Lögberg - 16.10.1913, Síða 7

Lögberg - 16.10.1913, Síða 7
LÖGBEKG, FIMTUDA GINN 16. Október. 7 Alþýðuvísur. Jónsmessu vísur. Nú er dátt viö Noröra hjól njólu kátt um dal og hól situr hátt á segul stól sól um nátt viö Dofra ból. Ljóöasláttar ljúfum hreim iófts er hlátt um víöan geim traustra þátta að túnum þeim taug oss máttugj dregur heim. Þessar vísur voru orktar um Jóns- messu árið 1902, og var þá höf. mýkoininn hingað af íslandi. M. S. Til porsteins Þorsteinssonar. Ef syrtir fyrir sólu ■og sáHna vantar dug, þá lýsir um langa Njólu þitt ljúfa neista flug. Þökk fyrir þína Neista ])eir orka aö kveikja bál. ef til vill úr æsku þeir þýða klaka úr sál. R. J. Davíðson. Til Mr. J. S. í 70. nr. Lögbergs þ. á., segist Mr. J. S. vita hver hafi gert vís- una, “Mitt þér greína mun eg nafn’’ o. s. frv., og að gamla Dakota konan hafi rétt fyrir sér aö Hann- es stutti hafi ekki gert hana. Svo mötg eru þessi orð. Eg hef ekki sagt aö hann hafi gert hana, en að eg hafi heyrt honum hún eignuö og sel eg þaö eins ódýrt og eg key[)ti það. Get eg gert betur? Það er alls ekki nýbóla aö mönn- um séu eignaðar vísur sem þeir hafa ekki gert og eins getur verið um þessa vísu. En þess skal eg óhikað geta einu sinni enn, að í og j kenningin í málrúnum er að eins Íagnaðar ís, en ekki saman þrýstur snjór, fjökla klakij. Það er eins 'langt frá sannleikanum og köttur- inn er frá sjöstjörnunni, að segja uð jökla breiða merki j í málrún- um. En í ráörúnum getur jökul "breiða merkt j, s, f, k, d og m, nfl. jökull, snjór, fönn, klaki, drífa og mjöll og hvað heitir svo þessi ná- ungi Jóhann minn. 7. 7. D. Þegar eg Heiöar kem í kjós kjör meö hreppi svínum. Þá fflun ekkert lukku ljós lýsa vegi mínum. Mun honum eitthvaö hafa veriö í nöp við sumt af fólkinu, sem hann væntanlega ætlaöi að vera. samtíða. Eitt sinn var þaö sama dáginn sem hirt var taöan á Heiðar túni, og fólk var við heyvínnu skamt frá túninu, var það síöla dags ; þá kvað hann: Viröa tööu vantar gjöld verka ei merkjast launin. Vopns í höður hyggja er köld hunda stööur veröa í kvöld. Og þessa sem hér fer á eftir kva'8 hann um eina vinnukonuna: Víst þér hælir virða kvur verks að mæling lagstur, mikið sæl er Sigriður sinn við spælinn rakstur. Eg heyrði B. J. segja; “Maður þarf ekki að yrkja mikið til þess að vera viðurkent skáld, þó maður hafi ekki orkt nema eina visu sem þyldi samanburð vi.ð vísu eftir viðurkent skáld, þá er maöur skáld’’. Jæja herra ritstjóri, þetta er nú alt sem eg segi nú. Sv. Símonsson. Afleiðingar heyskorts- ins. Þaö er nú fátt og litiö, sem, eg sendi þér, sem innlegg i al])ýöu- ^vísna siðu blaðs þíns. Það er nú fyrst og fremst að gefa þér til "kynna, að 'rétt mun það vera, að Gísli sá sem orkti versið: “Þ egar Halldóra bekkinn braut” o. s. frv. hafi átt heima í Hofskirkjusókn á Skagaströnd og að presturinn sem þá var á Hofi orkti versið til Gísla: “Þegar Gísli guðs boðorð hraut” o. s. frv., einkum vegna þess aö eitt heimili í Hofssókri heitir á Króki, enda heyrði eg þetta þegar eg var barn og fólk í minni sveit kannaðist vel við gömlu kon- ana Salvöru í Króki. Svo vildi eg fá leiðrétt tvö orð i stefinu mínu seinast því arna: “Ingólfur flutti góða grein” o. s. frv. Þar er prentað “sterkuml stein” fyrir sterkur stein; og seinasta orðið er ■“místi” fyrir nísti. Svo var feil i drínuj i orðinu “andans” í Ileimskringlu grafskriftinni sem hyrjar svona: “Nú er Heims- hringla druslan dauð” o. s. frv. Þrjár vísur set eg hér eftir Baldvin Jónsson til viðbótar þeim sem áður hafa verið ændar. Þiað var eitt siiTn að B. J. skifti um vist. Samanber visuna hans; Veðramóti vík eg frá, í vistina upp að Heiði” o. s. fr.v. Þa kvað hann þessa: Windsor Dairy Salt leysist jafnt UPP og setur in- dælan keim á smjörið, DAIRY Rétt að segja hver einustu stór verðlaun á stærstu sýningunum voru unnin af smjöri er saltað var með Windsor borð 'salti 119 Nú er langt liöið á heyskapar- timann, og bert er orðið, að hey- fengur manna undart sumrinu lilýt- ur aö veröa mjög rýr, bæði á Suður- og Vesturlandi. Því miö- ur eru helzt likur til, að afleið- ingin verði sú, að bændur neyðist til að farga talsverðu af bústofni sínum í haust. En frá þjóðhagnaðarlegu sjón- armiöi er það hiö rnesta tjón, þeg- ar bústofninn minkar i landinu, og viröist þvi vera tímabært að athuga hvað unt sé að gera, til þess að takmarka tjóniö sem mest. Fyrst keniur til yfirvegunar, hvort hægt sé að bæta upp fóður- skortinn með aðkeyptu fóðri eða fóðurbæti. Hér í Reykjavík eru menn að panta hey að norðan, en þótt slíkt geti orðið til gagns fyrir einstaka Reykviking, er varla hægt að koma þyi í framkvæmd i stærri stil, svo að nokkru muni fyrir bændur. En annað innlent fóður væri líklega hægt að fá að norðan ; það er fóðurmjöl þaö, sem búið er tíl úr sild á Siglufirði og í Eyjafirði og jafnvel að vestan úr fiskiúr- gangi á Önundarfirði. F.f bændur vildu hagný.ta sér fóðurbætir þennan, yrði að panta hann sem fyrst með hinum fáu haustferðum, sem eftir eru, og áð- ur en birgðir eru fluttar út. Hey og fóðurbæti frá útlöndum mætti sennilegast fá ódýrast flutt- an hingað með skiputn þeim, er koma til að flytja fé í haust, og ætti helzt að fá undanþágu á vörutoll af fóðrinu. Verst er, hvo örðugir eru flutningar á fóðrinu ftá kaupstöðum upp í sveit, á meöan engar járnbrautir eru. Þá þyrfti að hugsa um, hvernig bezt yrði að koma í verð þeim búpeningi, er óhjákvæmilegt væri að farga. Eg geri ráð fyrir að bændur skeri eitthvað af kúm sínum heima fyrir, en selji sumar til Reykja- . vikur til slátrunar. En til athug- unar kæmi. hvort ekki væri til- tækilegt að selja kýrnar til lífs, annað hvört í kaupstað, þar sem hægt er að afla sér aðflutts fóð- urs, eða i þær sveitir hér á landi, þar sem vel hefir heyast, eða jafn- vel útlanda. íslenzkar kýr hafa orö á sér í útlöndum seni gððajr mjólkurkýr, og væri alls ekki ó- lmgsanlegt að útlendngar vildu kaupa þær. Miklu verður eflauts fargað af 1 sauöfé. Hér er i bænum maðúr, sem vill kaupa alt að 15000 fjár og flytja lifandi á nýjan markað á Þýzkalandi, en getur aðeðins feng- ið 3—4000. Hvort þetta er ábyggileg tilraun veit eg ekki; mörg skilyrði þurfa að vera fyrir hendi, ef vel á að takast. Bændur þyrftu að hafa umboðs- mann, sem fær sé um að gefa upplýsingar og bendingar, svo alt lendi ekki í handaskolum, þeim, og kaupendum til stórtjóns. Verð á saltkjöti er óvenjuhátt í ár, en í framtíöinni mun fást bezt verð fyrir dilkakjöt með því að senda það út kælt eða frosið. Sláturfélögunum hefir tekist vel að koma saltkjötinu i álit með því að vanda sem bezt allan frágang og útbúnað á því, og Sláturfélag Suðurlands er nú að byggja stórt kælihús, sem ætti að koma í góð- ar þarfir í firamtíðinni. , Eitt atriði, sem kemur til yfir- vegunar fyrir bændur, þegar þeir nú neyðast til að minka bústofn sinn vegna fóðurskorts, er spurn- ingin, hvort ekki lmrgi sig lietur, þegar verð á dilkakjöti hækkar en smjörverð stendur i stað, að fækka heldur kúm, en reyna að lialda sem mest í fjárstofninn. Danir hafa oft skift um með framleiðslu á kjöti, smjöri og korni, eftir því hvað bezt borgar sig í svipinn, og ýmsir stóreigna- bændur eru nú þar að reyna að koma upp fjárbúum hjá sér. Fjárrækt ætti ekki siður að borga sig bezt hjá okkur, nema þar sem sérstaklega hagar vel til fyrir kúa- bú. Að lokum vildi eg benda kaup- staðabúum á, hvort ekki væri til- tækilegt fyrir þá aö senda hesta, er þeir láta í fóður, norður í land til að létta þeim af heyjum sunn- lenzku bændanna. \ Eg hef viljað riða á vaðiöi með að hreyfa þessum málum, sern standa í sambandi við heyskort- inn, en vona, að aðrir mér færarí taki þau til nánari athugunar og framkvæmda. Eg efast ekki um, að samvinnu- félög bænda, gömul og ný, komi héf að góðu liði. D. Thomsen. —L'ógrctta. Alþjóða-kvennaþingið í Búdapest. Eftir frú Bríet Bjarnhéðinsdóttur. Sunnudaginn 15. Júní kl. 12 á hádegi hófst eiginlega alþjóða- þingið, með messugerð í lútersku kirkjunni í Ofen. Þar prédikaöi kvenpresturinn dr. Anna Shaw frá Ameríku og Rev. Spencer frá Ástraliu. Kirkjan var svo troð- full að ekki var stungið niður fæti og fjöldi varð frá að hverfa. Eftir messuna fóru allir fundar- gestirnir með litlum gufubátum yfir Dóná að þinghúsinu, því þar uppi á hinum fögru, víðsýnu þing- hússvölum var okkur búinn morg- unverður. Borðin voru öll prýdd rósum og við hvern disk lá papp- írsveifa — með áletruðum auglýs- ingum, auðsjáanlega með þeim tvöfalda tilgangi, að fundarkonur gætu, ef ekki væri öðru betra að veifa, notað þær til að kæla sér, og um leið láta þær verða að lesa auglýsingarnar. Kl. 4 síðd. skyldi hin hátíðlega þingsetning fara fram i- liinum fagra sal tónlistaháskólans, sem var alveg troðfullur. Leiksviðið eða pallurinn, þar sem hljóðfæra- flokkurinn stóð, fór smáhækkandi. var hæstur aftast. Fremst sátu stjórnarkonur alþjóðafélagsins. Dr. Aladin Renyi ffrægt tónskáld Ungverjaj, hafði samið lagið, sem hljóðfæraflokkur þjóðleikhússins i Búdapest lék af mestu snild. Kvæðaflokkur var einnig orktur fyrir þetta tækifæri, sem tvær ung- verskar leikkonur lásu upp, önnur á ungversku, og var hún í mjög skrautlegum, gömlum ungverskum aðalskvenna-þjóðbúningi, úr dökk- rauðu flauelr og mjög gullsaum- uðum. en hin leikkonan las það upp á ensku. Hún var í venju- legum kjólbúningi. Þegar upplestrinum var lokið, fengum við óvænta viðbót á dag- skrána : Stór fylking hvítklæddra barna kom inn, tvö og tvö sam- hliða, bæði stúlkur og drengir frá 5—12 ára gömul, öll með stóra og fagra rósvendi í höndunum. Þau gengu öll i röðum framfyrir for- mann alþjóða kvenfél., Mrs. Carrie Chapmann Catt, lineigðu sig og lögðu blómvendina fyrir fætur hennar. Fremsta telpan, sem bar blómskreyttan staf, nam staðar og hélt stutta ræðu, þar sem hún þakkaði Mrs. Catt fyrir alt henn- ar erfiði og fyrirhöfn fyrir vel- ferð allra þeirra ungu, og hét þvi, aði þegar þau kæmu til vits og ára, þá skyldu þau halda verkinu áfram og notfæra sér það, sem fengist hefði. — Börnin voru svo inndæl, saklaus og elskuleg, að margir fengu tár í augun, eins og Mrs. Catt, þegar hún þakkaði þeim smábrosandi þessa fallegu hyllingu. Greifafrú Teleki, formaður mót- tökunefndarinnar, sem er rithöf- undur og ]x) ung kona, hélt nú kveðjuræðu og bauð gestina vel- komna, og sömuleiðis kenslukona við stúdentaskólann þar, frk Vilma Glúcklick, sem er formaður í “Feministák Egyesúlete”. Og svo kom það hátiðlega augnablik, þeg- ar kenslumálaráðherra Ungverja, dr. Béla v. Jankovich, fyrir hönd ungversku stjómarinnar, bauö fundargestina velkomna; og borg- arstjórinn, dr. Stephan v. Barezy, i Búdapest gerði það sama, fyrir höndu höfuðstaðar ríkisins og aðl- seturs stjómarinnar. Þá stóð Mrs. Capmann Catt upp og hélt sina “hátiðar”-ræðu. Var hún meistaralega samin bæði að efni og formi. Var það yfir- leitt yfir það, hvað kvenréttinda- málunum hefði þokað áfram á þessum síðustu tveim árum, síðan á alþjóðaþinginu i Stokkhólmi 191X. Þljóðir og stjómir tækju vaxandi tillit til þeirra, ýms lönd lieföu veitt konum kosningarrétt síðan, og hér væru riú.ii fulltrúar frá ýmsupi löndum, er allir höfðu ópinber.an styrk. Fjórir þeirra, eða fleiri, væru stjórnarfulltrúar. Um kveldið vorum við allar boðnar á þjóöleikhúsið, þar sem frægustu leikarar Ung\ærja léku fÚr kvennabúrinu” og lítinn dans- leik á eftir Orðin skildum við ekki, en leikinn sáum við, og söng- ur og dans er alþjóðaeign, sem all- ir skilja meira eða minna í. Daginn áður en þann 14. hafði veriö nokkurs konar hátíöahald. Þá var sem sé útfarardagur hinn- ar ensku suffragettu Emil}’’ Davis. Hin énska fræga suffragetta Mrs. Cobden-Sanderson, dóttir Cobdens, hins nafnkunna verkamannaþingý manns Breta, lét þá kl. 3 síödegis halda sorgarsamkomu i minningu Miss Davis. Spencer prestur hélt þar ræöu og Mrs. Spencer-Sander- son, sem fáir gátu hjustað óklökkir á. Hún lýsti því, hvernig hin dána kona hefði lagt alt i sölurnar fyrir það mál, sem hún hefði álit- ið mesta og bezta mál nútíðarinn- ar. Þingfundirnir byrjuðu þann 16. Júní. Eitt af fyrstu málum á dagskránni, sem tekiö var til umræðu, var um aö- ferðir ensku suffregettanna. Stjórn Alliances höfðu borist svo margar áskoranir, ýmist um að ofrdæma rit suffragettanna, eða gefa þeim hluttekningarvott um fundarsamþykt. Stjórnin þóttist því ekki megá sitja hjá, án þess að gera eitthvað. En með því að lög Alþjóðakvenfél. fyrirbjóða konum að skifta sér nokkuð af aðferðum hverrar þjóðar til að ná kosning- arréttartakmarkinu, þá áleit stjórn- in sambandsþingiö ekki hafa rétt til að gera neitt í þessu máli, og vildi því taka fyrir allan misskiln- ing, sem sprottið gæti út af því. Svolátandi stjórnartillaga var því borin upp i þessu máli; “Með því að alþjóða-kosninga- samband kvenna er skyldugt sam- kvæmt lögum sínum, til að vera stranglega hlutlaust í öllum máf- um, sem snerta stjórnmál hinna ólíku landa, sem í Sambandinu eru og aðferðir þær, sera konur nota til að ná markmiði sínu, þá getur þetta þing ekkert álit látiö í ljósi, sem sé með eða móti aðferðum suffragettanna. Sömuleiðis: Með því að pólitisk upphlaup, stjórnarbyltingar og alls- konar uppreisnir, sem karmenn hafa gert, hafa aldrei verið not- aðar sem ástæða gegn kosningar- rétti karlmenna, þá mótmælum vér þvi, að óvinir kosningarréttar- kvenna noti þær bragða-að- ferðir, sem mikill minni hluti kvenna í einu landi hefir gripið til, sem ástæðu til að neita* konum i öllum öðrum löndum heimsins um pólitiskan kosningarrétt”. Um þetta mál urðu nokkrar umræður. En tillaga stjórnarinn- ar var svo skynsamleg og lögum Sambandsins samkvæm, að hún var samþykt með yfirleitt öllum at- kvæðum. Þar næst kom til umræðu, hvaða stöðu systrafulltrúar ý'fraternal delegates”J frá hinum ýmsu félög- um, sem ekki væru i Sambandinu; fAlliancenj, skyldu hafa á fund- inum. Áður hafði einn slíkur full- trúi frá hverju landsfélagi, sem ekki var í félaginu, fengið um- ræðurétt á fundinum, en auðvitað ekki tillögurétt. Nú var hluttaka óviökomandi félaga og prívat- manna svó mikil, að þegar fund- urinn var settur, voru þátttakend- ur 2800. Af þeim voru aðalfull- trúar líklega ekki mikið yfir 250 til 300. Þegar svo þar við bættist miklu meiri fjöldi af systra-full- trúurn, sem allir vildu fá að taka þátt í umræðunum, þá má nærri geta, að sá tími, sem fundinum var ætlaður til að ljúka málum sinum. var alt of stuttur, og að margt yrði eftir ógert. Umræð- urnar um það mál tóku yfir 3 fundi, og varð þó aldrei til fulls afgreitt. Á þessum fundum vildu ýmsir, að systrafulltrúar fengju að tala, en að næsta alþjóðaþingi yrði falið að afgreiða þetta mál. Rev. Anna Shaw frá Ameríku hélt því fram, að systrafulltrúar fengju umræðuleyfi, ef “delegationen” frá því landi gæfu þeim meðmæli sín, og virtust flestir vera á þvi máli. Á mánudagskveldið 16. Júni voru svo fulltrúarnir og fleiri af gestunum boðnir í nokkurs konar veislu hjá bæjarstjórninni, sem haldin var 5 hinni gömlu kastala- eða virkis-byggingu, “Ficher Bastion”, sem stendur upp á hæð- inni fyrir ofan Ofen. Voru þar hermenn í einkennisbúningi við innganginn. Þar voru ræður haldnar af fulltrúum 10—12 landa. Hin löndin áttu að halda sínar ræður í skilnaðarveislunni þann 20. Júní. —öLgrétta. jy^ARKET jjotel Vit5 sölutorgið og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. Fluttur! Vegna þess að verkstæð- iö ,sem eg hef haft að undanförnu er orðið mér ónóg, hef eg orðið að fá mér stærra og betra pláss sem er rétt fyrir norðan William, á Sherbrooke. Þetta vil eg biðja við- skiftamenn mína að at- huga. G.L.STEPHENSON The PlLmber ” Talsími Garry 2154 885 Sherbrook St., W’peg. Frá íslandi. Reykjavík 17. Sept. í gær voru gefin saman í dóm- kirkjunni séra Tryggvi Þórhalls- son biskups og frk. Anna Klemens- dóttir landritara. Þingmenn eru nú allir farnir héðan heimleiðis, þeir sem utan Rvíkur búa, margir með “Hólum” í fyrra dag suður og austur um land, en aðrir með “Flóru” í morgun norður um land. Austan- fjalls-þingmennirnir 4 fóru í bíl austur í fyrra dag. Með “Hólum” fóru auk þing- manna, Stefán Jóhannsson á Mið- skeri í Nesjum í Hornafirði, áður í Jórvík í Breiðdal, er dvalið hef- ir hér syðra um hríð, Vigfús Ein- arsson lögfræðingur o. fl. Dr. Valt. Guðm. fór með “Hólum” til Seyðisfjarðar. * Kvæðaupplestur Jóns Runólfs- sonar síðastl. laugardag. sem um var getið i síðasta tbl., var allvel sóttur og honum, vel tekið af áheyrendum. Gerir Jón ráð fyrir að halda hér oftar slíkar skemt- anir. “Svanhvít”, ljóðmæli eftir ýmsa fræga höf-. í þýðingum eftir Matth. Jochumsson og Stgr. Thor- steinsson, er nú gefið út á ný af Jón. Jóhannessyni kaupm. Þetta er, eins og mörgum er kunnugt. ágæt bók. Stúdentspróf tók nýlega við mentaskólann Björn Oddson, prentsmiðjueigandi á Akureyri, og hlaut 72 st. Hann var veikur, er próf fór fram í vor. Maður sem kom frá Kolviðar- hóli síðastl. sunnudag, segir, að öllum kílómetrasteinunum á leið- inni þaðan og hingað til bæjarins, að einum undanteknum, sé rutt um, og meir að segja sumstaðar einnig fótstallasteinunum velt við. Sá eini, sem stendur, óhaggaður, er við Sandskeiðið, eða þar skamt fyrir ofan. Þétta skemdarverk er unnið nú ekki fyrir löngu. Mað- urinn, sem þetta er haft eftir, er Sigurður Halldórsson snikkari. Hann fór um veginn næst áður nálægt 20. Ágúst og voru þá stein- arnir uppistandandi. Þetta er ljótt skemdarverk og ætti að varða strangri hegningu, ef upp kæmist, hver, eða hverjir, séu að þvi valdir. Prófastar eru skipaðir séra Kristinn Daníelsson á Útskálum og séra Skúli Skúlason 1 Odda. Séra Jón á Staðastað var hér nýlega á ferð. Hann lét illa af heyfeng manna í sínu bygðarlagi. Ofan á óþurkana hefir það bæst, að hey hafa víða fokið. Hann liefir sjálfur á þann liátt tvivegis mist mikið hey í sumar, í siðara skiftið, nú nýlega, um 100 liesta. Reykjavík 24. Sept. Matth. Þórðarson þjóðmenjan vörður hefir af Stúdentafélaginu hér verið kosinn fulltrúi á aldar- afmæli norska stúdentafélagsins. Þingið veitti til fararinnar 600 kr. Ben. Sveinsson ritstj., er áður hafði verið kosinn, vddi ekki fara. Sigurður Magnússon læknir á Vifilsstöðum er fyrir nokkru kom- inn heim aftur úr ferð til Dan- merkur ásamt frú sinni. Thor Jensen framkvæmdarstjóri og frú hans eru nýlega komin heim frá útlöndum. 1 “Politiken” frá 5. þ. m. er viðtal við hann um eimskipafélagsstofnunina hér og mynd af honum. ALLAN LINE Konungleg Póstgufuskip VETRAR-FERDIR Frá St. John og Halifax Frá Portland til til Liverpool og Glasgow Glasgow FARGJOLD A FYltSTA FARRÝMI..$80.00 og npp A ÖÐRU FARRÝMI........$47.50 A pRIÐJA FARRÍMI......831.35 Fargjald frá íslandi (Emigration rate) Fyrir 12 ára og eldri...... $56.1® “ 5 til 12 ára.......... 28.05 “ 2 til 5 ára....... 18,95 “ 1 til 2 ára......... 13-55 “ börn á 1. ári.......... 2.70 Allar frekari upplýsingar um gufuskipaferðirnar, far bréf og fargjöld gefur umboðsmaður vor H. S. BARDAL horni Sherbrooke og Elgin, Winnipeg, sem annast um far- gjalda sendingar til íslands fyrir þá sem til hans leita. W. R. ALLAN 364 Main St., Winnlpeg. Aðalnmboðsmaður Testanlands. Hugsið fyrir jólaferðinni LÁGT FARGJILD TIL BAKA Farbréf seld á hverjum degi. Nóv. 7. til Dec. 31. af CANADIAN NORTHERN RAILWAY TIL HAFNA VIÐ ATLANTSHAF í sambandi við farbréf til Heimalandsins og Evrópu-landa Pantið snemma farbréf, og tryggið yður góð pláss. Komið, fónið eða skrifið einhverjum umboðsmanni Can- adian Northern; þeir munu fúslega gefa allar upplýsingar. J. I1. McGuire, G. S. Belyea, R. Creelman, City Ticket Ag’t, North End A’cy, Gen.Pass.Agt- Port. & Main, 583 Main St., Union Station Winnipeg. Winnipeg. Winnipeg Main 1066 og 2951. Phones: M. 1989 og M. 5566-5567^ Vilhjálmur Finsen loftskeyta- fræðingur er nýlega kominn hing- að til bæjarins ásamt konu og börnuin og setjast þau liér að. Rektor við mentaskólann er Geir T. Zoega yfirkennari settur. Nýr bill er kominn til Ixejarins og á að leigjast til ferða og flutn- inga á sama hátt og bíll Sveins Oddsonar. Þessi nýi bíll er af sömu gerð og stærð. Eigendur eru Sig. Guðmundsson og Oddur Jóns- son. — Bíll er myndað af alheims- orðinu “automobil” alveg á sama hátt og fónn af “telefon”. Jón Helgason prentari, sem a'ð undanförnu hefir veitt forstöðu prentsmiðju “Suðurlands” á Eyr- arbakka og gefið þar út “Heimilis- blaðið”, er nú kominn hingað til Rvjkur, sestur hér að og vinnur í Pélagsprentsmiðjunni. Blaðið “Reykjavík” hefir Egg- t ert Claessen málaflutningsmaður keypt af Gutenbergsprentsmiðju, er, gefið hefir það út síðatsl. 3 ár. Ritstjóri er eftir eigendaskiftiri hinn sanii og áður, Kr. Linnet lög- fræðingur. L H. Bjarnason pró- fessor bauð einnig í blaðið, og var það selt fyrir 2,626 kr. Prestsembættið |Hestþing í Borgarfirði var veitt séra Tryggva Þórhallssyni 16. þ. m., á brúð- kaupsdegi hans. í sumar hefir hann verið þar settur prestur. Fríkirkjumenn i Hafnarfirði eru nú að reisa guðsþjónustuhús, uppi i hrauninu, rétt í miðjum bænum. Það er timburkirkja og á að kosta 8000 kr. “Rvík” segir að J. Reykdal bóndi á Setbergi gefi kirkjunni 1000 kr. til orgelkaupa. Smjörsalan til Englands segir “Suðurl.” frá 6. þ. m. að gengið 'hafi ver í sumar en tvö undanfarin ár, en sé nú að batna. “Veröið hefir oftast verið neðan við 90 au., Rétt það sem ÞIG vantaði! Ef þú þarft að vera í mjúkrileðju, votum áburði, eða vinna á smjör- búi, þvottahúsi, slátrunarhúsi þá þarftu að eignast eina af vorum Tré- sóluðu stíg- vélum Fóðr- aðir FLÓKA $1L5 ^or$22? Pelivered Free Allar stærðir, fyrir karlmenn, kon- ur. pilta og stúlkur. SAMA VERÐ. Biðj ð kaupmann yðar um J>á eða sendið pantanir beint til vor. The SCOTTISH WHOLESALE SPECIALTY CO. 263 TalbotAve., Winnipes en heldur yfir það nú síðast”, seg- ir blaðið. —Lögrétta. Reykjavík 24. Sept. Hrannir heitir ný ljóðabók eftir Einar Benediktsson, sem Sigurður Kristjánsson gefur út. — Þessar- ar bókar mun bráðlega minst hér í blaðinu.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.