Lögberg - 21.12.1911, Side 8

Lögberg - 21.12.1911, Side 8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. DESEMBER 1911. JÓLIN 1911. Statt upp og gakk! Nú Ijóma lífsins jól, og ljósið brýtlr dauðans hlekki kalda. Statt upp og gakk! Þig signir eilíf sól með sigurkransinn hundrað þúsund falda. Statt upp og gakk! og sjá hvar brosir barn, svo bjart að hverfa lífsins skuggamyndir; já, myrkrið flýr og heimsins bráðnar hjarn við helgan eld, sem Ijóssins faðir kyndir. Statt upp og gakk! Nú faðmar friður jörð, því fædd er lífsins mikla sigurhetja, á ljóssins braut að leiða vilta hjörð og lyfta, benda, gleðja, styrkja, livetja. Statt upp og gakk! 0g hlýð á himins mál, svo hreint og djúpt, með eilíft sannleiks gildi, er styrk og djörfung sendir hverri sál að sjá og trevsta drottins náð og mildi. Statt upp og gakk! með sannleikssverð í hönd, að sigra villu, — það er lífsins skóli—, og fvlgdu þeim, sem lýsti heimsins lönd og lagði veg að himins dýrðar stóli. Statt upp og gakk! með vinarbros á vör, að verma sérhvert blóm á lífsins hjarni, og vígðu kærleik andans helga hjör, að hefja maik og lyfta þreyttu barni. Statt upp og gakk! og réttu hlýja hönd þeim halta, blinda, volaða og snauða, með kærleiks-vl á kaldri tímans strönd, er krýnir sigurljósum gröf og dauða. Statt upp og gakk! og lærðu drottins lög. —Nú lýsir öllum heimi friðarsólin,— Og hlýð á eilíf himinstrengja slög frá honum, sem að gaf oss blessuð jólin. M. Markússon. AÍÍ iliíi i! UUU&UUUM&& # a'SfíSSSÍBJBEKB FIÐLARINN. Norsk grafskrift. Hann kleif upp um firnindi í fjallanna skjól Við fossnið og stórveðra-gný Til rokkhljóðs á kveldin, sem heyrðist úr hól, Og huldusöngs klettunum í. Hvert hljóð, sem þar fylgdi’ eftir fótstigum hans 1 fjarlægð við blámöttlað hjarn, Það óf hann með fiðlunni í óðinn síns lands, Þetta öræfa-náttúru-barn. Kr. Stefánsson. VORDAGUR. Hér er hönd mín, vor! Hugur léttir spor Svo sem barn í sólskininu þínu. Opna öll þín hlið Inn á lífs þíns svið, Lát ið unga enn þá búa’ að sínu. Láttu ljóðheim þinn Lykja um anda minn, Ber mér aftur bikar þinna veiga. Láttu ljósblik þitt Lífið yngja mitt — Bittu því í skúr úr skini sveiga. 1-5-10. Kr. Stefánsson. mmmmmmrnmmm # s$ss«siiiist«i8íi Bæn í útlegð. Drottinn! er leiddir oss langt yfir höfin, land gafst oss nýtt meðal framandi þjóða, hér er vort Kfsstarf og hér bíður gröfin, héðan þó biðjum þig, skaparann góða: Tungunni ljóðfimu og landinu heima lát oss ei gleyma, lát oss ei gleyma! Forfeður gafst þú oss frækna og mæra, fest oss í hjörtum að skyldu vér höfum, þunga og heilaga þrek þeirra að læra, þrumandi til vor úr feðranna gröfum: Minna að raupa, minna að dreyma, meira að vinna, ó lát oss ei gleyma! Sé það vort einkenni,’ að meira vér metnm mannsandans göfgun en auðæfasafnið, lát af því, hvar sem um foldu vér fetum, frægjast og vegsamast Islendings-nafnið; dýrasta lærdómnum landsins vors heima lát oss ei gleyma, lát oss ei gleyma! Vernda þú Island í aldanna þrautum, eignist það söguna dýrðlega’ og langa, hreina 0g vitra á heilögum brautum, hvar sem vér dveljum, lát ætíð oss ganga. Guð hinna verðandi og hrynjandi heima, heyr vorar bænir, ó lát oss ei gleyma! Sigfús Blöndal. t t + f 4- t -f t f Royal Crown Sápu seðlar og umbúðir Eru verðmætir; haldið þeim saman og fáið verðlaun fyrir þær ----- BYRJAÐU STRAX AÐ HALDA ÞEIM SAMAN----- THE SENTRY lGH L 2407 THE SENTRY L 2407 Erma hnappar. Þeinr eru með þykkri gullskel, vel smíðaðir, með ýmsri lögun og misjafrlega stórir, surair settir gimsteinum, sumir sléttir, sumir smeltir. Allir endigar góðir. Parið fyrir ioo umbúðir Ef yður vantar borðhnífa fyrir umbúðir yðar, þá höfum vér þá. Hagaþorn silfur borðhnífar eru góðin og fást 6 þeim fyrir 300 Royal Crown Sápu nm- buðir. Saraa hnífatala, af sömu gæðun, aðeins minni— dessert stærð—fyrir 275 Koyal Crown Sápu umbúðir. Vér höfum sömuleiðis afar miklar birgðir af borð- og dessert hnífum með stálblöðum og celluloid sköptum. Þeir eru með sama verði og silfur hnífarnir. Burðargjald 2.5c. OXFORD SMJÖR KNÍFUR OG SYKUR SKEIÐ f satin fóðruð- um stokk—mjög falleg og notaleg gjöf, fyrir 225 Roval Crown Sápu umbúðirA Oxferd þriggja m u n a barna hnífapar og skeið í satin fóðruðum stokk. Af- bragðs gott í þeim. Fást fyrir 225 Royal Crown Sápn umbúðir. KÖKUDISKUR, No. 60. Með gull borðum. Ljómandi fallegur gripur, fyair 350 Royal Crown Sápu umbúðir. Burðargjald 25C SKEIÐ Og: HNÍFAPÖR handa börnum, kennt við Raymond : vel vandaður gripur; fást fyrir 100 RoyalCrown Sápu umbúðir. Vér höfum svo hundruðum skiptir af öðrum silfur munum, sem hér eru ótaldir. Sendið eftir ytarlegri verðlauna skrá The Royal Crown Soaps, Ltd. Premium Dept. WINNIPEG, Man. Hinn fyrsti steinlagði þjóðvegur út úr Winnipeg Það er nú fastráðið, að steinleggja Pembina Highway alla leið frá borginni til hins nýja Agricultural College. Strætisvagnabraut verður einnig lögð þangað og sömu- leiðis að öllum líkindum aðalræsi. Þessar umbætur þykja nauðsynlegar, vegna þess, hve þetta svæði er orðið álitlegt til frambúðar, síðan stjórnin lét reisa skólann við Pembina Highway. Þessar umbætur hafa þegar haft áhrif á fasteigna- verð á þessu svæði, og þeir, sem kunna að verja sé sínu hyggilega, eru að kaupa upp allar eignir þar, sem fáan- legar eru, með því að þeir vænta skjótrar og mikillar verðhækkunar með vorinu. Vér höfum á síðasta misseri selt meir en 300 lóðir á þessum slóðum og meðal þeirra, sem keypt hafa af oss, eru sumir fasteigna kaupmenn í Winnipeg, hinir kunn- ugustu og forsjálustu. Oss er á hendur falið, að selja það sem félagið á eftir óselt fyrir það verð, sem lóðirnar kostuðu uppruna- lega; f jórði partur út í hönd; eftirstöðvar borgist á þrem árum með jöfnum afborgunum. Borgun má einnig haga þannig, að greiða 15 dollara strax og síðan 5 dollara á mánuði. Næsta nýársdag (1. Janúar 1912) verður verðið á þeim lóðum, sem þá eru óseldar, fært upp um 50 dollara á hverri lóð. Þetta er því síðasta færi til að ná í lóðir á þessu svæði, fyrir lægsta uppruna verð. öllum lóðum verður úthlutað í þeirri röð, sem pant- anirnar koma. SKÚLI HANSS0N & C0. 47 Aikin’s Block WINNIPEG Talsímar Garry 340 og 341 THORSTEINN JOHNSON er fæddur á Vatnsenda í Þingeyjarsýslu 1875. Fluttist til Vestur- heims meö foreldrum sínum 1883. Snemma bar á því að hann var hneigöur fyrir sönglist og þegar hann var á unga aldri byrjaöi hann aö læra á fíólín, mestmegnis af sjálfum sér; átti hann þá heima á íslandi. Fyrir tólf árum fluttist hann til Winnipeg og hefir altaf síöan notiö kenslu í fíólínspili hjá þeim hæfustu kennurum, sem hér hafa veriö fáanlegir. Fyrir sex árum byrjaöi hann aö kenna og er óhætt aö fullyröa að honum er þaö aö þakka að sú list er eins langt áveg komin hjá Islendingum hér og hún er nú. Hann hefir altaf haft mikið að gera. enda er hanndugnaöar maöur mikill og stakur reglumaður. Jólagleði vina yðar getið þér auk- ið að mun, með því að gefa þeim einhverjar laglegar jólagjafir.— Munir úr silfri eða gulli 1--- eru flestum þóknanleg- , astar. En “ekki er allt gull, sem glóir, og oft or fólk svikið á þeirri vöru. Þess- vegna er hyggilegt að kaupa slíkar jólagjafir hjá áreiðan- legum mönnum, ^ Þeim, sem mig þekkja, munu ekki finn ast ég segja of mikið, þó ég haldi því fram, að hvergi í "Wionipeg borg geti menn fundið áreiðanlegri verzlun en mína. — Allskonar Gull- og Silfurvarningur á boðstól- um, svo sem úr, klukkur, armbönd, ‘lookets,’ úrfestar, prjónar, lindispennar, demantshring- ar, borðbúnaður, kristals-kér, o. fl. o. fi. Th. Johnson j Jeweler, jj 286 Main St. T/\LSIMI, K|ain 6606. II ‘‘New Idea” Furnace Eru notuð bæði ___fyrir kol og við, og eru furðulega ódýr í samanburði við þægindi þeirra og gæði. Brennir litlu, hitar jafnt og vel og endist von úr viti. Spar- ar yður margan dollarinn á vetri hverjum. Eg hefi Furnace þessi til sölu og set þau í hús yðar vel og vandlega fyrir sanngjarnt verð. G. Cioodman Xi 1 ■ srqittl Toronto Street, nálægt horninu á Notre Dame Ave.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.