Lögberg - 04.09.1913, Síða 1

Lögberg - 04.09.1913, Síða 1
Pegar nota þarf LUMBER Þá REYNIÐ THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. WINNITEG, MAN. 26. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 4. SEPTEMBER 1913 Eimskip og fáni. Samkvæmt dönskum blööum hafa fjárlaganefndir beggja deilda alþingis á íslandi komiö sér saman um aö leggja til, aö landstjórninni sé heimilaö að kaupa hluti í fyrir- huguöu eimskipafélagi, fyrir 400,- 000 kr. ellegar nota þá upphæö til að kaupa skip til strandferöa. Jafnfremt er sagt, að frumvarp til laga um þaö, að íslarid hafi sérstakan fána, hafi verið samþykt í neöri deild alþingis meö 16 atk. gegn 9. Japanar í Brazilm. Stjórnin í Brazilíu hefir veitt fé- lagi nokkru i Japan furöulega mikil réttindi í landinu, meö samn- ingi, sem var undirskrifaöur í sumar. Samkvæmt nonum er fé- laginu heimilað að stofna japansk- ar nýlendur í þrem fylkjum lands- ins, Sao Paulo, Rio de Janeiro og Minas Geraes. Fyrsta fyrirtæki félagsins veröur þaö, að byggja stórskipahöfn litlu sunnar en fljót- iö Iguape kemur til sjávar, en það er ekki ýkja langt fyrir sunnan höfuöborgina Rio. • í þessari nýju hafriarborg skuldbindur félagiö sig til að hafa 10 þúsund japanskar fjölskyldur búsettar innan fimm ára. Eitt hundrað þúsund jap- anskir menn skulu setjast að í landmu uppfrá borginni og stunda að rækta silkiorma. Þar á eftir skulu fleiri setjast aö í fylkjunum fyrir noröan og stunda hrísgrjóna og aldina rækt. Þessir japanar eiga ekki aö dreifast rnilli þeirra sem fyrir eru, heldur búa útaf fyrir sig og liafa firna mikið land, er þeir sitja ein- ir að ; þar veröur japanska töluö, japönskum siðum haldiö ög yfir- íeitt verða þeir ríki útaf fyrir sig innan Brazilíu þjóðveldis. Þeir hafa hafnarborg fyrir sig, þarsem engir nema Japanar mega búa, en gegnum hana flytja þeir vöru sína til Japan og fá þaðan aftur þann varning, sem lifnaðar háttum þeirra henta. Þessi samningur er nálega eins dæmi á siðari öldupn, nema ef vera skyldi' að hvítir menn hafi félag útaf fyrir sig í Shanghai og Canton i Kína, og stjórn að öllu leyti óháöa landstjórninni. Annars mun mega leita lengi í sögunni að sviplíku dæmi og þetta er. Heimtir úr helju. Sóttir voru nýlega þeir sem eftir uröu i fyrra haust af leið- angri Ástralíu manna til suður- heims skauts landa. Þeir voru fimm, Dr. Douglas Mawson, sá er leiðangrinum stjórnaði og fimm, menn með honum, en auk þeirra voru tveir, er farizt höföu í ísn- um meö einhverju móti, annar enskur hinn frá Svisslandi og báö- ir vísindamenn. Svo er sagt að þessir fimm hafi verið að fram komnir af vistaskorti og orðið að lifa á sæfíla hjörtum og tungum. Þó er sagður fiskur í sjó .á þeim slóöum er þeir voru og nokkur villibráö. Erindi þessara er sagt verið hafa aö skoöa og kortleggja isjaðarinn eöa ströndina, ísi læsta, þarsem hauður og haf mætast. — hið jöklum þakta suðurheimskauts fastaland og suður-íshafið. Eitt- hvaö þykjast þeir piltar hafa af- rekað, þegar þeir koma aftur. Róstur á Irlandi. Það er alþekt að Irar eru ákafa- menn í skapi og laus höndin, ef svo vill verkast. Þetta sannaðist á laugardaginn, í Dublin, höfuð-1 borg landsins. Þar hafa strætis- vagna menn lagt niður verk til þess aö fá hærra kaup, og héldu fund undir beru lofti fyrir utan borgina, i skemtigaröi sem þeir eiga. Alt fór þar friösamlega fram, en á leiðinni til baka vildi 1ö|gr(|glan dreffa (mjannfjci(Idanjuim\ og réðist á hersinguna með bar- eflum. Var þá ekki að sökum spurt. Lýðurinn beitti hverju sem hönd festi á, grjóti, flöskum og timbri, og gerðist þar ógurlegur aðgangur. Um 400 manns lágu eftir, þegar bardaganum sleit, og eru allir spítalar bæjarins fullir af hættulega sárum mönnum. Um 70 manns voru handteknir, þar á meðal einn bæjarfulltrúi, er talað hafði æsilega til fjöldans. Wilson forseti lýsir hvar komið er málum. Aðvarar Mexico að hætta hryðju- verkum. Einn daginn í fyrri viku gekk Wilson Bandaríkja forseti á þing og sagði til þess í heyrarida hljóði, hverjar ráðstafanir hann heföi gert til þess að koma friði á í Mexico, hver svör Huerta heföi veitt og hverjum ráöum Banda- ríkjastjórn mundi beita framvegis. Hann lýsti því,- að stefna sín væri sú “aö skerast ekki í leikinn með vopnum, heldur gæta þess, aö engin vopn veröi flutt til Mexico frá Bandaríkjum. Með engu móti skerast í leikinn með neinum þeirra flokka sem nú berjast um völdin í Mexico, né heldur gerast dómari þeirra i milli. Öllum Bandaríkja þegnum, sem nú dvelja í Mexico er sterklega ráðið til aö fara sem fyrst á hrott úr því landi, og styrkja þá til þess sem ekki geta komist þaðan af sjálfs- dáðum, enda skuli þeir sem þykj- ast hafa völdin þar, vita fyrir víst, aö Bandaríkja stjórn hefir vak- andi auga á meðferö þegna sinna, sem komizt ekki burtu, og skuli koma ábyrgö fram viö slíka, ef ástæöa er til. Svar Huerta var á þá leið, aö hann kraföist aö Bandaríkin við- urkendu sig sem stjórnara í Mexico, aö tekiö væri viö sendi- herra sínutn i Washington, að send- ur væri þaðan verulegur séndi- herra og að Bandaríkin létu al- gerlega hlutlausar deihtrnar í Mexico. Forsetinn gat þess aö John Lind heföi reynzt í alla staöi . ágætlega. sem erindreki sinn í Mexico, og kvaö alt gert hafa verið af sinni hendi og samverkamanna sinna, til að sefa óhug Mexicomanna og satirlfæ.ra þá um ^ð Bandaríkjum gangi gott eitt til méð rrialaléitan sína. — Síðan hefir litið 'gerzt í málinu, nema Bandarikja þegnar ertt sem óöast aö flýja úr Mexico og hefir congressinn veitt 100 þús- .dali í því skyni að hjálpa þeint burt, sem geta ekki komizt af sjálfsdáöum. Herkostnaður Balkan- þjóðanna. Samkvæmt friðargerðinni í Bucharest hefir Búlgaria eignast landspildu sem er tvö hundruö mílna löng og sextíu milur á breidd, og fyrir þá spildu hefir hún orðið að gjalda hátt upp í þúsund miljón dali, ef mannskaöi er með talinn, en j)ó hún hafi kostað miklu til, j)á liata hinar J)jóðirnar líka beðið stórmikið tjón, sem sjá má af þessu yfirliti: Bulgaria hafði 350 þúsundir hermanna á vígvelli; af þeim hafa fállið í hvorutveggja striðinu 104 þúsundir, en herkostnaður þeirrar þjóöar er talinn um 500 miljónir. Af Serbum féllu 70 þúsundir en herkostnaöur þeirra telst nálægt 300 miljónum; þeir höfðu um 250 þúsund vígra manna. Grikkir höfðu 150 þúsund menn undir vopnum, af þeim féllu 10 þúsund í fyrra stríðinu, 30 þúsund í hinu siöara, en herkostnaður jieirra tjá- ist að vera nálægt 150 miljónir. Montenegro háfði 30 þúsund manns undir vopnum; þar af féllu ? þúsundir og herkostnaður þess kotríkis sagður 4 miljónir dala. ^'rkir höfðu 450 þúsund her- manna í sínu liði; at þeim féllu um 100 þúsundir og stríðskostnað- ur þeirra telst um 400 miljónir. Ef metin væri til peninga öll ])au mannslíf sem farist hafa, bæöi fyrir vopnum og af drepsóttum, allur hnekkir sem atvinnuvegir liafa beðið, hrun verzlana og eyð- ing akragróða, eyðilegging á eign- unt einstakra manna af ránum og brennum, svo og öll sú eymd og auðn, sem stríðið hefir leitt yfir lönd þessi, þá mundi upphæðin hækka stórkostlega. Langur tími mun líöa þartil fjártjónið vinst upp aftur en manntjónsins munu þjóðir þessar aldrei bætur bíða. — Gufubátur var að toga báta fulla af sandi og möl upp eftir fljóti í Philadelphia, sprungu þá katlar í gufubátnum og fórust níu manns en margir meiddust. Lýðstjórn á Bretlandi. Á þingi Breta, því sem nú er nýlega slitið, var gengið skrefi lengra en áður til að hnekkja höfð- ingjavaldinu á þingi. Frömvörp til laga um tvö stórmál, heima- stjórn írlands og fríkirkju i Wales, voru afgreidd af neðri deild þings- ins í annað sinn og verið hafnað í annað sinn af lávarðadeildinni. Ef þau ganga gegnum neðri deild að ári, sem vafalaust er, nema svo vilji til að stjórn Asquithe tapi völdum, þá verða þau að lögum, hvað sem lávarðarnir segja. Það verða fyrstu ávextirnir af stjórn- arskrár breytingu j)eirri, er lávarð- arnir bökuðu sér sjálfir með því að fella hið fræga fjármála frum- varp Lloyd George. Lávarða- deildin er nú fulltrúi fyrir aðeins eina stétt: höfðingja og auðmenn, en Mr. Asquith og hans félagar ætla sér að gjörbreyta j)ví og gefa fulltrúum allra stétta jafnan kost á að sitja þar, og hefir hann ])eg- ar lýst j)ví í heyranda hljóði, að hann ætli sér að bera frumvarp þar að lútandi franvá næsta þingi. Mr. Lloyd George hélt nýlega snjalla tölu í heimalandi sínu, Wales, þarsem hann sýndi fram á, að liberalar ætluðu sér ekki ein- asta að verja lýðstjórn eða þá hlutdeild í landsstjórn, sem al- menningur hefir, heldur færa hana út, auka hana og efla. “Liberal- ism er nú í eldraun”, mælti hann. Lýðstjórn er meiri hætta búin nú, heldur en um marga mannsaldra áður, í þessu landi.” Hann Vék á það, að foringjar afturhaldsflokks-' ins hafa veitt Ulstermönnum alt liðsinni og upphvatning til að standa í móti heimastjórn, og það jafnvel með vopnurii, ef til kæmi, og mælti: “Með stórmenni lands- ins er reglulegt samsæri stofnáð til að hnekkja og kollvarpa lýð- stjórn hér í landi. Lávarðarnir og þeirra vinir eru svo lirokafullir að lýsa jjvi, að ])eir leyfi ekki laga- frumvörpum J’iberala. að verða að lögum, enda þótt j)ingið hafi kos- ið verið beint til að koma þeiiri fram. Ef þeir eru málunum mót- fallnir fara þeir lengra og segja: ‘Vér skulum fyr láta hendur skifta en þetta verði aö lögum’. Og enn lengra fara þeir og segja: ‘Jafn_ vel þó þau verði lögtekin, skulum vér ekki hlýða þeim’ . . . Fyrir’ dvrum stendur nú hin óðasta bar- átta fyrir réttindum alþýðunnar og frelsi þjóðarinnar, miklu skæðari en áður hefir sést um marga mannsaldra í þessum eyjum. Óvin- ir vorir ætla að hnekkja lýðstjórn í þessu landi, því að fólkið stjórni sér sjálft eftir j)vi sem ])arfir út- heimta og j)að sjálft vill vera láta.” Um meðferð lávarðanna á mál- efnum, sem liberalar vilja fram hafa á þingi, fór kanzlarinn meðal annars svofeldum orðum: “Hvert lagaf rumvarp, sem conservativar áttu upptök að, fóru þeir með einsog barnið sitt: ])að hafði “blátt blóð” í æðum, ættarmarkið var ósvikið, og því varð séð gegnurn fingur með ágöllum þess. Það var tekið móti j)ví einsog góðum gesti, og leitt við hönd sér að' höll konungsins. En öll lagafrumvörp liberala voru illa meðtekin, j)au fengu grettur og hornauga einsog ættsmáir alþýðumenn er hefðu í óleyfi ruðst inn í fínustu stofu á höfðingjasetri, og voru hrakin á dyr, þær sörnu, sem þau komu inn um, með ófögrum kveðjum.” Að lokum mintist kanzlarinn á fyrir- ætlanir stjórnarinnar í því efni, hvað gera skuli frekar við lávarða^ deildina, á þessa leið: “Ein endurbót er alveg nauðsyn- leg á stjómarfari voru, en það er breyting á skipun efri deildar. Forsætisráðherrann hefir nú gert heyrum kunnugt, að hann ætli að bera upp frumvarp ])ar að lútandi, næsta ár. Ekki hæfir mér að segja hvað frumvarpið inniheldur, hitt get eg sagt með vissu, að í hinni nýju efri deild mun öllum flokk- um og trúarbrögðum og stéttum, gert jafnt undir höfði. Ekkert land getur haldið virðingu sinni með því að leyfa þessum hroka- fullu höfðingjum að sníða löggjöf landsins í hendi sér, þó enga heim- ild hafi þeir til frá þjóðinni.” Það er ekki langt síðan að lá- varðadeildinni var sýnt x tvo heiiu- ana; þá gerðu þeir það þó til að halda einhverju eftir af valdi sínu, að krefjast þess að efrideildinni yrði breytt, en hún ekki afnumim til fulls. Nú er eftir að vita hvern- » ig jxeim líkar breytingin þegar hún kemur. Hvaðanæfa. — Strathcona lávarður er á ferð hér í landi ásamt konu sinni og dóttur. “Það er gagnstætt náttúrunnar lögum að eg ferðist mikið héðan af, kominn á tíræðis- aldur", mælti hann. "En leitt þykir mér að hugsa til þess, að þetta sé seinasta ferðin min til %iíns elskaða heixrialands.”.- Strath- cona hefir farið meir en 100 ferð- ir yfir hafið. Ekki segir hann neitt hæft í ])ví að hann ætli að sleppa embætti sínu bráðlega. — Fjöldamörg ráð hafa fundin verið til að sjá við því að lestu'm lendi saman á járnbrautum, en engin hafa dugað til þessa. Nú segja blöð að ungur samlandi vor hafi fundið ráð sem dugi, en um vissar sönnur á því er ekki frétt. — Vilhjálmur Þýzkalands keis- ari hélt hersýningu nýlega i Posen, en það er pólskt land að fornu og enn eru Pólverjar fjölmennir þar, þó að mjög sé þröngvað kosti þeirra af Þýzkalands stjórn. Með Vilhjálmi voru í för hinir mestu stórhöfðingjar innanlands og af öðrum löndum. Pólverjar létu sér fátt um finnast komu keisarans og tóku engan })átt í j)eirri viðhöfn og hátíða höldurn, seiu aðrir þegnar keísarans stofn- uðu til í tilefni af komu hans. Ekki urðu j)ar róstur svo teljandi séu, en þó voru gluggar brotnir í stórhýsum, senx mest voru skreytt til fagnaðar við komu keísarans. — Stúlka rnisti lífið í Toronto útaf litlu tilefni. Hún vann í eld- húsi eins vekingahúss í borginni og kvaddi til ijiann (ið láta is í skáp. bíann neitaði og lauk Jxeirra tali svo, að hann sló til hennar, kom höfuð hennar við borðkant um leið og hún datt og hálsbrotnaði hún. Mannfýlan er í haldi, sak- aður um morð. — í London er verkfall meðal húsagerðar manna, svo að' hætta hefir orðið aðgerð á höll konungs, Buckinghanx Palace; verkamenn hóta, að ef kröfum þeirra um kauphækkun verði ekki fullnægt, j)á skuli allir félagsbræður ])eirra um alt land Jeggja niður verk, en það er alls 250 þúsund manns. — í Paris er auðugur maður grískur að kyni, sem er að láta smíða bát, sem er eins og flaska í laginu, axlalaus. Flaskan snýst í sjónum nxeð feikna hraða, en innan í henni leikur pallur á ásum, og þar verða vélar og fólk. Kaid- inn lifir aðeins á brauðskorpum soðnum í vatni þó efnaðtir sé. — Flotastjói-n Breta ætlar að láta gera bákn mikið er gera skal við hina stsérstu bryndreka út í rúmsjó. Þessi fljótandi smiðja verður 90 fet á breidd og 4,450 fet á lengd. — Jack Johnson, hinn alræmdi svarti hnefabokki, er flæmdur var burt úr Bandaríkjum nýlega, er seztur að í Paris og ætlar að búa þar framvegis. Hann ætlaði að sýna sig i Lundúnum nýlega en fékk ekki, með því að aðrir sem við leikhúsin störfuðu, neituðu að vinna með honum. Jphnson er hávaðamaður og óeirðarmaður nxikill um kvennafar. — Blað eitt í London hét ný- lega 25.000 dala verðlaunum þeim sem flogið gæti umhverfis Stóra- Bretland á 72 klukkustundum. Sá hét Hawker sem þetta reyndi. Vegalengdin er um 160a mílur, og komst liann ekki alla þá leið, með því að' hann datt í sjóinn úr 100 feta lofthæð og meiddist vélastjóri hans mikið. Hann flang fyrsta sólarhringinn 836 mílur á 853 rntn- útum og þótti vel gert. — Tveir ungir menn í San Francisco fóru lystitúr einn dag- inn og höfðu sér til fylgdar tvær ungar stúlkur úr einum 'háskóla borgarinnar. Þeirra skemtiferð lauk svo að lögreglan tók þá fyrir fúllífi. Mennirnir voru báðir kvæntir, auðugir og af háum stig- um. Mál þeirra er fyrir dómi. — í járnbrautarslysi á Englandi fórust 7 kvenmenn, 2 karlmenn og 2 börn, en 20 aðrir meiddust, og litlu síðar vildi járnbrautarslys til í Connecticut og fórust þar 21 per- sóna en 50 manns slösuðust og er sunxum j)eirra ekki ætlað líf. — Fundur lögmanna i Canada og Bandaríkjum stendur nú yfir í Montreal. Þar hafa talað Haldane lávarður, kanzlari hins brezka rík- is og W. H. Taft, fyrrum forseti Bandaríkjanna. — íbúðar stórhýsi tvö hrundu í Dublin á' Irlandi; sagt er að 53 manneskjur hafi farizt í því hruni. Þrettán fjölskyldur bjuggu í hús- um þessuin, alt fátæklingar. n— Hálsmeni úr perlum.var stol- ið á leiðinni frá París til London, fyrir ekki mjög löngu, og var það lengi, að ekki fanst j)jófurinn. Nú hafa fimm menn verið teknir fast- í London, grunaðir um jxjófnaðinn. Menið var virt á 625 þúsund dali. — Rannsakað hetir verið ný- lega, hvar dýrast sé að lifa í heim- inum, og segja þeir fróðu, að það sé í Canada. Þar hafa nauðsynja- vörur stigið hraðara í verði á síð- ustu árum, heldur en á nokkrum öðrum stað í veröldinni. í — Þýzkur vísindamaður, að nafni Warner var að leita að radiurn í Nýju Guineu í Afríku. Nú segir frétt, að hann hafi verið drepinn og etinn af pannætum. — Eldur kviknaði einn daginn í ! skipinu Inxperator, sem er stærsta skip á sjó, og fórst j)ar einn stýri- rnaöur og einn háseti. Um iiöo manns voru á þriðja farrými og flýði á land sem fætur toguðu. Eldinn tókst að slökkva, með því að skipið lá við land í New York og nóg slökkvitól við hendina. — í borginni Peterboro í Ont. hrundi búð einn daginn og fórust fimm en níu slösuðust; þetta skeði um' hádegið og var búðin full af fólki sem var að verzla. — Mál Harry Thaw's er þæft fyrir rétti, en lítil von þykir vera um að hann nái því að verða frjáls maður, heldur verði hann sendur aftur i hendur þeirra, sem eiga að gæta hans. , — Goodtemplarar í Montreal hafa tekið ráð sín saman til að vinna að bindindi í þeirri borg, meira og harbara en að undan- förnu, og hafa kosið mann til að stjórna því starfi og standa fyrir atlögunni. — Herlög ráða nú i Peking borg í Kína og er sagt að margir séu af lífi teknir, þeir sem verið hafa i samtökum gegn forsetanum Yuan, þar á meðal eru margir þingmenn. Ur bœnum Miss Lára Sigurjónsson fór vestur til Argyle í gær til þriggja vikna dval- ar hjá ættingjum og vinum. Herra Stefán Oliver, Health Inspector, fór norður á Winnipeg vatn í sumarfríinu og lætur vel af. Stúlka um tvítugt, nýkomin frá ís- landi, vill fá vist á góðu íslenzku heim- ili. Mrs. S. Sigurjónsson að 689 Agnes St., vísar á. Miss Alpha Brown og Miss Vigfús- son héðan úr bæ fóru í kynnisferð vestur til Leslie, Sask., síðastliðinn Laugardag. Nú er komin skýrsla frá verkfræð- inganefnd þeirri sem gefa skyldi álit sitt um kostnað o.s.frv. við að leiða vatn til Winnipeg frá Shoal Lake, um 86 mílur vegar. Nefndin telur verkið fýsilegt og gerir ráð fyrir að kostnað- ur við það rtemi rúnium 13 miljónum dollara. Vatnið segja þeir fyrirtak og óþrjótandi. Hinn 26. f.m. andaðist að heimili sínu 681 Alverstone stræti ekkjan Jó- hanna Thorsteinsson. Hún dó úr magasjúkdómi 69 ára gömul. Jó- hanna sál. bjó með syni sínum Eyj- ólfi, en fluttist vestur um haf árið 1910 frá Eskifirði. Annar sonur henn- ar hér vestra er Th. E. Thorsteinsson ráðsmaður við Northern Crown bank- ann á Sherbrooke str., og ein dóttir, EHn, óg. hér í bæ. Jóh. sál. var rösk- jb jæsuiA 3o gnpuoA ‘Bjsatu auojjsqiaj öllum er þektu. Jarðarförin fór Furu Hurdir, Furu Finish Vérhöfum birgðirnar THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. WINNIPEG, MAN. NÚMER 36 Steingrímur Thorsteinsson Hann dó þann 20. Ágúst, á 83. ári, fæddur 19. Maí 1830. Foiældrar hans voru Bjarni amt- maður Þorsteinsson og Þórunn dóttir Hannesar biskups Finnsson- ar. Bjarni amtmaður varð fjör- gamall, maður hófsamur og stilt- ur og hygginn. Hann bjó á Stapa á Snæfellsnesi. Steingrímur útskrifaðist úr Tatínuskólanum árið 1851, pereats- árið og var einn af þeim sem kornst klaklaust gegnum þann óróa. Sama árið sigldi hann til háskólans; þá mun hann hafa ort það kvæði, er stendur prentað í kvæðabók hans, “Snæfellsjökull”, en ])að er kveðja hans til heimilis og ástkærra foreldra, því að undir jöklinum var hann fæddur og upp- alinn, sem fyr segir. í Kaupmannahöfn mun honum hafa farið sem mörgum öðrum, að stunda jiað sem hugurinn hneigðist að jafnframt náminu eða ekki síður en það. Um það leyti stóð kveðskapur Dana í blóma, svo að engin góðskáld hafa þeir átt fleiri á sama skeiði, sem ein- mitt þá. Þar fanst og mikill áhugi á leiklist og flestum listum; sum- um hinum gáfuðustu íslendingum er ungir komu til Hafnar um þetta leyti varð hið sama, og má til nefna Dr. Grím, Gisla Brynjólfs- son, Jón Thoroddsen og enn fleiri ef til vill. Steingrímur tók sig saman við tvo hina síðarnefndu og gaf út kvæðasafn ásamt þeim f“Svava”J, en áður hafði hann birt nokkur kvæði í N jum Félags- ritum, og þar var fyrsta kvæöi hans prentað. Hann fékkst mikið við bókaþýðingar (Ný Sumargjöf, Þúsund og ein nótt), og mest á námsárunum. Þ.ví er ekki að furða, j)ó að enxbættispróf drægist úr hömlu, en því Iauk harin eftii^ 12 ára Hafnarveru 18639. Af ritum í bundnu máli er eftir hann liggja frá þeim tima, er helzt að nefna þ ðinguna á Axel eftir Tegner. Árið 1872 fékk hann kennara embretti við latínuskólann i Rvík og fluttist þá heim til Islands eftir meir en 20 ára burtuveru. Frá þeim tima stundaði hann þetta tvent: að kenna og að yrkja. Til kenslu var Steingrimur ekki vel fallinn, skorti ])á alúð og stöð- ugu eftirgangsnxuni, sem j>að starf útheimtir, enda mun honum oft og einatt hafa leiðst í kenslustundun- urn og lærisveinum hans ekki síð- ur. Þó báru sveinarnir virðingu fyrir honum, enda var hann svo skapharður, að hann leið engum að troða sér unx tær. Hann var mjög vel lærður í sínum fræðum, en hafði ekki lag á að láta menn læra af sér og slógu nálega allir slöku við nám hjá honum. Það sem halda mun nafni Stein- grims á lofti, eru kvæði hans. Þeim má skipa í fjóra flokka, mest eftir því, á hvaða tima ])au eru ort. Meðan hann dvaldi í Kaupmannahöfn kvað hann mest ættjarðarkvæði, á þá leið sem ung- um mönnum er tamt. sem dvelja erlendis, um fegurð fósturjarðar- innar, frelsi og framfarir. Mörg þeirra kvæða eru flestum kunn. Eftir heimkomu lians til Islands, eru flest kvæði hans um suman dýrðina og náttúrufegurðina á Fróni. Þá vildi svo til að séra Matthías flutti sig til Reykjavíkur og tókst vinátta með j)eim Stein- grími og keptust jxeir hver við annan í bróðerni. Þeir gáfu út safn af þýddum kvæðum eftir góð- skáld, er þeir nefndu “Svanhvít”, og er afbragðsrit. Á þeim árum mun Steingrinmr hafa náð hærra en áður eða eftir. Þegar frá leið og náttúran hætti að vera honum yrkisefni, ])á ber á mikilli breytingu í kveðskap hans. Þá kemur frarn hans napra hæðni og jafnvel beiskja. Frá þeim tíma stafar vafalaust þetta al- kúnna stef: Um frelsis vínber sevdd við sól- ,arkyngi mín sálin unga bað. En krækiber á þrældómslúsalyngi mér lífið réttir að. Jafnframt mun hann iiafa orkt sitthvað af öðru tagi, ejnkurn við lög er Tbnas organisti Helgason gaf út í söngbókum sínum, og eru meðal þeirra rnörg góð kvæði, flest þýcld. Hin siðustu 20—30 ár æfi sinn- ar orkti Steingrímur nxest tæki- færis kvæði, allrahelzt erfiljóð, og ef satt skal segja, með litlum til- þrifum. Senx skáldi fór honum að fara aftur eftir að hann náði fimtugsaldrinum. Nálega allir Islendingar hafa mætur á kvæðum Steingrqns, enda liefir sú kynslóð senx nú er roskin, lært þau og sungið þau frá barn- æsku. Yrkisefni hans eru og hug- ljxif almennirxgi, prýði fóstarlands- •ins og elska til þess, svo og þær tilfinningar sem hver finnur í sín- um eigin barnxi, ást. hrygð og hat- ur. Hann vandaði mjög kvæða- gerð sína, snotraði þau og fágaði. og er svo að sjá, senx vandvirkni kans hafi ef til vill dregið úr kraftinum. Flann var að upplagi skapstór maður, viðkvæmur fyrir áhrifum, nænmr á það sem fagurt var og ekki síður hitt, sem kými- legt var. Hann var ákaflega mis- lyndur, stundum kátur og hýr á svip, en annað kastið frámunalega óhýrlegur; eigi að síður bar hann jafnan með sér stillingu sem var meðfædd og fas hins vel siðaða manns. Hann átti engan óvin, tæplega heldur marga alúðar vini, ef til vill engan trúnaðarmann, nema ljóðadísina. Steingrímur heitinn var nxeðal- maður á hæð, breiðvaxinn og lið- legur á velli. heilsugóður maður, óhlutdeilinn og fáskiftinn, en mál- rætinn ef vel stóð i bólið hans. Hanri lét rrfjog lítið til sín taka í öðru en því sem beint kom við hans verkahring. Fyrri kona Steingríms heitins var dönsk og var þeirra son Bjarni læknir, sá sem nýlega dó utanlands. Með seinni konu sinni, Guðriði Jónsdóttur frá Stöðlakotí í Rvík. átti hann rnörg börn og eru sum þeirra enn í æsku. fram 28. f.nx. Dr. Jón Bjamason jarðsöng. Dr. O. Stephensen kom norðan frá Gimli á þriðjudaginn með fjölskyldu sína, er þar hefir dvalið í sumar. — Fer sumarvistarfólkið að flytjast það- an hingað til borgar hvað af hverju. Eru nokkrir fleiri ])egar komnir. Herra Sveinbjörn Johnson lögmað- ur hefir verið settur yfirkennari við hagfræðisdeild hákólans í North Da- kota. Margir sóttu um það embætti, en hann er skipaður í það án þess að sækja. Er ])að óvanalegur og mikill heiður, er maklega kemur þó niður á þessum efnilega og veljækta íslend- ingi. Mr. Johnson er ágætum hæfi- leikunt búinn og mun embættisskipun- in hafa verið gerð bæði með tilliti til þess, og hins sömuleiðis, að hann hafði öðlast mikla praktiska þekkingu til stöðu þessarar er hann gegndi starfi við bókasafn fyrir ríkisþingið í North Dakota og tilheyrandi því. Starf hans þar var að safna öllum skýrslum viðvikjandi ríkislöggjöf og raða þeim. Mr. Johnson er hinn mæt- asti ntaður og í miklu áliti fyrir lög- mannsstörf sín. Hann flytur til Grand Forks um þessar mundir og býst við að vera þar í félagi með öðr- um lögmanni, jafnhliða því að hann gegnir áður nefndu yfirkennaraem- bætti. Hr. Skúli Sigfússon hefir um hríð legið vcikur á spítalanum hér i Winni- peg og er nú á góðum batavegi. Mr. J. Sigfússon bróðir hans er nú staddur hér í bænum og biður Lögberg að flytja viðskiftavinum bróður síns þá orðsending, að Skúli niuni, strax og hann er ferðafær, koma norður með Manitobavatni að hitta ]>á viðvíkjandi gripakaupum. Jón verður bróður sín- um samferða á því væntanlega ferða- lagi, sent þeir að öllu sjálfráðu leggja í innan mjög skamms tima. Bréf á skrifstofu Lögbergs eiga: Friðrik Sveinsson málari og Mrs. Guðrún E. Russell. Tíðarfar hagstætt undanfarna viku, þurviðri og sólskin flesta daga. Skúr kom á miðvikudagsnótt, en stóð að- eins skamma stund. í kveld (fimtudagj hefjast aft- ur fundir í bandal. Fyrsta lút. safnaðar, eftir «sumarfríið. Óskað er eftir að meðlimir fjölmenni á þenna fyrsta fund, því að þá á embælttismannakojsnthg að fara' fram. Islandsfararnir eru sagðir væntan- legir heim aftur um miðjan þenna mánuð.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.