Lögberg - 26.06.1913, Blaðsíða 2
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 26. Juf* 1913.
Heklu-gosið.
Eldgos.
Stærsti gígurinn í noröureldin-
um gaus látlaust 8. og 9. Maí; í
öllum öörum uppvörpum var eld-
urinn kulnaður.
Þ,essi gosgígur er allstór, á viö
stærsta gíginn, sem spjó 1878, að
því er mér virðist. Skarð er i
hann móti suðaustri; þar fossaði
hraunleðjan út úr gígnuip. Dun-
urnar heyrðust vestur undir Vala-
hnúka; þær eru mjög líkar og í
Gevsi, er hann gýs, en dimmari þó
og þyngri. Eldleðjan spýttist í sí-
fellu í loft upp; fór hún áreiðan-
iega helmingi hærra en Geysi spýr
vatni; ætla eg að gusurnar hafi
stundum gengið um hálft þriðja
hundrað fet í loft upp. Oft var að
sjá sem eldsían greiddist sundur í
gilda, þráðbeina tauma uppi i loft-
inu; við dagsbirtu sáust þessir
taumar detta niður í ótal kekki og
kólnuðu sumir þeirra svo fljótt,
að þeir urðu dökkir á niðurleið-
inni; var þá sem hver gusa úr
gígnum félli aftur niður sundur-
tætt í svartar og rauðar flygsur.
Oft sá eg stórar slettur falla gló-
andi á gigbarmana, og stundum
hoppuðu þær upp, þegar þær komu
niður, — likt og þá er kvikisilf-
ursdropar detta á gler, —'en
stöðnuðu og sortnuðu að vörmu
cpori. 1 næturdimmunni var eld-
stólpinn albjartur.
Upp af eldgosinu lagði mikinn
reykjarmökk, gráleitan; gekk hann
hátt upp í loftið og vék því næst
undan austankuli vestur á við og
dreyfðist um vesturloftið, sem gis-
in slæða, svo langt sem auga eygði.
I þessum reyk hefir verið vatns-
gufa og mjög fint dust, því að
hvergi féll aska á okkur, hvorki
nær né fjær.
Út úr gigskarðinu fossaði hraun-
straumurinn látlaust ofan í ofur-
litla gilskoru og rann um hana út
á flatneskjuna. Bráðið hraunið
virtist falla niður með talsvert
meiri hraða og áfergju en vatn, og
var hraunfossinn rauður i dags-
ljósi en þó jafnan dökkar flygsur
í honum; hraunstraumurinn beygði
til norðurs frá gígnum og dökkn-
aði fljótt að degi til. Á lágnætti
var hraunfossinn ljósrauður og
hraunlækurinn með hreinum elds-
Iit alllanga leið frá gígnum úind‘r
það eina röstj.
Gufugos.
Á báðum eldstöðvunum sá eg
mörg smá eldvörp, sem voru
alveg útkula, svo að ekki rauk úr
þeim; en viðast sá þó gufumekki,
þar sem hraun hafði áður spýst
upp. Þessar gufustrokur úr hálf-
kulnuðum gigum eru nauðalíkar
hveragufu, svo líkar, að okkur
fanst oft, sem þar og þar hlyti að
vera kominn upp hver. Stórir
gígir geta rokið árum saman.
Guðni í Skarði sagði mér, að til
skamms tíma hefði hann séð votfa
fyrir reyk úr einum gígnum, sem
gaus 1878.
Nýrunnin hraun.
Öll nýju hraunin eru blágrýtis-
hraun, brunnin mjög, hraungrýtið
holótt, og meyrt ]>ar sem enn var
velgja, en miklu harðara þar sem
það var fullkólnað og orðið eldra.
Þau eru hrjúf og óslétt, áþekk
því hrauni, sem rann 1878, og
verða því ill yfirferðar. Lamba-
fitjarhraunið var alt gráskjótt ti!-
sýndar; því ollu örþunnar skánir
af ýmiskonar söltum utan á grjót-
inu; ef salthvítum mola er brugðið
á tunguna, leysist þessi skán fljótt
af steininum og fanst dauft salt-
bragð. Á Mundafellshraununum
var miklu minna af þessum salt-
skánum. Þær hverfa vitanlega
fljótt, ef regn fellur á hraunið.
Þjegar Iitið var yfir Lambafitja.
hraun ofan af Krókagilsöldu, sást
rjúka úr því viðsvegar, og sum-
staðar lá þunn gufumóða yfir því;
allvíða sá roða í sprungum um
bjartan dag, einkum í grend við
gosgíginn; um lágnættið sást miklu
víðar í eldleðjuna undir skorpunni.
Alstaðar, þar sem eg kom að hálf-
volgu hratininu, heyrði eg smá
bresti og dynki inni í því, lika
frostbrestum.
Við Guðmundur Arnason fór-
um út á hraunið þar sem það rauk,
og var reykjarþefurinn úr sprung-
unum og holunnm alveg eins og
af kolaglæðum, sem vatni er kast-
að á til að kæfa.
Kringum lambafitjarhraun var
orðið snjólitið, en alarþykkar
hjarnbreiður lágu allstaðar að
Mundafellshrauni; var hjarnskör-
in víðast 2—3 mannhæðir og þver-
’hnýft og mjó gufan milli hennar
og hraunbrúnarinnar, sem var
álíka há; mátti viðast sjá hraun og
hjarn mætast á botni glufunnar
þar sem við komum að, og voru
engin tök á að komast út í hraun-
ið ,nema á einum stað nyrst, þar
sem oddi af hrauninu frá 1878 stóð
út úr hjarnskörinni og stakst í
nýja hraunið.
í Mundafellshraununum voru
reykirnir miklu minm en norður
frá. En feiknamikil tibrá var yf-
ir því, miklu meiri en eg hef
nokkru sinni séð áður; var sem
loftið væri alt á einlægu kviki, ef
horft var langt og augum rent yfir
hraunið. Enn meir bar á þessu
ef litið var í sjónauka á hæðirnar
hinumegin hraunsins.
Þessa miklu tíbrá sá eg líka yfir
Lambafitjahrauni, en þar var loft-
ið meir gufumengað.
Hraun í framrás.
Eg kom að vesturjaðrinum á
Ivambafitjahrauni, þar sem það var
á mjög hægri framrás; það var
um miðjan dag 9. Maí; framrásin,
sem eg aðgætti, var um það bil 20
stikur á breidd; uppi á hraunbrún-
inni sá alstaðar i rautt hraunbráð
í sprungunum — eins og blóðugar
kvikur; framan á jaðrinum voru
lika skorpur af storknuðu hrauni
utan á eldleðjunni; þær voru mis-
stórar, sumar á við litlar stórsetur,
aðrar eins og stór stofuborð eða
þaðan af stærri, og alstaðar
sprungur i tnilli; þessir liraunjak-
ar eru lika mis-þykkir, sumir
þunnir eins og fjalir, aðrir þver-
handar þykkir að sjá, eða þaðan
af þykkri; við og við spyrntust
þessir hraunjakar fram, reistust á
rönd, eða sveigðust enn meir
áfram, eða duttu á grúfu; vall þá
hraunleðjan fram í stórum gúlum,
eins og þykk kvoða, rauðglóandi;
en brátt komst kyrð á kúlana, og
tóku þeir þá innan stundar að
dökkna og skæna og skánin að
smáþykna. Þetta var gangurinn,
samur og jafn, upp aftur og aftur.
Eg gat gengið fast að glóandi
hraunjaðrimnn, en varð þó að
halda fvrir andlitið, þoldi ekki
hitageislana. Hitamælir minn
émjög vandaður sveiflumælirj er
ekki gerður fyrir meiri hita en
50 gr.; í tveggja stiga f jarlægð
þarna frá hraunbrúninni sté hann
óðar upp í 45 gr.
Segulskekkja við suðureldstöðv-
arnar.
Á hæðamælir mínum er litill en
mjög vandaður áttaviti, sem aldrei
hefir farið i ólag á öllum mínum
mörgu ferðum um landið. Þegar
eg var korninn suður undir Kraka-
tind, 9. Maí, í sólarupprás, varð
mér litið á áttavitann, og sá strax,
að ólag var á honum; hvernig sem
eg snéri umgerðinni, þá snérist
segulnálin með, hringinn í kring,
rétt eins og hún stæði á sér eða
væri í sjálfheldu, en það hafði hún
aldrei gert mér áður; eg reyndi nú
að snarsnúa umgerðinni, og þá gat
eg látið nálina taka spretti, hlaupa
í hring, marga hringi, þó að eg alt
í einu stöðvaði umgerðina; sá eg
á því, að nálin var fu’lliðug; síðan
gerði eg aðra tilraun, tt*K upp
vasahníf minn og færði oddinn á
blaðinu lóðrétt niður að glerinu
yfir norðurskauti nálarinnar; gat
eg þá með hnífsoddinum teymt
nálina hringinn i kring og komið
á hana hröðum snúningi. svo að
hún hélt áfram að snflast marga
hringi þó að eg kifti hnifsoddinum
frá. En einlægt var nálin jafn
áttavilt. Hún hagaði sór líkt sem
segulstál jarðarinnar væri undir
fótum mér, eða alt segulmagn
horfið úr jörðinni. Eg hélt nú
áfram ferðinni suður eftir, en gætti
á áttavitann við og við; hélst þessi
truflun á honum allan þann tíma,
sem eg var í nánt við suðureld-
stöðvarnar, og þar til komið var
langt norður fyrir þær.
Eg hafði fengið þeim Guðmundi
skáldi og Sigfúsi annan áttavita í
ferð þeirra í kringum norðureld-
stöðvarnar. Höfðu þeir marg-
sinnis litið á hann og haft fullt
gagn af honum og hvergí orðið
þess varir, að ólag kæmi á hann.
Eg hef heyrt talað um ýmsar
rafsegultruflanir í lofti og jörðu
samfara jarðskjálftum og eldgos-
um; en veit ekkert nánar um þær
rannsóknir, og líklega hafa þær
engar verið gerðar hér á landi.
Þjykir mér rétt að geta um þessa
hendingu, sem fyrir mig bar, svo
að jarðfræðingar okkar fái vitn-
eskjtt um hana, að því viðbættu,
að hér heima get eg ekki vikið seg-
ulnálinni lengra en 10—15 gr. úr
hvíldarstefnu ^með þeim sama
hnífi, er teymdi hana í kring hjá
Krakatindi.
Horfur
eru góðar á því, að ekkert
verra muni hljótast af þessu gosi
en þegar er orðið. Það hefir
byrjað geyst, én fallið fljótt niður
aftur, óg virðist óliætt að gera sér
von um, að það blossi ekki upp
aftur að svo stöddu. Eg hef nú í
dag, 20. Maí, átt símtal við Ólaf í
Þjjórsártúni; segir hann mer, að
nú sjáist ekki reykir lengur, ekk-
ert eldmistur og enginn roði á lofti
um lágnætti; en alt þetta sást glögt
frá Þjórsárbrú um það leyti, sem
eg var á ferðinni.
Að lokum vil eg geta þess, að
fjarlægðin milli norður- og suður-
eldstöðvanna nemur nálægt því 12
röstum. Virtist mér sem eld-
sprungurnar mundu vera í beinni
stefnu hver af annari. — Nú fór
eg um og sá yfir alt svæðið milli
þeirra, en sá þar hvergi nein mis-
smíði, engar nýjar sprungur. En
það virtist þó auðsætt, að samrensli
hefir verið milli eldanna undir
niðri, því að öllum ber saman um,
að suðureldurinn hafi lægt jafn-
skjótt og gjósa tók norður frá. Af
þessu mætti ætla, að býsna mikið
eldbráð hafi verið niðri fyrir, og
óvíst að það komist alt upp í
þetta sinni; en engar getur vil eg
leiða að því, hvort líklegt muni
vera, að eldur komi upp aftur á
þess.um stöðvum, áður langir tímar
liða.
Reykjavík 20. Maí 1913.
—Lögrétta.
Fyrirmyndar borgir.
“Alþýðuskólarnir verða að vera
vermireitir og gróðrarstöðvar í
menningarakri þjóðarinnar”, segir
Dr. C. Dukes í riti sínu um heil-
brigði í skólum. “Andlegur gróði
þjóðarinnar er mestmegnis undir
því kominn, hve góða aðhlynning
æskulýðurinn fær í skólunum. Og
framsóknarafl þjóðarinnar fer
eftir líkamlegu uppeldi ungling-
anna á uppvaxtarárunum.”
Það er bersýnileg sóun á tíma
og almennings eignum, að reyna
að troða andlegum hlutum inn í
höfuðið á hungruðum börnum,
auk þess hvað það er harðýðgis-
legt. Líkamlega illa nærður héíli,
getur ekki leyst af hendi andlegt
verk á við þann sem vel er nærð-
ur. Þlað er þannig bæði óhagsýni
og grimd að setja hungruð börn
á skólabekk. • Þessvegna þarf hið
opinbera að gefa hinar nánustu
gætur að heilsufari skólabarna.
Roberts lávarður krefst vel
æfðra og hraustra hermanna.
Fyrsta og helzta ráðið til að geta
fengið þá, er það, að sjá um að
þær stéttir sem þeir koma frá, séu
andlegu og likamlegu þreki búnar.
“Heilbrigði fólksins er I raun og
veru undirstaðan sem heill og
hamingja þjóðarinnar hvílir á”,
sagði Beaconsfield lávarður ein-
hverju sinni. “En ef íbúar ein-
hvers lands standa í stað, lækka að
vexti og veikjast að kröftum, dóm-
ur þeirrar þjóðar er þegar upp
kveðinn.”
Hvernig er nú ástandið á Bret-
landi, að því er þetta snertir? Það
er þannig, að ekki hefir orðið að
lækka kröfurnar til vaxtar her-
manna sjaldnar en fimm sinnum
síðan 1845. Árið 1845 máttu her-
menn vera minstir 5 fet og 6
þumlungar; 1872 var Iágmarkið
fært niður í 5 fet og 5 þuml. og
nú er það komið niður í 5 fet og
2 þuml., og meðan á Búa ófriðn-
um stóð voru menn teknir í her-
þjónustu þó að þeir væru ekki
nema snögg og snauð 5 fet á hæð.
Þ,að kom og þá í ljós, að 60 per
cent., og stundum 75 per cent. af
þeim ungu mönnum, sem þá buðu
sig til herþjónustu, vorji svo úr-
kynja, að þeim var visað á bug.
Vér erum, eða að minsta kosti
höfum verið að ala upp æskulýð
þreklítinn og heiisuveilan. Vér
höfum einnig sýnt frámunalegt
skeytingarleysi í fjármálum.
í bók, sem Dundee Social Union
hefir nýlega gefið út, stendur þessi
grein:
Hið opinbera þorir ekki að
skifta sér af barninu til þess að
veikja hvorki né draga úr þeirri
ábyrgð er á foreldrunum hvilir í
þessu efni. En ef að ástandið, eins
og það er nú, sýnir að þjóðinni
fer aftur, andlega og líkamlega, og
að þeim fjölgar stöðugt er þjóðin
verður að sjá fyrir í fátækrahæl-
um, fangelsum og líknarstofnun-
um, þá virðist það ekki nema
sjálfsögð forsjálni, að stemma þar
stigu fyrir afturförinni, sem það
er auðveldast — nefnilega við ræt-
ur meinsins.”
Þegar þjóð vor vaknaði til með-
vitundar um það, að henni væri
að fara aftur að vexti og kröftum,
var konungleg nefnd skipuö til að
rannsaka málið. Allir þeir læknar
er hún leitaði upplýsinga hjá voru
einróma þeirrar .íkoðunar, að nauð-
synlegt væri að gefa nánar gætur
að mataræði barna. Þ|ó var það
ekki fyr en 1906 að þingið sam-
þykti fræðslulögin. Þ]ar er það
tekið fram, að þeim börnum megi
sjá fyrir fæði, sem ekki geta haft
full not fræðslunnar sökum skorts
á likamlegu viðurværi.
Þfetta eru þó enganveginn nein
fyrirmyndarlög. Mörgum af oss
virðist að þetta heftu átt að gera
að skyldu, en ekki að eins leyfi-
legt. Og því má bæta við, að ef
löggjafarnir hefðu hugsað meir
um maga barnanna en minna um
kostnaðinn við að fylla þá, þá
hefði ekki verið hægt að ámæla
þeim fyrir að spara centið, en
kasta dalnum. Börnin svelta þó
að lögin séu til.
Svo er það þó ekki í Bradford.
Sá bær var fljótur til að nota sér
leyfi laganna.
Nokkur hluti bæjarráðsins í
Bradford kom því til Ieiðar árið
1904, að rannsóknir voru hafnar.
Kom þá í Ijós, að 3000 til 4000
skólabörn liðu tilfinnanlegan skort.
Bæjarstjórnin skfpaði því skóla-
nefndinni að sjá þessum börnum
fyrir fæði. Þegar lögin sem áður
var á minst, gengu í gildi, notuðu
Bradfordbúar sér það óðara. Árið
iqo8 voru gefnar meir en 967,000
niáltiðir. Árið sem endaði 31.
Marz 1910 höfðu verið gefnar
957,739 máltíðir, og næsta ár voru
í>ær 753.385-
Samkvæmt síðustu skýrslum sem
ná til 31. Marz 1912, hafa það ár
verið gefnir 437,769 miðdegisverð-
ir og 210,527 morgunverðir. 3,634
börn hafa notið þessara máltíða.
Hver máltíð hefir kostað að með-
altali 2,32 d.
Allur maturinn er búinn til á
einum stað og fluttur í þar til
gerðum mótorvögnum út um alla
Ixjrgina. Máltíðarnar eru tvírétta ;
það fellur Yorkshire börnunum
vel. Þíar eru súpur, pies, pudd-
ings, allskonar ávextir og einstöku
sinnum kjöt og fiskur.
Margar tilraunir hafa verið
gerðar, sem allar sýna hvað börn-
unum líður miklu betur, pegar þau
fá matinn í skólunum, heldur en
heima. Eitt barn þyngdist um 3
pund 5 oz á einni viku, en léttist
um eitt pund á jafnlöngum tíma,
þegar heimilið sá því fyrir fæði.
Önnur tilraun var gerð á 40 börn-
um. Þau þyngdust að meðaltali
un 1 pund og 4 oz fyrstu vikuna.
Ung stúlka sem lengi hefir unn-
ið að því að bæta kjör fátækra í
Bradford, hefir líkt þessum bráðu
breytingum, er börnin taka, við
hálfkulnaðan eld, sem blossar upp,
þegar eldsneyti er lagt á hann.”
Þþð er svo að segja komið inn
í merg og bein Bradford búa að
gefa skólabörnum mat; margir
sem börðust með hnúum og hnef-
um gegn því í fyrstu, mæla ákaf-
ast með því nú.
Bradford sér börnunum einnig
fyrir fæði í fríum þeirra, og fer
þannig lengra, en lögin ákveða.
Börnunum er líka séð fyrir morg-
unverði þó að lögin heimili það
ekki.
Þetta hefir leitt til þess, að dá-
lítill gamanleikur er leikinn árlega
í bæjarráðinu. Endurskoðarinn
færir skólaráðinu til reiknings það,
sem morgunverðirnir hafa kostað.
Enginn þeirra er í því sitja, verður
þó fyrir útlátum. Skólaráðið til-
kynnir þetta bæjarráðinu, sem eft-
ir stutta málamyndar vörn og sókn,
ákveður að borga upphæðina úr
bæjarsjóði. Endurskoðarinn vill
fá skólaráðið til að fá lagaheimild
fyrir þessum útgjöldum, en það
kýs 'heldur. að láta við svo búið
standa.
Alþýða manna í Bradford tel-
ur líka nauðsynlegt, að læknar
rannsaki heilsufar skólabarna.
Flestir læknar eru sömu skoðunar.
Dr. E. M. Steven segir “að
læknar sjái það nú orðið, að slíkt
komi ekki í minsta máta í bága
við starf “practiserandi” lækna,
heldur þvert á móti komi þeim oft
að góðu liði. Á þann hátt verði
sjúkdóma oft miklu fyr vart en
ella mundi. Löggjafarnir sem al-
þýðan kýs, ættu sannarlega ekki
lengur að vera að hamra á því, að
ríkið megi ekki taka fram fyrir
hendurnar á foreldrunum.
í skýrslu Mr. Williams um
heilsufar í Bradford, stendur þetta
meðal annars;
9560 nemendur hafa verið sköð-
aðir á árinu.
3524 börn hafa verið< skoðuð
vegna sjóngalla.
Skólahjúkrunarkonur hafa enn-
fremur haft til meðferðar 25,495
nemendur, sem hafa haft veikt
hár, augu eða eyru eða verið í
óhæfilegum fötum.
839 gleraugum var útbýtt.
285 sinnum voru X-geislar not-
aðir.
1966 börn hafa notið tannlæknis
hjálpar.
Þ)etta er úr skýrslunni fyrir ár-
ið 1911.
Nú mætti spyrja: Er þetta ó-
maksins vert? Borgar það sig?
Látum dr. Williams svara;
“Heilsufar skólabarnanna hefir
stórkostlega batnað. Augna og
eyrna veiki er miklu sjaldgæfari.
Óhreint höfuð og ótilhlýðilegur
fatnaður sést varla.
Nemendurnir sækja skólann
miklu betur. Hér um bil 30,000
færri fjarvistir vegna skarlatssótt-
ar hafa átt sér stað árið 1911 eij
árið áður.
Ennfremur heldur herra John
Knowles, sem er skólatannlæknir,
því fram, að munn og tannsjúk-
dómar hafi minkað að miklum mun.
“Tennur úti-skóla barnanna voru
vel heilbrigðar”, segir hann.
Hið mikla og góða verk úti-
skólans í Bradford er langrar íhug-
unar vert. Það þótti nauðsynlegt
að kenna börnum sem voru heyrn-
arlaus, blind eða krypplingar, og
einnig þeim sem voru andlega
veikluð. Þjessir vesalingar þurftu
bersýnilega eitthvað meira, en það
sem bamaskólinn gat veitt þeim.*
Skólalæknirinn hefir einnig bent á
annan hóp barna, sem ekki þarf
síður að gefa sérstakan gaum. Og
sú hjálp, sem þessi börn þurfa, er,
ef til vill enn nauðsynlegri og þýð-
ingarmeiri heldur en þeirra sem
nefnd hafa verið; þvi að það er
ekki áð eins eitt líffæri, sem þar
er sýkt, heldur er allur likaminn í
hættu staddur. Þ)að er sennilegt
að 3 til 5 per cent. af öllum barna-
skóla nemendum, þurfi að vera í
úti-skólum.
“ÞjVí nær allir nemendur”, segir
í skýrslunni, “fá mjög rnikla heilsu-
bót og margir sem úr skólanum
fara, hafa fengið fulla meinabót.”
Síðan þessi skóli var stofnaður
1908, hafa 969 börn sótt hann.
Þjau hafa þjáðst af berklaveiki,
blóðleysi, hjartasjúkdömum o. s. fr.
Mörg þeirra barna sem í þess-
um skólum þurfa að vera, þjást
ekki af neinum sérstökum sjúk-
dómi — þau eru aðeins lin eða
tepruleg. En þessum börnum er
einmitt hætt við að verða herfang
ótal sjúkdóma. Fyrir þau er þessi
skóli fremur til verndar gegn veik-
indum en lækninga.
Dr. Williams er alveg hugfang-
inn af þeim líkamlegu framförum,
er þau börn taka, sem sækjá úti-
skólann. Þíar hafa þau nóg af
hreinu lofti, heilnæmum mat og
hreinlæti.
Þíað er þá auðséð að Bradford
er sólarmegin í skólamálum. Sjálf-
sagt hafa þó íbúar þessa bæjar
margt að læra af þjóðum, sem
lengra eru á leið komnar í skóla-
málum en vér, svo sem Dönum,
Þjóðverjum og Svíum. Er því
vonandi að þeir láti ekki hér stað-
ar" numið og haldi að alt sé gjört
sem gjöra má.
Athss Grein þessi, sem er laus-
lega þýdd úr I tímaritinu “The
“London Magazine”, á auðvitað
einkum við sátandið eins og það
er á Englandi. En kemur hún
ekki einnig við kaun vor, sem bú-
um vestanmegin hafsins?
Þlýð.
Veríir.
Utan frá yztu miðum úti á reg-
inhafi, alt inn á instu og smæstu
víkur og voga með ströndum
fram, renna allar tegundir vigbú-
inna flothylkja, alt frá tröllaukn-
ustu vigdrekum til smæstu tundur-
báta. Á landamærum ríkjanna og
umhverfis borgir og bæi, eru kast-
alar reistir og allskonar varnar-
virki, hlaðin tundurefnum og
hræðilegustu morðvopnum, sem
mannlegt hyggjuvit hefir fundið
upp. Alt á þetta að vera til þess
að vernda rétt og tryggja öryggi
þegnanna, gegn skaðlegum og
ranglátum árásum aðvífandi óvina.
Hundruð og þúsundir manna
eru sífelt á verði. Þeir eyða tím-
anum við að æfa listir sínar og
kænsku, er hugsanlegt er að gagni
megi koma, ef óvini ber að garði.
Þ|egar svo hrokafullum og skamm-
sýnum stjórnendum virðist sér á
móti gert, senda þeir herskarana,
hvern á fætur öðrum, til þess að
jafna á þeim er rangt eiga að hafa
aðhafst. Þúsundirnar leggja líf
og heilsu í sölurnar. Foringjun-
um sem bera sigur úr býtum, er
hampað sem eftirlætisbarni á lófa
þjóðarinnar, þeir eru sæmdir kross-
um og titlum, og stjórnendurnir
tigna þá og tilbiðja og telja þá
hina einu nauðsynlegu og óhjá-
kvæmilegu verði þjóðarinnar, sem
heill hennar og hamingja sé að
mestu leyti undir komtn.
En allur útbúnaðurinn, sem þárf
til þess að geta tekið þátt í þessum
blóðugu stórorustum, kostar svo
geypimikið fé, að erfitt er að gera
sér ljósa grein þess, hve stórkost-
legt það er.
Þ|Ví er það, að herskattur margra
hinna svo kölluðu siðuðu þjóða, er
orðinn svo gifurlegur, að óvíst er
-hvort þjóðirnar geta til langframa
risið undir því. En alþýðan borg-
ar og stjórnin og gæðingar þeirra
berja herbúnaðartrumbuna og
reyna að telja sér og öðrum ‘trú
um, að herbúnaður sé hyrningar-
steinn sannra þjóðþrifa, og þjóð-
irnar glatist ef þeím steini sé kipt
burtu eða af honum molað. Og
þeir reyna að tildra herforingjun-
um á sem hæsta stalla og láta sem
mest á þeim bera og kalla þá “líf-
verði” þjóðar sinnar.
Þó að burgeisarnir og flestir
þeirra sem völdin hafa,. láti sér
slíkar kenningar sæma, þá sjá þó
flestir hinna heilskygnu og betri
manna þjóðanna, að flestar nótur
sem barðar eru á bumbu heræsing-
anna og herbúnaðarins, eru falsk-'
ar.
En til eru aðrir verðir, sem
minna ber á, sjaldnar er minst og
minna kosta. Fæstir þeirra bera
marglita, blæfagra borða eða
ganga í dýrindisfötum. Margir
þeirra hafa bogið bak og knýttar
hendur af langvarandi og hörðu
erfiði.
Flestir sem heima eiga í þeirn
löndum, þar sem járnbrautir eru,
hafa einhvern tíma ferðast með
járnbrautarlest. Hafa þá ekki
allir tekið eftir því, að lestin
brunar öðru hvoru fram hjá mönn-
um, sem standa svo nærri teinun-
um, að lestin’ þvi nær strýkst viS
þá. Þjeir hafa flestir skóflu eða
haka i hönd. Þetta eru mennirnir
sem stöðugt líta eftjr því að braut-
in sé í lagi og óhult til umferðar.
Með lestinni fara aðnr, sem stöð-
ugt eru á gægjum. Þeir hafa að
mörgu að gæta, ekki síst þegar
lestin nálgast brautarstóövar. Ljós
með ýmsum litum, spjöld og annað
því um líkt, gefur þeim til kynna,
hvort alt sé þar í lagi og óhætt að
halda áfram. Enn aðrir eru þar
fyrir, sem hafa séð um að rétt
merki væru gefin og raddsíma og
ritsimaþjónarnir hafa flutt fregn-
ina um ferð lestarinnar i tæka tíð.
Uppgötvunarmennirnir hafa áður
rutt brautina fyrir því. Alt þetta
fjölmenna varðlið sér um, að
ferðamaðurinn getur nokkurnveg-
inn óhultur og áhyggjulaus ferðast
af einu landshorninu 1 annað og
þó “setið kyr á sama stað”.
Ef til vill eru varðliðin hvergi
fjölmennari og margbrotnari en í
stórbjæunum, miðað við svæðið
sem þau rækta. Mest ber þar að
öllum jafnaði á lögregluliðinu og
þó vinnur það venjulega minst.
Margur myndi þó rnega að sér
ugga, ekki síst eftir að rökkva
tekur, ef það væri ekki við hend-
ina. Þeim er og veitt lið er þeim
má að mestu gagni koma á meðan
nóttin stendur yfir. Óðara en
skyggja tekur eru göturnar ljós-
um ljómaðar. En til þess' að það
megi ske, verða ótal iðnar hendur
og árvökur augu að vinna hvíldar-
Iaust. Og hvernig myndi oss
verða við, ef vér um miðja nótt
þyrftum nauðsynlega á ljósi að
halda í herbergjum vorum, ef ljós-
gjafinn væri þá horfinn?
Margir nota engan annan eldi-
við en gas. Vatn er við hendina
í öðru hvoru herbergi. Hvernig
mundi matreiðslukonunni verða
við, ef vatns- og gaspípurnar væru
tómar, þegar hún á að fara að
búa til matinn? Og hvernig mundi
maga íbúanna líða daginn þann?
Þjað yrði broshýr blær á andlitun-
um undir kveldið.
Þegar eldsvoða eða bráð slys
ber að höndum er fyrst af öllu
hlaupið í “fóninn”. Hugsið yður
ef maður ætti það á hættu hvort
nokkur svaraði eða ekki. Mundi
nokkrum detta i hug að eiga heima
stundinni lengur í stórbæ, ef hann
vissi ekki að síkvik eyru væru öll-
um stundum til taks á miðstöð
telefónanna og sívakandi bruna-
verðir reiðubúnir til að fórna
kröftum og jafnvel lífi til að
vernda eignir bæjarbúa.
Sjaldan þarf lengi að fara um
bæjarstrætij til þess að mæta
mönnum, sem ýta breiðum spaða á
undan sér. Feikna fjöldi þeirra,
sem um fara, lítur niður á þessa
menn. En hvernig mundi um-
hverfis verða á götum úti og inni
í húsum, ef þessir menn legðu
niður verk sín í nokkra daga?
Ekki mundi saurhaugurinn gera
alla umferð lítt kleyia, neldur
mundu borgirnar vet'ða svo hræði-
leg pestarbæli, að engum manni
mundi þar líft stundu lengur.
Fæstir þeirra manna, sem þann-
ig standa stöðugt á verði og fylla
lífið þægindum og ljósum yl, fá
nokkura viðurkenningu. Þjeirra
er hvergi minst, og margur dremb-
inn heimskinginn lítur á þá með
þótta og fyrirlitningu. Þegar
þjóðirnar komast á það stig, að
kunna að meta og virða striga-
klæddu þjónana sina að verðleik-
um, þá verður sælla að lifa en nú,
sjónhringurinn víðari og æfibraut-
in fleiri og fegurri blómum stráð.
Wl NDSOR
SMJER SALT
Varð öllum meira hvar sem
kept var á sýningum.
Árið 1911 var sigur.ár fyr-
ir Windsor Dairy Salt. Rétt
öll verðlaun fyrir smjörgerð
voru nnnin af þeim sem not-
uðu Wiudsor Dairy Silt.
Þeir sem hafa smjörgerð
og mjólkurbúskap að atvinnu
segja að Windsor Dairy Salt
sé þeirra bakhjallur. Þeir
reiða sig á það vegna þees
þeir vita að það er altaf
hreint, af því að smjörlð
verður bezt úr því, af því að
þeir vinna verðlaunmeð því
og fá hæsta verð fyrir smjör-
iö, er þeir nota WINDSOR
DAIRY SÚLT. 66D
Mikil skytta.
Fyrra laugardag var haft skot-
mót hér í borginni, með þeim
hætti, að 20 hinar beztu riffil skytt-
ur úr 90 herdeild sjálfboðaliðsins,
háðu orrahríð við 20 hina fimustu
skotmenn í London á Englandi, og
var kept um silfurbikar mikinn,
sem þar til hafði verið gefinn, og
skyldu þeir sem bæru liærri hlut,
halda bikarnum í eitt ár.
Leikar fóru þannig, að Winni-
peg menn unnu sigur.
Bezt af öllum skaut landi vor
Sergeant J. V. Austmann og
lieutenant *A. M. Blackburn, þeir
voru hnífjafnir.
Blackburn þessi hefir í mörg ár
verið talinn einn af allra beztu eða
jafnvel bezta skytta í brezka rík-
inu.
Herra J. V. Austmann hefir enn
ekki náð þeim aldri að hann hafi
kosninga rétt. — Hann er aðeins
tvítugur.
Alt var símað milli London og
Winnipeg, jafnóðum og skeði.
— Henri Bourassa, foringi
hinna svo kölluðu Nationalista, var
hér staddur um helgina, og hélt
ræðu mikla um landsmál. Hann
kvað Borden hafa fengið 22 at-
kvæði í Quebec fyrir fylgi Nationa-
lista, en ekki mundi hann fá meir
en 8 þar við næstu kosningar.
Þegar soðið er við
gas, er eldhúsið svalt
Gas stó hitar ekki upp eldhúsið
eins og viðar eða kokt stó, og þar að
auki eyðir minnu ti! eldiviðar og
bakar og eldar fyrirtaks vel. Kom-
ið og látið oss sýna yður Clark
Jewei Gas Range, hina beztu
gas stó sem nú er seld.
GAS STOVE DEP’T
WINNIPEG ELECTRIC RAILWAY CO.
322 Main St. Phone M. 2522
SaumlaMsjr sokkar eru peningavirði
Engin önnur tegund getur verið það
Handa sjálfum yöur og heimilisfólkinu
aðeins Pen-Angle sokkaplögg! Af því
aö þetta er sú tegund sem prjónuö er
saumlaust og fellur vel að fætinum,
endist lengur, þarf minni aðgerðar,
pokar hvergi, rifnar hvergi, Þetta
eru þeir einu sokkar, sem í raun og
sannleika f a r a v e 1 falla sem þægi-
legast að hverri bringu og bugðu fóts
og leggjar—saumlausir—og samt þarf
enginn að borga meir fyrir þá en aðra.
Vel sniönu
Saumlausu
Karl, kona, barn. Pen Angle sokkar munu fara
betur og falla yður bezt í geð, hvaða þykkt og
lit sem þér kjósið. Búðin sem þér verzlið við
hefir þá tegund. Gætið að vörumerkinu.
Penmans Limited,
Paris, Canada
Nærföt
Prjónapeysur
Sokkar