Lögberg - 02.03.1911, Blaðsíða 6
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 2. MARZ 1911.
á
HEFND MARIONIÖ
EFTIR
E. PHILUPS OPPENHEIM.
Þau sáu ihana ekki aftur fyr en eftir tvær klukku-
stundir; hún kom ekki fyr en hringt var til kveld-
VErðar. Hvorugt hjónanna hafði sé5 hana nema við
daufa birtu eins iampa, og þá i ferðakápu; og þó að
St. Maurice lávarði hefði virst hún fógur þiá, hafði
hann alls ekki við því búist, að hún væri eins tilkomu-
uiikil eins og hann sá nú. Hún var í dökkum, við-
hafnarlausum samsætisbúningi, sem féll nærri þvi
fast upp á háls, og bar minna á hvað háls hennar var
mjallahvítur, af þvi að hálsmálið var lagt bleikum
dúki. I£nga gimsteina bar hún á sér, né nein blóm,
en á þunnum kniplingavasaklút hélt hún 1 vinstri
hendi. En hún þurfti olls ekki að búast góðum
búningi eða skreyta sig stássmunum til þess að sýn-
ast fögur. Hið djarflega og óviðjafnanlega tigulega
fas hennar er að eins getur verið mönnum meðfætt,
það hafði hún fengið að erfðum frá einhverri af elztu
Og göfugustu ættinni í Suður-Evrópu. En andlits-
fegurð hafði hún hlotið af náttúrunnar hendi. Það
var frakknesk fegurð, aðdáanleg og hrifandi —
fegurð aðalsins á dögurn Lúðvíks XIV. Hárið, sem
var mikið, fagurt og hrafnsvart, var klofið fyrir
miðju enni, og dregið ofurlítið upp á við til hliðanna,
svo að hátt, fallega bogadregið enni kom i ljós.
Yfirliturinn var hinn fegursti, en þó fölur. Hið
harðlega yfirtegð Sikileyinganna hafði hún
ekki erft. Mestu smekkmenn á kvenlega fegurð
mundu hafa kunnað að kjósa, að drættirnir kringum
munninn hefðu ekki verið alveg eins eirnbeitnislegir,
og ofurlítið meiri bliða 1 dökkiun augunum; og jafn-
vel þeir, hinir sömu mundi hafa hugsað sig um áður
þeir kváðu upp nokkurn áfellisdósft, yfir þessari
stúlku, sem ekki hafði enn notið unaðsemdar kveneðl-
isins, — unaðsemdar þess að elska og vera elskuð, —
og þeir mundu hafa hugsað sem svo, að tímar krafta-
verkanna væru ekki liðnir, og dóttir Díönu hefði aftur
birzt á jarðríki.
Það var þvi líkast sem þrumu hefði lostið niður
í litla hópinn, san fyrir var, þegar hún kom inn. Það
voru lávarðarhjónin og sonur þeirra Lumley lávarð-
ur. Honum hnykti við að sjá hana, en varð líka
fyrstur til að ná sér.
“Mér þykir vænt um að sjá yður glaða og heila
á hófi, Miss Briscoe,” sagði hann, og leit hlýlega til
hEnnar. “Eg hélt að eg mundi aldrei fá færi á að
láta yður vita, að þessir náungar, sem urðu á vegi yð-
ar, fengu sin makleg rrválagjöld, sumir að minsta
kosti. Eg fékk þá setta i svartholið.”
Ilún hóf ofurlítið augnabrýrnar fyrst og svo fór
íiún alt i einu að brosa.
“Nei, eruð það þér?” sagði hún og rétti nú fram
hendina, ; engu hinu fólkinu hafði hún sýnt þá alúð
áður. “Mér er ánægja að hitta yður. Eg var farin
að halda, að eg mundi aldrei fá að sjá yður til að
þakka þá hjálp, sem þér veittuð mér.”
“Hafið þér kynst Lumley áður?” spurði greifa-
frúin undrandi.
“Varla er nú hægt að nefna það því nafni,” svar-
aði hann brosandi. “Manstu ekkj, mamma, eftir æf-
intýrinu, sem eg var að segja þér frá, að eg hefði lent
lent í fyrir skemstu i Piccadilly?”
“Jú, eg man eftir þvi; en var unga stúlkan sú
Margaretha?”
I-Iún leit á hann, og hann brá ofurlítið litum.
Hann mundi nú eftir hve hlýlega hann hafði talað,
um þá stúlku, sem hann hafði hjálpað, og lávarðsfrú-
in mundi vel, að hann hafði verið mjög þögull og
fáskiftinn síðustu dagana. Hún gat ekki annað en
munáð þetta, af þvi að það var í fyrsta sinn, sem
hún haföi heyrt Lumley dázt að nokkurri stúlku.
“Já, það var Miss Briscoe,” svaraði hann og leit
undan augnaráði móður sinnar.
“Já, víst var það eg,” svaraði hún, “og eg veit
ekki hvernig farið hefði fyrir mér, ef yður hefði ekki
borið að, Lumley lávarður. Eg er hrædd um, að eg
hefði hljóðað upp yfir mig og gert mesta hávaða.”
“Eg á bágt með að trúa, að þér hefðuð gert
það,” svaraði hann einlæglega.
“Kannske ekki! Mér kom jætta svo mjög ó-
vænt.” }
“Mig langar til að benda ykkur á, að eg veit
alls ekkert um það, sem þið eruð að tala um,” sagði
St. Maurice lávarður ljúfmannlega. “Hvernig liggur
í þessu, Lumley?”
“Og það er reyndar mjög ómerkilegur atburðui*.
Eg var staddur í Piccadilly, og Miss Briscoe kom þá
út úr kvenvarningsbúð og gekk yfir götuna og stefndi
að vagni sínum.”
“Lokuðum vagni!” greip hún fram í.
“Jæja, lokuðum vagni Jtá. Jæja, það var orðið
áliðið og tveir druknir náungar hlupu í veg fyrir hana
og ávörpuðu hana. Og af því að svo vildi nú til, að
eg var næstur heiðarlegra manna, þá skarst eg í leik-
inn og hjálpaði Miss Briscoe inn í vagn hennar. Og
eg er forsjóninni mjög þakklátur fyrir að eg 9kyldi
vera staddur þarna einmitt um jætta leyti.”
“Lumley lávarður gleymir að geta þess, að hjálp
hans varð með j>eim hætti, að hann sló annan þorpar-
ann til jarðar með hnefa stnum, en hélt hinum með
annari hendinni þangað til honum lá við köfnun, en
hjálpaði mér upp í vagninn með hinni.”
“Eg dustaði hann bara dáhtið til,” svaraði hann
og rétti móður sinni höndina, þvi að þjónninn hafði
látið vita, að maturinn væri tilbúinn. “Ef eg hefði
verið í mannsins sporum, J>á vildi eg heldur hafa
fengið dustið hjá mér, en augnatillit það, sem Miss
Briscoe sendi honum.”
“Eg hefi mestu andstygð á að nokkur snerti við
mér, einkum ókunnugir,” svaraði hún kuldalega.
“Og hvernig lauk svo æfintýrinu?” spurði St.
Maurice lávarður, “eg vona að þú hafir litið eftir
því Lumley, að þeir hafi verið settir inn.”
“Eg er einstaklega ánægður yfir þeim málalok-
um,” svaraði hann. “Ef alt hefði gengið sinn eðli-
lega gang, þá hefði eg orðið að koma fyrir rétt og
lenda í heilmiklum rekstri, en til allrar hamingju vildi
«vo til þegar lögregluþjóninn bar að, að annar þorp-
arinn fór að stjaka við lögregluþjóninum, og það
varð til þess, að hann tók þá báða umsvifalaust og
»etti þá inn. Eg hraðaði mér burtu, en morguninn
eftir sá eg, að þessir piltar höfðu fengið þungar
sektir fyrir að ráðast á lögregluþjón í embættisönn-
um.”
“Málalyktirnar hafa j>á orðið ánægjulegar, þó að
ilt væri tiltækið,” sagði St. Maurice lávarður.
Eftir að kveldverði var lokið tók Lumley lávarð-
ur að sér að skemta gestinum, og lengi vel var það
hann einn, sem talaði. Það var ekki fyr en hann
mintist á myndasýninguna í National Gállcry, sem þá
stóð yfir, að Margaretha hætti að svara með einsat-
kvæðisorðum og tók f jörugan þátt i samtalinu. Hann
sá strax, að hann hafði þar slegið á réttan streng, og
hélt talinu áfram 1 sömu átt með mestu lægni. Hann
var nýkominn heim úr löngu ferðalagi um Evrópu
og hafði skoðað frægustu myndasöfn í mörgum
löndum þar; og sjálfur var hann listavinur mikill.
Hann varð þess skjótt var, að Margaretha var ófróð
um listaverk hinna nýrri tíma. Hún var þar langt
á eftir tímanum. Hún vissi ekkert um nútízku mál-
verkalist, eða um oddborgarahátt níttjándu aldarinn-
ar, sem mörgum var svo hugnæmt ádeiluefni. Hún
hafði aldrei lagt sig eftir fánýtu hversdagslegu, kveld-
stundahjali um málverk og myndasmið nútíðar lista-
manna, og var því ekki við því búin að ræða það efni
við Lumley lávarð, og svara spurningum hans með
sniðugum utanað lærðum setningum og innantómri
hversdagsmærð. Lumley lávarður þekti kvenfólk,
sem kunni það, og forðaðist .að eiga tal við það.
Á æskuárum smum hafði Margaretha, lá hraðri
ferð um Italíu, fengið óljósa, en býsna víðtæka hug-
mynd um ágætti hinna fornu listamanna. Hún hefði
að vísu eigi getað skilgreint hvað list var, og ekki
hefði henni heldur verið auðið að lýsa í fáum vel
völdum orðum skoðunum sínum á frægustu list-a-
verkum Leonardo da Vinci’s eða á hugviti Pioodella
Mirandola. En 'hún vissi gerla, að á bak við meiri
þekkingU' og skilning á þeim hlutum, fólst nýr heimur,
sem hún vonaðist til einhvern tíma siðar meir að fá
að kanna.
Lumley lávarður las hugsanir hennar með næmri
íagnaðar- og samúðartilfinning. Hann settist á tal
við hana út í einu horninu í ilmþrungnu stáss-stof-
hana alt öðru visi en nokkur maður hatði talað við
liana alt öðu vísi en nokkur maður hafði talað við
hana áður, og af svo mikilli alvöru, og svo hugfang-
inn, að greifafrúin stóð upp frá skrifborði sínu í hjn-
um enda stofunnar, föl og óánægð, starði á þau um
stund og reymdi með hægum orðum að ónáða þau.
En Lumley lávarður gaf sig Bkki að því. Hann hélt
áfram að tala við Margarethu. Hann benti henni á
þær reglur og þá hugsana-aðferð, er þvt fær komið
til leiðar, að óljós og undandi aðdáun hins óupplýsta,
viðkvæma mannsanda breytist og verður að glöggu,
raunréttu mati á listinni. Hann var að rétta að henni
lykilinn að undraheiminum, sem hana langaði svo
mikið til að kanna, og hann gerði það með velvöldum
kurteislegum orðum og hlýlEÍk, sem hún hafði ekki
átt að venjast. Honum varð þetta þeim mun hægra,
er hann stóð í broddi lífsins, hafði fengið ágætis-
1 uppeldi, ferðast víða og hafði öðlast næman smekk á
listum og- íagurfræði. Af sjálfsdáðum hafði hann
auðgað anda sinn stórmikið í þeim efnum, hafði ný-
lokið námi, og hugur hans brann af þeim göfugasta
eldmóði er nokkur kennari gat haft til að bera.
Hann hafði fullvissað sig um það með sjálfum sér,
að hann væri ÍEgurðardýrkari eins og Aþenumenn til
forna, en aldrei hafði hann augum litið aðra eins feg-
ttrð og skein úr ásjónu Margaretih þar sem hún sat
og hlýddi á hann. Það var þvi líkast sem töfrafag-
urt líkneski hefði alt , einu snortist, andlegum lífs-
neista. Varirnar voru hálfopnar og dökku augun
orðin undarlega blíðleg.
Það var aðkoma St. Mauriœ lávarðar, sem hreif
þau úr J>essari leiðslu. Hann var vanur að spjalla
við Lumley eftir kveldverð, en nú hafði ekkert orðið
af þvi, og þegar hann kom inn í stofuna sá hann
hver orsökiri var. Þau litu hvort framan í annað,
hann og Adríenna. Honum féll atferli sonar síns
ekki sem bezt i geð og sagði strax:
“Ef þér eruð ekki mjög þreytt, Miss Bfiscoe, þá
vildi eg biðja yður að leika ofur Ktið á hljóðfæfið
fyrir okkur.”
Hún leit upp og hleypti brúnum af því að verða
fyrir ónæði. Svo mintist hún skjótt stöðu sinnar og
ánægjusvipnrinn hvarf af andliti hennar. Hún stóð
upp þegar í stað.
“Mér er ánægja að verða við ósk yðar, að svo
miklu leyti sem eg get. Eg syng ofurlítið, en leik
mjög illa á hljóðfæri.”
Hún lézt ekki taka eftir því, að lávarðurinn bauð
að kiða hana yfir að pianóinu, en gekk þangað við
Ixlið hans. Hann opnaði hljóðfærið, lagaði til stól-
inn og staðnæmdist rétt hjá því. Hún studdi á nokkr-
ar nótur og innan stundar var eins og stofan fyltist
af raunalegri, angurblíðri músík, er smáhækkaði unz
fagurlega tók undir og dó síðan út, er hún tók að
syngja sönginn undir. Lávarðsfrúin studdi höndinni
i síðuna og maður hennar varð þungbúinn á svip.
Það var ástarsöngur frá SikUey, sem hún var að
syngja; söngur er bóndi söng yfir brúður sinni, sem
lá dauð við hlið hans, því að annar maður hafði ráð-
ið henni bana af afibrýðissemi. Adríenna hafði oft
heyrt þenna söng fyrrum, og þessi fagra ofsafengna
músík rifjaði upp hjá henni ótal endurminningar.
Hún hætti alt í einu að syngja, og það var Lum-
ley einn, sem datt í hug að þakka henni fyrir.
“Eru allir söngvar yðar sorgarsöngvar, Miss
Briscoe?” spurði St. Maurice lávarður eftir litla
þögn. “Getið þér ekki spilað eitthvað, sem þaggar
niður þessar sorgartilfinningar?”
Hún settist aftur við hljóðfærið.
“Eg kann ekkert, sem skemtilegt er,” sagði hún.
“Eg syng að Eins eftir því, sem tilfinmngarnar bjóða
mér. Eg skal spila eitthvað.”
Plún tók að leika auðvelt ungverskt danslag fult
af fjöri og kæti og St. Maurice lávarður sló niður
fætinum eftir hljóðfallinu mjög ánægjulega. Þegar
lagið var á enda lokaði hún hljóðfærinu strax, sneri
sér að lávarðsfrúnni og sagði:
“Mér þætti vænt um, ef eg mætti nú fara til her-
bergja minna. Eg vissi ekki að orðið væri eins fram-
orðið eins og er.”
Lumley opnaði dymar fyrir henni og hann tók
sér það óskiljanlega nærri að hún hneigði sig að eins
lítið eitt um leið og hún fór fram hjá honum ,en leit
ekki á hann. Síðan lét hann aftur hurðina og þau
urðu þrjú eftir inni.
“Hún er aðdáanlega fögur,” sagði lávarðurinn.
“Já, aðdáanlega!” endurtók sonur hans blíölega.
Er lávarðsfrúin þagði.
X. KAPITULI.
Lutnley og Margaretha.
“Geoffrey, komdu hingað snöggvast!”
Lávarðurinn var mjög ástúðlegur eiginmaður,
hann braut saman dagblaðið sitt og kum út að glugg
anum til konu sinnar.
“Hvað viltu, góða?”
“Líttu á!”
Hann leit í áttina, sem hún benti. Hún benti á
ofurlítinn hóp af fólki. Þar var karlmaður 1 veiði-
mannsfötum, með byssu undir hendinni og hjá honum
ung stúlka, og leiddu þau barn á milli sín. Þau voru
á gangi meðfram klettunum þar á landareigninni.
Hann æit snöggvast á þau og síðan til konu sinnar
spurnaraugum.
“Og hvað er um þetta að segja?”
“ÞEtta er í þriðja sinn, sem Lumley hefir slegist
í för næð þeim Margarethu og Gracie á morgun-
göngu þeirra.”
“Það er fallega gert af honum,” svaraði lávarð-
urinn góðlátlega. “Er ekki svo?”
“Eg vildi óska að eg gæti verið viss um að það
væri Gracie vegna, að hann hefir slegist í för með
þeim,” svaraði hún angurbitin.
"Þú átt líklega við það, að J>að sé Miss Briscoe
vegna?” svaraði hann hugsandi.
“Hvernig á eg að fara að þv*í, að hugsa annað ?
Bæði í gær og 1 morgun var hann inni í skólaherberg-
inu þangað til hún sagði honum með mjög kurteisum
orðum að fara, af því að hann truflaði kensluna. Eg
hefi beðið hann að fara út með mér að keyra báða
þessa morgna, og hann hefir haft ýms undanbrögð.
Ef á Margarethu Er minst við hann, þá er hann ann-
aðhvort vanalega þegjandi og daufur, eða þá fram
úr öllu lagi málhreifur. Eins og þú veist, J>á er
Lumley ekki vanur að skifta sér mikið af ungum
sttúlkum. Einmitt þess vegna er eg miklu órólegri.”
“Því verður ekki neitað, að Miss Briscoe Er að-
dáanlega fögur stúlka,,” svaraði hann. “En samt sem
áður verð eg að ímynda mér, að Lumley hafi meðal
skynsemi.”
“Hann er býsna einkennilegur,” svaraði kona
hans. “Eg hefi alt af verið hrædd um, að hann
mundi gera eitthvert stórkostlegt glappaskot, og það
er satt sem þú segir, að Margaretha er aðdáanlega
fögur — enn fagrari heldur en móðir hennar var —
býst eg við. Hvað heldurðu að eg eigi að gera
Geoffrey?”
Hann fór að strjúka langa, gráa yfirskEggið og
hugsaði sig um.
“Þetta er erfitt viðfangs,” svaraði hann ‘.Það
! væri óumræðileg rangsleitni að gera svo mikið sem
inna í þá átt að stúlkan færi héðan af því að Lumley
lízt vel á liana, og ef Lumley væri gefið nokkuð slíkt
í skyn, þá mundi það verða til þess, að hann hugsaði
enn meir um hana heldur en áður. Hefirðu nokkuð
að henni að finna að öðru leyti?”
“Nei, alls ekki! Hegðan hennar er ágæt. Hún
er stórlát, en eg get ekki talið það galla. Fas hennar
og framganga er samboðið stórættuðustu hefðar-
konu.”
“Og fellur Gracie vel við hana?”
“Já, hún dáist að henni.”
“Líklega gefur hún Lumley ekki undir fótinn?”
mælti lávarðurinn.
Hegðan hennar og framkoma er í fylsta máta ó-
aðfinnanleg,” svaraði lávarðsfrúin. “Að vissu leyti
hefir þessi stúlka algerlega brugðist vonum mínum,
en samt get eg ekki annað en látið hana njóta sann-
mælis. Og það gerir manni einmitt erfiðara fyrir.”
“Ef svo er, J>á getum við ekkert gert,” svaraði
maður hennar með áherzlu. “Við verðum að sjá
hverju fram vindur. Ef samband þeirra verður enn
nánara þá ætla eg að tala um þetta við Lumley eins-
lega.”
“Sjáðu nú til. Hún hefir snúið heim aftur, af
því að Lumley slóst í förina,” sagði greifafrúin. “Ge-
offrey, heyrðu, líttu nú á hana þarna þar sem hún er
efst uppi á hæðinni. Minnir hún þig ekki á hann?”
Hann tók upp sjónpípu og horfði þangað um
stund.
“Jú, því verður ekki neitað,” svaraði hann.
“Hún er mjög lík aumingja Manoní eins og hann var
stundum. Eg hefi aldrei tekið jafnvel eftir því eins
og nú.”
“Hún er óttalega lík honuin, og heyrðu, Geoffrey,
það er heimskulegt af mér, en stundum finst mér hún
stara á mig hans augum. Þá fer hrollur um mig.”
“Vertu ekki að þessari vitleysu, góða mín. En
að þú skulir vera að örva vísvitandi kvíðann í brjósti
þínu.”
“Það er varla hægt að nefna þetta kvíða; J'að
er heimskulegt hugboð sem grípur mig stundum, og
eg sé á eftir, að ekki er lieilbrigt, en öldungis tilefnis-
laust. Það er ekkert vit 1 því, að kvíða neinu af
Maragrethu, eg veit það vel, en samt get eg ekki að
því gert stundum, að eg geri það. Hún er svo lík
honum.”
““Hvers vegna spyrðu hana ekki að því, hvort
hún viti nokkuð um hann, eða hvar hann sé. ? Það'
gætirðu J>ó gert.”
“Eg hefi oftar en einu sinni hugsað mér að gera
það, en sannleikurinn er sá, Geoffrey, þó.að þér kunni
að finnast þaö óeðlilegt, að eg á engan veginn auð-
velt með að minnast á einkamál við Margarethu.
Hún er svo undarlega föst á því, að samband olckar
skuli vera eins og húsmóður og vinnukonu. Eg hafði
þó alls ekki ætlast til þess; en hvað á eg að gera?
Mig langaði til að vera vinkona hennar, en með fram-
komu sinni læmur hún alveg í veg fyrir það. Hún
er irn'kln stórlátari heldur en eg.”
St. Maurice lávarður ypti öxlum og kysti konu
sína á ennið.
“Eg mundi ekki vera að láta þetta á mig fá, góða
mín. Þeir eru þrályndir og ósanngjarnlegir þessir
Maríonar, og stúlka þessi er mjög lík móður sinni.
Sýndu henni gott atlæti og þá mun hún einhvern tima
brjóta odd af oflæti s'nu og verða vingjarnleg.
Komdu nú inn í lestrai salinn og við skulum sitja þar
stundarkorn, ef þú hefir ekkert annað að gera. Eg
þarf að skrifa nokkur leiðinleg bréf.”
“Eg skal koma strax Geoffrey,"* svaraði hún.
“Það er líklega bezt að eg greiði af höndum nokkrar
af bréfaskuldum mínum. Það er líka ósvarað nokkr-
um heimboðum.”.
St. Maurice lávarður fór út úr herberginu en
Adríenna var eftir, og hafði ekki augun af litla hópn-
um sem nú var efst uppi á einum klettinum. Sjón-
pípan lá á borðinu hjá henni og hún greip hana og
—1—Í—MÉ
VEGGJA GIPS.
Ver leu> juni »lt kapp á
aöhúatil lnötrausiamta
ou tíngeiðasta (iIPS.
ii I—1 • 99
r.mpire
Cements-veggja
Gips.
Viðar Gips.
Fullgerðar Gips o.fl.
Einungis búið til hjá
Monitoba Gypsum Co.Ltd.
Wmoipeg Manitoba
SKRIFIÐ EFTIR BÆKLINGI VORUM YÐ-
UR MÚN ÞYKJA HANN ÞESH VERÐUR-
horfði í hana dálitla stund. Þegar hún lagði hana
frá sér var hún í við fölari og tár í augum hennar.
“Ef eg héldi að það gæti afmáð hið umliðna, þá
væri kannske bezt að það yrði,” sagði hún lágt við
sjálfa sig. “En hvernig gæti það orðið? Hann
mundi aldrei fyrir gefa. AldrEÍ! Aldrei!”
Hún sneri frá glugganum og strauk tárin af
augum sínum, og fór brosandi inn í lestrarsalinn til
manns síns. Hann gat ekki borið harma þá, sem
þrengdu að brjósti hennar — mátti helzt ekki um þá
vita. Þá varð hún ein að bera.
* *
Meðan þessu fór fram hafði Lumley lávarður,
einkasonur hennar, hallaði sér upp að hávaxinni ösp
efst uppi á klettóttu hæðinni og var í meira lagi súr
á svipinn. Skamt frá honum voru þær Margaretha
og Gracie. Margaretha var að lesa upp úr frakk-
^neskri myndabók fyrir Gracie, og Lumley giskaði á
að myndabók þessi hefði verið tekin næð til þess að
útiloka hann frá öllum samræðum við þær. Það var
dagsanna að Margaretha hafði ekki gefið honum
neitt undir fótinn; og skömmu áður hafði hún sagt
honuin það skýrt og skorinort, að hann truflaði kensl-
una me*ð návist sinni. “Eins og nokkur nauðsyn sé
á að vera með kenslubæikur úti á víðavangi,” hafði
hann sagt ólundarlega, fært sig ofurlítið frá og stað-
ið þar þögul og þóttafullur. Það leyndi sér ekki, að
honum hafðii mislíkað, og svo mundi mörgum karl-
manni hafa farið í hans sporum. Réttast hefði nátt-
úrlega verið af honum að fara strax burt, og það
hafði hann ætlað sér, en rödd Margaretha laðaði hann
að sér og hélt honum föstum, svo að hann nam stað-
ar fáein skref frá henni. Hann hugsaði sem svo, að
skárra en ekki væri þó að standa þarna álengdar og
hlýða á það sem hún væri að lesa.
Hann hallaði sér því upp að öspinni með berja-
lyngs hrisíu í hendinni og lét sem hann væri að bíða
færis á að skjóta máf. Hann vissi reyndar gerla, að
engar líkur voru til að nokkur máfur kæmi þar í
skotfæri, og í annan stað var byssan hans óhlaðin, en
honum datt ekki neitt annað undanbragð í hug, sem
heppilegra væri. Hann var að bíða eftir því að fá
að verða þeim samferða heim Margarethu og systur
sinni, Jiegar kenslunni væri lokið.
St. Maurice lávarður hafði verið sjálegur maður
á æskuárum sínum, En sonur hans var enn friðari.
Auk hinnar drengilegu fegurðar Saxanna, sem hann
hafði af fóður sínum, hafði Lumley lávarður einnig
erft nokkuð af hinum laðandi yndisleik móður sinnar.
Breiða brjóstið og karlmannlega limalagið hafði
hann úr föðurættinni. Það var aðaleinkenni hinna
göfugu forfeðra hans, sem myndir voru af í löngum
röðum í málverkasal foreldra hans. En Lumley var
fríðari í andliti en forfeður hans, og hafði hærra og
gáfulegra Enni heldur en þeir.
Á engan hátt hafði hann spilt sjálfum sér.
Hann hafði snemma útskrifast úr latínuskóla, og
hafði það þótt nærri eins dæmi um hann, lávarðar-
soninn, að hann hafði bæði skarað fram úr í fimleik-
um og verið duglegasti námsmaður. I háskólanum
hafði honum gengið frábærlega vel, og naut hann
þar hinna mestu vinsælda, enda var honum sá sjald-
gæfi hæfileiki gefinn í ríkum mæli, að laða menn að
sér óafvitandi. Flestallir, sem þar höfðu kynst hon-
um töluðu vel um hann og var vel til hans. Hann var
hlédrægur án þess að vera sérvitur; hann var skoð-
anafastur án þess að vera hlutsamur um skoðanir
annara. Fas hans alt var alúðlegt og laðandi, en alt
fram að þessum tima hafði hann lítið gefið sig að
því að kynnast kvenfólki. Hann var nú tuttugu og
fjögra ára, en bar það þó með sér að hann hafði
myndað sér ákveðnari lífsskoðanir, en alment er um
menn á hans aldri.
Loks varð kenslunni lokið, og þau lögðu af stað
heim þrjú saman. Lumley lávarður hafði slegist í
hópinn af því að hann hafði fastráðið að>taka Mar-
gaixtlni tali.
Þau námu snöggvast staðar og fóru að horfa á
snekkju eina, á siglingu þar á vikinni. Þá tók Lum-
ley til orða og mælti:
“Eg þarf. að bera upp fyrir yður eina spurningu,
Miss Briscoe. Má eg það?”
“Eg býst við því,” svaraði hún kæruleysislega
og án þess að líta á hann.
“Þér eruð farnar að forðast mig.”
“Svo—o—o?”
“Þér tókuð með yður þessa bókarskruddu til
þess að geta losnað við mig.”
“Ef eg hefi gert það, þá ættuð þér að gera yöar
til að hlífa méf við því.”
“Þér kannist þá við að hafa gert það. Og e.f
Gracie hefði ekki beðið yður um að halda áfram i
gær, þá hefðuð þér hætt viö kensluna í miðju kafi til
þess að losna við mig.”
ÍTHOS. H. JOHNSON og |
HJÁLMAR A. BERGMAN,
fslenzkir lógfræSingar,
SKRiesnOT*:— Room 8n McArthur
Building, Portage Aveoue
áujton : P. O. Box 1856.
Telefóuar 4503 og 4304. Winnip>eg
Dr. B. J BRANDSON
Office: Cor. Hherbrooke & William
Telepikwe garry »ao
Ofpice-Tímar: 2—3 og 7-8 e. h.
Hiimili: 620 McDbrmot Avk.
Tei.kprone oarry 381
Winnipeg, Man.
| Br. O. BJORN&ON |
Offiea: Cor. Sharbrooke & WiHiam I
nu.marai oarry 32» | |
jj Office tímar: 2—3 og 7—í e. h.
% Hbjmiii: 020 McDkemot Ave.
S Tm*MPuotnh oarry aSl
£ Winnipeg, Man. !
rrnri nvn.wl mr
Dr. W
MMffWWaHiW
MNHNWe
Dr. W. J. MacTAVISH |
Offick 7Í4A J'argent Ave.
Telephone Therbr. 940.
Office tfmnr
i 10-U f. m.
> 8-8 e. m.
( 1-0 e. m.
— Hximili 407 Toronto Street -
WINNIPEG
TKLEPaoNE Sherbr. 441.
hbwmhbmbm!
» » ** I I I II 1 «4"M I M || »»n
Dr. J, A. Johnson ■*
■ • Phy8Ícian and Surgeon ] ‘
::Hensel, - N. D. ^
«■♦•♦« «« m I...111111
J. G. SNŒDAL
tannlœknir.
ENDERTON BUILDNG,
Partaga Ave., Cor. Hargrave 8t
Smta 313. TaJ*. maia 5302.
•r* Maymond Brown,
Sdrtrafliagur f aagma-evra-nef- oc
klia-ajúkdðaetn.
<926 Somerpet Bldg.
TaJoími 7ttf
Cor. Donald A Portagc Ave.
Hctaia kl. xo—i og 3—
manuiAcbarer ot
ARTIFICIAL LIMBS. ORTHC
PEDIC APPLIANCES, Trusstei
Phone 8425
84 Kina 8t. WINMPE
—*“THE—
Evans Gold Cure
M8 Vaughan 8t. TaU. M. 797
V.ranleg lækninr yIB drykkjnek.p i >8
dógum »n nokkurrar tafar frá vinnu eftir
rjrrstu vikuna. Alcerlega prívat. 16 ár (
Winnipeg bor*. Upplýsingar í lokuðura
umslðfum.
Dr. D. R. Williams,
Examiuinc Physician
W. L. Williams,
ráðsmaður
A. L HOUKES & Co.
selja og búa til legsteiaa ór
Granit og marmara
lals. 6268 ■ 44 AJbort St.
WIN IPEG
W. E. GRA Y & CO.
Gera viö °g fóðra Stóla og Sofa
Sauma og leggja gólfdúka
Shirtwaist Boxes og legubekkir .
589 Fortage Are., Tal8.Sher.2572
8veggja-almanök
oru mjöf falles. En falleari eru þau í
UMGJÖRÐ
Vár hðfum ádýruetu og boctu oiyudarumraa
i bnnun.
Winnipeg Pictnre Frame Factary
Vdr svkjum tx skllsnt tnrndnnnm.
PhooeMniu27K9 - 117 Neua Street