Lögberg - 27.05.1909, Page 6

Lögberg - 27.05.1909, Page 6
6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. MAÍ 1909. jsKILVINDUR. Skoðið þ*r allar ná- kværalega og þér munið þá að lokum velja MAGNET. Oss þykir vænt um aö hver maöur at- hugi vel skilvindu tegundirnar, áöur en hann kaupir nokkra. Hann sýnir aö hann er hugsandi maður, gætinn kaupandi og fær um aö meta gæö- in þar sem hann finnur þau, og veita meömæli aö verö- leikum. Slíkum mönnum treystir MAGNET mjög fastlega. Meö heiöviröur* samanburöi hljóta menn aö komast aö raun um, aö MAGNET er aö mörgu frábrugöin öörum skil- vindum og betri en þær, Umgjöröin er mikil og sterk á MAGNET, sterk ,,square gear“ (ekki veikur gormur), stór stálskál, ,,tvístudd“ (Magnet einkaleyfi), sterk- ur fleytir í einu lagi, sterkar túöur og skál. Allir partar huldir, enginn núningur, létt í snúningi, auövelt aö hreinsa hana, skilur á- gætlega. Vélin er svo tilbúin og stilt, aö hver hluti hreyfist í samræmi viö heildina. Slitnar ekki í fimtíu ár. Þaö ermikiö mælt—en satt. | The Petrie Mfg. Co. Ltd. | Aðalstöð og verksmiðja: Hamilton, Ontario, Can, ÚTIBl': Wlnnlpeg, M»n . St. Jhon, N. B., Heglna, Sask . j9 Vancouver, B. C„ Calgary, Alta. 8 mtjes^masamiwmjsir.sfa.’sf'ífæ maeasussa *«a.v.v KJÖRDÓTTIRIN Skáldsaga í þrem þáttum eftir ARCHIBALD CLAVERING GUNTER m----------------------------------- 'TTv' Þegar Gussie litli varö þess var, föínaöi hann því aö ofurlítill forsmekkur þeirrar miklu blessunar, sem hann átti í vændum, haföi þegar smogiö inn 1! sálu hans. Mr. Stillman fletti upp bókinni þar sem ræddi um : “Laus erfðaóöul”, og las hátt eftir- fylgjandi kafla; “Hugo de Malvoisen de Bassington kom lil Bretlands meö Vilhjálmi bastaröi. Hann barö- ist djarflega meö Vilhjálmi viö Hastings, og hlaut að launum hjá konungi sínum og drotni miklar landeignir milli kentisku fjallanna. Eftir maöur hans, Ralph Beauclere Bassington, kvænt- ist Berthu dóttur saxnesks hertoga, og heiman- mundurinn sem henni fylgdi varö til þess, aö styrkja veg og vald ættarinnar. Guy Vipont de Bassington, son hans ,geröi Richaröur II. aö bar- i úni 1387; George Wiltshine Bassington barún geröi Carl II. aö markís af Harrowby og haföi hann Bassington barún titilinn aö auki . Áriö 1873 dó Thomas markís af Harrowby og Bassington barún og lét ekki eftir sig neina lífserfingja; þá dó út markístignin meö honuim, því aö hún gekk aö eins aö erföum í beinan karl- legg, en Bassington barúnstignin er enn laus og bíöur réttborinna erfingja.” Aö svo mæltu lagði Mr. Stillman aftur bókina og sneri sér aö Gussie, er staröi forviða á hann og þorð. varla að draga andann: “Bassington barúnstignin gengur aö erfðuim í kvenlegg líka. Þegar vér athug- um hliðarleggi ættarinnar, fáum vér rakið ættina td forföður yðar, Radericks de Vere de Ponsonby Bass- ington.” Nú datt stafur van Beekmans ofan á gólfiö með miklum skarkala. Málaflutningsmaðurinn sinti því engu en sagði: “Frá honum kemur yður að erfðum frá móður yðar Lydia Mosely Bassingtori iandeignirnar í Kent, Beau- mann í Lancaster, O’Mara House í greifadæminu Clark á írlandi; þar fylgja og miklair eignir aörar og ennfremur gamli nafnkunni barúns-titillinn Bass- íngton. Þér eruð nú lávarö—” Mr. Stillman stóð hægt upp og Gussie sömuleiðis, náfölur, skjálfandi og með æðislegu augnaráði— “Þér eruð nú Iávarður, eig- iö sæti í efri málstofunni á Englandi, og eg er lávarð ur minn yðar auömjúkur þjónn. Leyfið mér allra .virðingarfylst að kyssa á hönd yöar hágöfgi.” í því aö hann beygði sig áfram til að gera það. æpti máiaflutningsmaðurinn upp yfir sig af undrun; þessi gleðitíöindi höfðu orðið Gussie um megn og þaö leið yfir Augustus, Bassington barún og hann hné niður í fangið á máláflutningsmanninum. “Jarvis!” kaliaði Mr. Stillman, bar skjólstæöing sinn og setti hann niður í stól, “hans hágöfgi er eftir sig eftir þessa gleðifregn. Komdu með vatn handa hans hágöfgi!” En í sömu svifum spratt Gussie á fætur og kall- aði upp yfir sig með mestu ákefð : “Þetta getur ekki verið satt! Kallið mig þetta aftur, Stillman, kallið mig lávarð aftur!” “Hvað get eg gert fyrir yðar hágöfgi?” spurði lögmaðurinn; það virtist eins og hann væri yfrið glað- ur og væri jafnvel að bæla niðri i sér hláturinn. “Nei, það er enginn vafi á því, að eg heyrði yður segja það! Þér tilkynntuð mér að mér hefði hlotu- ast tignartitillinn! Eg er lávarður, brezkur lávarð- ur! Er eg það? Eða er þetta vondur draumur, sein eg vakna af einhvern tíma síðar til að verða þess á- skynja að eg er ekkert nema Bandaríkjamaður og verð þá að drepa mig af örvæntingu!” hrópaði nýi lávarðurinn. Hann var eins og utan við sig af gleði og fögn- uði, en þaö leit út fyrir aö bæði málaflutningsmaður- inn og skrifstofu fulltrúinn kveldust af hlátri er þeir heyrðut þetta óráöshjal, og áttu þeir bágt með að leyna kátínu sinni.' Ert þeim hepnaðist það samt, jafnvel þc að Bassington barún gripi aðalsmannaskrá Burke’s o° fletti upp titli sínum og hrópaði; “Drottinn minn sæll og góður! Mikið dæmalaust er skjaldmerkið fallegt! Tvö ljón, er halda á kórónu milli sin!” En síðan rénaði mesti æsingurinn í honum, hann hugsaði sig stundarkorn um og sagði síðan: “Aðrar eins fréttir og þetta hljóta að raska ró manns. Þer getiö sjálfsagt skilið það.” En síöan hrópaði hann aftur upp yfir sig og stóð á öndinni: “Eg get samt ekki trúað þessu!” Siðan sneri hann sér að málaflutningsmanninum, horfði á hann bænar- augum fast og lengi og sagði loks: “Eruð þér nú öldungis viss um að enginn misskilningur eigi sér stað, að eg sé nú lávarður í raun og veru ?” “Já, eg er jafnviss um það,” svaraði lögmaður- inn, “að þér eruð Bassington barún, og hafið fulla heimild til að sitja í efri málstofunni brezku, eins og að eg er Harold Stebbins Stillman í lögmannafélag- inu Stillman, Myth & Co., sem í eru málaflutnings- menn, lögmenn og réttarfarslegir ráðunautar sjóliðs- stjórnardeildarinnar.” “Ef svo er,” svaraði Mr. van Beekman og settist niður rólegur, þá verð eg að biðja um fyrirfram greiðslu.” “Fyrirfram greiöslu — já, auðvitað. Yðar há- göfgi ætlast sjálfsagt til að fá eitthvað af vöxtum þeim, sem yður bera,” sagöi Stillman blíðlega. Mála- flutningsmenn yðar í Lundúnum hafa einmitt búist við því. Brown, Studley & Wilberforce símuðu í gær að þér gætuð fengið peninga greidda á þeirra á- bvrgö.” “Á—á——á! Eg ætla þá að biðja yður að gefa mér víxil fyrir einu þúsundi!” sagði Gussie. “Jarvis, búðu strax til víxil fyrir þúsund dölum handa hans hágöfgi,” svaraði málaflutningsmaður- inn. “Dölum!” endurtók Augustus hlæjandi. “Ónei, Stillman minn góður. Vitið þér ekki að brezkir að- alsmenn reikna alt í pundum?“ “Já, vitanlega, Bassington lávarður.” sagði hann og gekk inn í næsta herbergi. Hann kom aftur innan stundar og sagði: “Eg má til að gefa út víxilinn í nafni Mr. Augustus van Beekman, með því að þér eruð enn eigi kunnur með- al bankara undir yðar rétta titli,” og síðan rétti hann Augustus vixil fyrir fimm þúsund dölum, sem stil- aður var til þjóðbankans. “Eg verð að biðja yðar hágöfgi að skrifa undir þetta,” og að svo mæltu rétti hann Gussie penna, og litla hjartaö í brjósti Augustu; barðist ótt og títt er hann mátti í fyrsta sinni rita enska tignarnafn sitt: “Bassington.” • “Nú getur yðar hágöfgi fengið peningaua greidda til yðar sem Bassington barúns, og héðan af verður alt það gert í því nafni, sem vér fáum að ann- ast fyrir yður. Samt sem áður verðum vér að láta yður vita, að þetta fé og ekkert meira hefir oss enn verið boðið aö greiða yður. Ef yður þóknast aö biðja um hærri fjárupphæðir, þá skulum vér fúsir, til að senda beiðni yðar til Brown, Studley & Wilberforce, og svar frá þeim getið þér fengið eftir einn eða tvo daga.” “Mér þykir vænt um það.- Segiö Jarvis aö eg biðji málaflutningsmenn mína í Englandi um fimm þúsund pund,” sagði Augustus drýgindalega. Síðan sagði hann ánægjulega: “Getið þér ekki sagt mér, hvað miklar muni vera tekjurnar af eignum mínum á Englandi ?” ' “Nei, eg get ekki sagt yður það fyrir víst, en eg ímynda mér að þær muni vera á aö gizka þrjátíu ti! fimtíu þúsuncl pund á ári, yðar hágöfgi.” “Eru þær svo miklar! Segið Jarvis þá að eg vilji fá tíu þúsund pund,” sagöi Gussie. “Já, þaö er sjálfsagt, lávarður minn,” svaraði Stillman og stríddi viö aö halda niöri í sér hlátrinum; “en eg lít svo á, að það sé skylda mín aö kunngera yður, að töluverður dráttur hefir orðiö á að land- starnir á landeignum yðar á írlandi fengju greiddar landskuldir sínar.” “Það er ekkert ósnoturt aö heyra,” sagöi hans hágöfgi þóttalega. “Rekiö þá þá af jörðunum undir eins! Eg fel yður að láta Brown, Studley & Wilbe- force vita þaö, að hans hágöfgi leggur svo fyrir, að þessum landsetum sé bygt út þegar t stað!” “Já — yðar hágöfgi,” stamaði Stillman. Hann hafði grúft sig ofan yfir eina skúffuna i skrifborði sínu og virtist taka þessa skipun mjög nærri sér, þvi aö þegar hann leit aftur á skjólstæðing sinn, var hann kafrjóður i framan og tárin blikuðu i augum hans. “Hvað gengur á fyrir yður, herra minn!” spurði nýi lávarðurinn. “Það sýnist vera meira en lítil kát- ína í yður.” “Ónei, lávarður minn, það er síður en svo, að mér sé hlátur í hug; eg er þvert á móti sárlega hryggur,” svaraði málafærslumaðurinn með hægð. “Yðar há- göfgi er vist ókunnugt um hörmungarnar, sem af því leiða þegar landsetum á þessum miklu landeignum er bygt út — anmingja fólkið verður húsvilt og sveltur heilu hungri.” “Mér er kunnugt urn það, að þeir greiða ekki landskuldir sínar,” sagði Gussie, “og það er skylda málaflutningsmanna að hlýðnast fyrirskipunum, sem þeim eru gefnar.” Stillman virtist falla allur ketill í eld við þessa ofan i gjöf og tautaði lágt fyrir munni sér: “Jú, þér hafið rétt að mæla, yðar hágöfgi.” í því kom Jarvis með beiðnina uni tíu þúsund pundin, og Gussie skrif- aði undir hana nafnið “Bassington” og sagöi: “Þeg- ar þetta fé er handbært, þá leggið þér það inn í Þjóð- bankann, og þá getið þér jafnframt sent mér reikning fyrir ómaki yöar.” Aö svo mæltu stóð hann upp og fór að draga á sig glófa sína. “Það er svo sem sjálfsagt, að vér sendum yður reikning, lávarður minn, með því að þér hafið óskaö þess,” svaraði málaflutningsmaðurinn. “En mig Iangar til að geta þess, lávarður minn, að við höfðum vonast eftir að okkur veittist sá heiður að fara með starfsmál yðar hér i Ameríku, á sama hátt og Brown, Studley & and Wilberforce þrá innilega að líta eftir eignum yðar í Evrópu.” Stillman hneigði sig djúpt er hann hafði sagt þetta og sýndi augljóslega auð- mýkt sína fyrir barúninum. En sú auðmýkt varð að eins til þess að stæla skjólstæðing hans enn meira.. Gussie litli teygði úr sér drembilega og sagði: “Já, eg man það nú, að Avonmere mælti heldur með yður þegar við sátum að snæðingi í morgun. Eg skal hugsa eftir þessu. Jarv- is, farðu og útvegaðu léttivagn handa mér.” “Já, yðar hágöfgi,’ svaraði skrifstofu fulltrúinn og fór út, en þegar hann var kominn fram fyrir hurð- ina steitti hann hnefann og tautaði: “Bölvaður ó- svífnis-durgurinn!” en gerði þó eins og fyrir hann var lagt. Á meðan hann var burtu sýndi Gussie það lítil- læti, að skeggræða við málaflutningsmanninn. “Eg skal segja .yður eitt, Stillman,” sagði hann. “Yður svipar mjög mikið til Ieikaraskussa, sem Chumpie heitir, og leikur á Broadway leikhúsinu. Þé' eruð nauöalikur honum í fasi, en svipur yöar er ekki eins gáskalegur,” sagði Gussie grunsemdarlega. “Hefir yðar hágöfgi séð þann mann leika?” spurði málaflutningsmaðurinn kafrjóður í framan. “Ójá, eg hefi séð hann býsna oft á leiksviði; en satt að segja fór eg ekki til að horfa á leikinn í því leikhúsi hans vegna; það var hún Rosalie litla Mount- joy, sem dró mig þangað,” sagði hann og deplaði augunum kankvíslega. Og margt fleira spjallaði Gussie og meðal ann- ars sagði hann málaflutningsmanninum, að • hann byggist við að hafa engan frið á sér fyrir fréttaritur- um alt kveldið. “Eg ætla aö senda'allan þann skrii til yðar, Stillman,” sagði hann. “Ef þér gerið það, lávarður minn,” svaraði mála- flutningsmaðurinn, “þá neyðumst vér til að hætta við að sýsla um öll starfsmál yðar.” “Ætlið þið að hætta viö að sýsla um starfsmál mín?” “Já, okkur er ómögulegt annað, ef þér gerið þetta, því að það verður þá sá feikna-straumur frétta- ritara sem kemur hingað inn á skrifstofuna, að viö fáum engu öðru sint heldur en þeim.” “Nú skil eg yður,” svaraði Gussie. “Eg ætlajrá að vísa þeim á lögmannafélag mitt í Lundúnum. Það er fjær.” Og Gussie hélt áfram að þvaöra, og sagöi aö hann ætlaöi til Englands mjög bráölega og taka sjálfur við stjórn á víðáttumiklum landeignum sínum. “Herra trúr! Þ'etta er sannarlega ekkert nema skylda hvers aðalsmanns!” hrópaði Augustus. “Eg ætla að láta það verða mitt fyrsta þegar eg hefi tekiö sæti í efri málstofunni, að steypa socialista ræflinum hon- um Gladstone.” “Er yður alvara. En yðar hágöfgi verður þó fyrst að sleppa öllum borgaraiegum réttindum hér í Bandaríkjunum til þess aö geta þetta.” svaraöi mála- flutningsmaöurinn. “Léttivagn Basingtons barúns biöur úti!” kallaöi Jarvis inn um dyrnar. “Mér er sama hvað er upp eða niöur á Banda- ríkjunum,” sagöi Mr. Gussie. “Gleymið ekki pen- ingaávísuninni, Stillman.” Aö svo mæltu gekk þessi litli föðurlandsvinur burt og skildi viö Iðgmanninn og skrifstofufulltrúann , sem horföu á eftir honum hálf hissa. Loks rak sá fyrrnefndi upp hvellan hlátur: “Heyr á endemi! Hann ætlar aö byggja út ölluin leiguliðum á írsku landeignunum sínttm!” og hann herrndi eftir Gussie litla þegar hann var að skipa fyr- ir um aö reka landsetana af jörðunum. “Þ'að vildi vel til að hann skyldi nú fara, ósvífni lúsamuölingurinn sá arna. Annars hefði eg ekki get- að setið á mér aö fleygja hans hágöfgi niöur stigann. 'Jarvis, faröu og útvegaöu léttivagn handa mér’!” “Hann kallaði mig leikaraskussa, tautaði mála- flutningsmaöurinn. “En þaö má hann þó stöar sjá, 61PS Á YE6GI. Þetta á að minna yöur á aö gipsiö sem vér búum til er betra en alt annaö. Gipstegundir vorar eru þessar: „Empire“ viöar gips „Empire“ sementveggja gips „Empire“ fullgeröar gips „Gold.Dust“ fullgeröar gips „Gilt Edge“ Plaster Paris „Ever Ready“ gips Skrifiö eftir bók sem segir hvaö fólk, sem fylgist meö tímanum, er aö gera. Manitoba Gypsum Co., Ltd. SKRIFSTOFA OG JIYL8ÍA WINNIPEö, MAN. þessi lávarður, að eg er nógu mikill Ieikari til að koma honum á kaldan klaka.” Eftir þessi ískyggilegu ummæli leit Mr. Still- man á úrið sitt og sagöi: “Klukkan er oröin eitt, Machlin; það er mál komið til að fara á æfingu í leikhúsinu.” XIV. KAPITULI. “Til þjóðbankans á harða spretti!” kallaöi nýi lávarðurinn til ekilsins í því hann stökk upp í létti- vagninn fyrir utan nr. 61 í Wall stræti. En rétt á eftir kallaði hann aftur upp og sagði: “Ónei, aktu hæg^t! Faröu gætilega! Eg gef þér fimm dali ef þú kemur mér heim heilum á húfi!” Gussie haföi hug- kvæmst það, að hann væri orðinn í meira Iagi verö- mæt persóna. Þegar hann fór til Wall strætis um morgunino hafði hann hiklaust tekið sér far með sporvagninum; en nú varö ekillinn á léttvagninum að aka hægt og gætikga, og Augustus, Bassington barún sat inni t vagni hans innilega glaöur og ánægöur. Honum sýndist sólin skína nú skærara, veðriö vera yndislegra, en fólkiö á götunum lítilmótlegra en áður, eins og þaö væri skapað úr öðrum og Iélegri leir heldur en þessi nýi aðalsmaður. , Þegar hann ók fram hjá kunningjum sínum heilsaöi hann þeim stórmenskulega rétt eins og hann þekti þá ekki. Hann tók naumast undir við Mr. Grayson, þegar sá herra mætti honum við horniö á Wall og Nassau strætum og kallaði til Gussie og sagði: “Sæll, Gussie, kunningi! Ert þú á leiðinni til auðugu ungfrúarinnar frá Baby-námunni ?” Gussie hrökk við þegar hann hafði þetta yfir með sjálfum sér. “Mér þætti gaman að vita, hvort fólk hefir haft nokkra hugmynd um þetta. Marvin kann áðalsmannaskrana utan bókar; það kann vel að vera, að hún hafi gefið Mathilde bendingu um aö reyna aö ná í mig, áður en eg haföi sjálfur nokkra hugmynd um tign mína. Hún ímyndar sér kannske, að eg ætli að fara að spilla hinu göfga Norðmannablóöi Hugi de Bassingtons. En ekkert verður úr því.” Og Mr, Gussie setti á sig mikinn þóttasvip, varpaði sér aftur á bak í vagnsætið og reyndi aö iáta sér hugkvæmast ráð til að komast hjá að halda loforð sitt viö ríku stúlkuna að vestan, svo aö hann gæti varðveitt aöals- mannablóðiö óspilt, og kvænst hertogadóttur. Því næst sló hann staf sínum í vagngluggann og hrópaði: “Til Þjóðbankans, fljótt!” því aö honutn hafði flogið í hug að réttast væri að fá peninga greidda fyrir víxilinn undir eins; það mundi taka af öll tvímæli, og sannfæra hvern og einn um mann- íélagslega og fjárhagslega upphefð hans. Innan sbundar var hann kominn inn í þessa mikr ilfenglegu byggingu. Hann gekk aö glugganum þar sem féö var greitt, og var gríöarlegur óstyrkur á hon- um, því aö hann óttaðist aö einhver misgáningur kynni aö hafa átt sér stað. En hann mintist þess, hve Stillman, Myth & Co. haföi stórfengilegan verka- hring, og þá herti hann huginn og sagði: “Viljiö þér gera svo ve! og greiða þenna víxil ?” Og samstundis fór litla hjartað í brjósti Gussie aö hamast af sigurhróssfögnuði, því aö bankaþjónn- inn brá stimpli þessarar miklu fjármálastofnunar á vixilinn og greiddi áminsta fimm þúsund dali. Þetta fanst Gussle sama sem eins og fullsannaö væri að hann væri orðinn eigandi viðátumikilla Iandeigna á Englandi og Irlandi og barún í tilbót

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.