Lögberg - 04.03.1909, Blaðsíða 6

Lögberg - 04.03.1909, Blaðsíða 6
6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. MARZ 1909. KJORDOTTIRIN Skáldsaga í þrem þáttum eftir ARCHIBALD CLAVERING GUNTER Þau heyröu afarmikinn skarkala uppi yfir sér, nærri því eins mikið eins og þegar trékofinn sprakk .í loft upp, og regniö dundi niöur eins og helt væri út fötu. Innan stundar valt áin fram , vatnsmikil, straumhörö og kolmórauð, sprengdi stór björg úr gljúfrunum og sópaði meö sér smágrjoti og glitti 1 „það í vatnsfletinum eins og korkur flyti. Alt í einu brá fyrir björtu leiftri niöri í gljúfrinu. Viö birtuna af eldingunni sá Pete aö Apacharnir voru famir aö draga sig upp í gilskoruna hinum megin viö fljótiö. Þeir voru komnir upp í hana miðja, þvi ann- ars heföu þeir druknaö. Þangað voru þeir allir komnir nema einn. Þessi Indíáni var sömu megin árinnar eins og Pete og enska stúlkan. Hann haföi komist upp á klettsnef, sem skagaði fram út yfir hyldýpiö. Þaöan reyndi hann aö klifra upp eftir nærri þverhnýpt.i bjarginu ,votu og sleipu af regninu, en fyrir neðan brauzt fljótið beljandi fram um gljúfrin og sýndist vera aö seilast eftir honum til aö svelgja hann 1 sig. Þá dimdi aftur, og Pete dró marghleypuna úr belti sínu og beið órór eftir næstu eldingunni, því að ef Indíáninn kæmist upp á gljúfurbarminn til hans, var ekki annað sýnna en hann#yrði bæöi Pete aö bana, sem oröinn var lítt sjálfbjarga af sárum, og Flossie litlu, sem hjarösveinninn haföi barist lengst viö að bjarga úr höndum óvinanna. Hjarösveinninn haföi dregist fram á gljúfur- barminn og horfði niður i gilið. Þegar birti af næstu eldingu, sá hann framan í eirrautt andlit. Kattmjúka Apachanum haföi tekist aö klifra þar upp sem api mundi eigi hafa náð fótfestu. Þeir horföust i augu nokkur augnablik, Pete og Indíáninn — og voru ekki meira en fimm fet á milli þeirra. Þá teygði Indíán- inn sig eftir trérót, sem spratt út úr rifu í bjarg- , brúninni til að vega sig upp á gilbarminn. En hvíti maðurinn lyfti marghleypu sinni upp um leið, og þá reið ný elding hjá, og varpaði snöggvast daufri birtu yfir þetta hrikalega sjónarsvið. Villimaðurinn bar byssu sína í hönk um öxlina. Hann hafði getaö borað tánni inn í ofurlitla holu i bjargbrúninni og var aö búa sig til að stökkva á cvin sinn eins og tígrisdýr þegar skotið úr marghleypu Petes reið af. 1 sama bili kvað við voðalegt angistaróp, sem tók yfir beljandann og straumsogið í fljótinu, og Ind- : íáninn steyptist ofan í hvítfyssandi gljúfurstrenginn, | skolaðist brott og marðist og tættist sundur á kletta- snösunum. Þá skutu Indíánarnir mörgum skotum yfir ána í senn, og Pete hné niður stynjandi viö hliðina á Elossie litlu og féll í öngvit, en hún fór aö reyna aö Jifga hann við aftur, með gælum og blíðmælum, þieTma mann, sem svo mikið hafði lagt í sölurnar ti! að bjarga henni. Loks raknaði Pete við aftur af regninu og svalri kveldgolunni. Hann varð þess þá var, að i þessari síðustu skothríð haföi kúla farið í gegn um hægra handlegg hans og brotið hann, svo að nú gat hann enga björg sér veitt. Þá var stytt upp, og síðustu geislar kveldsólarinnar akutust ofan í gljúfrið og þegar Pete leit þangaö sá hann aö Apacharnir þeyétu aftur noröur sléttuna en Gila-fljótiö beljaði vatns- mikið og straumþungt milli hans og þeirra. Reykmerkin á fjöllunum gáfu til kynna, aö Indí- ánarnir mundu ekki þora að haldast lengur við í dalnum — og að hann þyrftf ekki að óttast þá fram- ar. — Hann stundi feginsamlega og hallaði sér út af til að sofna, en litla stúlkan sótti honum aftur vatn og vakti yfir honum. Um miðnætti bað hann aftur um valjn og litla hjúkrunarkonan hans sótti honum það. Hann var þá oröinn mikið veikur af sárasótt, og Flossie litla varð mjög skelkuð þegar hann fór að tala óráð og hrópa: ■“Dragið fánann á hún, piltar; bláa fánann upp fyrir þann rauða!” Og svo kyrjaði hann upp hvern stiV dentastinginn á fætur öðrum og kallaði upp nafn há- skólans. Að líkindum hefir þetta orðið Flossie lithi til bjargar, því að stór hyenuhópur. sem var á vakki þar i grendinni, hræddist þessa háreysti og þorði hvergi nærri að koma. Hyenurnar þóttust finna dauðaj>efinn i loftimr og ætluðu að taka úr sér sult- inn. Þiessar gráðugu hræ-ætur sléttunnar eru vanar hverskonar háreysti, sem héyrist i óbygðunum í Vest- ur-Ameríku, en aldrei höföu þær heyrt eins einkenni- legan hávaða eins og í þessum hjarðsveins-stúdenti, sem kallaði upp heróp allra atkvæðamestu háskólanna okkar. Og þegar Pete öskraði í d Júpum rómi: “Y! A! L! E!.— Yale“ og strax á eftir Harvard hrópin “Rah! Rah! Rah!” og hermdi svo eftir Prince- ton flugeldi með löngu hvæsingarhljóði og sagði: S-S-Sis-Bum! a-a-ha!” þá ráku hyenurnar upp span- gól, skutu rófum inn á milli afturleggjanna og flýöu lafhræddar burt frá kynjaverunni, sem gat gefiö af sér enn djöfullegri óhljóö en þær sjálfar. Snemtna næsta morguns kom flokkur sjálfboöa- liðs frá Silver City. Fyrirliðinn var Brick Garvey. Hann hatði rakið för Indtánanna og því næst farið með flokk sinn niðttr gilskoruna og yfir Gila-fljóttö, sem nú var hlaupinn úr allur vöxtur. Þegar vfir um það var komið og upp á hásléttuna brá þeim félögutn heldur en ekki í brún við að sjá skjóttan hest vera á beit þar á sléttunni og þá eigi síður er J>eir heyrðu litla dökkhærða stúlku hrópa: “Vaknaðu, Pete minn, góöi. Þaö er kominn morgun. Vaknaöu, vaknaöu!” Og þegar hún sá sjálfboðaliðiöð sagði hún: Þið er- uð víst ekki eins vondir eins og Indíánarnir; hjálpiö þið mér til að vekja Mr. Pete. Honum er svo kalí, svo fjarska kalt, að eg hefi annað slagið verið hrædd um — að hann væri dauður eins og elsku pabbi og mamma mín!” VI. KAPITULI.. “Guð hjálpi tnér, þetta er Pete!“ hrópaöi Gar- vey. Innan stundar haföi allur hópurinn flykst utan um hjarðsveininn, sem lá þarna meðvitundarlaus og rétt að dauða kominn. \ förinni var lausalæknir nokkur frá Silver City, sem tók að sér aö skoða Peta. Það tók skamma stund. “Hvað segirðu um hann?” spurði Garvey kvíða- fullur. Læknirinn hristi höfuðið. “Er honum liðið í brjóst?” sagði fyrirliðinn. “Nei, ekki enn þá — en hann er rétt að deyja. “En hann skal nú ekki deyja, ef eg giet komið í veg fyrirþað, skottulæknirinn þdnn,” tautaði Garvey. “Reyndu að koma einhverju meðalagutli ofan í hann. Whisky er bezta læknislyf við höggormabiti, Indíána kúlum og öðrum sjúkdómum. Ííellið ofan í hann whiskyi hvað sem tautar.” Læknirinn fór að orðum hans, og að lítilli stundu liðjnni raknaöi Petie við. En hann talaöi óráö og gat enga grein gert fvrir því, sem fyrir hann haföi komiö. En meðan þeir Garvey og læknirinn voru að stumra yfir Pete, höfðu nokkrir hinna tekið litlu stúlkuna að sér, hjúkrað henni og gefið henni að borða. Þegar hún var farin að hressast, sagði hún með barnslegri einfeldni frá því helzta, sem gerst hafði. Hún sagði að svartur, vondur maður hefði komið og gert svo mikinn hávaða, að elsku mamma hennar hefði rokið um koll, veinað upp yfir sig og látið aftur augun. Og svo þegar pabbi hennar hefði komið og ætlað að fara að hjálpa mömmu, þá hefði verið farið eins með hann. Þá sagði hún að Mr. Peter hefði tekið sig, og sett sig á bak á hesti og hlaupið nteð sig þangað, sem hún væri nú, og hann hefði skotið á Indíánana þangað til rigningin hefði verið búin að fylla ána. Og Pete hefði verið ein- staklega góður við sig. Hann hefði sungið fyrir hana fallegar vísur, og kallað hátt alla nóttina, og fælt burtu stóran hóp af fallegum litlum hundum. Vegna kunnugleika síns á nýlendumannalífinu og vegna þess að Mr. Garvey hafði rakið slóð villi- mananna gat hann áttað sig eins vel á því, sem gerst hafði, af frásögn litlu stúlkunnar, eins og hann hefði séð það sjálfur. Það eitt gat honum ekki skilist livernig á því stóð, aö trékofi Commings gamla skyldi hafa sprungið í loft upp, og spurðu Flossie vandlega um það, en svaraði engu öðru en því, að það væri eitt hinna miklu hreystiverka Mr. Pete. Þegar liðsmiennirnir fóru að athuga vandlegar viðskifti Petes og Indíánanna eftir frásögn Flossie, .fanst þeim mikið til um vörn hjarðsveinsins og dáð- ust að því, hve giftusamlega hónum hafði tekist að bjarga litlu stúlkunni. Garvey var í meira lagi ,upp með sér af skjólstæðingi sínum. Honum lá við að vökna um augu, þegar hann sá líkama unga manns- ins engjast sundjur og saman af kvölum á ábreiðun- um, sem lagðar höföu verið undir hann til bráða- birgða: “Pete var sá bezti drengur, sem eg hefi nokkurn tima þekt. Ef hann kemur til aftur þá skal eg gera mann úr honum, jafnvel þó hann sé frá Massachusetts, þar sem sagt er að þhilantropodistun um sé klakið út.” “Hverjum þá?” spurði læknirinn. Hann var ungur maður og brosti háðslega. “Philantropodistum, maöur minn,’ svaraði Gar- vey íbygginn. “Það eru asnar, sem þykir vænt um Indíánana. En eg segi það satt, að mig dauðlangar til að svarðf letta alla — philantropodista í landinit, þegar mér koma í hug djöfulleg illvirki Indíánanna.” “Þeir eru ekki svo fáir, þessir philantropodistar þínir’ í Lordsburgh núna,” sagði einn úr flokkinutn. Það eru ferðamenn frá Raymond á leið til Californiu. Eg heyrði til þeirra þar sem þeir voru inni í Pullmatt- vagni sínum að barnta sér yfir því, hve afskaplegur óréttur það væri að bjóða út herliði á móti aumingja Apöchunum.” “Fjandinn hossi þeim! Á, sögðu þeir þaö?” “Já, og þeir sögðu, að það væri hræðilegt að menn skyldu vera að myrða Indíánana.” “Myrða Indíánana!” hrópaði Garvey. “Næst heyrum viö líklega aö við launmyrðum skellinöðrur. Þú segir, að philantropodistarnir séu í Lordsburgh?” “Já, og þeir verða þar líklega nokkra daga, Jtví að fellibylur svipti upp járnbrautarteinum á æði- löngu svæði þar í grendinni.” iÞegar Garvey heyrði þessar fréttir varð hann hugsi og gaut út undan sér augunum illiliega. En því næst kallaði hann upp yfir sig afar-hranalega, svo félögum hans brá við, og hrópaði: “Funtus!’ “Hvað viljið þér, herra kafteinn?” spurði undir- foringi hans. » “Mér hefir dottið nokkuð í hug,” sagöi lögreglu- stjórinn. Því næst skipaði hann að fara með líkin til Lordsbttrgh til þess að líkskoðunin færi þar fram. Nokkrir förunautar hans mölduðu í móinn og sögö'u, að hjarðmanahæli Commings væri í Arizona og þetta mundi ekki lögum samkvæmt. “Ekki. lögum samkvæmt!” öskraöi Garvey. “Það er að vísu satt, að við fundum þau í Arizona, en þaö var skamt frá landamærunum, og hver getur sannað það, að fólkið hafi ekki verið skotið í okkar héraði? En þið skuluð líka muna eftir því, að eg heiti Breck- enridge Garvey, og er lögreglustjóri yfir Grant county í New Mexico, og eg hefi nú ásett mér að láta fara fram í Lordsburgh-bæ, í umdæmi mínu líkskoð- um, sem philantropodistarnir skulu muna eftir, fréttablöðin skýra frá með feitu letri.“ Enginn svaraði Mr. Garvey neinu, því að dökk- grá augu' hans tindruðu harðneskjulega, og í rödd hans var sá mikli alvöruþungi, sem sérstaklega ein- kennir V'e'stur-Ameríkubúa. Skipunum hans var hlýtt mótstöðulaust. Sumir úr flokknum tóku að sér að sjá um Pete og Flossie litlu, sem vildi hvergi vera annars staðar, en hjá bjargara sinttim, en aðrir lögðu af stað til hjarðmanna hælis Commings. Þeir höföu þaðan með sér líkin af Willoughby kafteini og konu hans og sömuleiðis lík hirðanna beggja, scm Indíánarnir höfðu drepið ofar í dalnum. Þéir héldu ferðinni áfram alla nóttina. Bæði var það, að þægilegra var að vera þá á ferð, vegna svalans, og í annan stað virtist svo sem Gar- vey þætti það mjög miklu skifta, að förin gengi sem greiðlegast. Þeir fóru fram hjá hjarðmannabýlum Yorks og George Guthrie«, yfir Gilafljótið hjá Car- olls vatnsmyllnunni og þaðan út á sléttuna miklu, og kom'u' til Lordsburgh snemma morguns. Pullman- vagnarnir og freðamennirnir frá Raymond biðu enn i bænum effir símskeyti um aö lestin mætti halda á- fram og búið væri að gera við brautina. Þegar lögreglustjórinn sá það, sagöi hann reiðu- lega: “Nú skulu þeir ekki sleppa undan mér.” Þ ví næst sneri hann sér aö einum bæjarmanni og spuröi: “Er Hank Johnson í baefnum ” Honum var svarað að svo væri og þessi nýlendumanna lögmaður dveldi á gistihúsinu. Garvey snaraðjst þá inn þangað þeg- ar í staö, og hitti Johnson sem var að klæða sig. Þeir ræddust við um stund inni i svefnherbergi lögmannsins um ýms lagaatriði, og þegar Garvey fór út frá þessum lögfræðis-ráðunaut sínum, sagði hann ibyggilega: “Ef þú lætur þér farast þetta laglega úr | hendi, Hank, þá ertu hárviss um að ná kosningu á sambandsþingið næst.” Við þessa ræðu varð alt I andlitið á Johnson að einu brosi og lá við, að hann skæri sig til óbóta, því að hann var að raka sig. Þegar Garvey var á lejðinni út úr gistihúsinu I veik ungur maður sér að honum. Látbragð1 hans og , búningur bar þess vott, að hann var enskur. Hann '.gerði sig kunnugan Garvey og kvaðst heita Mr. ! Arthúr Willoughby, frá Lundúnum. Hann var dökkeygður, og augun svört og tindr- 1 andi, og líktist liann að því leyti móður sinni, serh | hafði verið itölsk; en var að sama skapi ólíkur blá- eygða manninum, eldri bróður sínum, sem nú var látinn. , Hann var fljótmæltur og ekki laust við, að hann væri nokkuð æstur, og sagöi: “Eruö þér fyrirliði | sjálfboðaliðsflokksins, sem lagöi á stað móti Indíán- nnum?” I “Já, sá er maðurinn,” svaraði Garvey þurlega, ( þvi að hann hafði i mörgu að snúast og átti margt eftir ógert þá um daginn. “Þá getið þér k^inske sagt mér, hvort nokkurt GIPS Á 'VEG6I. Þetta á að minna yöur á aö gipsiö sem vér búum til er betra en alt annaö. Gipstegundir vorar eru þessar: ,Empire“_viðar gips „Empire“ sementveggja gips „Empire“ fullgerðar gips „Gold Dust“ tullgerðar gips „Gilt Edge“ Plaster Paris „Ever Ready“ gips Skrifiö eftir bók sem segir hvaö fólk, sem fylgist meö'tímanum, er aö gera. Manitoba Gypsum Co.. Ltd. SkKIFSTOFA 0(1 JIVUA # WINNIPEö, MAN. syls hefir hent Thomas Willoughby kaftein eöa fjöl- skyldu hans. ? Við erum bræður.” “Aumingja maðurinn,” sagöi Garvey lágt. “Eg er illa fallinn til að flytja sorgarfréttir. Eirrauöu djöflarnir myrtu bróður yðar og kon'u hans fyrir tveim dögum.” “Guð hjálpi mér,” stundi Englendingurinn upp og virtist komast mjög viö. Svo spurði hann lágt og uggsamlega; “En frænka mín litla ?’ “Á — hún Miss Flossie?” sagði Garvey, glaöur yfir að geta hughreyst manninn ofurlítið aftur, “hún situr nú við morgunverð inni í borðsalmrm og er viö allra beztu heilsu.” En svo kallaði hann aftur upp yfir sig: “Herr- ann sæll og góður! Eg sagði alt of hranalega frá þessari ógæfu-frétt,” því hann sá að enski maðurinn var orðinn áfölur og riðaöi á fótunum, svo að han.n varð að styðja sig upp við vegginn í gistihúsinu, þar sem þeir stóðu. Hann náði sér samt fljótt aftur og sagði lágt: “Þetta getur ekki verið satt.” “Jú, því er nú ver og miður, piltur minn. Lík bróður yðar og mágkonu eru Jnni í húsinu þarna, og er verið að búa þau undir líkskoðunina,” tautaði Garvey og benti á stórt hús Sunnan við jámbrautina í nánd við gistihúsið. “En það getur ekki hafa átt sér stað. að Indíán- arnir hafi drepið foreldrana, en þyrmt barninu. Eg hefi heyrt of ljótar sögur af |>eim til þess eg geti trúað þvi!” svaraði Arthur og virtist eins og hann gæti alls ekki lagt trúnað á að litla stúlkan heföi kom- ist undan lifandi. “Skoðun yðar á Indíánunum er hárrétt, ungi maður,” sagði lögreghtstjórinn. “Frænka yðar væri dauð, ef ungur maðttr heföi ekki oröið til þess aö bjarga henni. Hann lagði líf sitt í söl'urnar fyrir hana og eins líklegt, að hann látist af sárum.” Þegar Artliur heyrði þetta bærðt hann varirnar eins og ltann væri að segja eitthvað, en ekkert orð heyrðist. Þegar þér hafið lokið fyrirbænuni yðar fyrir honum, skal eg fylgja yður til litlu stúlkunnar og síðan getum við litið eftir því að Pete verði hjúkraö siem bezt. Þetta ferðalag og öll sárin, sem hann ber á ser, mundu hafa orðið hvaða manni sem er að bana öðrum, en hjarðsveini. Hann er ekki alveg með réttu ráði, sem stendur, en tveir skottulæknar eru inni hjá honU'm.” Að svo mæltu fylgdi Garvey Arthur Will- oughby inn í borðstofuna í gistihúsinu þangað sem Miss Flossie var. Nokkrar brjóstgóðar konur höfðu tekið hana að sér að liðsinna henni, og hún var þá nýbúin að borða morgunverð. Þegar húp sá Arthur fór hún aö hágráta og sagði, að Indiánarnir hefðu myrt foreldrana sína elskulega. og nú ætti hún enga aðra að en hann og Mr. Peter. “Yður langar líklega til að sjá Mr. Pete, býst, eg við ?“ sagöi Mr. Garvey eftir stundarþögn. Já. auðvitað', hann hefir líklega einhver skjöl meðferðis,” sagði ungi maðurinn í hálfum hljóðum og fór á eftir lögreglhstjóranum inn í herbergið, þar siem særði hjarðsveinninn lá. Honum var hjúkrað þar eftir því sem föng voru á i þessum nýlendubæ; afreksverkið. sem hann hafði unnið. var í hvers manns munni og hver einasti bæjarbúi var fús á að gera alt sem mögtilegt var fvrir særða hjarðsveininn. og jafnvel versti glæpamaðurinn, sem þar var til, — Russer-Bill— Iíka. Herbergið, sem Pete lá í, var rétt við hliðina á stóra salnum þar sem Itkskoðunin átti að fara fram, og bæði voru þau á neösta Iofti, og vissu út að jám- brautinnf, og dyr á mijli þeirra.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.