Lögberg


Lögberg - 02.03.1911, Qupperneq 1

Lögberg - 02.03.1911, Qupperneq 1
24. AR TAKMARKAÐ VALD LÁVARÐADEILDAR. Framvaip þus efnis samþykt í ntíri milstofu krezka þingsins við fyrstu amrœðu, með 351 atkv. gegn 227. — Mikill fögnuður í herkóðam stjóraarinnar. — Meiri hluti Asquiths 124. Mikill fögnuður var í herbúðum Hberala 22. f. m. er frumvarpið um ta/kmörkun lávarðadeildar brezka þingsins gekk í gegn um fyrstu umræðu í neðri deild þingsins með 351 atkv. gegn 227. Meiri hluti stjómarinnar því 124. Þegar atkvæðagreiðslan liafði farið fram, stóöu nationalistar upp úr sætum sinum, æptu fagnaðaróp og veifuðu höttum og blöðum og öHu handhægu. Liberalar tókui þegar undir. , Unionistar voru ekki eins kátir yfir úrslitunum, og er mælt að þeir hafi boðið stjórninni að semja um málið. Mælti Hon. George Wyndham mjög með þvi að stjóm- in tæki þann kost, Qg kvað annars stjómarandstæðinga fyr eða síðar mundu fella frumvarpi©. Win- ston Churohill ráðgjafi neitaði því og sagði að ráðgjafarnir mundu ekki hafa fleira en fimtiu fylgis- menn, ef hún tæki þann kost. 1— Ætlan manna hefir veriö það, að lávarðadeildin mundi ekki dirfast að mótmæla fmnrrarpmu nO, et hún gerir það, þá muni konungur skipa nægilega marga liberala lá- varða til þess að koma frumvarp- inu gegnum efri deild. Eftir at- kvæðagreiðsluna um frumvarpið 1 neðri deild er sagt að Lansdowne lávarður hafi lýst yfir því, að hann mundi bera upp frumvarp til breyt inga á fyrirkomulagi lávarðadeild- arinnar. Er litið svo á, að það sé svar iávarðanna við atkvæðagreiösl unni í neðri deild um frumvarp stjórnarinnar. Þýzki krónprinzinn í lífsháska. Frá því er sagt í þýzkum blöð- ttm, að enskur. liðsforingi hafi bjargað lífi þýzka krónprinzins, á filaveiðum austur á Ceylon. Svo stóð á, að fíll einn mikill réðist á prinzinn. Hann skaut á dýrið en hitti ekki. Óð fiílinn þá að hon- um, en rétt í því áð hann ætlaði.að ljósta prinzinn, skaut enski liðsfor- inginn yfir öxl prinzins og banaði fílnum með því skoti. Skotið fór svo nærri prinzinum, að hann fékk hellu fyrir eyrað, en sakaði ekki að öðru leyti. Borg brennur. Frá Port au Prince á Haiti ber- ast þær fréttir 24. f. m. að borgin Aux Cayes þar á eynni hafi brunn ið til kaldra kola. Eldurinn kvikn- aði á fimtudaginn var og magnað- ist svo fljótt, að við ekkert varð ráðið. Brann alla nóttina á eftir og er loks varð slökt stóðu ekki eftir nema fáein hús. Eignatjón hafði orðið gríðarmikið, en mann- skaði enginn. Ibúar í Aux Cay- es voru um 25,000. Uppreisn í Portúgal. Gjafir í þarfir vísinda. Nýskeð lézt franskur maður í Rússlandi, sem hét Auguste Lou- trefile. Hann var af fátæku bænda fólki kominn, etn auðgaðist snemma og varð loks einhver rík- asti maður á Frakklandi. Hann hafði oft ámælt Frökkum fyrir það hvað þeir væru sínkir á að leggja fram fé í þarfir vísindanna, og vildi ekki láta segja það um sjálfan sig með sanni, því að í erfðaskrá sinni, sem nýsikeð er orðin heyrinkunn, gaf hann $700,- 000 vísindalega háskólanum í Par- is, $500,000 Parisar háskólanum og $20,000 Pasteur stofnuninni til vísindalegra rannsókna. Verkföll á Italíu. Verkamenn, einkum ýmiskonar handiðnamenn á Italíu hafa gert verkfall í mótmælaskyni við þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið um að hindra útflutning til Ame- riku sakir hættu af kóleru. Halda menn að verkföll þau muni verða til þess, að yfirvöldin á ítalíu geri eitthvaö til að ryðja úr vegi þeim hindrunum, sem lagðar hafa verið fyrir útflutning ítala til Amerku. Kýlapest í Spokane? Einkennilegur sjúkdómur hefir gosið upp í Spokane í Wash., sem læknar eru óvissir tim hvaða veiki sé, en sumir giska á að væri kýla- pest. Sextán manns hafa sýkst, þrir látist, aðrir þrír á batavegi, en hinir þungt haldnir mjög. Á veikinni bar fyrst 9. Jan. og hefir bre ðst út þrátt fyrir ítarlqgar var- úðarrreglur. ” Plágan í Manchúríu. Þúsundir deyja daglega. Plágan mikla, svartidauðinn, er í engri rénun austur í Asiu. í bænum Pei Chaunlintze, hér um bil fimtíu milur noröur af Harbin hefir manndauði verið ógurlegur siðastliðna viku. Þar hafa 2,000 manns látist daglega. Drepsótt n geysar og í Kirin og Rodone, 1,000 mílur suðaustur af höfuðborg Manchúriu. Viö upphlaupi liggur í sumum bæjum þar sem drepsótt- in er megnust. Konsúlar er- lendra þjóða eru aö búa sig undir að fara burtu. Herflokkar hafa neitað að fara inn í þau héruð þar sem sýkin er megnust, og herrétt- nr hefir verið auglýstur. 1 norðanverðu Portúgal gaus upp uppreisn nýskeð. Voni það kommgssinnar, sem fyrir henni stóðu. 1 þeim skærum var náð- gjafi opinberra verka skotinn ti! bana. Hann hafði komið til Guarda, sem er, setuliðsstöð um 200 mílur norðan við Lissabon. Þar ætlaði hann að áVarpa her- mennina, og þegar harm var kom- inn upp á ræðupallinn æstist mann fjöldinn sem saman var kominn gegn honum og var því næst hleypt á hann mörgum skotum svo að hann dó. 1 fleiri borgum gerðu byltingarmenn uppþot um sama leyti, en nú er sagt að stjóminni hafi tekist að koma á friði aftur. Kínverjar slaka til. t síðasta blaði var sagt frá því, að Rússar ætluðu að þrengja mjög að kosti Kínverja og væru meö her á landamærunum. Kinverjar voru með öllu óviðbúnir og er mælt að þeir hafi ekki séð sér ann- að fært en að ganga að fjórum a( þe- 1) skilmálum, sem Rússar settu j.eim Um hina tvo er líklegt talið að semjist með þeim síðar, svo að fullar sættir takist. Her þjóðverja. Rikisdagurinn þýzki samþykti við aðra umræðu hermála frum- varp til fimm ára er fer fram á, að auka við þýzka herinn smám saman um tíu þúsund hermönnum. Engin mótmæli komu fram nema frá socialistum. Þeir andæfðu fiumvarpinu mjög og kváðu það óhafandi, en urðu i miklum minni hluta við atkvæðagreiðsluna. Her- mála ráðgjafi Prússa von Herrin- gen herforingi, neitaði því að frumvarpið hefði verið nokkur skjmdi ráðstöfun svo sem öndmæl- endur þess hefðu haldið fram; hann kvað stjórnina hafa verið að undirbúa þaö í mörg ár. Fram- farir þær hinar miklu, spm orðið hefðu á Þýzkalandi síð^st’iðin 40 ár, kvað hann allar að þakka her- málastefnu Þjóðverja. . « ' Grikkir í Minneapolis. Um þrjú hundruðt Grikkir í Minneapolis héldu riýskeð fund þar í borginni og ræ^ldu um Krít- eyjqrmálið. Þeir vojru næsta óá- nægðir yfir þvi, ef Tyrkir næðu aftur forræði yfir Krít og sam- þyktu á fundinum ^ð skora á Bandaríkjastjóm aö ihlutast til um að Krit kænúst aldrei framar undir yfirráð Tyrkía. UINNIPEG, MAN., Fimtudag nn 2. Marz 1911. | NR. 9 . ------ , - —--------------------------------1------------—------------------------------------ Gyðinga ofsóknir á Rússlandi. Nýjar Gyðinga ofsóknir eru aft- ur hafnar á Rússlandi. Gengst fyrir þeim Maklakoff fylkisstjóri í Little á Rússlandi. Úr einu hér- aði í Tchernigov-fylki hafa tvö hundruð fjölskyldur Gyðinga ver- ið flæmdar burt, þar á meðal auö- ugir óðalsbændur og verksmiðju- eigendur. Nefnd af hendi Gyð- inga leitaði á fund fylkisstjórans, en hann neitaði henni um viðtal, og hefir hún nú skotið máli sínu til yfirvaldanna í Pétursborg. Panamaskurðurinn. $ 12,000,000 til víggirðinga. Eftir aíl-langar umræður í kon- gressinum um víggirðingar við Panama skurðinn var málið loks borið undir atkvæði og var sam- þykt með miklum þorra atkvæða,. að veita $3,000,000 til aö byrja á víggirðingum við skurðinn. Alls er gert ráð fyrir að sá kostnaður nemi $12,000,000. Með þessari atkvæðagreiðslu er bundinn endi á það mál, þvi að mikill meiri hluti senatoranna er meðmæltur vígg’rð ingunum og felst á fjárveitinguna orðalaust. Bandaríkjamenn og Japanar. Nýir samningar. Uppkast að nýjum samningum milli Bandaríkja og Japans var lagt fyrir senatið í fyrri viku. Er ætlast til að þessir samningar komi í staðinn fyrir samningana frá 1894. Aðal munurinn er sá, að í þessu nýja uppkasti er ekki nein ákvæði til hindrunar innflutningi Japana til Bandaríkja, en ætlast til að stjórn Japana telji sér skylt sólma síns vegna, að sjá um, að í höfnum þar í landi skuli sams- konar takmörkun eiga sér stað um útflutning frá Japan eins og er sett um innflutning til Bandaríkja. Svo er til ætlast í uppkastinu að hvor þjóðin um sig megi segja upp samningunum eftir sex mánuði, ef þeir gefast ekki vel.— Litlar horf- ur kváðu á því, að uppkast þetta verði samþykt af hálfu Banda- ríkjamanna. Óheilla leiðangur. Fréttir þær berast frá Brisbane í Ástralíu, að brezki stjórnarfor- maðurinn yfir Papína á e ynni Nýja Guinea, hafi veriö myrtur á- samt 26 mönnum öðrum . Maður þessi hét Stanforth Smith, og hafði han násamt tveimur brezk- um liðforingjum og 24 mönnum öðrum lagt af stað frá höfuðborg- inni í Papúa, Port Moseby, 18 Nóv. í fyrra til að kanna land inn til ðbygða. Ekkert hafði frézt af leiðangursmönnum þessum síðan 7. Des síðastliðinn. Voru því næst sendir aðrir menn að leita hinna, en þeir komu ekki aftur heldur. Nú eru tveir hinna innfæddu, sem voru i ferð með Smith, komnir aftur, og segja að allir hinir félag- ar sínir hafi verið. af lífi teknir Hafi það gert villimenn upp i landinu. Járnbrautarslys í Chili. Fimtíu manns farast. Frá Valparisa í Chi’i fréttist 24. þ.m. að járnbrautarslys mikið hafi orðið þann dag á brú nokk- urri i grend við Braden kopamám- urnar. \’e1tust nokkrir vagnar út af brúnni, bæði farþegavagnar og farmflutningsvagnar. Þar fórust um fimtíu manns. Sviplegur fundur. Þær fréttir berast frá Odessa á Rússlandi, að ferðamenn sem fóru nýskeð um ísinn á Ka^piahafinu, hafi fundið í meira lagi sviplegan fund. Það var skip fast í ísnum og alt einn klakaköggull; þar höfðu verið á 30 manns og allir helfrosnir. Skipið var að eins fá- ar milur frá Astrakan. Ráðane) tisskifti á Frakklandi. Briand segir af sér. Róstusamt hefir verið í franska þinginu undanfarið, því að Briand hefir átt 1 hörðum deilum vrð soci- alista. Fór svo loks a laugardag- inn var, er traustsyfirlýsing á hon- um var borin undir atkvæði, að hann hlaut að eins 16 atkvæða meiri hluta. Það sámaði honum svo, að han sagSi af sér og hefir Fallieres forseti tekrð gilda lausn- arbeiðnina. Aristide Briand kom til valda þegar Clemenceau for- sætisráðherra sagði af sér 23 Júlí 1909. Gegndi hann forsætisráð- herra embættinu með mesta skör- ungskap þangað til í haust í önd- verðum Nóvember mánuði, að hann sagði af sér. Hann varð samt skipaður ráðherra aftur þeg- ar í stað og tók við embættinu og myndaði nýtt ráðaneyti, þar sem verkalýðurinn átti í marga tals- menn. Briand hafði fyrmm verið hlyntur socialistum, en snerist síð- ar á móti þeim og hafði nú í hálft annað ár átt í höggi við þá á þingi og haft betur þangað til trausts- yfirlýsingin var borin undir at- kvæði á laugardaginn var. Hvaðanœfa. — Blaðið Daily Mail segir, að fjöldinn allur af þýzkum kven- réttindakonum ætli að flytja til Canada á sumri komandi. — Dr. Kirckner lýsti nýskeð yfir því i þýzka þinginu, að þrir menn hefðu fyrir skömmu sýkst af svarta dauða í Lundúnum. Menn áttu þess enga von og vom rannsóknir þegar ha’nar, en þá kom i ljós að þetta var tilhæfU- laust með öllu, sem J-etur fór. — Aö gefnu tilefni lýsti Field- ing fjármálaráðgjafi yfir því ný- skeð í þinginu, að enn væri sam- bandsstjórnin að íhuga hina fyrir- huguðu fjárveitingu til heimssýn- ingar hér 1 Winnipeg. Lengra væri það mál ekki komið enn. — Nýskeð var maður tekinn fastur i Warroad, Minn., sakaður um að hafa flutt nokkur hæns og skógarhænur með tollsvikum frá Canada til Bandaríkja. — Samuel Gompers, forseti alls herjar verkamanna félags Banda- ríkjamanna, hefir sent út áskorun til allra verkamannafélaga í land- inu um að safna $500,000 til að styrkja verkamenn í Los Angeles til að vemda réttindi sín. — Rússneska stjórnin hefir lagt fyrir dúmuna frumvarp um að láta smíða fjögur orustuskip fyrir 1915 og veita $60,000,000 til þess verks. — Fellibylur mikill geysaði um Þýzkaland og gerði skaða í Ber- lin og fleiri bæjum. I Nauen í Brandenbiurg fauk ráðhússturnr inn 120 feta hár. — Nokkrir jámbrautarþjónar meiddust í jámbrautarslysi við West McLeod í Sask. nýskeð. — Innflytjenda straum- frá Ev- rópu til Canada er nú hafinn á ný fyrir alvöru þetta árið. Halda menn að fleiri innflytjendur komi þetta ár en nokkra sinni áður. Fjöldi Norðmanna væntanlegur.. — Verzlunar viðskifti Canada fyrstu tíu mánuðina af þessu fjár- hagsári hafa orðið $634,431,075, efa rúmum $70,000,000 hærri en í sama tímabili i fyrra. — Fimtíu menn fórast í námu- slysi við Tonapah í Nevada 24. f. m — Siðustu manntalsskýrslur á Þýzkalandi sýna, að íbúar þar eru 68.896.881. Hefir fólki fjö’gað þar um 4.000,000 siðan 1905. íbúatala á Prúss’andi er 40,157,573. — Fallieres forseti Frakklands ætlar að heimsækja Albert Belgíu- konung og Wilhelminu Ho’lands- Irotningu i Maimánuði næstkom- andi. — óvanalega ka1t hefir verið i 8an Francisco um þessar mund'r. Sniór féll þar 26. f. m., svo að grénaði vel 5 rót. Þess muna menn ekki dæmi i síðastliðin 15 ár. Byltingar í Mið-Ameríku. Herréttur hefir verið auglýstur um alla Nicaragua, og fjöldamarg- ir mikilhæfir menn verið höndum teknir, en orsökin sú, að nýskeð hefir komist upp samsæri um að reka Estrada stjórnina frá. Bylt- ingamenn gerðu sprengingu mikla fyrir skemstu við hermatxnaskál- ann í Managua, nálægt höll for- setans. Eyðilögðust þá 7,000 riflar og 10,000,000 skota. Olli sprengingin miklum geig, og fjöl- skylda forsetans flýði til bústaðar sendiherra Bandaríkjanna. For- setinn símaði þegar til New York og bað um 5,000 rifla og 2,000,000 skota. Að því búnu var iherréttur auglýstur um alt landið. Meðal (æirra, sem teknir voru fastir voru Rivas herforingi, Dr. Espinoza, fyrrum utanríkismálaráðgjafi, og Zelaya, fyrrum fjármálaráðgjafi. Byltingamenn hafa náð undir sig nokkram smábæjum sunnan til í landinu. —Kinverska stjórnin hefir kjör ið G. Galeotte prófessor frá Ne- apel til að ráða bót á plágunni miklu í Manchuria. Goleotti pró- fessor hefir fundið upp “serium” sem talið er betrá en það, er notað hefir verið við lækningar þar eystra undanfarið. —Konungssinnar i Portúgal eru enn vongóðir um að geta komið Manúel konungi aftur til valda. Missíónarstarfsemi. Allir kristnir menn kannast við það, að ekkert starf er til fegurra, göfugra og háleitara, en missíón- arstarfsemi, og í engu starfi riður jafnmikið á einlægri, sjálfsafneit- un eins og í henni. Framfarirnar í missíónarstarfseminni hafa orðið öviðjafnanlega miklar á síöastlið- inni öld, svo miklar, að marga mun furða á, sem ekki hafa kynt sér það mál ítarlega. Hér á eftir leyfum vér oss að benda á! lítið sýn- ishorn. Fyrir rúmri öld mátti svo að orði kveða, að öll Asía og Afríka \æri útilokuð frá fagnaðarerindi Jesú Krists. Kirkjufélögin yfir höfuð að tala höfðu lítinn áhuga á missi- ónarstarfsemi á þeim áram, eða trúboði meðal heiðingja. Á þeim árum vora því rétt að kalla engir kristnir trúboðar t heiðingja lönd- um. Trúboðar vorp þá alls um tvö hundruð manns, og biblían þýdkl á rúm sextíu tungumál að eins. Ár- leg samskot til heiðingja trúboðs voru að því skapi lítil. Engir trúboðslæknar vora þá til, og engin sjúkrahús eða barna- heimilt í heiðnum löndum. Inn- fæddir prestar í heiðingjalöndum voru engir. Kventrúboðar mjög fáir og því svo sem ekkert starfað að trúboði meðal heiðinna kvenna. Þá voru engar prentsmiðjur til 1 heiðnu löndunum, og engir farand salar, er seldu biblíur og önnur kristileg rit meðal heiðingja. Nú má aftur á móti svo heita, að trúboð sé rekrð í öllum löndum heims, sem eigi era fullkristnuð áður. öll evangelisk kirkjufélög hafa tekið að styðja að missíónar- starfsemi með mestu elju og á- huga. I löndunum, sem alheiðin voru fyrir rúmri öld, eru nú um 20,000 trúboðar, og hafa þeir kristnað um 5 miljónir manna. Biblían hefir nú verið lögð út á um fimm hundruð tungumál og mállýskur ,að öllu eða einhverju leyti. Samskot til heiðingjatrú- boðs eru orðin feiknafé, um 30 miljónir dollara árlega. Læknatrú- boðar skifta þúsundum, og hjúkra og hlynna að þrem miljónum sjúkl inga árlega í heiðnu löndunum. Nú eru til 400 trúboða sjúkrahús og 500 barnaheimili í heiðnum löndum. Um fjögur þúsund kventrúboð- ar hafa farið út í heiðna heiminn og prestvígslu hafa nú tekið 93,- 000 karlmanna, sem alist hafa upp í heiðingjalöndunum. Þar eru nú um 30.000 misíónarskólar og 160 prentsmijur, er trúboðar hafa komið á stofn, og þar era gefin út um fjögur hundrað kristileg blöð og timarit árlega. Stúdentar þeir skifta þúsundum sem á ári hverju takast á hendur missíónarstarfsemi i heiðnum lönd um, og mörg þúsund manna eru að búa sig undir það starf. Einn íslendingur hefir orðið til þess að búa sig undir þá lífsstöðu. Það er herra Octavius Thorlaksson, sonur séra N. SteingrímsThor- lakssonar, ungur maður og efni- legur og líklegur til að verða þjóð- flokki sínum til sæmdar í því fagra starfi. Úr Njja (sl ird norðanverðu. fFrá fréttar. Lögb.J Nú mun loks fiskiflutningur noröan af vatni vera langt kom- inn. Hefir gengiö miklu seinna en vant er sökum ófærðar. Kvarta menn sáran um að vera í flutar ingum, bæði um hvað erfitt það sé og eins hve lítið upp ún þvi sé að hafa. Verða þvi. fegnastir þegar flutningunum er loldð. Aö verzlaninni á Víðir eru orð- in eigendaskifti, að nokkru leyti, fyrir nokkrum tíma siðan. Gutt- ormur skáld Guttormsson hefir selt sinn hluta Jóni Sigurðssyni, póstafgreiðslumanni á Víðir. M. M. Jónasson heldur sínum hluta og stjórnar verzluninni, eins og hann hefir gert að undanförnu. Talið er Iiklegt af mörgum, að Ardalsbrautin verði framlengd næsta sumar. Er sagt hún fari norðtir þrjár mílur austan við Víðir ]Kisthiis, en> beygi þar um slóðir vestur á við og haldi úr ,því áfram í norðvestur. Hyggja Við- irbúa, sem von er, gott til þess að brautin verði framlengd. Bygð allmikil hefir myndast norðvestur af Víðir. Ein tvö ný pósthús eiga að setjast þar á lagg- irnar .mjög bráðlega, eða eru ef til vill þegar opnuð. Fáir eða engir ir íslendingar erti i þessari nýju bygð. Ah annara þjóða fólk. Margt af {>ví sunnan úr Banda- ríkjttm að sagt er. Kirkjtt ætla Árdalsbúar a.ð reisa’ á næsta sumri. Er ákveðið hún verði bygð í þorpinu Árborg. Nefnd kosin fyrir nokkru til að sjá um framkvæmdir þar að lútandi. Búist er við, að breyting verði á póstflutningi hér norður frá áður langt um Iiður. Eins og er, er póstur fluttur frá Gimli norður tvisvar 1 viktt, sem sé á mánudög- um og föstudögum. En komist breytipgin á, þá kemur póstur til Árborgar þrisvar í viku, nefnildga á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Er það töluverð ttm- bót fyrir þá er búa í Árborg og þar í grendinni, en líklega verður umbótin engin á hinum pósthús- unum, þvi póstur verður líklega ekki fluttur um þatt nema tvisvar i viku eins og verið hefir. Dálitið kynlegt þótti mér það á dögunum, þegar eg sá þvi dróttað að mér í Hkr., að eg af einhverj- um slæmum ástæðum hefði ekki getið um kosning Jóns Nordal í sveitarráðið hér i Bifröst. Það eina sem eg sagði um Jón fyrir kosningarnar var það, að hann væri “maður vinsæll og vel látinn.” Undarlegt að þesst góði maður i Geysirbygð skuli vera úrillur út af öðru eins. Manni dettur í hug rit- stjórinn á Islandi forðum daga, sem vildi láta dæma bróður sinn i blaðamenskunni í sektir fyrir að hafa kallað sig “prúðmenni”, “ít- urmenni,” “dánumann” og s. frv. Nei, sú ofur einfalda ástæða fyrir því að eg hafði ekki getið um kosning Jóns var sú. að þetta bréf er fyrsta fréttabréfið, sem eg hefi skrifað síðan kosning fór fram. Mér fanst ekki þessi kosning þau stórtiðindi, að hún ein verðskuld- aði fréttabréf. Ætlaði hins vegar aö geta um þetta með öðru fleira næst þegar eg skrifaði. — En hvað sem þessu liður, þá held eg það verði naumast sagt með sönnu, að eg i bréfum mínum héðan að norð1- an hafi lagt mönnum ilt til. Þyk- ist eg i því efni hafa gefið mun betra dæmi en fréttararitarar “Heimskringlu” hafa að jafnaöi gert, að maður tali nú ekki um þá allra verstu, sem ekki geta litið nokkurn mann réttu auga, og skrifa fréttabréfin í því eina skyni að koma að mannlasti og lygi. Þessi góði maður í Geysirbygð verði tima sinttm og gáfttm vel ef hann gæti siðað ofurlitiö þá kump- ána. Mmitobaþingið. Fylkisreikningarnir voru lagðir fyrir þingið um miðja fyrri viku. Á reikningunum stendur, að venju legu tekjurnar 1910 hafi verið $3,- 847,321, og venjulegu útgjöldin $3.234,941- Tekjuafgangur þar $612,380. Fylkiskuldin hefir samt ltækkað gífurlega þetta ár, því að stjórnin hefir orðið að taka mikiö lán, bæði til að greiða afborganir af gömlum lánum, og til annara nauðsynja. Árið 1909 var fylkis- skuldin $9,000,000, ert er nú, þeg- ar gömul og ný lán, sem beinltnis hvíla á fylkinu, eru talin, $11,366,- 926.65, og þar við bætist $719,065 sem nú er minna í sjóði samlagðra tekjuafganga, heldur en var 1909, svo að 1910 hefir fylkisskuldin auldst um rúmar $3,000,000. Skýrslurnar ttm komhíöðurnar sýna, að sú stjórnarráðstöfun hefir ekki lánast vel, það sem af er. Fram að þessum tima hefir $929,- 000 verið varið til kornhlaðna, en skýrslurnar sýna, að tekjumar til ársloka 1910 ltafa ekki nægt til aö bera starfrækslu og viðhaldskostn- að. Skýrslur talþráða deildarinn- ar sýna, að þeim, sem talþræði brúka, hefir fjölgað nokkuð, og allmikið verið lagt af nýjum tal- símum, tekju afgangur þar orðið ttnt $300^000, þegar gert er fyrir vöxtum og höfuðstólsfé. Fylkislönd hafa verið seld drjúg- um þetta árið. Fyrir þau fékk stjómin 1910 $633,695, og hefir þá alls siðastl&ið ár fengið inn $p- 1 000,000 fyrir seld'fylkislönd, og af því að þaö fé er að mestu eytt nú, er fyHdö sem næst fjórum miljón- um doll. fátækara en þegar stjórn- in tók vrð, þó ekkert sé gert fyrir því, hve bersýnilega að þau lönd hafa oft og tiðum verið seld fylkj inu í stórskaða. Allsnarpar umræður urðu i fyrri viktt um þingsályktunartillögu Mr. Norris viðvtkjandi viðskiftafram- varpi Canada og Bandartkja. Mr. T. H. Johnson talaði langt erindi og ítarlegt í því máli, og hrakti gersamlega allar helztu mótbár- urnar, sem stjórnarsinnar hér höfðu fært fram gegn viðskifta- samningunum væntanlegu. Mr. Roblin barðist fastlega móti til- lögtt Mr. Norris og á fimtudaginn var, var hftn borin umlir atkvæði og feld með 26 atkvæðum gegn 12; liberalar með, oonservatívar móti. Járnbrautarmála frumvarp all- einkennilegt, sem kent er við The Birds Hill and Springfield Rail- way Co., var fyrir þinginu á föstu- daginn var, og gekk þá í gegn um að'ra umræðu. í frumvarpinu er beiðist löggildingar á fyrnefndtt fé- lagi, sem í eru ýmsir burgeisar borgarinnar, þar á meðal lögfræði- nautur Campbells dómsmálastjóra fylkisins. Mælti Campbell afar- fast með frumvarpinu, sömuleiðis Mr. Roblin, og fleiri ráðgjafarn- ir, en eitthvað mun vera gruggað í sambandi við irumvarp þetta, því að ýmsir con9ervativir þing- menn andæfðu því harðlega, þar á meðal Mr. Steele frá Cypress, sem fórast orð á þá leið, að það væri að draga dár að vitsmunum þingmanna að bera upp annað eins frumvarp og þetta. Fæstum virð- ist og dyljast það, að hér er um blanket charter að ræða, er Eng- lendingar nefna svo, og ekki ætti að komast í gegn um neitt þ ng. Mr. Roblin mælti svo fast með frumvarpi þessu, að það marðist i gegn með litlum atkvæðamun.— Annað frumvarp þesstt líkt kvað vera í vændum. 1 » Herbúna^ur Austurríkismanna. Austurríkismenn ætla drjúgum að fara að auka herbúnað sinn. Siðastliðið ár voru f járveitingar ti/ flotamála $10,000,000. en nú eiga þær a ð verða $26,000,000 á ári til loka ársins 1914, en því næst $30,- 000.000. Flotamálaráögj. M nt> cuccolli, fóðrar þessar auknu fiár- veitingar með því, aö “smáófr ður sé dýrari en stór herfloti, og hefir gerst formælandi þess, að þvgð verði sextán stór orastuskip. Fjár- veitingar til landhersins á að auka heilmikið.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.