Lögberg - 04.01.1912, Page 1
&
Co.
Grain Commission Merchants
-- 201 GRAIN EXCHANGE BUILDING —-
Members Winnipeg Grain Exchange, Winnipeg
I
ISLENZKIR KORNYRKJUMENN
Sendið hveiti yðar til Fort William
eÖa Port Arthur, og tilkynnið
Alex Johnson & Co.
201 GkAiN EXCHANÖE. WINNIPEG.
Fy r sta og e i na íslenzka kornfélag í Canada.
• 25 ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 4. JANÚAR 1912
NÚMER 1
STYRJÖLD Á PERSLANDI.
Rússar sigra alla mótstöðu. Bretar senda her.
Fyrir hálfum mánuSi tókust vig
met5 Persum og Rús:sum 1 borginni
Tabriz í norSur Perslandi. Hinir
síSarnefndu hrukku út af borg-
inni, söfnuðu liði og settust um
borgina og tóku hana eftir io daga
umsát. Allmargir féllu af hvor-
um tveggja í þeim vopna viðskift-
um, en allar sögur um niðingsverk
af Rússa hálfu á konum og börn-
um, eru til baka bornar. Lætur
Persa stjórn síðan alt á Rússa
valdi.
Hleypiflokkur Persa réðist á einn
konsúl Breta í suður Perslandi, er
ferðaðist borga milli með varðliði
hermanna af Indlandi, særðu og
drápu nokkra, en konsúllinn komst
undan við illan leik og nokkuð sár.
Brá stjórn Indlands þegar við og
sendi herskip til næsta hafnarstað-
ar og skaut herlÍ5i á land, en utan-
ríkis ráðherra þeirra Persanna
gekk á fund brezka sendiherrans
og beiddist afsökunar sem bezt
hann mátti
Er síðan, sem þegar mátti fyrir
sjá í upphafi, alt á valdi þessara
tveggja stórþjóða, Rússa og
Breta, um hvað eina, sem þær vilja
vera láta í Perslandi. Svo er sagt,
að belgiskur inaður verði ráðinn
til eftirmanns Mr. Suhusters, sem
nú er á leið kominn af landi burt
og aldrei mun eiga afturkvæmt til
Perslands.
Stjórn innanlands er vitanlega
mjög ábótavant, óeirðir og upp-
hlaup víða um land, skattar gjald-
ast nær engir og flokkadrættir
mjög miklir Hinn afsetti Shah,
Mohammed Ali, reikar um landið
sem flóttamaður, og reynir að1 fá
vini sína til fylgis við sig. Forlög
landsins virðast hin sómu sem Pól-
lands fyrrum: Það tapar sjálf-
stæði sínu og kemst undir útlend
yfirráð af óhöndugri stjórn, sundr-
ungu og flokkadráttum.
SAMA ÞÓFIÐ I KÍNA.
Afskifti útlendr?. þjóða. Lýðveldis forseti tek
inn við stjórn.
Svo er að sjá, sem bvorki geri
að reka né ganga í Kínaveldi.
Samningar eru engir á komnir, og
virðast engu nær en í upphafi.
Uppreisnannenn hafa enn á ný til-
nefnt helztu forsprakka sina í
stjórn og boðið Yuan Sln Kai
forseta tign í lýðveldinu. Svo er
sagt, að hann sé vant við kominn.
Hirðarinnar höfðingjar gera ekki
meira en trúa houUm, þykir hann
hallast að málstað uppreisnar-
manna, og neytir liann nú varla
svefns né matar fyrir áhyggjum.
Sú er hin síðasta aðgerð hans, að
krefjast af gæðingum keisarans og
frændliði, að þeir leggi auðæfi sín
til að launa herliði keisarans, og
hóti því, að ganga frá málunum, ef
því verði ekki fraingegnt. Keis-
ari er sagður flúinn ásamt móður
sinni norður í land, en uppreisnar-
menn bera það á stjórn Japana,
að hún liafi hönd í bagga með
keisara ættinni og sporni við sátt-
um. Hóta þeir að hefja ófriðinn
þegar, ef ekki er gengið1 að kröf-
um þeirra. Yuan virðist draga
úrskurð málanna á langinn og er
sagt, að þann frest noti hann tíl
herbúnaðar, eftir þvi.sem honum
er fært fyrir féleysi, «ieð því að
stórþjóðirnar þora ekfií að lána
keisara stjóminni fé, fyr en útséð
er um, að hún sigri. Bæði Bretum
og Japönum mundi það kærast; ef
lýðveldi væri í Kina með þjóðar-
metnaði og framförum, sem ann-
arsstaðar tíðkast, þá mundi Jap-
önum þykja keisarastjórnin í sínu
landi standa geigur af þvi. Frá
Kina er skamt til Indlands 0“g
mundi lýðveldishugmyndinni ryðj-
ar þar skjótt rúm, svo að hættu-
legt yrði jafnvel fyrir yfirráð
Englendinga. Þ ví munu stjórnir
þessara bandalags þjóða styðja
málstað keisarastjórnar í Kína
eins ötullega og þær sjá sér fært.
Á nýársdag tók Dr. Sun Yat
Sen við völdum sem forseti í þjóð-
veldinti Kína, og var það hans
fyrsta verk, að aftaka hið forna
tímatal Kínverja og taka upp Ev-
rópumanna timatal.— Ekkjudrotn
ingin hefir gefið 2 miljónir dioll-
ara til herkostnaðar og er búizt
við, að höfðingjar fari að hennar
dæmi. Sáttir virðast seinlegri en
nokkru sinni áður.
Frakkar í Canada.
Einn af heldri ntönnum meðal
franskra manna í Canada, Senator
Legris, hefir haldið hirtingar og
hvatningar ræðu til landa sinna, á
þá leið, að þeim sé mál til komið.
að hætta að grobba af sjálfum sér
og sínu þjóðerni, umbreyta upp-
eldismáta hinnar kaþólsku kirkju,
og búa hina uppvaxandi kynslóð
til hluttöku í viðskifta og öýðrum
málum, þarsem landsins synir
keppa hver við annan. í því efni j
séu þeir langt á eftir ensku mæl-
andi mönnum. Hann bendir til
þess, að á meðal þeirra þróttugu
manna, er bygðu C.P.R. með viti
sinu og forsjá, hafi enginn fransk-
ur verið, og að járnbrautir, bank-
ar og stórverzlanir landsins séu
allar í enskra rnanna höndtvm.
Franskir séu verkamenn en enskir
menn húsbændur nálega á öllum
starfsviðum.
Á þingi sé hið sama efst á
baugi. Frakkar séu þar tölumenn
góðir, og öllu snjallari en aðrir, en
þegar stórmálin séu til meðferðar,
verði ekkert úr þeim. Þeir hafi
engan hug á né vit á stórum
starfsmálum, með því að mentun
þeirra og hugsunar háttur stefni í
allt aðra átt. Þeir séu áð þessu
leyti eftirbátar annara þjóðflokka
í Canada og eigi torsótta leið fyr-
ir höndum, að vinna það upp sem
þeir hafa dregist aftur úr.
Þetta er af öllum álitið vera
árás á uppeldis tilhögun katólsku
kirkjunnar, og hefur vakið mikiði
umtal og eftirtekt.
Tóbak og heilsoleysi.
Um þaö efni er þráttað í tveim
fræðiritum nýlega, og segir þar, að
tóbaks brúkun sé áreiðanlega
skaðleg fyrir unglinga og alls ekki
hættulans fyrir fullorðna. Segir
svo, að Edward konungur VII.
hafi dáið af hjartabilan, er of-
miklar reykingar hafi valdið og
Mark Twain sömuleiðis. Reyk-
ingar valda sjónleysi, krabbameini
í vöruni og kverkum, sjúkdómum
I í æðum og einkanlega nýrum og
hjarta. Flestir af þeim sem er
bannað að komast í her eða flota
í Ameríku hafa svo-kallað “tó-
bakslijarta,” og þykir sá sjúkleiki
ágerast. íþróttamenn, sem vilja
herða Hkama sinn sem rnest,
forðast að brúka tóbak, einsog al-
kunnugt er.
Nikotine, tóbaskeitrið, er mjög
sterkt, og er sagt að ekki þurfi
nenta einn tíunda part grams af
því til þess að bana geit eða kind.
Sumar plöntur þola illa tóbak og
mörg smákvikindi eins, sem sjá
má af því, að tóbaks eitur er brúk-
að i baðlyf á skepnur. En sú
allra skæðasta verkun tóbaksins er
sú talin, að það dregur úr mót-
stöðuafli líkamans gegn gerlum,
og einkum berklasóttkveikjum.
Telja höfundar fram sannanir fyr-
ir því, að reykingamenn séu helm-
ingi næmari fyrir berklaveiki held-
ur en hinir, sem neita sér um þá
ánægju, sem tóbaks brúkunin
) veitir.
LÖGBERG ÓSKAR
lesendum sínum
* v
GLEÐILEGS NYARS
og þakkar fyrir gamla árið
X
+
i
I
X
+
-f
4«
-f
4«
-f
-f
4<
■f
-f
*
-f
♦
-f
*
■f
X
X
X
X
4>
Tripolis.
Mannfall. Fáheyrð hrySjuverk.
Frakkar taka sína sneið.
ítölum sæ^ít seint inn á land í
Tripolis, skjóta þó flokkuin 15 til
20 milur inn á sandana og búast
um þar sem helzt eru vígi. Tyrkir
og Arabar gera harðar atlögur að
þeim, £n verða jafnan frá að
hverfa; fellur lið af hvorum
tveggja í þeint skænun. Þeir ít-
alskir hermenn, sem komast lif-
andi í hendur Aröbum, eru píndir
hroðalega, krossfestir, limlestir,
grafnir lifandi og kvaldir með1 öllu
móti. Spítali með særðum mönn-
um komst á vald þeirra, og gengu
þeir þar af hverju mannsbarni
dauðu, læknum og hjúkrunarkon-
um og særðum mönnum.
Aðrar þjóðir, einkum Þjóðverj-
ar, reyna að telja Tyrkjum trú um
að mótstaða þeirra sér til einskis,
og sé þeim hollast að láta af
hendi með góðu, sem visulega
veröi af þeirn tekið að lokun-
um, en þvi taka þeir fjarri.
Þó er ástand ekki glæsilegt þar í
landi; óeirðir miklar í Makedoníu
og skuldakröggur gamlar og nýj-
ar. ítalir hafa varið 90 miljón
dollurum til ófriðarins fram að
árslokum, og verður þeim miklu
dýrari sóknin, heldur en Tyrkjum
vörnin. Stjórn Frakka hefir sleg-
ið eign sinni á allvænan og frjó-
saman blett suður af Tripolis, er
Djanet nefnist. Síðustu fréttir
hemra, að Tyrkir hafi tekið eitt
vígi Itala og hafi þar orðið
mannfall mikið af ítölum.
Sendiherra Breta í Miklagarði
hefir hótað' Tyrkjastjórn, að stór-
veldin muni skerast 1 leikinn, ef
ekki linni óspektum og manndráp-
um í Makedoníu. Hinir kristnu í-
búar landsins hafa samtök og und-
irbúning, að gera upreisn, ef
Tyrkir senda rnikinn her úr landi,
til Tripolis eða Perslapds, og eru
miklar viðsjár og vígaferli víða
um landið. Stjórn Búlgaríu er
talin róa undir, og vera Tyrkjum
óþarfur nágranni.
Sir Wilfrid talar.
Næsta mánttdag er búíst við, að
Sir Wilfrid Laurier haldi ræðu í
Montreal, á ..tundi sem ungir lib-
eralar hjóða honum til. Það verð-
ur í fyrsta sinn, sem hann heldur
opinberlega ræðu utan þings, síðan
hann lét af stjórn, og er búist við
að hann muni flytja eftirtektaverð-
ar tillögur um hverja stefnu liber-
al fiokkurinn skuli taka í framtíð-
inni, helzt í verzlttnar og varnar-
■rnálum.
Verkfall í bómullar-
verksmiðjum á Eng-
landi.
í Lancashire á Englandi eru
stærri og fleiri *?fsna og vefnaöar
verkstæði, en á nokkrum öðrum
stað í heimi. Þar hafa verkamenn
traust samtök til þess að halda
upp sínum málstað, og svo sterkan
félagsskap, að þeir hafa ekki liðið
neinum að vinna með sér, nema
félagsbræðrum. Nýlega neitaði
tvent, karlmaður og kvenmaður,
er unnu í einu verkstæðinu, að
ganga í félag með öðru verkafólki,
en húsbændur neituðu að reka þau
úr vinnu af þeirri ástæðu. Þá
gekk hitt fólkið í þeirri vefnáðar-
stöð úr vinnu og síðan hver hóp-
urinn af öðrum úr öllum bómull-
ar verkstöðum í Manchester og
öðrum stöðvum þar um kring, unz
nú eru 160 þús. manns gengin úr
vinnu. Óeirðir og hryðjuverk hafa
ekki verið þessu verkfalli sam-
fara enn þá, en -allir vona til
stjórnarinnar, að hún skakki leik-
inn og komi sættum á.
Frá Kína.
Svo er sagt, að sendiherra Rússa
i Peking, hafi gengið á fund Kína
stjórnar og krafist þess, að hún
liéldi uppi stjóm og landslögum i
Mongoliu, er sagt hefir sig undan
valdi Kinverja keisara. Hann
fékk það svar, að það gæti stjórn-
in ekki að svo komnu, og má vel
vera, að hann hafi vitáð það ekki
siður en hún, heldur viljað fá op-|
inbera viðurkenning þess. að þessi
partur landsins væri losnáður frá|
aðalrikinu, og hverjum nágrannaj
þvi heimilt að skerast í leikinn þar, |
ef tækifæri og ástæða er til, enj
lönd Rússa i Asíu liggja með framj
Mongolíu.
Þessi Mongolia er tnikið land,
hálf önnur miljón fermílna að
sögn, með 5 til 10 miljónum íbúa,
eftir þvi hvað talið er að tilhéyri
landinu. Það er nyrzti partur
Kínaveldis og búa þar ýmsir þjóð-
flokkar, Kalmúkkar, Tartarar og
Mongólar, sundurleitir að trúar- j
brögðum og tungumálum, en hafa
allir þann sama sið, að flakka um
sléttur landsins með úlfalda og
geita hjörðum og stóði sínu. Urza
heitir stærsti kaupstaðurinn í því
landflæmi.
Flestir Kinverjar, sem stunda
þvotta í þessum bæ, eru frá Mon-
goliu, en ekki reglulegir Kínverj-
ar, en svo nefnast þeir aðallega,
sem eru bomir og bamfæddir fyr-
ir innan múrvegginn mikla, sem
lykur um alt landið.
Fylkisþingið.
Þáð mun eiga að koma saman
snemma í Febrúar, en þingsetn-
ingardagur ótiltekinn enn.
Helzta rrtálið, er til umræðu kem-
ur, er landauki fylkisins; lagafrum
vörp þar að lútandi mun standa
til að leggja fyrir ríkis og fylkis-
þing.
Frumvarp um bygging þinghúss-
ins nýja verður sömuleiðis lagt
fram og heimildar leitað um fé úr
fylkissjóði til að byrja á verkinu.
Nokkur upphæð var veitt i þessu
skyni á síðasta þingi, en hún kom
ekki til útborgunar vegna þess, að
ekki var útkljáð um staðinn, er
húsið skyldi standa á fyr en seint
í haust.
Skýrsla mun eflaust koma fyr-
ir þingið frá nefnd þeirri, er sett
var til þess að rannsaka technical
kenslu i landi voru, ásamt tillög-
um stjórnarinnar um aðgerðir út
af henni, í þá átt að auka iðn-
kenslu i opinberum skólum.
Þá er loks ekki að efa, að tal-
síma meðferð stjórnarinnar verð-
ur tekin til meðferðar og vonandi
rannsóknar, því að margt hefir
Roblin unnið sér til víta, þó að nú
taki átján yfir um afglapa forræði
stjórnarinnar i þessu máli.
Hvaðanæfa.
—Frá Þýzkalandi kemur sú
frótt, að þar hafi þeir fundið upp
á, áð búa til talsíma, þannig lagað-
an, að ganga má með viðtalsáhald-
ið í vasanum, og tala við hvern
sem er innan vissra takmarka,
hvar sem maður er staddur. Mann
hryllir við að húgsa til þess, hvað
það mundi kosta 1 Winnipeg að
brúka soddan talsímaþing.
Úr bænum
Litlar horfur virðast enn á því
aö fylkisstjórnin ætli að hætta.við
að lögleiða fóntaxtann nýja. Pat
erson fónanefndarformaður lætur
birtast í Telegram nýjar áskoranir
3 þ.m. um að alntenningur geri sér
að góðu fónskattinn sem fylkis-
stjórnin er að leggja á fólkið.
Hinn 28. f. m. andaðist hér á al-
menna spítalanum Mrs. Laufey
Júlíana Fotvler, dóttir Júlíusar
Jónassonar smiðs á Elgin ave.,
ung kona á tvítugs aldri, en hafði
átt við mikla vanheilsu að búa áð-
ur hún lézt. Útförin fór fram 30.
f. m. frá heimili foreldra hinnar
látnu, 756 Elgin ave. Séra Frið-
rik J. Bergmann jarðsöng.
T. H. Johnson, M.P.P.
boðar fund.
Llerra T. H. Johnson, þing-
inaður, heldur fund meö kjósend-
um í Vestur-Winnipeg í Good-
templara salnum að kveldi næst-
komandi inánudags, 8 e.h., þar
verður rætt um fónskatt Roblin-
stjórnaiinnar. Lögberg vill
bvtrja íslendinga hér í bæ til að
sækja þennan fund, og kynna sér
þær skýringar þess mikilvæga máls
sem þar verða fram færðar.
Næsti forseti.
Þetta ár fer forseta kosning
fram í Bandaríkjunum, og er þeg-
ar farið að hitna þar í pottinum.
Af hálfu Demókrata er enn óvíst,
liver verða mun i forsetakjöri, og
eru ýmsir til nefndir. Svo er að
sjá, sem Taft hafi ekki getið sér
þær vinsældir, sem búast mátti við
af svo miklum hæfileika manni, er
sjálfur Theodore Roosevelt hafði
kjörið til síns eftirmanns. Láta
>1115 blöð í veöri vraka, sem óvíst
þyki um endurkosning hans, með
því að jafnvel Roosevelt er ihonum
andstreymur orðinn. Mjög mörg-
um er nú forvitni á því, hvort
Roosevelt sjálfur muni ekki gefa
kost á sér til endurkosningar, en
unt það hefir hann ekkert viljað
segja af né á, til þessa. Um það
kemur flestum saman, að hann
muni ekki láta kosninguna afskifta
lausa, og munar þá um hann, hvar
sem hann legst að, því að vin-
sældir hans meðal alniennings eru
enn þá drjúgari en nokkurs annars
manns, sem uppi er á vorum dög-
um.
Bóluveiki í Quebec.
í sjálfri borginni Quebec hafa
læknar fundið 64 bóluveika menn,
og inaiga aöra meöal veikamanna
í skógum og járnbrautarvinnu #íðs
vegar um fylkið. Gangskör er
þegar gerð, til að hefta útbreiðslu
veikinnar. í Ontario eru það lög,
að læknir skuli jfylgja þverjum
“camp”; en 1 Quebec eru engin
lagaboð þar að lútandi, og er því
kent um, að þessi hættulega veiki
er svo mögnuð orðin. Hér vestra
hefir bólunnar orðið vart í haust
og jafnvel í Winnipeg varð ltenn-
ar vart fyrir skemstu i einu húsi
á Dagntar stræti; fanst þar kven-
maður með1 bóluveiki, er þegar var
einangrtið og húsið sótthreinsað.
Taxtinn nýi.
Borgarar í Winnipeg ætla ekki
að láta bjóða sér nýju talsíma-
taxtann af þessum ástæðum:
Hið eina gjald í nýja taxtanum,
fyrir ótakmarkaða brúkun, er tvö-
falt hærra en áður var.
Business-menn fá ekki óskoraða
notkun talsímans.
Heiinila notkun verður fram-
vegis minna en þrjú samtöl á dag.
Business menn fá ekki meir en
fjögur samtöl á dag.
Fyrir hvert samtal fram yfir
þetta, verður að borga 2 cetit á
dag.
Aðferðin vjö að telja þessi auka
samtöl, er álitin óhentug og flókin
og vís að valda tíðum misgripum.
Stjórnin lofaði að færa talsima-
gjöld niður urn helming. þegar
hún keypti talsímakerfið.
Nýju gjöldin eru helmingi hærri
en í nokkurri annarí borg i Can-
ada.
Tilgangurinn rneð nýja taxtan-
um er að fækka daglegum samtöl-
um sem mest, en -hver og einn, sem
fyrir talsíma borgar, vill fá að
nota hann sent oftast.
Hvernig stendur á þvi að fón-
giuld skuli þurfa að vera hærra
í Winnipeg heldur en í Montreal?
Islenzki liberal klúbb-
urinn
heldur fund í kveld fimtudag 4.
Janúar í neðri Goodtemplara
salnum. Aríðandi að allir með-
limir mæti. Embaettismanna
kosning fer fram og ýms mik-
ilvæg mál liggja fyrir fundinum.
Fjalla-Eyvindur,
hið nýjasta leikrit eftir Jóhann
Sigurjónssoti, hlýtur mikið lof.
Nýkomin ísafold segir einn mesta
ritdómara Dana, Julius Ctausen,
bókavörð, minnast þess í einu.
helzta blaði Kaupmannahafnar a
þá leið, sent hér segir. Bókin er
komin út á íslenzku. og fæst von-
andi bráðlega hjá Bardal
Þetta úr ísafold:
“Þessi íslenzki rithöfundur hef-
ir áður samið leikrit á dönsku:
"Dr. Rung”. Þrátt fyrir ýmsa
byrjendagalla var það mótað af
sönnum skáldakrafti, — í Fjalla-
Eyvindi — efnið er tekið úr þjóð-
sögu frá 18. öld — hefir hið síð-
arnefnda vaxið og hið fyrnefnda
þverrað. Leikritið um íslenzka
útilegumanninn, er nær ástum
ekkjunnar Höllu, sem fylgir hon-
um í útlegð um öræfi Islands og
jökla, væri af ýmsum ástæðum —
m.a. vegna þess að leiktjöldin yröu
svo dýr — erfitt viðfangs á leik-
sviði, en það er ipargfaldlega “þess
virði, að menn lesi það, því að það
er auðugt að efni, kraft og skáld-
skap. Sjálf þjóðsagan er ekki
kjarni leikritsins^_ hana hefir
skáldið auðsjáanlega valið að
eins að hyrningarsteini í þess-
um gamla búningi er í raun og
veru falin nútiðarást—ást, sem
reyndar má kalla eilifa á öllum
timum. í þessa lýsingu hefir
skáldið lagt alla krafta sína.
Og hér hefir honum tekist með
afburðum. Leikritið er bygt eins
og hljómslagur ("symfonij í fjórum
köflum. | fyrsta kaflanum er
sagt frá ástinni eins og hún vex
dulin. Þá kemur játningin og
sjálfgleymið — konan leggur alt
í sölurnar fyrir þann sem hún
elskar í þriðja kaflanum skap-
ar ógæfan, sem vofir yfir, volduga
ástríðu og leiðir til glæpaverks.
Loks endar alt inni í snjóþöktum
Öræfnm — rödd ástarinnar verður
veikari og vtikari þangað til hún
þagnar í dauðanum.
Mér vírðist höfundurinn hafa
komist hæst. þar sem hann lýsir,
hvernig ást Höllu vex og vex. Hið
eilífa einkenni kveneðlisins, löng-
un til sjálfsfórnar og takmarka-
lausrar fórnar, þetta sanna kven-
lega einkenni að vera fámælt og
heimta, að alt 9é skilið — þvi er
lýst svo næmt og svo skáldlega,
að þessi annar þáttur leikritsins á
skilið að vera skipað á hekk með
því sem ágætast er í norrænum
skáldskap. í þessum hæðum
hefir þó skáldinu ekki tekist að
standa,- tveir seinustu þættirnir
virðast minna innblásnir.
En hvað sem því líður — þrátt
fyrir stöku veikleika, verðskuldar
þetta leikrit, að allir lesi það,'
sem skáldskap unna. Það er
fullkomlega á borð við æskuverk
Björnsons og Ibsens í norrænum
stíl.
Nýlátin er ung stúlka hér í bæn-
um, Guðfinna Júlíana. dóttir Guð-
mundar Sveinssonar að Riyer
Heights, 14 ára gömul. Jarðarför
hennar fór fram frá útfararstofu
A S Bardals 29. f. m. Séra F. J.
Bergmann jarðsöng hina látnu.
Frá íslandi.
Reykjavík 29. nóv. 1911.
Fiskmjölverksmiöju veröur far-
ið aö starfrækja á Sólbakka víB
Önundarfjörö upp úr nýárinu..
Þaö er þýzkt félag, sem hana rek-
ur, en umboöstnaöur þess hér á
landi veröur hr. Kristján P- Hall-
dórsson kaupm. frá Flateyri.
Efniviöir í hús verksmiðjunnar
koma, meö næstu skipum.
Háseti á botnvörpungnum fóni
Forseta druknaöi á ísafiröi ígær,.
Hann hét Halldór Sigurösson og
var frá Vífilsstööum.
Nýlega giftust í Khöfn jungfi.
Kristín Pétursson (heit. bæjar-
gjaldkera) og þýskur prófessor
Thunwahl aö nafni.
Málflutningsmenn hér í Rvk.
stofnuöu í fyrrakvöld til félags-
skapar með sér til þess aö gæta
hagsmuna þeirrar stéttar og efla
samvinnu sín á milli. Meölimir
um 40.