Lögberg - 24.04.1913, Blaðsíða 2

Lögberg - 24.04.1913, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. APRIL 1913 Dýrtíðin. Hvað er “Dill” mælir? Pró- fessor Norton lýsir honum á þessa leið : “Dill”-mælirinn ætti að vera svo einskoröaöur, aS “Dill” jafn- gildi á vissum tíma í framtíðinni, einum gulldal að kaupgildi. Skrár eru orðnar svo fullkomnar nú á dögum, a5 færustu mönnum er auðvelt, a5 setja slíkar skorður. “Dill”-mælirinn mundi þá á þeim vissa tíma, jafngildi gulldal mót vissu hlutfalli af nauðsynjavörum, og skyldi svo fyrirmælt me5 lög- utn. Þing skyldi setja nefnd til að sjá um að hafa eftirlit með* 1 þeim breytingum er mælikvarða skiptun- um eru samfara og ekki skyldu komast á, til fullnustu, fyr en fimm árum eftir að a\iglýsing þar um yrði út gefin; á hverju af þeim fimm árum skyldi skift um mæli- kvarða á nokkrum hluta varnings, svo sem einum fjórða parti, og að því búnu skyldi lögtaka, að eftir vissan dag skyldi alt vöruverð nef’nt í “Dills”, centum o. s. frv. og öll ’ verkalaun greidd með “Dills”. Með því aö “Dill” jafn- ‘gildir dollar þann daginn sem skift er um, þá verða allir prísar þeir sömu þá, hvort sem nefndir eru í “Dills” eða dollars. Eftir það mundi gull breyta 'verði sinu, mælt við “Dill”, einsog silfurprís- arnir breytast nú á móti gulli. “Nóg ráð eru til þess að koma þessu í kring. Nefnd skal stjórna Dill-mælinum og hafa eftirlit með þeim stöðum, fþarsem reikningar banka eru gerðir upp fclearing housesJ svo og með gripa og mat- væla sölu stöðum í stórum stíl óstock & produce exchangesj. Þarnæst skal stofna allsherjar þanka, er verði eign bankanna og lögskráðra vöruhúsa. Sá banki skyWi hafa einvald til að gefa út seðla, eftir fyrirmælum og ráði “Dill”-nefndar, og Jieim (reglum, er lög ákveða. “Allsherjar bankinn skal gefa út til allra banka og lögskráðra vöruhúsa Dill seðla sem svara io per cent af andvirði þess gulls, silfurs eða annars varnings, sem fyrir hendi kann að vera, en þeir seðlar séu greiddir aftur eftir því sem gull, silfur eða vörubirgðirn- ar minka, en bankinn gefi út seðl- ana á ný, eftir því sem birgðirnar aukast. Til þess að banki eða vöruhús fái lögskráning eða verzl- unar leyfi, skulu útheimtast viss skilvrði, sem Dill-nefnd setur, svo sem það, að skýrslur séu réttar og nákvæmar og hvor annari sam- kvæmar, og tiltaki hve miklar rentur séu teknar, eignir o. s. fr., o. s. fr. Með þessu móti er gjaldeyrir landsins grundvallaður á hvers árs forða og framleiðslu. Þarmeð rnundu komast á fót lögskráð vöruhús með ströngu eftirliti landstjórnarinnar, og við það mundi aftakast mismunur á verði, eftir þvi hvern við er átt, en áf því hafa nú stórfélögin mestan stvrk, þau er lagt hafa undir sig mat- væla og nauðsynja vöru verzlun, rsvo og afsláttur, sent járnbrauta félög veita stórfélögunum. “Loks mundu peningar í veltu aukast og minka eftir þörfum við- skiftanna, bæði. samkvæmt árstíð- um og staðháttum. Peningarnir safnast æfinlega þangað sem vör- ur eru fyrir, áður en þær flytjast. Ef ioo miljón dala viröi af hveiti flyzt af hinum lögskráðu geymslu- húsum vestanlands i Oktcber, þá koma þangað af sjálfu sér io mil- jónir af peningum, til þess að koma uppskerunni á leið til markaðar. meira að segja, þá vex veltufé eftir þvi sem framleiðsla vex inn- anlands.” • "Dill' mundi vera sama sem dollar, ekki gulldollar, sem breytir kaupgildi eftir því sem eftirspurn gulls minkar og vex, álíka og silf- ur, né nokkur annar verðmælir, sem settur er af handahófi, heldur andvirði þess, hverju nafni sem nefnist, er vér þurfunl til að lifa á, svo sem er sykur, mjöl, ket, ull, járn, trjáviður, kol. Með því að Di 11 ’ miðast við allar nauðsynjar, þá mun sá verðmælir standa stöð- ugur og eins miklar nauðsynja- vörur fást fyrir hann að tíu árum liðnum einsog nú. Kaupgjald og sparifé mundi ekki rýrna í kaup- gildi og prísar munjlu haldast stöðugir og hvorki hækka nú lækka. Vér mundum fá fult dollars virði, hvenær sem oss lysti að_ eyða dalnum. Nú sem stendur eru þeir bréf- peningar sem stjórnin gefur út, trygðir með gulli sem liggur í k-óllurum stjórnarhússins; á sama máta mundi hið rétta gildi allra nauðsynja, sem geymdar væru í vöruhúsum og trygðar í bönkum um alt land, vera betri tmdirstaða fyrir gangeyri vorn. Allir hagfræðingar efu á einu máli um það, að enginn einn verð^- mælir sél einhlítur, og sé því ein- sætt, að taka upp mælir, sem mið- ast við marga hluti, og þá vitanlega helzt allar þær helztu nauðsynja vörur, er hver og einn þarf að brúka.” Auðkýfingar heimsins eru oft og tíðum samtaka i því að skara eld að sinni köku, og eitt ráð þeirra til þess er, að þæfa gullkálfinn i há- sæti hans, eftir því sem hag þeirra hentar bezt, og því er óhætt að segja, að frá hækkun og lækkun gullverðsins stafi það að miklu leyti, að hinir riku verða ríkari og hinir snauðu snauðari. Þetta er sannað og á allra vitorði, sem lagt hafa fvrir sig að fræða , sig um málið. Það verður fyr eða síðar, að vér eignumst þann verðmælir, sem er í alla staði viðunandi, því að vér getum búið hann til sjálfir eftir því sem oss hentar bezt. Ef vér hugsum ekki um að gera hann við okkar hæfi, þá eru aörir vissir með að sníða hann eftir sinum hagsmunum, og þeim mundum vér sízt eiga að trúa fyrir velferð vorri og heill. Sá dagur mun koma, að oss lærist að sérgæzka auðkýfinga er ekki traust undir- staða fyrir velferð vorri. Hið eina rétta er það, að treysta á okkur sjálfa, en ekki aðra. En vér verð- um að gera oss liæfa til að hugsa fyrir oss sjálfum, með því fyrst og fremst að ná þeirri þekkingu, sem til þess útheimtist, og í öðru lagi að beita henni réttilega til þess að ráða fram úr þeim vandræða- málum, sem eru þyngst á metun- um fyrir oss. Alt sem óróar hafið, stórfljót, svelgir, fellibyljir, og stórir straum- ar og stormar, geta ekki hækkað sjávarflöt allrar jarðarinnar um einn þumlunjf. Ekkert getur þokað neinu þar um nema meiri lögur utan að frá, og hann kemur ekki í bráð, svo menn viti. Með sama hætti er verðhæð allra hluta enganveginn komin undir ýmsum þeim hlutum, er virðast ráða miklu jiar um. Orsökin liggur. dýpra en margur hyggur, og mun vikið að því seinna. — Vér erum allir í sama bát, er hossast á vindbárum, hæfir oss,\að vera allir samtaka um áralagið, til þess að ná í höfn. En jafnframt skulum vér gæta varlega að því, hver við stýrið situr, vegna þess að annars getur svo farið að vér vinnum fyr- ,r g.vg- -------------- • Þessi ritgerð birtist nýlega í tímaritinu Farmer’s Advocate, og er oss send af hinum víðlesna vini vorum, herra Tómasi Björnssyni Gevsir P. O. Man., og fyrir hans tilmæli þýdd og tekin í blaðið. Nýmælið um nýjan grundvöll gjaldeyris hefir verið rætt allmikið af merkum blöðum hér í álfu, sið- astliðið ár, en mun eiga nokkuð langt í land, vegna þess ekki sízt, að hér er að ræða um breytingu á margra alda venju, ^er öllum auð- ugum mönnum er sárt um, en þeir auðugu ráða löngum mestu í heim- inum. \rér trúum ekki öðrti, en greindum lesendum þyki greinin athuga verð, og samþykkist því, að gtill sé enganveginn sjálfsagð- ur grundvöllur gjaldeyris, þó hent- ugast hafi verið þar til, að undan- förnu. Blað vort mun hafa at- huga á því sem fram vindur í f.essu nierkilega hagsmuna efni al- mennings og segja lesendum sínum til þess. — Rétt sem stemTúr virðist það vera álit hinna fróðustu manna i Banda- ríkjum. að þar sé öllu bráðari þörf á því að breyta fyrirkomulagi bankanna, heldur en að skifta um gjaldevri. —Ritstj. , Næstu harðindin. Eftir Guðm. Björnsson landlœknir. ~ Hallæri og drepsóttir. í píslarsögu þjóðarinnar geng- ur ekki á öðru en þessu tvennu, hallæri og drepsóttum, drepsóttum og hallæri, stundum Óðru í einu, oft hvorutveggja í senn. Stóraból- an 1707 drap 18000 manns. í hallærinu 1779—85 dóu til samans IO>354 fleiri en fæddust. Mest- alla 19. öldina veittu farsóttirnar þjóðinni þungar búsifjar:, kvef- pest, taugaveiki, barnaveiki, kig- hósti, mislingar og skarlatsótt. Ellefu sinnum á öldinni komu þær j manndauðanum upp yfir 40 af í þúsundi á ári, síðast mislingaárið 1882. Undanfarna áratugi höfum við enn sem fyr átt við alla þessa óvini að stríða, en nú höfum við , yfirtökin; síðan 1890 hefir mann- dauðinn aldrei komist upp úr 25 af þús.; á þessari öld hefir hann aldrei komist upp í 20 af þús. x) i) 1901—xo var meðaltalið 16,1 af þús.; 1910 var dauðratal- an 15,3 af þús. Á 19. öldinni í heild sinni var dauðratalan 27,1 af þús., að meðaltali á árinu. Manndauðinn minkar stöðugt. Fólkinu getur nú fjölgað í friði fyrir drepsóttunum — ef það sveltur ekki. Eg get fært skynsamlegari likur fyrir því. bjóðinni cr ekki framar nein stórhœtta búin af drepsóttum — ef hún sveltur ekki. Arið 2000 munu 250 þúsund Is- lendingar lifa á landi hér — cf þjóðin svcltur ckki. Við erum nú við því búnir að taka á móti farsóttunum og halda þeim í skefjum. En hvernig fer ef ísinn kemur, eða eldgos og þar ,með öskufall yfirMand alt, og grasbrestur ár eftir ár, mörg ár í röð? Eigum við að bíða eftir næstu isvetrunum og næsta öskufallinu svona alveg óviðbúnir, rétt eins og á 'fyrri tíð, og láta búpeninginn horfalla, þegar harðindin koma, og deyja síðan sjálfir úr blóðsótt og kreppusótt fskyrbjúgj, gömlu hungursóttunum, eða fara að Iifa á sníkjum? A það að verðaI endirinn á öll- um okkar sjálfstœðisþótta, að við förum að sníkja hjá öðrum þjóð- um ofan í okkur að eta, ncest, þeg- ar harðnar í ári? Landsjóðurinn cr tómur, alt hans fé í útlánum. Bankarnir fara óð- ar á hausinn, ef menn hætta að geta staðið í skilum við þá. Jafn- framt verður þá lánstraust lands- ins að engu. Og alt þetta eigum við í vændum, ef við lifum svona gálauslega, látum reka á reiðanum þangað til illu árin koma, höfum engan viðbúnað til tryggingar gegn hallæri, horfelli og hungur- dauða. Allar þjóðir hervæða sig gegn óvinum sinum og verja til þess stórfé og telja lífsnauðsyn; al- heimsfriðurinn á víst langt í land. ísinn og askan eru nú okkar voðalegustu óvinir; en við erum aumingjar og getum ekki neitt, höfum engan nýtilegan viðbúnað til að mæta þeim á vigvellinum. Og þó eru þessir óvinir okkar alls ekki ósigrandi. Okkur er inn- an handar^ að sjá vfð þeim, með ráðdeild og fyrirhyggju. Landið er gott og blessað, ef við bara kynnnm að nota það rétt, héfðum vit á, að láta vcltiárin vinna fyrir vondu ártinum. Og þetta hefir eiginlega öllum verið ljóst siðan á 18. öld; en samt er ekkert gert, sama fyrirhyggju- leysið, kynslóð eftir kynslóð, mann fram af manni. Hvað á þetta lengi að ganga? Hvemig fer næst, þegar ís kem- ur, eða öskufall? VI. Hcstabam. Flóki Vilgerðarson hafði vetr- arsetu á Barðaströnd (um 865). Þeir félagar “gáðu eigi at fá heyj- anna, ok dó alt kvikfé þeirra um veturinn”. Um vorið gekk Flóki upp á fjall og sá i norðurátt fjörð fullan af hafísum. “Þvi kölluðu þeir landit Island, sem þat hefir siðan heitit”. ('Landnámab., Rv. 1891, bls. 29J. Öld eftir öld hafa íslendingar séð firði fulla af hafísum og altaf hefir kvikfé þeirra dáið í hörðum vetrum, því að þeir hafa aldrei látið sér segjast; þeim hefir ávalt farið eins og Flóka; þeir hafa ekki gáð að fá heyjanna, og ekki mun- að það spaWmæli, að “hollur er haustskurður”. Sumarið 1909 var ágætis gras- sumar og heyskapur mikill, víða í langmesta lagi. Veturinn 1909— 1910 var ofurlítið ’ strangari, en menn höfðu átt að venjast að und- anförnu, og þó ekkert á við þá vetra, sem harðir mega heita. Engu að síður urðu bændur víða heylausir og feldu sumstaðar úr hor. Einn nafnkunnur merkis- bóndi hefir sagt mér, að í sveit, sein hann hafði nána gát á þann vetur, hafi bændur felt svo margt fé úr hor, að tjónið hafi numið 10 þúsund krónum. Og þetta var þó ekki stór sveit (21 býlij. og ekki útkjálkasveit. Hvernig ætli færi, ef við fengj- um nú önnur eins harðindi og þau, sem gengu í lok 17. aldar (\>. Th.: Lýs. ísl., I., bls. 56 og II., bls. 383—4) ; þá hófst harðindaskorpa árið 1688 og hélst út öldina. 1692 1J var frostavetur svo mikill, að alla flóa og firði lagði langt út frá landi. 1694 voru hafísar við Norðttr- og Austurland og alla leið að Evrarbakka og Vestmannaeyj- um; lá ísinn fram yfir alþing. 1695 var vetur “harður um alt land, með snjóum og norðanstorm- um, ísalögum. hörkum og frostum”; hafís kom snemma að Norður- ) Þegar eitt ártal er nefnt og vetur að ræða, er jafnan eftir nalli veni 1 ?tt við þann vetur, 1 byrjaði árið áður; “Veturinn »2” er, sem við nú mundum ja: “veturinn 1691—92”. landi og lá fram um þing; um sumarmál var hafísinn kominn vestur með landinu að sunnan alla leið að Þorlákshöfn og 14. April 1695 rak hann fyrir Reykja- nes inn á Faxaflóa; rak hafísinn þar inn á hverja vík og mátti ganga á isnum af Akranesi i Hólmakaupstað ('Rvík) • lá hann í flóanum rúmlega fram í vertíðar- lok. Að vestan komst ísinn fyrir Látrabjarg, en Norðanlands mátti riða og renna fyrir hvern fjörð um Vorkrossmessu. 2) Sumarið eftir var grasbrestur mikill, haust- ið hretviðrasamt. Og ofan á alt þetta kom aftur harður vetur, 1696. Það var “Hestabani”; þá féll búpeningur um land alt; “á mörgum bæjum stóð hvorki eftir hross né sauður”; “útigangshest- ar átu staila og stoðir, sem þeir náðu til, hús og staura, hár og tögl hver af öðrum, líka hár og eyru af þeim sem dauðir voru”. Næsta ár var enn harður vetur. Veturinn 1698 var afbragðsgóður, en veturinn 1699 afskaplega harð- ur, “með miklum frostum og jarð- bönnum”; þá “sá eigi auðan sjó af Skaga á Akranesi” fyrir lagnarís; “þá var riðið frá Garði yfir Stakksfjörð inn á Vatnsleysu- strönd; við sjófnn láu álftir og sjófuglar í hrönnum, frosnir til bana”. Fólkið féll líka í hrönnum úr hor á‘ þeim árum. Það er óðs manns æöi að imynda sér, að önnur eins harð- indaskorpa og þessi geti aldrei komið framar. Hún getur vel komrð; það getur orðið á þessari öld — þegar minst vonum varir. Hvernig fer þá fyrir ókkur? Og ekki er þetta eina hættan. Iiins vegar er eitrið og öskufallíð úr eldfjöllunum.3J Sannarlega eigum við enga tryggingu í nein- um gömílum sáttmála fyrir því, að Skaftáreldarnir blossi ekki upp aft- ur. En þar er þó sá mikli munur, að eldgos með skaðvænu öskufalli koma miklu sjaldnar en ísinn og banna ekki skipagongur kringum landið. Hafísinn hefir unnið þjóðinni miklu meira mein, en eldgos og jarðskjálftar. “Engin náttúrufyrirbrigði hafa haft jafnmikil áhrif á árferði Is- lands eins og hafísinn’’ segir Þ. Th.; isinn kemur “eins og þjófur á nóttu, nærri alveg reglulaust; því verða Islendingar jafnan að verða við honum búnir; ill árferði geta dunið yfir hvenœrf sem vera skal. Ekki hafa menn neina hugmynd um orsakir ísára, en þau koma oft í hópum, hvert, á eftir öðru”( Þ. Th.: Lýs. fsl. II., bls. 390—91J. Og það er segin saga, að þau hörðu ár vérða strax að voða, sem koma eftir langa góðæriskafla; þá er andvaraleysið komið á hæsta stig og óforsjálnin — eins og núna. Víðs vegar um land hef eg orðið var við þá heimsku og háskalegu trú, að hafis og harðindi þurfi ekki framar aö óttast; loftslagíð muni hafa tekið varanlegri breytingu, Golfstraumurinn muni hafa magn- ast hér við land, eða “landið flutt sig til á hnettinum’YIJ, það muni aldrei koma eins ill ár og áður á tímum. Mörg er heimskan hér um slóðir, en háskalegust er þessi, og hún er ekki nýtilkomin. Á um- liðnum öldum hefir þjóðin hrapað í þessa sömu heimsku í hvert sinn, sem hún hefir átt að fagna löng- um góðærisköflum, og sopið seyð- ið af henni í næstu harðinclum. Svo mun enn verða. Næsti Íiarði veturinn verður vafalaust hesta baní. .. \tj. V.Ci'.id . —ia —■ VII. Argcezka. I íslenzkum annálum og árbók- ttm fer mest orð af illu árunum, harðindunum og hörmungunum; þar er sjaldan minst á góðu árin, nema veðráttan hafi verið svo blið, að undrum hafi gegnt. Er enginn efi á því, að árferðinu er yfirleitt borin of illa sagan, oft gert of mik- ið úr harðindunum og ekki mins.t á mörg ár, sem ætla má, að verið hafi góð. Þó eru til allitarlegar og áreiðanlegar sagnir af mark- vcrðustu harðindaárum á síðustu öldum (’frá því á 16. öldj og því gleggri, sem nær lrður okkar tím- um. Hins vegar skyldu menn sízt ætla, að árgæzkan núna að undan- förnu sé eindæmi í sögu landsins. Þeim, sem fást við þessi íræði, vil eg segja frá þvi, að eg hef gert mér dálítið far um að rannsaka eitt harðindabölið; manndauða af hungri, og orðið þess áskynja, að sagnaritarar okkar hafa eflaust oft gert oflítið úr því, kent farsótt- um of mikið, hungrinu of lítið, og á eg hér við 18. og 19. old. Mér er kunnugt, að okkar fræg- asti fræðintaður, próf. Þorv. Thor- oddsen, hefir safnað feykimiklum drögtim til árferðissögu landsinsog atvinnusögu þjóðarinnar ("menning- arsöguj. Er óskandi, að honum endist heilsa og aldur til að semja þá sögti.- Hún mundi vísa þjóð- inni á rniklu réttari leiðir, en þessi fjarlægi bjarrni af fornöldinni, sem við erum einlægt að glápa á gegnum miðaldaþokuna. Einn af ágætusfu fræðimönnum 18. aldarinnar, Hannes biskup Finsson, varð fyrstur til þess, að gera þjóðinni ljósa grein fyrir ár- ferði á umliðnum öldum. Rit hans “Um mannfækkun af hallærum á íslandi” éRit þess kgl. ísl. lær- dómslistafélags; XIV. b. Kbhfn. 1796, bls. 30—226J er eitt af okk- ar merkustu fræðiritum, og enn í dag ítarlegasta sagan, sem við eig- um af árferði hér á landi fram undir lok 18. aldar. Hann rekur árferðissöguna frá landnámstíð til 1792. Gyllingin fellur af fornöldinni. Þá komu líka oft harðindi og manndauði af hallærum, jafnvel -svo þúsundum skifti, rétt eins og síðar á öldum. Þ. Thor. segir líka, að “síðan Is- land bygðist hafa engar verulegar breytingar orðið á loftslagi og ár- ferði". fLýs. ísl. II., bls. 371J. “En þó Island sé hallærasamt, þá er það samt ekki óbyggjandi; þau góðu ár *eru miklu fleiri, en þau liörðu’, segir H. F. (TJm rnannf. bls. 33—4). Og enn frem- ur: “Þau 919 ár (til 1792J, sem ísland hefir verið bygt, hafa kom- ið 90 harðindaár, af hverjum helm- ingur að vísu hefir engu mann- falli ollað: en reiknast má tvisvar á öld hverri hafi markvert mann- fall af hallærum orðið” (TJm mannf. bls. 18r), Eftir þessum reikningi Hannesár biskups ætti að mega búast við ia hörðum ár- um að meðaltali á hverri öld. En ætti þá ekki líka að mega vænta þess, að þjóðin gætiviiið sig undir þau 10 vondu árin á hinum 9a góðu árum? “Þrjú ár hörð hafa hér á landi oft fylgst að, af hverjum það í miðið hefir verið«linast, hið sein- asta harðast. Stundum hafa stór- harðæri varaö 7 ár, það seinasta mannskæðast, en nokkur á milli þeirra 7 ára bærifeg, eða góð”, segir H. F. fUm mannf. bls. 217J. Hann nefnir langa góðæriskafla. Eftir 1648 (“‘Glerungsvetur”J komu t. d. 25 góð ár, sum mjög góð, engin, sem hörð mættu heita (sbr. Þ. Th.; Lýs. ísl. II., bls. 383J. Allan fyrri helming x8. aldar mátti heita, að árferðið væri gott, þangað til 1751 (Um mannf. bls. 103J ; þá kom svæsin harðinda- skorpa og hélzt til 1758, en “frá 1758 til 1777 voru engin hallæris- ár” (Um mannf. bls 115J. Sumir okkar halda statt og stöðugt, að vetrarblíðan undanfarin ár sé ein- dæmi í sögu landsins og vilja marka af því, að nú muni vetrarharðindum létt af landinu fyrir fult og alt. En það er fánýt von. Þjóðin hefir oft áður átt annari eins blíðu að fagna og fram yf- ir það. Arið 1340 var t. d. “vetur svo góður fyrir sunnan land, að menn mundu trautt þvílíkan; fundust egg undan fuglum í Flóa nær miðri Góu, á öskudag og oftlega síðar” (P. Th., eftir ísl. annálumj. Um veturinn 1624 segir svoi: “Eftir jól (1623) var vet- ur svo afbragðs góður og fljótur gras- vöxtur, að sóleyjargras var vaxið í Skagafirði í síðustu viku vetrar og þá höfðu fuglar orpið, nógleg egg fund- in” (Um mannf. bls. 79, sbr. J. E.: ísl. Árb. VI., bls.. 23J. “Oft finst oss vort land eins og hclgrindar hjarn, “en hart cr það aðeins sem móðir v ið barn; “það agar oss strangt með sín ts- köldn él, “en asamt til blíðu — það mcinar alt vel.” Við kunnum enga vísu um landið okkar eins alúðlega og hreinskilnislega eins og þessa (eftir Stgr. Thorsteins- sonj. Hún ætti að vera, þjóðsöngur íslendinga. Hana ætti að kenna hverju barni, svo að enginn gleymi því, að jafnan má eiga von á ísköldum vetr- um, en örvænti þó ekki, vel vitandi, að móti hverju illu ári færir auðnan þjóðinni 9 góð ár. Satt að segja held eg, eins og fyr var sagt, að ýms af þeim árum, sem ill hafa verið talin, eigi naumast það óorð skilið. VIII. Island og önnur lönd. Það er víst óhætt að fullyrða, að ekkert land 1 heimi hefir orðið fyrir jafnmiklum álygum og ósönnum ó- hróðri eins og þetta “álfu vorrar yngsta land”, sem forfeðurnir námu okkur til handa. Þess má finna ljós- an vott í “Landfræðissögu íslands” eftir Þorv. Thorodden, víðfrægri bók, sem mun hafa vakið öllu m?iri athygli í öðrum löndum, en hér á landi, þó skömm sé frá að segja. Vitnisburður þeirra Flóka, Herj- ólfs og Þórólfs (Xandn. Rv. 1891, bls. 29J er eins og fyrirboði alls þess, sem siðan hefir verið sagt um landið. En sá fyrirboði hefir rætst á þann hátt, að flestir hafa látið illa yfir landinu, eins og Flóki, fáir sagt kost og löst á því að dæmi Herjólfs, og þeir oft orð- ið að athlægi, sem lofað hafa landið, líkt og Þórólfur. Það er ilt, ef aðrar þjóðir gera landinu rangt til, en verst er, ef við gerum það sjálfir og það höfum við gert — því verður ekki neitað. Enn í dag munu flestir íslendingar lifa i þeirri skökku trú — 1J að ísland sé miklu hallærasamara en önnur lönd, — 2) að hungur og drepsóttir hafi komið miklu harðar niður á okkur en öðrum Norðurálfuþjóðum, á umliðn- um öldum. Þessi ranga trú er svo’ vanalega vafin innan í þá villukenn- ingu, að við höfum orðið fyrir marg- falt meiri kúgun fyr á tímum, en aðr- ar þjóðir. Kynslóð á kynslóð ofan, hver fram af annari, hefir alist upp í þeirri háskalegu villu, að öll okkar þjóðarmein, gömul og ný, hafþstafað af erlendri kúgun, eða ókostum lands- ins. Þessi villa hefir löngum drepfö dug og kjark í þjóðinni og svift hana allri trú á landið og sinn eigin mátt og megin. Það er sögð saga af læknisfræðinni, eins og öllu öðru, af manndauða, af drepsóttum óg hungursóttum á liðnum tímum. Ef litið er í þær sögur, þarf ekki mörgum blöðum um það að fletta að á miðöldum og alt fram undir lok 18. aldar áttu aðrar Norðurálfuþjóðir við sífcld hallœri að búa og drcpsóttir og urðu flcstar eins illa úti, og sumar stundum ver haldnar cn ísl. þjóðin. Á miðöldum og fram í 18. aldar lok voru stöðug hallæri hér í Norðurálf- unni, upp aftur og aftur. Hungur- sögurnar eru oft og tíðum hræðilegar; menn blönduðu mold í mjelið, eða muldu viðarberki, átu alt seni tönn á festi — eins og hér; þess eru dæmi í öðrum löndum, að menn grófu upp lík og átu, að foreldrar drápu böm sín og átu þau, eða börn foreldra sína; í Ungverjalandi voru foreldrar einu sinni í hallæristið fá 16. öldj undan- þegnir hegningu fyrir þetta ódæði, — svo var hungrið mikið. Árið 1772 dóu 150,000 manns úr hungri í Saxlandi. Jafnvel á, 19. öld hefir orðið mann- fellir af hallærum hér í álfunni; árið 1847 varð t. d. afskaplegur uppskeru- brestur á írlandi; kartöflur sýktust og ónýttust, en þær voru helzti jarðar- gróður þar; leiddi af því svo mikið hallæri þar í landi, að mælt er að full miljón manna hafi látist af hungri og þar með fylgjandi drepsóttum. í flestöllum ríkjum veraldar er ár- ferði mjög breytilegt; alstaðar getur komið hallæri; í ýmsum írjósömustu löndum jarðarinnar ("t.d. Kína og Ind- landij er menningin enn jafnlítil og hún var áður á tímum hér í álfunni, en þar er líka mannfellir af harðind- um algengur viðburður enn í dag. Svo er og á Rússlandi. Hallœrishœttan er engu meiri hér á landi cn víðast í óðrum löndum, en við Islendingar erum nú á tímum marg- faldlega ver við því búúir, að standast þá hœttu, en flestar aðrar Norðurálfu- þjóðir. IX. .. Tildrög hallæris, hungurs og mannfellis. Þó undarlegt megi virðast, þá er það nú engu að síður svo, að orsakir hallæranna eru þær sömu um allan Betra smjör og betri prísar Þetta eru tvær aðal ástœður til þess að þér ættuð að brúka Windsor Dairy Salt. Ef þér hafið lifibrauð af því að'selja smjer, þá mun hvað eina sem bætir smjerið gefa yður gróða í aðra hönd. WINDSOR SMJER S A L T hefir sannað ágœti sitt og yfir- burði f þúsundum smjerbúa og í hundruðum keppni sýninga. Beztu smjerbúa menn hafa notað og nota enn Windsor Dairy Salt—af því að það reyn- ist ávalt bezt. Notar ÞÚ það? heim, og þessar helztar (*ófrið og ó- stjórn geri eg ekki að umtalsefnij:— ij Uppskerubrestur er höfuðorsök- in, því að -flestar þjóðir lifa mest- ntegnis á jarðargróðri, sem þær jeta, eða hafa til fóðurs handa búpeningi sínum. I öðrum löndum er jarðar- gróðri mest hætta búin af langvinnum þurkum, vatnsflóðum, haglbyljum, skofkvikindum og jurtasóttkveikjum; tjónið er oft voðalegt og alls ekki sjaldgæft. Hér á landi er heyskapar- leysi sú bráðasta og óumflýjanlegasta orsök ti! hallæris, ef harður vetur kemur á eftir; þó er nýtingsleysi heys miklu hásskalegra en grasleysi.” — Þetta efu orð Hannesar biskups (Um mannf., bls. 215J. En heyskaparleysið stafar hér aðallega af hafískulda, eða öskufalli. H. F. segir, að oft hafi ver- ið hér hallæri með manndauða þó að bærilega hafi fiskast, en “aldrei mann- dauði af hallæri með bærilegum hey- skap og hans góðri nýtingu” fUm mannf., bls. 215J. . 2) Samgöngtdeysi er önnur orsökin. 1 stórum löndum ber það varla við, að illa ári um land alt; hefir oft verið hallæri og hungur i einu héraði, en alls nægtir i öðrum landshlutum; meinið var þá fyr á tímum, að samgöngur voru svo erfiðar, og bágstaddar sveit- ir gátu ekki notið góðs af nægtunum annarsstaðar, svo að fólkið dó úr hungri. Hér á landi hefir iðulega verið hall- leri og hungur í sumum héruðum, en engin bágindi í öðrum. “Aftur á móti mun varla það hallæri finnast, að jafnt hafi gengið yfir alt landið í einu” ("Um mannf., bls. 21 ij. 3J plag á jarðrœktinni olli því fyr á tímum, að uppskera brást þá í öðrum löndum miklu oftar en nú. Hér á landi er túnrækt og heyskaparlag líka í betra lagi nú á dögum, en í fyrri tið, þó mikils sé ábótavant. 4J Óforsjálni var algengur brestur í öðrum löndum fyr á tímum, rétt eins og hér á landi; menn lifðu eins og fuglar himins, “söfnuðu ekki í korn- hlöður” í góðu árunum, átu alt upp, — og féllu svo dauðir, eins og fuglarnir, þegar harðnaði í ári. Niðurl. næst. — Dr. Howard NewelU kennari i læknisfræði í Boston; hefir fund- ið ráS til þess að gera dýr ómót- tækileg fyrir krabbameini, og meinar hann, að það sé örugt við krabbameinum í mönnum. Til- raunir eiga að fara fram í tvö ár áður en fullvíst er, hvort meðal, hans er nýtilegt. 2) Þetta er eindæmi, að svo mikill hafís hafi komist inn í Faxaflóá, en oftsinnis hefir ísinn greipað um landið frá Látrabjargi að Reykjanesi. 3) Menn ættu að l$sa “Skaftár- lendana” hans Jóns Trausta. Þar fá menn sannorða og ágæta lýs- ingu á Móðuharðindunum. Yður sem hefur ekki geðjast fylli- lega að Union ncerfötunum, sem seld hafa verið til þessa, er bezt að reyna þessa nýju tegund, sem er betri, og öllum mun reynast þægileg og ánægjuleg. Biðjið um 73 Peif, COMBINATIONS Sá partur sem áður var svo ervitt við að fást með gamla laginu, legst nú aðeins laglega og verða má, —gapir ekki Kerðir ekki að. Yður mun falla vel sú endurbót. Hver almennileg búð, sem fyrir yður verður, hefir miklar birgðir af þessum combina- tions og áreiðanlega þá þyngd og þau snið, sem yð- ur fellur bezt. Biðjið um Pen-Angle Closed-Crotch — nærfötin með nýja laginu, og gætið að vörumerk- PENMANS LIMITED PARIS . . CANADA PRJÓNAPEISUR - - SOKKAFÖT NÆRFÖT

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.