Lögberg - 16.04.1914, Blaðsíða 6

Lögberg - 16.04.1914, Blaðsíða 6
LÖGBERG, í’IMTUDAGINN 16. APRÍL 1914. fí„ WmlnBter Company, Ltd. Toronto, & útgifuréttlnn. ÚTLENDINGURINN. SAGA FRA SASKATCHEWAN eftir RALPH CONNOR Þetta óvænta hróp á tungumáli Galizíumannsins \ arö til þess, bæSi aS koma i veg fyrir þaS, að högg ið lenti þar sem hann hafði ætlast til, og til að aðvara þann, sem til var slegið. French veik sér skyndilega : ndan, svo að Galizíumaðurinn kom ekki höggi á hann og í sömu svipan sveif Englendingurinn á óvin sinn, kipti af honum bareflinu, tók í hnakkadrambið á honum, snéri hausnum á honum að framhjólum vagns hans og mælti um leið: “Hérna er meiri þörf á fyrir þig að reyna krafta þína, taktu á og hertu þig!” Rösklegt tak í hnakkann á Galiziumanninum hafði tilætlaðar verkanir á hann. Hann stóð stund- arkom, svo sem steini lostinn, horfandi sitt á hvað, og óviss í hvað gera skyldi. “Segðu honum, bjálfanum þeim ama, að hann skuli taka í framhjólið á vagninum, og hnykkja á,” sagði French rólega við Kalman. Drengurinn starði á hann hissa. "Ætlarðu ekki að lúskra honum?” spurði hann “Hefi ekki tíma til þess núna,” svaraði French brosandi. “En hann hefði getað drepið þig.” “Það hefði hann líklega gert, ef þú hefðir ekki Jcallað til min. Eg skal heldur ekki gleyma því dreng- ur, minn. En nú gat hann það ekki, og hann skal ekki fá færi á því aftur. Segðu honum að taka í vagninn.” Kalman snéri sér að Galizíumanninum og tók til að lesa yfir honum, um leið og hann gerði honum skiljanlegt, hvað hann ætti að gera. Hann tók auð- mjúklega í vagnhjólin, og innan skamms tókst að rétta vagninn við, svo að hálfri klukkustund liðinni var alt komið svo í samt lag, að halda mátti áfram með ækið. Þá hafði Galizíumaðurinn áttað sig til fulls, og stóð nú stundarkorn þegjandi yfir öllu saman og eins og hálf-hissa. Því næst tók hann að ávarpa French með áköfum brettum og handagangi. “Hvað er hann að segja?” spurði French. “Hann segist vera hryggur og finna til hérna”, sagði Kalman og benti á hjartað. “Hann segir sig Jangi til að þægja þér eitthvað.” “Segðu •honum aftur, að það séu kjánar, sem missi stjórn á sér”, svaraði French glaðlega “og sá niaður hljóti að vera ruddi, sem brúki barefli eða hnif til að berjast með.” Kalman horfði á hann forviða. ækinu. Hann staulaðist á fætur aftur, kinkaði kolli og var ákaflega óðamála. “Þetta er nóg. Hann segir að sig langi til að læra þeása bardaga-aðferð. Hún sé betri en kylfa”, túlkaði Knlman eftir honum. Segðu honum, að þjóðbræður hans yerði að æra að berjast, án þess að brúka kylíu eða hnífa. Við líðum þeim ekki að brúka þau vopn hér i landi. Ef þeir gera það, þá enda þeir æfi sina í snörunni.” Kalman túlkaði þetta blóðrjóður í framan og x meira lagi auðmjúkur. Hann var að brjóta heilann um, hvað mikið French væri kunnugt af æfisögu sinni. 'Vertu nú sæll,” sagði French, og rCTtti Galizíu- manninum hendina. Hann bar hana upp að vörunum. “Hann segist vera þér mjög þakklátur, og biður þig að erfa ekki vonzku sína.” “Það skal eg ekki gera, kunningi”, sagði French glaðlega. “Við sjáumst aftur áður langt líður.” Að svo mæltu skildu þeir, og Kalman þóttist viss um það með sjálfum sér, að hann hefði oftar en einu sinni á æfi sinni hegðað sér eins og ruddi, og var kvíðafullur yfir því, að slíkt kynni að berast til eyma hinum nýja húsbónda sínum og vini. “Heyrðu drengur minn, þú gerðir mér meir en lítinn greiða áðan”, sagði French við hann, því að hann tók eftir því, hvað Kalman var áhyggjufullur. Ef þú hefðir ekki varað mig við, þá hefði þessi ná- ungi farið illa með mig. Eg ætla að. láta þig njóta þess, heldur en hitt.” Það hýrnaði yfir Kalman við að heyra þetta, en ekki töluðu þeir fleira saman, því að hvor um sig var sokkinn niður í sinar eigin hugsanir, og þannig héldu þeir þegjandi áfram ferðinni þangað til rökkva tók, og nóttin færðist yfir. • En ferðin’ eftir Edmonton-akbrautinni, setti merki sitt, bæði á líf French og sveinsins, svo fast, að það.merki hvarf aldrei með öllu. Sá dagur varð til þess að vekja í brjósti Kalmans nýja skoðun á karlmannlegum yfirburðum. Engum manni, sem hann hafði þekt, hafði tekist svo vel, að ná taugar- haldi á trygð hans, og ímyndunarafli. Satt var það, að faðir hans hafði verið slikur maður, sem þó var hann horfinn i skuggamóðu, fyrir utan sjóndeildar- hring endurminninganna. En nú sat hann andspænis manni, sem sýnt hafði, að hann hafði til að bera alla þá hæíileika, sem þarf, til þess að gera mann að hetju í huga og hjarta ungra sveina. Hafði þessi rnaður ekki sýnt alveg dæmalaust hugrekki, rósemi þolgæði og afbragðs vald yfir sjálfum sér, í viður- eigninni við ólma villihéstana ? Sömu hæfileikar höfðu og komið í ljós hjá honum, á enn hærra stigi, þegar hann átti við reiðan og morðgjarnan Galizíu- manninn. Þar að auki hafði Kalman allan þennan dag fundið til þess, að í brjósti samferðamanns hans var vel vakandi tillitssemi, og að honum bjó rík sam- úð i huga, á bak við allan þróttinn og hugrekkið, sem hann hafði til að bera. Kalman fann hjá honum tvimælalaus einkenni einhvers þess, sem háleitt hlaut iað vera; hann fann hjá honum lundemi og líferni “Tuddi ?” “Nei, ruddi. Veistu ekki. hvað það er að vera; prúðmennis. Ekki gat Kalman að vísu skilgreint ruddi. Kuddi er—fjárinn hafi það, sem eg veit, hvemig eg á ,að fara að útlista það fýrir þér. Þú veist, hvað það er að vera prúðmenni?” Kalman kinkaði kolli. “Ruddi er gagnstætt því. Galizíumaðurinn hlýddi með athygli til, meðan Kalman túlkaði, og bað auðmjúklega fyrirgefningar. “Hann segist taka sér mjög nærri þetta frum- hlaup sitt”, svaraði Kalman, er þýddi orð hans, “og hann segir sig langi til að vita, með hverju þú berjist, þegar þú eigir i illdeilum við einhvern. Hann segir að þú getir ekki meitt neinn með bemm höndunum “Einmitt það”, svaraði French. “Segðu honum þá, að nema staðar hérna frammi fyrir mér.” Galizíumaðurinn brosti og færði sig nær, en French tók að útlista fyrir honum undirstöðuatriði hnefaleikalistarinnar, en Kalman túlkaði jafnframt. “Haltu uppi höndunum, svona. Nú ætla eg að koma höggi á ennið á þér.” En innan skamms glumdi við, er hnefar French smullu á enni Galizíumannsins. “Varaðu þig, varaðu þig!” Aftur skullu og smullu hnefar French á gagn- augum Galiziumannsins, þrátt fyrir alt fálm hans við að bera af sér höggin. “Svona”, sagði French, “nú skaltu reyna að slá mig.” Galizuimaðurinn gerði herzlulausa tilráun. "Nei. þú þarft ekki að vera hræddur. Reyndu að slá mig af öllu afli.” Gilizíumaðurinn ruddist fram að honum, en þar rak hann sig á þróttmikla handleggi. “Hertu þig, hertu þig,” sagði French, >og hitti hann með snöggu höggi á vangann. Enn á ný sló Galizíumaðurinn til hans mikið högg, með sínum stóra hnefa, en French bar af sér höggið og sló hann aftur, hvað eftir annað, svo Gali- zíumanninum vöknaði um augu. Haqn hætti, og sagði um leið eitthvað í þá átt, að þessi bardagaaðferð væri heldur auðvirðileg. “Hann segir að svona barsmíð sé gagnslaus, og enginn geti gert öðrum mein með hnefahöggum, túlkaði Kalman. skoðun sína á hinum nýja vini sínum, á þann hátt, en ung og viðkvæm sál hans fann, að í þessum manni bjó eitthvað það, er talaði til og hvatti fram einlæga lotningartilfinning. En þessi dagur hafði einnig vakið í huga French tilfijtningar og fiugsanir, sem hann hafði ekki orðið var við siðan á dögnm síns æskublóma fyrir tuttugu árum, meðan veröldin var honum sem draumaheim- ur, eins og burtreiðarvöllur, þar ,sem mikla frægð mátti vinna sér. Við að horfa á andlit sveinsins, sem eldmóðurinn skein úr, þrátt fyrir alt hið umliðna böl, og við að virða fyrir sér, augljósa og ótrúlega aðdáunina, er brann úr augum hans, lá við að French fyndi hroll fara um sig, og að hann yrði var við samvizkubit, er hann hafði ekki fundið til áður, yfir þeirri htannskemming, sem tuttugu ára villimannalif á sléttunum hafði sett á hann. Sárt gramdist honum rrú, er rökkva tók o’g kveldskuggarnir stækkuðu, hvað úr honum væri orðið, og hvað búist var við að hann væri. Feginn hefði hann viljað varpa af sér þeirri miklu byrði, að takast á hendur þenna unga svein, með barnslega og saklausa sál, er í einfeldni sinni skipaði honum á bekk með guðunum sjálfum. Að eins, vegna hennar gerði hann það ekki, kon- unnar, sem hann geymdi mynd af í hjarta sínu, og talaði máli sveinsins með §inu raunalega innilega and- liti og ástúðlegu mælsku fölskvalausrar trygðar. “Nei, eg get ekki færst undan því”, sagði hann við sjálfan sig og beit á jaxlinn. Eg væri rudda- menni, ef eg gerði það.” Eftir að hafa velt þessu fyrir sér og fastráðið það, er fyr greinir, beygði French og ungi sveinninn af Edmonton-akbrautinni, dökkri af iðulegri umferð, yfir á hina óglöggu kerruslóð, sem lá til Wakota, mið- bóls galiziskru nýlendunnar. XII. KAPÍTULI. Unglingurinn mannast. Það var komið myrkur þegar þeir fóru frá Wakota, en þar var að eins einn moldarkofi Galizíu- manns, sem átti smiðju, og gerði járnsmiði alt fyrir “Segir hann það”, sagði French. “Segðu honum bygðarbúa, þó að með miklum frumbýlingsbrag væri. þá að koma enn einu sinni móti mér, en ámintu hann I?ra Wakota attu ferðamennimir eftir tíu milur heim um, að gæta vel að sér.’ og yfir vdndan veg að fara. Kerruslóðin lá í bugð- Galizíumaðurinn skálmaði á ný móti French, og um gegnum skógarbelti og fram hjá fenjum,-niður í var nú staðráðinn í því, að koma að minsta kosti á læg*>ir °g yfir skolalitaða læki, er hestunum varð að hann einu höggi. En French bar af sér höggið, og eins komiö yfir> me5 Þvi aís sfýra Þeim af stakri um Ieið rétti hann Galizíumanninum griðarmikið högg, snil<f- með vinstri hendi, í hjartagrófina, svo að hann tókst' Nokkuð var orðið áliðið nætur þegar þeir náðu , á loft og hentist, standandi á öndinni, yfir að hey-jheim að Nátthaukagili, en yfir það urðu þeir að fara, j áður þeir komust að vatninu. Niður í gilið ská- skáru þeir sig, og sneyddu hjá trjám og hnullungs- grjóti, þangað til þeir komu að neðstu og bröttustu brekkunni, sem lá upp frá sjálfum læknum. Alla leiðina niður í gilið hafði Kalman haldið- sér dauða- haldi í vagnsætisbakið og hliðina. Hann bjóst við þvi á hverri stundu, að vagninn steyptist ofan á sig; en þegar þeir komu að neðstu brekkunni, dauðlang- aði hann til að biðja um að lofa sér út úr vagninum og renna sér niður hallann, og hann hefði gert það, ef honum hefði ekki þótt skömm að þvi. Svo sem andartak stöðvaði French villihestana svo að þeir námu staðar á þverhnýptri brekkubrúninni. Því næst hallaði hann sér aftur á bak, greip um aft- urhjól vagnsins, hélt því föstu svo að það snérist ekki, notaði það sem stýri eða hjólstöðvara og þann- in runnu villihestarnir á eftri fótleggjunum, niður eftir þverhnýptri mölinni og lausagrjótmu, þar til þeir komu niður í vatnsfarveginn óskemdir. Þeir busl- uðu yfir lækinn, klifu upp brekkuna, en það var æði löng leið, og eftir það var haldið út á sléttuna aftur. Eftir einnar mílu keyrslu eftir góðum vegi náðu ferðamennirnir heim, og var fagnað þar af tveimur vöxtulegum og gjárífum úlfahundum. I rökkurmóðunni gat Kalman greint það er hon- um virtist svipaðast langri röð af bjálka-þústu, en síðar komst hann að raun um, að þetta var röð kofa, er notuð voru svo sem íveruhús, fjós og þar að auki til geymslu af ýmsu tagi. “Þegiðu! Bismark! Þegiðu! Blucher! Mac! Mac! Hvar ertu?” Að stundarkorni liðnu kom Mackenzie út, með ljósker í hendi. Hann var lágur vexti, en þrekinn, gráhærður og nuddaði augun og geispaði mjög mikið. “Mér datt alls ekki í hug, að þú mundir koma heim í kveld”, sagði hann. “Hvað hefirðu meðferð- is núna?” “Og tölum ekki um það, Mac”, svaraði French. “Farðu með hestana, en við Kalman getum náð fögg- unum ofan úr vagninum.” í yzta kofanum gengu þeir svo frá svínakjötinu, mjölinu og ýmsu öðru, sem í vagninum hafði verið. En þegar Kalman tók kassann, sem stráið var í, þá skarst French í leikinn. “Heyrðu drengur minn, eg skal sjá um kassann sjálfur,” sagði hann í flýti. “Eg skal passa að brjóta ekki það, sem i honum er,” sagði Kalman og lyfti honum upp með mestu varkárni. “Á-á-á, ætlarðu að gera það?” spurði French hálf-skömmóttulega. “Veiztu þá, hvað í honum er?” “Já, vitaskuld veit eg það”, mælti Kalman. “Það var komið með meir en lítið af þeim vamingi inn á heimili okkar í Winnipeg.” “Hvað sem því líður, þá fáðu mér kassann”, sagði French, “og það ver óþarfi fyrir þig að minn- ast nokkuð á hanh við Mackenzie. Mec er gæða-skinn, en ef hann kemst á snoðir um að áfengi sé til á heimilinu, þá hefir hann tjón af því.” “Tjón af því? Nú, drekkur hann þá ekki?” “Jú, en það er nú einmitt meinið, drengur minn. Hann þolir ekki við, þegar hann veit af áfengi einhversstaðar, þar sem hann getur náð í það. Hon- um rennur Indiána blóð í æðum, og hann mundi láta líf sitt fyrir brennivín.” Að svo mæltu tók French upp kassann, bar hann inn í innra herbergið í íveruhúsinu og skaut honum inn undir rúm sitt. En í því hann reis á fætur, frá því að koma þess- um viðsjárverða varningi á óhultan stað, rak Mac höfuðið inn úr dyrunum. “Á hvað ertu að glápa hér?” spurði French mjög óþolinmóðlega. “Og ekki svo sem neitt”, svaraði Mackenzie, og var einkennilegt að heyra í málrómi hans renna sam- an hina hörðu áherzlu Hálendingsins, við mjúkan Indíána-málhreiminn, og hörundsdökkur var hann á svip eins og hinir vestrænu forfeður hans. “Það er vel geymt þarna hvort sem er.” French stóð stundarkorn þegjandi og var í mestu vandræðum; loks rak hann upp hlátur og mælti: “Einmitt það, Mac. Það er gagnslaust, að vera að reyna að halda þessu fyrir þér. En mundu eftir því, að seinast fór illa fyrir þér. Eg líð þér ekki þess kyns aðfarir aftur.” “Og, jæja, jæja”, svaraði Mackenzie glaðlega; eg varð ekki lengi frá verkum hvort sem var, og j mönnum eins og mér er vorkunn.” 1 “Svona, fterðu okkur nú eitthvað að borða, Mackenzie”, sagði French hranalega, “og svo förum við strax að hátta.” Ket af ‘viltum öndum ásamt hveitikökum og sírópi og sterku svörtu tei, val lystugur kveldverður eftir langa dagleið um vindleikna sléttuna. Að lokn- um kveldverði sátu karlmennimir um hrið og reyktu úr pípum sínum. “Hvað líður höfrunum, Mac?” “Búið að sá þeim, en eftir að herfa enn þá. Eg ætla að gera það i fyrra málið.” “Er kartöflu-akurinn fyllilega búinn?” “Já, akurinn er undirbúinn, en útsæðið er yfir frá hjá Gameau.” “Eftir hverju hefurðu verið að bíða? Það hefði átt að vera búið að sá þessum kartöflum fyrir tíu dögum. Það borgar sig varla að sá þeim eftir þetta.” “Gameau lofaði mér að koma með þær,” svaraði Mackenzie, “en það er annað en spaug að reiða sig á þann mann.” • > “Jæja, við verðum að ná í þær sem allra fyrst. Það má ekki dragast degi lengur. Og nú skulum við fara að hátta. Drengurinn getur sofið þama,” og benti á stóran kassa, sem notaður var í legubekks stað. “Sæktu honum ábreiður, Mac.” Þegar kassa þessum var lokið upp, kom í ljós, að hann var gerður sem rúm að innanverðu. * “Hérna Kalman minn, áttu að sofa, heldurðu að þú getir gert þér það að góðu?” spurði French, meðan Mackenzie hagræddi ábreiðunum. “Það er ágætt”, svaraði drengurinn. Hann var svo þreyttur, að hann átti bágt með að halda augun- um opnum, og innan stundar hafði hann hreiðrað sig niður og steinsofnað. Honum fanst að hann ekki hafa sofið nema sfundarkorn, þegar hann hrökk upp við þungan dynk. Hann spratt upp, og fann þá, að Mackenzie hafði fallið dauðadrukkinn og ósjálfbjarga olan á sig. “Heyrðu, svinið þitt!” sagði French lágt, “get- urðu ekki sagt til, þegar þú ert búinn að fá nægju þína? Stattu þarna upp!” Ragnandi reisti hann Mackenzie á fætur. Komdu nú í rúmið!” “Ójá, ójá”, tautaði Mackenzie, “og eg veit vel hvað þú munt hafa fyrir stafni, eftir að eg er kominn í rúmið; það skal eg ábyrgjast, að þú skilur ekki eftir deigan dropa í flöskunni,” Mackenzie sagði þetta með grátstaf í kverkunum. “Farðu að sofa þursinn þinn”, sagði French með valdalegum þótta, og hratt manninum a undan sér inn í hitt herbergið. * Kalman var vel vakandi, en lézt sofa. Hann gaf French nánar gætur, þar sem hann sat með þungum svip, drekkandi í sífellu, þarigað til hann, sem þoldi vín manna bezt, varð loks út-úr, staulaðist samt inn í insta herbergið, og lét sig falla þxmglamalega ofan i rúmið. Kalman beið þangað til French var stein- sofnaður. Þá stóð hann hljóðlega á fætur, dró af honum skóna, breiddi ábreiðu ofan á hann, slökti ljósið og gekk svo aftur til hvílu sinnar. Það sem hann hafði orðið sjónarvottur að um kveldið, eftir undangengna viðburði dagsins, hélt fyrir honum vöku. Hann bylti sér á ímsar hliðar, og það var ekki fyr en með birtingu, og honum seig loks blundur á brá. Það var orðið áliðið morguns, þegar hann vakn- aði til óskemtilegra endurminninga, og enn þá ó- skemtilegra veruleika. French svaf enn og hraut hátt. ( Mackenzie snæddi morgunverð og stóð flaska hjá 1 honum á borðinu. “Á bekk utan við dyrnar er skál til a£ þvo þér”, sagði hann' og benti drengnum út. Þegaf Kalman kom inn aftur, eftir að hafa þveg- ið sér, var flaskan horfin og Mackenzie hafði þá til handa honum grautardisk með sætuþykni út á; en drjúga vínlykt fann Kalman af vinnumanninum. Kalman borðaði grautinn, ásamt brúnuðu hveiti- brauði, leifum af andakjöti og sterku svörtu tei. Það var morgunmaturinn. Sveinninn hraðaði sér að borða, því að honum var illa við, að verða fyrir French, þegar hann vakn- aði. ‘*Ætli hann borði ekki morgunmat?” spurði Kalman, um leið og hann stóð upp frá borðinu. “Nei, hann er ekki vanur því, hann vill engan morgunmát. Honum kemur það sgmt vel, að hann hefir mann til að lita eftir heimilinu,” sagði Mac- kenzie með augsýnilegu sjálfsáliti. “Þaö er réttast fyrir okkur, að fara að eiga við hafrana og kartöfl- urnar. Þú getur komið með herfin.” “Með hvað?” spurði Kalman. “Með herfin.” Kalman vissi hvorki upp né niður. “Kantu ekki að herfa?” “Eg veit ekki”, sagði Kalman. “Hvað er það?” “Kantu bá að sá kartöflum?” “Eg veit ekki,” endurtók Kalman, og álit hans á sjálfum sér var nú farið að bíða drjúgan hnekki. “Hvaðan kemurðu, maður?” spurði Mackenzie með vorkunnlæti miklu. “Frá Winnipeg.” “Frá Winnipeg. Hana þekki eg vel. Já, það held eg. En það er nú orðið langt um liðið siðan. Hefirðu nokkurn tíma keyrt hesta?” “Nei, aldrei”, svaraði Kalman. “En það vildi eg læra.” , “Og hvað skyldi hann þá ætla að gera með þig hér?” “Eg veit ekki”, sagði Kalman. “Ójá, hann er undarlegur maður á stundum, og tekur upp á mörgu skrítilegu.” “Ekki get eg sagt það”, svaraði Kalman reiðu- lega. “Mér finst hann mesti ágætismaður.” Mackenzie horfði hálf-forviða framan í sveininn, sem var gremjulegur á svip. “Sussu! sussu! Er nokkur að hafa á móti þvi? Hann er ágætismaður, eins og þú segir, en undarleg- ur er hann eigi að síður, og vona eg að þú komist að raurt um það. En komdu nú og við skulum sækja hestana. Það er annars leiðinlegt, að þú skulir ekki kunna nokkurt verk að vinna.” “Sýndu mér hvemig á að gera verkin”, sagði Kalman ibygginn, “og svo skal eg reyna að gera þau.” Lögberys-sögur FÁST GEFINS MEÐ ÞVl AÐ GERAST KAUPANDI AÐ BLAÐINU. PANTIÐ STRAXI Dr.R. L. HUK3T, Member of Royal Coll. of Sttrgeoa* Eng., útskrifaður af Royal CoIIege oP Physicians, London. Sérfræðingur í brjóst- tauga og kven-sjúkdómum. — Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage Ave. (á móti Eaton’s). Tals. M. 814. Tími til viðtals, 10-12, 3-5, 7-9. THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, íslenzkir lógfraeOÍBt;ar, Skrifstofa:— Room 811 McArtbur Building, Portage Avenue Áritun: P. O. Box 1050. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg i ÓLAFUR LÁRUSSON og BJÖRN PÁLSSON YFIRDÓMSLÖGMENN Annast IögfTœðisstörf á Islandi fyrir Vestur-Islendinga. Otvega jarðir og Hús. Spyrjið Lögberg um okkur. Reykjavik, - lceland P. O. Box A 41 GARLAND & ANDERSON Árni Anderson E. P. GarluUI LÖGFRÆÐINGAR 801 Electric Railway Chamber* Phone: Main 1561 Joseph T. Thorson íslenzkur lögfræðingur Aritun: MESSRS. McFADDEN & THORSON 706 McArthur Bulldlng Winnipeg, Man. Phone: M. 2671. Dr. B. J. BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William TEI.EPHONE GAREY 320 Offick-Tímar: 2—3 og 7—8 e. h. Heimili: 776 Victor St. Telephone garry 321 Winnipeg, Man. ________________ I Dr. O. BJ0RN80N Office: Cor. Sherbrooke & William eelephone, garry tíS« Office tímar: 2—3 og 7—8 e. h. Heimili: Ste 1 KENWOOD AP'T’8. Maryland Street Telephonej garry TÖ3 Winnipeg, Man. Vér leggjum sérstaka Aherzlu & *6 selja meSöl oftir forskriptum lækna. Hin beztu meðöl, sem hægt er a8 tt, eru notuS eingöngu. pegar þér komlt me8 forskriptina til vor, megiO þér vera viss um a8 fá rétt þa8 sem læka- irinn tekur til. COLCLEUGH & CO. Notre Dame Ave. og Slierbrooke 8t. Phone. Garry 26 90 og 2691. Glftingaleyflsbréf seld. Dr. W. J. MacTAVISH Office 724J ó'argent Ave. Telephone -S'herbr. 940, ( 10-12 f, m. Office tfmar •! 3-B e. m. ( 7-9 e. m. — Heimili 467 Toronto Street _ WINNIPEG telephone Sherbr. 432. J. G. SNŒDAL TANNLŒKNIR. ENDERTON BUILDNG, Portage A»e., Cor. Hargrave St. Suite 313. Tals. main 5302. _ fe * Dr, Raymond Brown, I I ► ► * Sérfræðingur í augna-eyra-nef- og háls-sjúkdómum. i 326 Sonierset Bldg. Talsími 7262 Cor. Donald & PortageAve. Heima kl. 10—512 og 3—5 A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST. selnr likkistur og aunast om útiarir. Allur útbún- aður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarOa og legsteina Ta’s. He mili Garry 2151 „ O-Pflce „ 300 og 375 «. A. 8IOURP8OW Tals. Sherbr, 2786 S. A. SIGURÐSSON & CO. BYCCIfiCAIV|EfiN og FI\STEICN/\SALAR Skrifstofa: Talsími M 4463 208 Carlton Blk. Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.