Lögberg - 19.08.1909, Blaðsíða 1

Lögberg - 19.08.1909, Blaðsíða 1
22. AR. I WINNIPEG, MAN., Fimtudaginn 19. Ágúst 1909. NR. 33 Fréttir Um íyrri helgi hófu skipfermslu- menn C. P. R. félagsins í Port Arthur, Ont., verkfall, af því aö félagið hafíi ekki viljaS fallast á þær kröfur um kauphækkun, sem verkamennirnir höfíu heimtatS. Menn þeir, sem gegna skipfermslui störfum þar í bænum, eru flestir Grikkir og ítalir. Fyrstu verk- fallsdagana var alt rólegt, en á þriðjudag í fyrri viku fór aö brydda á nokkrum skærum milli verkfallsmanna og C.P.R. manna. En á fimtudaginn tók C. P. R. fé- lagiö í þjónustui sína hóp vara- lögregluinanna til aö annast eftir- litv iö skipakvíarnar. Þegar verka menn sáu þenna viðbúnaö fó'ru þeir aö ybba sig, og undir hádegi á fimtudaginn hófst skothrið milli þeirra og þessara varalögreglu- manna félagsins. Þaö er enn tals- veröur vafi á því, úr hvorum flokknum fyrsta skotinu var skot- iö. En orustan stóö í fullan fjórö ung stundar. Sextán manns særð- ust í þessari hviöu, en nokkrar skemdir uröu á byggingum C. P. R. félagsins þar sem orustan stóö. Meöan þessu fór fram haföi borg- arstjóri og formenn C. P. R. fé- lagsins setið á rökstólum og er sagt, hvaö sem hæft er í því, aö félagiö hafi verið búið aö játa því aö veröa viö kauiphækkunarkröf- um verkamanna, þegar fregnin barst um uppþotiö. En þá hafi féiagiö gengiíý i sig aftur og neit- að öllum frekari samningum í bili. —Eftir aö hlé varð á orustunni, var herliöiö kallaö til og borgar- stjóri auglýsti herskaparlög yfir -bænum. Hermannaflokkur bæj- arins var siðan á vakki á götunum, og eftir ósk borgarstjórnarinnar var hermannaflokkur frá Winni- peg sendur austur til aðstoöar. A föstudaginn voru nokkrir helztu forkólfar uppþotsins teknir fastir og vopn tekin af tvö hundruö manns, en bönnuö srranglega sala skotvopna í öllum bænum. Eftir þaö komst fullur friöur á. Á sunnudagskveldið kallaöi borgarr stjóri verkfallsmenn á fuind og skoraöi fastlega á þá alla, sem ekki væru neinar ákveönar sakir komn- ar gegn, aö taka til starfa innan 36 klukkusturtda, þvi aö félagið byö- ist til aö veita öllum þeim verk- fallsmönnum vinmn, sem sintu þessari áskorun. En miskliöin um vinnulaunin yröi lögö i geröardóm samkvæmt landslögum. Og þetta varö úr; verkfallsmenn tóku aö vinna aftur á mánudagsmorgun- inn var og eru nú að vinna við skipfennshma eitthvað .um fimm hundruð manns. Launin hafa eigi enn verið hækkuö upp í 22]/2 cent á kl.stund og 25 cent kl.stund fyr- ir yfirvinnu, eins og verkamenn fóru fram á, og biður þaö geröar- dóms. Hermennimir frá Winni- peg héldu heimleiðis á mánudags- kveldið, því aö liðskostur var tal- inn nógur eystra og engin líkindi til aö verkfallið yröi endurnýjað. Undanfarnar vikur hafa vinir Harry Thaw reynt alt til þess aö leysa hann úr vistinni á geöveikra hælinu í Matteawan. I vikunni sem leiö kom það enn u*dir dóms- úrskurö, hvort óhætt væri að sleppa honum af geöveikrahælinu, og urðui dómararnir ásáttir um aö láta hann dvelja þar enn um óá- kveðinn tíma. Þeim leizt svo á heilsu hans, sem hann mundi veröa öörum mönnum hættulegur, ef hann færi sjálfráður. Veglega standmynd á aö reisa Kitchener lávaröi í Calcutta. Her- inn er því mjög fylgjandi. Simskeyti hefir nýskeö borist frá Tromsö i Noregi, og er þess getið í því, að Walter Wellman hafi lagt þann dag á stað i heim- skautaleiðangur sinn á loftfari, svo sem til var ætlast. Til Chamouix á Frakklandi ber- ast fregnir um þaö, aö tveim mönnum hafi hepnast aö komast yfir Alpafjöllin á loftfari sem Sir- ius heitir. Þeir lentu í grend viö Locarno ítalíu megin, 5,400 fet yfir sjávarmál. Þeir fóru yfir Montblanc. Hæst komust þeir 5,600 metra yfir sjávarmál, eöa 18,373 fet. Italir tveir höföu áöur komist á loftfari yfir Alpafjöllin. Þaö var áriö 1906. Þeir komust 20,500 feta hátt yfir sjávarflöt. Hæst telja menn foftbátinn Alba- tros hafa komist í loft upp. Hann lagöi upp frá Milano á ítalíu 11. þ. m. og komst rúmar sjö mílur frá yfirboröi sjávar. Nýr konungur bætist væntan- Iega við í Evrópu á næsta ári. Þaö er Nikulás prinz af Montenegró. Hann hefir lýst yfir því, aö hann ætli að taka sér konungsnafn 14. Ágúst 1910, en það er fimtugasti afmælisdagur stjórnar hans. Ekki heyrist annað en að stórveldin muni láta sér þetta vel lika. Játvarður konuingur var stadd- ur í Calais á Frakklandi um miðja fyrri viku. Hann var á leið til Marienbad sér til heilsubótar. Nýskeö hefir kunnugt orðið um kostnaöinn viö suöurheimskauts- ferö ShackLetonS, og þykir "háníT býsna mikill, eitthvað $215,000. Dominionstjórnin hefir hafiö mórannsóknir og komiö- á stofn tilraunastöö í því skyni austur í Ottawa. Stööin er í útjaðri borg- arinnar og umdir umsjón Dr. Haanels, yfirumsjónarmanns meö námum fyrir stjórnina. Tilhögun- in svipuö og á stöövum, sem stofn aöar hafa verið i samskonar augna miöi í Noregi og Svíþjóö. Á að rannsaka þarna hvilíkt eldsneyti muni vera i hérlendum mó, fyrst og fremst til heimilisþarfa og síö- an til annarskonar hitunar og jafn vel málmbræöslu. Sérfróöir menn halda því fram, aö kolabirgöirnar i Canada séu ekki óuppvinnanleg- ar, en mótekjan muni aftur á móti vera það. Haanel gerir sér mikl- ar vonir um mikinn og góöan á- rangur af þessum rannsóknum, því aö þær hafa hepnast mjög vel á Norðurlöndum. Ellefu manns brunnu inni i gisti húsi í Vemon, B. C., í vikunni sem leiö. Það er haldiö, að eitr- aðar lofttegundir hafi aöallega valdiö þessum mikla manndauöa, en þær hafi myndast er olíudúkur brann, því aö herbergi vorui fóör- uð með þesskonar dúk og þynnur oliudúka á gólfum í öllu húsinu. Sambandsþingiö á aö koma sam an í öndverðum Nóvembemiánuði næstkomandi, liklega kring um 4. þess mánaðar. Fylkjasambandið brezka í Suö- ur Afríku á að ganga i gildi 31. Mai 1910. Erui þá nákvæmlega átta ár liðin frá þvi aö friðarsamn- ingar eftir Búastríöiö voru undir- ritaöir árið 1902. eru að taka til vinnu aftur. Þrátt fyrir styrktarféö, sem greitt er úr verkamannasjóðinum, kváðu ýms- ir flokkar verkamanna hafa verið orönir svo aöþrengdir sakir vista- skorts, aö þeir neyddust til að taka til starfa sinna aftur. Alt er nú oröið friösamlegt í Stokkhólmi og verkfallsóeirðum slotað. . Þess er getið i fréttum frá Pét- ursborg, aö Mohamed Ali' Persíu- soldán fyrverandi, fari af landi brott 17. þ. m. og sonur hans, sem til ríkis var tekinn, tólf ára aö aldri, sé mjög hryggur yfir því aö skilja viö foreldra sína og óánægö ur meö völdin. Hann á aö kvæn- ast þessa dagana, þó þvernauöugt sé, og er þegar búið aö safna fjölda ungra drósa í kvennabúr hans. . Nú er ekki annað sýnna en að Grikkjum og Tyrkjum ætli aö lenda sarnan i ófriði út af Krít- eyjarmálinu. Tyrkir heimta að Grikkir lýsi þvi yfir skírt og skor- inort, að þeim komi alls ekki til hugar að ná yfirráöum á Krítey, eða innlima hana Grikklandi. Tyrkir hafa sent hersveitir fjöl- mennar til landamæranna og þykir viðbúiö að þeir ráöi á Grikki, ef svariö veröur ekki á þá leið, sem þeir kjósa. — Fyr eða siðar þykir þó sennilegt, að Kríteyingar kom- ist undir grísk yfirxáö því aö þorri þeirra er grískuir orðinn, en Mú- hame östrúarmönnum tyrkneskum fer sífækkandi á ejmni. Nefndin, sem skipuð var af Bretastjórn til að rannsaka ákærur þær, sem Charles Beresford lá- varður bar á flotamálastjórnina. hefir nú lokið störfum sínum, o.g gerir fremur litið úr ákærum lá- varöarins og telur þær hafa við lítil eða engin rök að styðjast. Hinsvegar getmr nefndin þess, að bæði flotamálastjórnardeildin og Berésford lávarður eigi sök á því sameiginlega, hve samvinna hefir verið óþýð með þeim, og hafi það orðiö til miklls tjóns og óhags í hermálunum. W. J. Clifford, formaöur mæl- ingamanna flokksins, sem hefir verið að mæla fyrir Hudsonsílóa- brautinni til Chuirchill, er nýkom- inn að norðan til Winnipeg. Flokk ur hans lagði upp frá þeim bæ í ferðina norður i Septembermán- uði í fyrra og byrjaði mælingarn- ar við Split Lake 1. Nóvember. Vegalengdin þaðan til Churchill er 200 mílur, og hefir Mr. Clif- ford lýst yfir þvi við blaðamenn í Winnipeg, að hann telji eigi erf- itt eða mjög kostnaðarsamt aö brautina yfir þetta svæði. Landið, sein brautarlínan liggur um, er ýmist flóar, leirjörö eða grciöir greniskógar. Sextíu til sjötíu mílna svæöi suöur af Churchill er skóglaus slétta, og nær æöi langt noröur og suiöur fvrir Churchill. Áþví svæði segir Mr. Clifford auðvelt að leggja járnbrautim án tiltakanlega mikils kostnaðar. Höfnin segir hann að sé fremur lítil enn þá, en auðvelt sé að dýpka hana og stækka svo aö þar komist fyrir floti stórra skipa. — Þeir félagar voru aö mæla höfnina frá því um miöjao Apríl og þangað til 13. Júlí. ls- rek kom í Churchill ána 7. Júní og daginn eftir var hún alveg búin að ryöja sig. En ís rak ekki af flóanum fyr en 1. Júlí, því að norðanstormur hélt honum aö landi. Formlaður mælingamann- anna hefir nú fuillgerða skýrslu sína og sendi'r hana stjórninni til íbúar í nítján þorpum í Albaníu hafa gert upphlaup og neita að gjalda skatt. Tyrknesku stjórninni þykja þetta ill tíðindi og er ekki laust viö aö hún gruni að erlend- ar þjóðir liafi róiö undir aö koma á uppþoti þessu. Kinverjar og Japanar eru komn ir í hár saman út af dálitluan járn- brautarstúf, — Antung- Mukden- brautinni svo nefndu í Manchúríu. Japanar bygöu braut þessa sér til hægri verka í ófriðnum viö Rússa. Þegar ófriönum var lokið voru samningar geröir við Kínastjórn, þar sem ákveðiö var aö Japönum yröi- leyft að enöuirbæta brautina og brúka hana í fimtán ár, en síð- an selja hana í hendur Kínastjórn. En þegar Japanar ætluðu aö byrja endurbætur þessar, kom ýmislegt til greina, er sýndi að stjómirnar gátu ekki komiö sér saman. Aðal- ágreiningsatriöið var þó þaö, aö Kínverjar vildu liafa lögregluum- sjón á brautinni, en því neituöu Japanar og þar við sat um hrið. Nú nýverið tilkynti Japanastjóm stórveldunum, að hún ætlaöi aö byrja á endurbótum á jámbraut- inni þrátt fyrir mótmæli Kínverja, með því aö þar væri ekki um sam- komulag aö ræöa. Járnbrautin, sem þrætan er út af, er að eins 150 mílur á lengd, en hún liggur um land, sem er gnægtamikið og ef braut þessi verður fullger, verður komið á beinu járnbrautarsam- bandi milli Fusan á sunnanverðri Korea og Pétursborgar og annara höfuöborga Evrópu. Milli Fusan og Japanier aö eins átta klukku- stumda sigling, svo að Japönum er mjög áríöandi aö fá lagt braut þessa svo sem þeim líkar, en hversu Kinverjar taka þvi, er enn. ekki séð. Ur bænum. og grendinni. Milli sjötíu og áttatíu menn úr herliði Winnipegbæjar voru send- ir á föstudaginn var austur til Port Arthur til aö aöstoða her- deildina þar í verkfallsóeiröunum. Dr. B. J. Brandson fór suöur til Dakota fyrir helgina. Hann kom aftur á mánudagskveld. Mrs. H. Thordarson frá Chica- go kom hingað til bæjarins nýskeð snögga ferö og dvaldi hjá Mr. og Mrs. G. Thomas, William ave. Mrs. Thordarson bjóst viö að leggja á stað suður aftur um miðja þessa viku. Sérstök guðsþjónusta verður í Fyrstu ensku lútersku kirkju næsta sunnudag; kirkjan stendur á horni Ellice og Beverley stræta. \riiö morgunguðsþjónustuna verö- ur Rev. P. E. Baisler settur fastur prestur safnaöarins. Hann hefir þjónað þar seinustu 8 mánuöina. Rev. A. C. Anda frá Chicago og Rev.A. J. Reichert frá Red Wing, Minn., setja hann í embætti. Hinn fyrnefndi er “District Superinten- dent of English Home Missions of the General Council of thé Luth- eran Church in North America”, en hinn siöarnefndi “President of the English ■ Lutheran Synod of the North-West.” Rev. Reichert talar aö kvöldinu. — Tala ensk- lúterskra manna hér í bænum er að aukast, og söfnuöurinn þarf aö koma sér upp kirkju, sem sé nær miöjum bænum. í því skyni hef- ir hann keypt lóð á horni Ellice og Furby stræta, 100x100 fet, og ætl- ar aö reisa þar nýja kirkju. Gamla lóðin er líka rooxioo fet með kirkju, sem rúmar um 300 manns. Sú eign er .nú til sölu. - Jón Jónsson smiður, að 790 Notre Dame ave., gerir viö alls- konar húsmuni og annaö bæöi fljótt og vel, fyrir lág t gjald, og ættu menn því aö leita til hans er þeir þurfa aö láta gera við eitt- hvað. Mr. Björn Sigvaldasom, sem kent hefir á barnaskóla í Thing- valla, Sask., síðastl. hálft annaö ár, kom til bæjarins á mánudag- inn. Hann sagöi fallegt útlit meö hveiti, en bleytur miklar » dældum svo erfitt mundi veröa meö hey- skap. Hann hélt áleiðis til Nýja íslands, og býst viö aö dvelja þar. Verkamenn svo þúsundum skift ir hafa verið að koma þessa dag- ana að austan til aö leita sér at- vinuui við þreskingu, og farið um hér í Winnipeg. H. R. Soot, ráösmaöur North Star Grain félagsins hér í bænum, hefir verið skipaöur norskur kon- súll hér í staö C. F. Hendricksen, sem nýlega er fluttur til Portland. Oregon. Pugsley, ráðgjafS opinberra verka , var hér á ferö á leið vest- ur í land og ætlaði að vera nærri tvo mánuði í því ferðalagi. Hann er að líta eftir helztu verklegum framkvæmdum, sem Dominion- stjórnin hefir með höndum í vest- urfylkjunum fjórum. Síðastliöinn föstudag kom ó- venjumikil rignirig svo að vatn hljóp víða í kjallara hér í bænum. Síðan hefir verið hitatíð. Vér viljum leiða athygli manna aö þvi, að næstu viku ætlar félag- ið “The British Association for the Advancement of Science” ,að halda samkonui hér í bænum. Fé- lag þetta hefir starfaö aö út- breiðslu visinda í þrjá aldarfjórö- unga og í því hafa verið merkustu visindamenn Breta og annara þjóöa. Winnipegbær hafði boðið félaginu að halda hér sjötugasta og níunda ársmót sitt. Boðinu var tekiö og er nú von á um sex humdr uð gestum eftir helgina. Móttöku nefndin hér í bænum hefir haft allan nauösymlegan viðbúnað til að fagna sem bezt þessum merku gestum. Nokkrir meðlinúr þessa félags eru hér í bænum og hefir borgarstjórinn hér bent á það, að tilhlýðilegt væri, aö sem flestir notuðu þetaa tækifæri til þess aö ganga í félagiö. Þaö kostar $5.00 og eiga menn þá frían aðgang að öllum samkomum, sem félagið heldur hér næstui yiku. Beiönir um upptöku í félagið verða að vera komnar til Honorary Local Secretaris University of Manitoba fyrir næstkomandi laugardag. Menn ættu að fjölmenna á fyrir- lestra þá, sem félagið lætur halda í Walker leikhúsinu; þeir veröa mjög fræöandi og merkilegir og þangaö mega allir koma ókeypis. Frá Seattle Wash. 8. Ágúst 1909. íslendingadag héldum viö land- ar hér í Seattle 2. Ágúst, undir for stöðu félagsins “Vestri” í Wood- land Park, sem Iiggur r.étt austan viö bæinn Ballard. Veðrið var hiö ákjósanlegasta, sólskin og svalur norðanvindur. Á fjórða hundrað Islendingar vorui þar saman konnnir frá næstum öll- um bygðum þeirra hér á Kyrra- hafsströndinni. Mætti eg þar mörg um fornkunningjum, er eg hafði ekki séð í frá 25—30 ár. Eg skal að eins geta fárra aökominna landa: Mr. og Mrs. A. Friðriks- son og Mr. og Mrs. E. Gíslason, Vancouver; Sig. Mýrdal, Point Roberts; E. H. Johnson, Utah; Mr. og Mrs. J. H. Frost og Mr. og Mrs. Danielsson, Blaine; aust- an úr Manitoba vora þeir séra R. Marteinsson og Ari Egilsson. Um kl. 10 byrjaði prógram meö drengja og stúlkna kapphlaupi, og hélt áfram til kl. 12, og hlupu þar allir, sem hlaupið gátui, giftir og ógiftir, konur og menn, feitar konur og menn yfir fertugt. Svo voru einnig stökk og “tug-of-war” meöal utanbæjar og bæjarmanna, og unnu utanbæjarmenn. Verö- laun voru gefin öllum vinnendum, og vora hæstu verölaun $10 úr. Síðast var kappróöur á vatninu. Kl. 2 byrjuöu ræðuhöld. Séra J. A. Sigurösson, forseti samkom- unnar, talaöi fyrir minni íslands, og orti kvæöi, sem hann af góö- kunningsskap gaf mér til aö senda Lögbergi*J. Minni íslendinga í Ameríku: séra R. Marteinsson; kvæöi: Th. M. Borgfjörö flofaði að senda mér þaö til birtingar í Lögb., en er ókomiö enn); Sig. Christopherson átti aö tala fyrir minni Vesturheims, en var ekki viðstaddur, svo hr. E. Gislason tal- aöi í hans staö. íslenzki söng- flokkurinn undir forstööu S. H. Helgasonar, söng þjóösöngva. Prógram dagsins endaði meö dansi og ræöúhöldum í samkomu- húsi “Vestra” um kyöldið. Eg ætla ekki, hr. ritstjóri, aö takast þaö í fang aö gefa þér út- drátt úr ræöum manna. Það yröi of langt mál og eg alt of penna- latur til þess. Eg skal aö eins geta þess, að allar ræðimiar lýstu sterkri ættjaröarást. öllum kom saman um, að viðhalda islenzkri tungu og g«yma og viröa það bezta í þjóðerni voru. Kvæöi séra J. A. Siguirðssonar lýsir einna bezt anda þeim, sem rikti á þessari íslend- ingadags samkomu. Mér datt í hug, þegar kapphlaup- in fóru fram meðal vor, aö ef að séra Friörik J. Bergmann væri nú kominn og sæi landa sína hlaupa og stökkva, konur og karla um og yfir fimtugt jafnvel taka þátt í þyi, þá mundi honum ekki hafa sýnst “deyföarmók” á okkur. Það er annars undarlegt hvaö misjafnt menn líta á, og hvaö fljótir sumir menn eru til aö gera ályktanir og slá þeim föstum, sem sannleika. • Einn merkur maður sagöi nýlega í viræöum viö fréttaritara blaösins Seattle Daily Times, aö íbúar Seattle væru þaö fjörlegasta, hreinlegasta og starfs- mesta fbusiestj fólk, sem hann heföi séð í nokkrum bæ í Amer- iku eða í Norðurálfunni. Nú kemur feröalangur í Heims- kringlu, Jónas Jónasson aö nafni, og segir atvinnu litla í Ballard en langt aö sækja hana inn í Seattle. Við, sem hér búum, getum ekki hlegið að svona staöhæfingum. Sögunarmylnur og þakspónaverk- stæði ein veita á 4. þúsund manns atvinnu fyrir utan mörg önnur verkstæði byggingavinnu og bæj- arvinnu. Og svo er nú Ballard ejnn partur af Seattle. Eg heyri sagt, aö hr. Ari Egils- son hafi ritaö um sýninguna, svo eg geri þaö ekki í þetta sinn. Eg hefi gaman af aö sjá hvaö hann segir fyrst. 5. Björnsson. *) Kvæðið komst ekki í þetta blað sakir rúmleysis. Þ’að verður birt í næsta blaði. — Ritstj. Verkfallinu mikla í Svíþjóö er aö létta af aftu-r, og verkamenn athugunar. Alfatnaöur, hattar og karlmaiina klæönaöur viö lægsta veröi í bænum. Gæöin, tízkan og nytsemin fara sam- an í öllum hlutum, sem vér seljnm. Geriö yönr aö rana aö fara til WHITE & MAN AHAN, 500 Matn St., Winnipeg. BÚÐIN, SEM ALDREI BREGZTI D. E. ADAM3 COAL CO uApn nr. I IN Kni Allar teg»»Ær «tóviBar. Vér höfum geymslupláss nur\.u \jy~X LIIN INWL alUn bæ og ábyrgjumst áreiöanleg viöskiíti. um

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.