Lögberg - 16.04.1914, Blaðsíða 1

Lögberg - 16.04.1914, Blaðsíða 1
idftef q. 27. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 16. APRÍL 1914 NÚMER 16 Sir William Whyte einn af fremstu jámbrautarkóng- um heimsins, lézt í gær suöur í Califomiu. Hann var ábur vara- forseti C. P. R. félagsins. Hann fór frá Winnipeg um mitijan Febrúar til San Diego sér til heilsu- bótar, en það kom fyrir ekki; kona hans og ein dóttir vom þar einnig; líkið verður flutt til Winnipeg. Þau hjón áttu einn son, William Whyte, sem hér á heima, og f jórar dætur: Mrs. J. T. Fisher i Winni- peg, Mrs. Charles Meek i Van- couver, Mrs. J. A. Hunter í Minne- apolis og Miss Gladys Whyte, sem er hjá móður sinni. Sir William Whyte var um sjötugt og haf8i verið t Vestur-Canada yfir fjórð- ung aldar og allan þann tíma var hann í þjónustu C. P. R. félagsins. Borgarafundur í Hamiota fjölmennur mjög, var haldinn 13. þ. m., til þess aðallega að ræða bindindismálið og afstööu flokk- anna i því. Var þar greinilega rifjuð upp saga íhaldsflokksins; hvernig Hugh John MacDonald komst til valda fyrir styrk bind- indismanna vegna loforða, er hann gaf þeim; hvemig flokkur hans fór með málið, eftir að hann sjálf- ur smeygði sér úr stjómarkápunni og ábyrgðinni með, og laumaði hvomtveggja á herðar Roblins. Hvemig Roblin hefði síSan fariS eina krókaleiðina eftir aðra, til þess að eyðileggja og vinna á móti ákveönum vilja þjóðarinnar; hvern- ig hann hefði saurgað blöðin, svik- ið kjósendur, og eyðilagt og lítils- virt sjálfa löggjöfina, með hinu versta pólitíska gjörræði, sem hugsað yrði. Ekkert að neinu gagni hefði flokkurinn gjört fyrir það mál, síðan hann komst til valda. Borgaraleg skylda hvers manns væri það að skipa þeim úr sæti, er þar reyndust ótrúir og reyna aðra, sem betur mættu reyn- ast. Nú væru t>eir tímar fyrir dymm, að hendur yrðu að standa fram úr ermum; menn yrðu að reisa höfuðið frá koddanum; menn yrðu að taka s'aman höndum, til verndar heilbrigði og siðsemi. Svikin loforð. Sunnudaginn 5. Apríl hélt Dr. J. L. Gordon snjalla ræðu í kirkju sinni um svikin loforð Roblin- stjórnarinnar við bindindismenn- ina. Kvað hann þá hafa biðið með þolinmæði í löng níu ár eftir efndum, en þær væru ekki komn- ar enn. Kvað hann stefnu Fram- sóknarflokksins svo ákveðna, að þar væri ekkert um að villast; þann flokk gæti hann vel stutt með þeirri stefnu sem hann fylgdi. Það sem nú þyrfti, væri að halda fast saman og hörfa hvergi; koma flokknum inn á loforðum hans og ganga svo hart og einarðlega eftir efndum. Það munar um kven- fólkið. Konur greiddu atkvæði í fyrsta skifti við kosningar í Illinois ix. þessa mánaðar. Neyttu þær at- kvæðisréttar síns fullkomlega eins vel og karlmenn hlutfallslega. Þær veittu vínsölum harðan aðgang og mikla mótstöðu. Var vínsölubann samþykt í 16 héruðum í viðbót við það sem áður var, og í 11 stór- bæjum þari sem vínsala var áður, var hún útilokuð. Þykir þetta myndarlega af stað farið, og er talinn heiður mikill fyrir konur ríkisins. Aldarhvörf, Brot úr sögu íslands. Nokkrir fyrirlestrar eftir Bjarna Jónsson frá Vogi. 1814—1914. Svo heitir bók, sem Bjarni Jóns- son frá Vogi hefir nýlega gefið út. það eru fyrirlestrar, sem hann hélt hér í Reykjavik í haust er var, fjórir að tölu. Eins og nafn bók- arinnar bendir á, er þetta aldar- minning þeirra viðburða, er gjörð- ust 1814, er Kílarfriðurinn var saminn og sambandsríki vort, Noregur, losnaði undan Dönum. Skal hér í stuttu máli drepið á efni þessara fyrirlestra. Fyrsti fyrirlesturinn byrjar á hagyrtri hvöt í bundnu máli og er síðan minst á hina miklu viöburði, er veldi Napoleons féll, og ýmsa viðburði í sambandi viö það, er snerta oss óbeinlinis. Er lýst þeim frelsisvonum, er lifnuðu í brjósti ýmsra íslendinga á þeim tima, er neyðin þjakaði sem harðast öllum landslýð. Bendir höfundur á, hvað sú von hafi þróast og vaxið fram á þenna dag, þrátt fyrir mikla vantrú og efasemdir. •— Annar fyr- irlesturinn er lýsing á því, hvernig menn litu á ástandið hér á landi fyrir 100 árum og hefir höfundur þar tekið upp tvö smárit um það efni. Kom annað út á ensku nafnlaust, en er eignað Magnúsi Stephensen konferenzráði. Hitt ritið kom út á norsku og er eftir Gísla Jónsson, íslenzkan prest í Noregi. Er trúlegt að mönnum þyki rit þessi nýstárleg, því að þau hafa verið oss ókunn fram á síð- ustu daga. — Þriðji fyrirlesturinn er um ýms söguleg atvik, er leiddu af sér Kílarsamninginn, þar sem Friðrik 6. Danakonungur afsalaði sér Noregi í hendur Sviakonungi — ranglega, því að Noregur var fullvalda ríki. í fjórða fyrirlestrinum kemst höfundur að aðalefninu, sem er það, að sýna fram á, að Danakon- ungur hafi ekki átt rétt á að ráða ríkjum á íslandi eftir að hann af- salaði sér konungdómi í Noregi, með þvi að ísland og Noregur voru í samningsbundnu konungs- sambandi innbyrðis, sem Danakon- ungur hafi ekki haft heimild til að rjúfa. Afleiðingarnar verða þá þessar, að fullveldisréttur vor er enn þá óskertur, þrátt fyrir það, þótt vér höfum þolað yfirráð Danakonungs í 100 ár með þvi að vér höfum mótmælt innlimun, þegar það hef- ir komið til greina að gjöra slikt formlega, t. d. 1871, er Danir sömdu stöðulögin og svo með þvi að hafna sambandslaga uppkastinu j 1808. í öðru lagi emm vér eng- utn sáttmálum bundnir vifi Dana- konung eða niðja hans og í þriðja lagi ekki Itáðir neinum ríkisrétti, sem reyndar leiðir af hinu, að vér megum álita oss fullvalda.-------- Þetta er aðalinntakið í bók | Bjama. Er hún skorinort rituð eins og honum er lagið og líkleg i til þess að hafa þau áhríf, sem henni eru ætluð, að staðfesta betur l hugi þjóðarinnar í sjálfstæðiskröf- unum. Það sem hefir bagað oss fyrirfarandi er of mikið fálm, ó- karlmannlegt reik, um það hvers vér ættum að þora að krefjast. Þar af leiðir aftur hitt, að Dan- ir hljóta að vera hinir hörðustu, á meðan þeir ekki vita, nema flokk- ar skiftist þannig einn góðan veð- urdag, að meiri hluti vor vilji gjöra aðalkröfu sína að verzlunar- vöru og samningsatriði. — Eg er oft að furða mig á því, þegar menn eru að niðra Dönum fyrir það, þótt þeir séu annað veifið dálítið einbeittir gegn oss. — Er nokkur i von til þess, að þá langi til að i skerða ríki sitt, sem þeir kalla svo, rétt fyrir það, þótt nokkrir menn ýfi sig, nokkrir “æsingapostular", sem aðrir landar þeirra kalla þá? Hvi ekki að ygla sig dálitið á móti og vita að minsta kösti hvort þetta er nokkur alvara og hvort hinir | verða ekki ofan á, sem vilja hlífa j yfirráðum þeirra? — Eg get ó- ] mögulega neitað þvi, að mér finst Danir fremur meinlausir og að alt bendi á, að þjark þeirra gagnvart j oss sé meira til málamynda en af j því, að þeir hafi neina tröllatrú á j rétti sínum yfir oss. Þeim er í j rauninni vorkunn að þurfa að vera að fást við þjóð, sem aldrei virðist að geta formað neinar þær úrslita- kröfur, sem hún trúir á, eða er •líkleg til að þora að standa við. En að þvi rekur nú samt, aö vér þurfum að gjöra upp reikning við samvizkuna og koma oss niður á eitthvað víst og skyldi þá hreint ekki undra mig, þótt það kæmi upp á teninginn, að það einmitt hafi verið happ vort, sem gjörðist fyrir 100 árum, og að hægt verði að segja að Danir hafi bjargað oss undan Norðmannavaldinu til þess að viðurkenna síðan fult sjálfstæði vort, þegar vér vorum búnir að Irera að meta það! Hvort Bjarni er svona bjartsýnn á málið skal eg láta ósagt, en hvað sem því líður, þá hefir hann unnið þarft verk, sem þessari 100 ára minningu, og skal mönnum ráðlagt að eignast bókina og lesa hana, hvaða stjómmála-trúarjátningu sem menn hafa. —(Isafold). H. J. Maður dó nýlega í Brighton er John Charcellor Crofts hét; hann átti hund sem hann kallaði Pete Crofts; var það venja hans að halda afmælishátíð fyrir hann á hverju ári og bjóða til sín börn- um úr nágrenninu við það tæki- færi. Arfleiddi hann hundinn að $1200 tekjum á ári, en skildi ekki eftir eitt einasta cent handa ætt- ingjum sinum. Fjórir frændur hans hafa mótmælt þessari erfða- skrá; stendur það mál yfir og ó- vist hvemig fer. Sex hundruð feta langur nafna- listi með 900ö ungra íhaldsmanna hefir verið sýndur stjóminni í Ontario, þar sem þess er krafist að almenn atkvæðagreiðsla fari fram um vínsölubann; skuli þar einfaldur meirihluti ráða úrslit- um. Kosningar sem nýlega fóru fram í Höfðanýlendunni i Suður- Afríku, fóru þannig, að verkamenn unnu álgjörðan sigur. Ekkja Hinriks Ibsen, norska skáldsins fræga, andaðist 3. þ. m i Christianiu. . Kona nokkur Mrs. Barret að nafni, andaðist 2. þ. m. í Montreal 107 ára gömul. Það er sagt að Ferdinand kon- ungur Búlgara muni ferðast um Bandarikin í sumar með Elenoru drotningu. ef stjómarannir leyfa. Hermálaskrifari Bandaríkjanna hefir gefið út þá skipun, að áfeng- isveiting og víndrykkja skuli ekki eiga sér stað á neinu herskipi. Skal þessi skipun öðlast gildi i. JÚlí þ. á. Árangur rannsóknar þeirrar, sem hafin var út af drápi hins brezka manns, William Bentons í Mexico, er sá, að það á að lífláta Rudolph Fierro, liðsforingja Villa. Sökum vinnuleysis og yfirvof- andi hungursneyðar hefir stjórnin í Austurríki ákveðið að fylgja ekki fram hinum hörðu lagaákvæðum viðvíkjandi útflutningi fólks. Er þetta þó gjört aðeins um stundar- sakir. Fjármálaráðgjafi Canada, White, lýsti þvi yfir 7. Apríl, að tekjur ríkisins árið 1913—1914, væru um sex miljónum minni, en árið þar á undan. Paul Heyse, þýzkt söguskáld, sem íslendingar kannast við af þýðingum eftir hann, dó 5. þ. m. í Munich, úr lungnabólgu. Hann hlaut Nobelsverðlaun fyrir bók- mentir 1910. Helztu 'sögur hans eða merkisrit vom: “’Böm þessa heims”, “í Paradís”, “Fæðing ást- argyðjunnar” og “Að stefna á móti straumi”, hann skrifaði einn- ig nokkur leikrit og orkti talsvert í bundnu máli. Mynd hans og æfisaga mun vera i “Heimdalh”. Villa herforingi i Mexico hefir svo að segja hlotið algjörðan sig- ur í viðskiftum við mótstöðumenn sína. Mátti svo heita að hvíldar- laus bardagi ætti sér stað frá 27. Marz til 3. Apríl. Þann dag vora aðalmótstöðumenn hans í Torreon, teknir til fanga. Má segja að með þvi sé Huerta forseti rekinn brott frá Mexico. Af mönnum Villa hafa fallið 500 og 1500 særst, en á hina hlið- ina iocx) manns fallið og 2500 særðir. Timothy Daniel Sullivan, irskur föðurlandsvinur og rithöfundur, lézt í Dublin 1. Apríl, 78 ára gam- all. Hann hefir ritað “Guð blessi Irland”; var hann einn ákafasti tfylgismaður heimastjómar Ira þeg- ar Charles Stewart Parnell var í blóma sínum. Hughes hermálaráðgjafi var ný- lega spurður aö því í þinginu, hversu mikið herkostnaður ríkisins ykist á ári, eða hverju fjárhags- tímabili. Svarið var þannig: 1897 var hann $2,478,179; 1907, $4.377.309; 19”. $7.009,822; 1912, $7,729,948; 1913, $10,272,759. I þessu era ótalin öll eftirlaun hermanna. Þetta gefur mönnum góða hugmynd um, hvemig farið er ineð fé landsins. í Wisconsin hefir það verið lög- leitt, að allir þeir, sem til fanga hafa verið teknir og hafðir í varð- haldi og síðan sannast að hafi ver- ið saklausir, skuli fá bætur frá rík- inu, eftir því miklar, sem tjóniö sé mikið, eða það, sem þeir hafa liðið. Er þetta mjög sanngjarnt og mannúðlegt. Fjölment kennaraþing setndur yfir í Winnipeg þessa dagana, eru þar mættir 600 kennara. Aðal- ræðurnar á því þingi era fluttar af Dr. Normann F. Black frá Regina og Dr. Nathaniel Butler frá Chicago háskólanum. Sáning byrjaði 9. Apríl í kring- um Portage la Prairie. Bænarskrá er verið að undirbúa til þess að biöja Krafchenco lífs; einn af þeim, sem aðallega gengst fyrir þvi, er lögmaður sá er sótti málið á hendur honum. önnur bænarskrá er einnig í undirbúningi, þess efnis, að krefjast að hann sé hengdur. Verður gaman að vita hvorir verða hlutskarpari. Ein mesta og voldugasta klæða- sölumaður Bandaríkjanna Siegel- Cooper Company, er gjaldþrota, og hafa hundrað manna orðið vinnulausir fyrir þá sök. Henry Siegel, eigandi þeirrar verzlunar, var talinn einn allra mesti fjár- málamanna um langan tíma, en eyðslusemi og óhóf varð honum að hamingjutjóni Eleonora Búlgaríu drotning, seinni kona Ferdinands konungs, ætlar að ferðast um Bandaríkin í Maímánuði, og cf tE , einnig um Canada. »Hún er alment kölluð1 “konunglega hjúkrunarkonan”, sökum þess, að hún hefir varið ná- lega öllum sínum tíma í mörg ár til þess að hjúkra veiku fólki. Hún er hálærö í þeirri grein og lætur sér ekki nægja að segja fyrir verk- uum, heldur gjörir hún verkin sjálf. Hún var hjúkrunarkona í stríðinu milli Rússa og Japana. Auk þessara starfa sinna. tekur hún mjög mikinn þátt í öllum kvenréttindamálum. Er slíkt fá- títt um konungsfólk, og mikils virði. Ottawaþingið kom saman i gær helztu verk þess er ætlað að muni verða þau, að veita eða ábyrgjast afarmiklar fjárupphæðir, bæði Canadian Northern og Grand Trunk járnbrautarfélögunum. Sáning er byrjuð sumstaðar 1 Saskatchewan. Ræktað land er þar 5 °/0 meira en í fyrra. Freysteinn sál. Jónsson, Churchbridge, Sask. (Sjá æfiminning á 7. bl«.) hafa verið hér í bænum um tima. Þorlákur kom inn með son sinn Hólmgeir, veikan af botnlanga- bólgu; var hann skorinn upp af Dr. Brandson og heilsaðist vel; fóra þeir feðgar heim i gærmorg- un. Steingrímur kom með konu sína, sem var blind á öðra auga og nálega búin að missa sjónina á hinu; gjörði Dr. Prowse uppskurð á henni og gefur góðar vonir um nokkurn árangur. Þau hjón bú- ast við að fara heim i dag. Opinn fund heldur ísl. liberalklúbb- urinn næsta þriðjudags kveld kl. 8 í neðri sal G. T. hússins. Rœðu- menn verða þeir T. H. Johnson, M.P.P. og Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. FJÖLMENNIÐ! Morgun leikurinn “Dorothy” verður bezta aðdráttaraflið á Walker leikhúsinu tvo síöustu dag- ana af þessari viku, og eftirmið- dagsleikur á laugardaginn. Sömu velþektu leikendumir verða á því nú og vora í Janúarmánuði. Föstudagsleikurinn verður undir umsjón “The Sovereign Lodge 185 I. O. O. I. Mr. Martin Harvey verður í Winnipeg í fyrsta skifti á mánu- dagskveldið með leikinn “The Breed of the Threshman”. Leikimir, sem valdir hafa verið fyrir hann, eru vel til fallnir til þess að gefa honum og flokki hans, tækifæri til að sýna hina miklu leikhæfileika er þeir hafa, að dómi allra leikhússækjenda, bæði í London og annarsstaðar. “Eini vegurinn”, sem er talinn bezti leikur, gjörður úr verkum Dickens; “Saga tveggja borga” hefir verið uppáhalds leikur á Englandi í meir en io ár, og er enn þann dag í dag; eru þar þúsundir manna, sem ekki mundu láta þann leik fara fram hjá sér, hvað sem það kostaði. “The Breed og the Threshman” er annar leikur mjög lofaður, hann er um þingbaráftu og sögu þá, sem þar er opinberuð; er það eitt af hinu áhrifamesta og mest spennandi atriði, sem sögur fara af. Mr. Harvey sýnir þetta ná- kvæmlega hér, eins og hann gjörði Fréttir sagði hann 5 London með Londonflokknum. þar á meðal Mrs. M. de Bilvu, Þrjár samkomur eru auglýstar i blaðinu, sem haldnar verða i bæn- um á sumardaginn fyrsta; ein í 1 Skjaldborg, önnur i Fyrstu lút- ersku kirkjunni og sú þriðja í Únítarakirkjunni; allar á sama tíma. Samkomurnar ættu að verða góðar, því til þeirra sýnist hafa verið vandað. • Aðgangur aðeins 25 cents. Tón Tryggvi Bergmann kom á sunnudagskveldið var úr ferð sinni vestan af Kyrrahafsströnd. Ferö- aöist hann meðal landa um alla ströndina. Seattle þótti honum fremur fjörlegur bær, en Vancouv- er daufur. Veður var gott og skemtilegt i Seattle, en í Vancouver rigningar. Herra Bergmann var í erindum íyrir Eimskipafélag Is- lands, kom viða á fundi og ræddi það mál og kvað hann þvi hvergi hafa verið eins vel tekið og i Seattle, á þeim stöðvum er hann flutti málið. fáar þar af ströndinni. Úr bœnum • Séra Steingrímur N. Thorlaks- son prédikar að Lundar næstkom- andi sunnudag. Séra Runólfur Marteinsson pré- dikar í Selkirk næsta sunnudag kl. 3 e. h. Dr. O. Stephensen var kallaður til Pine Valley á laugardaginn; geysar þar skarlatsveiki; tvö böm dáin og fleiri veik. Ágúst Magnússon frá Álfta— vatnsnýlendu var hér i bænum fyr- ir helgina í erindum fyrir sveit- unga sína; var hann að útvega peningalán til mentamála og ann- ara þarfa. Talsverðar skærur kvað hann vera þar í bygð út af sveitarstjómarkosmngum; væri það aðallega út af kappi milli íslend- inga og enskra manna. Lofaði hann að senda Lögbergi fréttir af því síðar, þegar málinu væri lokið. Hann kvað því hafa verið fleygt að Magnús Hjaltason læknir hefði í hyggju að flytja burt úr bygð- j inni, en ekki vissi hann hvert. Lík- legt taldi hann það mjög að Skúli Sigfússon mundi ná kosningu; kvað hann mjög vinsælan mann og vel gefinn, og sérstaklega vel heirna í stjórnmálum. a hinni gáfuðu konu sinni. Mrs. de Bilva kenjur fram í helztu kvenhlutverkum leikjanna, með honum. Hitt fólkið, sem með honum er, era leikendur, sem hafa verið með honum, síðan hann byrjaði leik- list sína og hafa átt allmikinn þátt í að skapa þá frægð, er flokkur hans hefir hlotið, og jafnvel hann sjálfur. Er það ekki sorglegt, að eins ær- legur íslendingur og Sveinn Thor- waldson er, skuli vera dreginn svo djúpt niður, að bjóða sig fram sem fylgismaður Roblin flokksins? Brennivínsdrykkja er eitt af því, sem aðallega skilur mennina frá hinum lægri dýrum, og lyftir þeim hærra félagslega, eftir þvi sem Roblin segir. Hann ætti sannar- lega skilið fylgi bindindismanna, fyrir þá staðhæfingu, þó ekki yæri fyrir annaðflU Hvemig skyldi standa á því, að 1911 taldi Bordenstjómin það ó- hjákvæmilegt, að leggja fram $35,000,000 til herkostnaðar og það yrði að gjörast strax, en það hefir dregist til þessa tima og ekk- ert tjón orðið að? Sagði hann þetta vísvitandi ósatt eða vissi hann ekki betur? Kirkja og prestar eiga ekki að skifta sér neitt af stjórnmálum eða félagsmálum, segir Roblin. Hefir það ekki lengst af klingt, að einn, aðalgalli presta og kirkna væri það, að afskifti. stjórn- og félagsmála væri of lítil? Hvað skyldi vera skylda prestsins, ef ekki það, að vísa mönnum og kenna rétta leið siðferðislega? Drykkjukrár, vænd- iskvennahús, einokunarfélög og ofbeldisstjómir, líta jafnan hom- auga til hinna veraldlegu afskifta kirkju og presta. Roblin er eindreginn á móti því, að konutn séu veitt pólitísk rétt- indi í þessu landi; ástæðumar virðast liggja i augum uppi. Nefndarálitið um rannsóknina í Grand Trunk járnbrautarmálinu, var samið af tveimur mönnum, öðrum sem verið hefir í þjónustu íhaldsflokksins og alþektur flokks- maður, hinn sem verið hefir í þjónustu C. P. R. félagsins og sem altaf hefir verið á móti G. T. fé- laginu. Þegar þessa er gætt, hvemig gat þá nefndarálitiö veriö öðruvísi en það var? Heimskringla vill endilega láta þegja um brennivínið og múturn- ar, við Taylorskosningamar í Nýja íslandi. “Eg get ekki sezt á stólinn”. sagði strákurinn, “eg hefi kýli á sitjandanum”. Aðalfundur var haldinn í fyrra- dag meðal stjómenda hospítalsins í Winnipeg. Hefir þar verið $50,000 tekjuhalli árið sem leið. Jón J. Berg kom til bæjarins í I fyrradag vestan frá Saskatoon og Vatnabygð; kom þaðan vestan af Kyrrahafsströnd fyrir 9 mánuð- um, þar sem hann hefir verið síð- astliðin sex ár. Býst hann við að setjast að hér í bænum og stunda trésmíði. Bændur kvað hann vera að búa undir sáningti í Vatnabygð- inni; allvíöa verið að herfa, en plógþýtt er ekki enn þá; annars engar fréttir þar að vestan. Að sumu Ieyti kvað hann gott að vera á Ströndinni, og löndum segir hann að líði þar yfir höfuð vel, en betra telur hann fyrir fátækt vinnufólk að vera í Winnipeg en þar. Bræðumir Þorlákur og Stein- grímur Guðnasynir frá Argyle, Chr. Skagfjörð kom til bæjar- ins fyrra miðvikudag. Fermd var á sunnudaginn af séra Fr. Friðrikssyni í Fyrstu lút. kirkju, Lára Bjömsson, stjúp- dóttir Stefáns Björnssonar, fyrr- um ritstj. Lögbergs. Bjami Dalmann kaupm. frá Selkirk, var hér á ferð fyrir helg- ina. Sagði engar fréttir, nema þær að jámverksmiðjan myndi bráðum taka til starfa og veita fjölda manns stöðuga atvinnu. Á laugardaginn lézt á spítalan- um, Magnús Ármannsson stúdent. Tók hann burtfararpróf frá Mentaskólanum í Revkjavík 1912. G. J. Oleson ritstjóri frá Glen- boro, var hér á ferðinni í vikunni sem leið, að vitja bróður síns, sem hefir legið sjúkur á hospítalinu. Útnefnlng þíngmannaefna heflr nú farlS fram I flestöllum kjördæmum fylkisins, og skulu hér taldir þeir, sem hafa boBiC slg fram og vér vitum um meC vissu:— Kjördæmi. ASSINIBOIA ..... ARTHUR ......... BRANDON CITY.... BIRTLE.......... BEAUTIFUL PLAINS CARILLON............ T. CYPRESS ........ DUFFERIN........ DELORAIN........ DAUPHIN ........ EMERSON ...... ... ELMWOOD............ Dr. GILBERT PLAINS ... GIMLI ......'..... GLENWOOD ......... GLADSONE.......... HAMIOTA .......... KILLARNEY ........ KILD. & ST. ANDREWS LANSDOWNE ........ LAKESIDE............ C. LA VERANDRYE MORDEN & RHINELAND MORRIS ........ MANITOU ........ MOUNTAIN..... .. MINNEDOSA...... NORFOLK ........ PORT. La PRAIRIE .. ROCKWOOD ...... RUSSELL ....... .. ROBLINl......... ST. BONIFACE .. ST. CLEMENTS .. ST. GEORGE .... STE. ROSE....... SWAN RIVER .... TIRTLE MOUNTAIN VIRDEN......... Tiibcralar. Conscrvatívar ....J. W. Wilton J. T. Haig .. John Williams A. M. Lyle Hon. G. R.CoIdwell .... G. H.Malcolm W. M. Taylor .... Robt. Paterson Hon. J. H. Howden .... T. B. Molloy A. Prefontaine .. . .1. Christie Geo. Steele .. . E. A. August Sir R. P. Roblln. . .. Dr. Thornton J. C. W. Reid W. Buchanan Dr. McFadden H. D. McWhirter .... Wm. Shaw S. Thorvaldson Col. A. L. Young Asbery Singleton Wm. Ferguson Hon. Geo. Lawrence Geo. W. Prout Dr. H. W. Montague .... T. C. Norris J. J. Garland J. B. Lauzon D V. Winkler W. J. Tupper .... Wm. Molloy Jaeques Parent J. Morrow J. F. Dale .... Geo. A. Grierson W. B. Waddell R. F. Lyons .... E. McPherson 2uo4-jsuijv u2nrr •uow A. L,obb Tsaac Riley E. Graham F. W. Newton D. A. Ross Thos. Hay E. L. Taylor Thos. Hamelin .... W. H. Sims J. W. Stewart .... Geo. McDonald Jas. Johnson Dr. Clingan Harvey Simpson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.