Lögberg - 12.02.1914, Blaðsíða 8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. FEBRÚAR 1914.
Notið tækifœrið.
Allir þeir sem kaupa
vörur í búð minni eftir 1.
Janúar fyrir peninga út í
hönd fá
5 prct.
afslátt af dollarnum
B. ÁRNASON,
Sargent og Victor. St.
Talsimi: ðhcrbrookc 112 0
Ur bænum
Coosert Fyrsta lút. safnaöar
veröur haldinn miðvikudagskveld-
ið 18. þ. m. Ágætis samkoma.
Prýðitega undir búin. Fjölmennið!
Stórstúku þing Good-
Templara
verður haldiö í Goodtemplara hús-
inu, hér i bænum, þann x$. 17. og
18. þ. m. Þingið verður sett á
mánudagskveldið þann 116. kl. 7
og heldur áfram tvo næstu daga.
Einsog venja er til verður guðs-
þjónusta haldin í sambandi við
þingið næsta sunnudag áður, þann
15. Þetta ár verður hún í, Grace
kirkjunni kl. 3.15 e. h., prestar og
Iögmenn flytja þar erindi sín.
Þangað eru allir boðnir.
Fulltrúar mæta á þinginu frá
ensku, svensku, norsku' og islenzku
stúkunum í Manitoba og Saskat-
chewan.
með rafmagni, án þess að gæði eða
bragð mjólkurinnar breytist nokkuð.
þeirri aðferð er «á kostur sagður
fylgja, að hún er stórum ódýrari held-
ur en sú sem nú er brúkuð og skemm-
r að minnsta kosti bragð mjólkurinnar-
Næsta; laugardagskveld, kl. 8
verður Dorcas Valentine Social
haldið í sunnudagaskólasal Fyrstu
hithersku .kirkju. Inngangur ó-
keypis. Veitingar seldar. Góð
skemtun.
Sigurður Kjartansson, ungur
maður frá Gardar, N.-Dak., kom
til bæjarins fyrir viku siöan. Kom
til að' vera viðstaddur við jarðar-
för móðursystur sinnar, Önnu B.
Oddson, sem getið er um á öðrum
stað hér i blaðinu.
Herra Sigurgeir Pétursson frá
Narrows, Geirfinnur sonur hans
og Skúli Sigfússon úr Álftavatns-
bygð, eru staddir hér i borginni.
Sigurgeir segir góða líðan i sinni
bygð. Snjólítið fremur, þó meiri
snjór sé en hér um slóðir og frost-
hörkur, nær 40 stigttm undanfarna
daga.
Herra Guðmundur Guðmunds-
son lag'ði af stað til íslands | á
þriðjudaginn. Hann hefir dvalið
hér í landi um 15 ár, lengst af í
Winnipegosis, Man. Guðmundur
ætlar að sjá aldraða móður sina
og skoða átthagana í Hvítársiðu i
Borgarfirði og býst við að koma
aftur eftir eitt eða tvö misseri.
Lögberg er- beðið að spyrjast
fyrir um heimilisfang Árna Helga-
sonar frá Hafnarfirði á íslandi.
Hver sem vita kann tim það, geri
svo vel og tilkynna Eyjólfi Ás-
mundssyni, Wynyard, Sask.
■ Prestar kirkjufélagsins eru
staddir hér uni þetta leyti á h;n-
um venjulega prestafundi, sem
þeir halda á hverjum vetri. Fund-
urinn hófst í Selkirk á þriðjudag-
inn. r
Nýtt blað
ALÞfÐUVINURINN
er gefinn út i Winnipeg.
Ræðir bindindismál og önnur
mál er almenning varða.
Verð: árg. 75 cent.
Áritun blaðsins :
Alþýðuvinurinn 692 Banning St.
Hallgrímur Sigurðsson og Sig-
ríður Johnson, bæði frá Leslie,
Sask., voru gefin saman í hjóna-
band sunnudaginn 25. Jan. á
heimili Mr. W. H. Paulson M. P.
P., af séra H. Sigmar. Hjóna-
vigslan fór fram kl. 9 að morgni.
Veizla var á eftir. Um kveldið
héldu brúðhjónin til Saskatoon.
Setjast að í Leslie þegar þau koma
úr brúðkaupsferðinni.
Karólína Gestsdóttir frá Selár-
dal á Islandi biður Liigberg að
spyrjast fyrir um hvar þeir bræð-
ttr Kristján og Albert Samúels-
synir, ættaðir úr Snæfellsness
sýslu, séu nú niðurkomnir. Upp-
lýsmgar væri bezt að senda spyrj-
andi beint.
Flokksþing ætla liberalar hér í
fylki að þalda í lok Marzmánaðar:
verður þar ihuguð stefnuskrá
flokksins, ef til ,vill breytt, og
aukið við 'hana mikilvægum ný-
niælum. Búist er við fylkiskosn-
ingum á ^niðju sumri næstkom-
andi.
Paul Johnston
Real Estate
&
Financial Broker
312-314 Xanton Buildlng
A hornl Maln og Portage.
Talsími: Main 320
SNOWDRIFT
BRAUÐ
er vel bakað brauð, alveg
eins ( miðju eins og að utan
Er létt í sér og bragðgott,
og kemur það til af því
að það er búið til í beztu
vélum og bakað í beztu of« -
um.
5c brauðið
TheSpeirs-Parnell
Baking Co. Ltd.
Phone Garry 2345-2346
Pappír vafin utan um hvert branð
Það kvað hafa verið fyrirhugað,
að E- L. Taylor yrði þingmanns-
efni, afturhaldsins i . hinu nýja
kjördæmi, sem sniðið hefir verið
upp ur vesturhluta Gimli-kjördæm-
isins og mikill fjöldi íslendinga á
heima í. Kemur þar glögt fram
virðing afturhaldsins fyrir íslenzku
þjóðinni og tillitssemi við hana.
En nú er vanséð að Mr. Taylor
verði einn um hituna afturhalds-
megin, þvi að á mánudaginn var
er Frakkinn J. B. Lauzon útnefnd-
ur á fundi sem afturhaldsmenn
héldu á Lundar. Eftir því verða
l>eir tveir um boðið afturhalds-
kapparnir í vesturhluta Gimli-
kjördæmisins forna, nema Taylor
jx>ki fyrir Lauzon hinum franska.
eða Frakkinn fyrir Bretanum, en
hvorugt er liklegt, né varla held-
ti r við því að búast.
% ■ — » 1 ~~
Haukar
fengust við Strathcona flokkinn á
miðkudags kveldið þann 4. þ. m.,
og var þeirra viðureign ærið hörð.
Fvrri partinn var leikið jafnt af
báðum, og skildu þá að sléttu.
Seinni part leiksins lögðu Haukar
j sig fram til að vinna og þótti mjög
j gaman að sjá liversu snraplega þeir
sóttu á mótstöðumenn sína, en þeir
vörðust sem þeir máttu. Friðriks-
son og Thorsteinsson komu knetti
í skotmark af sinu liði, og var hinn
fyrri, sem stundum áður, einna
skjótastur og sóknharðastur af
I laukuni. Þegar á leið, dró úr
i vörninni hjá þeim, kringum mark-
ið, með því að þeir virtust ekki
jafnskjótir að hverfa að því og
skipa sér fyrir það, eftir atlögu.
einsog hinir. Haukar eru röskir
í sókn, fljótir í viðbragði og þarf
góða menn til að stanclast þá, en
þeir ega enn eftir að verða vel
samtaka, einkum um vörn. Það
var mjög skemtilegt að horfa á
leikinn, þvi að óvænt atriði komu
fyrir hvað eftir annað, er hvorir
tveggja sóttu snúðugt til sigurs.
Vorum drengjum er borið það, að
þeir hafi leikið betur, en hepn'n
var hinna megin að leikslokum. I |
kveld (11. Febr.J leika Haukar við
flokkinn frá Selkirk, sem , talinn |
er einna harðsnúnastur af Inde- I
pendent leikflokkum.
—
Kaupið aðgöngumiða að Þorra-
mótinu tímanlega. Mikið selt út
um land og í borginni. Aúk þeirra
sem áður hafa verið auglýstir að
hefðu þá til sölu, fást þeir einnig
á skrifstofu Árna Eggertssonar,
Mclntyr Block.
—Einn meðal þeirra, sem nefndur
er til að verða fulltrúi eða sendiherra
lands vors í Lundúnum er lávarður-
inn Mount Stephen í Montreal. Hann
er hálfníræður að aldri en þó hinn
emasti. Hann er einn auðugasti
maður hér i landi, á meir í 'C.P.R. en
nokkur annar. Hann er skozkur í
allar ættir og náskyldur Strathcona Iá-
vardi.
—Frá Liverpool kemur sú saga að
læknar þar hafi fundið aðferð til
að drepa skaðsamlega gerla í mjólk,
ROYALHOUSEHOLD FLOOR
Þér getið reitt yíur á
owiyié
|
að brauðin eða kökurnar verða góðar ef þér notið ævin-
lega gott mjöl og ekkert annað. Það borgar sig ekki að
breyta til í tilrauna skyni, þegar baka skal. Notið ávalt
OGILVIE’S
Royal Household Flour
þá mun yður altaf vel takast. Royal Household mél er í
hinum stærstu og bezt útbúnu millum í hinu brezka ríki
óg er selt í öllum löndurn heimsins, Biðjið um það.
TheOgilvie FlourMills Co.,Ltd
IV edccinc Hat, Winmpeg, Fort William, Montrcal
ivlfi
111 ! |l !j
■1
Concert Social
9
heldur söngflokkurirm í Fyrstu lútersku kirkju
á horni Bannatyne Ave. og Sherbrooke Str.
Miðvikudagskveldið 18. Febr. 1914
Byrjar kl. 8.30
SÖNGFLOKKURINN hefir æft vel valin lög, bæði ís-
lenzk og ensk, eftir Sveinbjörns-
son, Lindblad, Creuzer, Mozart,
Balf og fleiri.
OCTETTE: Sopranos: Mrs. Hall og Mrs. A. Joknson.
Altos: Mrs. T. H. Johnson og Miss Herm'an.
Tenors: Messrs. T. H. Johnson og A.Albert.
Basses: Messrs. A. Johnson, H.Thoi’olfsson
FIÐLUSPIL: Mr. Theodore Arnason.
SOPRANO SOLO: Mrs. S. K. Hall.
SOPRANO og BARYTONE DUET: Mrs. S. K. Hall og
Mr. H. Thórólf&son
BARYTONE SOLO: Mr. II. Thórólfsson.
ORGAN: Mr. S. K. Hall.
VEITINGAR a EFTIR
peir sem til borgarinnar sækja “Bonspiel” vikuna ættu að muna eft-
ir að koma svo snemma, að þeir geti verið viðstaddir þessa miklu og
góðu söngskemtun. Til hennar er vandað eins vel og unt er. pað er
enginn vafi á, að þar gefst færi til að hlýða A, hina beztu krafta til söngs
og hljððfærasláttar, sem finnast meðal vor hér vestán hafs.
AÐGÖNGUMIÐAR 50c
Þegar þér kaupið Royal Crown Sápu
j)á fáið þér yóða sápu fyrir utan premiur og Royal Crown
Premiur eru eftirsóknarverðar. Þær eru allar gæðamikl-
ar og vísar að falla yður vel í geð. Látið ekki bregðast að
geyina Royal Crown Coupons til þess að eignast premi-
urnar ágætu.
Hér koma myndir af nokkrum premium.
limlda úi’ I)<■•/,ta leðri, meS öll-
um nýjustu sniSum. SkinnfóSr-
aSar og smá budda í hverri. —
ökeypis fyrir 600 R. C. sápu um-
búðir.
N'o. 100—ódýr bursti en rubber-
set—meS tréskafti. Gefins fyrir
100 R. C. sápu umbúðir.
“Rubberset”
Kakburstar.
Hvert hár
sett I sterkt
togleSur, —
einsog nafn-
iS “rubber-
set” bendir
til. — Hárin
falla aldrei
út. Burst-
arnir batna
meS aldrin-
um. Nafnið
á burstun-
um er á-
byrgS fyrir
því.
No. 222—
badger hár,
fögru bein
handfangi.
Fæst gefins
fyrir 300 R.
Crown sápu umbúSir.
No. 4»—vanaleg hár, fest í
iogleSur i laglegu handíangi úr
tré, gefins fyrir 200 Royal
Crown sápu ymbúðir.
Matreiðslubók — G68 bók
um matreiSslu, sparsemi 4
heimilum, borSsljSi, hollustu
4 heimilum, etc. í henni eru
2.000 fyrirsagnir, 4 600 blaS-
slSum. PrentuS 4 góSan
pappír, vel innbundin I hvítan
olíudúk. í stóru átta blaSa
broti. StærS 7%xl0 þuml.
Fæst gefins fyrlr 175 Royal
Crown sápu umbúSlr eSa 50c.
óg 25 umbúSir. BurSargj. 25c.
llarnabolli No. 03 — Graíinn, gulli
lagSur, meS þykkri húS. Stórvænn
gripur. Gefins fyrir 125 Royal Crown
umbúSir. BurSargjald lOc.
. -I iLv.tOT
Næla úr skíru
silfri— Tvlsett
hjarta. ókeypis
fyrir 100 R. C.
sápu umbúSir.
-*»
Sendið eftir ókeypis skrá yfir premiur. Sendið strax
Ii2£ Royal Crown Soaps, Ltd.
PREMIUM DEP’T H. WINNIPEG, MAN.
QbpBuösoiíslW Öpmpanu
INCORFORATKO 1670 -- ^
HIRICRT K. 6UR6IDOK. STORKS COMHISSIONKR
FRABÆR KJÖRKAUP
Á YFIRHÖFNUM
KARLMANNA
$25 YFIRHAFNIR
Á $9.85
*
AÐKOMUMENN! ATHUGIÐ ÞESSl
ÓVANALEGU VILDARKAUP
Hér eni yður, herrar góðir,
hoðin þau fyrirtaks kaup, sem
aldrei hafa áður birzt í þess-
um dálkum. $25.00 er verðið,
sem ákveðið var að hver af
þessum yfirköfnum skyldi selj-
ast fyrir, og með því verði
bafa þær verið seldar hingað
til.
Litirnir á þeim eru mjög
margvíslegir, áferðin sömu-
leiðis, en allar henta þær köldu
veðri. Úr egta ensku og skozku
ÞESSA VIKU Á
yfirfrakka efni, cheviots og
tweeds. Sniðin eru eftir New
York fyrirmyndum, en frá-
gangur afbragðs góður; kragi
sem snúa má við og brúka
livora venduna sem vill; erma-
uppslög og fallegt speldi aftan
á. Vandlátir menn og þeir,
sem eru vel búnir, vilja eignast
þessar yfirhafnir. Þegar þeir
eru í þeim, vita þeir að þeir em
vel búnir og að kuldinn vinnur
þá ekki á þá.
$0.85
Uppboðssala
fyrir peninga út í hönd.
Laugardaginn 14. febrúar
i 1014, munum við, sem uinboðs-
menn Guðrúnar Hannesson,
sem situr í óskiptu búi Jóns
heitins Hannessonar, selja á
opinberu uppboði, að heimili
nefndrar Guðrúnar Hannesson
að N.W. 1/4 of 10, 16 3 w., muni
og gripi tilheyrandi dánarbúi
Jóns heitins Hannessonar, er
hér skulu sumir taldir:
Einn jarpur liestur sjö vetra,
1,200 pd á þyngd.
Ein brún hryssa fjórtán
vetra, 000 ])d. á þyngd.
Fimm kýr er eiga að bera í
vetur og vor.
Fimm nautgripir á öðrum
vetri.
Fimm kálfar 9 til 11 mánaða
gamlir.
Fimm kindur.
Einnig sláttuvél, hrífa, kerra,
flutnings sleði, keyrslusleði,
léttivagn, skilvinda, stór, rúm,
innanstokks munir og annað
sem of langt er að telja. Sömu-
leiðis verða 45 ekrur lands á N.
W.j4 16, 19, 13w. boðnar upp,
svo og 16 ton af heyi. Alt verð-
ur selt án undantekningar.
Dagsett að Lundar 27. Jan.
1914.
G. K. Breckman
Paul Reykdal.
KENNARA vantar vitS Lögberg
skóla No. 206, Saskatchewan.
Kenslufimi frá 1. Apríl næstkom-
andi til Októberloka. KvenmatSur
óskast helzt. Umsækjendur til-
greini mentastig, æfingu og kaup,
sem óskaS er eftir. TilboS sendist
undirrituöum.
Churchbridge, 2. Febrúar 1914.
B. Thorbergson, Sec. Treas.
Shaws
479 Notre Dame Av
Stærzta. elzta og
bezt kynta verzlun
meö brúkaöa muni
í Vestur-Canada.
Alskonar fatnaður
keyptur og seldur
Sanngjarnt verö.
? Phone Garry 2 6 6 6
jt‘H4*H“H*+**’*fTTTTTT‘H,‘H,+TT,í')i
t Þegar VEIKINDI ganga
hjá yður
þá erum ver reiðubúnir að láta yð-
♦ ur hafa meðöl, bæði hrein og fersk.
+ Sérstaklega lætur oss vel, að svara
Ý meðölum út á lyfseðla.
+ Vér seljum Möller’s þorskalýsi.
f. J. SKJOLD, Druggist,
Tals. C. 4368 Cor. Wellirjgton & Simooe
4-
i
KENNARA vantar fyrir Vestri
skóla No. 1669, frá 15. Marz til
15. Júní þ. á. Verður aö hafa
mentastig sem mentamála deild
fylkis'ns gerir sig ánægða með.
Tiltaki l*aup og æfingu. Tilboð
tekin til fyrsta Marz næstkomandi.
Framnes, 2. Febrúar 1914.
G. M. Blöndal.
KENNARA vantar fyrir Wall-
halla S. D. No. 2062, frá fyrsta
April til síðasta Oktober 1914.
Umsækjendur tiltaki kaup, menta-
stig, kensluæfing og hvort þeir
geti gefið uppfræðslu í söng.
August Lindal, Sec. Treas.
Holar P. O. Sask.
KENNARI ÓSKAST fyrir
Markland skóla nr. 828, frá 1,
Maí til 1. Nóvember 1914. Um-
sækjendur tiltaki kaup, mentastig-
og æfingu. Tilboðum veröur veitt
móttaka af undirrituðum til í,
Marz 1914.
. .Markland P. O. 14. Jan. 1914.. .
B. S. Lindal
Sec. Treas.
KENNARA vantar viö Minner
skóla no. 2313 , fyrir eitt ár;
kenslan byrjar 1. Marz 1914,
Umsækjendur tilgreini mentastig,
æfingu og kaup, sem óskað er eftir.
Carl Prederickson
Sec. Treas.
Kandahar Sask.
The King George
TAILORING CO.
Beztu skraddarar og loðskinnasalar. Lita, hreinsa og
pressa, gera við og breyta fatnaði.
Bezta fataefni. Nýjasta tízka
Komið og skoðið hin nýju fataefni vor.
866 Sherbrooke St. Fón G. 2220
WINNIPEG
COUPON
King Ceorge TailoringCo. tekurþennan Coupon gildan
sem $5.00 borgun upp í alfatnað, allan Febrúar mánuð.
236 King Street,
W’peg. Gar’ry2590
J. Henderson & Co.
Kina ísl. sklnnavörn lrúðin í Winnipeg
Vér kaupum og verzlum með húCir og gærur og allar sortir af dýra-
skinnum, einnlg kaupum vér ull og Seneca Root og margt fleira. Borgum
hæsta verS. Fljót afgreiSsIa.
KENNARA vantar fyrir Vest-
fold skóla No. 805 frá 15. Apr. tii
15- Nóv. þessa árs. Sumarfrí yfir
Ágúst mánuö. Kennari þarf a»
hafa 3. stigs kennara próf. Um-
sækjandi tilgreini kaup og æfingu
og sendi tilboö sín til
A. M. Preeman
Sec. Treas.
Vestfold P. O.
GARLAND & ANDERS0N
Árni Anderson E. P. Garland
IÖGFRÆÐINGAR
801 Electric Railway Chambers
Phone: Main 1561
Á mínútunni.
Hversu fljótt vér afgreiöum
viöskiftamenn er alþektur kostur
lyfjabúöa vorrar. Vér látum
engan bíöa eftir meöölum, lengri
tíma en þarf til þess að setja þan
saman me5 nákvæmm.
Ef tími yðar er dýrmætur þá
komið hingaö með lyfseðlana.
FRANKWHALEY
{Iregíription TOniggiBt,
Phone Sherbr. 258 og 1130
Horni Sargent og Agnes St.