Lögberg - 26.02.1914, Síða 1

Lögberg - 26.02.1914, Síða 1
THE EMPIRE SASH & DCOR CO.( LTD. Hcnry Avc. East, Winnipcg, Man. Fljót afgreíösla. Ábyrgst að vel líki. THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. Mcnry Ave. East. Winnipcg, Man • VIÐUR, LATH, ÞAKSPÖNN Fljót afgieiðsla. Ábyrgst að vel líki. 27. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 26. FEBRÚAR 1914 Að heiman. Reykjavík 2. Febr. 1914. Umboösmanni Vestur-íslend- inga, herra J. J. Bildfell, var lrald- iS samsæti i gærkveld í Hótel Reykjavík. Haföi hin nýkosna stjóm Eimskipafélagsins kvatt til þess og var þaö hiö ánægjulegasta og vel sótt. — Þó mun þaö hafa þótt miður hlýöa, aö enginn var þar viöstaddur af hendi land- stjómarinnar. Formaöur Eimskipafél. stjóm- arinnar, Sveinn lögmaöur Bjöms- son, bauð heiöursgestinn og aöra viðstadda velkomna. Dr. Guðmundur Finnbogason flutti minni Vestur-ískndinga; var það snjöll ræða og vel flutt og mun birt veröa í blöðum. — Þá mintist Indriði skrifstofustjóri Einarsson komu heiöursgeStsins og heim lis hans. Og loks flutti heiöursgesturinn sjálfur snjallaog innilega hlýja ræðu um hugi Vestur-íslendinga til ættjarðar þeirra. — “bew vilja, vera lifandi og stgrœnir kvistir á lífstré þjóS- ar sinnar " mælti hann. Enda sýna þeir þaö í oröi og verki. Meöan setiö var undir boröum, vom lúörar þeyttir, leikið á fiðlu, píanó og klarinet og bumbur barö- ar, milli þess er ræöur voru haldn. ar. Á eftir var sezt aö kaffidrykkju i efri sölum hótelsins. Þá st'ginn dans nokkra stund, en síðan sezt aftur að drykkju og samræðum og setið lengi nætur. Þaö má með sanni segja um þenna prúöa trúnaðarmann Vest- ur-lslendinga, aö “hann kom, sá og sigraSi.” Hann kom — og fáir munu oss verið hafa kærari gestir en hann. Og hann bar sigur úr býtum, ekki cinuugis i þem atriðum cr- indis hans, sem honum þótti mestu skifta, heldur vann hann einnig hugi og hjörtu þeirra, er hann kyntist og vann með, og stvrkti aö mun bróðurböndin milli Austur- og Vestur-íslend’nga. Sumum þótti hann halda all- þétt á rétti V^stur-íslendinga í Eimskipafélaginu — jafr.vel ó- þarflega fast — þeir mundu ekki hirða aö sama skapi um þau rétt- indi eða nota þau — og ef til vill gæti þaðan stafað einhver hætta, ef þe:r fengi svo mikið bolmagn í félaginu. — En hinir munu þó langsamlega miklu fleiri, sem trúa því og treysta öruggir, að eins og Vestur-íslendingar brugðust drengilega við málinu þegar í önd- verðu, svo munum vér og aldrei annað en gott hljóta af sameign þeirra og samráðum með oss í félaginu. — Hugur þeirra til vor á liðnum tímum, orð þeirra og verk í vom garð, skapa þá trú, að þeim sé ekki síð- ur að treysta, en sjálfri landstjórn vorri óað henni ólastaðrij, til þess að vilja vemda Eimskipafélag:ð fvrir erlendum og oss meinlegum yfirráðum. TraustiS á báSa bóga — ugg- laust og bróðurlegt traust milli Austur- og Vestur-Islendinga, er eitt mesta lífs- og þroskaskilyrði Eimskinafélagsins. Og herra Bíldfell hef’r öðnrm fremur unnið það mikla þarfaverk að skapa bað traust. Svo góð hefir framkoma hans verið í hvívetna. Svo góð og giftudrjúg er för hans orðin. Þökk fvrir að þér sendufi hann! ÞSkk fyrir komuna, Bfldfell! Arni Jóhanrtsson. Stormur á Atlanzhafi. Undanfarna viku hafa gengið illviöri óvenjulega hörð yfir höf og lönd, en hvérgi meiri en á Atlantshafi. Mörg skip hafa hrakist af leið, sum snúið aftur, sum strandáö, sum leitað hafna eftir langan hrakning, en öll orð- ið á eftir timanum. Eitt af hinum nýju stóni skipum, er ganga milli Norðurlanda og Ameríku, hrakt- ist í hálfan mánuð í hafi, hleypti loks undan veðrinu til Azor eyja og þóttist skipstjórt heppinn, að sleppa slysalaust úr þeim ólátum lofts og laga, er yfir hann höfðu dunið. Annaö stórskip lagði frá Havre til Ameríku, en braut skrúf- urnar og komst við illan leik til sama lands. Eitt af björgunar- skipum Bandaríkja flotans var sent til liðs við fiskiskútur, er lent höfðu . í ís, fyrir Canada strönd, það björgunarskip fórst, en hásetar, 36 að tölu, björguðust við illan leik. — Seglskip yfirgáfu hásetar og komust í símalagning- ar skip Canada stjórnar, er þeim kom til liðs, var reint að kveikja í seglskipinu, er allur reiði var af sl’tinn, en tókst ekki, því alt var í klakabrynju. Þetta var á þjóðleið skipa að austan og þykir sem hætta geti staðið af flakinu. Af öllum hrakningi, sem skip urðu fyrir á þessum tima, svo kunnugut sé, var sá mestur er stórskipið Roma komst í fyrir austurströnd Banda- ríkja. Skiþið hraktist af réttri leið og hljóp á grynningar við þá ey, sem nefnist No Mans Land; þá var háarok á landnorðan og blindbylur. Skipið sat fast í sex klukkustundir og sendi þráðlaus skeyti til lands um hjálp, en eng- inn treysti sér út í það veður, sem j þá var. Um 500 manns voru inn- j anborðs, og hugði hver að sín síð- j asta stund væri komin. Eoks snér- ist vindurinn á áttum, og keyrði skipið af rifinu og komst það hjálparlaust í höfn.—Ef einhverj- ir lesendur vorir fá opin bréf frá íslandi, er frímerki hafa losnað af. þá er þvf um að kenna, að sjór hefir hlaupið í búlka á skipum þeim er póstinn hafa flutt yfir j hafið, og má af því marka, hver I veður þau hafa hrept yfir hafið. — Nefnd hefir Bordenstónrr fyrir löngu sett til þess að grafa í reikningum N. T. brautarinnar, °g hefir sú nefnd loks gefið skýrslu um hvað hún hefir fundið. Agrip af þeirri skýrslu hafa blöð conservativa flutt, á þá leið, að m>k ð fé hafi verið til ónýtis út- lagt til byggingar brautarinnar, úr landssjóði. L'beral þingmenn kafa skorað á stjórnina, að leggja fram gögn í málinu, en þau eru okomin ennþá. Almenningur Tit- ur sy° á, að nefndin hafi verið sett til að grafa unp alt, sem hinn: fvrri stjórn mátti til skammar verða. og að skýrsla þeirra fari þar eftir — ait sé tevgt og togað og vkt td að komast að fyrirfram ákveðinni mðurstöðu. Af norðurför Vilhjálms Stefánssonar. Fréttir hafa blöð flutt af norð- urför þess nafnkenda landa vors og ágrip af skýrslu hans til Can- ada stjómar, ásamt símskeyti frá honum dagsett 3. Febrúar, við Collinson höföa í Alaska. Segir svo, aö hann sé í vetrarbúðum með mönnum sínum af skipunum Mary Sachs og Alaska, og að þeim líði öllum vel. Þegar vorar. gerir hann ráð fyrir að skipið Alaska bíði eftir Mackenzie fljóts pósti og haldi þá til Herschel eyj- ar og síðan til Coronat’on flóa, en Mary Sachs haldi fram ferð sinni til Prince Patrick eyjar og bíði þar frera í haust. Af skýrslu Vilhjálms, sem er afar löng og rækileg, getum vér aðeins birt ágrip. Frá því er áður sagt, er skip hans héldu norður um Behrings sund, milli Asíu og Ameríku, og tekur hann nú að segja frá því, er dreif á daga skipsins “Karluk”, er það hélt í landnorður meðfram Alaska strönd. Að nyrzta og vestasta höfðanum', Point Barrow, kom skipið þann 7. ágúst sfðastliðið sumar, tók þá straumurinn við því og rak það í útnorður, um fjöru- tíu mílur á degi, undan straumi, sem stóð undan höfðanum, og var þá samföst hella umhverfis það. Skömrnu síðar greidd:íst úr ísnum og komu þeir þá seglum við og eimi. Næsta hálfan mánuð sveim- , uðu þeir í ísnum, uns hellan lagð- ist umhverfis þá og skipið varð fast. Stórar vakir og jafnvel op- ið haf sáu þeir, en þangað var jafnan svo langt, að ekki voru t’l- tök að sprengja ísspengurnar m“ð dynamite, þó að áhöld hefðu þeir til þess. Þótti Vilhjálmi nú súrt í hroti, að ná ekki þeim stað, er hann hafði ætlað sér, áður veður lagðist að. og var það hið fyrsta óhapp leiðangursins, að fsar voru m:klu meiri fyrir norðan Ameriku í ár, heldur en dæmi em til. Þeg- ar skipið varð fast orðið f ísnum, fór V. S. að hugsa fyrir vetrinum. Hann hafði með sér nokkra menn er koma þurfti á önnur skip, og til þess hugsaði hann sér aö nota veturinn, og einkum var sú þörf brýn, aö afla nýrra vista, e:mkum kjöts, með því að veiði brást al- gjörlega þarsem þeir voru þá staddir. Engir voru vanir veiði- menn á skipinu, nema Vilhjálmur og Bartlett skipstjóri, og bauðst hann til að fara, en með því aö Vilhjálmi var alt kunnugt fyrir á landi, bæði fólk og landshættir, og fór því sjálfur með nokkra menn, til næstu eyjar, safnaði þar rekavið til eldsnevtijS. og beið færis að komast t-il lands, því að islaust var við land. Þetta var seint í Septam- ber, og voru þá þokur tíðar og snjókoma með köflum á þessum slóðum. Eftir nokkra daga kom los á ísinn, og sá Vilhjálmur skip sitt taka til ferðar og hverfa við sjóndeildarhring. Var þá ekki um annað að gera en sækja til lands, og láta auðnu ráða. Útbún- að höfðu þeir af skornum skamti, með þvi að tilætlunin var að vera að eins hálfan mánuð í ferðinni. Vilhjálmur komst til lands að lok- um og hélt austur með strönd og spurðist hvervetna fyrir um skip sitt, en enginn kunni honum af að segja. Eftir langa ferð og erfiða komst hann til vetrarbúða skips- þafnanna af Mary Sachs og Al- aska, þrem dögum fyrir jól. Það var fvrirætlun Vilhjálms i upphafi að rannsaka hafið fyrir vestan Banks og Patricks eyjar. Enginn hefir komið þar áður, og vita menn ógjörla hvort þar er haf eða land. Vilhjálmur ætlar sér að fara þangað sleðaferðm i vetur, svo langt sem rsar leyfa. Þangað skal öðru skipi hans hald- ið þegar vorar, en hitt á að rann- saká ósa Mackenzie fljótsins, sem tv stærst allra fljóta í Norður- Ameriktt og skipgengt óra langan veg. Það kemur úr Great Slave I^ake, en í santbandf vtð það vat. eru bæði Peace og Athabasc.i fljót, væri þvi þýðin > tnnikið að v r.-,. hvort ósar»fljótsi I® eru færir stór- skipum. Ekki er Vilhjálmur hræddur um líf manna sinna á Karluk, segir þá hafa útb'.naT á- gætan bæði tii íj' og sjóferða. menn ryðja sér ekki eins fast til rúms í lífinu, einsog hæfileikar i þeirra gáfu von um. En þegar j framúrskarandi gáfum er samfara j ástundun, kapp og þrek, þá má vel gera sér von um góðan árangur. Joseph Thorson hefir sannar- lega verið oss Islendingum til sóma á námsbraut sinni. Vér ósk- um honum allir heilla og góðs gengis á hinni nýju braut, sem i hann er að byrja að feta gegnum lífið. Munið eftir fundi íslenzka Liberal klúbbsins næsta þriðju- dagskvöld, á venjulegum stað og tíma. Úr bœnum. Mr. og Mrs. J. Hornfjörð, frá Framnes P.O., Man., komu til borg- i ar með yngsta son sinn veikan og ' var hann skorinn upp af Dr. Brand- son. Drengurinn var kominn á góð- ; an bataveg, er þau hjón litu inn til Lögbergs, og voru þau fegin bata hans. Reiði Breta. I Mexico hefir vertð drepinn brezkur þegn, William Benton að nafni, auðugur landeigandi, og eru Bretar reiðir út af því, og þykir sem Bandamenn gæti illa þeirrar skyldu sinnar, að vernda anriara landa þegtia í Mexico. Um afdrif Bentons segir uppreisnarfonnginn Villa þá sögu, að hann hafi komið á sinn fund og haft reiðimál í munni útaf ránum uppreisnar- ntanna, og gripið til skambysstt sinnar. Tók Villa hann höndum og lét setja herrétt til að dæma hann til dauða. Segir hann að Benton hafi játað að hann hafi komið til að drepa Villa, og hafi þess vegna verið skotinn umsvifa- laust. Bandaríkjastjórn er aö reyna til að fá sanna vitneskju um þetta víg, sem mælist hvervetna illa fyrir, og þykir Villa enn hafa sýnt grimd og hörku, sem hann er alþektur fyrir. Sumir heimta, að stjórn Bandaríkja skerist í leik- inn með vopnuðu liði, og liggja henni rnjög á hálsi fyrir aðgerðar- leysi hennar er hún bægir öllum öðrum þjóöum frá að skakka leik- inn i Mexico, en gerir þó engar ráðstafanir til að vernda líf og eign:r útlendinga, sem þar eru bú- settir. Reykjavík, 5. Janúar 1915. Dáin er á gamlársdag húsfreyja Elinborg Hansdóttir, Túngötu 2, 75 ára að aldri. Hún var tengdamóðir Kristins kaupmanns Magnússonar . Þess var getið nýlega i símafrétt frá Akureyri að piltur hefði farið i danska herþjónustu á skólaskipið “Viking”. Er hér ekki rétt meö farið að því leyti, að “Viking” er ekki skip danska hersins heldur á það félag einstakra manna. Kennir það ung- lingum sjómensku einungis. Það fer cíðsvegar um heim og fær sér vörur til flutnings milli þeirra stööva, sem ferðinni er heitið í það og það skiftið, og verða eftirtökusamir unglingar margfróðir á þeim ferðum. Nú er einn lærisveinninn á því úr Hafnar- firði, sonur Ágústs Flygenrings kaup- J. Th. Thorson. Joseph Thoraritvn Thorson er fæddur í Winnipeg þann 15. Marz- 1889, og sonur Stephen Thorson, borgar^jóra á Gimli. Hann gekk á barnaskóla hér í borg, Carlton skólann, og síðan á framhalds skóla bæjar ns ('collegiatej, í þrjú ár. Kom þar brátt í ljós, að hann var -gæddur miklum hæfileikum til náms, enda lauk hann prófi við þann skóla með ágætis e:nkunn svo hárri, að enginn komst það ár til jafns við hann. Eítir það tók hann að stunda nám við Manitoba College og er þaðan hina sömu sögu af honum aö segja, að hann tók þar hvert próf með hæsta vitnisburði. Tvö árin hin síðustu stundaði hann gríska og rómverska málfræði við skólann og fékk silfur medalíu skólans fvrir afburða ástundun og lærdóm. í þeim fræ«igreinum, en alls hlaut hann sex fyrstu verð- laun og níu sinnum var hann nefndur á nafn fyrir fyrirmyndar frammistöðu í námsgreinum skól- ans, og hefir enginn hlotið aðra eins sæmd af lærisveinum þess skóla. Sem dæmi þess hve mikið álit félagar hans höfðu á honum, má nefna það, að hann var kosinn þrívegis til að halda uppi kapp- ræðurn við aðra skóla af hálfu Manitoba College, og vann tvisvar verðlaun i þeirri viðure’gn, og kjörinn var hann til aö keppa við útvalda menn Norður Dakota há- skóla, ásamt tveimur öðrum stú- dentum háskólans í Manitoba, og varð þar enn sigursæll. Enginn annar íslendingur hefir orðið fyr- ir þeim heiðri. Verðlaun skója síns fyrir mælsku samkepni vann hann tvívegis. Þegar Joseph Thorson iitskrif- aðist af Manitoba háskóla, með þvi lofi, sem drepið var á, var hann rúmlega 21 árs gamall, og var honum þá veittur námsstyrk- ur Rhodes til náms í Oxford, með einu samþykki þeirra, $em þann stvrk áttu að veita. Við háskól- ann þar tók hann að nema lög- fræði og lauk prófi 5 henni aö tveim árum liðnum, oe ári siðar lauk hann í London öllum próf- um, sem lögfræðingar þar í landi þurfa að taka, og hlaut aö þvi búnu öll þau réttindi, sem útheimt- ast til að stunda lögmanna störf á Englandi. Enginn íslendingur hefir lokið prófi við Oxford há- skóla, áður né síöar. svo kunnugt sé. og alls enginn af vorum lönd- um hefir aflaö sér réttinda til að stunda lögfræðistörf á Bretlandi, fyr en hann. Að þessu loknu leitaði Joseph Thorson aftur til átthaganna, tók til lögfræðisstarfa jafnskjótt og hingað kom, hjá lögmönnunum Rothwell, Johnson & Bergmann og voru veitt fullkomin lögmanns réttindi í Manitoba eftir nokkra mánuði. Nú hefir hann gert fé- lagsskap við annan lögmann hér- lendan, og rekur hér eftir atvinnu sína undir nafninu McFadden & TJtorson, að 706 McArthur Bldg. i Winnipeg. Joseph Thorson hefir glæsileg- an feril að baki sér. Þeir hæfi- le:kar, sem hafa áunnið honum, ekki aðeins lof og aðtjáun kennara hans og skólabræðra, heldur lika vinsældir allra, sem hafa átt sam- an við hann að sælda, spá fögru um framtið hans. Það ber stund- um við, aö afburða skarpir náms- Hr. Helgi Stefánsson koni til borgar eftir tæpra fjögra vikna dvö! hjá gömlum kunningjum í Dak- ota, en þangað fór hann eftir spítala legu hér í Winnipeg og uppskurð ærið mikinn. Dr. Brandson tók af Helga fótinn í fyrra, en nú tók hann burt stykki úr maga hans og er Helgi algróinn og hinn hressasti. Daginn. eftir var líkið flutt til Argyle og jarðsett þar á sunnu- daginn að viðstöddu miklu fjöl- menni í grafreit bygðarmanna. Til arðs fyrir kirkju á Árborg verður leikið “Æfintýri á göngu- föri’ þanti 26. og 27. Febr. á Ár- j spilaöi á fiðlu Mrs. Nickle ('Olga borg og þann 2. og 3. Marz að Simonson) svo sá partur pró- kann elns vel listina og þessi flokkur. — Annars var unun aö heyra til flokksins — sérstaklega var lagið “Excelsior” vel af hendi leyst. — Mr. Árnason, sem aug- lýst var að spilaði á fiðlu, gat ekki verið viðstaddur, en í þess stað Geysir. Leikurinn er vinsæll og augnamiöið þarft, og er því von- andi að almenningur fjölmenni. Lögberg er beðið að geta þess, að gefin hafi verið saman í hjónaband í Vancouver 24. þ.m. þau Nils Pearson og Hanna Johnson af séra W. P. O’Boyle, D. D. Veizla að Vancouver Hotel. Heimili nýgiftu hjónanna verður að 2117 William St., Vancouver. Hr. Gísli Jónsson, frá Narrows, Man., var á ferð í borginni þessa viku. A laugardaginn var lézt að heimili sínu 752 Beverley stræti hér í borg Matthías Brandson, 47 ára gamall, ættaöur af Skógar- strönd. Hann kom hingað til lands með fööur sinum Agli Guð- brandssyni fyrir 36 árum og sett- ist aö í Nýja íslandi. Matthias sál. hafði antiars Iengstaf dvalið hér í Winnipeg. Hann lætur eft- ir sig ekkju og þrjá drengi á ung- um aldri. í kveld fmiðvikud.J byrja sam- komur þær, sem venjulega eru haldn- ar i Fyrstu lút. kirkju á föstunni ár lnert. Þar sunginn Passíusálmur og bæn flutt. Á eftir bænafundi verð- ur bandalgsfundur; allir boðnir og velkomnir. Misprentast hefir nafn hinnar ný- látnu meyjar, í síðasta blaði, dóttur | Björgólfs trésmíðameistara Brynj- ólfssonar. Hún hét ekki Vilborg heldur Sigurborg. Hún var fullra sextán ára, en ekki á sextánda ári, eins og fréttin í siðasta- blaði hermdi. Herra Halldór Anderson frá Hensel N. D. kom hingað til borg- ar nýskeð til að vera við jarðarför Hildar sál. Thorsteinsson, móður- systur sinnar. Athygli almennings viljum vér Ieiða að samsöng og samsæti því er haldið verður á laugardags kveld’ð kemur í fyrstu lút. kirkju. Karlakór og kvennakór banda- lagsins standa fyrir samkomunni, með aðstoð góðra krafta. Ágóð- inn rennur til gamalmenna hælis- ins. Sjá auglýsingu á fimtu síðu. — Skóli brann í Toronto einn daginn; átta hundruð og fimtíu börn voru í honum og komtist öll út á fjórum minútum, og þykir það frábærlega vel hafa tekist. grammsins var ekki vonbrigði, því hún spilar forkunnar vel. — Að endingu var fólkinu boðiö niö- ur í sunnudagaskóla sal kirkjunn- ar og þar drukkið kaffi með alls- konar kryddbrauði og fóru svo allir heim ánægðir og með fagr- an hljóm í eyrum. Undanfar:nn mánuð hafa verið býsna stöðugir kuldar en á mánu- daginn var hlýnaöi í veðri og vægt frost síðan með sunnangolu. Herra Þorsteinn Eyjólfsson frá Lundar og Ragnar sonur hans, voru hér í kynnisferð eftir helg- ina. Páll Egilsson harðvörusali og i John Thorarinson, háöir frá Cald- er, Sask., voru staddir i borginni | fyrir helgina. Nýskeð hafa þau hjónin Mr. og 1 Mrs. Ámi Kristjánsson 1979 Elgin j Ave., orðið fyrir þeirri sorg að missa son sinn Joseph George, 5 ára gamlan. Jarðarförin fór fram á þriðjudaginn var. Herra Jón J. Bildfell er væntan- legur heim úr íslandsferö sinni í kveld ('miðvikudagj. Hinn 18. þ. m. andaðist að I heimili sinu 546 Agnes stræti hér 1 i borg ekkjan Hildur Thorsteins- son á áttræðisaldri, fædd 2. Febr. | 1841. Hún vari tvigift. Fyrri maður hennar var Jón Sigfússon, ættaður af Jökuldal og lifa tvær dætur þeirra Mrs. Olgeir Friö- rikson í Glenboro og Mrs. J. S. Waugh að St James Place hér í bæ. Seinni maður Hildar sálugu var Helgi Thorsteinsson, sem nú er dáinn fvrir nokkrum árum; komu þau hmgað vestur 1876 og settust að í Nýja íslandi, en flutt- ust þaðan til Árgyle. Varð þeim þriggja barna auðið, sem öll eru dáin: Nanna, Halldóra Guðrún og Jón Tryggvi. Eftir lát Tryggva sonar sins fluttist Mrs. Thorstein- son til Winnipeg og bjó þar til dauðadags. Hildur sál. var ein af merkustu íslenzku konum vest- an hafs. Hún studdi meö áhuga og ötulleik kirkjulega starfsemi og allan góðan félagsskap meöan hún mátti, og minning hennar mttn lifa í hjörtum allra er hana þektu. Verður h’nnar látnu merkiskonu minst ítarlegar síöar hér i blaðinu. Dr. Jón Bjarnason hélt likræðu að heimilinu, föstud. 20. þ. m. Þrjú víg. I Washington riki komu þrír ræningjar i jámbrautarlest og heimtuðu peninga og aðra dýr- mæta muni af farþegum. Allir héldu höndum sínum a lofti, þeg- ar þeim var skipað það af ræn- ingjum þessum, og fóru þeir milli sæta og bekkja og rændu vasa íar- þeganna. Þrír menn snérust til varnar og tóku til þess ræningj- ans, sem leitaði á fólkinu, en sá ræninginn, sem stóð í öðrum enda vagnsins drap ljósin með byssu- skotum og siðan vom þeir .þrir farþegar, sem mótstöðuna ^veittu1, drepnir á svipstundu. Lestarstjóri heyröi skotin og stöðvaöi þegar lestina og stukku ræningjar þá af henni og flýðu. Þeirra er leit- að kappsamlega, en hafa ekki fundizt, þegar þetta er ritað. Mennirnir sem drepnir voru, voru frá Vancouver. Þetta skeði nálægt BelTngham Bay og þykir ekki óliklegt, að bóf- amir hafi leitað til San Juan eyja, sem liggja þar fyrir landi. Söngsamkoma sú sem söngflokkur Fyrstu lút. kirkju hélt aö kveldi þess 18. Febr- hepnaðist ágætlega í alla staði, bæði hvað mannfjölda og skemtun snerti; enda þurfti enginn, sem þangað leitaði, að ganga að því gruflandi, að hann ekki mundi fá peninga sinna virði og fram yfir það. Enda augljóst að svo mundi verða, þar sem beztu fsl. söng- kröftum, sem finnast í þessari borg, var á að skipa. Samkoman hófst með organsóló sem Mr. Hall leysti af hendi með mestu snild, eins og honum er lag- ið. — Söngskráin var m]ög fjöl- breytt. Ef nokkuð væri hægt að finna að, þá væri þaö helzt, að helzt til fá íslenzk lög voru á söngskránni. En það finst mér einmitt hver söngflokkur ætti að hafa sem efst í huga, þegar hann er að velja lög fyrir þesskonar samkomur, sem fara fram um þetta leyti ársins, þegar mest er verið að streytast við að hafa alt sem íslenzkast, því nóg höfum viö af gullfallegum lö°um, sem hverjum íslending væri Ijúft aö heyra og sungin af fólki, sem Stórstúkuþing Good Templara. Þrítugasta þing stórstúku Manito- ba og Norðvesturlandsins af Alþjóöa reglu Goodtemplara var haldið í G. T. húsinu hér í bænum 16., 17. og 18. þessa ntánaðar. Þingið var sett að kveldi hins 16. kl. 9, af stórtemplar séra Rúttólfi Marteinssyni. Erindsrekar voru saman komnir á þinginu frá 27 undirstúkum, 1 um- dæmisstúku og 2 barnastúkum, og tóku 26 nýir meðlimir stórstúku- stigið. Mörg mál voru rædd á þingi þessu, sem varða að eins goodtemplara, og verður þeirra eigi getið hér: en meðal atinars má geta um það, að þingið samþykti að senda áskorun til Manitoba- og Sask.-stjórnanna þess efnis, að veita kvenfólki jafn- rétti i atkvæðagreiðslu, þ.e. þingið var sannfært um, að það ntundi flýta íyrir því að bindindi kæmist á. Enn fremur samþykti þingið að senda áskorun til liberalflokksins í Manitoba um að taka bindindismálið á stefnuskrá sína. Þrjú hin síðastliðnu ár hafa Sví- ar barist fyrir því að fá sam- þyktir þingsins til að mynda eigin (Skandínaviska) stórstúku, og náöu þeir takmarki sínu í þetta skiftið, og mun stúkan missa þar hér um bil 600 meðlimi, en það er vonandi, að þetta verði til þess að Skandinavar starfi enn þá betur fyrir bindindismálið en þeir hafa áðttr gert. Hinir nýkosnu embættismenn og framkvæmdarnefnd stórstúkunnar fyrir næstkomandi ár, ertt: Stór-Templar: Sigttrður Björnsson. Kanslari: Guðm. Johnson. V.-T.: Mrs. Scott. Ritari: O. P. Lambonrne. Féhirðir: Hreiðar Skaftfeld. Kapelán: Miss Walmsley. ‘ Umsjm. Kosn.: A. S. Bardal. 1 G.m. Ungt.: Guðrún Búason. 1 S.M.Cont.: Mrs. Lambourne. ' V.C.C.Study: D. Wilkie. ‘ Drótts.: Mrs. Fjeldsted. Fyrrv. Stórt.: Séra R. Marteinsson. Á þriöjudagskveldið skemtu börn- in úr hinum tveim barnastúkum Iwej- arins með upplestrum, söng og hljóð- færaslætti, og sömuleiðis var börn- unum útbýtt verðlaunum er þau höfðtt unnið fyrir að koma meö nýja meðlimi á árinu. Á miðvikudagskveldið var erinds- rekum og vinum þeirra haldið sam- sæti, er hin fráfarandi framkvæmd- arnefnd stóð fyrir. Fóru þar fram ræður og söngur, og var ræða séra R. Marteinssonar sérstaklega eftir- tektarverð. Sýndi hann fram á hversu árangurslausar ferðir bind- indismanna til stjórnarinnar með á- skoranir hefðtt verið, og bað menn að rannsaka samvizku sína, og ef þeim fyndist að þetta ætti ekki að eiga sér stað, þá skyldu þeir með at- kvæði sínu gera sitt til að kollvarpa þeirri stjórn. Enn fremur bað hann menn að gleyma ekki að þeir væru bindindismenn þegar kosningar væru i nánd, sem svo oft vill verða, og greiða atkvæði sitt með þeim flokkn- um, sem hefði eitthvað það að bjóða er rnundi hrinda bindindismálinu á- fram, hvort svo þeir væru þeirri hliö hlyntir í pólitískum málum eða ekki. A. S. Bardal var kosinn erindsreki á hástúkuþing, sem kemur saman í Kristjaníu í Norvegi á næsta sumri; enn fremur er Mr. Bardal erindsreki ásamt fjórum öðrum, O. P. Lam- bourne, Jóni T. Bergmann, D. Wilkie og C. Robarts á hástúkuþing Canada i Montreal næstk. sumar.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.