Lögberg - 03.12.1908, Blaðsíða 6
6.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. DESEMBER 1908.
«t-'M' I ■!' I I' I I' l -l-I-H-I-M-t-H-
RUPERT HENTZAU
xrriR
ÍNTHONY HOFB.
■f-H-I-I-I-H-I M M H11 I -I-l-I-1-1 -I-H-H-H-H-H
“Faröu aö lesa bænir þínar!” Þeir héldu áfram
aö berjast. Þaö var í alvöru en engu gamni. Og
kommgurinn — konungurinn hennar — konungur -
inn, sem henni var svo einstaklega kær — var aþrna
í voðalegri liættu. Hún Já enn um stund á hnján
um og horföi á þá. En svo rak hún upp lágt vein,
spratt upp og liljóp sem fætur toguöu ofan stigann.
Hún geröi sér ekki grein fyrir hvað hún ætti aö gera,
en samvizka hennar sagöi henni aö hún yröi aö reyna
aö hjálpa konunginum. Þegar hún var komin niöui
neðsta stigann, hljóp hún meö æöisglampa í augunum
inn í eldhúsiö. Potturinn var yfir eldinum og gamli
konan hélt enn á skeiöinni, en 'hún var hætt aö stara
og hafði hnigiö ofan á stól.
“Hann er að drepa konunginn! Hann er aö
drepa konunginn!” hrópaöi Rósa, og þreif í handlegg-
inn á móöur sinni. “Hvaö eigum viö aö gera,
mamma? Hann er aö drepa konunginn!”
Gamla konan leit upp róleg, og brosti slægöar-
lega.
“Viö skulum ekki skifta okkur af þeim,” sagöi
hún. “Þaö er enginn konungur hér.”
“Jú, jú. Hann er uppi í herbergi greifans.
1>eir eru aö berja-t, hann og Hentzau greifi. Rúp-
ert drepur hann, mamma!”
“Viö skulum ekkert skifta okkur af þeim. HelJ-
uröu að hann sé konungur? Já, sá er nú konungur, ’
tautaði gamla konan aftur. ,
Rósa stóð svo sem andartak og starði á hana
glampa í augum hennar.
ráöalaus og í örvæntingu. En svo brá alt í einu fyrir
“Eg vcrö aö kalla á hjálp,” sagöi hún.
Þá var eins og gamla konan vaknaöi af svefn’.
Hún spratt upp og greip í öxlina á dóttur sinni.
“Nei, neí!” hrópaöi hún og bar ótt á. “Þú—þú
veizt ekki. Skiftu þér ekkert af þeim, kjáninn þinn!
Þér kemur þetta ekkert viö. Skiftu þér ekkert af
þeim.”
“Lof mér aö fara, mamma! Lof mér aö fara.
Mamma, eg verö aö hjálpa konunginum!”
“Eg ætla hvergi að Iáta þig fara,” 'sagöi Mrs.
Holf.
En Rósa var ung og þrekmikil; hún var hálfóÖ
af hræöslu, því aö konungurinn var í hættu staddur.
“Eg verö aö fara,“ hrópaöi hún, og svo sleit hún
sig af móöur sinni, svo snögt, aö gamla konan hent-
ist aftur á bak á stólinn og skeiöin hraut úr hendinni
á henni og glamraði viö gólfiö. En Rósa hljóp fram
ganginn og gegnum búðina. Slagbrandurinn taföi
hana, en henni tókst aö ná honum frá, þó hún skjálf-
hent væri. Svo reif hún opna hurðina upp á gátt. Þá
brá henni heldur en ekki viö aö sjá allan mannfjöld-
ann úti fyrir. En isvo kom hún auga á mig, þar sem
eg stóö á milli Rischenheims og lífvaröarforingjans,
og þá rak hún upp æðisgengna ópiö: “Hjálp! Kon-
ungurinn!”
Eg brá hart viö og var á svipstundu kominn að
hliöinni á henni, inn í húsiö; en Bernenstein hrópaöi
fyrir aftan mig: “Flýttu þér!”
XVIII. KAPITULI.
Þaö sem menn kalla fyrirboöa, hugboö og því
um líkt, er aö mínu. áliti hugairburður einn ; orsök slíks
er stundum sú að eins að sennilegir atburðir renna
mönnum eðlilega í hug, og hjátrúarkend ímyndun
gerir svo úr þeim guölega aövörun; oltar á þetta
samt rót sína aö rekja til sömu löngiunarinnar, er
krefst þess, aö lokið sé viö hafiö starf, og draum-
sjónamaöurinn sér í árangri síns eigin ítarfs og vilja,
leyndardómsfull úrslit. sem ekkert eiga skylt viö
framkvæmdarviðleitni sjálfs hans. En þegar eg
minnist á þetta meö ró og geri rökrétta grein fyrir
þessari skoðun minni viö borgarstjórann í Zenda, þá
ftrLtir hann höfuöið og segir: „En Rúdolf Rassen-
dyll vissi frá byrjun, aö hann mundi koma aftur til
Streslau og fá aö eiga vopnaviðskifti viö Rúpert.
H.vi skyldi hann annars hafa verið að æfa sig í skilm-
ingalist1(-svo hann yrði mikhi fimari aö fara meö sverö
en áöur? Ætli guö geti ekki gert neitt, sem Fritz
Tarlenheim skilur ekki? Þaö væri undarieg grilla!”
Og svo þýtur hann frá mér og rymur í honum.
En hvort sem um innblástur eöa blekking hefir
verið að ræöá — um bað má lengi þræta — þá þótti
mér vænt um að Rúdolf hafði æft sig. Því ef maö-
ur stirðnar á annaö borð í íþrótt sinni, þá er nærri ó-
mögulegt aö bæta úr því aftur fullkomlega. Mr.
Rassendyll hafði þrek, járnvilja og stilling til aö béra,
og vitanlega hugrekki líka. En það hefði aö litlu
haldi komið, ef augu hans heföu eigi verið æfð viö
þessa íþrótt, og liönd han.s eigi hlýtt boði )>eirra eins
gre:ölega og járnás 'snýst i olíubornu auga. En s t
varð raun á, að viö lá aö hin fimiegu tilræði o'g óviö-
jafnanlena sókn Rúpert'5, riðu Rúdolf að fullu. Han 1
var í voðalegum háska staddur, þegar Rósa hljóp of-
an til að kalla á hjálp. En sakir hinnar miklu æfing-
ar, sem hann haföi fengið i skilmingalist, tókst hon-
um aö verja sig. Hann var heldur ekki aö hugsa >um
annað, og hann bar af sér snarpleg áhlaup Rúperts,
og slægleg skilmingarbrögð, með istillingu og nærri
þvi án þess hann sæist hreyfa sig. Nærri því, segi eg,
af því að engin hræring sást á honum önnur en sú, aö
hann bar ofurlitið til úlnliðinn á ýmsa vegu og varöi
með því líf sitt og limi.
Loksins fór Rúpert að gruna það, — Rúdolf sá
þaö á augnaráði hans og gat þess viö mig þegar
hann var aö segja mér frá bardaganum — aö hann
mundi eigi geta unnið bug á mótstöðumanni sinum.
Undrun, gremju, gletni eöa eitthvað því líkt, sýndist
bregða fyrir í augnaráöi hans. .Hann skildi ekkert í
þvi, hvernig á því stóö aö öll tilræði hans voru brotin
á bak aftur, og það var eins og þau s'trönduðu á járn-
giröingu óvinnandi og óbifanlegri. Af skarpleik
sínum sá hann srrax hversu horföi. Hann sá • aö
hann gat ekki sigraö, nema vigfimi hans væri meiri,
því að þol hans var minna. Hann var yngri og eigi
eins sterkbygöur og mótstöðumaðr hans; hann var
farinn að veiklast af lifsnautnum; ef til vill gerir það
líka sitt til aö hafa gott málefni aö verja. Jafnvel í
því hann var aö kreppa Rúdolf upp aö þilinu viö
dyrnar var honum ljóst, að liann hafði einskis frekari
árangurs aö vænta í viðureigninni. En hann ætlaöi
þá aö bæta það upp með hrekkjabrögðum, sem hann
skorti á við mótstöðumann sinn í vigfimi. Af tomri
herkænsku fór hann aö lina sóknina. Hann geröi
meira því aö hann hopaði eitt eða tvö skref aftur á
bak. Ekki var samvizkusemin slægöarbrögöum hans
tíl fyrirstöðu, ekkert siðalögmál hamlaði hon'tnt að
neyta þeirra vopna sem honum sýndist. Hann hop-
aöi á hæli, og lét sem hann væri a$ missa kjarkinn ;
honum höföu brugðist vonir sínar, en hann lét sem
hann væri búinn að gefa upp alla von ; hann
þreyttur, en lézt vera alveg uppgefinn. Rúdolf sótti
eftir honum jafnharðan, og rak sig þá á vörn engu
síðri en lians sjálfs. Nú voru þeir komnir á mitt
gólfið, fast aö borðinu. Rúpert straukst rétt hjá því
( ns og hann hefði augun í hnakkanum. Hann
dró andann títt og óreglulega, gekk upp og ofan af
mæði, en sjónin var jafn skörp og höndin jafn högg-
vís og áöur. Þróttur hans var nú á þrotum, en hon-
um nægöi ef hann kæmist þangað sem hann ætlaöi og
gæti framkvæmt brögö þau, er hann ól i huga sínum, j
næmum á hverskyns illverknaö. Aö arninum hopaöi
hann, eins og tilneyddur, en í raiun og veru til aö
koma fram svikræði sinu. Þar var bréfiö og þar
voru skammbyssurnar. Nú var ekki tóm til aö meta
hættuna; og Rúpert var ekki aö vefja lengi við sigi
hvaö heiöarlegt væri eða ekki. Ef hann gat ekki j
sigraö, meö áhlaupi og listfengi sínu, þá ætlaöi hann!
sér að sigra með kænsku og svikum. Skammbvss-
urnar lágu á arinhyllunni; hann ætlaði sér aö ná i
aðra þeirra, ef honntm yröi mögulegt að hrifsa hana.j
Bragð ihans var kænlegt mjög. Þaö var orðið of,
seint að biðja unt hvild. Mr. Rassendyll duldist eigi I
hve einvigiö var að snúast lionum í vil, og hreystin,
hefði komið aö litlu lialdi ef hann hefði eigi fært sérj
það i nyt. Rúpert var nú rétt kominn að arninum.j
Svitinn bogaði af andlitinu á honum og bringan gekk
up]> og ofan eins og hann væri að springa af mæði;!
hann átti samt enn eftir nægan þrótt i sér til aö fram-1
kvæma ætlun sina. Liklega hefir hann verið farinn
aö halda lausara á sverðinu, þvi þegar Rúdolf hjó tii
hans næst cg vopnin smullu saman, þeyttist sveröiö
úr hendi Rúperts hálfaflvana af æsingi og mæði,
fram eftir gólfinu. Rúpert stóð vopnlaus, en Rúdolf
hreyfði sig ekki.
“Taktu þaö upp,” sagði Rúdolf Rassendyll, þvi
að hann grunaði ekki, að nein brögö væru í tafli.
“Já, og þú ætlar aö reka mig í gegn á meðan.” I
“Asninn þinn! Þekkirött mig ekki?” og því
næst stakk Rúdolf niöur sverði sínu svd oddurinnj
nam við gólfið, og benti Rúpert meö vinstri hendi að
taka upp vopn sitt. En þaö var eins og hvíslað væn
að honum að vara sig, Þaö getur veriö aö hann hafi j
séö það út úr augum Rúperts, eða orsökin hafi veriö (
fyrirlitning fyrir varmensku óvinar hans, eöa tómur
rnetnaður uin aö bera af óskammfeilna óþokkanum. j
Rúdolf stóð kyrr og beið.
.Viltu sverja það, að þú skulir ekkert gera mér, 1
meðan eg tek þaö upp?” spurði Rúpert og hörfaði of-
urlítið aftur á bak, og jjokaðist nær arninum svo sem
Egbíð,
tvo jjumlunga
“Eg er búinn aö lofa því; taktu það upp.
ekki lengur.” ,
“Þú drepur mig þá ekki vopnlausan?“ hrópaði
Rúpert með fyrirlitlegum uppgerðar ákafa.
“Nei, en —”
Hann lauk ekki við setninguna, en rak upp liátt
óp, og i sama vetfangi fleygði Rúdolf Rassendyll
sverði sínu og stökk áfram.
Rúpert hafði þrifið annari hendinni aftur fyiir
sig og náð um skeftið á annari skammbyssunni. Rúd-
olf sá strax alt svikræðið, stökk áfram og greip meö
hægri handleggnum utan utn Rúpert. En Rúpert var
j)á búinn að ná skammbyssunni.
Þaö er likast til að hvorugur þeirra hafi heyrt
eða sint því neinu þó aö mér fyndist að brakið og
brestirnir i gamla stiganum væru nógu miklir til aö
vekja menn upp frá dauðwm. Nú var Rósa búin að
kalla á hjálp, og Bernenstein og eg — eða eg og Bern-
enstein þþví eg var á undan, og get þess vegna nefnt
mig fyrj vorum komnir upp á loftið. Rétt á hælun-
um á ókkur var Rischenheim, og á eftir honum um
tuttiugu menn aðrir, sem tróðust áfram með stymp-
ingum og sparki miklu. Yið sem á undan vorum
komumst upp tröppurnar utan viö dyrnar hindrunar-
laust. En hópiurinn sem á eftir var náöi í Rischen-
heiin og hann lenti í þrönginni |>egar mennirnir voru
aö t-oöast inn, En brátt komu þeir á eftir okkur, og
viö heyrðum aö þeir voru komnir upp á annaö loft,
þegar viö vorum komnir 'upp á þaö efsta. Það tók
undir og buldi i ölki húsinu og skarkalinn hlaut að
heyrast út á strætið. Eg þóttist vita það, en eg gaf
því engan gaum og var ekki aö hugsa um neitt annaö
en að komast upp i herbergið þar sem konungurinn
— þar sem Rúdolf — var. Nú var eg kominn aö því
og Bernenstein var á hælunum á mér. Huröin stóö
ekki lengi fyrir okkur. Eg þaut inn og hann á eftir
mér. Hann skelti henni aftur og hallaði sér upp aö
henni á bakið, jafnsnemma og þeir, sem á eftir komu,
höföu komist upp i efstu tröppurnar. Og þá kvaö
við skammbyssuskot hátt og hvelt.
Við námum staöar, lífvaröarforinginn og eg.
Hann við dyrnar og eg ofurlitið innar í herberginu.
Það sem viö sáium, var nægilegt til að stööva okkur,
og við störðum á þaö með mikilli undrun. Reykurinn
af skotinu var að jjyrlast burtu og hvorugur maöur-
inn virtist særður. Rúpert hélt á skanmvbyssiunni og
rauk úr hlaupinu. En hann var skorðaöur upp viö
vegginn rétt hjá arninum. Rúdolf hafði teygt hand-
legginn á honum upp fyrir höfuöiö og hélt honum
fast viö vegginn; hinni hendinni hélt hann lum hægri
úlnliöinn á Rúpert. Eg færöi mig nær þeim hljóð-
lega; ef Rúdolf væri vopnlaus, þá gat eg hæglega
stilt ti-1 friðar og séö um aö þeir stæöu báöir jafnt aö
vigi. En eg nam staðar þegar eg sá framan í Rúd-
olf. Hann var mjög fölur og varimar kipraöar sam-
an harðneskjulega. Eg haföi aldrei séö hann slíkan
áður. Eg leit af honum og til Hentzau’s. Rúpert
beit á vörina, svitinn lak af ihonum og æöarnar á enn-
inu á honum vonu bláar og þrútnar. Hann staröi fast
A Rúdolf Rassendyll. Eg færöi mig nær undrandi.
Þá sá eg hvað var aö gerast. Handleggurinn á Rúp-
ert fór að bogna juimlung eftir þumlung. Olnboginn
drógst saman og höndin, sem snúið hafði beint að
Mr. Rassendyll, sneri nú frá j>eim báöum og vissi aö
glugganum. Höndin hélt áfram aö hreyfast, og
nú var höndin komin að handleggnum á Rúpert, og
áfram hélt hún, því að Rúpert haföi beðið ósigm.róyo
áfram hélt hún, því að aflið þverraði. Rúpert haföi
beðið ósigur; hann fann það og vissi þaö; og eg las
þá vissu út úr augnaráði hans. Eg gekk til Rúdolfs
Rassendyll. Hann heyrði til min, og leit til min sem
snöggvast. Eg veit ekki hvaö hann hefir þózt sjá i
svip mínum, en hann hristi höfuðiö og sneri sér aftur
aö Rúpert. Skammbyssan sem hann hélt á, stefndi
nú á hann í hjartas.taö. Nú var höndin hætt aö hreyf-
ast. Hún átti ekki aö fara lengra.
Eg leit aftur á Rúpert. Nú var svipur hans ró-
legur; ofurlitill brosvottur sást á vönunum. Hann
hallaöi fallega höföinu aftur á bak upp aö þilinu og
horfði spyrjandi á Rúdolf Rassendyll. Eg leit og
þangað sem svarsins var aö vænta, því Rúdolf þagði.
Meö skjótri svipan slepti hann takinu á úlnliö Rúp-
erts og þreif utan um hönd hans. Nu hvildi visi fing-
ur Rúdolfs á vísifingri Rúperts, og Rúpert haföi
hann beygðan lum byssugikkinn. Eg er engin skræfa
cn eg lagði þó handlegginn á öxl Rúdolfs. Hann
skeytti þvi er.gu; eg jiorði ekki að gera meira. Rúp-
ert leit til min. Eg skildi augnaráð hans. En hvað
gat eg sagt við hanti Aftur varö mér litiö á fingur
Rúdolfs. Hann var nú búinn að beygja hann utan
um fingur Rúperts, áj>ekt J>vi sem rrvaður væri að
hengja annan.
Um það ætla eg ekki að tala frekar. Hann
brosti að síðustu; drembilega höfuðiö á honium, sem
aldrei hafði beygt sig fyrir neinni smán, beygði sig
ckki fyrir hættunni. ‘ Ofurlitill þrýstingur kom á
bogna vísifingurinn; glampi og hvellur fylgdi. Rúd-
olf hélt honum andartak við vegginn, en þegar hann
slepti hné Rúpert niöur i hrúgu, sem ekkert sýndist.
nema höfuð manns og hné.
E11 um leið og skotið reiö af, rak Benienstein
upp óp. Honum var hrundiö frá huröinni, og inn um
dyrnar ruddist RiscJienheim og hópurinn á eftir hon-
um. Þeir stjökuöu hver við öönum til aö komast á-
fram og vita hvaö gerst heföi og hvar konungurin 1
væri. En hærra en allir hrópaöi Rósa, aftarlega í
’rópnum. En undir eins og mennimir voru komnir
inn í herbergið, þá kom sama aðgerðarleysisfátið á bu
og Bernenstein og mig. Rischenheim hljóðaöi upp
yfir sig og þaut þangaö sem frændi hans lá. Hinir
stóðu kyrrir og gláptu á. Rúdolf horföi á þá stumd-
a: kom. Pln svo sneri hann sér frá j>eim og sagöi ekk-
ert. Hann rétti fram hægri hönd sina, höndina sem
hann var nýbúinn aö drepa Rúpert meö og tók bréf-
ið af arinhyllunni. Hann leit á innsigliö og reif það
svo upp. Rithöndin tók af öll tvímæli Hann reit
biéfiö í sundur í fjóra hluti, og síöan enn smærra.
Því næst stráöi hann bréfsneplunum í eldinn, en hann
logaði glatt. Eg held aö allir, sem inni voru, hafi
horft á bréfsneplana Jtangað til jteir voru orðnir að
dokkri fisléttri cg ómeöfærilegri öskiui. Þannig tók-t
i( ksins aö eyöileggja bréf drotningarinnar.
Þegar Rúdolf jxmnig var búinn aö reka smiös
höggið á verk sitt, sneri hann sér aftur að okkur.
Hann skeytti ekkert um Risdienheim, sem stóð bog-
inn upp yfir líki Rúperts; en hann leit til m'in og
Bernensteins og fólksins, sem stóö á bák við okkur.
Hann j>agði 'ofurlitiö, áöur en hann tók til máls, en
þegar hann tók til máls, þá var hann rólegur mjög og
virtist sem hann væri aö velja orö sín vandlega.
“Herrar mmir!” mælti hann. “Fyrir þvi, sem
hér hefir gerst, verður full grein /gerð á sinom tíma.
í bráðina veröur það látið nægja aö segja, að j>essi
tigni maður, sem hér liggur dauður, reyndi að fá mig
á fund sinn til að ræða um prívatmálefni. Eg kom
•hingað, af ]>vi að hann lét sem hann vildi aö viöræðnr
okkar færu fram svo ekke-t á bæri. Og hér reyndi
hann að ráða mér bana. Og úrslitin á þeirri tilraun
hans sjáiö þið hér.”
Eg hneigði mig virðulega, Bernenstein sömuleiö-
is og svo allir hinir.
SIPS Á VEGGI.
Þetta á aö minna yöur á aö gipsiö
sem vér búum til er betra en alt annaö.
Gipstegundir vorar eru þessar:
„Empire“Lviöar gips
„Empire“ sementveggja gips
„Enipire“ fullgeröar gips
„Gold Dust“ fullgeröar gips
„Gilt Edge“ Plaster Paris
„Ever Ready“ gips
Skrifiö eftir bók sem
segir hvaö fólk, sem
fylgist meö tímanum,
er aö gera.
Manitoba 6ypsum Co„ Ltd.
SkKIFSTOFA OG JIYLAA
WINNIPEG, MAN.
“Fullkomin grein skal gerö fyrir þessu síðar,”
sagöi Rúdolf. “Nú vil eg að allir yfirgefi mig nema
Tarleniheim greifi og Bernenstein Lífvaröarforingi.”
Nauöugir, rneö opna munna af undrun, fór.i
mennirnir að tinast út um dyrnar. Risohenheim reis
á fætur.
“Þú getur verið hér eftir, ef þú vilt,” sagöi Rúd-
olf og greifinn kraup á kné hjá líki frænda síns.
E0' haföi komið auga á fornfálega rúmiö viö
vegginn í herberginiu, og snerti við öxlinni á Rischen-
lieim og benti á þau. Svo lyftum viö báöir Rúpert
Hentzau upp. Hann hafði enn, krefta höndina utan
um skammbyssuna en Bernenstein rétti upp fingurna
og tók hana. Því næst lögðum viö Rischenheini
hann niðuir, veittum honum nábjargirnar, og breidd-
um ofan á hann yfirhöfn hans, blettaða moldarslett-
um eftir næturleiðangurinn til skothússins. Sami
svipurinn var á andlitinu eins og áður en skotið reiö
af; hann var fallegasti maður í Rúritaníu, lífs og
liðinn. Eg þori að ábyrgjast að mörg konan hefir
hrygst og nióða komiö á margt tindrandi auga þegar
fregnin um sekt hans og afdrif bárust út um landiö.
Það eru hefðarkonur enn þá í Streslau, sem bera
gamla skrautgripi frá honum, af fornum velvildarhug
til hans, sem þær geta ekki gleymt. Og eg, sem
margra hluta vegna hafði ástæðu til aö hata hann, cg
strauk hárið frá enninu á honum. Rischenheim grét
eins og barn en Bernenstein lét höfuðið hníga ofan á
handlegg sér og studdist viö arinhylluna, og vildi ekki
horfa á j>an,n dauöa. Rúdolf einn virtist ekkert
skeyta um hann. Undarlegi fagnaðarglampinn var
horfinn úr augum hans, og hann var nú stiltur og ró-
legur. Hann tók skammbyssu sína af arin'hyllunn',
stakk henni í vasa sinn en lagöi Rúperts þar sem hans
haföi verið. Því næst sneri hann sér að mér og
sagöi:
“Við skulum fara til drotningarinnar og láta
hana vita, að nú þarf ekki lengur aö nigga um
bréfiö.”
Eg gekk út aö glugganum eins og í leiöslu, og
leit út. Fólkiö úti fyrir sá mig, og mér var heilsaö
meö háum hrópum. Mannfjöldinn viö dyrnar var
stööugt aö aukast; fólkiö streymdi að úr öllum áttnni
og eigi mundi á löngu liöa aö fjöldinn hundraöfaldaö-
ist á sköijímum tíma, því fregnimar, sem þessir tutt-
ugu menn, nýfamir út úr loftherberginu, fluttu, bár-
ust mann frá manni meö skógareldshraða. Þær
mundu verða komnar út um alla Streslau á fáum
mínútum, út um alt konu'ngsrikiö á klukkustund og
alla Evrópu litlu síöar. Rúpert var dauður og bréf-
iö eyöilagt, en hvaö áttum við aö segja j>essum mann-
grúa um koniunginn? Undarleg hjálparleysistilfinn
ing kom yfir mig og loks nak eg upp heimskulegan
hlátur. Bernenstein var viö hliðina á mér; en hann
leit líka út og sneri frá glugganum í mikilli geöshær-
ingu.
“Þú færð konunglegt föruneyti til hallar þinn-
ar,’ ’sagöi hann viö Rúdolf Rassendyll.
Mr. Rassendyll svanaöi engn; viö fórum út og
skildum viö Risehenheim hjá líkinu. Eg mundi ekk-
ert eftir honum. Bernenstein bjóst víst við því, að
hann mundi halda loforöið sem hann gaf drotning-
unni, þvi að hann kom á eftir okkur, án þess aö segja
nokkurt orö. Engimi var fast viö dyrnar. Alt var
Hjótt í húsinu, en við heyrðium há vaðann úti á stræt-
iriu álengdar. En jregar viö komum í neösta stigann
mættum við tveimur kvenmönnum, Mrs. Holf stóö
á þrepskildinnm aö eldhúsinu, og var bæði skelkuö og
óróleg að sjá. Rósa hélt sér í hana; en undir eins og
hún kom auga á Rúdolf, hljóp hún fram, fleygði sér
á kné frammi fyrir honum og þakkaði guöi hástöftini
fyrir aö hann skyldi vera heill á húfi. Hann laut