Lögberg - 26.06.1913, Blaðsíða 6
0
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 26. Júní 1913.
MILJONIR BREWSTERS.
e f t i r
GEORGE BARR McCUTCHEON.
Brewster stóö utan viS hinn æsta hóp er starSi
á ljóta biSilinn. Menn sem voru rólegri höfSu komiS
honum á þann örugga staS er hann stóS á. Hlýddi
hann þaSan á hefndarhróp ArabahöfSingjans, og
voru þau býsna gífurleg. Hann sór þaS viS skegg
einhvers aS hann skyldi aftur koma meS tiu þúsundir
hermanna og heimta aftur stúlkuna sem honum var
neitaS um nú. ÞjaS eitt hamlaSi aS hann heySi
baráttu um hana þá þegar, var aS Perry kafteinn
sendi eitthvaS sex harSsnúna sjómenn móti höfSingj-
anum, er skóku framan í hann steytta hnefa, og
opnuSu honum, og föruneyti hans veg, svo aS þaS
lét undan sígn,‘og var rekiS af skipinu og ofan í
sjóinn.
ÞaS sagSi MúhameS síSast, aS sín væri aftur
von, og þá skyldu hermennirnir skjóta er hann nálg-
aSist. Brewster var óánægSur meS sjálfan sig og
fanst hann varla upp á nokkurn mann geta litiS, en
fór þó undir þiljur aS hitta Margrétu. Hann
Stanzaði þó til aS telja hug í kvenfólkiS, sem safn-
ast haföi saman niSri í káetu dauðhrætt. Hún var
inni í svefnherbergi sínu og vildi ekki koma fram,
og þegar hann drap á dyr hjá henni, var honum
svaraS ólundarlega og sagt aö láta þann í friöi, er
inni væri.
“Komdu fram, Margrét, þetta er alt búið nú”,
sagði hann.
“Blessaður farðu burtu, Monty”, mælti hún.
“HvaS ertu aS gera þarna inni?” Nú varS löng
þögn; en loks var svaraö í lágum rómi: “Eg er aS
taka upp úr koffortunum mínum aftur.”
Þetta kveld hélt Brewster nokkrum frönskum
og enskum herramönnum veizlu út á skemtisnekkj-
unni. Saga þess er gerst hafði, var sögð í þvi sam-
kvæmi. Mrs. Dan De Mille sagði frá, og gerði þa®
svo vel, skáldlega og spaugilega, aS gestirnir veltust
um í hlátri yfir óförum Arabahöföingjans. Þau
voru bæöi býsna kyndarleg Margrét og Brewster og
litu hvort til annars viS og viS meSan á frásögninni
stóð. Hún haföi beinlínis forðast hann þá um
kveldiö, en verið þó kát viö aðra og upprifin. En
til þess tóku menn varla þó aS hún væri föl. ÞbS
var ekki nema rétt eðlilegt, eftir það sem hana hafði
hent. En nú er alt var um garð gengiö, var sem
henni fyndist þó einhver kvíöi í sér. Og þegar ein-
hverjir gestanna mintust á þaS seinna um kveldiS,
aS Múhameð væri hættulegur maöur, og jafnvel
stjórnin hefði illan bifur af honum, fanst henni eins
og þungur kvíðahrollur leggja um sig alla, og henni
varS litið til Brewsters, sem var svo að sjá, sem hjat-
ur höföingjans heföi einkum beinst að.
Daginn eftir töluSu þau Monty um þetta ítarlega.
Var ánægjulegt að sjá iörun beggja. Hvort um sig
neitaði þvi, að rétt væri, að lntt bæri alla ábyrgöina,
og bæði voru svo ánægS, að MúhameS varö loks alveg
hverfandi í hugum þeirra og tali þann daginn. En
allan daginn var höfnin full af fiskibátum, og þó að
kveldaði héldu þeir áfram að vera á sveimi, eins og
dularfull reköld, sem hvergi væri markaSur bás. En
svertingjarnir úti i bátunum voru þó ekki aS veiSa
fisk; ekki voru þeir heldur að sýsla um net, þvi aS
þau láu og höggunarlaus niður í kjalvegi á bátur
þeirra.
VeizIugleSinni hélt áfram úti í Flitter, þó að
nóttin hefði færst yfir, og fleiri gestir komu úr landi,
eftir aS skyggja tók. Það var komiS fram undir
aftureldingu þegar gestirnir fóru aftur í land, og enn
voru fiskibátarnir á svamli fram og aftur um höfnina.
Smám saman höfðu verið slökt ljósin úti á skemti-
snekkjunni og að þvi var komið, aS varðmaSurinn,
sem þreyttur var oröinn, yrði leystur af hólmi.
Monty og Margrét höfðu orðið eftir uppi á þilfari
þegar gestirnir lögöu frá skipinu. Þjau hölluSu sér
út yfir öldustokkinn og voru að hlusta á glaðlegar
raddir 'brottfarenda, (sem 'urðu því óskjýraci, sem
þeir fjarlægðust meir. Fá ljós sáust i Jandi, en þó
skýrt þau sem til voru.
“Ertu þreytt, Margrét?” spurði Brewster blíS-
lega. Hann hafSi nokkrum sinnum upp á siðkastið
fengið einka löngun til aö taka hana í fang sér, og
sú löngun var býsna rik í þetta skifti. Hún var ör-
skamt frá honum og yfir henni einhver þreytu svip-
ur, sem bar það með sér, aö hún þyrfti á vernd að
halda.
“Eg hefi einkennilegt hugboð um það, að eitt-
hvað hræðilegt muni gerast í nótt, Monty,” súgði htpi
lágt en meS kvíðafullri röddu.
“Þú ert hrædd, og þessvegna ímyndarðu þér
þetta”, svaraði hann. “Nú ættirSu að fiara að sofa.
Góöar nætur.” Þpu tóku höndum saman í myrkrinu
og straumurinn sem hann fann leggja um sig viS
handtakiö, fullvissaöi hann um það, er hann hafði
lengi grunaS þó óljóst hefði verið. Og þessi full-
vissa Varð honum innilegt fagnaðarefni. En þegar
hann hugsaði til hennar og hvað velvild hennar var
róleg og ákafalaus, þá fanst honum, eins og hann
hefði orðið fyrir vonbrigðum.
Nú skall eitthvað við skipshliöina svo að undir
tók stundarhátt. Þjví næst heyröist lágt blístur og
ofurlítiS skvamp í vatninu. Þau Margrét og Brew-
ster voru í þann veg aö fara niður undir þiljur þeg-
ar þau tirSu vör við þennan einkennilega hávaða.
“HvaS er þetta?” spurði hún, og þau námu stað-
ar óviss, eöa biöu. Hann reikaði yfir að öldustokkn-
um og hún á eftir honum. Nú kváðu við þrjú lág
blísturhljóö fyrir aftan þau, og áður en þau gátu
áttað sig á þeim, gerðist það sem nú skal greina í
einu vetfangi.
Yfir báða öldustokkana ruddust eins og með
töfrakrafti margir svartir skrokkar, og aS baki þeim
Monty og Margrétar þyrptust svartar verur skríð-
andi eins og kettir, og því líkast sem þeim hefði rignt
niður úr dökkum skýjum næturinnar. HræSileg þögn
varð, sem ekkert rauf nema skuggaleg suða í þessum
verum. Nú var gripiö til Brewsters mörgum járn-
sterkum höndum, og með því aö honum kom slíkt
áhlaup á óvart, beiö ekki á löngu að hann lá flatur á
þilfarinu, en haldiö fyrir kverkar honum svo aö
hann kom engu hljóSi upp. Óp Margrétar voru og
skjótlega þögguS niöur í henni, og allan mátt dró úr
henni fyrir ótta sakir, en sterkir handleggir héldu
henni fastri. Alt þetta hafSi gerst í svo skjótri svip-
an og hljóölega aS enginn hávaSi hafði orSiö að, og
þau ekkert hljóð getaS gefiS af sér.
Birewster fann að hann var hafinn upp og var
því næst látinn falla niður aftur. Hann komst viS
í fallinu og lá svo hræringarlaus á þilfarinu. SíSar
komst hann að því að átt haföi að varpa honum fyrir
borö, en aS þaS hafði mishepnast, vegna þess aö svo
mikill asi var á óvinunum, að þeir gáfu sér ekki tima
til aö líta eftir þessu ætlunarverki þeirra. Margrét
var í snatri borin út af öldustokknum, og fleygt ofan
í eitthvaö hart viðkomu, þvi næst var gripið til ára,
og þá Ieiö; hún í ómegin.
Þ|essi aSför hafði veriS gerS með svo mikilli
kænsku og snarræSi aS ekki var aS furða þó að hún
hepnaSist. Þeir höfðu beðið svo klukkustundum
skifti svertingjarnir á bátnum, þögulir og athugulir,
en vissir um að koma áformi sínu fram.
En hvernig að þeir komust upp á “Flitter” jafn-
margir, löngu áSur en þeir rændu Margrétu, varS
aldrei skýrt til fullnustu. MeS svo miklu snarræði og
kænsku var áhlaupiö gert, að bátarnir voru lausir viS
skipiS og komnir á hraða ferð burtu, áSur en vart
varS við, og varömaðurinn kallaði á hjálp.
Nú þustu syfjaöir sjómenn meS miklum hraða
upp á þilfár. Þeir fundu Brewster skjótt og leystu
hann, og innan stundar var Perry skipstjóri kominn
upp á þilfar á nærfötunum til að skipa fyrir.
“ReyniS leitarljósin!” hrópaöi Brewster með
ákefð. “Djöflarnir hafa stolið Margrétu.”
í flýti tóku menn aö skjóta út bátum, en aörir
aS sýsla um leiðarljósin, og innan stundar teygði hvít
geislarák sig frá skipinu út yfir náttmyrkvað hafiS,
og mörg augu störöu á eftir ræningjunum.
Aröbunum hafði ekki dottiö íeitarljó^in i hug.
Þjað dró meir en lítiS úr óhemjulegum fögnuði þeirra
þegar þeir sáu ljósgeisla rákina skjótast út frá skip-
inu, fyrst hátt í loft upp og síðan smálækka, unz hún
lýsti upp sjávarflötinn á löngu sviði, og leitaöi þá
uppi eins og stórt, hefnigjarnt og miskunnarlaust
auga.
Ofan í báta Flitters stukku margir röskir sjó-
menn, og lustu upp fagnaðarópi er þeir komu auga
á ræningjabátana, sem nú mátti gerla sjá við leitar-
ljósið. Þeir voru svo nærri skemtisnekkjunni aS
auðséö var aö dökku villimennirnir voru litlir ræð-
arar. Sást glögt að þeir réru lífróður og hvítar
skikkjur þeirra slógust til í golunni. Bátarnir voru
fjórir og hlaönir mönnum.
“HaldiS ljósinu á þeim, skipstjóri”, hrópaöi
Monty neöan úr einum bátnum. “ReyniS aS koma
auga á þann bátinn sem Miss Gray er í! Svona róið
nú piltar, alt hvaS þið getið! Þið fáiS hundraS
dollars hver ykkar, — já þúsund, ef þiö þurfiS að;
berjast til að ná henni.”
“Drepúð hvern einn og einasta þessara þorpara,
Mr. Brewster”, öskraði skipstjóri, sem hlaupið hafði
í skjól viS bát á þilfarinu, þegar hann varS þess var
aö kvenfólkiö var komiö upp.
ÞJrír bátar skutust gegnum sjóinn á eftir ræn-
ingjunum, og voru þeir Brewster og Joe Bragdon
í hinum fyrsta, báðir vopnaðir riflum.
“ViS skulum skjóta á þá,” kallaði einn hásetinn,
sem stóð í stafni á bátinum og hélt á spentri byssu.
“Nei, geriö það ekki! Við vitum ekki í hverj-
um bátnum Margrét er,” sagði Brewster. “VeriS
stiltir piltar, en verið við búnir ef slær í skærur.”
Sjálfur var hann hálfær af ótta og kvíSa um stúlk-
una, og hann var ráöinn í því að láta engan úr ræn-
ingja hópnum undan komast, ef Margrétu yrði gert
nokkurt mein.”
“Hún er í öSrum bátnum,” var hrópaS af skemti-
snekkjunni, og var leitarljósinu eftir það haldið sér-
staklega á þessum eina báti, en þó var Perry skip-
stjóri svo hygginn aS missa ekki af hinum bátunum,
til þess að koma í veg fyrir svik.
Hörundsdökkir hásetar Brewsters sóttu fast eftir
bátum óvinanna, eins og sporhundar, og hrópuðu hátt
er þeir runnu inn á milli ræningja-bátanna. Banda-
ríkjamennimir skutu nokkrum skotum í loft upp til
að hræða Arabana og hafði það ákjósanlegar verk-
anir. Bátur Montys var nú rétt kominn að þeim
ræningjabátnum sem Margrét var í. Brewster stóS
í stafni.
“Passið upp á hina!” kallaði hann til félaga
sinna. “ViS skulum uá í forsprákkana.”
Þessu var svanr^ meS d>fnjandi fagnaSarópi,
og nú dundu óskapleg amerísk blótsyröi og formæl-
ingar yfir Arabana, og blönduðust saman viö hræSslu-
óp ræningjanna, sem þeir áttu að líta eftir.
“LeggiS þið við !” hrópaSi Brewster til Arabanna. •
“LeggiS þið viö eða við drepum ykkur hvern eftir
annan.” Nú var bátur Brewsters ekki nema svo
sem fimtíu fet frá hinum bátnum.
Alt í einu reis upp hvítklæddur maður í miðjum
epypska bátnum, og rétt á eftir sáu Brewstersmenn
að Margrétu brá upp fyrir framan hann. Hann greip
utan um hana meö öðrum sínum langa handlegg, en
með hinni hendinni brá hann biturlegum hnífi.
“Skjótið á okkur ef þið þoriö hrópaði Arabinn
á frönsku. Hún skal deyja, heyrið þiö það amerísku
hundar ef þiS dirfist að nálgast hana!”
XXV. KAPÍTULI.
Margrctu bjargað.
Brewster fanst eins og hjartað ætlaSi aö stöðv-
ast í brjósti sínu og hann varö náfölur í framan.
Arabinn sást gerla þar sem hann stóð meS Margrétu
i fanginu, því að ljósið féll á hann, en dökkur haf-
flöturinn á bakvið. ÞaS var enginn vafi á aS hann
var ráðinn í aö framkvæma hótun sina, enda jarð-
teiknaSi biturlegi hnífurinn, sem hann hélt á lofti,
berlega þessa fyrirætlun hans. Hann hélt líka Mar-
grétu fyrir sér eins og skildi. Brewster og Bragdon
þektu aS þetta var einn af gæöingum MúhameSs,
grimmilegur þorpari, sem margir höfðu veitt eftir-
tekt einmitt þessvegna, daginn sem Arabahöfðinginn
hafði komið út í Flitter.
“í guös bænum geriö henni ekkert mein!” hróp-
aði Brewster í örvæntingarrómi. Djöfullegt bros
færðist yfir andlit Arabans, sem var að því kominn
að hrópa eitthváö aftur, þegar óvæntur 'atburöur
gerðist.
Hár skothvellur gall í framstefni bátsins sem
Brewster var á, og geigunarlaus kúla hentist gegn-
um loftiö og stefndi á enni Arabans. Hún leitaöi
sér staðar milli augna hans og hlýtur þegar að hafa
sært banasári. Hnífurinn hentist út úr hendi hans,
skrokkurinn teygöist sundur, hné svo niður út á hliö,
en féll ekki niöur á milli ræöaranna, heldur þvert
yfir boröstokkinn og bæSi dauöi Arabinn og unga*
stúlkan steyþtust í sjóinn.
Bandaríkjamennimir lustu upp ðrvæntingarópi,
en ræningjarnir hrópuðu fagnandi. Rétt í því aö
Brewster ætlaSi að stinga sér, hentist maSur rétt
hjá honum í sjóinn og varS viS mikið skvamp. MaS-
urinn sem skotið hafSi, var nú að framkvæma vel
undirbúna ráöagerð. Arabinn hafði staðið þannig,
aö skotmaðurinn hafði þóst sjá það nærri því upp á
víst, að hann hlyti að falla áfram, en þaö var sama
sem aS hann styngist útbyrðis. Þetta hafSihannalt
íhugað, og var nú kominn í sjóinn til aS koma síS-
ustu ráSagerð sinni í framkvæmd.
Monty Brewster var innan stundar kominn fyrir
borð og synti beint þangað sem Arabinn og stúlkan
höföu falliö í sjóinn, ofurlítiS til vinstri handar viS
bátinn. VopnaburS töluverðan var aS sjá til hliðar
viS Brewster, há hróp og formælingar, en hann sinti
þvi engu. Hann var svo sem tvær lengdir sínar frá
sjómanninum og baö þess heitt og innilega, aS öðr-
um hvorum þeirra hepnaðist að; bjarga Margrétu,
sem enn mátti sjá aS flaut, því aS enn glytti í hvít
klæöi hennar í vatnsyfirborðinu. Mennirnir á bát
Brewsters réru eins hart og þeir gátu til aö hjálpa.
SjómaSurinn synti afar hratt og varð fyrri til aö
komast á þann.stað, sem sést hafSi á hvítu klæöin;
en hann varð heldur seinn. Rétt í því aS hann
teygði frá sér handlegginn til aö grípa í stúlkuna,
sökk hún. Hann hikaði ekki, en stakk sér á eftir.
Margrét haföi losnaS úr fangi Arabans er þau féllu
í sjóinn. Hún var í hálfgeröu ómegni þegar Arabinn
fékk skotið, en raknaði viS þegar hún kom í vatnið,
og hafði tekist að halda sér uppi alt þangaö til háset-
inn var rétt að segja kominn til hennar. Þá brast
hana mátt, henni fanst hún vera að missa andann,
kafna, deyja. Innan stundar fanst henni eins og
klipiS meö járntöng um handlegginn á sér og hún
dregin upj^ á við með miklu afli.
FERÐA-FÖGGUR.
STEPHAN G. STEPHANSSON,
---------- MEÐ FJÖRUM FRAM. -------------------
I.
Hnattaflokksins himin-vangi á
HúsmóSir, þér jöröin okkar smá
Nú hefir sólin dælt úr sævar djúpi
Gufutröf í þoku-kyrtil þinn,
Þönd á blæ um sund og dali inn:
KollhæS fjalla af kviksilfruöum hjúpi.
Bakkar stækka gegnum móSu-gler,
Gnæfa skógar, augað bara sér
Næstu grös og niSblindaða geima.
VerSur jafnvel átthögunum í
Óþekt jörð og villugjörn og ný.
Sérhver. gata göng um undirheima.
Lýsist upp, er líður undir kvöld,
Lygnu-kólgan. Samt er ennþá föld
Fjalla-lengdin skola-gráum garði
Þokubakkans. Efst er fjaðra-fok
Fyrir neöan stöllótt hvíta-rok,
Hnykla-brúnir, blámi fyrir skarði.
Manni er eins og inn’í þessuni straum
Óri í mynd af hálfu-gleymdum draum —
Sjór í vestur, víddin lengri en eygjum!
Gljáslétt þiljan. Þjvílík undursjön!
Þarna firðir, víkur, sund og lón.
Hafið deplað alt meö bláum eyjum.
Þ;að var æsku-unun mín, aS sjá
Út á víði _ sveitar-bænum frá —
Ægir, eg varð fundi þínum feginn!
Hún er ættgeng þörfin mín á þér.
ÞaS er líka eins og hugsun hver
Stígi upp úr hafi, hrein og þvegin.
Nærðu haf til himins, eða hvaö?
Hinzt í fjarlægð varla þekkist að,
Græn-blátt lagt við ljós-blátt hinum-megin.
— Þp ert betri/bæði leyfð því er
Burtuför og afturkoma á þér
Kviki sær, meS allra vega veginn.
Opin heimleið hverju í sina átt
HeiSa djúp, þú flytur stórt og smátt,
Hábyrðing og einsætingsins eikju,
Siglu-kvítt og kipt í ára-tog,
Kolareykjum svertuhnyklað og
Reimaö slitur-röndum gufu-bleikju.
Jafnvel borgar-beöjan sýnist fríö,
Brosir húsa-röSuð vík og hlíS,
Eins og huldu heimur upp sér lyki.
Er sem hafi í bezta svipinn sinn
Sveitin klæðít og bjóði manni inn,
Séð af væng frá hafsíns breiðabliki.
Aldrei nógu ægilega stór,
Eyjum kyrði, vesturstrandar sjór.
Stilling þín er skop við skipin manna,
Sem að þrengstu umtroSningum í
Innsiglingar, bara að hafnar-kví,
Ruggar skut í skurðum kjalsoganna.
Þá er rödd þín, sikveðandi sær,
Svaka-rokul, dimm og hjúfur-vær:
Rómar þeir sem rími hverju duga.
Sérhvert eyra heyrir líka hér
Hljóminn sinn úr barkanum á þér,
Sem þú ættir allra skálda huga.
II.
Víölend auðn, en engum manni frjáls,
Ertu strönd og meira til en hálfs
Gefin ertu ómakslausum gróSa.
Ruddan af í févænlega fjöl •
Furöu-skóginn, illa rætna möl
Enn á ránsv.erð iSjusemi aS bjóða.
Hér er altaf einhverstaðar nær
íslendingur. Þjví er mörk og sær,
Borg og sveitir kostulegri og kærri.
Mér finst vikka vináttan um það,
Við þig heimur, hvert sem stefnir, að
Vita sína næstu svona nærri.
Þegar skógur islenzkunnar er
Okkar daga, líka feldur hér
Upp’ í fjallshlíð, fram á strönd, í dalnum:
Mun í rústum runna verða að sjá
Rótum sviðnum gróðursprotna frá?
Eins og lif sem leynist enn með valnum.
Átti fyrir efnilegra aS spá ’
Æska sjálfs manns; var hún ekki smá?
“Empire” tegundir
Það hefir alla tíð verið á-
stundan vor að láta „Em-
pire“ tegundirnar af
WALL PLASTER, WOOD FIBRE,
CEMENT WALL og FINISH
vera b é z t a r allra og
a f b r a g ð allra annarra.
Og ágæti þeirra er sann-
að og sýnt án alls vafa.
Skrifið eftir áætlana bœklingi
Manitoba Gypsum Go., Ltd.
Winnipeg, Man.
Sinni þjóö er ætterni menn eldast,
Feöratungan meöan inni á
Auö í hug og þarf ei lán að; fá,
Djarfmæltust og segir fagurfeldast.
III.
Athygð mín er ekki talna-fróö.
Aldrei man eg hver sé helzta þjóS —
Sé eg þjóSar-þótta ónáðaður;
hnit-jafnt eykst mitt íslenzkt dramb viö það
ÁviS fordóm hans sem blæs því aS,
Vegna lands míns sé eg minni maSur.
Ekki dái eg stórþjóSanna strit
Stærst að braska, né þá skömm og slit
FjáSra landa, aö lifa á undirgefnum.
Ómissandi er sú þjóS og bezt,
Aö eg hygg, sem göfugast og mest
Gerir veröld gott af smæstum efnum.
Valt er að eiga undir þrælum brauð, —
Auövalds-þjóö er hörmulegast snauð,
Vandsæt hæsta heföarstiga rimin —
( Fanst þér aldrei, aö þú búa bezt
BersnauSur’, er eigan þín var mest
Gróðrar-blær og bláminn yfir himinn?
»
IV.
Eg er svona íslendingur, að
Eflaúst myndi — skuld mín verður þaö —
Kjósa ’ann mestan mann í hverju röggi.
Hefð’ ’ann líf að leysa og, því ver,
Lent í stríöi — takiö vægt á mér!
Ósk min væri: ’ann hefði tólf í höggi.
Særinn þvær ei ættar-mótið af —
Eitt er grunsamt þó við Kyrrahaf,
Alér fanst eins og af sér gengin vera
Austan-vérskan okkar, lengst um þaö
ÓnáSuS og sí-gizkandi, hvaö
Drottinn hafi gert, og ætli aö gera.
Þó þarf engan steypi-storm í bæ
. Stefndan til aS glæða, fiman æ,
Eldneistann frá arnstæðinu heima
Fluttan með þér hirðulaust um haf
Hvert á land, svo vissir naumast af —
Kveðin staka upp hann lætur eima.
1
Eins og flæðir undir lygnu-sjó
Útsog, mitt í blíöu-kjara ró
Til sín dregur drauma ættarjöröin —
Kannske hnípir þráin innst í þér,
Þjessi sem frá kynfylgjunum er,
Rík en einstæð útviö bjarta fjöröinn.
Lleimsborgari er ógeös yfirklór —
AlþjóSrækni er hverjum manni of stór,
Út úr seiling okkar stuttu höndum —
Hann sem mennir mannafæstu þjóS
Menning heimsins þokar fram á slóö,
Sparar hræ og hrösun stærri löndum.
Niðurlag.
Þessar föggur hef’ eg boriS heim —
Hafa aðrir nokkra gleöi af þeim?
íþrótt mín af litlum skamt’ er skorin!
Hvaö sem verða vill um list og brag
Varla gleymist svona ferSalag,
Fyr en moldin fýkur oní’ sporin.
Apríl, 1913.
Búðin sem alla gerir ánægða
Komið hingað
eftir skóm yðar,
Skór handa öllum
á heimilinu,
KARLA Og KVENNA SKÓR
$2.50 til $5,00
Quebec Shoe Store
639 Main St.
3. dyr fyrir norSan Logan Ave.
Lögbergs-sögur
fást gefins með því að
gerast kaupandi blaðsins
Dr.R. L. HUR5T.
Member of Royal Coll. of Surgeons
Eng., útskrifaSur af Royal College ot’
Physicians, London. Sérfræðingur t
brjóst- tauga og kven-sjúkdómum. —
Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage
Ave. (k móti Eaton’s). Tals. M. 814.
Ttmi til viötals, 10-12, 3-5, 7-9.
THOS. H. JOHNSON og
HJÁLMAR A. BERGMAN,
fslenzkir lógfræBÍBgar,
Skrifstofa:— Room 8ix McArthur
Building, Portage Avenue
Áritun: P. O. Box 1050.
Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg
UhflrUA LAKUiðUlN J
,.°g , t
BJORN PALSSON t
YFIRDÖMSLÖGMENN t
Annast Iögfræðisstörf á Islandi fyrir L
Vestur-Islendinga. Otvega jarðir og
hús. Spyrjið Lögberg um okkur. +
Reykjavik, - lceland >
P. O. BoxA4I t
Dr. B. J. BRANDSON
Office: Cor. Sherbrooke & William
Tei.ephone garry 320
Offick-Tímar: 2—3 og 7—8 e. h.
Heimili: 620 McDkrmot Avk.
Telephone garry 321
Wlnnipeg, Man.
Dr. O. BJORNSON
Office: Cor, Sherbrooke & William
I'ICI.EPHONE. GARRY 32«!
Office-tímar: 2—3 og 7—8 e. h.
Heimili: 81 O Alverstone St
Telephonr garry T63
Winnipeg, Man.
Vér leggjum sérstaka áherzlu á aS
selja meSÖl eftir forskriptum lækna.
Hin beztu méSöl, sem hægt er aS fá,
eru notuS eingöngu. pegar þér komiS
meS forskriptina til vor, megiS þér
vera viss um að fá rétt það sem lækn-
irinn tekur til.
COLCLEUGH & CO.
Notre Dame Ave. og Sherbrooke St.
Phone. Garry 26 90 og 2691.
Giftingaleyfisbréf seld.
Dr. W. J. MacTAVISH
Officb 724J ó’argeet Ave.
Telephone AS*herbr. 940.
^ • ( 10-12 f. m.
Ofnce tfmar - 3-5 e. m.
( 7-9 e. m.
— Hbimili 467 Toronto Sfreet _
WINNIPEG
telephone Sherbr. 432.
Dr. R. M. Best
Kvenna og barna læknir
Skrifstofa: Union Bank,
horni Sherbrooke og Sargent
Tímar: 3—5 og 7—8.
Heimili: 605 Sherbrooke Street
Tals. Garry 4861
J. G. SNŒDAL
TANNLŒKNIR.
ENDERTON BUILDNG,
Portage Ave., Cor. Hargrave St.
Suite 313. Tals. main 5302.
| Or, Raymond Brown, I
í SérfræSingur í augna-eyra-nef- og ?
d háls-sjúkdómum.
% 326 Somerset Bldg. t
» Talsími 7262
jl Cor. Donald & Portage Ave.
Heima kl. 10— 12 og 3—5 k
WvntlMíWinnstVW*
I llll III ...■IIIII —IIHil
A. S. Bardal I
843 SHERBROOKE ST.
selur líkkistur og annast í
nm út^arir. Allur útbÚD' ||
aöur sá bezti. Ennfrem- jt
ur selur hann allskonar
minnisvaröa og legsteina £■
Tals. Grai-x-jr 2152
8. A. SIOURD8QN Tals sherbr, 2786
S. A. SIGURÐSS0N & C0.
BYCCIfJCAIiJEþN og F/\STEICNJ\SALAR
Skrifstofa: TalsímiM 4463
208 Carlton Blk. Winnipeg
J. J. BILDFELL
fa8teign asali
Room 520 Union Bank - TEL. 2685
Selur hús og 168ir og annast
alt þar aB lútandi, Peningalán