Lögberg - 09.04.1914, Blaðsíða 1

Lögberg - 09.04.1914, Blaðsíða 1
THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. Hcnry Avc. East, - - Winnipegr, |4an. VIÐUR, LATH, ÞAKSPÓNN. Fljót afgreiðsla. Ábyrgst að vel líki. ef ®. THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. Honry Ave. East. - - Winmpog, Man' VIÐUR, LATH, ÞAKSPÓNN Fljót afgieiðsla. Ábyrgst að vel líki. 27. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 9. APRÍL 1914 NÚMER 15 Hjálpsemi við C. N. R. $88,101,524 veittar, NýskeS kröft5ust libéralar þess í sambandsþinginu, aö iá aö vita gerla um landveitingar og fjárveit- ingar þær, er sambandsstjór.ún hefði rétt aö C. N. R. félaginu. Var stjórninni sýnilega óljúft aö hreyft var viö því máli, en meö nokkurum eftirgangsmunum, fékst þaö þó af ráöherrunum, að viöur- kenna, aö stjórnin hcfði styrkt fé- lagið með $28,354,942 fjárveitingu, og auk þess ábyrgst skuldabréf þess fyrir upphæð, sem nemur hvorki meira né minna, en $59,- 746,582. Fyrir utan þessa hýru hefir félagið fengið h]á sambands- stjórninni landflæmi sem er 4,002,- 846 ekrur að stærð. Voru lönd þau fyrst veitt járnbrautarfé- lögum, Lake Manitoba, Winnipeg og Hudsons Bay og Manitoba South Eastern félaginu, en við járnbrautar stúfum þess tók C. N. R. félagið. Þessar fjárveitingar og hlunnindi sem C. N. R. félagið hefir orðið aðnjótandi á ekkert skylt við þann styrk er hin ýmsu fylki hafa veitt því. Ofviðri á sjó. Miklir mannskaðar við Newfound- land. Eftir fyrri helgi komu ofviðri mikil við austurströnd Norður- Ameríku, einkum er við brugðið aftaka 'veðri, sem var fyrra þriðju- dag þar eystra. Kom veðriö harð- ast við, gufuskip, sem voru að sel- veiðum í Belle Isle sundi, hröktust þau langar leiðir og lesktust sutn, en menn björguðust á ísjökum og var náð þaðan eftir veðrið, bæði kölnum og kumluðum. Skip það, | er menn vita um með vissu að ! farist hafi, hét Newfoundland. [ Fórust á því milli fimtíu og sextíu manns, en um fjörutíu var bjarg- að, nær dauða en lífi, af sárum og : ineiðslum. Um annað skip, sem ! Southern Cross hét, eru menn 1 orðnir hræddir, því að ekkert hef- ir spurst til þess síðan í þriðjudags I bylnum. Á því skipi voru 173 ’ menn. Þykir nú nærri fullvíst, að það hafi farist, með allri áhöfn. Torreon tekin herskildi Nefndarskýrslan Þrungin af blygfiunarlausri hlut- drægni. Undanfarið hafa staðið lang- ar umræður í sambandsþingi um skýrslu nefndarinnar sælu, er Bordenstjórnin fól að rannsaka Grand Trunk málið. Liberalar hafa haldið því fram að skýrslan beri þess ljós vitni, að hún sé sam- in af hlutdrægni og flokksfylgis hvötum, og árásir á fyiwerandi sambandsstjórn séu bygðar á örg- ustú ýkjum og hóflausri ósann- girni, því að enn sem komið sé, hafi ákærendmn ekki hepnast að færa rök fram fyrir því, að nokkr- um dál aT ~því fe, er stjórnin lét verja til brautarinnar, hafi verið varið sviksamlega, eða öðruvisi en lögum samkvæmt. Um nefndar- skýrsluna fórust Sir Wilfrid Laurier meðal annars svo orð í þiriginu 2. þ. m.: Skýrslan er þrungin af blygðunarlausri hlut- drægni. Flokksfylgi rýkur úr henni alstaðar eins og reykur úr kerlingareldi, og rangfærslur og hártoganir eru óteljandi. En í gegnum ryk og mððumökk ósann- indanna, má þó sjá eina staðreynd sem er ljós og ódyljanleg, og hún er sú, að engin fjársvik hafa átt sér stað í sambandi við lagning Nation- al Transcontinental brautarinnar. Andstæðingar vorir segja, að hún hafi kostað $150,000,000, en ekki einum einasta dal af því hefir verið varið óreiðusamlega. Hverjum einasta dal hefir verið varið til brautarbyggingarinnar. Eina ásök- unin, herrar mínir, ér sú, að vér höfum bygt brautina of vel, að vér höfum gert oss of glæsilegar vonir um framtíðina, og boriö of mikið traust til lands vors, Can- ; ada. Traust vort á þessu landi hefir verið mikið, en ofmikið hefir það aldrei verið, og ekki meira en það hefði átt að vera. Vér gerðum oss háar vonir, en engu hærri held- j ur en vér hefðum átt að gera oss. [ Og að endingu vildi eg mega bæta , því við, að þessi braut mun verða 1 það í reyndinni, sem menn hafa búist við að hún yrði, það er að segja, ef þeir menn, sem nú eiga að sjá um hana, spilla því ekki. — Nefndarskýrslan var borin undir atkvæði í þinginu eftir umræðurn- ar, og greiddu allir conservativar atkvæði með henni, en liberalar á móti. Atkvæðamunur 38. Um hálfan mánuð höfðu upp- reistar menn -í Mexico setiö um Torreon borg, það hið trausta vigi sambandsmanna, er um var getið i síðasta blaði. Á fimtudaginn var tókst þeim loks að ná borginni á sitt vald, eftir harða viðureign og miklar blóðsúthellingar. Upp- reisnármenn tóku fjölda fanga. Um það fer tvennum sögum, hvort fyrirliði sambandsmanna í Torre- on hafi náðst eða ekki. Sumir segja hann á Villa valdi, en aðrir, að hanti hafi flúið með nokkrum leifum hers síns til fjalla. — Uppreistarmenn kváðu hafa mist allmarga menn í þessari síðustu stórorustu, og sagt er að sárir og fallnir samtals muni vera um 2000. Það er orð gert á því, hve sókn uppreistarmanna hafi verið rösk- leg og uieö miklu narðfylgi gerð. Fyrst kom fyrirliði hersveitum sín- um til Torreon með nn meira snarræði og flýt’ e~ uæmi eru fyr til í sögu Mexico manna. Hann hafði og áður lagt á öll ráð um að- sóknina, og var þeirri fyrirætlun fylgt fram með djörfung og kappi, smáþrengt að hinum umsetnu og alt af skift um áhlaupsmenn, er aðrir tóku að þreytast, unz hinir gáfust upp, sem borgarinnar geymdu og hún féll í hendur mönnum Villa. Hryllilegt morð í Van- couver- Krafchenco-málið hefir nú staðið yfir um hrið i Morden, og blöðin verið full af framburði vitna þeirra er leidd hafa verið. Lauk vitnaleiðslu af hálfu hins opinbera fyrir helgina síðustu, en síðan hefir lögmaður ákærða leitt nokkur vitni. Eitt Jiessara, hebreskur maður, hefir borið það, að Krafchencó hafi heimsótt sig klukkan 4 þriöja eða fjórða Desember síðastl. Þykir sennilegt, að vitnaleiðslunni verði lokið um miðja þessa viku og kvið- dómendur kveði upp dóm sinn fyr- ir næstu helgi, og Krafchenkó-mál- ið verði þá til lykta leitt. Bordenstjórnin og tollarnir. Neitað um tollafnám á hveiti. Toll- ar hœkkaðir á stálvarningi. Bændum gleymt, munað eftir verksmiðjueig- endum. Fyrir skemstu hvarf kona nokk- ur í Vancouver, og eini maðurinn, sem á heimili hennar var, kinversk- ur, 17 ára gamall, þóttits lengi vel ekkert vita, hvað af henni hefði orðið. Síðar meðgekk hann að hann hefði ráðið konunni, hús- móður sinni, bana, eftir að þeim hefði sinnast útaf heimilisverkum. Hefði hann síðan skorið hana í stykki og brent í “furnace”. Fund- ust þar beinin. Piltur þessi hafði verið á heimilinu, þar sem hann framdi þennan glæp, í fimm ár, og farið vel á með honum og hús- bændum lians. Verður því þetta ódáðaverk enn óskiljanlegra. Sagt er að morð þetta hafi orðið til þess að vekja á ný óvild þá, er hvitir menn vestra hafa haft á Austurálfu mönnum. Er svo sagt, að mörgum austurlenzkum vinnumönnum hafi verið sagt upp vist af hvítu fólki, og ekki trútt um að skærur hafi orðið úti á borgarstrætum milli austrænna og vestrænna manna. Ríkasti maður í heimi er nú nýlátinn í Pasadena í Cali- forníu. Það var Frederick Weyer- haeuser miljónaeigandi frá Minne- sota og trjáviðarsali mikill. Hann var þýzkur að ætt, fæddur 1834; er mælt að hann haíi átt fjörutíu miljónir ekra af trjáviðarlöndum og eignir hans taldar að vera hálf önnur biljón dala. Fjögur herskip voru seld í Lundúnum um mánaðamótin á uppboði. Eitt þeirra Renoon skip- ið, sem konungur og drotning sigldu á til Indlands fyrir nokkr- um árum. Það var selt fyrir $i9og.ooo. A mánudaginn var lagði Hon. W. T. White fram í þinginu toll- málabreytingar stjórnarinnar. Eins og kunnugt er, hafa bæði bændur og verksmiðjueigendur lagt að stjórninni, fyrnefndir um tollaf- nám hveitis og mjöls, og á fleiri varningi, en verksmiðju-eigendur hrópaö um tollhækkun í gríö. Þó að stjórnina langaði til að sinna hcldur kröfum vina sinna verk- smiöjueigendanna, mundi margur liafa ímyndað sér, vegna þeirrar miklu dýrtíðar, er hvílir á þjóð vorri eins og mara, að ráðherrarn- ir daufheyrðust ekki algerlega við tolllækkunarkröfum bænda, og léttu eitthvað ofurlítið á hátolla- farginu, sem alþýðán stynur und- ir. En Bordenstjórnin er þykk- eyrð fyrir kröfum almennings, sem marka má á því, að White ráðgjafi sagðist strax vilja taka það fram, að þess væri enginn kostur að stjórnin gæti numið toll af hveiti og mjöli. En þess gat ráð- gjafinn ekki að vísu, hversvegna stjórnin neitar um þetta tollafnám, en það er vitanlega gert í því skyni að tryggja hagsmuni mylnueigenda í Canada, og girða fyrir það, að haggast megi einveldi auðfélag- anna um flutningana. Hinsvegar var litilf jörleg tolllækkun fyrirhug- uð á nbkkrum akuryrkju verkfær- um. En við verksmiðjueigendur var Bordenstjórnin svo hugulsöm, að hækka toll á fjölmörgum vöru- tegundum þeirra, einkum járni, og stálvarningi frá 10—20%. Revnd'st þar þunt móðureyra stjórnarinnar við hróp auðkýfinganna, þó að hún gleymdi bændum að mes'tu leyti. Rússastjórn andvíg vínsölu. Rússar virðast vera að vakna til meðvitundar um þá bölvun, sem af áfengissölunni stafar. Keisar- inn og þingið virðast þar taka saman höndum. Það er einhuga álit hans og þess, að eitthvað verði að gjöra til þess að stemma stigu fyrir því þjóðarböli. Witte greifi hafði lagt það til, þegar hann var fjármálaráðherra fyrir 10 árum, að stjórnin hefði sjálf einkaleyfi á áfengissölunni, og var það gjört. Honum hefir nú snúist svo hugur eftir þá reynslu að hann kallar þá aðferð glötun Rússlands og þjóð- areyðilegging; árangur þess hefir orðið gagnstæður því sem búist var við, segir hann. Það hefir aukið víndrykkjuna og áhrif hennar; og náð stjóminni á band vínsalanna og móti þjóðinni. Hann er nú með því, að sem minstar tekjur séu fengnar af vínsölu, og þeim varið til útbreiðslu bindindis. Núver- andi fjármálaráðgjafi er þessu and- stæður; telur hann einn fjórða af öllum tekjum stjómarinnar vera af sölu áfengra drykkja, og segir, aö öll fjármál landsins kæmust í óreiðu, ef vit af væri breytt í þessu atriði. Bindindislög allströng voru þó samþykt í þinginu; er það líklegt til þess að koma á vínsölubanni í stórum parti landsins. Bæir og sveitafélög mega banna vínsölu með einföldum meirihluta atkvæð- isbærra manna, og hafa konur einn- ig atkvæði um það í’bæjum. Efri málstofa þingsins samþykti frum- varpið með fáeinum breytingum. Keisarinn liefir lýst velþóknun sinni á þessari siðbótahreyfingu og beðið ráðgjafa sína að finna upp einhvern veg til inntekta fyrir rík- isfjárhirzluna, sem ekki sé bygð'ur á siðferðisglötun þjóðarinnar, eins og áfengisarðurinn sé. W. P. Rogers skólastjóri í Cin- cinnate, segi\svo frá, að 12 málum hafi verið ráðið til lykta á frið- samlegan hátt á friðarþingum í Hagne, sem áður hefðu verið viss að valda stríðum'. Japanar hafa stofnað félag í New York með því augnamiði að sjá um að landar þeirra, sem koma til Randaríkjanna, fái rétt til að verða borgarar landsins. VINSÆLL RITSTJÓRI STEFAN 15JÖKXSSOX. Stefán Björnsson. Maður sem stjórnað hefir eins útbreiddu og áhrifamiklu blaði og Lögberg er um níu ára skeið sam- fleytt, hann er þjóð sinni sannar- lega kunnur, andlega að minsta kosti. Menn sem í opinberum málum standa og nokkuð kveður að, eiga oft í vök að verjast, að því er vinsældir snertir. Það er meiri vandi aö s'.jóma blaði sem eindregið vinnur ineð vissum mál- efnum, og þarafleiðandi eindregið á móti öðrum, án þess að skapa sér óvild, en nokkuð annað, sem menn taka ser fyrir hendur. Flestir ritstjórar pólitískra blaða koma úr þeim bardaga, eins og hundar úr áflogum. Það þarf sér- staka hæfileika, sérstaka lipurð, sérstaka geðprýði, sérstaka still- ingu til þess að standa á þeim vígvelli svo árum skiftir og skapa sér engan óvin, en vinna þó ein- arðlega að áhugamálum sínum og ákveðinni stefnu blaðs sins, og þeir eru örfáir, sem það hlotnast. Þessa hæfileika hefir Stefán Bjömsson sýnt að hann á, og þeir eru mikils virði. Enginn maður hefir stjórn- að blaðinu eins lengi og hann; al- drei hefir það verið útbreiddara, aldrei meira lesið, aldrei vinsælla og áhrifameira, en einmitt í hans höndum. Persónulega má vera, að fáir fslendingar vestra þekki Stefán, því hann er dulur maður, laus við það að trana sér fram og fjarri öllu yfirlæti. Hann hefir einn stóran galla, og ha,nn er sá, LOKAFUNDUR ísl. Liberal klúbbsins verður haldinn næst- komandi þriðjud. kvöld í neðri sal G. T. hússins. Ræður fluttar. Nógir vindlar að reykja. Allir velkomnir. Byrjar kl. 8 síðd. að hann tekur sjálfur of lítinn þátt, í félagsmáluin, því hann á til þess góða hæfileika og grefur þar pund í jörðu. En svo er þess að gæta, að sá sem hefir blaðstjórn á hendi og vill vinna verk sitt samvizku- samlega, hann hefir. ekki ráð á miklum tíma afgangs. Eg þekti Stefán heima á íslandi, þegar við vorum í skóla; duldist það engum þar að hann átti mikla andlega hæfileika. Eina hlið gáfu sinuar hefir hann annaðhvort \an- rækt í seinni tíð eða dulið fyrir öðrum, og það er hagmælskan; hann orti þó nokkuð þegar hann var í skóla, og voru sum kvæði hans cinkar fögur. Stefán Björnsson er fæddur á Kolfreyjustað 14. Marz 1876, hann er því 38 ára gamall. Ilann lauk stúdentsprófi í Reykjavík ár- ið 1900 og embættisprófi við prestaskólann þremur árum síðar. Kona hans er Helga Jónsdóttir frá Rauðseyjum á Breiðafirði, hafa þau eignast fjögur börn og tvö þeirra dáið, en tveir- drengir á lífi. Faðir Stefáns er Björn bóndi í Dölum í Fáskrúðsfirði sonur Stefáns umboðsmanns Jónssonar frá Snarfastöðum, en móðir hans var Margrét dóttir séra Stefáns Jónssonar á Kolfreyjustað. Stefán hefir í hyggju að flytja til íslands og taka þar prestskap. Hpfir hann ávalt borið hlýjan hug til fósturjarðar sinnar. Fylgja þeim hjónum hugheilar óskir allra V esturíslendinga. Sig. Júl. Jóhannesson. kæmi eða hið gagnstæða. Mér finst að hann ætti að geta átt hér góða framtíð. Vilja nú ekki Vestur-íslendingar sýna þann drengskap að bjóða honum hingað? Þeir þyrftu að leggja fram fé til þess að flytja myndasafn hans vestur og hafa til handa honum sæmilegt húsrúm, bæði fyrir sjálf- an hann og safn hans. Eg er sannfærður um það, að annað eins safn drægi að sér at- hygli manna, væri það á góðum stað hér í bæ; eg efast ekki um að hann gæti fengið svo mikla sölu fyrir listaverk sín hér, að hann brátt yrði fjáður maður; gæti það orðið íslendingum hér í álfu til mikils sóma. Einar gæti orðið meiri og sterkari lyftistöng þjóð- erni voru hér, en nokkuð annað. Vilja menn gjöra svo vel og hugsa þetta mál, og láta Lögbergi í té niðurstöðu þá, sem þeir komast að. Vestur-Islendinga yfirleitt munar ekkert um að kippa safni Einars yfir hafið og hýsa það hér sóma- samlega. BITAT}. Heimskringla segir að á gull- aldarárum framsóknarflokksins hafi þeir dregið asnann og nautið upp úr piltinuiu, þótt á Sabbats- degi væri, en nú vilji þeir ekki rétta Ný-lslendingmn sinn minsta fingur til að hjálpa þeim. Fögur eru nöfnin sem blaðið gefur Ný- íslendingum. gjöf ? Beint svar væri æskilegt við beinum spurningum. . Gæti það undir nokkrum kring- umstæðum verið afsakanlegt ef nokkur bindindismaður greiddi Roblinstjóminni atkvæði sitt eftir alla meðferðina. á þeim? Á hvaða ástæðum gæti það verið bygt ef Roblinstjórnin teldi sér nokkra liðveizlu vísa af hálfu kvenna, eftir svivirðing þá, er hann sýndi þeim í þiáginu? Roblinstjórnin er á móti kven- réttindum, á móti beinni löggjöf, á móti frjálsri verzlun, á móti vín- sölubanni, á móti skyldumentun. 1 Hún er því me'ð kúgun kvenna, með krókalöggjöf, með verzlunar- kúgun, mcð drykkjuskap fsem er óhjákvæmileg afleiðing af vínsölu) og með því að láta það draslast, hvort börn þjóðarinnar læri nokk- uð eða ekki neitt. Auðmenn í New York hafa ver ið að ráðgera að koma upp feikna'' miklum safnabyggingum, þar sem sýna skuli ýmsar merkar upp- fyndingar og verkfæri, alt frá loftfara-áhöldum ofan i járðyrkju- verkfæri. Það er ráðgert, að þess- ar safnabyggingar muni kosta um $25,000,000. Björgunarstöö ætla Bandaríkja- menn að reisa í Goat eyju við Niagarafossa, í því skyni að frelsa líf manna er lendi þar í vatnið á háskasamlegum stað, og ná þeim áður þeir hrekist fram af fossun- um. Stöðin kvað eiga að kosta um $10,000. í Worchester urðu tvær aldrað- ar manneskjur bráðdauðar af hræðslu, sjötugur öldungur og kona hátt á sjötugs aldri. Þau höfðu séð þrjá menn berjast á götu úti út af lítilræði, og fékk öldr- uðu manneskjunum þáð svo mikils að leið yfir bæði, hvort í sínu lagi, og þau vöknuðu ekki aftur til þessa lifs. Lög hafi verið samþykt í þing- inu í Washington, sem banna inn- flutning allrar iðnaðarvöru, sem unnin sé af glæpamönnum og | þurfamönnum. Frakklands stjórn er að semja I lög, er ákveða að allir verkamenn skuli hafa frí síðari hluta dagsins, cins og nú tiðkast á En|landi og Vesturheimi. Brezka þingið hefir það á prjónunum að fá allar kvenrétt- inda konur, sem einhverja upp- reisn gjöra, dæmdar vitskertar með lækna vottorði, og sendar á spítala. Hvar hafa “þeir frjálslyndu” heitið því að fé skuli ekki lagt til umbóta vegum og samgöngum í Nýja íslandi og norðurhluta Gimli kjördæmis, fái þeir að ráða? Hkr. er náttúrlega ekki svo óhlutvönd að staðhæfa neitt slíkt án þess að byggja á einhverju, sem sagt hefir verið eða skrifað. Hvar og hve- nær var það? Hverjar eru hinar viðsjárverðu aðferðir framsóknarmanna, sém talað var mikið um á fundi ís- lenzkra íhaldsmanna 30. Marz og Heimskringla getur um? Þykir þeim það viðsjárvert að heitið er árás á brennivínsvaldið ? eða þykir þeim það viðsjárvert að heitið er að leyfa konum þátttöku í stjómarfari landsins? cða þykir þeim það viðsjárvert að fólkinu skuli sjálfu leyft að segja álit sitt um sin eigin mál með beinni lög- Th. H. Johnson lagði fram, á- kærur gegn E. L. Taylor og Rob- linstjórninni og heimtaði að málin væru rannsökuð. Taylor kom með mótkærur gegn andstæðingum sín- um, þó ekki beint. Th. H. John- son og hans menn kröfðust þ'ess, að hvorartveggja kærurnar væru rannsakaðar, en því var neitað. Taylor lofaði þó að málið skyldi rannsakaö, ef Johnson tœki fyrst aftur katrurnar á sig.. Hvor finst mönnum að liafi komið sanngjarn- ara fram í þessu máli? Roblinstjómin lét taka menn fasta og varpa þeim í fangelsi rétt férir kosningar og hélt þeim þar þangað til þær voru atstaðnar. Þá er þeim slept út. Þeir spyrja hvenær mál sitt verði rannsakað, þeim er sagt, að ekkert mál verði hafið gegn þeim. Þeir heimta það að þeir séu dæmdir sýknir eða sekir, en því er ekki sint. Til- laga kemur fram í þinginu þess efnis að krefjast rannsóknar, en stjórnin neitar því með öllu. Nú liggja fyrir þessar spurningar: Ef mennirnir voru sekir, var þá ekki skylda hinnar svokölluðu réttvísi,. sem er í höndum stjórnarinnar að rannsaka málið og dæma þá til hegningar? Var það ekki skylda stjórnarinnar samkvæmt embættis- eiði hennar, gagnvart mönnunum og gagnvart fólkinu? Ef þeir j voru saklausir, var það þá ekki ! skylda að rannsaka málið og sýkna mennina Braut ekki stjómin skyldu sína í þes'su tilliti, hvort sem þeir voru sýknir eða sekir? Einar Jónsson. Fyrir skömmu birtist i Lögbergi stutt grein um Einar Jónsson, lista- manninn islenzka í Kaupmanna- höfn og verk hans ; var þess getið þar, að hann ætti við fremur þröng- an kost að búa og nyti sín ekki sem skyldi. Mér hefir nýlega borist bréf heiman af fslandi, sem tekur í sama strenginn, og er þess minst þar, hvort það niundi ekki tiltækilegt fyrir Einar að flytja til Winnipeg. Eg hefi verið að brjóta heilann um það síðan, hvort Einar mundi sækja auðnu til þessa lands ef hann Ötnefning þingmannaefna hefir nú farið fram i fyikisins, og skuiu hér taldir þeir, sem hafa boðiS sig meS vissu:— Kjördæmi. flestöllum kjördæmum fram og vér vitum um BRANDON CITY.. GILBERT PLAINS GLENWOOD KILLARNEY ....... KILD. & ST. ANDREWS .. LA VERANDRYE MINNEDOSA ..... PORT. La PRAIRIE ROCIvWOOD ..... ST. BONIFACE . ST. CLEMENTS STE. ROSE....... SWAN RIVER ..... TIRTLE MOUNTAIN VIRDEN.......... Ijiberalar. Conscrvatívar . J. W. Wilton J. T. Haig John Williams A. M. Lyle Hon. G. R.Coldwell . G. H.Malcolm W. M. Taylor . Robt. Paterson Hon. J. H. Howden ... T. B. Molloy A. Prefontaine ... .T. Christie Geo. Steele .... E, A. August Sir R. P. Roblin. .... Dr. Thornton J. C. W. Reid ... John Steele W. Buchanan ... Geo. Walton Dr. McFadden ... Dr. T. Glen Hamilton H. D. McWhirter ... Wm. Shaw .... E. S. Jónasson S. Thorvaldson Col. A. L. Young —- Dr. Armstrong Ashery Singleton ... J. H. MeConnell Wm. Fergu^on .... S. M. Hayden Hon. Geo. Lawrence Geo. W. Prout Dr. H. W. Montague .... T. C. Norris .... C. D. McPherson J. J. Garland J. B. Lauzon V. Winkler W. J. Tupper .. Wm. Molloy Jacques Parent .... Dr. I. H. Davidson J. Morrow J. F. Dale - Geo. A. Grierson W. B. Waddell R. F. Lyons Hon. Hugh Armstrong Isaac Riley E. Graham .... Thos. McLennan F. W. Newton .... D. A. Ross Thos. Hay ... Skúli Sigfússon E. L. Tayior ... J. A. Campbell Thos. Hamelin .... W. H. Sims J. W. Stewart .... Geo. McDonald Jas. Johnson Dr. Clingan Harvey Simpson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.