Lögberg


Lögberg - 04.09.1913, Qupperneq 3

Lögberg - 04.09.1913, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4- September 1913. 3 Skipakostur íslendinga fyfr og síðar. I. Inngangur. “ísland er öðrum löndum fremr háð verzlun sinni viö erlendar þjóðir. Landið er bæði afskekt og náttúra þess öðrum löndum frá- brugðin. Að vísu gefr landið af sér fémæt gæði, langt fram yfir þörf lan-dsmanna sjálfra, en þó þessi gæði sé að vöxtum ríkuleg. þá er tegund þeirra og tala bæði fáskrúðug og fábreytileg og vant- ar landið tugum saman þau gæði, sem landsmenn geta tæplega eða alls ekki án lifað. Landsmenn verða því að skifta því sem þeim verðr afgangs af fiski, lýsi ull og kjöti, og kaupa sér fyrir það nærri alt annað sem þarf til lífsforða eðr nautnar. ísland stendr því öðruvisi að en önnur lönd, þar sem náttúran leiðir af sér fleiri gæði, hlutar sitt af hverju, minna, enn jafnara. Verzlunarsaga íslands er því landssaga þess, í fám löndum hafa umskifti á verzlunarhag dregið eftir sig slíkan slóða sem á Islandi, og ráðið slíku um hag og heill lands og lýðs.” ('Ný félagsrit, XXII ár, bls. iooý. Svo fara Konráði Maurer orð, og fer hann eflaust með rétt mál. Væri því full þörf fyrir landsmenn að þekkja verzlunarsögu landsins, en því er miður, að hún hefir eigi verið rannsökuð ennþá til neinnar hlítar, og liggur því eigi á hrað- bergi sú kunnátta. Nú höfum vér íslendingar, góðu heilli, sett á stofn innlendan háskóla, og er því von á að bráðum rætist úr til batn- aðar um þetta mál. En þótt rannsókn á þessum efn- um sé eigi lengra komið en nú var sagt, þá er þó alkunna, hver leiks- lokin urðu, að vér komumst í hina verstu verzlunaránauð og urðum fullkomnir hlutræningjar í nálega öllum hlutum. Þar af leiddi ör- birgð og eymd og mannfall, svo að nærri stappaði fullum þjóðar- dauða. Oss væri nauðsyn á að vita, hverjar orsakir lágu til þess að svo fór, til þess að vér gerum ekki hin sömu glapræði sem forfeður vorir. Þessar orsakir hafa verið margar og margbreyttar, og munu verða leiddar í ljós við nánari rannsókn, en fram hefir farið hingað til, sem fyr var sagt. Hér verður drepið á eina orsökina, þá er án allá efa. hefir verið rík-ust og affaramest. Má með sanni heimfæra áður töld ummæli Konráðs Maúrers upp á hana, og setja verzlun fyrir land en skipakost fyrir verzlun. Þvi að svo er um öll eylönd að vitni veraldarsögunnar, að saga skipa- kostsins er saga verzlunarinnar. Og þar sem svo er háttað sem hér á landi, að verzlunarsagan er lands- saga, þá er saga skipastólsins saga landsins. Eigi eru hér tök á að rannsaka það mál til neinnar hlít- ar, en talin munu verða nokkur höfuðatriði og sýnt um leið, hverj- ar urðu afleið'ingar þeirra. Að því búnu mun verða sýnt fram á, hverja lærdóma vér hljótum að draga þar af og til hverra framkvæmda þeir benda oss. II. Skipakostur landnamsmanna, Noregur teygir sig alla leið norðan úr Dumbshafi og suður undir Jótlandsskaga, er er aö því skapi mjór sem hann er langur. Viða eru þar fjöll og ófærur inn í landið og alstaðar torsóttir land- vegir, þar sem iðjandi mannshönd- in hefir ekki fjallað um. En bæði er landið víða vogskorið og eyja bálkur víða fyrir landi og auðsiglt um eyjasundin. Er þvi segin saga og harla eðlilegt, að landið og skapnaður þess benti landsmönn- um að fara ferða sinna sem mest á sjó. Þessu var og sá hlutur til stuðnings, að þar i landi var hin mesta gnægð skóga til skipagerðar. Urðu landsmenn því ágætir sjó- menn, er tímar liðu, og tömdu sér langar sjóferðir, þegar fram í sótti, bæði til hernaðar og verzlunar. Svo var háttað samgöngum Nor- egsbúa, er Haraldur lúfa braust þar til ríkis. Þá stukku margir ágætismenn úr landi, og leituðu sér bólfestu annarstaðar. En allir áttu þeir yfir haf að sækja, hvert sem leiðir þeirra lágu. Saga íslands hefst, þá er flótta- menn þessir leituðu hinga’ð til landnáms. Er þá fljótséð og auð- sætt að þeir nutu þess, er þeir áttu ærinn kost skipa, því að “djúpin munu íslands álar”, svo sem tröll- konan kemst að orði, og ekki væð- ir tröllum, hvað þá menskum mönn- um. Má vera að flestum þyki ó- þarft að geta um svo sjálfsagðan hlut, er allir mega skilja ósagt. Mundi eg og eigi hafa á það minst, ef íslendingar hefði eigi fyrir mörgum öldum gleymt því, sem er jafnauðsætt, og ef þeir væri skygnari á það nú, en raun gefur vitni. En það er önnur hlið sama hlutar, sú að eigi verður fremur búið skipalaust á Islandi en þang- að komist. Það mun reynast erfitt að segja með fullri nákvæmni, hve mörg hafskip voru í eign Islendinga í lok landnámsaldar. Þö hefij eg gert tilraun til þess. Hefi eg leit- að í Iandnámu þeirra manna, sem sagt er um berum orðum, að þeir hafi komið á skipi. En þetta er sagt um fremur fáa, og er auðsætt að miklu fleiri hafa siglt liingað eigin skipi. Reyni eg þá fyrst að telja þá landnámsmenn, er sjá má að komið hafa með öðrum eða ver- iö' fæddir hér á landi. En er þess- ir tveir flokkar voru taldir, þá leitaði eg við að ráða af líkum, hverjir hinna hefðu stýrt skipi. Hefi eg þar til samanburðar aðrar íslendingasögur. En sökum þess, að verkefni mitt er annað, en að rekja þessa hluti með fullri vís- indanákvæmni og hins annars að eg hefi nauman tíma, þá má vel vera að mér hafi skotizt um nokkra menn. Mun eg því siðar verða að fullgera þenna þátt. — Auk þess hefi eg og talið skip þeirra manna, sem teljast eigi með landnáms- mönnum, en komu þó á skipi sínu til íslands á landnámsöldinni. Eg hefi eigi náð að fullgera þessa rannsókn, og liefi þvi prent- að verkefnið, svo að hver maður geti unnið úr þvi. En eg þykist liafa fært sönnur á að 152 skip hafi hingað komið og verið eign landsmanna á landnámsöldinni. Því að það, sem kann að vera of- talið í þriðja nafnakaflanum vinst upp af því, sem er að öllum lík- indum oftalið í fjórða nafna- flokknum. Af þessum skipum brotnuðu 10 í lendingu, en 20 tel eg hafa horf- ið úr eign landsmanna, er Græn- land var numið. Einhver skip hafa að líkindum brotnað af 3. nafnaflokknum, en nóg mtin að gera þau 10. Þá eru þó eftir 112 skip. Eyrir varnaðar sakir legg eg þessi 12 ofan á, og eru þá icö hafskip í eign landsmanna. Var sá skipastóll nægur til að annast allan flutning til landsins og frá því. III. Hnignun skipastóls. í lok landnámsaldar áttu íslend- ingar meir en nægan skipakost og hefðu því getað annast alla verzl- un sína sjálfir. En þar á var ann- ar meinbugur, sem ekki réðst bót á fyr en þá síðustu ár landnámstíð- ar. Það var mannfæðin. Hefir hver bóndi átti fult í fangi að gæta bús síns og mátti ei sjá af sonum sínum frá vinnu, er kaupferðir voru langar, oftast fult ár. Þó munu þeir frá upphafi hafa annast alla flutninga til landsins, ef þá hefði rekið nauður til. En svo var eigi, því að Austmenn tóku þegar að sigla hingað, er landið tók að byggjast. Má sjá það af mörgum dæmum úr elztu sögunum og jafnvel úr landnámasögu. I land- námu segir að Þórðr dofni “fekk þá Þórunnar dóttur Ásgeirs Aust- mannaskelfis, er drap skipshöfn Austmanna i Grímsárósi fyrir rán þat. er hann var ræntr austr”. Af öð'ru dæmi má sjá að Austmenn hafa farið hingað kaupferðir með kviðfénað. “I þann tima kom út skip i Kolbeinsár ósi hlaðit kvikfé. Enn þeim hvarf i Brimnesskógum unghryssi eitt. Enn Þórir dúfunef keypti vonina ok fann síðan”. Hefði íslendingar átt farminn mundu þeir ekki hafa selt vonina, en Austmenn urðu að halda á brott aftur og gátu ekki beðið þess, að tryppið fyndfst. Fleiri dæmi þarf eigi að nefna, því að þau eru á hverju strái í sögunum. Þótti landnámsmönnum þetta minni hætta, eða hugsuðU síður um þá hlið málsins fyrir þá sök, að þá var engin greining þjóðanna orðin. Þetta varð nú í fyrsta Ugi orsök þegs, að menn gættu ver skipastóls en ella mundi. Sum skipin stóðu uppi árum saman og fúnuðu. Má og vera að sum hafi verið rifin og gerðir úr smærri bátar, til róðra og flutninga, þótt eigi sé þess get- ið. Runnu og rnargar aðrar orsak- ir undir svo sem skipbrot. Þau hafa verið alltið og stundum stór- feld. Eigi þarf langt að leita dæmanna. Því að' með berum orðum er sagt frá skipbroti tíu landnámsmanna. Um Sleitu-Helga er það sagt, að “þeir Helgi létu út enn sama dag ok týndust allir á Helgaskeri fyrir Skriðnesenni”. Þessir voru Austmenn, en íslend- ingar brutu skip sin eigi síður en þeir. Enn eitt dæmi úr landnámu: “Nokkru síðar braut Guðlaugr, bróðir Gils skeiðarnefs, skip sitt út við höfða þann er nú heitir Guðlaugshöfðu”. í Harðarsögu getur um skipbrot a Vikarsskeiði, þar sem Unnur djúpúðga braut. í viðbæti við landnámu úr Skarðs- ársbók er ljóst dæmi þess, að veð- urlag var eigi betra hér á landi þá en nú er, og eigi siður hins, hve stórvirkir þeir voru stundum, sjórinn og vindurinn, og skaðvænir skipum og mönnum. Þar stendur: “Á þvi ári, er Gizurr biskup Is- leifsson andaðist gerði hallæri mik- it á íslandi; þá kom hríð svo mikil á dymbildögum at menn máttu eígi veita tíðir í kringum á sumum stöðum ok héruðum fyrir norðan land. Föstudag hinn langa tók upp knör undir EyjafjöIIum ok snöri á loft ok kom hvolfandi niðr; hann var sex rúm og tuttugu. Páskadaginn fyrsta máttu fáir menn tiðir sækja at taka þjónustu, en sumir urðu úti dauðir. Annat illviðri kom um sumarit eftir and- lát hans, þann dag er menn riðu á þing; þá braut kirkju á Þing- velli, þá er Haraldr konungr Sig- urðsson lét höggva viðinn til; það sumar fóru fjórir tigir skipa út hingat, ok braut mörg vit land, en sum týndust í hafi og leystu sundr undir mönnum, en átta ein kvám- ust brott, með þeim er áðr voru hér . . .”. Eigi verður vitað hve mörg voru íslenzk af þessum skip- um, en sjálfsagt hafa þau verið allmörg. Þessi dæmi nægja til þess að sýna, að sjór og vindur muni oft hafa höggvið eigi alllít- ið skarð í skipastól forfeðra vorra. En fleira varð þó til. Því að stundum brendu menn skipin, og stundum grófu þeir þau í jörð. Snorri goði brendi skip í Salteyr- arósi fyrir Þórarni í Mávahlið og Álfgeiri er hann hafði seka gert. Þetta skip var raunar eign Aust- manna, en vera má að þetta hafi oftar verið gert, því að þetta er hægt ráð til þess að banna mönn- um utanför og koma fram hefnd. Víða er þess getið að menn voru heygðir í skipi. Ásmundr Atlason, Valasonar ens sterka “var heigðr í Ásmundarleiði ok lagðr í skip”. Geirmundr heljarskinn “andaðist í Geirmundarstöðum ok er hann lagðr í skip þar út í skóginn frá garði". Fundur Grænlands ,varð og drjúgur til fækkunar á skipum íslendinga. Set eg hér frásögn landnámu um það: “Svá segja fróðir menn at þat sumar fóru XXV skipa til Grænlands ór Breiðafirði. En XIIII komust út. Sum rak aftr en sum týndust”. í öðru lagi urðu kaupferðir Austmanna til þess, að menn létu sér síður ant um að endurnýja skipastólinn jafnóðum. Var þó nokkuð gert til þess að halda hon- um við, bæði reist skip innanlands og utan og þó miklu oftar keypt. “Maðr hét Ávangr írskr að kyni; hann byggði fyrst i Botni, þar var þá svo stórr skógr, at hann gerði þar af hafskip”. Annað dæmi er í kristnisögu, þar sem sagt er frá sekt Hjalta Skeggjasonar: “ . . . var Hjalti dæmdr sekr fjörbaugs- maðr um goðgá. Þat sumar fór hann utan, á því skipi er hann hafði sjálfr gera látið heima þar í Þjórsárdal, ok færði eftir Rangá enni vestri til sjóvar skipit”. Enn ern dæmi þess að gert var við skxp, er brotnaði: “ . . . FIosi er bjó í Vík, þá er austmenn brutu þar skip sitt ok gerðu úr hrænum skip þat, er þeir kölluðlu Trékylli”. Þá eru og þess dæmi, að menn létu gera skip erlendis. Sonarsonur Böðólfs landnámsmanns var Þórir farmaðr: “Hann Iét gera Knör í Sogni. Þann vigði Sigurðr bysk- up. Af þeim kneri eru brandar veðrspáir fyrir dyrum í *-áhöld Þessi mynd sýnir ins hafi verið nær því engar. Hafa menn viljað ráða það af 4. gr. gamla sáttmála: “Item at sex haf- skip gangi á ári hverju til lands- ins forfallalaust”. Rétt skýring þessarar greinar er sú, er Konráð Maurer heldur fram í ritgerð sinni hér um, og Þorvaldur Thorodd- sen síðar í landafræðissögu íslands. Hún er í stuttu rnáli sú, að til er skilið, að konungur leggi aldrei fult bann fyrir Islandsför, svo sem áður hafð^ oft verið gert, heldur skyldi hanp ætíð leyfa að minsta kosti sex hafskipum að fara til ís- lands forfallalaust, ('þ. e. svo, að aldrei yrði nein forföll þar á = hvernig sem á stæðij. I rökleiðslu sinni telur Konráð Maurer Ijósar sannanir þess, að fram til þess tíma og miklu lengur hafi bæði íslendingar og Austmenn verið i kaupförttm milli landanna. Skálda- skip, þeirra Hallfreðar og Hrafns, er eg nefndi síðast hér að' framan, eru í eign þeiri'a árið 1006, þá er þeir Gunnlaugur og Hrafn háðu einvigi sitt í öxarárhólmi. Skömmu síðar taka við röksemdir Konráðs Maurers, og fylgi eg honum hér eftir og nota hans dæmi. Hann getur þess að biskupsstólarnir hafi átt skip í förurn fram um miðja 14. öld (Þ°ríákssúðin í Björgxdn 1349. Um líkt leyti ('1340J keypti Jón biskup Indriðason í Skálholti “karfa með atkerum og öllum reiða ok báti” af Bjarna bónda Guttormssyni á Útskálum. Sýnir þetta dæmi að biskupsstóllinn hefir látið sér ant um skipastólinn. Áttu og biskupsstólarnir skip i förum alt fram yfir siðabót eða alt fram undir upphaf einokunar. Er frá þvi sagt í biskupasögum, að Ögmundur biskup hafi verið skipstjóri öndverða æfi sina. Hann lét gera skútu í Vatnsfirði fyrir vestan, þá er hann var orðinn biskup. Fór sú skúta tvisvar á ári til Noregs. í biskupasögum segir og að stóllinn hafi átt garð í Björgvin, íslendingagarðinn, og skógarítak. En á dögum IMarteins biskups brotnaði skútan fyrir Eyrarbakka og lagðist þá niður siglingin og skógarítakið gekk und- an. “Á dögum Gottskálks biskups átti Hólakirkja 70 lesta hafskip, og Jón Arason hafði og kaupfar i förum til Noregs; það týndist í stormi fyrir vestan Tindastól. Guðbrandur biskup keypti 60 lesta skip af Hamborgurum, en lögmenn báðir og lögréttan lögðust á móti slíku fyrirtæki biskups, og kærðu fyrir konungi; kváðu mikinn ó- þarfa og hættu að’ landsmenn ættu sjálfir kaupfar”. “Þessi skip fóru nú að vísu nxest í þarfir staðarins manna, sem orðið hafa heilsulitlir, hafa haft stór- mikíð gagn af hófsamlegri brúkun á DREWRY5 Redwood Lager Hreinasta malt-tonic Æfinlega eins á bi'agð ið og jafn góður. REYNIÐ ÞAÐ IMilwðukee steínsteypu Spyrjið eftir verði THE STUART MACHINERY COMPANY LIMITED. 764 Main St., Winnipeg, Man KVENKÁPUR Hér eru nýkomnar fallegar kápur handa kvenfólki, skósíðar, víðar, með smekklega kraga og uppslög- um á ermum, með ýmislegum lit og áferð. Allar stærðir. Þetta er sér- stök kjörkaup á....... Skoðið þær í nýju deildinni á 2. lofti. $6.75 JAPANSKT POSTULÍN Nú stendur yfir stórkostleg kjör- kaupa útsala á japönsku postulíni, Það er handmálað og hver og einn mun i.undrast, að vér skulum geta selt það með ‘svö vægu verði. Elng- inn hefir ráð á að láta þessa sölu fara fram hjá sér, svo lágt sem verðið er og postulínið prýðilegt. 75c virði fyrir...... 25c ROBINSON Co. Llmitcd Lífið er fallvalt ...líf trébala eða t r é f ö t u Sparíð tima — skap----skildinga----með^ því að nota áhöld sem aldrei virðast sKtna Ðúin til úr Spyrjid kaupmenn Eddy’b trefjavöru Alveg eins gott og Eddy’s eldspítur KARLMANNA BUXUR Hentugar á vorin. Hentugar til daglegs brúks Hentugar til vinnu Hentugar til spari. Hver sem kaupir buxur hér, verður ánægður með kaupin. Þær eru þokkalegar og end- ast vel, seldar sanngjarnlega. Venjiö yöur á aö koma til WHITE & MANAHAN 600 Main Strect, títlhúsverzlnn I Kenora WINNIPEG og stólsins; en biskupar voru og Mikla- | neyddir til að hafa nokkra verzl- garði”. Svo seint sem 1374 er ! un til aö verja tíundum stólanna þess enn getið aö Jón Hólabiskup ! í kaupeyri sem staönum væri hag- skalli fór utan á skipinu Maríubolla j feldastur. Ekki er heldur skortur er hann hafSi sjálfr reisa látið. á dæmum til þess að margir aðrir Jón prestur Eiríksson í Vatnsfiröi ' einstakir nxenn af ýmsum stéttum smíðaöi hafskip og Ólafur fógeti fengust við verzlun eSa áttu hlut Pétursson lét smíSa hér á landi j' skipi. Þó er oftast svo, þar sem haffæra duggu. Vafalaust má 1 getiS er um skip. sem fariS hafi finna fleiri dæmi. En alment hef- j milli íslands og Noregs. eSur um ir þetta aldrei veriS og allsendis skiptapa, sem oft og einatt urSw ónógt til þess aS endumýja skipa- viS Island, þá er þess látiS ógetiS, j stólinn. Miklu fleiri dæmi eru j hvort skipiS hafi átt norrænn maS- þess aS Islendingar keyptu skip. j ur eSur íslenskur”. Þessi orS eru Var þaS einkum alsiSa, aS stór-1 eftir Maurer höfS. Telur hann menni keyptu sér skip, ef þeir j næst á eftir sterkar líkur til þess, urSu sekir og landflótta. Þó hef- j aS jafnan hafi íslendingar átt ir þetta orSiS ódrjúg aukning, því nokkur af skipunum. En þótt svo ur þessara manna var gert upp- tækt, þegar til Noregs kom. Komu þá fram afleiSingar þess, að verzl- un var öll í höndum einnar þjóS- ar og skipakostur sama sem eng- inn. Raunar var svo aS sjá um rúmt aldarbil aS Englendingar og ÞjóSverjar mundu verSa oss til bjargar, en íslendingar uku ekki sinn skipastól, heldur létu hann verSa aS engu. Lítilmenni þau er réSu SkálholtsstaS eftir siSaskift- in, hirtu eigi um aS gera skip i skarSiS, þegar skúta sú brotnaiSi, I sem Ögmundur hafSi gera látiS Og þá er skip þaS fórst, sem GuS brandur biskup hafi keypt, þá var lokiS skipaeign Hólastóls. Lögmenn og lögrétta kalla þaS | óþarfa og hættu að Islendingar eigi kaupför og sést á því, aS eigi að eins skipastóll landsins var glataS- ur heldur og hugur landsmanna. ÞjóSin hafSi lagt árar í bát. aS sumir komu aldrei aftur eSa þeir brutu skipin. Brennu Flosi týndi tveim skipum, því aS brennu- menn brutu skip þaS í Orkneyjum, er þeir keyptu af Austmönnum sér til utanfarar. I elli sinni fór Flosi utan og týndist í hafi. RáSa má því af líkindum aS skipakostur landsmanna hafi far- iS minkandi smámsaman. Þó áttu íslendingar skip og voru í förum langt fram eftir öldum. Má sjá þaS á mörgum sögum um sjóferS- ir þeirra. Er þess eigi þörf aS telja dæmi, en þó skal hér getiS nokkurra. GetiS var áSur Þóris farmanns. Högni sonur Ingimund- ar ens gamla var í förum. Þorkell Eyjólfsson, var svo auSigr maSr, at hann átti tvá knörru i förum”. Eyrbyggja getur um tvo menn, er áttu knörru, GuSleif GuSlaugsson úr StraumfirSi og Þórólf, son Eyra-Lofts. Er hér á' nægum dæmum aS taka og man hver maS- ur sum þeirra, svo sem þaS aS Gunnlaugur ormstunga kom út meS HallfreSi vandræSaskáldi. Skáld-Hrafn átti og skip. Því hefir veriS haldiS fram aS eigi aSeins íslenzkur skipastóll hafi veriS horfinn á miSri 13. öld, væri, þá hafa þau nú veriS svo fá orSin, aS íslendingar hafa veriS sjálfum sér alls ónógir um skipa- kost. Þ vi að á síSustu áratugum fyrir 1350 eru aldrei nefnd fleiri en 21 skip en oft færri. En þótt nú annálar telji eigi öll skip hvert ár, þá getur naumast skakkaS meiru en svo, aS sá halli vinnist upp ef gert er ‘ráS fyrir aS skipin hafi veriS 21 öll árin. Þótt vér gerSum nú ráS fvrir aS íslending- ar ættu þriSjung þeirra, þá var sú skipaeign alls ónóg, og allmjög er þá þorrinn skipakosturinn frá því, er var á landnámsöld. Gefur raun vitni um aS svo hafi veriS. Því aS um þetta leyti tekur Nor- egskonungur og íslands aS þröngva kosti íslenzkrar verzlunar og binda hana viS ákveSinn staS í Noregi, en íslendingar urSu vanmegna sakir skipafæSar. Þá er SmiSur hirSstjóri kom út meS konungs- bréf, er aS þessu lutu, þá varS mótspyrna mikil af hálfu íslend- inga. Þá fóru EyfirSingar utan á ferju, er þeir keyptu af Þverár- staS. Þá er skipafæS svo mikil, aS' enginn á skip í EyjafirSi, nema Þverárklaustur, og hefir þó eigi veriS knörr. Þá var yfirgangur heldur og aS skipagöngur til lands- konungs svo mikill, aS skip og eig- IV. AflcuHngar. Þess var fyr getiS, aS landsmenn önnuðust ekki samgöngur sínar nema að nokkru leyti, þótt nægur væri skipakostur um og eftir land- námsöld. Þessu olli upphaflega mannfæð. Þá tóku Austmenn þegar aS sigla hingaS og varS síS- an aS venju. Þó er svo aS sjá, | sem íslendingar hafi séS, hver! hætta þeim var búin af einræSi ! erlendra kaupmanna. Því aS þar | af stafar þaS vafalaust aS goSarnir áskildu sér rétt til aS hlutast um verzlun viS erlenda menn, leggja verS á varninginn og banna verzl- un ef eigi var hlýtt. Voru siSan kjörnir menn er leggja skyldu lag á varning manna, og héldust þær ! “kaupsetningar” lengi fram eftir öldum. Þetta var aS vísu viturleg aS- ferS úr því, sem komiS var. En sá böggull fylgdi því skammrifi, aS þetta gerSi menn andvaralausa, og varS til þess aS menn fengu ekki neitt hart af fyr en um sein- an. Festist því sú venja, aS ein- göngu var verzlaS viS Noreg. Þar af leiddi svo aS íslendingar kynt- ust lítt öSrum þjóSum og héngu viS Noreg, hver ósvinna sem þar var höfS í frammi viS þá. Olli þessu hugsunarlaus fastheldni viS venjuna. Þeir leituSu ekki aS neinu ráSi verzlunar viS aSrar (T'ramh á 7. bls.J THOS, JACKSON & SON BYGGINGAEFNI AÐALSKRIFSTOFA og birgíSaból 370 COLONY ST TALS. Sherbr. 62 og 64 WINNIPEG, MAN. GEYMSLUPLÁSS: Vesturbœnum: horni Ellice og Wall St., Fón Sherb. 63 I Elmwood: horni Gordon og Levis, Fón, St. John 498 í Ft. Rouge: Pembina Highway og Scotland, Vér seljum þessi efni íbyggingar: Múrstein, cement, malað grjót, ” (allar stærð.), eldtraustan múrstein, og eldleir, Flue Lining, möl, Hard- wall Plaster, hár, Keene’s Cement, hvítt og grátt kalk, hydrated kalk, viðar og málm lath, gyps, Rubble stone, Sand, ræsapípur, weeping drain Tile, Wood Fibre Plastur, Einnig Mortar, rautt, gnlt, brúnt, standard og double strengtb black. Tuttugu menn óskast strax. Vér skulum borga þeim gott kaup meSan þeir eru í Moler’s Rakara skóla. Vér kennum rakara iön til fullnustu á tveim mánuöum og útvegum lærisveinum beztu stööur aö afstöönu námi meö $15 til $35 kaupi um viku. Gríöarleg eftirspum eftir Moler rökurum sem hafa Moler vottorö. Variö ykkur á eftirhermum. Komið og skoöiö stærsta Rakara Skóla í heimi og fáið fagurt kver ókeypis. Gætiö aö nafninu Moler á homi Kíng og Pacific stræta, Winnipeg eöa 1709 Broad St.'Regina. J. J. Swanson & Co. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán og eldsábyrgðir o. fl. 1 ALBERTI\ BLOCI9 Portage & Carry Phone Main 2597 FURNITURE ui> L + > t •’.i/'Ttents OVERLAND v,v* t MfV.tDCfl FORT ROUGE THEATRE aS£* Ilreyfimynda leikhús Beztu myndir sýndar J. JÓNASSON, eigandi. Eg hefi 320 eknar af landi nálægt Yarbo, Sask. (M sect.J, sem seljast á meö góöum skilmálum; eign í eöa um- hverfis Winnipeg tekin í skiftum. A landinu eru um 90 ekrur plægöar og af þeim 50 undir akri nú. Alt landið inn- girt og á því um þúsund doll. viröi af húsum ásamt góöu vatnsbóli. S. SIGURJÓNSSON, 689 Agnes Stræti, Winnipeg.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.