Lögberg - 24.04.1913, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. APRIL 1913
LÖGBERG
Gefið át hvernfimtudag a£ Thk
Columbia Press Limited
Corner Williaru A.ve. &
SherbrooVe Street
WlNNIPEG, — M ANTTOPA.
STEFÁN BJÖRNSSON,
EDITOR
J. .-t. BLÖNDAL.
BUSINESS MANaGER
‘íft UTANÁSKRIFTTIL BLAÐSINS:
}j$ The Columbia Press.Ltd.
ííi) p. o. Box 3172, Winnipeg, Man.
il
i
I
I
UTANÁSKRIFT RITSTJÓRAN3:
EDITOR LÖGBERG,
P. O. Bok 3172, Winnipeg,
Manitoba.
TALSÍMI: GARKY 2156
Verð blaðsins $2.00 um árið.
I
Eimskipafélag íslands.
Yér höfum nokkrum
sinnum bent á það, aö viSreisnar
og vakningaralda sé a5 gangi yfir
'ora kæru f's.urjörö. Þjóöin er
nú fyrir lvörit farin aö hugsa ^m
aö leggja trar.stan grundvöll unl-
ir sjálfstæöi sitt, bæöi út á viö og
inn á við.
Sjálfstæðisáhuginn út á við hef-
ir komið fram í stjórnmála viður-
eigninni við Dani; sjálfstæðisáhug-
inn inn á við í verklegum fram-
kvæmdum í landinu, og fram-
fara-fyrirtækjum sem miða að því
að efla efnahag landsmanna.
Mikilvægt spor í þá átt er botn-
vörpu-útgerðin, Jjó að enn sé í
bernsku. Sú atvinnugrein virðist
hafa hepnast, og á sjálfsagt eftir
að vaxa mikið, og það jafnvel áð-
ur langt liður.
Nú eru íslendingar þó að hugsa
um aö færa út kvíarnar og koma
sér upp eimskipastól til flutninga
og samgöngu-bóta. Til þess fyr-
irtækis eru Iandsmenn knúðir.
Þeim er nauðugur einn kostur.
Þ rátt fyrir það, þó' í slendingum sé
í orði kveðnu frjálst að verzla,
hvar sem þeir vilja, hefir reyndin
orðið öfmur, fyrir þá sök, að sam-
göngurnar við önnur Iönd eru, að
miklu leyti. í höndum Dana, og
hafa verið lengi. Danir hafa því
auðveldlega getað bundið viðskifti
íslendinga niestmegnis við sitt
land. 1
Með tvennu móti hefir það eink-
uni verið gert. Fyrst og fremst
með því, að leggja afarhátt og
herfilega ósanngjarnt fiutnings-
gjald á varning frá öírum löndum
en Danmörku, þó að vísu sé full-
hátt flutningsgjaldið þaðan. í
annan stað hefir Sanieinaða gufu-
skipafélagið danska, þverneitað að
koma við í þeim löndum sem ís-
iendingar vildu heldur skifía við
en Danmörku t. d. i Þýzkalandi.
Hefir því orðið að fá vörur send-
ar frá Hamborg til Kaupmanna-
hafnar, og þaðah með skipum
Dana til Islands, svo að þeir gætu
haft haginn af flutningnum.
Með þessari niðangalegu aðferð
hefir tekist að tryggja Dönum að
miklu levti bæði arðinn af varn-
ingsflutningi tiljandsins og arðinn
af verzlrninni við íslendirga. Arður
sá læfir og ekki o.ðið neitt smá-
ræði, vegna þess að svo ramrnar
skorðrr hafa verið refstarN gegn
því, sem þegar hefir verið hent á, j
að samkejini annara þjóða gæti
koinið til greina um verzlunina.
Og það er öðru nær en hinir
dönsku séu á því að losa um þær
skorður. Eftir að sú lit'a sam-
kepnis-viðleitni, sem á bryddi gegn
Sameinaða gufuskipafé'aginu logn-
abist út af, hefir það liert á stein-
bitstakinu. Xú eftir að það er al-
.gerlega einrátt, hefir það lagt nýj-
•ar og enn harðari kvaðir á lands-
xnenn, en áður. Meða! annars
hefir það hækkað farmgjald á
ýmsum nauðsynja vörum frá Eng-
landi um io%—6o%, sömuleiðis
hækkað farmgjald frá öðrum
löndum og farþegagjald bæði landa
milli og meðfram ströndum , Is-
lands; og á enn fleiri vegu hefir
félagið reynt að láta landsmenn
sæta afarkostum. Með því að það
er eitt um hituna finst því, að það
ekki þurfa að hlíiast við að fé-
fletta íslendinga vægðarlaust.
Af þessu má sjá, að það er ekki
mót von, þó að íslenzka þjóðin uni
illa yfirgangi danska félagsins, cg
finni sig til neydda að reyna að
losa sig úr klóm þess. Allir hljóta
að sjá það, að þörfin á því er brýn.
Og einn ljósasti votturinn um það
er, að öll blöð landsins, og mcnn úr
öllum stjórnmálaflokkum hafa nú
gert samtök að því, að hnekkja
samgöngueinveldi Dana við Island,
og stofna eimskipafélag íslenzkt,
er annist samgöngur og vöruflutn-
inga milli útlanda, og með strönd-
um fram, að nokkru Ieyti fyrst i
stað, en síðar meir, ef vel gengur,
alveg einvörðungu, og Iosni lands-
menn þá við Sameinaða gufuskipa-
félagið, svo að það nái aldrei fram-
ar fótfestu við Island frekar en í
Borgundarhólmi. Þar hafði þetta
félag sýnt álíka yfirgang og á ís-
landi, en eyjarskeggjar hófust þá
handa, gerðu samtök gegn því,
komu sér upp eimskipastó! og
hafa sjálfir annast samgöngur sín-
ar, en Sameinaða gufuskipafélag-
ið orðið að sigla þaðan tómum
skipum sínum. Úr því að Borg-
undarhólmsmenn gátu þetta, ætti
það heldur 'ekki að verða íslend-
ingum ofraun, ef samtök og áhuga
breztur ekki, en nú eru einmitt
horfur á að hvorttveggja haldist í
hendur heima fyrir. Að því styð-
ur nauðsyn hrópandi og brýn og
ef til vill hvetur það marga fram,
hvað annað fyrirtæki nýtt þar
heima fyrir á ættjörðinni og þessu
að nokkru leyti skylt, þ. e. a. s.
botnvörpuveiðarnar, hafa hepnast
vel, að kunnugra manna sögn.
Það yrði langt mál, ef rekja ætti
og telja upp alla þá hagsmuni, sem
íslenzka þjóðin hefði af því, ef hún
gæti koinið sér upp nægilega mikl-
um eimskipastól, til að annast sjálf
allar samgöngur -með ströndum
fram heima fyrir og milli íslands
og annara landa. En á örfátt má
benda sem breyttist til batnaðar,
ef þetta hepnaðisV:
Þá réðu landsmenn sjálfir hvert
skipin þeirra sigldu, og gætu sent
þau til þeirra landa, sem íslenzku
þjóðinni væri bezt og hagkvæmast
að eiga viðskifti við, en það yrðu
vísast önnur lönd fremur en Dan-
mörk.
Þá yrði farþega og flutnings-
gjald skaplegt bæði landa milli og
með fram ströndum landsins.
\ erðið miðaðist við útgerðar-
kostnaðinn en ekki við fjárgræðgi,
kúgun og óbilgirni erlends auðfé-
lags, og það yr.ði þá ekki tollur á
landsnjenn sem rynni í danska
vasa.
Þá yrði ferðunum stjórnað af
inclendum mönnum, sem eru langt
um kunnugri íslenzkum staðhátt-
um og viðskiftaþörf, heldur en er-
lent félag. sem hvorki hefir haft
nægileg skilyrði eða nokkra kær-
ing á að kynna sér slika hluti.
Þá yrði áliöfn skipanna íslenzk.
Það út af fyrir sig hlyti að verða
landsmönnum meir en lítið hag-
ræði á móts við það að eiga sam-
gönguþægindi öll undir högg að
sækja hrokafullra og ósvífnra
dönsku-drafandi Baunverja. Meir
en lítið mundi það glæða íslenzk-
an þjóðarmetnað að losna við slikt
fargan, svo mikið að sá ávinning-
ur yrði vart á vog veginn, eða virt- 1
ur ti 1 fjár. Um j)að geta þeir '
farið næst, sem kunnugastir eru.
Eins og fyr var á vikið virðist
áhugann á því ekki skorta meðal
íslendinga heima fyrir, að koma á
fót eimskipafélagi því er hér um
ræðir. Vér munum ekki til, aö
hafa séð eða heyrt Iielztu málsmet-
andi menn þjóðarinnar jafn-sam-
huga um nokkurt íslenzkt fram-
fara fyrirtæki fyrri. Framkvæmd-
ir í því mun þessvegna ekki stranda
á viljaleysi eða sundurþykki lands-
manna, heldur á alt öðru: á fátækt.
Þessvegna er það, að íslending-
ar hafa sent áskorun þá vestur um
haf, er birt var í blöðunum íslenzku
hér í YVinnipeg í síðustu viku. Þar
er þess farið á leit, að Vestur-ís-
lendingar styðji bræður sína aust-
an hafs við stofnun eimskipafé-
lagsins fyrirhugaða, cg leggi fram
•i
fé í því skyni, að hrinda áleiðis
þessu bráðnauðsynlega áhugamáli
íslenzku þjóðarinnar.
Vér þykjumst þess fullvísir að
Vestur-íslendiingar telji sér bæði
ljúft og skylt að vikjast vel við
þeirri málaleitan, vér teljum og
víst, að þeir leggi sinn skerf til
þessa fyrirtækis á einhvern hátt.
En um það verður ekki sagt að
svo stöddu, hvemig þeim styrk
verður háttað.
Ýmislegt gæti komið til greina.
Talað hefir verið um í áskorun-
arskjalinu, að byrja með tveim
skipum, eða einu að eins, ef Islend-
inga brysti fé til að kaupa og gera
út tvö skip.
Með minna en tveim skipum
finst oss varla gerlegt að byrja, ef
nokkur veigur ætti að verða í sam-
kepninni við danska félagið.
En litlar horfur eru þó á, að
íslendingar geti keypt tvö skip í
byrjun. En eitt skrp gætu þeir
sjálfsagt keypt, og gert út og það
virðast þeir að minsta kosti ætla
sér, samkvæmt áætlun þeirra, er
birt hefir verið.
Þá virðist oss helzt tTent geta
komið til álita, annaðhvort að
Vestur-íslendingar keyptu hluti í
islenzku eimskipafélagi, eða að þeir
legðu til eitt skip — söfnuðu fé
til að kaupa það, og leigðu íslandi
með aðgengileguin skilmálum.
En það fvrsta sem gera þyrfti
af hálfu Vestur-íslendinga, væri;
að skipa nefnd manna, er hefði
mál þetta með höndum, bæri sig
saman við forgangsmenn þess
heima á ættjörðinni, gerði ráðstaf-
anir til framkvæmda, hér vestra,
og hlynti að því á þann hátt, er
hún teldi heppilegastan og beztan.
Hins vegar finst oss ekki bein-
línis liggja á því, að gera fast-
ákveðnar ráðstafanir til fram-
kvæmda af hálfu Vestur-íslend-
inga fyrir i. Júlí næstkomandi.
Fjársöfnunin heima tekur nokk-
urn tima, og það er ætlun vor, að
þeim mun myndarlegri sem fjár-
framlögin 'verða á ættjörðinni,
þeim mun skörulegar víkist Vest-
ur-íslendingar við málinu; og vér
teljum víst, aö þegar þeir sjá að
áhuginn heima kemur verklega
fram hjá almenningi þar, pá liggi
þeir ekki á liði sínu, Vestifr-Is-
lendingar, því að nú gefst þeim
færi á að sýna velvildarhug sinn
til gamla landsins, og að þjóðrækni
þeirra er ekki orðin tóm heldur að
hún á sér mik'ar og djúpar rætur.
En þó að föst drög til fram-
kvæmda málsins af hálfu Vestur-
íslenrlinga. séu ekki lögð að> svo
stöddu, eða verði ekki tilkynt lönd-
um vorum austanhafs fyrir stofn-
fund eimskipafélagsins í byrjun
Júlí mánaöar n. k., gæti það haft
mikla þýðingu, að líklegt er, að í
Reykjavik verði staddir, um þær
mundir, einir fjórir stórefnamenn
héðan að vestan, sem eru alþektir
og ágætir “business-menn”, þeir
John J. Vopni, Árni Eggertsson,
J. T. Bergmann og Ásmundur
Johannsson. Gætu þeir að nokkru
leyti komið fram sem fulltrúar
okkar Vestur-Islendinga' á stofn-
fundi eimskipaíélagsins íslenzka;
og er þeir hefðu kynt sér alla mála-
vöxtu enn ítarlegar, heldur en
kostur er á hér vestra, mundu þeir
geta gefið Islendingum heima fyr-
ir býsna mikilvægar upplýsingar
um það, hvaða stuðning þeir teldu
liklegastan til að fá beztan byr
vestra, og hins vegar gefið fram-
kvæmdarnefndinni hér mikilvægar
leiðbeiningar um það, hverskonar
stuðningur mundi verða íslenzku
þjóðinni, allri hagkvæmastur cg;
notadrýgstur, að því er umrætt !
fyrirtæki snertir.
Fundi hafa menn átt hér í bæn-
um um málið og hefir það^Jengið
góðar undirtektir, en ályktanir sem
gerðar kpnpa að verða munu birtar
siðar.
Guðrún Indriðadóttir
leikkona hefir dvalið hér vestra
síðan um nýár, en er nú ráðin til
heimferðar innan skamms, liklega
í öndverðum næsta manuði.
Hún var Vestur-Isrenaingum
ekki ókunn er hún kom hingað.
Fyrir nokkrum árum hafði hún
dvalið hér í Winnipeg um hríð,
og enn kunnari varð hún allmörg-
um vor á meðal, af lofsorði því,
er lokið hafði verið á leiklist henn-
ar austanhafs. t
Margir hlökkuðu því til að sjá
THE DOMINION BANK
Slr KIIMCND B. OSI.EB, M. I\. Pre» W. D. MATTHKWS ,VIce-Pre».
C. A. BOGEIRT, General Manager.
i löf uðhtóll bOI■ííaðuI•. .. . $5,000,000
Varasjóður . $0,000,000
AUar eigufr .... .... . $76,000,000
JiJEIÍ GETIÐ BYRJAD REIKNING MEfl «1.00
Sumir stærstu reikningar í sparisjóðsdeild vóru birjaðir í
mjög smáum stíl. Reikning má byrja með $i.oo eða meira.
NOTBE DAMK BBANCH: Mr. C. M. DENISOX, Managcr.
SELKIRK BKANCH: J. GRISDALE, Manager.
hana sjálfa, og sjá hana leika; er
óhætt að fullyrða, að menn hafa
þar ekki orðið fyrir vonbrigðum.
Þvert á móti hefir víst flesta
furðað á því, hvað langt á veg Is-
lendingar heima fyrir eru komnir
í leiklist, er þeir sáu Guðrúnu leika
Höllu, og mun fæstum sú snild úr
ininni líða.
þar, sem orð hafa fengið á sig
fyrir að vera islenzkastir allra
landa sinna vestan hafs, svo mikla
þjóðrækni, jafnvel hinum con-
ervativu í þeirra hópi, : að þeir
luigsi sig um áður en þeir gangi
svo í berhögg við Jijóðerni sitt, að
þeir gangi á hönd Taylor hinum
enska.
Guðrún er nú fararbúin heim, en
áður en hún fer, er ráðgert að efna
til sjónleiks, til arðs henni sjálfri,
á likan hátt og tíðkanlegt er hér í
landi,. er alkunnar leikkonur eru
að kveðja.
Það er “Fjalla-Eyvindur” sem
ætlast er til að leikinn verði, að
kveldi miðvikudags 30. þ. m. cg
vitum vér að landar vorir fjöl-
menna.
Aðgöngumiðar fást i flestum ís-
lenzkum búðum hér í borg, og hjá
nokkrum einstökum mönnum.
Arðurinn rennur eingöngu til
leikkonunnar og efumst vér ekki
um, að allir landar vorir, sem
skyn bera á sanna leiklist, að ó-
gleymdupi hinum mörgu vinum,
sem Guðrún hefir eignast hér í
vetur, verða samhuga um að
styðja að því, að hvert sæti verði
skipað, — síðasta kveldið, er liún
sýnir sig á leiksviði í Winnipeg.
Það er löndum vorum sómi, en
leikkonunni verðtig cg nærri því
sjálfsögð viðurkenning.
Aukakosningar.
fara fram innan skamms i St.
Boniface og Gimli kjördæmum.
Nauðsyn ber til að gera nýjar
kjörskrár í St. Boniface bæ, og
hafa skrásetningar dagar verið fast
ákveðnir 5., 6. og 7. May n. k. en
endurskoðaðar veröa kjörskrár 16.
Maí.
Eftir endurskoðun þarf að
prenta kjörskrárnar, svo að varla
er kosningar von þar, fyr en að
mánuði liðnum. í kjörstöðum út
um sveitir í St. Boniface kjördæmi
gilda gömlu kjörskrárnar enn; en
t
af því að svo skamt er til hinnar
árlegu skrásetningar virðist öll
sanngirni mæla með því, að þar.
færi fram endurskoðun kjör-
skránna áður en kosningu yrði
skelt á.
í Gimli kjördæmi eru kjörskrár
til frá fvrra ári, svo að stjórnin
getur drifið af kosningar umsvifa-
lítið, ef henni býður svo við að
horfa. En of rnikill asi í þeim
efnum gæti orðið stjórninni var-
hugaverður, því að þeir gleypa
ekki allir kjósendurnir íslenzku
við Taylor hinum enska.
Gimli-kjördæmið er íslenzkt
kjördæmi, eina kjördæmið hér í
álfu sem verulega má nefna því
nafni, og hafa Jieir lengstaf skifst
á um þingmensku-embættið þar
Sigtr. Jónasson og B. L. Baldwin-
son.
Það má óhætt ætla íslendingum
B. L. Baldwinson,
hefir nú lagt niður þingmensku í
Gimli kjördæmi eins og til var
getið hér í blaðinu síðast. E. L.
Taylor hinum enska, cg væntan-
lega ráðgjafa á aftur að reyna að
smeygja inn á íslendinga hér
norður á milli vatna. Vér telj-
um slíkt ill skifti, sem fyr hefir
verið getið, að fá( Englendinginn í
stað Mr. Baldwinsons, sem hefir
■ áunnið sér mikið álit og verið
löndum haukur í horni hvenær,
sem til hans hefir verið leitað.
En jafnhliða því að Mr. Bald-
winson sagði af sér þingmensku,
hefir honum verið fengin í hendur
ný staða í stjórnarráðinu og hann
verið geröur að “deputy provincial
secretary”, í stað A. L. Bonny-
castle, þess er við hefir tekið em-
bætti McMicken’s lögreglustjóra.
Um leið og Baldwinson tekur við
binu nýja embætti Iætur hann af
ritstjórn Heimskringlu, sem hann
hefir haft á hendi milli tiu og
tuttugu ár; í því embætti hefir
hann sætt nokkuð misjöfnum dóm-
um, en um það munu flestir sam-
mála, að hann hefjr verið afkasta-
mikill með afbrigðum og að
um sína ritstjórnardaga hefir
honum tekist að ná mjög mik-
iíli hylli meðal mikils hluta
landa vorra vestra, svo að það er
I vor ætlun að enginn ritstjóri
| Heimskringlu hafi verið jafn vin-
sæll og hann.
Við ritstjórn Heimskringlu tek-
ur nú Gunnlaugur Tryggvi Jóns-
son, sem verið hefir aðstoðarmað-
j ur Baldwinson’s um þriggja ára
Itíma undanfarið. Hann er gagn-
i fræðingur ættaður af Akureyri,
ungur að aldri, hálft þrítugur, og
stendur Jivi til bóta. Vér árnum
honutn heilla í ritstjórnarsess-
inum.
Auðugasta náman.
Nýlega var þessi getið í Lög-
hergi, að síldarhlaup svo mikið
hefði komið inn á höfnina í Prince
Rupert, að unglingar og kvenfólk
hafi ausið henni upp að gamni sínu
með fötuin og körfum. Var þar,
um leið, gefið í skyn, að ekki
mundi önnur betri síldarveiðatæki
hér fyrir hendi en þetta. Þessi
kýmilega tilgáta er dágott sýnis-
horn af því, hvað fáfróður al-
menningur útífrá er um það, sem
er að gerast hér á norðurströnd-
um.
Engutn, sem nokkuð þekkir til
hér, mun blandast hngur um það,
að Prince Rupert eigi í vændum
aö verða hinn lang-stærsti fiski-
NORTHERN CROWN BANK
AÐALSKRIFSTOKA í WINNIPEG
Höfuðstóll (löggiltur)
Höfuðstóll (greiddur)
$6,000,000
$2,746,000
Formaöur
Vara-£ormaöur
Jas, H. Ashdown
SrjÓRNENDUR:
Sir D. H. McMillan, K. C. M. G.
Capt. Wm Kobinson
H. T. Champion Frederick Nation
Hon.Ð.C- Cameron W, C. Leistikow Sir R. P. Koblin, K.C.M.G,
Allskonarbankastörf afgreidd.—Vér byrjum Vcikninsa viö einstaklinga
eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir.—Avísanir seldar til hvaða staðaar
sem er á fslandi. — Sérstakur gatimur gefinn sparisjóðs innlogum, sem hægt
er að byrja með einum dollar. Reutur lagðar við á hverjum 6 mánuðum,
T. E. THORSTEINSON, Káösmaður.
Cor. Willim Ave. og Sherbrooke St. Winnipeg, Man.
markaður og fjölmennasta fiski-
ver á Kyrrahafsströndinni og J)ó
víðar væri leitað, því að bæði eru
öll beztu fiskimiðin innan hundrað
mílna frá Prince Rupert, og svo
þegar Grand Trunk brautin er full-
ger, styttist leiðin á markaðinn sem
svarar tveggja sólarhringa sigl-
ingu. Framsýnir ljársýslumenn
komu snemma auga á þetta og
hafa mörg félög verðið stofnuð til
að reka fiskiveiði héöan. Þessi
félög eru í óða önn að búa um sig
til þess að geta tekið til óspiltra
mála undir eins og brautin er bygð.
Reynslan, sem þegar er fengin,
bendir á, að fiskimiðin í
Hacate sundi, Dixon entrance og
vesturstrendur Queen Carlotte
eyjanna, séu óvenju auðug af
heilagfiskí og þorski. Hvert skip-
ið eftir annað, sem farið hefir út
héðan í vor, hefir komið hlaðið
eftir fárra daga legu.
Þá verður síldarveiðin ekki síð-
ur arðvænleg atvinnugrein. Þrjú
félög fiskuðu síld hér á höfninni i
vetur. Afli þeirra samtals mun
hafa verið liðug 4000 tons, yfir
tveggja mánaða tíma, og ma nærri
geta, að ekki hefir öllum þeim afla
verið ausið upp með vatnsfötum.
Það er að ágætum haft, að 23 tons
voru einusinni tekin í einum
vöriudrætti.
öflugasta félagið sem hér hefir
verið til starfa, er Canadian Fish
& Cold Storage Co. Forseti þess
er Mr. Andren Kelly, vel þektur
starfsmaður. Þetta félag hefir
reist stórt og vandað frystihús.
Alt er það úr steinsteypu og út-
búið með hinum nýjustu cg full-
komnustu frystivélum, sem til eru.
Þær búa til 20 tons ai ts á dag,
auk þess sem þær halda öllum
kæliklefum nægilega köldum. Fé-
lagið er að láta byggja niðursuðu-
hús fyrir lax og áburðarverk-
smiðju, svo og söltunarhús, þar
sem þorskur verður verkaður á
sama hátt og tíðkaðist á íslandi.
Þrír botnvörpungar sem þetta fé-
lag hefir keypt í Grimsby á Eng-
landííi, eru nú komnir sunnan um
Horn og von á það á mörgum
fleiri þetta ár.
Önnur félög, sem öll eru starf-
andi og virðast hafa nægan höf-
uðstól, eru: Standard Fisheries
Ltd.. Atlin Fisherics Ltd., Wall-
ace Fisheries, Prince Rupert Fish
«t Cold Storage Co., Crippen
Bovelers Herring Co. og B. C.
Fisheries Ltd.. Þetta síðast nefnda
félag er undir forustu Sir George
Daughtv, en hann er fiskikóngur
mikill heiman af Englandi. Aðal-
stöð þess félags er á Marsby Island.
Það kvað hafa 400 mann í vinnu.
Héðan úr bænum ganga nú sem
stendur til fiskjar 5 botnvörpung-
ar, 8 lóðaveiðaskip og urmull allur
af mótorsnekkjum. En þetta er
ekki nema lítil byrjun. Sum fé-
lögin gera ráð fyrir að tvöfalda og
þrefalda útgerð sína næsta ár.
Eg hefi enn ekki minst á lax-
veiðina. Hún er rekin af miklu
kappi meðan vertíðin stendur yfir;
en fram að þessum tíma hefir hún
verið öll í höndum niðursuðu-
félaganna og leiguliða þeirra Jap-
ananna. Nú er samt ráðin nokkur
bót á þessu með rýmkun fiski-
reglugerðarinnar, þannig, að hvít-
um mönnum er veitt leyfi óháð
niðursuðufélögunum. Þetta mun
hafa þau áhrif ab fiskimenn fái
hærra verð fyrir veiði sína, en áð-
ur hefir tiðkast. Skeena River er
mikið fljót og fiskisælt. Við
mynni þess eru níu niðursuðuhús
sem öll hafa stórt úthald; þá eru
tvö niðursuðuhús við Naas River,
eitt hér í Prince Rupert og tvö á
Queen Charlotte eyjunum.
Mikið kvarta útgerðarmenn um
skort á góðum sjómönnum. Allir
J)ykjast J)eir helzt vilja hafa hvíta
fiskimenn ef þeir væru fáanlegir
og hafa þeir skorað á fylkisstjórn-
ina að efla innflutning hvítra fiski-
manna, einkum familíu-manna, og
hefir hún heitið fulltingi sínu.
Hver árangur af því verður er enn
óséð, en hvað sem því líður þá er
sannfæring mín sú að öllum kná-
um drengjum, sem kunna að sækja
gull í greipar Ægis, standi hér op-
in auðugasta náman, sem Canada
á til i eigu sinni.
Th. J. Davidson.
Prince Rupert B. C.
Fréttabréf,
Frá Kandahar er skrifað 5.
þessa mánaðan,:
“Hér er fjarska mikill snjór
ennj)á, þegar tillit er tekið til þess
að komið er fram i Apríl; þó hef-
ir snjórinn minkað mikið þessa
viku, en samt sést varla á dökkv-
an díl enn þá. Snjórinn var ákaf-
lega mikill hér i vetur, en liggur
býsna jajfnt yfir alt.
Bændur eru samt vongóðir og
heyrist ekki æðruorð til þeirra, þó
svona vori seint; þó hafa allir
mikið að vinna hér í vor, því síð-
astliðið haust var lítið hægt að
plægja; þresking gekk seint vegna
rigninga og var henni ekki lokið
fyr en frosið var upp.
Þó þessi bygð sé ekki nema sjö
ára, þá eru hér margir bændur
orðnir vel efnaðir, og komu þó
sumir af þeim hingað með lítil
efni, en þeim mun meira að dugn-
aði, framsýni og kjarki. Margir
hafa “gasolin”-katIa til að vinna
akra með, ásamt hestum, og til-
nefni eg hér ^uma Islendinganna:
Jón Guðnason hefir haft einn ketil,
en fær sér annan í vor, og svo hef-
ir hann 8 vinnuhross. J. B. J'oseph-
son hefir einn gasolín-ketil og ætl-
ar að hafa 12 vinnuhesta þar að
auki. J. B .Jónasson hefir einn
gasolín ketil og 8 eða 12 vinnu-
hross, hann hefir líka hestafjós
Æivery Stable) í Kandahar eg
hefir verið þar i vetur.
Jtón Thorsteinsson bygði hótel
hér í haust, og byrjaði að selja þar
vín 31. Marz s. 1.; fjöldi manns
var og er á móti hótelunum, en
samt hafði þetta framgang; von-
andi er að bændur sjái svo sóma
sinn, að láta ekki konur og börn
sín liða fyrir })að tjón, sem áfengi
hefir í för með sér.
Kristinn Eyjólfsson, einn af
fyrstu landnemum í þessari bygð,
er að láta smíða íveruhús á landi
sínu; hann kom hingað fátækur,
en hefir haft sig vel áfram hér;
sagt er, að hann sé að yfirgefa ó-
giftu mennina og ganga í lið með
þeim gi*ftu.
Man ekki meira í svipinn, getur
skeð eg skrifi seinna.
/
Best for all Purposes
PURITií FCOUR
ÚR PURITY MjÖLI fæst meira brauÖ, en yfirburðir þess eru
alt eins augljósir þegar það er notað í “ pies,” kökur, bollur,
“ cookies og alskonar bakstur. Vér mælumst ekki til annars
en að það sé
-■ Rcynt til bökunar —-
og 7 pd. poki mun sýna yður margfaldan sann fyrir því, að brúka
æfinlega Purity mjöl. BEZTU KAUPMENN SELJA þAÐ HVERVETNA