Lögberg - 15.10.1908, Blaðsíða 5

Lögberg - 15.10.1908, Blaðsíða 5
f •*» - LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. OKTÓBER 1908. gróígerðan fatnaC, sem 'þyngstur var í viktinni, fátæklingunum. Á ullardúkum (woolen cloths) var tþánnig tollurinn hjá þeim con- servatívu frá 39—60 prct. ('meö aukatollinum), en er nú hjá li’b- erölum 35 prct. undantekningar- laust. Þess má og geta, afS frá Bret- landi hefir tollurinn veriö þriðj- ungi lægri undir liberalstjórninni en hér hefir veritS skýrt frá, svo aiS munurinn veríur enn meiri, enda er þaS kunnugra en frá þurfi aS segja, atS fatnatSur er nú miklu ó- dýrari eftir gæöum heldur en hann var undir hátollafyrirkomulagi con servatívu stjórnarinnar, þar sem innanlands- klæöaverksmiöjumenn- irnir hugsuöu alt um aiS græöa sem mest á vörum sínium, en ekkert um atS vanda þær, því að samkepni var ekki a?S óttast. Verndartollamúr- inn, sem conservatívar lögðu um Canada hamlaði því, að hennar gæti gætt. Þannig fóru conservatívar að því að auðga verskmiðjumennina, fylgifiska sína, en féfletta almúg- ann. Alþýðuna langar ekki í þá með- ferð aftur. < « hagaði svo stjórn sinni, að það leiddi (af, að bændur fengu sár- lltið verð fyrir sínar vörur, afurð- ir búa sinna, en voru neyddir til að kaupa nauðsynjar sínar á upp- sprengdu verði. Það er ekki von að bændur langi í slíkt ástand afbu.r, og 26. þ. m. sýnia þeir vafalaust Laurierstjórn- inni sama traulst og sömu viður- kenningu eins og þeir hafa gert við undanfarnar samibandskosningar síðan hún k<mi til valda. Gjörðir Laurier-stjórn- arinnar. Verðhœkkun á vörum bænda. Margskonar er hagurinn, sem leitt hefir af hinni vitíirlegu stefnu Laurierstjórnlarinnar i innflutnings málunum og því, að fólkið hefir fjölgað jafnmikið á hennar stjórn- artímum og kunnugt er. Frumbyggjarnir hér og þeir, sem búnir eru að dvelja hér milli tóu og tuttugu árin, og muna eftir deyfðarfargimu er grúfði yfir landi og lýð, meðan afturháldisstjórnin var að sjúga blóð og merg úr bænd unum til að fita verksmiðjueigend- urna austur frá, sem urðu miljóna- menn hver eftir annan á örfáum árum, — þeir menn segjum vér eru enn ekki búnir að gleyma um- skiftunum, sem urðu á ástandi bænda, eins og annara landsmanna )þegar Laurierstjórnin kom til valda. Vörur bænda voru í afarlágu verði eins og minst var á í síðasta blaði. Þeir >sem voru hér í landi næst síðasta ár, sem afturhalds- stjórnin hangdi við, þeir muna eft- ir því, að þá var það hér um bil sama að selja ýmsiar afiurðir af griparæktarbúum hér í Winnipeg og að fleygja tþeim í Rauðána. Gött dæmi þess var smjörverðið. Þá var smjör selt hér i Winnipeg manna á milli fyrir isegi og skrifa 10 ct. pundið. En vitanlega fengu bændur enn minna fyrir það, úti á sveitamarkaðinum, eða sama sem ekki neitt. En vitanlega var smjörverðið svonta lágt vegna þess, að á þeim tímum var svo fátt um þann flokk manna er ekki stundaði akuryrkju hér í Manitoba, að meira smjör barst hér inn á markaðinn en eftir- spurnin var eftir. Síðan liefir smjör verið aftur á móti að hækka i verði, og á síðuistu árurn hefir verð aö meöaltali lík- lega verið kring um 23 cent. pd. hér í bænum og framleiðsla smjörs hér i Vesturlandinu hefir eigi ætíð reynst nægileg eða vegið upp á móti eftirspurninni nú upp á síð- kastið, jafnvel þó að smjör-gerð og framleiðsla mjóikur hafi aukist hér um slóðir stórum isíðan 1896. Sama er að segja um egg, sem er önnur tekjiugrein af búum bænda hér í Vesturlandinu. Verð á eggjum var afarlágt, einkum um sumartímann bæði árið 1895 og nokkur ár þar á eftir. En undian- farin síðustu ár, hefir eftirspurn eftir eggjúm verið svo tnikil, að sæmilega gott verð hefir fengist fyrir þau alt árið um kring. Þlegar bændu.r minnast þessa, og eigi siður hins, að á fyrri ár- um undir stjórn afttirhaldsmanna, urðu þeir að greiðn meira fyrir klæði og aðrar tollaðar nauð- synjavörur, þá þarf eigi að ugga um það, að þeir ihugsa sig tvisvar um áður en þeir fara að styðja þann stjórnarflokk til \alda, er Til þess að hægt sé að fá yfirlit yfir gerðir liberal stjórnarinnar þessi 12 ár, sem hún hefir setið að völdum, þarf fyrst að athuga hvernig ástandið var, þiegar hún kom til valda 1896. Þáð eru engar ýkjur þó sagt sé, að yfir landinu hafi legið dauöamók. Viðskifta- lífið var dauft, iðnaður ólagi, og bændur voru sáróánægðir. Afturhaldsmenn, sem við stýrið sátu, börðust eins og hundar og kettir innibyrðist. Stjórnin hafðist ekkert að. Hvert hneykslið rak annað. Þjóðskuldir fóru vaxandi ár frá ári, þrátt fyrir það þó skatt- ar væru háir. Trúarlegt hatur og úlfúð var milli manna vegna af- skifta stjórnarinnar af kirkjumál- um Manitoba. Friður saminn Laurier-stjórnin lét þáð verða sitt fyrsta verk að stilla til friðar. Hún kom á sættum með kaþólskum og mótmælendum í Manitoba. Tollar lækkaðir. Tólllöggjöfin var strax endur- skoðuð. Hátollar afturhaldsmanna höfðu lengi verið illa þokkaðir af allri alþýðui mannia. Svo sterkar voru kröfur manna orðnar á síðustu stjórnarárum conservatíva, að þeir neyddust til að lækka tolla dálítið. Þegar frjálslyndi flokkurinn komst að, tók hann þegar í stað að færa niður tollana og áfnema þá alveg af sumum nauðsynjavörum. Hefir sá flokkur jafnan fylgt dyggilega þeirri meginreglu, að gera allri bjóðinni jafnhátt undir höfði, en veita engurn sérstök hlunnindi að á- stæðulausu. Ef sömiu tollar hefðu verið í gildi frá því liberalar komust að og voru 1896, þegar conservatívar sátu að völdum, hefðu tolltekjurnar numið næstum 50 milj. doll. meira. Verzlunarviðskifti Canada við út- lönd voru þrefalt meiri árið sem leið heldur en 1896, og er það eigi lítið tolllækkuninni að þakka. Toll-ívilnun við Breta. Conservatívar hafa lengi iátið sem þeir væru einir Breta vin- ir í Canada. Sú vinátta hefir þó verið meira í orði en á borði, og [ mest falin í að leika skrípaleiki með i brezka fánann eigi ólikt því, sem Roiblin stjórnarformaður hér í I Manitoba gerði í skólaflöggunar- málinu. Þeir hafa aldrei gert [ minstu vitund til að auka verzlun- arviðskifti milli Canada og Bret- I iands. Eitt með fyrstu verkum lib- ÁVARP til kjósenda í Saltcoatskjördæmi. Eins og yður er sjálfsagt kunnugt, var eg valinn á fjöl- mennum fulltrúafundi til að vera. þingmannsefni frjálslynda flokksins í Saltcoats-kjördæmi til sambandsþingsins. í tilefni af því leyfi eg mér að ávarpa yður. Stefna frjálslynda flokksins hlýtur að falla þeim, sem í vestur-fylkjunum búa, vel í geð. Það eitt ætti að vera nóg til þess að kjósendur sýndu Laur- ier-stjórninni enn á ný traust, að hún hefir svo röggsamlega bundið enda á loforð sín 1904 um að láta leggja og hafa yfirráð yfir G.T.P. járnibrautinni. Það er og eigi litils virði fyrir vestur- ibúa, að Laurier hefir lofað að láta undir eins leggja járnbraut til Hudsonflóans og byggja kornhlöður hjá Fort Churchill og stjórni þvx óháð nefnd fyrir þjóðarinnar hönd. Vér verðum líka að kunna að meta það, að þar sem áður var tekjuhalli, er nú tekjuafgangur og að þjóðskuldin hefir ver- ið færð niður um $10.00 á mann, lokið við mörg stórfyrirtæki, tollar lækkaðir og von á meiri niðurfærslu. Hvað hefir afturhaldsflokkurinn að bjóða á móti þessu? Helzta atriði' stefnuskrár þeirra er eins og fyrri gamla vemdartolla- og einokunar-stefnan, þó þeir vilji fara leynt með það. En af þvi þeir vita, að þeir geta ekki sannfært fólk um ágæti hennar, þá hafa þeir lagst á það lúalagið, að svívirða og rógbera mótflokkinn. Þeir þora samt ekki að koma með skýrar sakir, heldur reyna þeir að eitra almenningsálitið með slettum og skítkasti. Hvorir eiga að komast að? Látum þjóðina segja til. Eg er viss um, að hún dæmir rétt og velur enn frjálslynda flokk- inn, aliþýðuflokkinn, til að halda áfram því góða starfi, sem hann hefir byrjað á. Virðingarfylst, THOS. MacNUTT. Jafngóðar og þær væru teknar við dagsljós. Við tökum myndir á kveldin. Sérstakt á laugard. ‘ $2-00 NEW YORK STUDÍO, TALSÍMX 1919. 576 MAIN ST., WINNIPEG 0UFFING0. Stjórnmálafundir í Saltcoats. Fundir verða haldnir á eftirfylgjandi tveimur stöðum til að ræða mál þau, sem á dagskrá ’eru: Vallar skólahúsi ('skamt f.rá -Dongolaý þ. 21. þ. m., kl. 8 síðd. Lögbergs nýlendu 23. þl m. kl. 8 síðd. Hr. W. H. Paulson verður á fundunum og flytur ræður. Andstæðingum er boðið að senda menn á fundina, að tala máli þeirra. Þeir sem ætla að tala, eru beðriir að gefa sig fram fyrir fundinn. erala var að veita brezkum vörum I toll-ivilnun. Það hefir orðið til hins mesta hagnaðar fyrir bæði | löndin og viðskifti þeirra margfald- ast. Toll-ívilnun þessi var svo látin ná til nær allra brezku nýlendanna, en þær veittu aftur toll-ivilnun canad- iskum vörum. Þær fóru líka nær ailar að dæmi Canada með að veita brezkum vörum toll-ívilnun. Geta menn nú dæmt um hvor flokkurinn muni bera hlýjara bróðurþel til til Breta; þeir, sem sýnt hafa það i verkinu með toll-ívilmuninni að þeir vilja glæða sem mest samúð milli landanna, eða hinir, sem ekkert gera annað en veifa í kring um sig brezka fánanum. Canada gerir verzlunarsamninga. Fvrir skömmu gerðu tveir ráðgjaf- ar Lauriers verzlunarsamning við Frakkland og er það í fyrsta sinni að canadiskir stjórnmálamenn hafa gert svolagaðan samning á eigin bíti. Bretastjórn sá strax, að Canadamenn sjálfir mættu bezt vita hvað þeim hentaði og gaf þeim því vald til að gera samninginn. Sá samningu.r er hagfeldur fyrir Can- ada og stórum betri en sá sem gerð- ur var í tíð afturhaldsmanna. Hann bíður nú samþyktar þings Frakka. Samgöngumál. Viðskiftalíf og velmegun hvers lands er undir því komin, að þar séu greiðar og góðar samgöngur bæði innanlands og eins við útlönd. Þessari meginreglu hefir Laurier- stjórnin framfylgt með mesta dugnaði. Hún. hefir bætt skipaleið- ina um St. Lawrence ána. 'Ha'frt1 irnar við vötnin hefir hún endur- bætt og látið gera nýjar. Af þess- um atgerðum stjórnarinnar hefir leitt það, að miklu meira af korni er nú flutt til Evrópu frá höfnum í Canada en áður var.. New York og fleiri hafnarbæir í Bandaríkjunum lka hornauga til Þessa mikla upp- gangs Canadabæjanna, einkum Montreal. Járnbrautir I Það kannast allir við, án tillits til ■þess hvorum flokknum þeir fylgja, að járnbrautalöggjöfin 1903 og skipun járnbrautanefndarinnar sé ein sú mesta réttarbót, sem gerö hafi verið á þingi Canada. Það er ekki ofsagt, að járnbrautir Ganada séu nú því nær algerlega háðar eft- j irliti stjórnarinnar, án þess að það! skerði hagsmuni félaganna. Járn- brautamálanefndin hefir algert vald til að ákveða flutningsgjöld, ogget-j ur afnumið að félögin ívilni eða í- þyngi vissum mönnum. Hún getur neytt járnibrautafélögin til að gera öllum jafnhátt undir höfði. Það er á hennar valdi að segja til um, hvernig haga skuli til þar sem járn-. braut liggur þivert yfir þjóðveg.; Hún rannsakar járnbrautaslys o. fl o. fl. ' stjómin ábyrgst skuldabréf félag anna, — einkum í vestíir-fylkjunum —og þá ábyrgð er næsta ólíklegt að landsjóður þurfi nokkurn tíma að borga. Framh. LIMITED Handmyndavélar, MYNDAVÉLAR og alt, sem aö myndagjörö lýtur hverju nafni sem nefnist. — Skrifið eftir verö- jista. DUFFIN & CO., LTD., 472iMain St., Winnipeg. Nefnið Lögberg, Til kjósenda í Winnipeg. Samkvæmt beiðni fjölmenns fund- ar þeirra, er Laurierstjórninni fylgja að málum, hefi eg gefið kost á mér til Þingmensku í neðri deild fyrir Winnipegkjördæmi. Helzta á- stæðan, til þess að eg tók þessari tilnefningu er sú, að eg álít lagning Hudsonsflóabrautarinnar sé mest áríðandi allra mála þeirra, sem nú eru á dagskrá í Vestur-Canada, og að það er allsvarðandi að menn fall- ist á stefnu Sir Wilfrid Laurier og brautin verði lögð undir eins. Aðalárangur stefnu stjórnarinnar síðastliðin tólf ár er sá, að vestur- fylkin hafa blómgast og blessast. Það er mjög mikils varðandi að þeirri stefnu sé haldið áfram. Það er sérstaklega mikils um vert, að jámbrautinni um álfuna þvera verði lokið, sem stjórnin vinnur nú að með oddi og egg, að verði bygö, og sem er að öllu leyti sönn fyrirmynd járnbrauta, og hefir ótakmarkað flutningsþol. Lagning Hudsonsflóabrautarinn- ar mun algerlega umbreyta akur- yrkju- verzlunar- og iðnaðarmáÞ um í sléttufylkjunum og verða þeim meir til hagsældar — og þá líka Winnipeg — heldur en nokkuð ann- | að, sem hægt væri að stinga upp á. Vér höfum beðið eftir Hudsons- flóabrautinni í tuttugu og fimm ár. Nú er færi á að fá hana lagða. Hún kemur ef Laurier verður á- fram við völdin. Eg mælist virðingarfylst til at- kvæða yðar. Með virðingu, D. C. CAMERON.. Stjórnin hefir verið ótrauð á að , styrkja járnbrautarfélög til að leggja nýjar brautir. Sá styrkur hefir numið 21 milj. dollara þessi tólf ár, sem Laurier-stjórnin hefir, setið að völdum. Sömuleiðis hefir Pólitískur fundur á Lundar Hall. Fundur var haldinn á Lundar Hall kveldið þ. 6. Október af Glen Campbell, þingmannsefni conserva- tíva fyrir Dauphin kjördæmi. Auk Mr. Campbells töluðu þar B. L. Baldwinson og Capt. Sigtr. Jónas- son. Mr. Campbell hóf umræðurnar °& gekk ræða hans mestmegnis í það að rógbera Mr. Burrows, mót- stöðumann sinn. Taldi hann upp marga pretti, sem Mr. Burrows hefði átt að gera sig sekan í, við bæði síðustu og aðrar kosningar; en engar sannanir færði hann fram fyrir þessum ákærum eða öðrum ill mælum sínum um Mr.Burrows það kveld. Mr. Campbell svo að segja játaði, að hann væri ekki eins mik- ið pólitískur andstæðingur Mr. Burrows eins og persónulegur ó- vinur hans. Þótti flestum all-lítið til þess koma að hlusta á þennan ó- hróðurs-austur Campbells, og mun hann öldungis ekki hafa bætt fyrir sér með þessu. Næst talaði Capt. Sigtr. Jónas- son. Hann sýndi fram á, hve lítil- mannlegt það væri af Mr. Camp- bell að koma með svona ákærur gegn Mr. Burrows, þar sem hann væri eigi viðstaddur til að svara fyrir sig. Á fundi, sem haldinn hafði verið á Otto, kveldinu áður, hafði Mr. Baldwinson komið fram með “rauðu línu” bullið ('the thin red IineJ, þar sem conservatívar segja, að 1,400 nöfn hafi verið strikuð af kjörskrá í Selkirk-kjör- dæmi við síðustu kosningar. Þetta hafði Mr. Baldwinson komið með, þótt Mr. Foster hefði gleypt ofan í sig aftur það, sem hann fFosterJ hafði sagt þessu Viðv’ikjandi í þing inu í Ottawa. Capt. Jónasson sýndi fram á hve heimskulegt og smá- smuglegt annað eins og þetta væri; að ímynda sér að nokkur maður tæki mark á öðru eins og þessu, eftir að conservatívar sjálfir væru búnir að taka það aftur. Þar næst útskýrði hann hvað Laurier-stjóm- in hefði gert mikið fyrir þetta land, og var góður rómur gerður að ræðu hans. Svo kom Mr. Baldwinson fram á pallinn. Hann sýndi þar algerlega nýja reikningsaðferð. Hann sagði I að Mr. Jackson .þingmannsefni lib- ! erala í Selkirk-kjördæmi, staðhæfði I í ávarpi sínu ('birtu í Lögbergi) til , kjósenda í þíví kjördæmi, að áætl- aður kostnaður við þær 90 mílur af Grand Trunk Pacific brautinni, sem lægju í gegn um Selkirk-kjör- dæmi, væri $1,300,000 (Tin miljón og þrjú hundruð þúsund dollarsj. Mr. Baldwinson reiknaði þá út, að hver míla myndi kosta $144,500, eða því sem næst. En nú getur hver rnaður séð, sem reiknar þetta út, að Mr. Baldwinson skakkar um $130,000 á míluna, eða sem næst $11,000,000 á þessum 90 mílum, því þegar við deilum $1,300,000 með 90 mílum, kemur út $14,444.44 á hverja rnílu, i staðinn fyrir $144,500. ('Ætli að Mr. Baldwin- son sé að læra reikning hjá Fost- er?J Svo talaði Mr. Baldwinson um tollmálin, þótt hann segði á fundi, sem var haldinn nokkru áður, að hann botnaði ekkert í þeim. Hann taldi upp margt, sem er tollfrítt nú, og sem var tollfrítt undir conserva- tívum, og ásakaði svo Laurier fyrir það alt! Allar athugasemdir hans þessui máli viðvikjandi virtust benda til þess, að hann væri að læra þ'jóðmegunarfræði hjá herra Ames frá Montreal. Það var athugavert, að engum varð það á að lúka nokkru lofi á ræðu Mr. Baldwinsons. J. G. J. LEITIÐ og annara nau3- beztra nýrra og brúkaðra Húsgagna, lámVÖrU, sýnlegra búsá Leirvöru — hjá— THE WEST END NewT and Second Hand STORE Cor. Notre Dame & Nena Nýja skóbúðin LAGLEGIR HAUST- SKÓR Kyennianna og Karla Fallegt nýtt lag af gljáleður' skóm úr folaldaskinni. Demi- Glaze Calf, Russia Tan Calf og Imperial Vici Kid stív^l. Léist- urinn eftir nýjustu tízku Verö $2 og upp Alveg nýjar birgðir af lágnm rykhlífum og leggbjörgum með ýmsum litum. Verð óoc til |i Bréf-pöntunum nákvæmur gaumur geúnn. Quebec Shoe Co. 639 Main St. Bod Accord Blk. Tals. 841 6 dyr norður af Logan Ave. c X. J. Ferguson, vínsali 290 William Ave.Market 8quare Tilkynnir hér með að hann hefir byrjað verzlun og væri ánægja að njóta viðskifta yðar. Heimabruggað og xnnflutt: Bjór, öl, porter, vín og áfengir drykkir, karjpavín o. s. frv., o. s. frv. Fljót afgreiðsla. Talsími 3331. Ilotel Iptit Talsími 4979. Nýtt hús með nýjustu þægindum. ,,American Plan. “ JOHN McDONALD, eigandi. James St. West (nálægt Main St. $1. 50 á dag. — Winnipeg.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.