Lögberg - 10.08.1911, Blaðsíða 2

Lögberg - 10.08.1911, Blaðsíða 2
2. LOGBERG. FIMTUDAGINN jo. ÁGÚST 1911. r SYRPA (S~ FRUMSAMDAR, ÞÝDDAR OG ENDURPRENTAÐAR SÖGUR OG ÆFINTÝR, OG \NNAD TIL SKEMTANA OG FRÓÐLEIKS 64 blaðsíöur í stóru broti með sérlega drjúgu letri og góðu til aílesturs. Ritið er ódýrt fyrir 35 cents hvert hefti Innihaldið skemtilegt og fróðlegt. Eg hef sent StRpu til útsölumanna rainna út um allar bygSir. Þeir, sem eigi ná til þeirra bi!5 eg senda pantanir til mín og munu þær strax af- greiddar. Með loforði um að Syrpa verði vinsæl og velkominn gestur á hverju íslenzku heimili, er eg yðar með virðing og vinsemd, OLAFUR S. THORGEiRSSON, 678 Sherbrooke St., Winnipeg. Guðjón Baldvinsson, cand. phil. frá Böggversstöðum í Svarfaðardal, d. io. Túní 1911. FramtíS, nú er liljótt um hlininn þann, hátt sem stóð á þínum fögru völlum. Klding lostinn aleinn bvilir liannr — aleitin, dáinn, horfinn vinum öllum. Æskulands vors opin blæSa sár af því Guðjón l’.aldvinsson er nár. — Eyjafjörður syngur sorgar lög syni látnum, gagn sem kaus að vinna. — Svarfaðsdalur hartnar mætan mog, mikla. góða drenginn vona sinna. — Böggversstaðir gráta — alt er autt og í myrkri — ljósið slokknað — dautt. — Sannleiks-vinur! hreina hjartað þitt — hugur sá, er þorði, vissi, skildi — Sálin þin er söngst í landið mitt * sannleik þann.( san fram til stríðsins vildi.— Þú átt látin nlíf í okkar sálum, ljós og von i okkar beztu málum. l'orst. Þ. I’orstcinsson. -ISLENDINGADAGS-KVÆÐI. Minni islands. Hví skyfdi nokkur gleyma þér, elskuð ættarjörð! I anda lít eg heima miun sumardal og fjörð, og heyri fuglaróminn oíg fossalög í hlíð, sem fjarlægan óminn, er birtir horfna tíð. Þú griðland vorra áa ' ! já þegar þú ert f jær, oft þá er eins og slái þér hjörtun enn þá nær; og þeir sem fengu inst til þín ást í vöggu-gjöf, þeir óska að leggjast hinst niör'í móðurfoldar gröf. •Og hér er sviplaus slétta! en himinf jöllin þín með huklufólksins kletta og skaff, sent aldrei dvin! 'Og hér er f<uni og molla. en fjallaloftið svalt ag fjarðagolan holla um brjóst þitt streymir alt. Vist prýðir eikiti þétta og hvita öspin há, en heima bjarkir spretta pg norræn blómin smá; mörg sólskinsbrtekkan varma oss* 1 veitti yndisstund. er vorið breiddi arrna um fjöll þín og sund. í trú og von og friði þér vinni öll þín born, þau verði þér að liði, svo djörf og framtaksgjörn, þau gleðji’ hin endurborna, með gullöld, frelsis-sól og glæði drengskap fornan, sem horfni timinn ól. l»ú ljúfa feðra-setur og sí-fríð æsku-strönd, um sutnar bæði’ og vetur þér lýsi drottins hönd! Þér hringar nættir hinda sinn norðurljósa-kranz. en nú skín sól á tinda, og lindir stíga dans. L. Th Minni Vesturheims. Vor nýi iieimur, heill sé þér, í hóp nú f jöldinn sagi, þin minnast skylt oss öllum er á olkkar heiðurs <l»gi. Þú ríkur ert og risnu gjarn, um rúrni ei synjar neinum. þann vefur að jtér eins og barn, sem örlög fæddu’ á steinum. Þitt gengur boð um grttnd og sæ: ‘,'Þú gestur ferðalúinn, þér hús mitt stendur opið æl, þótt ei sért fagurbúinn; og hvernig setn jtitt hljómar mál, kom heill til bygða minna. Flver starfsöm hönd og httgfleyg sál hér hefir nóg að vinna.” Þinn viðhaldsíorði virðist jafn, í vöittntm sem á landi. Þitt náttúrunnar næígta safn, er næstum óþrjótandi. Ef fengjtt grætt hvern blett og bœtt, jún börn, og þrek ei spörðu, þú gætir fætt að fttllu’ og klætt, hvern fátækling á jörðu. Og hér er margan mann að sjá, sem merki þessa sýnir, er eigin stofni stendur á, og styrk, sem ntegir jiínir. Við artnóð 'barist hafði hann, á heima Berurjóðri, en k)ks hjá þér sitt lánið fann, það kt i þinum gróðri. Þín mold er frjtósöm, ->— full af auð, þá fræið rís úr dái, svo manna og dýra daglegt brauð sem drjúpi af hverju strái. Og ]x)rfin finnur þúsund ráð hjá j)ér við kröfttnt sínum, en þrekleysinginn drekkur dáð og dug af brjóstum þinum. Þótt okkar fræga feðra láð í fersku geymt sé minnil, ó, Vesturheimur! hver vor dáð skal helgttð franitið þinni. Vér heitum merki að hylla þitt, — en hinu jx> ei gleyma. Hér ást og skvkla mætast mitt á milli tveggja heima. í framtið vér þig vonutn sjá sem vældið heimsins stærsta, og kynslóð ])ína klædda j)á í kjark og tnenning glæsta, sem hati þan nhvern þjóðar löst, er þroska tafði liinna, en sé þó sterk og stefnuföst sem straumur vatna þinna. Þorskabitur: Minni kvenna. í árum góðum, hjá öllum j)jóðum er yfirsjónunum niðursáð. Þess meir að sverfur, er hnossið hverfur, þess hærri tign sem er fyrir spáð ; og þjóðin hlýtur, er hagsæld þrý ttir að hteimta allan sinn kraft og dáð. \ ið syndagjaldum, á öllum öldurn var atlwarf til, setn að mýkti þrault. Við öllum meinum, í öllum greinum var ávalt lyf, sent að græða hlaut. Á öllum leiðum, í urð og-heiðutn, er einhver stjarna. sem visar braut ! En j>ess má gæta að þessar bætur. setn þjóðir landanna réttu við,. jtær léðu konurnar landsins sontim ; ])ær lögðu á ráðin og veittu lið. ]>ví j)eirra þrár ertt’ á öllum árttm að auka réttlæti og .semja fnð. í öllutn sögum, frá elstu dögum, varð ýmsum stónnennum fátt um ráð, og þeim varð fltstum j)á fvrir heztti að flýja á konunnar líkn og náð. í lífsins nepjuin og kulda krepjutn hún kyssir lif i alt veikt og þjáð. Svo æst og hart lifði ekkert hjarta að ekki mýkti j)að konutár, og hennar j)ýðing, i styr og stríði, fer stórum vaxandi sérhvert ár. þars kongablóten<lur kúlttm skjóta, en konan græðir svo þeirra sár. Sú ketntir tíðin menn kalla í striðin jafnt konur, mæður og unga niey. tnenn hljóta að finna að hryðjtt vinna með hálfu liðinu stoðar ei. Menn kalla á liðið, sem leyfir friðinn, sem lifið styður, en niðir ei. Og eitt er vist, að þið ungtt systur ykkar frelsisdag munuð sjá. Með vonir bjartar i heiltt hjarta j)ið hljótið sigrinum brátt að ná, og fslands dtetur með Sygin sæti á Sökkvabekk rrntnu' að laununt fá. E. J. Arnason. Minni íslands. Ó blessað Island! ættarjörð og móðir, úti víð norðurbeiina skautin köld ; þar setn að norðurljósa leiftra glóðir, með litbrevting tttn heiðskir vetrarkvöld, ])ar sstn á sumrin sólin aðeins blundar, við segulstrantna regin-köldu höf, en þögull tnáni !á skýjaröðum skundar og sketntir sér við nábleik öldtt tröf. tsa-<lrottning ; ásýnd tiignarfögur. aðalltorin hervíkinga frú; Ekkert land á betur sagða sögu, að sannleiksgildi heldttr en einmitt þú, þú átt lika fróða og frjálsa sonu, cr frægðarinnar ennj)á rækta blótn. ])ú átt líka marga ntey og konu. stem nteira er en að eins sjóni'tt tóm. Krýnd varst j>ú í kyrtli fjóJttbláum, hvítum faldi’ og sólarroða krans; borðalögð tneð blómarósttm smáum, —baldýruð frá hendi skaparans;— qg fegri ert þú öllum eyja-snótum, en vekli þitt er norðurskauta svið, hvar hafsins guðinn fellur þér að fótum og friðmælist i 'hásum öldunið. Þótt vetrar byljir bitran reiði korðann og blagrá hrönn á skerjurn ýfi sig, og helkalt Ishaf ógni j)ér að norðan. þá Aflanzhaf að sunnan vermir þig. Þú rnynduð ert á milli hörku’ og blíðu, því nterkin segja orðum betri frá, og náttúrunnar öflin ógna-stríðn unt þig hafa lengi togast á. Þá synir júnir nerna aðferð nýja, að nota öfl, jiatt veita sælclir auðs; og máske engir jntrfi þá að flýja í ]>rældómsbönd, að leita sér jtar brauðs; því j)ú átt fjársjóð undir aur og klaka, ef arfar þtnir grafa’ í þeirri trú; um gullöld nýja vonir þeirra vaka og velsæld marga’, er fáa grttnar nú. Nú roðar fyrir frelsis sólarljóinaí. þú foldin kær! með ægishjálm og skjöld; með nýjum tímum nýja frægð og súma nntn niðjtun þínum veita jiessi ökl. Ó, þú átt margan tindinn tignar-liáan og töfra-grös og blömið fagur-Iitt, og hvergi leit eg fjörð svo fagurblíáan, né fjalla-skraut svo yndislegt sem þitt. 1 Vér íslendingar erum æ og verðum, í Vesturálfu j)ótt oss kysum stað, }>ví lands og þjóðar ást hver tók að erfðum. —það eina, sem Vér ffrttTitm beiman að. Og skáldin oft um frægð og frelsi sungu, og fegurðinni dáðu valin orð; því hrópum vér nú öll með einni tungu: “ísland. Island, blessuð fósturstiorð!” Þorsteinn M. Borgfjörfi. Brúðkaupið. fSkemtisagay. ýXiðurl.J \ ið létum á okkur skilja við brúðgumanu. að hann gœti setið brúðkaupið í fötunum, sem hann var í, ef kistan hans kæmi ekki. | Hann ypti öxlum og muldraði itm að liann jnrfti aö láta slétta þau. En sannleikurinn var sá, að þau höfðu alt of oft verið slétt með lieitu járni. En viö féllumst samt á, að gott væri að láta klæðskera lita eftir Jieim. Þegar morgunlestin var farin fram hjá, á níundu stundtt, ]>á varð J)aö deginum ljósara að brúð- guminn gat ekki fengið hrúðkaups klæðin úr J)ví, en ’Thomas Henry kom okkur úr klipunni, J)á eins og endra nær. ‘'Kærðu ]>ig kollóttan Percival.’’ sagði hann. “Það er ágætur klæð- skeri i Walton, sem getur gert þessi föt eins og ný. Það eru ekki nenia þrjár milur ])angað, og hann Jack litli okkar getur skotiist meði fötin á hjólinu sínu og l>eðið með- att gert er við ]>au. Hann getur ekki orðið lengur en í mesta lagi hálfa aðra klukkustund.” Percival var hikandi. Okkur rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Hvernig færi, ef 8<vo skyldi fara á siðustu stundu — ! Addie frænka sá, að nú voru góð ráð dýr. “Percival." sagði hún í tnálrómi. sem við' þektum vel, “farðu inn i herfcergið ]>itt, ^vo að Jack geti strax farið með fötin. jx-gar ]>ú réttir honum þau fram fyrir. Jack! Farðu upp með frænda þínum og bídcltt eftir fötunum hans við dyrnar.” Perci- val Mott hlýddi á augabragði og öllu var borgið. Jack þaút af sfað, en hann vissi ekki, hvað mikið var i húfi. ef honum reicldi ekki vel af með öskjuna, sem 'bundin var við hj'ól- ið hans. \'ið gerðum okkur vonir um, að alt gengi að óskum. En við höfðum steingleymt, að dýra- sýning var þá í Walton. Við höfð- um haft svo merkilega “sýning” heinta fyrir. að ltinni var úr okkar minni stolið. Drengurinn skildi fötin eftir hjá skraddaranum, að ]>vi er hann sagði seinna, en fór svo að horfa á dýrasýninguna. Og fílarnir, litltt hestarnir og villi- dýrin voru svo nýstárleg i hans attgum. að hann steingleymdi er- indagerðum sínum. Tíminn leið. Það var komið undir hádegi. Eg hafði klætt brúð- ina í brúðarskartið með miklum erfiðismunum, og sjálf búist spari fötunum í steikjandi hita á loft- herberginu. Thomas Henry rak- aði sig í eklhúsinu en Doxy leit ógnar-augum á rakhnífinn. Hann sagði það hefði skotið sér skelk í bringu. Presturinn gekk úti í garðinum og bjó sig undir ræð- una. Meðan ]>esstt fór fram hafði ó- vænta gesti fcorið að garði. Þáð var Obadiah fræncli og fjölskyjda hans, setn komin voru alla leið frá Manitoba til að vera við brúð- kaupið. Sylvía, “stór-frænka,” höfuð- prýði tettarinnar. hafði tekið sig ti! og ferðast alla leið frá Thous- and Islands með hundinn sinn og herbergis|)jóhustu. Hún kom rétt fyrir forvitnissakir. Það varð ekki jwerfótað fyrir gestucn, sem biðu óþreyjufullir eftir hjónavígsl- unni. Svaladrykkir voru á boðstólum og I>oxy sneið sundur ávexti í grtð og ergi við elclhúslx>rðið. Eg sá, að hún mundi bráðlega fá “kast”. Það var enginn timi til að gefa því gætur. Ef hún var að fá “kast” þá var ekkert við því að gera. Eg óskaði að eins að það gæti dregist J>angað til við værum laus við Addie frænku. En ekki kom Jaok enn, og hrúð- guminn sat eins og fangi í her- herginu. Brúðurin var kát og I hamingjusöm. Hún sagðisit ekki láta f resta brúðkatipinu; heldur léti hún brúðgumann liggja í rúmi- inu meðan brúðkaupið færi frant, og við féllumst fúslega á ]>að. Við | og við huggaði hún mannsefnið i sitt, með ])ví að tala við hann gegn um rifu á hurðinni. Hún sagði ekkert amaði að, tneðan hún væri þar. ■Þegar komið var að því að við | biðum ekki lengur, konn nágranni okkar akandi á harða spretti. Hann gerði boö fyrir Thomas ! Henry. Þeir gengu lá; eintal. en kölluðu von bráðara á mig. , “Herra Brown segir mér," sagði maðurinn minn, “að Alexatider frændi geti ekki gefið hjónin lög- : lega saman, því að hvorki liann né hrúðgtuninn eða brúðurin eigi hér heirna. En ltann segist sjálfur geta gefið þau saman, ]>vi að hann sé hér friðdómari. Thomas Henry j var hvasseygður. , Eg vissi, að Brown nábúi okkar fertgi hvorki strafið né borgunina, ef maðurinn minn mætti ráða. Og ])ví var svo farið. Thotnas Henry skildi heldur snúðugt við nágranna okkar, sagðist þ^kka honutn kærlega fyrir vísbendinig- j una og skylcli láta hann vita. ef ltann jiyrfti á aðstoð hans að | ltalda. Brown fór. Hann var jekki fyr horfinn en maðurinn j minn sagði hastur: “Nefndu 1 |>etta ekki við nokkurn mann. Eg ■ ætla að sjá bæjarskrifarann. Eg I vona eg geti lagfeert }>etta.” Að i vörmu spori ók hann alt hváð af ; tc>k út j>jóðveginn. I ,Gestirnir voru agndofa. Stimir liéldu brúðguminn hefði skyncli- ' lega veikzt og Thomas Henry 1 væri að sækja lækni. Aörir, sem í voru httngraðir, ihéldu að okkttr S'korti vistir. En það var tiíhæfu- i laust. Hann og matreiðslumenn háns voru einráöir í eldhúsinm. j)ó að ]>rjá menn "alvoj)naða" hefði þurft til áð reka Doxy út úr J>ví. Thonias Henry kom von brájð- ; ara. mér til mikils hugarléttis. I Hann brá tnér á eintal. “Eg jsagði bæjarskrifaranum frá Adclie frænkti, og eg vsannfærðist istrax 111T1 bróðurkærleik mannanna. ! Hann var ekkert nema lipurðin og l sagöist skykli lagfæra ]>etta. Hann i spurði, hvar hún ætti heirna. Eg I sagði: Alstaðar, hún lifir á ætt- Chaur.cey Olcott, sem leikur í leiknum “Macushla’’ í Walker, leikhúsi vikuna 14. Ágúst. 1 íngjitm smutn. ; “Ágætt!” sagði hann. “Qg þið eruð hér öll núna?" “Auðvitað”, sagði eg—eg skildi livað hann fór. I Hann skrifaði á eyðuldað. “Þá jbýr hún hér. og munið j>ér ]>að.” “Nú er alt i góðu lagi. og farið 'J>ér nú og gangi yðttr alt til bless- luna!" “Eg skal altaf telja þenna | mann msð beztu vinunt mxnum,” bætti Thomas Henry við. Rétt í j>essu sást maður koma á 'hjóli. Hann nálgaðist. Það var Jack, og fataaskjan var bundin við hjólið. Flýjti hann sér? Nei, nei! Hann var sér einskis ills meðvitandi, j>egar hann ktom; hann var attðsjáanlega að hugsa j um skemtilegar endurminningtar. ■ Faðir hans greip fataöskjuna og ihljóp upp á loft, en lét mig setja ofatt i við Jack. eins og vant var. Brtiðurin fót> á eftir honum. Rétt á eftir heyrði eg svo sker- I andi angistarhljóð, að eg vona að eg heyri alclrei annað eins. Þáð j kam að ofan. Það var Addie j frænka, sem hljóðaði. I dauðans ofiboði þuturn við tipp stigatin. Þar lá Addie frænka I hreyfingarlauls í yfirliði íframa'n, ■ við dyrnar á herbergi Perciivals. Thomas Henrv stóð fyrir innan með fata-ös'kjima í hendinni og litaðist forviða um autt lierbergið. ; Axlaböndin brúðgumans lágu J>ar já stólbakinu, en sjálfur var hann | horfinn ! Það var ekki að> undra' I þó að Acldie frænka hefði tekið j sér ]>etta nærri. Við horfðttm hvort á annað, báðttm flaug hið j sama í hug—sjálfsmorð ! Vesal- j ittgs Percival! Hami gat ekki flúið, ltann stóð ekki uppi í öðru jen baðklæðunum. Hann hafði kos- ið dauðann heldur en Addie i frænku. Við horfðum döpur á brúðina. begar ltún kont til sjálfrar sím j sendi hún ut leitarmenn, en sjálf leitaði hún unctir rúmunum. Það : var eins og hún fyndi á sér dutl- unga ltans. Á svipstundu var leitað um alt húsið nenta á hæsta j loftinu. Það langaði einhvern- veginti engan jiangað. öllum óaði j við’ að sjá brúðgumann dingla þar niðttr úr einihverri sperrunni. Adclie frænka óttaðist það auð- jvitað ekki hót. Hún gekk örugg ttpp dimman stigarm og varp önd- í inni. Við blustuðum niðri með j öndina i hálsinum. “Percival!” j kallaði hún og þaut upp úr stig- J anum. \’ið komum nógtt snemma til að [ sjá viðureign hennar viö Doxy. sem sveiflaði el dhúlslhní f num. Addie frænka hreif hann úr hönd- ttm hennar og tók ttm hendur hennar. Karlmenniirnir lcjomu Addie til hjálpar, en Tltomas Henry Iratt hendur Doxjr á bak aftur með leðuról. Þá. en fyr ekki liætti brúðguminn sér út úr vígi síntt, sent hann hafði hlaðið úr kössum og öðrtt handbæru, og fleygði hann sér í fangið á Addie. Flann liorfði óttasleginn yfir öxl- itta á lienni á Doxy, sem starði á hann æðisgengnttm vitfirringsaug- um. “Hún kom inn i herbergi mitt”, stundi hann upp. “Hún elti tnig hingað. Hún ætlaði að drepa mig. O, Addie! 'taktu mig héð- an!” “Það skal eg gera, en berðu þig nú karlntannlega ofurlitla stund,” svaraði Addie frænka og bar sig kempulega. Hún tók öðrum hand- legg utan um hann, og studdi hann titrandi að herbergisdyriinumi, J>ar sem maðurinn minn tók við hon- um. “T'homas Henry!” sagði Itún í j skipunarróm, “]>ú hj,álpjar honiunt til að klæða sig og kemur svo jstrax niður með hann. Það er fratborðið.” Þá sneri hún sér að mér. “Gáðu að ]>ví. að alt sé til- ' búið. Brúðkaupið fer fratn inn- !an tíu mínútna.” Og það varð. — Þegar ungit jhjónaefnin gengtt niður riðið, sáu j allir að brúðgttminn var rólegur þó að fölttr væri, og studdi sig ör- juggur við komtefnið. Presturinn 'gerði skylclu sina. Brúðguminn j lofaði því lágt en hátíðlega að reynast konunni hlýðinn, en Adclie j frænka talaði skýrt jœgar hún lof- aði að verða manni sínum til gieði og styrktar. Addie frænka för með Mott 'burtu áður en gestirnir vortt j staðnir upp frá veizlnhorðinu. Þegar hjónin lögðu af stað, kom ‘lutningsvagn frá j:ár;itíriaii'tjar- stöðinni með hina lanðþreyðu kistu Percivals/ “Snúið ])ér við," kallaði Acl iie frænka til ökumannsins.. og fann i mikið til sin eins og maður, ,sem vel hefir vegnað. “Farið þér tneð jiessa kistu niðttr á jlárnbrautar- j stöðina. Þetta er kiistan mannsins míns!” Anna Phillips. ÓLausl. þýtt úr “Trail”.) -------♦-*------- DANARFREGN. \ ið* viljum hérmeð gera kunn- ugtj. vinum og skyldmennum í þessari heimisálfu og á íslandi, að okkar heittelskaða dóttir„ Annai Þórttnn. lézt að heimili okkar ár- degis kl. 11, 4. Júlí 1911. Hún er fædd á þessu heimili , Hallson- bygð 8. Júli 1883. Aldrei gleym- um við þeirri góðu gjöf, sem guö! gaf okkttr með fæðing hennar. Snemnta kom það í ljós. að hún var gædd góðum gáfum; hugðum við þvt, að hún skyldi ná jæirri mentuti. sem kringumstæður okk- ar leyfðu, ]>egar hún hafði lokið námi sínu á sveitarskólanutn, var hún næstu tvo vetuná háskólanum í Walihalla, N. D., veturna 1899 og 1900; svo næsta liaust gekk hún á Normal School 1 Valley City, N. D. Þar varð hún að hætta námi og hverfa heim sökum lasleika. Þá um vorið fór hún að kenna á alí- þýðuskólum og kendi um nokk- urra ára bil. 24. Des. 1907 giffist hún eftirlifandi manni sinumi, Christian Thorsteinsson. sem þá vann við timburverzlun t Neck- oma í N. Dak. Litlu stðar fluttu þau ungu ltjónin sig til Loma. Vorið 1909 fór Christian með 1 konu stna til Grand Forks til upp- skurðar. Dr. Engste og Dr Giisla- son tóku burt hnéð á hægra* fætí og var hún að eins fimm vikur í Deaconess Hospital. Litlu síðar gat hún gengið fulltim fetum. Fvrir liðugtt ári síðan réöit læknar henni til að lifa úti á landi; kom hún ]>á heim til okkar, og tók all- miklum framfömm yfir sumarið. Urtt áramótin var hún farin að hlakka til að geta lifað íneö manni sinum. sem ]>á var í þatm vegimt að takast á ihendur tinibursölu á Edinburg. Hún elskaði mann sinn og hann elskaði hana. Honum til verðugs heiðurs og öðrutn til góðr- ar eftirbreytni, er mér skylt að geta þess. Hann sparaði hvorki tima eða peninga til aö ibjarga lieilsu hennar og lifi. I Maí lagð- ist hún, og frá þeim tíma og tii þess hún lézt, leið hún oft mikið, en kvartaði þó aldrei; rænu og mál hafði hún fram í andliáitið. Antia Þórunn var ástúðleg í sam- búð, trygg í lund, stefnuföst og kjarkmikil. Nú sýrgja Jhan,a á- samt manni hennar og foreldrutn, tveir hræður, Hávarður og Pétur, systur, Mrs. Dinusson að Svold, N. D., Mrs. E. J. Snidal Chey- enne Wells, Col., Miss Pálina Sophia, Miss Guðný Stephanía og margir fleiri. 6. þ. m. var hún jjörðuð í grafreit Hallson safnað- ar; fjöldi fólks fylgdi henni til 1 Hinista legurúmsins. Séra Carl J. j Olson og séra Lárus Thorarensen töluðu yfir hinni látnu á heimilinu. jog í Hallson kirkjunni. Við er- ‘ um þeim innilega þakklát fyrir | huggunarorðin, er þeir fluttu. Svo þökkum við kærlega þeim tttikla fjölda fólks, sem við þetta tækifæri sýndu okkur svo innilega hluttekningu. Guðis blessun og friður sé með minningu hinnar framliðnu. Hállson, N.D., í Júlí 1911, Guðbrandur Erlendson, Sigriður Inigiibjörg Erlendson. Póstflutningur. I OKUÐUM TILBOÐUM, stíluðum til •*—‘ Postmaster General, verður veitt viðtaka í_ Ottawa til hádegis á föstudag. 25. dag Ágústmánaðar 1911, um flutning á pósti Hans Hátignar. eftir fyrirhuguðum fjögru ára samningi, þrisvar á viku, til og frá milli Lillyfield og Winaipeg um Mount Royal, báðar leiðir, frá 1. Október næst- komandi. Prentuð eyðublöð með nánari upplýsing- um um skilyrði þessa fyrirhugaða samn- ings, geta menn séð, og umsóknar eyðu- blöð geta menn fengið á pósthúsunum t Lillyfield. Mount Royal og Winnipeg, og á skrifstofu Post Office Inspector. W. W. McLEOD, Post Office Inspector, Post Office Inspector's Office Winnipeg. Man., 14. Júlt 1911. Union Loan á InvestmentCo. 45 Aikins Bldg. Tals. Garry3154 Lánar peninga, kaupirsölusamninga.verzl- ar með hús. lóðir og'lönd. Vér höfum vanalega kjörkaup að bjóða, því vér kaup- um fyrir peninga út í hönd og getum því selt með lœgra verði en aðrir. Islenzkir forstöðumenn. Hafið tal af þeim H. PETUR8ON, JOHN TAIT, E. J. STEPHENSON

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.