Lögberg - 21.12.1911, Blaðsíða 3
►
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. DESEMBER 1911.
DR. TH. THORDARSON.
DR. J. P. PÁLSSON.
DR. M. B. HALLDÓRSSON.
Dr. Th. Thordarson
ÞórSur læknir er Húnvetningur að
uppruna og er fæddur á Stað í
Hrútafiröi 3. jan. 1867. Þar
bjuggu foreldrar hans, Þóröur Árna-
son og Guörún Grímsdóttir, unz
þau fluttu til Vesturheims og sett-
ust að í Milwaukee, Wisconsin, 1874.
Sveinninn varö eftir heima og er
hann haföi haldiö til, var honum
komið til kenslu hjá nafnkunnum
gáfu-og lærdómsmanni, Þorvaldi
presti Bjarnarsyni á Melstað; þótti
honum, sem var, sveinn sá vera bæði
námfús og skilningsgóöur. Þóröur
gekk í latínuskólann í Reykjavík
1881 og útskrifaöist þaöan 1887.
Frá þeim tíma eru enn til eftir
hann miklar ritgerðir, er hann
samdi í frístundum sínum; hneigö-
ist hugur hans mest til nátúruvís-
inda og var hann óefað langbezt að
sér sinna skólabræðra í þeim fræö-
um.
Sama sumariö sem Þórður útskrif-
aðist af latínuskólanum, fór hann til
Ameríku, og vann fyrir sér með
ýmsu móti. Ekki sleit hann þó
trygö viö lærdóminn, því að 18^1
er hann farinn að stunda nám við
Cornell háskólann í New York ríki;
og næsta ár slikt hið sama. Árið
1893 byrjaði hann nám við lækna-
skóla í Chicago og útskrifaðist þaö-
an vorið 1S97. Næsta ár gekk
hann undir próf í St. Paul, Minn.,
og var einn af þeim fáu, sem stóð-
ust það. Eftir það settist hann að
í bænum Minneota, Minn., í júlí,
1897, og hefur dvalið þar síöan.
Kona Þóröar læknis hét Sigur-
borg Sigurbjarnardóttir, og er hún
látin fyrir nokkrum árum.
Dr. Thordarson er vinsæll af þeim
sem til hans þekkja og í góðum
DR. BENEDJKT EINARSSON.
metum fyrir mannkosti og lækningar.
Hann er maður prýöilega ritfær og
gaf út um nokkur ár mánaðar ritið
Vínland, og mun margir hafa séð
eftir því þegar þaö hætti aö koma
út.
DR. JÓH. S. JAKOBSSON
Dr. Jón Stefánsson
er fæddur 9. Agúst 1880 á Sigluvík
á Svalbarðsströnd, við Evjafjörö.
Þar bjuggu þá foreldrar hans, Stef-
án bóndi Pétursson og kona hans
Guörún Jónsdóttir. Móöur sína
misti hann þegar hann var á þriðja
árinu. Hann fluttist með föður sín-
um til þessa lands árið 1888 og ólst
upp hjá honum í Argyle, þar til
hanu gekk í undirbúningsdeild Wes-
ley-skóla í Winnipeg árið 1903 og
tók undirbúningspróf háskólans árið
eftir. Hann stundaði þar næst nátt-
úru vísindi, reikning, íslenzku og
latínu við háskólann í eitt ár, en fór
eftir það á læknaskóla Manitoba-
fvlkis, og byrjaði þar nám um haust-
ið 1906 og lauk fullnaðarprófi lækna
í vor leið með hárri einkunn. Fékk
hann þegar þá stöðu, sem vanalega
er veitt þeim efnilegustu læknaefn-
um, að verða aðstoðar læknir við
Almenna spítalann í Winnipeg,
Dr. Stefánsson var hinn fyrsti
forseti Stúdentafélagsins íslenzka,
og sat i stjórn þess um 6 ár. Handa
því félagi samdi hann, ásamt Dr.
Jóhannesi Pátlssyni, gamanleikinn
“Hún iðraðist”, sem leikinn var af
stúdentum opinberlega í vetur leið.
Dr. Stefánsson er maður vfirlæt-
islaus, en fylginn sér og drjúgur til
allra hluta. Sem dæmi þess má
nefna, aö hann tók sér heimilisrétt-
arland i Saskatchewan meðan á
náminu stóö, árin 1907—10, og lauk
öllum skyldum á því, áöur en hann
útskrifaöist. Á því sat hann á sumr-
in og kendi á barnaskóla jafnframt.
Kom hann stundum seinna í skólann
á haustin, en allir aörir, þess vegna,
og lagði því harðara að sér, að lesa,
sem timinn var styttri. Það land
mun hann hafa selt um það bil sem
liann útskrifaðist, fyrir 3,000 doll.
Naut hann til þess aðstoðar mágs
sns og systur, Mr. og Mrs. K. Kröy-
er í Winnipeg.
f'Framh. frá 2. bls.J
skólann áriö 1910. Báöar þessar
stöður voru honum boðnar af yfir-
stjórn þeirra stofnana, enda fékk
hann þegar mikla aðsókn sjúklinga,
er skera þurfti til meinsemda og al-
ment álit fvrir hve vel honum hepn-
aöist að framkvæma þá uppskurði;
mun það varla ofntælt, aö nú standi
fáir læknar í borginni jafn framar-
lega og hann í þessari grein.
Dr. Brandson er uppalinn í Banda-
ríkjum, sem fyr gctur, þar sem hver
borgari tekur þátt í þeim málum
sem almenning varöa, og þann sama
sið hefir hann enn. Er þaö enn
eitt mark um mannheill hans, aö
hann hefir aflaö sér vina, en engra
óvina, með hlutdcild sinni i lands-
málum, enda fylgir hann málstað
sínum eins og góðum dreng og
mentuöum manni hæfir, með still-
ingu en engum ofsa, og röksemdum
en engri persónulegri áreitni. Hann
er og vel orði farinn, svo sem
kunnugt er.
j,ni"
iO«AW/N&á °f HOMES TH/VT
LOCAT&Ö «« GOLOtN &4T& PAKIÍi
Dr. 0. STEPHENSEN
er af göfugu kyni kominn, sonur
Stefáns prófasts í Vatnsfirði, Pét-
urssonar prests á Ólafsvöllum, Steph-
ánssonar amtmanns Ólafssonar stift-
amtmanns, og kemur sú ætt meira
við sögu íslands um heila öld, en
nokkur önnur. Móöir Ólafs læknis
var Guðrún dóttir Páls amtmanns
Melsteð og Ragnheiðar dóttur Stef-
áns amtmanns á Möðruvöllum Þór-
arinssonar.
Dr. Stephensen er fæddur i Holti
í Önundarfirði í Isafjaröarsýslu 22.
Des. 1864. Hann fór 15 vetra gam-
all í lærða skólann í Resykjavík ogj
útskrifaöist þaðan eftir 6 ár 1885.
Við læknaskólann í Reykjavík tók j
hann fullnaðarpróf 1890, sigldi sam-
£yumars til Kaupmannahafnar og
stundaði lækningar á spítölum og
fæðingarstofnunum. Hann fór heim
til íslands árið eftir, og var settur
læknir í Þingeyjarsýslu (13. læknis-
héraðij 1892-93. Eftir það fór hann
af landi burt og staðnæmdist í
Winnipeg og hefir stundað hér lækn-
ingar upp frá því. Hann stundaði
frekara nám viö Man. Med. College
veturinn 1894-95, til undirbúnings
prófs, sem hann leysti af hendi um
vorið.
Dr. Stephensen er mikill bókamað-
fara að lýsa öllum þeim þægindum sem þeir verða aðnjótandi er festa ser heimili í GOL-
DEN GATE PARK, mundi ekki vera heppilegt hér, en þó er ekki úr vegi að geta þess.
Að til og frá Golden Gate Park ganga strætis vagnar frá
kl. 6 á mórgnana til kl. 12 á kveldin.
Að Golden Gate Park er nógu fjarri borginni til þess að þeir
sem þar búa eru aidrei truflaðir með hávaða og skrölti
borgarinnar.
Að Golden Gate Park er nógu nœrri fyrir þá er þar búa að
njóta þess munaðar, sem borgar lítið býður manni.
Að Golden Gate Park hefur hið hreina svalandi sveitaloft
laust við alla reykjar og kola sterkju.
Að Golden Gate Park skýlir íbúum sínum á sumrin með
sglhlíf skógar greinanna.
ur, fylgist vel með opinberum mál-
um, bæði þessa lands og annara, og
einkanlega leggur hann rækilega
stund á að fylgjast' vel með framför-
um í sinni fræðigrein, læknisfræð-
inni, og á gott safn helztu nýrra bóka
í þeirri grein. Hann er söngmaður
góður, eða var, meðan hann iðkaði j
þá list, manna glaðastur, snyrtimað-j
ur mikill, og líkur um það sem margt |
annað móðurbróöur sínum, Páli,
sagnaritara Melsteð. Hann er vin-
sæll, lipur og heppinn læknir.
Dr. Stephensen kvæntist 4. Febr.
1896 ungfrú Margréti Stefánsdóttur
Gunnarssonar, og eiga þau hjón sjö
börn, 4 stúlkur og 3 drengi.
Að Golden Gate Park verndar íbúa sína með hinum silfur
klœddu bjarkar bolum sem standa vörð gegn vetrar
nepjunni.
Að Golden Gate Park lóðir eru aðeins seldar til þeirra sem
ávkarða að hafa þœr fyrir sinn framtíðar bústað.
Að í Golden Gate Park verða á næsta sumri allar
nýtízku umbætur.
Að söluskilmálar á húsum í Golden Gate Park eru
aðgengilegir fyrir alla.
Að Golden Gate Park er staður fyrir Islendinga.
Fleiri upplýsingar fást hjá
TH. ODDSON & SONS
M. 2312