Lögberg - 28.07.1910, Side 6

Lögberg - 28.07.1910, Side 6
LÖGBERG, FIMTUDAGfNN 28. JÚLÍ 1910. Olíkir erfingjar. eftir GUY BOOTHBY. “Þaö er svo ” svaraöi hún. “Þú ert sljóskygn- ari en eg hélt þú værir. Kannske þér detti þaö i hug seinna. Þú þarft ekki að fylgja mér lengra. Góöa nótt !’* Hún rétti honum jafnvel ekki hondina, en sneri baki við 'honutn og fór beint inn i svefnklefa sinn. Reggie var í þann veghn að snúa aftur upp á þilfar, en þá sá hann að gestirnir voru á leiöinni ofan. “Viö hinar konurnar ætlum aö fara að dæmi Mrs. Dartrell,’ ’sagöi Mrs. Cranleigh og rétti honum höndina. ‘"Viö ætlum að hvílatst vel í nótt áöur en viö leggjum af stað aftur.” “Þaö er rétt,” svaraði Reggie. “Eg ímynda mér aö viö geturn ekki betra gert en að fara aíi <tæmi ykkar.” ■ ••'' •$. En nú vildi svo til, að Devereaux var sá eini af karlmönmumim, sem strax gekk til hvílu. Má vera, að þaö hafi verið vegna jæss að hann þóttist finna það á sér að eitthvað misjaínt væri i vændum. Stukeley sneri aftur til reykingarsalsins en Reggie og Dorset lávarður gengu afur á skutpall. Báðir voru þeir óvenjulega þögulir. Dorset lávaröur tugði endann á vindli simttn í svo miklum ákafa, að auðséð var aö honum var mikið niðri fyrir. “Heyrðu mig, Reggie,” sagði hann, “mér er ómögulegt að þola jretta lengur. Eg ætla nú að segja j)ér meiningu mína.” Maðurinn, sem hann ávarpaði, leit ekki við. Hann horfði stöðugt á fiskiskip, sem lá fimtíu eða sextíu yards frá þeim. “Um 'hvað ætlarðu að tala við mig?” spurði hann, eins og annarshugar, því að satt að segja var hann að hugsa um atvik sem hafði komið fyrir við Weldersham kastala. “Þú munt ekki bera á móti því, að við höfum verið vinir í mörg ár,” sagði lávarðurinn,. “Eg skal fúslega játa það„” svaraði Reggie. “Hvað um það?” “Eg hef alt af litið svo á, að það séu ein a'f einkaréttind)um vinar, að mega tala við vin sinn svo sem manni býr í brjósti.” “Það er alt undir því komið, um hvað á að tala.” svaraði Reggie. “Það er um trúlofun þína, sem eg ætla að tala." “Þá vil eg mælast til, að þú sleppir þvi. Það er efni, sem eg vil ekki ræða um.” “En eg verð að gera það. Það er mér rneira áhyggjuefni, en eg get frá sagt.” “Eg get ekki skilið í því hvers vegna að þú ert að fá j)ér það til. Það er sérmál mitt og þér óvið- komandi.” “En þú ert vinur minn. Eins og þú sérð sjálfur hefir það nokkuð að segja.” “Ef um annað væri að ræða, þá hefir það að vísu mikið að segja En að því er þetta atriði snertir get eg ekki séð að það geti komið hið minsta til greina/’ “Eg vona þó, að þú sért ekki staðráðinn í því að ætla að lifa héðan af hamingjulausu lifi?” Nú leit Reggie í fyrsta sinni meðan á þessu sam- tali stóð framan í vin sinn. “Eg er hræddur um, að eg geti ekki skilið hvað þú ert að fara,” sagði hann. “Hversvegna skyldi eg ætla að fara að' lifa hamingjulauisiu lifi, jxj að eg ætli að ganga að eiga Mrs. Dartrell?” “Eg get ekki beinlinis sagt j)ér hversvegna, en þú veizt sjálfur að þau verða úrslitin,” svaraði Dos- set lávarður. “Mér geðjast ekki að Mrs. Dartrell. Hún er einstaklega fögur kona og góð heim að sækja.” “Eg j>akka!” “Hún er líka vel mentuð og alt þar fram efitr götunum. En eg ætla ekki að skera utan af því sem eg vildi segja, hvort sem þú kant að reiðast af því eðia ekki; hún er ekki sú kona, sem þú hefðir átt að kjósa þér.” “Jæja, kunningi,” svaraði Reggie; “eg held þá að við verðum að hætta fæssu samtali. Þú 'hlýtur að sjá hvers vegna eg get ekki haldið því áfram. Vi» skulum aldrei minnast á það framar.” Eftir J>)essa viðræðu þögðu báðir mennirnir stundarkom. Dorset lávarður fann að hann ha fðti verið helzt til berorður, en hinum virtist að harmia- byrfi sín hafa1 einhvem veginn þyngst um helming. “Jimmy!” sagði Reggie við vin sinrþ er hann nefndi því gælnnafni, “þú ert allra bezta skinn, en þú hleypur á j>ig stundaim. Sannleikurinn er sá, að þú hefir ekki skoðað þetta atriði nógu vandlega. Gakk þú j>ína götu, en kærðu þig ekki um mig. Mér er óhætt.” “En þú munt sanna það síðar, Reggie, að þarna skjátlaðist þér mikið,” svaraði lávarðurinn. “Herra trúr- Skárra er það nú! Að maður skuli ekki mega segja vini sánium meiningu sina, án j>ess að hann firt- ist við.” “Þú ert alt af jafn ósannsýnn, en það gerir minst til,” sagði Reggie. “Eg hugsa eg viti 'hvað j>að er, sem þú ert að fikra í kringum, e’n þú getur verið viss um, að eg hefi ekki gengið blindandi út í þetta.” “Eg er ekki í neinum vafa um hvernig j>ú hefir gengið út í þetta, og kynoka mér ekki við að segja þér það, þó aði þú kunnir að reiðast af því. Þú varst veiddur, það er að segja neyddur til að biðja Mrs. Dartrell, og nú ertu svo góður drengiur að þú getur ekki fengið af þér að segja henni upp. Hún vill ekki sleppa þér a.f því að henni þykir vænt um þig, en aðialástæðan sem hún hefir til að vilja eiga þig er það, að 'hún verður þá lávarðsfrú a,f Weldprshani. Þetta er mergurinn málsins.” “Ef svo er, þá er tilgangslaust að ræða þetta rneir,” svaraði Reggie. “Eg veit að J»ú vilt mér vel, kunningi, en eg vil ekki heyra þig brjóta aftur upp á þessu tali.” Dorset lávarður sagði eitthvað á þá leið, að hann skyldi aldrei hætta að tala um þetta, en kvaðþt nú ætla að finna skipstjóra snöggvast áður en hann færi aö sofa. Reggie sat hugsandi næstu hálfa klukkustundi °& eg' hefi ástæðu til að ímynda mér að hann hafi ekki verið sem ánægðastur. “Einstakur aulabárður hefi eg verið,” sagði hann. “Aumirvgja Dorothy litla! Eg ímynda mér aö henni þyki vænt um mig.” Um leið og hann sagði þetta bjóst ha,nn við að fara inn í svefnklefa sinn í J>ungu skapi. Þau lögðu af stað frá Dieppe skömmu eftir mið- nætti og komu til hins fagra fiskij>orps Fesamp laust fyrir morgunveröartíma. Það voru ekki margir sem sátu að morgunverði í það skifti. Mrs. Cranleigh og Mrs. Bennett kusu heldur að fá morgunverðinn inn í svefnklefa sina,, og Stellu var enn ilt í höfði að henni var ómögulegt að fara á fætur. Þessvegna voru j>ær Ella Cranleigh og Bandaríkjafrænkan þær einu af kvertfólkinu, sem til borðs sátu og j>essvegna kom j>að ekki til mála að fara i land að svostöddu. Veður var hið bezta, en farþegarnir sábu upp á j>il- fari í næðissömu iðjuleysi. Það var komið fram undir miðdegi þega,r konurnar létu sjá sig. Stella vatð jæirra þriggja fyrst til aö koma upp á þilfarið. Hún var prýðilega vel búin i drifhvítum kjól alsett- um kniplingumú) híún sýndist nærri því gyðjuleg í þeim búnini, og eigi siður af því að hún var föl mjög og þreytuleg til augnanna. Hún kva,ðst hafa átt óttalega nótþ, og var j>iað helzt á henni a,ð sjá, að svo hefði verið. Augnaráðið var 'blíðlegt og látbragð hennar auðmjúklegt og undirgefnisfult, svo að jafn- vel þeir sem höfðu reiðst henni fyrir atferli hennar kveldið fyrir gátu nú ekki annað en kent i brjósti um hana. “Eg er hræddur um, að þér sé enn ilt i höfðinu,” sagði Reggie, settist við hlið hennar og tók upp blæ- væng hennar. “Get eg gert nökkuð fyrir þig ” “Ekkert nema að fyrirgefa mér,” sagði hún með titrandi vörurn, “eg hefi ekki verið með sjálfri mér í nótt. af J>ví hvað eg sé eftir að hafa breytt illa vig þíg’-” “Við skulum ekki minnast á það,” sagði^ hann. “Eg sá það að vísu gerla að þú varst ekki með sjálfri þér og það hrygði mig meir en mér gramdist það. Eg hefði átt að fara öðru vísi að.” “ Þetta máttu ekki segja.” sagði hún; “eg veit ekki hvað eg á að gera af mér jægar eg heyri þig tala svona. Gerðu það ekki — góði.” “Jæja, ekki vil eg að þú tryggist af því sem eg segi,” svaraði hann, “mig langar til að sjá> þig aftur eins og þú átt að þér_að vera.” Þetta kveld sagði Stella að hún væri öldungis eins og hún ætti að sér og kvaðst vilja fara með þeim í land og skoða ýmsa merka sögustaði frá þrettándb öld. Þegar þau komu ’ aftur út á lysti- skipið var eins og öllum væri úr minni liðin óþæg- indin, sem höfðu komlð fyrir kvöldið áður, og Stella brosti og lék við hvern sinn fingur. Þau sátu uni kveldið lengi uppi á þilfari, en af því að þau voru j>reytt eftir gönguna i landi um daginn var farið að hátta í fyrra lagi. En það; vildi nú einhvern veginn svo til, að Reggie var ómögulegt að sofna þetta kveld. Þó að svefnklefi hans væri búinn öllum hugsanlegum þæg- indum fanst honum óverandi þar inni fyrir kæfandi svækju. Blæjalogn var úti, og honum. var í fersku minni samtalið sem þeir höfðu átt Dorset lávarður og hann og hafði oft dottið það í hug um daginn. Hann hefði mikið viljað gefa til að geta gleymt því alveg. Lystisnekkjan hafði verið komin af stað þegar hann fór inn í svefnklefa sinn og var svo til ætlast að hún yrði komin til Cherbburg um dagmál. Hann heyrði að, skipsklukkan sló átta og siðan eitt og tvö á fyrstu vöku. Loks fanst honum hann mega til að draga að sér hreint loft, því að ómögulegt væri að að haldast við inni í svefnklefanum, cg hann einsetti sér að fara upp á þilfar. Hann klæcldi sig svo sem honum fanst við J>urfa og fór fram í gestasalinn og þaðan upp á þilfar. Það var notalegt að koma út í kveldkuliðÞegar hann var að fara upp káetustigann kom ofurlitil sjóskvetta framan i hann ig kældli ▼inalega á honum kinnina. Hann þerði rólega á sér vangann og fór því næst upp stjórnpallsstiganm. Yfirstýrimaður var á verði og heilsaði hann Reggie vingjarnlega jægar hann sá hann koma upp stigann. “Það er miklu notalegra að vera hér heldur en niðri,” sagði Reggie. “Svefnklefarnir eru heitir eins og ofnar í nótt.” “Lofið mér að sækja yður stól,” mælti hinn, “eg hefi stól hérna inni í stýrishúsinu.” Hann fór inn að ná í-stólinn og þegar hann kom aftur settist Reggie hjá honum við öldustokkinn og tóku J>eir tal saman. “Dorset lávarður hefir sagt, mér, aö þér hafið í marga.r raunir ratað á sjóferðum yðar,” sagði Reggie. ’Eg vil ekki bera á móti því,” svaraði hinn. “Eg býst við að fáir hafi lent í einkennilegri æfintýrum á sjó heldur en eg. Eg hefi verið í sjóferðum alla æfi miína, eða síðan eg strauk burt úr skóla J>egar eg var á fimtánda árinu. Eg hefi verið á allskoanr skipum og býst við að eg hafi stigið fæti á flest lönd jarðarhnattarins. Eg hefi verið fangi Pepper Rajah, var rétt að segja gerður höfði skerori í Dyaks, lá við sjálft að eg væri steiktur lifandi á báli á Salomonseyjum, lenti í skipbroti í Patagoníu, var eini maðurinn, sem komst lífs af þegar skipið William T. Watres rakst upp á grynningar við Nýfundnaland, og var skotinn í herðablaðið og nærri J>ví myrtur þegar skipverjar á Siberian Prince gerðu upphlaup austur í Kinahafi. Samt er eg hingað kominn og er yfirstýrimaður á fimm hundruð tonna lystisnekkju, sem fer skemtiferðir um Englandissund, og ekki dettur mér í hug að finna neitt að slíku né vera óá- nægður með að eiga lávarðinn fyrir húsbónda.” “Það hlýtur að vera einkennilega skemtilegt þarna suður i höfum,’ ’sagði Reggie. “Ef manni fellur slikt líf vel á annað borð, j>á er ekkert því líkt til,” svaraði stýrimaður. “Þægi- legt loftslag, heitir réttir af brauðaldinatrjám, við- kunnanlegasta, fólk, sem til er í víðri veröld, og sí- feld tilbreyting á sjónarsviði, ef maður á skip til að ferðast á.” “Og er þar gott til fjár?” “Ja, verzlunin í suðurhöfum er ekki orðin eins arðvænleg nú, eins og hún var hér fyrrum, en þó er hægt að græða þar töluvert fé.” “Þetta er býsna álitlegt. Ef eg væri laus og slyppur þá held eg að mig langaði til að reyna ham- ingjuna þar.” Stýrimaðurinn brosti góðlátlega. Homim fanst það i meira lagi skoplegt að Reginald Sandridjge, þessum gfaðlynda, vinsæla og vel efnaða unga manni skyldi geta komið til hugar að hætta við að lifa j>ví lífi sem hann hafði vanist og færi að reyna hamngj- una suður í Suðurhafseyjum. Að hálfri klukkustund liðinni var Reggie búinn með vindilinn sinn og ætlaði þá að fara inn í svefn- klefa sinn og halla sér ofurlítið út af. Hann bauð stýrimanninum góðar nætur og fór niður stjórnpalls- stigann ofan á þilfarlð fyrir neðan og stefndi að káetuganginum. Áður en hann fór ofan nam hann jsnöggvast staðar og leit út á hafið. Veðiur var hið ákjósanlegasta, máninn var genginn upp á heiðskíran himininnn og lystisnekkjan klauf öldurnar eins og hún væri lifandi vera. Eftir að hann hafði horft stundarkorn á hafflötinn fór hann niður stigann. Ljós brann í gestasalnum þar niðri eins og vant var. Reggie var rétt i þann veginn að ganga gegnum sal- in inn að svefnklefa sínum þegar hann varð j>ess var að hurð var opnuð'. Hann litaðist urn til að sjá hver það gæti verið, sem væri á ferli um það leyti, og sá þá að hvítklædd1 vera kom 'fram í sajinn úr einum svefnklefa 'kvennanna. Hann var ekki lengi í efa um hver þetta væri. Hann Jækti skjótt að það var Stella og engin önnur. Hann hirti ekki um að láta hana verða vara við sig, svo að ha,nn dró sig inn í skugg- ann og veitti henni eftirtekt. Hún stefndi að honum og fór mjög hratt, og steitti hnefana etns og hún væri yfirkomin af hugstríði, en hún þaiut þó fram hjá hon- um, án Jæss að verða hans vör og upp á þilfarið. Honum leizt ekki á þetta og hljólp.á eftir henni. Þeg- ar hún fór fram hjá honum gat hann ekki séð fyrir víst, hvort hún var vakandi eða gekk Jætta í svefni. En hvað var hún að fara? Þegar hún kom upp á þilfarið þaut ihún aftur eftir skipinu'. Um leið og Reggie fór fram hjá svefnklefa Dorset lávarðar, hratt hann upp hurðinni og skoraði a tiann að koma sér til hjálpar. Síðan hljóp hann aftur að öldustokkn- um. En hann varð of seinn. Áður en hann kom þangað hafði Stella klifrað upp á öldustokkinn og með æðisgengnu ópi og án }>ess að líta um öxl fleygði hún sér fvrir borð. Reggie snaraðist úr treyjunni, stökk upp á öldUstokkinn og stakk sér fyrir borð á eftir henni. Hann tók stutt kaf og þegar ’hann kom upp fór hann að litast um eftir henni. Snekkjan va^r komin æði langt burtu frá honum, en til Stellu sá hann ekkert. Hann synti fram og aftur, en varð •einskis var. Á skólaárum sínum hafði hann fenigið orð á sig fyrir það hve ihann væri góður sundmaður, en J>rátt fyrir það að hann var afbragðs suncjmaður gat hann ekki synt svona þyndarlaust. Smátt og smátt fór honum að daprast sundið. Limir hans urðu blýj>iungir og hann þóttst vita, að bráðitr bani væri sér vís, ef honum kæmi engin hjálp þvínær sam- stundis. Loks þraut máttur hans, hann misti meðvit- undina og hné í faðm hafsins! ■ iuU'... -- ____ ’ .. VII. KAPITULI. > .' Þaö væri óbugsandi fyrir mig að ætla að lýsa }>eirri skelfingu sem greip fólkið á lystisnekkjunni Wandering Minsrtel við þenna atburð. Hvert manns- barn á lystiskipinu hafði vaknað við ópin og köllin og það að skipið var stöðvað. Karlmennirnir flýttu sér upp á júlfarið, en kvenfólkið þryrptist fram i sal- inn og spurði hver hvað fyrir hefði komið. Þegar j>ær fengu að vita hversu ástatt var, störðu þær hver á aðra með hræðslu sv'ip og var varla hægt að fá þær ti! að trúa Jæssu- En J>ví miður var það satt. Hálfa klukkustund biðu menn óþreyjufullir. Þlá kom Dor- set lávarður á bátnum, sem verið hafði að leita. VEGGJA - GIPS Vér leggjum alt kapp á að búa til TRAUST, VEL FINGERT GIPS. ; —<viw— „Empire“ Sementsveggja Gips, Viðar Gips Fullgerðar Gips, o. fl. o. fl. Einungis búið til hjá Manitobd Gypsum Go.. LtdJ WINNIPEO. >US. --------- ( SkrifiÖ eftir bók um þetta efni, your mun þykja gaman að henni. “Hvað er að frétta?’ ’hrópaði Sir George, er hafði orð fyrir hinum. “Hvað er að frétta?” "Slæmar fréttir,” svaraði skipseigandinn. “Við liöfum leitað svo sem okkur dettur í hug, en getum ekkert fundið, hvorki Mrs. Dartrell eða Reggie.” Þegar báturinn kom að hliðinni fór Dorset upp stigann. og sté upp á þilfarið. Stukeley liafði síðar orð á J>ví við kunningja sína, að sér hefði sýnst Dor- set hafa elzt um tíu ár. “Eg get ekki trúað því,’ ’endurtók hann. “Eg get ekki trúað því.” “Eg held að réttara væri fyrir okikur að láta kvenfólkið ekkert um Jpetta vita fyr en i fyrramálið,” sagði Dorset lávarður. “Maður vinnur ekkert með því að vera að hafa orð á því i kveld.” “Eg er samt hræddur um, að það verði að gera það nú ]>egar,” svaraði Sir George. "Það lieyrði J>ysinn uppi á þilfarinu og er nú frammi i gestasaln- um og bíður þar milli vonar og ótta.” "E£ svo er, þá þýðir ekkiert að fresta því, sem fram á að koma,” svaraði Dorset lávarður. Þeir gengu því und’ir þiljur og sögðu hvar kom- ið var, og féll Mrs. Bennett í ómegin er hún heyrði söguna. Síðan sneru karlmennirnir inn i reykingar- salinn til að ráðgast þar. Loks var það að ráði gert, að snúa aftur til Eng- lands J>egar í stað til Jvess að koma í veg fyrir aS J>essj hræðilega frétt bærist ættingjutn Regigie frá öðrum en sjónarvottunum.. Mrs. Dartrell átti enga ættingja nema Bandaríkjafrænkuna, Miss Morr'ison. Þess vegna var snúiö við og skipinu stefnt til South- ampton og komu þau ]>angað skömmu eftir miðjan dag daginn eftir. Það var fastráðið, að Sir George, ofurstinn og Stukeley litli skyldu fylgja kvenfólkinu til Lundúna, en skipseigandi fara til Welderslham og flytja þang- að sorgartíðindin. Það var ekki fyr en klukkan átta um kveldið að hann náði til kastalans. Hann stökk mður úr vagn- inum og hringdi dyrabjöllunni. Brytinn jækti liann þegar í stað, því að hann haifði oft séð hann þegar hann köm til kastalans með Reggie. “Soroes!” sagði Dorset lávarður við hann. “Eg vildi fá að tala, við j>ig fáein orð áður en eg hefi tal af nokkrum öðrum.” “Það er sjálfsagt, en eg vona að ekikert halfi komið fyrir.” “Því miður verð eg að játa, að mikið hefir komið fyrir,” svaraði hinn. “En við skulum ekki standa hér lengi. Fylgdu mér eitthvað j>angað sem við getum talað saman í næði.” “Eif yður þóknast, þá l'áltum oss ganga inn í le-stjrarsalínn/' svaraöi gamli maðurinn. “Eg býst ekki við að neinn komi þangað.” Dorset iávarður fór þangað meö hrytanum og lokuðu þeir hurðinni á eftir sér. Þ.ví næst sagði Dor- set lávarður hvað fyrir hefði kimið. “Þetta eru óttalegar fréttir,” sagði gamli mað- urinn. “Aumingja Reggie druknður. Það er eins og eg geti ómögulega trúað því. Það eru ekki nema fáir dagar síðan hann var staddur hér i kastalanum!” “iÞað veit guð, að eg vildi feginn hafa gefið all- ar eigur mínar til j>ess að þetta hefði ekki orðið. Þér hljótið að vita það, Somes!” “Eg veit það, lávarður minn, og enginn mun efast um það. Dw>ttinn minn! Drottinn minn! Þ.etta er hræðilegt.” Gamli maðurinn Var gagnfekinn fa hrygð og hugarangri. “Hvernig líður Weldersham lávarði?” spurði Dorset lávarður. “Hann er betri, lávarður minn, “en hann er samt mjög máttfarinn. Eg er ekki fær um að flytja þessar fréttir, en vitið þér, að hann gerði Reggie arflausan fyrir skömmu?” “Eg heyrði eitthvað á það minst,” svaraði hinn. “Þeim hafði orðið sundurorða út af kvonfatigi Mr. Sandridge.”

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.