótar og áreiöanlegar ályktanir, eins og leyni- lögreglumaöur í skáldsögum. Bauer er verkfæri mitt, eg ekki hans. Eg handsama Risahenheim, rek Rupert á flótta og skýt hann i handleggum, og kem sending- unni dýrmætu sigrihrósandi í hendur Mr. Rassen- dylls. Eg er töluvert upp með mér þegar eg er bú- inn aö Þaulhugsa þetta ráöabrugg til enda. En það segi eg satt—já dagsatt—að eg er dauðhræddur um að fara mundi hér um bil eins fyrir mér aftur, nema drottinn gæddi mig nýjum og betri sálargáfum. En ekki mundi eg samt láta Bauer leika á mig í ann- að sinn, það Iheitstrengi eg! en svona fór það. Þeir léku á mig. Eg lá eftir á veginum blóðugur á höföi, og Rúpert Hentzau fór með bréfiö drotningarinnar. III. KAP.fTULI. Vegna þess aö mönnum er gjarnt til að þakka forsjóninni það, sem betur má fara, þá segi eg að handleiðsla hennar eða hamingjulán mitt bjargaði lífi mínu, en ekki eiöstafur Rúperts Hentzau. Hrær- ingar heila mins þó sjúkur væri studdust við veru- leikann; stimpingamar, hlaupin og brottförin voru ekki tómur draumur. Maður nokkur heiðvirður á nú heima í Vinten- berg og lifir þar góöu lífi sakir þess aö svo vildi til að vagn hans, með fjórum hraustum piltum, bar að í þaö mund er Rupert var í þann vegiinn að slá mig banahögg. Þegar vaernstjórinn og sveinar hans sáu manna hópinn þustu þeir niöur úr vagninum og að fjandmönnum mínum. Þeir sögöu að einn bófinn— eg fór nærri um hver Það var—hefði viljað berjast og heitiö á förunauta sína að veita viðnám; en þeir höfðu verið hyggnari, gripið til hans og dregið hann á brott með sér hvað sem hann sagði, áleiðis til jám- brautarstöðvarinnar. f þá átt var engin bygð og viss von um undankomu. Hjálparmenn mínir sóttu eftir þeim. En þeim leist ráölegast að fara varlega, er flóttamenn skutu tveimur skammbyssuskotunum, sem eg hafði heyrt, þó að eg vissi þá ekki hvemig á þeim stóð. Þetta voru miskunnsamir Samverjar þó að þeir væru engir hermenn, og nú sneru þeir þang- að sem eg lá meðvitundarlaus á veginum, og prísuðu bæði mig og sig sæla fyrir þaö, aö fjandmenn svo vel vopnaðir skyldu flýja en eigi þora að halda velli. Þeir fengu helt ofan í mig ofurlitlu af víni, og rétt á eftir opnaöi eg augun. Þeir ætluðu að flytja mig á sjúkrahúsið. Eg vildi ekki heyra Þaö nefnt. 'fíeg- ar æg fór aö átta mig, og vissi hvar eg var staddur, þá margendurtók eg í sífellu: “Gylta ljónið, Gylta ljóniö! Tuttugu krónur fyrir að bera mig til Gylta ljónsins!” Og með þvi að þeir héldu, að eg væri maður, sem | ráðið gæti ráöum sínum sjálfur og vissi hvert eg vildi fara, þá tók einn þeirra handtösku mína, en hinir lyftu mér upp í vagn þeirra og lögðu á stað til gisti- hússins þar sem Rudolf Rassendyll hélt til. Eina hugsunin, sem gat fest sig í mSnum veiklaða heila var að komast á fund hans svo fljótt sem auðiö yrði og segja honum hve klaufalega hefði tekist fyrir mér aö eg hefði látið leika á mig og ræna mig bréfi I drotningarinnan Hann var þar. Hann stóð í dyrum gistihússins, | og virtist vera að bíöa eftir mér, þó aö eigi væri al- | veg kominn ákveðni tíminn. Þegar þeir óku mér að dyrunum, sá eg hann standa þar, háas og beinvaxinn og glattipa á rauða hárið á honum viö skinið af dyra- ljósinu. Og það segi eg satt að þá varö eg eins feginn og týnt barn af að sjá móður sína! Eg rétti honum höndina út úr vagninum og tautaði: “Eg hefi mist Það.” Hann tók viðbragð, þegar hann beyrði þetta og hljóp til mín. Svo sneri hann sér snarkga að vagn- stjóranum og sagði: “Þessi maöur er vinur minn. ' Fáið mér hann í hendur. Eg skal tala betur við ykkur sfðar.” Hann 6IPS A YE66I. Þetta á aö minna yður á að gipsið sem vér búum til er betra en alt annað. Gipstegundir vorar eru þessar: „Empire“ viðar gips „Empire“ sementveggja gips „Empire“ fullgerðar gips „Gold Dust“ íullgerðar gips „Gilt Edge“ Plaster Paris „Ever Ready“ gips Skrifið eftir bók sem segir hvað fólk, sem fylgist með tímanum, er að gera. Manitobd Gypsum Go., Ltd. SkRIFSTOFA OG MYLJIA WINNIPEG, MAN. beiö meöan veriö var aö lyfta mér út úr vagninum, tók svo sjálfur viö mér og bar mig inn. Eg var nú búinn að fá alt ráð og vissi gerla hvaö gerðist. Eað voru tveir eða þrír menn í anddyrinu, en Mr. Rass- endyll lét sem hann sæi þá ekki. Hann bar mig hvatlega upp stiga og inn í setustofu sína. Þar setti hann mig niöur í hæginastól og nam staðar fyrir framan mig. Hann var brosleitur, en eg sá samt á augum hans að honum var órótt. “Eg hefi mist það/ ’sagði eg aftur, og leit framan í hann í meiralagi aumur. “Það verður að sitja við Það,” svaraði hann og kinkaöi kolli. “Eigum viö að láta það bíða, eða get- ur þú sagt mér það strax?” “Já, en gefðu mér kognak fyrst,” svaraöi eg. Rudolf gaf mér ofurlítið af kogjnaki mikið vatnsbJandað, og því næst fór eg aö búa mig undir aö segja honum hvaö gerst hafði. Þ'ó að mér lægi við yfirliði, var eg ekkert ruglaður, og sagði honum sögu mína, stuttlega, í flýti en allgreinilega. Hann var hinn rólegasti Þangað til eg mintist á bréfið. Þá brá honum. “Og bréf líka?” hrópaði hann og röddin bar vott um undarlegt sambland af ótta og óvæntri gleði. “Já, bréf líka; hún skrifaöi bréf og eg fór með það ásamt öskjunum. Eg hefi mist hvorutveggja 1 Rupert hefir náð bréfinu líka!” Eg hefi liklega ver- ið býsna veikur eftir höggið, því að nú misti eg stjórn á sjálfum mér. Rudolf kom til mín og tók í höndina á mér. Eg náði mér þá strax aftur og leit framan í hann, þar sem hann stóð hjá mér þungt hugsandi og strauk hendinni um nýrakaða hökuna. Nú er eg var komi^in til hans aftur fanst mér sem við hefðum aldrei sldlið; mér fanst rétt eins og við vera enn saman í Streslau eða á Tarlenheim-slotinu, og værum að taka ráð okkar saman um aö leika á Michael. svarta, senda Rupert þangað sem hann átti vísan isama stað, og koma konunginum aftur í há- sæti, þvé að Mr. Rassendyll var ekkert breyttur síð- an við hittumst síöast, og jafnvel ekkert heldur síð- an hann ríkti í Streslau, nema að því að gráir topp- ar sáust í hári hans. Mér var dauðrlt í höföinu. Mr. Rassendyll hringdi bjöllunni þrisvar og kom (þá inn lágvaxinn gildur maöur miðaldra. Hann var í tweed-fótum og látbragð hans bar vott um dugnað þann og trú- mensku, sem einkennir enska þjóna. “James,” sagði Rúdolf. “Þessi maöur hefir meiðst á höföi. Þu verður að stunda hann.” m Jatnes fór út. Eftir litla stund kom hann aftur, með vatnsfat, þerridúk og umibúðir. Svo beygði hann sig ofan að mér og fór að þvo sár mitt mjög vandlega. Rudolf gekk um golf. “Ertu búinn að binda xim sárið, James?” spurði Rudolf litlu síðar. “Já, herra,” svaraði James og tók saman þing sín. “Komdu þá með símskeytaeyðublöð.” James fór öt og kom með þau rétt S eftir. ' / EINKUM.búnar til fyrir bændurog griparæktarmenn. Búnar til úr undnum gormrír Nr. 9, vel galvan- séraðar og auðvelt að setja þær upp út á víðavangi með eins mörgum vírum og þurfa þykir. Engir gaddar, sem geta meitt góða gripilog þurfa ekki stöðugra viðgerða með. Kostar ekkert meira en jafnmargir þættir af gaddavír, og endast fjórum sinnum lengur. Nánari upplysingar gefnar og verölisti með myndum og sýnishorn af girðingunum sent ef irai er beðið. -wVíriokavor. ÓSKAÐ EFTIK ÁREIÐANLEGU.M U.MBOÐSMÖNNUM. The Great West Wire Fence Co., Ltd., 76 uombardst. Winnipeg, Man. REIÐHJOL : „PERFECT“ og „IMPERIAL“ 311 Douald St. Eru bezt. Vér höfum Iíka mikið af brúkuðum reiðhjólum. Á móti Dominion Auto Co. Viðgerðum sérstakur gaumur gefinn.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.