Lögberg - 07.12.1911, Síða 1
jK4, V W Co.
Grain Commission Mcrchanis
- 201 GRAIN EXCHANGE BUILDING —
Members Winnipeg Grain Excbange, Winnipeg
I
ISLENZKIR KORNYRKJUMENN
Sendið Kveiti yðar til Fort William
eða Port Arthur, og tilkynnið
Alex Johnson & Co.
aot GKAIN EXCHANOE, WINNIPEG.
Fyrsta og eina íslenzka korníélag Í Canada.
24. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN
7. DESEMBER 1911
NÚMER 49
Skipaleiðir í C?nada.
Land vort hefir þann kost fram
yfir nálega hvert annað land í
heimi, að skipum er fært um þaö
eftir fljótum og vötnum, miklu
lengri leiö en annarsstaðar gerist.
Frá hafinu ier hverju stórskipi
fært til Montreal, um ioo mílur
eftir St. Lawrence fljóti, því er
ekki ristir meira en 30 fet; og mun
ekki líSa á löngu þar til fljótið
verður dýpkað um 5 f.et að minsta
kosti. Þaðan er 14 feta skipaleið
til Fort William, yfir 1,200 mílur.
Þá 9 feta leið frá Winnipeg til
Cedar Lake og þaðan til Kletta-
fjalla 5 feta dýpi um 1100 mílur.
Það er til samans 3.300 milna
skipaleið um norðurhluta álfunn-
ar, að undanteknu haftinu milli
Fort William og Winnipeg, sem
er 400 mílur á lengd.
Nýlega er út komin skýrsla um
það, hve miklu fé stjórnin hefir
varið til hafna og skipaleiða á
hinu umliðna ári. og sést af henni,
að til þess hefir gengið af ríkis-
fé meir en n miljónir dollara.
Til hafna og fljóta hafa gengið 3
miljónir, til dýpkunar á fljótum,
skurðum og skipaleiðum 4T2 milj.,
til vega og brúa um 200 þúsundir,
til opinberra b'ygginga rúmar 3
miljónir, til síma rúm hálf. miljón.
1 skýrslunni er áætlun um kostn-
aðinn við að gera Saskatchewan-
fljótið skipgengt og segir, að til
þess muni þurfa um bálfa aðra
miljón dollara.
Frá Persalandi.
Sá sem mest ber á í stjórn Pers-
lands, er maður frá Ameríku að
nafni Morgan Shuster. Hann
stjórnar fjármálum þeirra Pers-
anna og nú nýlega hefir hann lát-
ið svo til sfín taka, að hann er orð-
inn nafnkendur maður. Shah-
inn, sem réði fyrir landinu, var
rekinn frá ríkjum fyrir nokkru, og
flýði hann á náðir Rússa, en drotn-
ing hans varð eftir, með dýrgripi
sína og aðra muni; þá vildS Shus-
ter taka, en drotning skrifaði
Rússadrotningu bréf og bað hana
ásjár, en hún bað bónda sinn keis-
arann. að duga henni. Var nú
Persastjóm krafin afsökunar og
skaðabóta. Ráðherrar sögðu allir
af sér sem einn maður, en Mr.
Shuster lét ekki sitt minna, og
sendu þá Rússar herlið inn y)fir
landamærin, í áttina til stjórnar-
setursins Teberan. Shuster bað
stórveldin ásjár og þess. að ágrein-
inginn skyldi leggja til gerðardómv
í Haag, en allir daufheyrðust, og
Bretar gáfu það ráð, að sveigja til
við Rússa. Kom þá fram afsök-
unarbón af hendi Persa og loforð
um skaðabætur, en heldur seint,
því að þá létu Rússar sér ekki ann-
að líka, en að Shuster hætti að
skifta sér af stjórn Perslands, og
helzt flytti sig í annað land. Um
málalok, hefir ekki frézt greini-
lega, en varla þykir líklegt að þau
verði á anlTan veg en Rússum bczt
líkar.
Svo segja síðustu fréttir, að
Rússar hafi sent Kósakka sveit til
Teheran, höfuðborgar Persalands
til þess að vernda sendiherrasveit
sína þar og að meira liðl sé á leið-
inni inn í landið. Mikill æsingur
er í borgarinönnum og víðsvegar
um landið, sem sjá má af því, að
tveir nafnkendir menn, er halda
vildu vináttu við Rússa, voru
drepnir á laugardaginn, þeir prinz
Firman 0g annar stjórnmálamað-
ur að nafni Tagi. Landsmenn
hafa samtök að kaupa ekki vörur
frá Rússlandi og sýna óliug og
hatur á Rússum á hvern veg.
Svo er að sjá, sem Persar eigi
fáa formælcndur. Englendingar
hafa alla tíð haldið uppi þeirra
hlut ef ekki til annars. þá til þess
að bægja Rússum þaðan. En nú
hafa þeir gert samninga um það,
að taka hvor sina sneið af landinu,
aðrir að norðan, hinir að sunnan,
og láta miðbikið halda sjálfstæði
sínu, er hvorugur megi á ganga.
Nú, er Rússar gerast frekir í kröf-
um, þykir sumum, sem stjórn
Breta beri áð skerast í leikinn, en
hún vill halda vináttu við RúBsa
fyrir hvern mun, meðan ekki slít-
ur úr við Þjóðverja og hefir því
tjáð Ameríku-Shuster, að hann
hafi hagað sér hranalega, og sé
ráðlegast að draga seglin saman
og sigla lægri vind.
Hernaður í Tripolis.
Af ófriðnum milli Tyrkja og It-
ala hafa engar fréttir farið þessa
viku. Sumir fréttaritarar blað-
anna hafa horfið frá þeim stöðv-
um þar sem tíðinda er helzt von,
vegna þess að ekkert var 1 frétt-
um a’ð skrifa, nema níðingsverk á
einstöku mönnum og jafnvel kon-
um og börnum af ítala hálfu og
hryðjuverk af hinna hálfu, þar
sem þeir gátu því við komið, svo
sem krossfesting og limlestíng
þeirra, er þeir gátu fes-t hendur á.
f annan stóð tók herstjórnin ít-
alska bráðlega fyrir allar frétta-
sendingar, og þótti þá blaðamönn-
um ófýsilegt að dvelja þar. Menn
þykjast vita, að ítalir hafi sjávar-
síðuna á valdi sínu, en inn í land-
ið hafa þeir alls ekki sótt til
muna. Rigningar miklar ganga
þar sem stendur, og er hemum ít-
alska þess vegna mjög óhægt um
sóknina. Þess er getið, að Arab-
ar séu enn illa vopnaðir, hafi lítið
af skotvopnum og flest gömul og
úrelt, en dkki skortir þá áræði og
heftarhug til þeirra, sem landið
herja. Því er spáð.. að ítölum
muni reynast landið torsóttara en
þeir höfðu gert sér í hug, og her-
ferðin n^iklu kostnaðarmeiri, en
við stórum og langvinnum út-
gjöldum má ríkissjúður ítala ver
en flestra annara landa, með því
að þjóðin er tiltölulega fátæk og
stórskuldug. Flotinn ítalski er
sagður vera á sveimi í Grikklands
hafi og ætlað sér um Dardanella-
sund til Miklagarðs, en að Rússar
hafi stuggað honum frá með ráði
Englendinga. Tyrkir höfðu áður
hið mesta traust og uppáhald á
Þjóðverjum og keisara þeirra. Nú
þykir þeim sem hann hafi brugð-
ist sér, og sækja nú öll sín ráð til
sendiherra Englendinga, eins og
þeir gerðu áður fyr. Má og vera,
að það verði þeim heilladrýgst, að
leita þar skjóls, sem aflið er mest
og fyrirhyggjan. Um opinbera
liðveizlu af Englendinga hálfu
mun vitanlega alls ekki vera aö
ræða, heldur hitt, að Tyrkir leita
vinfengis og ráða hjá þeim, en
liafna samvinnu viði keisarann og
lians stjórn.
Bæjarkosningin.
Svo er að sjá, sem enginn
stefnmnunur sé milli höfuðpaur-
anna að minsta kosti þeirra er
girnast að verða fulltrúar í stjórn
bæjarins. Nálega allir þeirra virð-
ast fylgja þessum þrem atriðum,
sumir af áhuga, sumir ef til vill
fyrir siðasakir, en enginn gengur
berlega í móti þeim:
1. Að breyta til um tilhögun á
stjórn bæjarins, leggja niður
stjórn með kosnum fulltrúum og
skipa í þeirra stað fáa menn, hina
hæfustu til starfans,, hvar sem þeir
fást, og skifta um þá, jafnskjótt
og þeir reynast miður en vera ber.
2. Að breyta til um gjaldstofn,
hafa ekki marga eins og nú ger-
ist, heldur einn, sem sé lóðir, ó-
bygðar jafnt og bygðar, eftir því
sem Henry George hefir. tiltekið
í sinni bók um einskattinn. Sú
skattgreiðsla er nú tekin upp all-
víða hér vestra, og virðist gefast
allvel.
3. Að selja rafafl til lýsingar og
vélavinnu með sem allra vægustu
verði, og alls ekki dýrara en til
var tekið í þeirri áætlunar skýrslu.
sem var útgefin bæjarbúum til
leiðbeiningar. áður en til atkvæða
var gengið um rafaflsstöðina.
Með því að enginn ágreiningnr
virðist vera um þessi þrjú aðalmál
milli umsíehjenda, þá verður hver
kjósandi að haga vali sínu éftir
því, hvern hann álítur dyggastan
og vænlegastan til framkvæmda.
Kjósendur 1 4. kjördeild munu
ef til vill fylgja R. Waugh, því að
hann studdi málstað þeirra, þegar
Midland járnbrautin var á f.erðinni
inn í bæinn. Hann telzt og eiga
upptökin að því, að selja rafafl
bæjarins með sem vægustu verði,
hefir verig ráðsmaður bæjarins
um nokkurra ára skeið og látið þar
ekki lítið til sin taka.
. —Fimm hundruð manns lögðu
upp úr bænum á sunnudagskvöld
1 skemtrferð u mjólin til vina og
frænda í gömlu löndunum. Flestir
ætluðu tíl Bretlandseyja. en all-
margir til Rússlands, Galicíu og
annara landa í Evrópu.
Frá Canada-þingi.
Á þriðjudaginn tók forseti
þingsins upp nýjan sið, sem fór í
bága við þingvenjui, er ráðið hef-
ir frá því þingið hófst. Sú er ein
að þingmenn í mótflokki stjórnar
hafa haft leyfi til að bera upp
mál, sem allan almfiinning varðar,
utan dagskrár, og enginn þing-
maður hefir notað sér þá venju
rækilegar heldur en Dr. Sproule,
sem nú er forseti. En er Mr. Mc-
Lean frá Halifax reyndi að spyrj-
ast fyrir um það hjá stjórniraii í
þinginu, á þriðjudaginn,, hvort
Bandarikjum hiefði tilkynt verið,
að samningum við þá um fisiki-
veiðar mundi ekki verða fram
fram haldið, þá tók forsetinm fram
i og kvað tilkynningu þurfa jfyrir
fram og fyrirvara áður en hann
leyfði að sú - spurning væri borin
upp.
Annað er það, ah þegar tillaga
er upp borin, að fresta þingfund-
um, þá hefir sá siður haldist frá
upphafi, aðl forsprakkar minni
hlutans eða sá sem gengur í hans
stað, hefir haft leyfi til að bera
upp fyrirspurnir um merkileg mál,
er almenning varða. En á þriðju
dagskvöld bar Dr. Pugsly fram
fyrirspurn um landamerkja þrætu
Manhoha svo kallaða., og hvernig
henni hefði lyktað, eða hvort hún
væri til lykta leidd. Þá greip for-
seti fram í. lézt ekki vilja, að
spurningin væri upp borin að svo
komnu, og er Dr. Pugsley mót-
mælti og skýrskotaði til löghelg-
aðrar venju, þá varð ráðherrunum
ógreitt um svörin, og lauk svoi, að
fyrirspurninni varð ekki svarað.
Þetta gjörræði forseta og fá-
heyrða brot gegu fornum, löghelg
uðum þingverijum, þykir óhafandi
og mælist illa fyrir. Enginn er
kunnugri þingsköpum og þing-
venjum, heldur en Sir Wilfrid,
og munu liberalar undir hans for-
ustu verja sér öllum til að vernda
réttindi þingsins og málfrelsi þing
manna gegn ólögum o'g yfirgangi.
Frá Kína.
Þar virðist taflið hafa. staðið v
stað þessa viku og hvorugir leikið
á annan, stjómarliða og uppreisn-
arhers. Yuan alræðismaður ætl-
aði sér fyrst að draga lið að upp-
reisnarmönnum, en sýnist hafa
horfið frá því ráði og tekið upp
þann kost er hinir spakari milli-
göngumenn fylgja, þann, að kalla
á fund fulltrúa frá öllum fylkjum
landsins, þeim, sem uppreisnar-
menn stylðja. sem óðruml, og
semja um malið. Þanr. fund vilja
uppreisnarmenns ækja til Shang-
hai, en ekki til Peking. Þeir
talja sig hafa vald á 8 fylkjum í
Kína af 18, og vist mikið fylgi í
14 fylkjum.
Æðsti foringi uppreisnarmanna
gerði Yuan orð og kvað honum
þann kost vænstan, að skilja við
keisaraættina. minti hann á, að
stjórnin hefði rekið hann1 Ifrá
völdum fyrir þrem árum og reynt
til að fyrirfara honum með laun-
morði. Svo mtindi enn fara, ef
hann héldi trygð við hana. Stjórn-
ari fylkisins Shantung gerði hon-
um sömuleiðis boð — það fylki er
nú að lýðveldi gert—. að eina ráð-
ið til að bjarga landinu, væri það,
að steypa keisaradóminum. Yuan
gerði honum boð afturu “Skiftu
þér ekki að keisaradóminum. Gáðu
heldur að Þjóðverjum.” Bendir
þetta til, að Yuan muni óttast yf-
irgang útlendra þjóða en Þjóð-
verjar hafa klipið væna sneið af
fylki þessu fyrir nokkrum árum.
Svo er sagt með vissu. að fulltrúi
Yuans hafi hitt sendimann upp-
reisnar hersins í skrifstofu Rússa
konsúls í Hankow og hafi þeir
samið vopnahlé.
Yfirlýsing hefir verið gefin út
í nafni barnsins, sem keisara
nafnið ber, að han nhafi látið af-
vega leiðast af óvitrum ráðgjöfum
og ótrúum þjónum. og lofi hátíð-
kga að bæta úr ágöllum stjórnar-
farsins og halda þá stjórnarskrá
er hinir hófsamari umbótamenn
hafa sett saman
Ránum heldum áfram og upp-
þotum með manndrápum og ýms-
um hryðjuverkum í einstóku
horgum. Af Evrópumönnum hafa
•engir látið lifið þessa daga nema
kona norræn. er fór.með kristni-
hoð og skólahald og þýzkur mað-
ur hæði í sömu horg.
Samtiingur sá um vopnahlé, er
fyr getur, stóð skamma stund,
varla tengur en herforingi keisar-
ans í Nankin þurfti með tií þess
að koma sér undan á herskip Jap-
ana. Borgina tóku uppreisnarmenn
eftir stutta umsát, fóru þeir spak-
legar með sigri sínum^ en þeirra
er vandi, létu þó hálshöggva ekki
allfáa .og er svo sagt, að afhöfðað-
ir mannabúkar hafi sézt á hverju
stræti.
Úr bœnum
Síðastliðinn mánuð voru 153
landveitingaleyfi gefin út á land-
skrifstofu sambandsstjórnarinnar
hér í Winnipeg, rúmum fimtíu
færri en í fyrra.
Herra Finnbogi Guðmundsson
frá Akra, N. D., var hér á ferð
nýskeð.
Bræðurnir í stúkunni Heklu
bjóða meðlimum stúkunnar Skuld-
ar á næsta Heklufund föstudags-
kveldið 8. þ. m. Jafnframt óska
þeir að sjá sem allra tflesta með-
limi Heklu mæta þar. Nýir með-
limir verða teknir inn og óskandi
að þeir verði sem flestir. Ágæt
skemtiskrá, og veitíngar ffara
fram það kvöld.
Úr ferð sinni austan frá Ottawa
komu á miðvikudaginn var þeir
Marino Hannesson og Sveinn
Thorvaldsson. Degi síðar komu
þeir að austan B. L. Baldwinson
og Stefán Sigurðsson kaupmaður.
Stefán var einn þeirra fjögra, er
fóru á fund Ottawa-stjómarinnar
í fyrri viku, og eigi hvað sízt
hvatamaður þeirrar ferðar.
Blöðin láta illa yfir því, að
mikið af frostnum kartöflum haíi
verið flutt inn í bæinn nýskirð og
margir glæpst á að kaupa þær.
I ráði er að byggja iþrjá nýja
harnaskóla hér í Winn'peg á næsta
ári. Einn ferður vestur á horni
Ruby og Lenore stræta; hinum
hefir ekki verið fastákveðlinn
staður enn þá; verður annar þó
líklega bygður í Elmwood. en
hinn einhvers staðar vestarlega
milli Notre Dame og Portage
Ave.
Mál nokkurt einkennilegt er i
undirbúningi milli bæjarstjórnar-
innar og nokkurra Ixirgara hér í
bænum út af bæjarbrunninum nr
5. Dómur i því máli sker úr því
hvort bærinn á heimild á að grafa
brunn hvar á þrjátíu mílna svæði
út frá Winnipeg sem honum sýn-
ist, ef vatnið s'kal nota handa bæj-
arbúum.
Hr. Bjarni Jónsson smiður og
Jón sonur hans komu á föstudaginn
vestan úr Foam Lake. Þeir hafa
unnið þar að þreskingu um tíma.
Þeir fengu smíðavinnu jafnskjótt
og þeir komu hingað að vestan.
I vikunni sem leið kom fyrsta
lest eftir Midland járnbrautinni
inn í Winnipeg. Það var flutn-
ingslest' frá Oak Point Junction.
Kostnaður félagsins við bygging
brautarinnar í bænum er talinn
$4000,000; þrír fjórðu hlutar þ°ss
leyfi og landkaup undir hrautina,
en hitt til lagningar hennar og
hygginga.
Hvert heimili þarf á góðum á-
burði að halda. Meiðsli, mar og
gigt læknast hezt af Chamberlains
áhurði fChamberlain’s LinimentJ.
Eæst alstaðar.
Sú breyting hefir gerð vierið á
ferðatímmn lesta C. N. R., aö Oak
Point lestin fer frá. Westside,
sem er á Portage ave. við tak-
mörk borgarinnar, kl. 6.30 á mánu
dcgum, miðvikudögum og föstu-
dögum, að morgni, og kunur tii
Gypsumville kl. 7.40 að kveldi
sömu daga Fer þaðan kl. 5 að
morgni og kemur ti) Westside kl.
6.28 að kveldi þriðjudags, fimtu-
dags og laugardags. Hraðlestin
til Oak Point fer héðan kl. 4 sið-
degis á þriðjudögum, fimtudögum
og laugardögum.
A. C. McRae lögreg’ustjóri hér
í Winnipeg lét af því embætti um
siðast liðna helgi. Hafði hann
gegnt því rúm 30 ár. Við lögreglu
stjóra embættinu hefir Mr. Mac-
phrrson tekifi, sem áður var hátt
settur í lögregluliði bæjarins.
Hinn 30. f. m. komu þau nýgift
frá Wmmpeg til Candahar, lier-
mann Jonsson og Guðrun íóstur-
dottir þeirra Mr. og Alrs. J. G.
'1 horgeirsson i Winmpeg, og sett-
ust að i húsi föður Hermannsi,
tæpa milu vestan við kauptúnið.
Kvoldið eftir fengu ungu hjónin
heimsókn af 45 manns úr nágrenn
inu, sem iagnaði þeim með rausn-
arlegum gjöfum og veitingum;
heillaóskum i bundnu og óbundnu
máii, og söng og dansi, sem stóð
fram eítir nóttinni. Veður og
sieðafæri var hið ákjósanlegasta;
glaða tunglsljós og frost, hægur
sunnan gustur. Og þessi velvild-
ar og kurteisisriki hluttekningar
vottur hepnaðist hið bezta.
Bæjarráðið hefir nú samþykt
mikla lækkun á rafaflsljóstollurn
hér í bænum. Hefir nú verið
samþyktur “þriggja centa” tollur-
inn, og minst fimtíu centa mánað-
ar tollur; þetta er hér um bil sami
tollur, eins og lofað var 1 boðs-
bréfi rafaflsstöðvarinnar fyrir
þremur árum. Þetta munu bæjar-
búum þykja góðar fréttir; það er
sama sem lækkun rafaflsljóstolls-
ins síðasta (7^/2c. tollsinsj um
rúmán heíming og ekki nema
tæpur þriðjungur gamla tollsins
(10 centa tollsinsj. Strætisvagna
félagið hefir orðið að lýsa yíir
þvi, að það lækki sína ljóstolla
jaifnt og bærinn gerir nú. en marg-
ir munu verða til að láta bæinn
njóta viðskiftanna.
Þeir Sigurður Johnson og Páll
Bardal eru nýkomnir úr ,ferð
sinni urn Nýja ísland.
íslenzka íþróttafélagið “Leifur
hepni” hefir efnt til samkomu í
Goodtemplarahúsinu 14. þ.m. Þar
verða sýndar íslenzkar glímur og
fleiri íþróttir. Menn ættu að fjöl-
menna þangað.
Hinn 27. f.m. voru þau Eirikur
Þonbergsson og ungfrú Margrét
Sigurðardóttir gefin saman í hjóna
band. Séra Fr. J. Bergmann gaf
þau saman. Pleimili þeirra er 418
Sherbrooke stræti.
Samkoma djáknanefndar Fyrstu
lút. kirkju verður haldin 12 þ. m.
Skemtiskráin er auglýst á öðrum
stað í blaðinu. Fólk beðið að f jöl-
menna.
Herra Morley, bæjarjulltrúa-
efni í þriðju kjördeild, heldur
fund með kjósendum sínum 6. þ.
m. fmvdj að kveldi í Goodtempl-
ara húsinu. Ræðumenn verða Dr.
Brandson, Árni Anderson o. fl.
Séra H. B. Thorgrimsen hefir
beðið Lögberg að birta eftirfarandi
ályktan sem gerð var á prestfund-
inum, er nýlega var haldin hér í
Winnipeg:—
“Prestafélagið endurtekur með-
mæli sín með hinu fyrirhugaða
skóla-fyrirtæki á Mountain, ogósk-
ar þess, að þar syðra sé stofnað
stjórnarráð, sem annist um fram-
kvæmd málsins; leggi svo ráð það
fyrir næsta kirkjuþing, áætlun um
fyrirtækið,—i þeirri von, að skól-
inn verði sem fyrst byrjaður og
verði beinlínis eða óbeinlinis undir
umsjón kirkjufélagsins.” Séra H
B. Thorgrímsen hefir unnið að
fjársöfnun til þessa fyrirhugaða
skóla, með öldungis frábærri elju
qg áhuga. Kvað hann þegar hafa
fengið loforð um gjafir til hans
svo þúsundir dollara skiftir. Hér
í Winnipcg hafði haxin fengið á
örstuttum tima loforfi fyrir rúm-
um þúsund dollara. Séra Hans er
orðið skólafyrirtæki þctta mjög
svo mikið áhugamál, og væri ósk-
andi, að hann fengi að sjá sem allra
mestan og beztan árangur af því
mikla og óeigingjarna starfi, sem
hann hefir lagt í sölurnar fyrir
það.
Síðústu fréttir af kosningum á
íslandi eru þær, að Björn Jónsson.
fyrv. ráðherra. er kosinn með 235
atkv í Barðarstrandasýslu. Gagn-
sækjandi hans, Gufim. Björnsson
sýslumafiur, fékk 119 atkv. í Aust-
ur-Skaftafellssýslu er Þorleifur
Jónsson á Hólum kosinn með 82
atkv. Móti honum sótti séra Tón
Jónsson á Stafafelli. Hann fékk
68 atkvæði. Þá er ófrétt áfieins
um kosningu Skúla Thóroddsen.
en enginn vafi þykir á afi hann hafi
verifi kosinn mefi mikltim meiri-
| hlut atkvæða.
Silfurbrúðhjónin.
Mr. og Mrs. Th. Paulson.
Frá Leslie, Sask.
2. Nóv. 1911.
Með óglæsilegasta móti eru
fréttir héðan. ÖrðAigleikar bænd-
anna hér um slóðir .eru meiri en
lýst verði í stuttu máli. Striðandi
við þirðing á jarðargróðanum í
sífeldum hriðum og allskonar ó-
tíð í alt haust hafa þeir verið.
Nálega ekkert náðist óskemt og
enn mikið óhirt og liggjandi í
bindum undir snjó eða upp sett
í bólstra, víðast hvar í ótíma.
Það er nú helzta hjálpin, að þetta
er engin öreiga sveit, svo flestir
geta staðist nokkur aðköst, en
stórkostlegur er skaðinn.
En mest heldur nú kjarki í
mönnxim hin óbilandi trú á þessu
svæði. Trú, sem hygð er á reynslu
fyrri ára. Og tíðarfarið þekkja
menn lika, sem qftast má treysta,
þó stundum bregðist.' Og þess;
vegna eru lika allir glaðir 1 bragði
•eins og ekkert hefði í skorist, og
leggja út í hulda framtið hressir
í huga eins og sjái þeir þar bíða
sín velmegun og gæfu.
Heilsufar manna hér um slóðir
er nú ágætt og kemur það sér
betur, því Sigurður læknir Jó-
hannesson varð burtnuminn héð-
an til Wynyard. Samt kemur
hann einu sinni í viku, á miðviku-
dögum. og er því sá dagur hent-
•ugasti dagur vikunnar til veik-
inda. Menn sakna Sigurðar
læknis hér mjög , því hann hefír
komið sér mætavel, bæði sem lækn-
ir og á annan hátt. Og furða
margir sig á þessari ráðabreytni
hans, því kunnugt er það. að nóg
h.efir hann haft að gera, enda
komist vel í efni hér á örfáumi
árum, þrátt fyrir alþekta ósér-
plægnj og veglyndi i viðskiftum.
Það er álit allra. að hér sé hið
bezta tækifæri fyrir lækni að setj-
ast að, sérstaklega íslenzkan.
ITann mvndi fá aðsókn landa
sinna frá nágranna svæðainuTn.
Það er þvi sameiginleg ósk allra
hér, íslendinga og annara, að
það verði islenzkur læknir, sem
næst sest hér að.
Já, eg var að tala um tiðina
eða öllu heldur ótíðina. Sunnu-
dagurinn sá 12. þ. m. var einhver
sá grimmasti, sem komið hefir
síðan vetur 'byrjaði.
En ekki héldu samt allir kvrru
fyrir heima hjá sér h V í bygðinni
þann dag, því að hallandi miðjum
degi (fór fólk að safnast saman á
heimili þeirra Mr. og Mrs. Thom-
as Paulson’s hér i Leslie.
Vön eru þau lijón því, að gesti
beri að garði, en mjög kom þeim
á óvart hve fólki fjölgaði þangað
til húsfylli varð. Voru þá tekin
af þeim öll heimilisráð og þau
leidd til sætis eins og væru þau
gestir. Fyrir siðum sagði séra
Runólfur Fjeldsted og lét syngja
sálminn 589 úr sálmabókinni. Að
því búnu flutti hann ræðu út af
þvi tilefni, að nú voru þau Mr. og
Mrs. Paulson búin að lifa saman
í hjónabandi tuttugu og fimm
ár. Næst.stóð upp sá, sem þetta
ritar, og afhenti silf.urbrúöhjón-
unum borfiáhöld úr hreinu silfri,
dýrgripi hina beztu, með tilhlýði-
legri áletran. Kvað hann það vera
gjöf frá vinum þeirra og vanda-
mönnum þar i bygð. viðstöddum
og fjærstöddum.
Með þessum gjöfum fylgdu yf-
ir $60 í peningum, sem var af-
gangur framlaga fyrir eripi þessa.
I samibandi við þetta talaöi hann
nokkur orð.
Næst stóð upp Sigurður læknir
Jóhannxsson og- flutti snjalla
ræðu um það, hvert fyrirmyndar-
heimili og hjónaband þeirra Paul-
sonshjóna hefði ætífi verið.'
Að þeim ræðum loknum talaði
Mr. Thomas Paulson, þakkandi
gestuni og gefendum heiður þann
og velvild ^em þeir sýndu sér og
konu sinni.
í heimsókn þessari var að eins
einn maður, sem verið hafði viö
brúðkaup þeirra hjóna fyrir 25
árum 8. Nóvemher 1886. Hann
stóð upp með hrúfegumanum ,þá
og hafa þcir báðir staöið' hver
með öðmm í innilegu vináttusam-
handi síðan a1t til þessa dags.
Að ræðum loknum fóm kon-
urnar aðkomnu að láta meira til
sín taka. Báru þær fram hinar
rikule gustu veititigar. Við
söng, hljóðfæraslátt og mikinn
samkvæmisfagnað undu menn sér
| langt fram á kvöld.
Thomas Paulson og Þórunn
kona hans em rik af frændum Og
vinum hér í hygð, og var hluttak-
i an öll hin innilegasta og sam-
; kvæmið hið ánægjulegasta í alla
staði.
W. H. P.
Þann 29. f. m. gifti Dr. Jón
Bjarnason þau Hermann Jónsson
frá Canadahar og Guðrúnu H.
Thorgeirsson i Winnipeg. Hjóna-
vigslan fór fram á heimili foreldra
brúðarinnar 662 Ross Ave. Gjafir
fengu þau ungu hjónin margar og
dýrmætar. Þau lögðu af stað til
Candahar sama kveld. þar sem
heimili þeirra verður framvegis, en |
áður en þau fóru buðu foreldrar
brúðarinnar nokkram nánustu vin-
um og venzlamönnum brúðhjón-
anna til kveldverðar; fóru þar
fram ræður áður staðið var upp
frá borðum og tóku til máls Dr.
Jón Bjamason, séra Haraldur Sig-
mar, Ó. S Thorgeirsson, Baldur;
Olson og Baldur Jónsson. Siðan
skemtu menn sér við söng og sam-
ræður þar til tími var tilkominn
að fylgja brúðhjónunum á jám-
brautarstöfiina.
Læknir borgarinnar, Dr. Doug-
las, er fjærverandi um þessar
mundir, á alsherjar fundi borgar-
lækna, sem nú stendur yfir í
Havana. Dr. Ólafur Björnsson
gegnir embætti hans á meðan.
Lítið þið inn 1 búðina hjá G.
Thomas gullsmið að 674 Sargent
Áve. Þar eru hentugar jólagjafir
hver annari fallegri og vandaðri
Herra Sigurfiur Skard'al frá
Baldur var hér staddur í vikunni.
Þann 17. f. m. voru gefin sam-
an í öldunga kirkjunni á Home
str„ af séra Robertson, þau Sigrifi-
ur Gíslason úr Winnipeg og M.
Goodridge frá Headingly. Mr.
Goodridge er vagnstjóri á strætis-
vögnum hér í bæ, og hafa ungu
hjónin sezt afi á Simcoe str,. 739.