Lögberg - 26.06.1913, Blaðsíða 3

Lögberg - 26.06.1913, Blaðsíða 3
lögberg, fimtudaginn 4 Smávegis um sólkerfið. Spurningar, sem enginn getur svaraS, heilla hugann mest. Og einmitt vegna þess aS ekkert svar er til við þeim, er hægt aS ræSa um þær aftur og fram, eins lengi og hverjum þóknast. Eitt af því, sem margir hafa gaman af aS tala um og hugsa, eru stjörnurnar og lög þau er þær hlýöa. Þ’aö, serti viö köllum sól, er, eins og mörgum mun kunnugt, aöeins lítill einstæöingur í geimnum, langt frá öllum frændum sínum, en þó ein af þeim tegundum hnatta, sem vér köllum “stjörnur”, vegna hinn- ar geysilegu fjarlægöar sem þær eru í frá oss. Ef nú átta eöa níu reikistjörnur fylgja hverri þessara sóla, eins og vorri, þá skilst oss hve stórt svið lífsins er; oss liggur við að viröast þaö takmarkalaust. Jafnvel þó aö vér vildum ekki imynda oss, að nema ein reiki- stjarna er fylgdi hverri sól, væri bygö, þá veröur sviöiö eigi að síö- ur feyki stórt, því aö fjöldi fasta-< stjarnanna er talinn i hundruöum miljóna. Þaö viröist varla geta komiö til mála, aö' ímynda sér að sól vor ein hafi þau einkaréttindi, aS bera líf í kerfi sínu. Aöur en vér fellum nokkra dóma er þó vert aö líta í kringum sig í ljósi staöreyndanna. Síöustu rannsóknir hafa leitt þaö í ljós, aö stjörnukerfin eru venjulega mjög ólík voru stjörnukerfi. Þjað er fremur undantekning en regla, aö sólunum fylgi smáir dimmir hnett- ir og gengi umhvertls pær eftir sirkilbrautum. Þaö hefir og komið í ljós, aö margar af þeim stjörnum, sem fyrir berum augum viröast vera einstakar, eru þaö ekki, heldur eru svo kölluö tvístirni. í þessum kerfum snúast systurstjornurnar, samkvæmt NewtonS lögunum, um- hverfis sameiginlega þungamiöju. En eftirtekta vert er þaö, að fylgi- stjarna gengur. ávalt umhverfis aöalstjörnuna eftir mjög aflangri, sporöskjulagaöri braut, mjög líkri halastjörnubrautum. Og þær fara ekki þann hring á einu ári, eins og jörö vor umhverfis sólina; þær eru stundum margar aldir aö Ijúka við eina hringferö. Þtaö kemur stöðugt í ljós, aö mikill meiri hluti þeirra stjarna, sem hingað til hafa veriö álitnir einbúar, eru tvíbýlisstjörnur. Þess; vegna virðist þaö óliklegt, aö út- brunnar stjörnur gangi umhverfis þessa tvíbura. Þ.ö aö fylgistjarnan yröi dimm, þó er mjög ólíklegt, aö líf gæti myndast þar, vegna þess, hve umferðartíjni hennar > um sól sína er langur. Af þessu má nú ráöa, aö eftir því sem stjörnufræðin kemst lengra áleiöis, og því meir sem vér fræöumst um þaö. sem fram fer úti í stjörnugeimnum, því minni viröast líkurnar til þess, aö þar sé nokkurt líkamlegt lif. Eigum vér þá af þessu aö draga þá ályktun, aö jörð vor sé eini fbyggilegi hnötturinn á meöal hnattamiljóna alheimsins? Því fer mjög fjarri. Þjaö væri jafn barnalegt aö halda því fram að jörð vor sé eini byggilegi hnöttur- inn, eins og halda að allir hnettir séu mannabústaðir. Vísindin geta ekki gefiö oss •nein ákveðin svör í þessum efnum. Alt er þoku huliö. Vér getum spreytt ímyndunarafliö á því, hvaö í þokunni búi. Rómverskur stjörnufræöingur hefir komist aö oröi eitthvaö á þessa leið: “Þaö virðist ganga fíflaskap næst, aö álíta hinn ótölulega grúa himinhnattanna óbygöa evöimörk; á þeim hljóta að búa verur, sem þekkja, heiöra og elska skaparann. Og ef til vill þekkja þessar mann- verur betur skyldur sínar viö hann sem geröi þá af engu, lieldur en vér.” Ef til vill er hér heldúr langt fariö. Þlahnig fer oft þegar ráöa á fram úr dularfullum rúnum. Þaö er þó víst, að svo stór er stjörnugeimurinn og svo margar sólirnar sem í í'onum sveima, aö nóg rúm virð'st vera iyrir þessa háleitu og göfugíi skoðun. Al- mættishönd skaparans nær jafnt til yztu marka rúms og tíma,- Þ’laW sem vér köllum ómælístima, er sem ekkert hjá eilífð hans og þær mil- jónir sólna, sem reika eins og duft í alheimsvíddinni, er hégómi hjá almætti hans. ' Að verða út i Geisar í myrkrunum grenjandi hríö, svo glymur í fjallanna þröngum, og draugarnir hlakkandi hendast i stríö, með hrynjandi barctagasöngum. Þ|aö ýskrar og vælir og orgar og hvín, og illviðra vætturin dansandi hrín, meö óhljóöum illum og löngum. Brýzt um í fönnunum fölleitur sveinn, meö frostperlur glærar á kinnum; hann vilst hefir síöla af veginum einn, í voöa frá mannanna innum. Hann hamast og fannirnar heggur á sniö, með herðunum spyrnir hann bylj- unum viö svo titrar í taugunum stinnum. En óöum hann þreytist, því þung er sú hríö, sem þyrlast um vangana bleika. — Þó unnustan bíöi hans broshýr og fríð, hann byrjar á fótum aö reika. Hann horfir og fölnar og hnigur í dá, — nú hvílist hann dúnmjúkum fönn- unum á, og hægt slær nú hjartað hans veika. Nú sér hann aö blasir viö blikandi höll, meö brennandi, titrandi Ijósum, er hvilir á glóandi gullsúlum öll, meö glitveggi þakta x rósum. Hann heyrir þar sungi'ð og dans- aö svo dátt, við dillandi, leikandi hljóðfæra- slátt, af kátum og draumhýrum drósum. Hann ber þar að dyrum, er boðið þar inn, af brosleitum, hlægjandi fansi, en ein, sem hann þeRKir, hún kyss- ir hans kinn, í kvikum og' lyftandi dansi. Hún klæöir hann allan í skínandi skraut og skrýddan og prýddan hann nemur á braut, úr dansandi drósanna kransi. Hún leiðir hann þögul í litofna sæng, og legst upp viö ólgandi barminn, svo breiöir hún yfir hann vonanna væng, og vefur hann fast inn í arminn. — Nú vaggar hún rólega værö á hans brá, og vakir svo dreymandi beöinum hjá, og kyssir þar hýrleitan hvarminn. Um daginn í fönnunum fundu þeir svein hjá freðnum og ísköldum steinum; hann haföi þar látist meö lé- nxagna bein, en lýst haföi’ af svipinum hrein- um, því kuldinn lxann fæðir oft ein- hvern yl, sem að eins í dauðanum verður til, — já, fátt segir oftast af einum. H. Hamar. —ísafold. Framsýni. Svo heitir grein, sem Björn heit. Jónsson reit í ísafold 1890, þegar á döfinni var stofnun “Gufuskipa- félags Faxaflóa og Vestfjarða”. Hann lét þá sem ella hendur standa fram úr ermum, til þess að vinna því máli framgang. Það voru þá 80,000 kr. sem safna þurfti til fé- lagsstofnunarinnar. Sýnir B. J. ljóslega fram á hversu lítið lands- menn þurfi á sig aö feggja til þess að hafa upp þetta fé, t. d. minka ofboö lítið viö sig káffidrykkju, eöa tóbaks- eöa áfengi.snautn o. s. frv. Hann bendir og á, hvernig Ameríkumenn hafi fa.rið aö, þegar þeir vildu lósa sig viö “ójafnaö- artiltæki yfirdrotna sinna, Eng- lendinga” — neituöu sér algjörlega unr uppáhalds munaðarvöru sína teið. Þ'essum 80,000 kr. tókst ekki aö safna þá — þrátt fyrir góöra manna atfylgi. Hvernig stóð á því? Því mun í raun réttri svaraö í seinni hluta greinar B. J., sem ísafold getur ekki stiít sig um að taka hér upp. Hún hljóðar svo: Nei, þaö er ekki getuleysið, sem hamlar oss. Þíaö er — framsýni, ein ein- kennileg tegund af framsýni. Þaö er ekki algeng framsýni; þaö er ekk i ensk eöa amerísk eða frönsk eöa þýzk e'öa dönsk eða norsk framsýni. Þ|aö er íslenzk framsýni, — íslenzk tegund af framsýni. — Þaö eru til íslenzkar tegundir af dygðum, eins og t. d. af jurtum, svo sem íslenzk fjalla- grös 0. fl. Þgssi íslenzka framsýni lýsir sér meöal annars i þessum og því líkum orðum af munni þeirra, er mest hafa til að bera af henni: “Eg ætla að vita fyrst, hvort nokk- uð verður af því. Eg er með, ef nokkuð veröur af því.” ,Tugum og jafnvel hundruðum saman bíöa menn nú með aö taka þátt í gufuskipafyrirtækinu, eftir því, hvort nokkuö vetður úr því. Það er mein, að sá eöa þeir, sem búiö liafa til hinar alræmdu Mol- búasögur, þektu ekki þessa rnaka- lausu íslenzku dygö, “framsýnina” þannig lagaöa. Hún hefði annars sjálfsagt komist í það kostulega þjóðsögusafn. Lífspeki sú, er hún er grundvölluð á, stendur eigi hót á baki hinni nafntoguðu hagsýni og ráðsnild Molbúanna. Tiu menn þurfa nauösynlega aö vera samtak til aö koma einhverju fram. IÞjá segja níu þeirra hver í 26. Júní 1913. sinu horni: “Eg ætla að sjá fyrst, hvort nokkuð veröur úr því”. Eöa jafnvel aö þeir segja þaö allir tíu, hver í sínu horni. Meiri hluti liösmanna segir á undan orustunni viö minnihlutann, sem veit aö lífsnauösynlegt er eöa óhjákvæmilegt að heyja bardaga: “Vér viljum vita fyrst, hvernig ykkur gengur; viö komum meö, ef ykkur gengur vel”, þ. e. ef nokkuð verður úr því fyrir ykkur að halda uppi bardaganum. “Viö erum meö et aðrir eru með”. Ef allir hundraö væntan- legir félagsmenn í einhverju vænt- anlegu fyrirtæki segja þetta hiö sama, hver í sínu lagi, hvað verður þá stór tala þeirra, sem veröa með? Enginn -f- enginn er = enginn. í stjórnarbaráttu vorri hinni fyrri var alt af nokkur flokkur nxanna, hinn svonefndi minnihluti, sem hugsaöi — og talaði stundum líka — á þessa leiö: “Víst væri það mikið gott. ef það fengist, þetta sem þið tariö fram á. En við erum svo hræddir um, að það sé ófáanlegt, það sé enginn vegur aö fá þaö fram. Við erum með, ef nokkuð veröur úr því aö þaö fá- ist”. Fyrir þessa “framsýni” þeirra meöfram eöa aö miklu leyti var þaö, aö vér uröum að bíða rneir en 20 ár eftir stjórnarbót þeirri, er vér fengum 1874. En — þaö er satt: þá voru þeir meö; þá var minni hlutinn meö, þegar slg- urinn var unninn. Hann sló ekki hendi á móti ávöxtum sigursins, þegar hann var fenginn. Hvernig gengur tiöum í kosn- ingum, — alþingiskosningum, sveit- arnefndai'kosningum T Eg kem og kýs, ef hann (sá og sáj kemur. Eg kem ef aðrir koma”. Kjósend- ur eru 100. Þar af segja 80 þetta sama, hver í sínu horni. Af hinum 20 ráöa svo 11 kosningunni, eöa þá aö ekki verður löglegur kjör- fundur. Alt afleiðing af hinni sömu óviðjafnanlegu — framsýni. Þegar þjóðip fyrir þessa “fram- sýni” sina er orðin að strandaglóp í framfaraleiðangri mannkynsins og er dottin úr sögunni — komin undir græna torfu, þá mætti setja á .leiöi hennar þessi orð : “Hcr liggur þjóð sem var alt af að bíða eftir því, hvort nokkuð yrði úr scr”. Svo reit B. J. fyrír 23. árum. /Etli hin íslenzka þjóð sýni þaö eigi að þessu sinni, aö önnur sé öldin nú en þá? HJtli hún sýni þaö ekki, að: þessi og aörar líkar hvatningargreinar hafi orðið aö gagni. JEtli hún veröi ekki búin að sýna það þ. 1. Júll) að nú lyfti hún nær 5 sinnum stærra hlassi en hún gafst upp viö 1890 — lyfti því eins og aö drekka? Eimm hundruð krónum skrifaði skósmiöur einn á Bíldudal sig fyrir nýlega í Eimskipafélaginu og fimni hundruð krónum skrifaöi bóndi í Kjósinni sig fyrir um dag- inn. Veröi þeir margir í alþýöustétt. er láta þjóðþrifa-áhuga sitja svo í fyrirrúmi getu sinnar, sem þessir ágætismenn hafa gert — þá verð^ ur oss eigi skotaskuld úr þvi aö reisa Eimskipafélagið á öruggum grundvelli. —Isafold. Mótmæli og leiðrétt- ingar. f 34. nr. Heimskringlu þ. á. stendur dánarfregn Friðriks Ólafs- sonar, rituö af herra Jónasi Hall. Þar minnist hann á Þingvallasöfn- uð og að söfnuðurinn hafi gengiö úr kirkjufélaginu fyrir þrem ár- um. Næst þar á eftir standa þess- ar setningar um söfnuðinn, “sem kirkjufélagið ætlaði að brjóta und- ir sig eftir útgönguna og stendur ennþá í málaferlum við”, og nókkru síðar bætir höf. þessu viö: “Þar sem kúgunartilraunum var aö mæta frá hálfu kirkjufélagsins”. Nú vil eg leyfa mér að mótmæla þessurn staðhæfingum hins heiðr- aöa höfundar., sem algjörlega röngum. KirkjufélagiÖ hefir aldreí reynt til að brjóta Þíngvallasöfn- uð undir sig. Kirkjufélagið stend- ur ekki í nokkrum málaferlum við söfnuðinn og kirkjufélagið hefir engum kúgunartilraunum :beitt við söfnuöinn e'ða einstaka meðlimi hans. Eg skil ekkert í hversvegna höf. kemur _með slikar staðhæfing- ar, hann ætti aö vita betur og gef- ur líka í skyn að hann sé málefn- um þessum býsna vel kunnugur. Sé honum eitthvað illa við kirkju- félagið, ætti hann að velja aðra að- ferö til að jafna sakir; líka ætti honum að skiljast, að það lýsir sorglegu hugsunarleysi aö vera aö draga deilumál einstakra flokka inn í dánarfregnir. Það er annars farið að gjöra málefni Þingvallasafnaöar talsvert að opinberu umræðuefni, einkumi Breiðablikum. Ritst. talar um í Apríl nr. Breiðablika þ. á. þannig; “Þjað er framburður vitnanna í málinu fræga, sem kirkjufélagið lét höföa út af kirkju Þingvalla safnaðar”. í Marz nr. Breiðablika 1912 stendur þetta (\>&r sem getiö er um dómsúrskurö þann er dæmdi minnihlutanum í vilj: “Er minni- hluti Þingvallasafnaöar höföaði aö tilhlutun kirkjufélagsins”. Hvern- ig á nú að skilja þetta ? Sannleik- urinn er; að kirkjuféiagið lét ekki höföa þetta mál og þaö var ekki höfðaö aö þess tilhlutun; minni hluti Þingvallasafnaðar höföaði málið og veröur aö standa ábyrgð á þvi til enda. Til sönnunar þessu skulu tilfærðar þessar setningar úr bréfi frá forseta kirkjufélagsins til undirritaðs, dagsettu seint í Júlí 1910, nokkru eftir aö minnihlut- anum var neitað um notkun kirkj- unnar. Oröin hljóöa þannig: “Aö svo stöddu get eg ekki ráðlagt ykkur annað en þaö aö bíða ró- legir, ekki er ómögulegt, aö eitt- hvað kunni saman aö draga”. Þetta sýnir glögt, að ekki hvatti forseti kirkjufélagsins minnihlut- ann til þess að fara í mál út af kirkjueigninni. En hitt skal á sama tima viöurkent fúslega, aö siöan minnihlutinn hóf málsóknina hefir kirkjufélagið stutt hann drengilega í gegnum alt málið, svo langt sem komið er og aflað frjálsra samskota innan kirkjufé- lagsins, til þess aö hjálpa til að standast kostnaö. Þessvegna veit- ir ritst. Breiöablika kærleiks- „straumum sínum á kirkjufélagið í gegnum tímarit sitt. Einkanlega veröa fyrir þeim áaustri prestarnir, sér í lagi þó forseti kirkjufélagsins og séra K. K. Ólafsson. Ritstjóri vissi líka aö séra Kristinn hafði nýlega orðiö fyrir þungbærri sorg, og sýnir svo þannig lagaða hlut- tekningu. Einu hefir ritst. Breiðablika alveg gleymt að fræöa lesendur sina á i málaferlum þessum, og það er á hvaöa ástæöu dómsúrskurðurinn var bygður er dæmdi meirihlutan- um í vil? Hann var bygður á mis- skilningi; bygöur á úrfellingu 11. gr. safnaðaidaganna. Um eignir, sem allir fermdir meölimir safn- aðarins vissu eða áttu að geta vitað að aldrei hafði verið feld úr gildi, hefir aðeins skift um tölu, var áö- ur fyrri nr. 12. Aldrei hefir sést neitt í Breiöablikum um réttarhald- iö í Grand Forks í Maí 1911, þegar dómurinn úrskuröaði aö II. gr. um eignir, stæöi góð og gild. Þar meö breyttist þá í öfuga átt hinn fyrri dómsúrskuröur. Þetta vona eg aö hinn .heiöraði ritstj. taki til athugunar næst er hann ritar um málaferlin og skýrir þau fyrir les- endum blaösins; hann veit aö mál- iö hefir aöallega og mestmegnis snúist um lög safnaöarins. Líka vil eg biðja herra ritstj. að athuga vel trúarjátningu safnaðarins í safnaðarlögunum, á'ður en hann staðfestir aftur í Breiöablikum að ekkert orö sé í lögunum um þenn- an skilning á heilagri ritningu, sem hann er að tala um í þvi sambandi. Mig minnir ekki betur en að hin- ar Canonisku bækur ritningarinn- ar, séu aðal undirstaða fyrir trú og hegðan safnaöarins. Svo vona eg aö herra Jónas Hall og ritstj. Breiöablika, taki þessi mótmæli mín og leiðréttingar til alvarlegra íhugunar, því þeim hlýtur aö skjátlast. 'Ög þaö er betra aö vita rétt, en hyggja rangt. Mountain N. Dak. 16. Júní 1913. Sigurbjörn Guðmnndsson ('meðlimur Þíngvallasafn.J Hrynhenda um Jón í Múla. Eftir Guðjón Friðjónsson. Vörpulegum og vænum garpi varö eg feginn á bernsku-degi, — þjóðkjörnum í þingmanns- stöðu, — þá er hann í fyrstu sá eg; höfuö- bar og heröar yfir hversdagsmanna flokk i fanni; eygður svo að í mig lagði ægibál úr speglum sálar. Atti eg ferö og orti á hurðir arftakanda Héöiná djarfa. Undi hann þá að elda-lendi Uxahvers meö skapi hersis. Höndum tveim og hreinum anda hann tók mér og leiddi í ranninn ástúölega með ærnum kostum, — ungan dreng meö rím á tungu. Braga ættar, brúna-léttur brýndi hann mig á ljóða-stigu. Siöan hafa sírnar góðir sálir okkar tengt aö málum. Jlýð eg því hins bezta kvæðis bragarhátt, er geymir saga, = hljóm, er sæmir horskum gnma, — hrynhenduna látnum vini. Börmum Jóns er búinn harmur, beygðum fööur kjarkur deigður; eldmóð vöxnum skarð fyrir skildi; skygði að systrum efni hrygðar; skáldum sorg að horfnu haldi; harmur konu mestur að vonum; börnum skörungs bilaðar vamir, bringu-hlífar Austfirðingum. Hann var sínum heimamonnum hald og traust og gleðivaldur; rismikill, ef rak að þrasi, röggsamur. og starfaglöggur. Undan gekk í iðjuvændum anna liði á sláttu-miöin. Lýöum fræva ei lögum náði, ljárinn hans þegar gerði skára. A vorin Hver og einn, sem þykir gott að smakka glas af öli, vill B o c k s. DREWRYS Bock Beer bruggaður fyrir 6 mánuð- um er nú til sölu. Pantið snemma því að birgðirnar eru takmarkaðar FURNITURE oi' Ljx, Ö.i|mcnls OVERLAND VA'N » MHANDtR The ColumbiaÆress, Limited Book, and Commeccial Printers Phone Garry2156 P.O.Boxl172 WINNIPEG Nýjustu tæki GERA OSS MÖGU- LEGT AÐ FRAM- LEIÐA PRENTUN SEM GERIR VIÐ- SKIFTAVINI VORA ANÆGÐA -Minnast lengi munu grannar Múla-skörungs, risnu-öra,- aftan síð, er önnum slepti, yfir glóöum víns og ljóða. Skálda-frændi andans elda orna lét í hverju horni. Lengi veröa lýönum unga leiftrin þau fyrir hugskots-augum. Veröur seinfylt skjaldar-skarðið skyldmennum hins öra og milda; flokkinum, sem forysturakkur fullhugi mála sæmdi gulli. Undan gekk í viösjár vanda vaðbergsmaðurinn langt úr hlaði; fljótur að sjá hvar fiskar lægju faldir í leyni undir steinum. Einn var hann af óöalsmönnum andans, bæði til munns og handa, snjall í máli og snar i öllum snilligreinum og vann sér hylli; hvass í bragöi og oft í essi, orðskylmingum vanur á þingi, víkinglegur í sókna sökum,' sáttfús — piaður í öllum háttum. Snör var brún, en heitt var hjarta; hafö.i ’ann æ í brúna-lægi lýsigull, sem leiftrum olli, ljóökynjuö frá andans glóöum. Reyndur maöur í beyglum bænda bragfýst kæföi æskudaga; — elskur aö list, þó anna fölskvi aö honum kvngi sínum dyngjum. Þ ingeyingur! langt og lengi ljómar af þínum skörungdómi. Héöins snild, þó hamingjn glaður hvorigur stigi efstu sporin. Voru svo og enn þá eru örlög þeirra, er flestum meiri geröir eru að bragöi og burðum. Brestur nokkuö á hammgju flestra. Harömannlegur til hinstu ferðar horföiröu fram á brúar sporðinn, þann er vísar yfir ósinn ár, sem tveimur skiftir heimum. Hermóös leiö er höll í spori; hvarma-regn að sjá í gegnum; Gjallarbrú meö: grind, sem fellur. — Goöaland er þar fyrir handan. Hetjulegur í hinzta máti hljóöur kvaddiröu fóstru góöa, hana, er var í huga þínum hverja stund, i vöku og blundi. Þyrnigróöur og þverúö barna þreyttrar móður gerir hljóðan dreng, er skal frá dáöum ganga, dæmdur í mold frá starfi sæmdar. Leikur söngva ljúfa og kvika Laxár-hulda í skini og kuldum. Vetur hverjan vakað lætur vegleg Á í mötli bláum. Hreima gráts í hennar ómi lieyröi eg þá, er Jón var dáinn. Hellnvaðs í álum öllum eru tár i hverri báru. —EimreiSin. 6 Vj elar, Dœlur, Katlar Þessi mynd sýnir IVIilwaukee steínsteypu Vjel Spyrjið eftir verði THE STUART MACHINERY COMPANY LIMITED. 764 Main St., - - Winnipeg, Man Eitraðar eldspítur eru að hverfa Hættulcg efni eru ekki notuð á EDDY’S Ses-qui hættulausu eld- spítur, Gætið þess að kaupa alla jafnan EDDY’S og engar aðrar, sem taldar eru „rétt eins góðar“. Það er ábyrgst, að þær séu hættu Iausar í alla staði. Biðjið altaf um EDDY’S nýju Kaupmaður Q • < t yðar hefir ,,oes-qui l>œr Eldspítur KARLMANNA BUXUR Hentugar á vorin. Hver sem kaupir buxur hér, Hentugar til daglegs brúks verður ánægður með kaupin. Hentugar til vinnu Þær eru þokkalegar og end- Hentugar til spari. ast vel, seldar sanngjarnlega. Venjiö yður á aö koma til WHITE & MANAHAN 500 Main Street, - - WINNIPEG I/tibúsverzlun í Kenora THOS, JAGKSOIU SON BYQGINQAEfNI ÁÐALSKRIFSTOFA og birgSaból 370 COLONY ST TALS. Sherbr. 62 og 64- WINNIPEG, MAN. GEYMSLUPLÁSS: Vesturbœnum: horni Ellice og Wall St., Fón Sherb. 63 I Elmwood: horni Gordon og Levis, Fón, St. John 498 I Ft. Rouge: Pembina Highway og Scotland, Vér seljum þessi efni í byggingar: ~ Múrstein, cement, malað grjót, " —— (allar stærð.), eldtranstan múrstein, og eldleir, Flue Lining, möl, Hard- wall Plaster, Mr, Keene’s Cement, hvítt og grátt kalk, kydrated kalk, . viðar og málm lath, gyps, Rubble stone, Sand, ræsapípur, weeping drain Tile, Wood Fibre Plastur, Einnig Mortar, rautt, gult, brúnt, standard og double strength black. Tuttugu menn óskast strax. Vér skulum borga þeim gott kaup meðan þeir.eru í Moler’s Rakara skóla. Vér kennum rakara iön til fullnustu á tveim mánuðum og útvegum lærisveinum beztu stöður aö afstöönu námi meö $15 til $35 kaupi um viku. Gríöarleg eftirspurn eftir Moler rökurum sem hafa Moler vottorð. Variö ykkur á eftirhermum. Komiö og skoöiö stærsta Rakara Skóla í heimi og fáiö fagurt kver ókeypis. Gæti‘ð; aö nafninu Moler á homi King og Pacific stræta, Winnipeg eöa 1709 Broad St. Regina. J. J. Swanson & Co. Verzla meÖ fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán og eldsábyrgðir o. fl. 1 ALBERTf\ BL0CI\. Portage & Carry Phone Maln 2597 FORT ROUGE T U P A T D C Pembina and lllLMInL. Corydon Hreyfimynda leikhús Beztu myndir sjfndar J. JÓNASSON, eigandi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.