Lögberg - 09.04.1914, Blaðsíða 4

Lögberg - 09.04.1914, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. Apríl 1914. LÖGBERG Gefið út hvern fimtudag af Tlio Columbla Prcss, Jjtd. Cor. Willlam Ave & Sherbrooke Street. Winnipeg. - - Manitoba. SIG. .Ifr.. J6HANJÍESSON Iklitor J. A. BLÖNDAIj, Business Manager Utanáskrift til blaðsins: Tbe COLUMBIA PRESS, l.td. P.O. Box'3172 Wrinni|>eg, Man. Utanáskrift ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG, P.O. Box 3172, Winnipeg, Manitoba. TALSfMI: GARRY 2156 V'erð blaðsins : $2.00 uin árið Fáein ávarpsorð. Um leið og eg tek við rit- stjórn blaðsins, finst mér það eiga vel við að ávarpa ykkur fáum orðum. Eg hefi glögga tilfkming og meðvitund um það, livílík ábyrgð því fylgir að stjórna málgagni, se m á að vera leiðandi afl í þýðingar- miklum þjóðmálum, eins og Lögberg hefir verið. William Stead sagði það ein- hverju sinni á blaðamanna- fundi, að eins og heili barnsins skapaðist og mótaðist af áhrif- um uppeldisins, þannig skapað- ist og mótaðist heili þjóðarinn- ar af áhrifum blaðanna, sem hún laasi. I þessu felst djúpur sannleikur, eins og vænta mátti úr þeirri átt. Aðalköllun blaða á að vera sú, að fræða, menta og betra. Ekkert mál er þeim óviðkomandi, og þau eiga að ljá fylgi sitt öllu því, er betur má fara. Þau eiga að halda hlífiskildi fyrir velsæmi og sið- fágun og vega hlífðarlaust og einarðlega að öllu ósönnu, en gera hvorttveggja á kurteisan hátt og sæmilegan. Það er eng- inn vandi að ganga svo um ó hreint hús, að við sé unandi; en þegar maður er staddur þar sem alt er hreint, þá finst manni að hvergi sé óhætt að stíga niður fæti. Fyrirrennari minn, herra Stefán Björnsson. hefir staðið á hinu “heilaga fjalli’’ nærri heilan áratug svo hreinum fótum, að hvergi sést blettur eða ryk eftir — þar er alt hreint. Ilann hefir stjórn- að blaðinu með svo dæmafárri prúðmensku, enda hlotið vdn- sæjdir, ekki einungis flokks- bræðra sinna, lieldur jafnvel móstöðumanna, þrátt fyrir einarðlega baráttu fyrir mál- um þeim, er blaðið vinnur að. Fyrir þessa sök er það enn meiri vandi, sem því fylgir að taka við stjórn blaðsins nú, þar sem menn eru svo góðu vanir og vænta því eðlilega mikils. Hvernig mér tekst að feta í hin hreinu fótspor hans að þessu leyti, um það verður framtíðin að dæma. Eg mintist á málefni þau, sem blaðið vinnur að. Það eru einmitt þau, sem löðuðu huga minn að Lögbergi. Stefnuskrá þess er aðallega þessi: (1) Frjáls verzlun, (2) Bein löggjöf, (3) Jafnrétti karla og kvenna, (4) Hefting á sölu áfengra drykkja, (5) skyldumentun. Þessi atriði eru aðal-kjarninn í hinni stjórnarfarslegu stefnu blaðs- ins, og vita þeir það, sem nokk- uð hafa þekt til mín, að öll þessi atriði liafa ekki einung- is um langan tíma—heldur alt af síðan eg fyrst fór að hafa afskifti af opinberum málum verið mín áhugamál. Eg get ]>vrí með góðri samvizku tekist á hendur stjórn blaðsins þess vregna, þar sem mínar skoðan- ir í flestum greinum falla ná- kvæmlega saman við ^stefnu þess; eg get því heill og ó- skiftur unnið að þessum mál- um, og vonast til þess að mega verða þeim að einhverju liði, því þar sem rita má eða ræða af óblandinni sannfæringu, leggur sannleikurinn manni á- valt orð á tungu. Það er kunn- ugra en frá þurfi að segja, að eg álít það óheilbrigt að fylgja nokkrum flokki án sannfær- ingar; eg iKít, meira að segja, að þannig væri opinberum málum bezt farið, að flokka- pólitík ætti sér ekki stað; en þeir, sem einlivern þátt taka í því sem er að gerast í kring- um þá, og vilja vinna með sam- einuðum kröftum við aðra góða menn, þeir verða að fylgja þeim flokkinum, sem er j geði þeirra næstur og þeir á- líta heilbrigðástan. Það er j engum vafa bundið í mínum augum, að stefna þess flokks, , er Lögberg fylgir, tekur stór- kostlega fram þeirri, sem það andæfir. Mér er það því sönn i ánægja að fá tækifæri til að berjast með málefnum Lög- bergs og á móti hinurn. En það skal tekið fram, að eg mun gera það með fullkomnu tilliti til þeirrar virðingar, sem andstæðingur minn, ritstjóri Heimskringlu, á skilið. Við erum persónulega kunnugir og höfum verið um langan tíma, og mun eg aldrei leita á hann að fyrra bragði persónulega; en í ágreiningsmálum okkar mun eg reyna að halda mínum hlut eftir mætti. Þrátt fyrir það vildi eg mælast til þess, hvað svo sem okkar fer á milli í stjórnmálum, að þá megum við taka. höndum saman um önnur velferðarmál—þau sem við kynnum að vera og verða samdóma um; því eg geng að því vísu, að í einhverju hljót- um við að verða á sömu skoð- un. Að berjast af alefli í and stæðum málum og taka svo saman liöndum í öðrum, finst mér að ætti að vera aðferð allra sannra manna. Að því er trúmál snertir skal þess getið, að persónulega læt eg mig þau engu skifta; hér eru gefin út þrjú blöð fyr- ir þau málefni, og ætti þar að vera nægilegt rúm. Reyna vildi eg að gera blað- ið svo úr garði, að það yrði sem uppbyggilegast og sem flestum kærkominn gestur. Eg geng ekki að því gruflandi, að mér er það einum ofvaxið; margbreytni er eitt af því, sem skapar lífið og sálina í hvert blað; en hætt er við að það bresti, ef einn skrifar alt. Það eru því vinsamleg tilmæli mín til allra þeirra, sem ritfærir eru og vilja hag blaðsins, að þeir láti það njóta krafta sinna og sýna mér þá velvild, að senda ritgerðir við og við. Eg áefi tekið eftir því, að konur eða stúlkur láta örsjaldan til sín heyra 1 blöðunum; vílja þær ekki taka rögg á sig og rita um áhugamál sín í Lög- berg? Það er blaðið þeirra og talar máli þeirra. Það ætti því vel við, að þær notuðu það til þess að tala þar máli sínu sjálfar. Eitt er það, sem fram skal tekið í byrjun, og það er af- staða Lögbergs gagnvart ís- landi. Mun það vinna að því eftir föngum, að faara hugi manna saman vestan hafs og austan: láta þeim renna blóðið til skyldunnar; láta þá finna að þeir eru greinar af sama tré—börn sömu móður. Sig. Júl. Jóhannesson. að stjómmálin séu hrein og aö þeim unniö af viti, ósérplægni og einlægni. ÞaS er því lífsspursmál aS þeir menn, sem viS stjórnmál fást, séu ekki einungis gáfaSir menn og duglegir, sem kallaS er, heldur þurfa þeir um fram alt aS vera góSir meqn, hreínir menn, einlægir menn. Sóma hvers lands, velferS hverr- ar þjóSar, jafnvel frelsi livers ein- staklings er hætta búin, þar sem stjórnmálin eru eSa verSa óhrein; þar sem. stjórnendumir eru óhlut- vandir. ÞaS er hin helga skylda, sem þeim er trúaS fyrir, er þjóSin kýs fyrir fulltrúa sína aS vaka yfir' velferS hennar, aS lækna sár henn- ar, aS auka krafta hennar, aS vernda hana frá illum öflum, aS verja liana meS dáS og dug gegn árás allra óvina, hvort sem þeir heita áfengiseitur, kvennakúgun, fáv-izka, verzlunarófrelsi eSa eitt- hvaS annaS. Þegar stjórn einhvers lands bregst þvi trausti, sem boriS var til hennar, og annaShvort sefur sem ótrúr varSmaSur eSa gengur í liö meS óvinum þjóSarinnar, Þá á þjóSin aS rísa upp og segja “'hing- aS og ekki lengra!” og þá er þaS skylda hvers ærlegs borgara 1— jafnvel hins yngsta og atkvæSa- minsta — aS leggja fram krafta sína landinu til HSs og þjóSinni til viSreisnar, til þess aS hrynda þess konar stjóm af stóli. Ógæfan hefir náS yfirráSum í þessu fylki, aS þvi er stjómmál snertir; hamingja þessa lands hefir orSiS aS lúta fyrir hinum verri völdum, sem ofan á hafa orSiS; flest heillamál og velferSa hafa veriö fótum troSin um langan tíma. En þrátt fyrir þetta þarf ekki aS örvænta. Allar þjóSir og allir ein- staklingar verSa aS lifa dimma daga og langar nætur einhvem kafla æfi sinnar; og nóttina lifir maSur venjulega af, hversu löng og dimm sem hun er, meS þeirri von og vissu aS henni fylgi sól og dagur. ÞaS er von allra þeirra er siSbótum unna, aS nóttin langa ýþaS nafn ætti stjórnar- tímabil Roblins aS fá þegar saga þessa lands verSur skráBJ, sé aS degi komin og hamingja þessa fylkis rakni bráSláega viS, eftir þaS rothögg, sem hún hefir hlotiS undir núverandi stjóm. Sú stjóm sem heldur hlífiskildi yfir vínsölu — einni aöal bölsuppsprettu þjóS- arinnar og berst meS kúgun kvenna einu ótvíráSasta skrælingja ein- kenni hverrar þjóSar, sú stjórn, sem gjörir þetta, hefir fylt svo mæli synda sinna aS óhugsandi er aS henni haldist þaS uppi lengur, henni ætti aS verSa kastaö út í yztu myrkur — ja, gleymsku og veröugrar fyrirlitningar, svo ekki sé of hart aS oröi komist. ^ THE DOMÍNION BANK 8lr KUMUND B. OSLKK, M. P„ Pre. W. D. MATTHKWS ,Vlce-Pre». C. A. BOGERT. General Manager. Innborgaður höl'uðstóll...............$5,811,000 Varasjóður og- óskiitur sjóður........$7,400,000 SPARISJÓDSDEILD er I sambandi vi8 hvert útibú bankans, og má leggja í þann sparisjóð upphœðir er nema $1.00 eða meiru. I>a8 er öruggur og hentugur geymslustaöur fyrir penginga y8ar. NOTRE D.iME BKANCH: C. M. DBNISON, ManaKcr. SKLKIRK IIRANCH: S. GKISDALB, Manager. & Mentun. Stjórnmál. “Pólitík” köllum viS þa.u vana- lega. ÞaS orS og þýöing þess kannast allir viS. “Pólitík” hefir fengið nokkurs konar aukaþýSingu í hugsun flestra manna; þýSingu, sem í raun og veru er orðinu eins fjarskild og austriö er vestrinu; þá þýöingu aö það tákni eitthvaS óheilt, eitthvað óhreínt, eitthvaS ljótt og ósiöferðilegt. Einsog kunnugt er, þýöir pólitík ekkert annaö en stjórnmál. ÞaS eru fá málefni, sem helgari og háleitari ættu aö teljast en einmitt stjóm- mál. Undir fáu er fremur komin heill hvérrar þjóSar, en einmitt því “Eg held hann láti ekki bókvitiö í askana”, kvaS við hjá gömlu fólki á íslandi í fyrri daga. ÞaS þótti þá, sem þeim tíma væri eytt til ónýtis, sem til þess fór aS auSga anda sinn aS einhverju leyti. Kúa- hirSing og smalamenska, mógröft- ur og torfrista, þóttu nytsóm störf, og þau voru þaS i vissum skiln- ingi; en á þeim sem “lágu i bók- um”, eins og það var kallaö, var lítiö álit haft. Unglingar sem voru fróðleiks- fúsir og fýsti aB læra aö skrifa og lesa, uröu aS stelast til þess eða gera þaS í laumi, og sættu oft refs- ingu ef upp komst. En tímarnir breytast og mennirn- ir meS; nú er þaS lögskipað á ís- landi að allir skuli læra skrift ogl sem er einkaskilyrSi fyrir því aö lestur o. fl., sem andleg mentun þessi sama þjóS verði sannsiöuö; heitir. Þrátt fyrir alla pólitíska verði menningarþjóS, og þann skiftingu; allan f jandskap milli (þroska fá þeir í góSum skólum, einungis skyldugt til þess aS sjá fyrír hinum líkamlegu þörfum barna sinna, heldur einnig — og jafnvel enn þá fremur — fyrir hinu andlega. Menn skyldu ætla aö í Vestur- heimi, einu mesta menningarlandi heimsins, fyndist enginn sá, er and- stæður væri alþýðumentun, enginn sá er mótmælti þeirrri stefnu aö veita ljósi þekkingar og andlegs þroska inn í hverja einustu sál en þótt ótrúlegt sé, þá er því þó þannig variS. Flokkur manna þessu landi er þvi andvígur aS stjórnin skyldi foreldra til þess aS senda börn sín á skóla. Katólska kirkjan gjörSi þaS aS einu sinna sterkustu vopna um langan tíma aS reyna aö halda alþýðunni óupp- lýstri um viss atriöi; er þaS aö minsta kosti álit sumra, að hún hafi þannig þózt geta betur kom- iS ár sinni fyrir borS. Þekkingar- leysi, upplýsingarskortur er eitt allra bezta meðalið, til þess aS geta Ieitt fjöldann eftir vild — þaö er aö segja þekkingarleysi þeirra sem IeiSa á. Sá sem hvorki getur les iS né skrifaö, er ekki líklegur til þess aS geta náö mikilli þekkingu á því hvaS stjómin gjörir eSa hvernig hún fer aö ráöi sínu; hann verður aö gjöra sér gott af því sem honum er sagt af öðrum; hann veröur að lesa gegn um annara gler, og viS vitum öll hverjar geta orðiö afleiðingar eöa áhrif slíks lesturs. Stjórn, sem ekki er um þaS gefiö aö láta skoða gjörö ir sínar, er þaö auðvitaö holt aö halda borgurum landsins í eins svörtu vanþekkingar myrkri og unt er. Getur ástæöan hjá núverandi Manitobastjórn veriö nokkur önn- ur en þessi, fyrir þvi aS hún er andstæS skylduskólamentun ? ÞaS er glæpur, sem foreldrarnir drýgja gagnvart barni sínu aS veita því ekki mentun, kenna því ekki, láta þaS ekki ganga á skóla. Og þaö er glæpur engu minni af hvaöa stjórn sem er, aS láta foreldrum haldast uppi meS þaö aS senda ekki börn sín á skóla. HvaS sem menn vilja taka sér fyrir hendur, þegar þeir koma til vits og ára, þá er eitt aðalskilyröið fyrir því aö vel gangi, þaS er þekking, þaS er ment un. Betri vopn eru fá, og sá sem þaö hefir, ásamt meðal mannkost- um og hæfileikum, honum er borg- ið, en bresti það, er tæplega sigurs aS vænta, hvers eölis sem baráttan er. Menn eiga venjulega nógu örS- ugt uppdráttar i samkepni þessa lands, þótt þeim sé ekki rænt úr hendi öruggasta vopninu, þegar æsku. ÞaS má vel vera aS þaS láti vel í eyrum sumra þjóöbrota í þessu landi, aö þurfa ekki aS hafa fyrir því eöa kosta til þess aS senda böm sín á skóla, en tæpast munu margir af íslenzku bergi brotnir, ljá þeirri stefnu fylgi sitt. Þar sem ný þjóö er aS myndast og steypast upp úr fjölda mörgum þjóöbrotum víðsvegar aS, ríöur méira á því en flestu ööru, aö unglingarnir, sem alast upp í land- inu, hljóti þann andlega þroska, flokkanna í seinni tíS, hefir engin rödd, mér vitanlega, komiS fram á íslandi í þá átt, að hallmæla þeirri löggjöf. öllum mönnum og flokkum þar hefir fiSndist þaS sjálfsagt aS öll börn þjóðarinnar en hvergi annarstaðar td hlítar. Margir foreldrar kljúfa þrítugan hamarinn til þess aS veita börnum sínum sem bezta mentun, og álita þaS meira virði, en an skilja þeim eftir offjár; sú hugsun er rétt og skyldu njóta mentunar. ÞaS hefir heilbrigö, en ógæfusöm er sú þjóS, auðsýnilega veriS öllum ljóst, aS sem hefir þá í hæstu sætum, er sóma þjóöarinnar væri misboöiS vilja láta það ráöast, hvort börn með því aS láta þaS viðgangast, aS hennar læri nokkuö eða ekki neitt. menn og konur væru alin upp í landinu, sem ekki væru leidd aö brunni upplýsinga og andlegs ______ þroska og það hefir einnig veriS Þegar veriS er að tala um Is- öllum ljóst, aö þjóSfélagiö er ékki Iand, þá er því altaf lýst eins og Island. þaö var fyrir io—2o árum. Menn sem hér hafa veriö, skilja þaS ekki — sumir hverjir aS minsta kosti — aS þar hafi nokkrar framfarir ,átt sér staS. Þeir skoSa Island eins og barn, sem altaf hljóti aS verSa barn, eigi einskis vaxtar von og hafi engin skilyröi til þroska. “Svona var þaS þegar eg var heima áriS 1885”, sagði gamall maSur nýlega, “og eg býst viS aS það sé svipaö ennþá”. Honum kom ekki til hugar, aö nokkur veruleg breyting gæti hafa átt sér staS. Mér dettur í hug, í sam- bandi viS þetta, skrítla er sögS var um konu, er í fyrsta skifti var aö hugsa fyrir framtíS barns síns. Hún saumaöi því 34 skyrtur, allar jafnstórar, og þegar hún var spurS hvaS hún ætlaði aS gera viS öll þessi ósköp, svaraði hún aS þetta væri ekki mikiö, bamið yröi búiö aS slíta þeim öllum út eftir 5—6 ár. Henni hugkvæmdist þaö ekki, aö skyrta, sem var mátuleg nýfæddu barni, yröi því of lítil áöur en 5—6 ár væru liðin. ÞaS er eins þegar sumir menn vestan hafs hugsa um ísland; þeir sníöa allar hugsanir sínar því viðvíkjandi, á sama hátt og þeir gjöröu fyrir 10—20 ámm, en sem betur fer á þaS alls ekki viS. Hver er þá breytingin? Hún er í stuttu máli þessi: Torfbæimir eru aS leggjast niður og í staö þeirra aS koma upp steinsteypuhús meS jámþaki; heygaröamir gömlu eru aS hverfa úr sögunni og þar meS torfristan, og aftur koma hlöS- ur úr steinsteypu maS járnþaki. Fjárhús, hesthús og fjós er einnig fariS að byggja úr steinsteypu meS jámþaki. Réttimar, sem allir muna hvernig voru, eru nú sum- staðar rifnar niöur og bygSar upp aftur úr steinsteypu; bæöi dilkar og almenningar. Beinir og breiSir akvegir hafa veriS gjöröir viSa, eftir þverum sýslum og endilöng- um; vagnar hafa verlS teknir upp til flutninga; tún eru allvíða egg- slétt;! heilar landareignir girtar með f jórföldum gaddavir; móar og mýrar út frá túnum sléttuö meS plógi og hestum fyrir og sáö í grasfræi. Allar stærri ár 0 g fjölda margar smærri brúaöar á einum eöa fleiri stöBum. Sláttu- vélar notaöar talsvert víöa. Opnu bátarnir — manndrápsþollarnir gömlu — nálega úr sögunni og þil- skip og vélabátar komin í staSinn. Verksmiöjur þó nokkrar til 0g frá á landinu og fjölgar óöum. Sumir kunna nú aS segja að þetta sé alt saman gott og blessaS eins langt og þaS nái, en þaS sé engin sönnun virkilegrar velmeg- unar; landsmenn geti veriS þeim mun skuldugri en áöur, aö líSanin raun og sannleika sé ekki betri. En þar kemur annaS til svara. Eitt allra áreiöanlegasta skilyröiS fyrir fjárhagslegri líöan hverrar þjóöar, eru verzlunarskýrslur hennar; á þeim er meira bygt en flestu ööru. Séu verzlunarskýrsl- ur íslands athugaSar og nútíS bor- in saman viS fortíS, þá er munur- inn afarmakill. Fyrir 15 árum var öll verzlun á íslandi 15,000,000 (Timtán milj. krónaý viröi; þar af voru innfluttar vörur iyrir 8,000,- 000 ('átta miljónirý og útfluttar fyrir 7,000,000 ("sjö miljónir) ; meö . öörum orðum, íslendingar uröu þá aö kaupa 1,000,000 kr. (einni miljón króna) meira af út- lendum vörum, en þeir höfSu af innlendri vöru til aS borga meö. Nú nemur íslenzk verztun 30,000,- 000 kr. (jirjátiu miljón krónaý; af jví eru 16,000,000 kr. (sextán mil- jónirj útfluttar vörur, en aö eins 14,000,000 ('fjórtán miljónirj inn- fluttar; meS öörum oröum, íslend- ingar hafa nú 2,000,000 ('tvær miljónirý króna viröi eftir af verSi útfluttrar vöru, þegar þeir lafa borgaö allar þær vörur, sem keyptar voru. Þetta þættu býsna álitlegar verzlunarskýrslur ef þær væru einhversstaðar annarssstaSar en á tslandi. Því er ekki hægt aö neita meö sanngirni aö ýmislegt fer aflaga heima og margt þarf aö breytast enn til þess aö vel sé, en þaö væri eins mikil ósanngirni á hinn bóg- inn aö neita því aö framfarir eigi sér þar staö, og þaö í stórum stíl jegar tillit er tekiö til kringum- stæöanna. ♦ -f -f -f + NORTHERN CROWN BANK AÐALSKRIFSTOFA í WINNIPEG Höfuðstóll (löggiltur) . . . $6,000,000 Höfuðstóll (greiddur) . . . $2,860,000 * -f + STJÓRNENDUR: Fonnaður.................Slr. D. H. McMILLAN, K.C.M.G. j* Vara-formaður...................Capt. WM. ROBINSON X Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G., J.H.ASHDOWN, H.T.CHAMPION ♦ W. J. CIIRISTIE, A. McTAVISH CAMPBELL, JOHN STOVEL + -f t X t * ♦ + -f t f f 4 X -f -f AUskonar bankastörl' afgreldíl. — Vér byrjum reiknlnga við ein- stakliiiga eða félög og sanngjarnir skiimálar veittlr.—Ávísanlr seldar til hvaða staðar sem er á íslandl.—Sérstakur gaumur gefinn spari- sjóðs imilögum, sem byrja má með einum dollar. Rentur lagðar við á hverjum sex mánuSum. T. E. THORSTEINSON, Ráösmaður. Co'í. William Ave. og Sherbrooke St. Winnipeg, Man. f f ♦ f + f 4 + 4. 44 if.f 4 f 'HtfiH't'Iff'fttf-fftff'fPtf'H-HI'-H-f'Hff'Htfl.fJ MeS þessari fyrirsögn verður kafli í Lögbergi framvegis. VerS- ur þar rætt um samvinnu hinna tveggja íslenzku þjóðbrota austan hafs og vestan; skýrt frá högum Austur- og Vestur-íslendinga, hvorra í sínu lagi og til saman- burSar; þau mál rædd, sem þannig eru vaxin aö báðum koma viö. Eru þaS vinsamleg tilmæli aS menn og konur, ekki einungis hér vestra, heldur einnig heima á íslandi, leggi sinn skerf til þess aS sá kafli megi veröa fróSlegur, skemtilegur og uppbyggilegur; og sérstaklega er þess vænst aS hann megi auka þessu landi, sem týnt höfSu henni á ættjörð sinni, eSa glataö á ein- hvern hátt. En þaS er samt öll- um kunnugt, sem meS sanngirni vilja líta á máliS, aS sumir, sem hingaö hafa 'flutt, hafa aS ýmsu leyti skift um til hins lakara. Menn sem viö næg efni og þolan- leg kjör áttu aS búa beima, og komnir voru til fulloröins ára; þeir sem höfSu fullkomna tryggingu fyrir góöri og lífvænlegri framtíS fyrir sig og sína, þeir áttu ekki aS flytja af landi burt, þeim hefir orðiS nýja vistin erfiö og nýja brautin þungstigin. Þannig hafa hvorirtveggja gjört sig seka aö vissu leyti, þótt óvilj- andi hafi veriS, ef til vill. Austur- íslendingar í því aS kasta köldum kveöjum á systkini sín, er ekki fundu hamingjuna heima og leit- fleiri samvinnu og samyðgi a baSa vegu.. „ , — „ - _ , : °c- * u.___». u®u hennar annarsstaBar, og Vest- A þvi leikur engmn efi, að hvort , , ____, u , v __r þjóðbrotiö um sig má margt af hinu læra og þau veröa hvort ööru aö miklum notum og liði, ef vel er á haldiS og vinsamlega aö unniö. V esturflutningar. ÞaS þykir eiga vel viS aS byrja þennan kafla meö stuttri grein umi vesturflutninga; þaS eru þeir, sem valdiö hafa þykkju þeirri, sem átt hefir sér staS milli Islendinga austan og vestan. Fram eftir ár- um og þaS jafnvel til skamms tíma voru þaS nálega talin lándráS heima aS flytja til Vesturheims, og þeir menn, sem aB vesturflutn- ingum unnu, voru skoöaSir sem vargar í véum. Á hinn bóginn var ekki hlífst við þaS hér vestra aö fá menn til aö flytja hingað, meö öllum ráöum; undantekningarlaust var mönnum ráölagt aö flýja ísland og flytja til Vesturheims; var til þess beitt þeirri aöferS aö ofgylla sögur aö vestan og geta aldrei um annaS en kostina, en göllunum var leynt. ÞaS var ekk gjört á þann hátt aö beinlínis væri sagt ósatt, heldur með því aö segja hálfan sannleikann. Frá þvi er sagt ein- hversstaSar aS maSur hafi komiS heim af samkomu og veriS spurð- ur hvort vel hafi veriö sótt: “Já”, svaraði hann, “húsið var “hálf- fult”. Nokkru síöar kemur annar af sömu samkomunni og æörast yf- ir því, hversu illa hafi verið sótt, 'húsiS hafi veriö hálftómt. BáSir sögSu satt, en hver sagSi frá á sinn hátt. Þegar vel er athugað, er það of- ur eölilegt aS svona væri á báðar hliSar. ÞaS var eðlilegt aS mönn- um blöskraöi þaS heima aS sjá fólkiS streyma burt úr landinu; fólkiS sem framtíð og þroski þjóS- arinnar bygðist á; fólkiS sem hag- ur landsins var undir kominn. ÞaS var líka eölilegt aS þeir sem hingaS höfSu flutt og skiliö viö basl og skort heirna, en vegnaö vel hér, vildu ná bræörum sínum og systrum, til þess aö láta þau veröa hins sama aSnjótandi. Þeim sýnd- ust tækifærin fleiri hér og þeir urðu heillaöir at þeirri fögru framtíS, sem þeir þóttust sjá hér fyrir sig, og sérstaklega fyrir af- komendur sína. En það var eins í, þessum sem öSrum málum, að mönnum hætti við aS fara of langt á báöar hliðar; heima vár ekki •nægilega tekiS tillit til þess hve náttúrlegt þaS var, aS efnalaust uríslendingar í því aö eggja til burtferðar en fara áttu. En þetta er alt HSiS og þarfnast ekki langra athugasemda; þaS sem nú liggur fyrir hendi, er þaS fyrir Austuríslendinga aS bæta svo kjör og hagi fólks heirna, aS það geti unaS sér vel og liSið vel á ættjörS- inni, og hafi enga ástæðu til brott- þrár, og í öðru lagi aS finna upp ráð til aS ná heim aftur sem flest- um þeirra, er þegar hafa horfiS vestur, og gjöra þannig viö þá, aB þeim verSi vistin heima ljúf. Vesturíslendingar á hinn bóginn eiga aö fræða heimaþjóöina sem mest og sem sannast um alt sem hagi manna snertir hér vestra; lýsa fyrir þeim öllum hliSum tilverunn- ar í þessu landi, svo þeir viti hvers þeir eiga aö vænta þegar hingaS kemur; þeir eiga aö' ráSa löndum sínum heilt, þannig aS þeir einir séu eggjaöir á aö koma hingaS, sem einhverjar ástæöur hafa til aö fara aö heiman. ÞaS hefir ávalt djúpan sársauka í för með sér aS rífa sig upp meS rótum úr jarS- vegi ættjaröar sinnar; aS m.nsta kosti fyrir þá sem til fulloröins ára eru komnir; og þaS er ávalt erfitt aö gróðursetja sig í nýrri mold, þar sem alt er á annan veg en maður hefir vanist; erfiSleik- arnir aS byrja nýtt líf í nýju landi, meS nýrri þjóS undir nýjum kring- umstæSum; félaus; mállaus og alls- laus, eru svo miklir, aS menn eru ekki eggjandi á að leggja út í þaS aö óþörfu; en þrátt fyrir þaS eru þeir allir yfirstíganlegir, ef vilja og þrek brestur ekki, og því sjálf- sagt aö freista gæfunnar fyrir þá sem þurfa. Hver maður á aö hafa óhindraS frelsi til farar hvert sem liann kýs, ísland á undir engum kringumstæöum aS leggja neina hindruni í veg fyrir þaS aS menn og konur sem ekki una heima, geti flutt af landi burt; heldur aö reyna að gjöra þeim heimavistina sem bezta, svo óhugurinn og ferSaþrá- in stöðvist og hverfi. Og Vestur- íslendingar eiga ekki aS vinna aS takmarkalausum vesturflutningum. ÞaS á aS vera áhugamál þeirra, ef þeir vilja vera Islendmgar, aS kjör þjóðarinnar heima blómgist og batni, og þeir eiga aS leggja sinn skerf til þess eftir mætti. Þess má sjá glögg merki í mörgum greinum aS hugir Vestur- og Austuríslend- inga eru aS færast saman; sam- vinnan og samúðin eru aS aukast; fólk, sem átti v;ð ýmsa erfiSleika hjá þeim er aS glæöast sama til aS stríöa, leitaSi fyrir ser annars- staöar; þaS var gamli norræni kjarkurinn og þrekiö, sem þá kom þeim aS góöu haldi. Þetta var ekki tekiö til gréina þegar móti því var mælt aS menn flyttu vestur. ÞaS hefSi veriö sanngjarnt aS vinna á móti því aS menn færu, en viSurkenna þaS á sama tíma, aS fyrir flutningum væru eölilegar ástæöur. Og þaS heföi átt aS vera meS sorg og söknuði, en ekki ó- vild, sem menn voru kvaddir, þeg- ar þeir áttu sín síöustu spor á ætt- jörSinni — því þau spor 'hafa ver- iS mörgum þung og öröug. Á hinn bóginn þurfti aS gæta sér- stakrar samvizkusemi og sanngirni af hálfu þeirra sem hingaS voru komnir, þegar um þaS var að ræöa aS ráöa fólki heima til Vestur- flutninga. ÞaS var vel gjört, hvern- ig sem á er litiö, aö eggja sumt fólk á hingaökomu, og hjálpa því til flutnings; tíminn hefir sýnt þaS og sannaö óhrekjanlega, aö margir hafa fundiö aftur gæfu sína í finningin sem vaknar hjá sönnum vinum eöa frændum, sem búiS hafa i fjarlægS hvorir frá( öörum og kynst aftur. Þetta hefir kom- iö greinilega í ljós í ýmsu nú á síðari tímum, og þó í engu eins glögt og eimskipamálinu; þar hafa þeir unniS saman sem bræSur og vinir, og svo mun verSa í fleiru og ætti aö veröa í sem flestu. ÞaS er einhversstaöar sögö saga um þaö, aS maSur var á ferö í þoku; alt í einu sér hann eitthvert voBalegt skrímsli, og veröur logandi hrædd- ur. Skrímslið stefnir beint á hann og færist óöum nær. Loksins sér hann aö þaö er risavaxiö tröll, voSalegt útlits; þaB smábreytist og minkar þangað til þaS er aSeins orðinn stór maSur, og þegar hann er rétt kominn aS honum, sér hann aS þetta er bróSir hans. Þokan haföi gjört hann aö skrímsli í aug- um hans á meðan hann var í fjar- lægö. ÞaS er þoka ókunnugleik- ans og fjarlægSin, sem staöiS hefir i vegi fyrir góöri samvinnu aö

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.