Lögberg - 22.10.1914, Síða 5

Lögberg - 22.10.1914, Síða 5
' ' LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. OKTÓBER 1914 ' synlejt af ritstjóranum að taka fram, því annars heftSi engum ■dotti# það; i hvig. . En sá ritháttur! Hud minnir á þaC, sem Saló- toob segir um konu, sem gjört haf#i rangt: “Hún neytir, þurkar sér uni munninn og segir: “Eg hefi ekkert gjört rangt.” E* hversvegna þarf atS rita á þennaut hátt um opinbert mál ? Hvaðan þessi gremja? Því þessi vonzka? Og livaCa nautSsyn á þessum stöCugu rangfærslum, sem koma fram hjá ritstjóranum ? Hversvegna má ekki tala um þetta mál meö kurteisi og stillingu? Ef þat5 er nokkur skapaSur hlutur, sem ritstjórinn vill met5 öllu "‘skrifi” sínu þá er þaB, að pró- fessor veröi settur í íslenzkum fræfium viö háskólann. En hver er þar á ötSru máli? Ekki eg. Viö erum þar algjörlega sammála, og ættum aö geta talaö um þaö með ró og stillingu. Allir Islendingar í Manitoba ættu aö vinna aö því, «n enginn sérstakur flokkur, hvorki únitarar eða lúterskir menn einir, heldur allir Islendingar saman. Væri þá ekki eðlilegra aö menn af •öllum flokkum töluöu sig saman, kæmust aö niöurstööu og legðu svo málið fyrir almenning, heldur en aö vera aö níðast á litlum skóla, sem er rétt að byrja og ekkert hefir unnið til saka annað en að hann vill lifa og hitt, að hann vildi koma í veg fyrir að engin íslenzka yrði kend á Wesley College í vetur. Svo er annað í þessum köflum, sem eg hefi tekið eftir hjá ritstjór- anum. Það smitar þar út fyrir- litning fyrir því, sem fátt er eða lítið af, ef ekki fyrir útlendingunum i ]>essu landi. Grikkland var litið, Oberammerg- en er smábær, Gyðingaland var lítið og Rómaborg var til að byrja| með auövirðilegt þorp; en samt hafa mannfélögin á þessum stöðv- um getið sér ódauðlegan orðstír. Það er ekki göfugt að fyrirlíta það, sem er lítið. Litlu þjóðirnar, eins og Belgía, hafa eins mikinn rétt til að lifa, eins og hinar stærri. VitnisburSur ritstjórans um þann, sem ritar þessar línur, er víst eitt meðalið, sem hann not- ar til að fá íslenzkuna heiðraða við háskólann; en þá sýnist mér, að margvisleg vopn séu notuð og leið- in sem farin er, nokkuð krókótt; því ekki veit eg til þess, að eg, með neinum ónotum, hafi gefið honum neitt tilefni til að ráðast á mig persónulega. Ritstjórinn haföi gefið í skyn, að islenzkan væri rekin út úr háskólanum. Eg rit- aði grein til að leiðrétta þetta. Ekki held eg að nokkuð finnist þar, sem sé meiðandi fyrir tilfinningar rit- stjórans. Samt gat hann með engu móti látið hjá líða er hann svaraði, að gjöra árás á mig em- bættislega, þó það kæmi ekki að neinu leyti við þvi, sem liann var að ræða. Vitnisburðurinn, sem hann gefur mér, er á þá leið, að eg hafi ekki verið vaxinn því verki, sem eg tók að mér að vinna á Wesley College, að peningar Isabel Cleaning & Pressing Establishment J W. QUINN, cigandi Kunna manna bezt að fara með Loðskinnaföt Viðgerðir og breyt- ingar á fatnaði. Garry 1098 88 ísabel St. horni McDermot Thorsteinsson Bros. & Co. Byggja hús. Selja lóðir. Útv«*a lán og eldsábyrgð. , Fónn: M. 2992. 815 Someraet BU| Heimaf.: G .788. Winnipeg, Þetía erum ver The Coast Lumber Yards, Ltd. 185 Lombard St. Phone Main 765 prjíi “yards” þeir, sein eg fékk fyrir það verk, hafi þarafleiðandi verið rang- fengnir. Meðal annars segir hann: “Kom satt að segja engum til hug- ar að þessi nýji kennar gæti leyst verk sitt svo af hendi að viðunandi væri”. “Enda fór þá þessi kensla strax að tapa áliti meðal nemenda og þeirra, sem útí frá nokkuð hugsuðu um framtíð málsins við háskólann.” Hvemig landslögin kunna að líta á þennan óhróður, skal eg ekkert um segja og ekki heldur ætla eg að fara að bera fram nokkra lofgjörð um sjálfan mig. Eg er jafnvel fús til að kannast við, að þegar eg byrjaði að kenna íslenzku, hafi eg ekki verið neinn sérfræðingur í þeirri grein. Eg tel mig ekki neinn sér- fræðing í íslenzku enn. En eg er ekki viss um, að með því, sé sagt það, að eg hafi ekki unnið verk mitt svo viðunandi væri. Má vera fyrirrennari minn, þegar hann byrjaði, hafi haft meiri þekkingu en eg. Samt hygg eg að hann hafi þá, með engu móti, getað talist sérfræðingur ' íslenzku. En eg veit, að hann leysti verk sitt vel af hendi, og eg hefi oft kannast við það, að hann vann þar mikið og þarft verk fyrir hina íslenzku þjóð hér vestra. Um mitt eigið verk skal eg ekkert segja annað en það, að eg leitaðist við að leysa það af hendi með samvizkusemi, eins og það lá fyrir í lestrarskrá háskólans og að eg hafði mikla unun af starfi mínu. Hvað sem því líður fer rit- stjórinn mjög einkennilega með þetta mál. Hann segir að kenslan í islenzku hafi tapaö áliti meðal nemenda þegar eg tók við. Svo þegar Mr. Jóhannsson, í síðustu Heimskringlu, bendir a vitnisburð nemendanna, segir Iiann, að nem- endumir hafi ekkert vit á því og megi þessvegna ekkert byggja á vitnisburði þeirra í þessu efni. Þvi er þá verið að nefna þá til þessa máls? Fyrsta ár mitt á Wesley College hafði eg 23 nemendur í islenzku, og hygg að það sýni enga rénun í áliti meðal námsfólksins. Þessir nemendur stóðust mjög vel próf um vorið, þrátt fyrir það að menta- mönnum heiman af Islandi þóttu spurningarnar mjög erfiðar, og var eg þó ekki einu um hitu, þvi prófdómari með mér var enginn annar en fyrirrennari minn. Næsta ár hafði eg 39 nemendur i íslenzku og efast eg um að nokkurntíma hafi verið fleiri nemendur i þeirri grein á Wesley College á einum vetri. Næsta ár voru þeir nokkuð færri, en þá voru líka að því skapi færri íslendingar sem sóttu skól- ann. En þýðingarlaust er að bera sannanir fram fyrir ritstjóra “Heimskr.”, því hann hefir ásett sér að “snúa ekki til baka” með, álit sitt hvað sem á dynur, hvort sem það er rétt eða rangt, sannað eða ósannað. Með þessu læt eg úttalað um þennan lið málsins, að því undan- teknu, að hvað sem nemendur mínir nú segja, um mig, komst eg mjög vel af við þá meðan eg kendi þeim, og aldrei reyndi eg hinn minsta ódrengskap af þeirra hendi. Svo má ritstjóri Heimskringlu níðast á mér eins og hann vill. Þakklœti til ritstjórans. Út úr einu algjörlega hverfandi smá-atriði spinst honum langt mál, því, að nemendur í einum bekk í Wesley College, skuli hafa átt að sækja kenslu í íslenzku vestur I Skjaldborg. \ síðasta blaði segir hann að kirkjufélagið hafi nú sleg- ið undan í þessu efni, “og verðum vér að álita”, heldur hann áfram, “að það sé mótmælum þeim að ]>akka, sem birtust í Heims- kringlu." Litlu verður Vöggur feginn. En hvað hann er ánægð- ur með sjálfan sig út af þessum sigri, sem hann hefir unnið á kirkjufélaginu! Það l>arf hörku ekki ■ svo litla til að raska þessari ánægju, sem fyllir hjarta ritstjór- ans útaf þessum fræga sigri. Satt er það samt, að greinarnar í “Heimskr.” höfðu ekki hin minstu áhrif á þetta atriði. Þegar eg reit Dr. Stewart, í samlxmdi við áminsta samninga, kærði eg mig ekki um að vera að ota stúdentum burt frá okkur, en aldrei datt mer í hug að biðja nokkurn nemenda að fara frá Wesley College vestur í Skjaldborg, nema ef það stæði svo á, að þeir mistu ekki af kenslutíma við það. Þegar við svo byrjuðum að kenna íslenzkuna á Wesley, var aldrei minst á þetta artiði. Orðalaust gáfum við, þeg- ar í stað, öllum nemendum á Wesley kost á íslenzku kenslu þar, þeim sem vildu. Að hugsa sér að rit- stjórinn skuli vera búinn að eyða öllu þessu bleki og öllum þessum pappír og öllu þessu rúmi í “Heimskr.” í það sem er svona auðvirðilegt! Þar er ekki um auð- ugan garð að gresja, sem á þenn- an hátt þarf að vinna. Ekki er mér unt að sitja yfir því að nefna allar rangfærslur, sem til eru í greinum ritstjórans um skólamálið. Rangfærslurnar eru ofnar saman við alt lesmál rit- gjörðanna. Það er eins og honum sé ómögulegt að segja rétt frá. Fyrir það á hann ekki þakkir skilið af neinum. Eg skil ekki í því að nokkur góður drengur, hvort sem Rann er vinur Lögbergs eða Heimskringlu, sé honum þakk- látur fyrir þetta verk. En það rætist öft sem áður fyr var sagt: “Þér ætluðuð að gjöra ilt, en guð hefir snúið því til góðs”. Úr því Heimskringla vildi ekki með lífi og sál vinna með oss að skólanum, gat ekkert hugsast betra en þessi árás. Einmitt fyrir hana er nú talað um það mál út um allar bygðir Islendinga og nýr áhugi fyrir því er alstaðar að vakna. Aldrei hefir það mál verið eins lif- andi og nú. Eldskúrir mótspym- unnar þurftum við sjálfsagt að fá. En fús er eg til að taka saman höndum við hvern mann, jafnvel við ritstj.Heimskr., sem vill vinna að þvi að fá háskólann til að kenna íslenzku, og miklu heldur ættum vér að gjöra það en að vera að vega hver að öðrum. Lengi lifi Jóns Bjarnasonar skóli. Lcngi lifi íslenzk tunga og ís- lenzk frœfii í Vesturheimi! Lengi lifi lútersk kirkja meðal niðja vorra! —Fáheyrður þjófnaður var ný- lega framinn í grend við Fort Willi- am, Ont. Bóndi nokkur í því bygð- arlagi hefir verið kærður fyrir að stela heilu húsi ásamt öllu, sem í því var. Það er haldið, að hann hafi sagað húsið í tvent og flutt sinn lielminginn í hvoru lagi heim til sín. Stendur rannsókn yfir í mál- inu og úrslit því enn ekki komin. —Shackleton er kominn til Btien- os Aires og var tekið þar með kostum og kynjum. Heldur hann þaðan á- leiðis til suðurheimskauts. — San Giuilano, utanríkis ráð- herra á ítalíu, er látinn, kænn mað- ur og slyngur i sínu starfi, talinn vinveittur Þýzkalandi, meir en eftirmaður hans og embættisbræð- ur í stjórninni. Hann lét lesa fyrir sér kvæði Dante’s um Hel- víti, alla banaleguna, og við lestur þess gaf hann upp öndina. — I Bandaríkjum starfa böm að þvi, að útbúa jólagjafir handa börnum í Norðurálfu, þeim sem skort eða halla biða af striðinu. Þær jólagjafir ætla járnbrautir að flytja endurgjaldslaust, eftir skip- un járnbrautamála nefndar. — Nálægt Port Arthur var mað- ur á skyttiríi með syni sínum fimtán vetra; skömmu eftir að þeir skildu, þóttist maðurinn sjá rabbít bregða fyrir og hleypti af, skotið kom í sveininn og varð honum að bráðum bana. Piltur- inn er nefndur Erik Clemenson. líklega norrænn að ætt. — í Prince Albert, Sask., bað þýzkur maður stúlku af sínu kyni, en var synjað ráðahags.. Hann tók sér hryggbrotið svo nærri að hann sat fyrir föður stúlkunnar og skaut hann til dauðs, banaði svo sjálfum sér á eftir. — I Edmonton gengu 150 manns á þing og lögöu fram áskorun, undirritaða af 23,000 fylkisbúum, í þá átt, að ákveða dag til atkvæða- greiðslu um alt fylkið um það, hvort banna skuli með öllu sölu áfengra drykkja í fylkinu. — Þrjá sendimenn hefir Noregs stjórn sent til Bandaríkja, til þess að semja um 6 miljón og 700,000 dala lán handa Noregi. Danska stjórnin tók nýlega 60 miljón króna lán, en alt það fé lögðu þegnar landsins fram. — Svo mjög hefir fólksflutn- ingur til Bandaríkja frá Norður- álfunni minkað í ár, að síðastlið- inn september komu ]>angað 22,000 persónur, en 108,504 manneskjur sama mánuð í fyrra. — Frá Hammerfest, sem er kaupstaður í Finnmörk í Noregi, eru gerð út sex gufuskip og fimt- án mótorskútur, til veiða norður í íshafi. Þessi floti er nýkominn og hafði meðferðis til samans 44.945 seli, 887 útseli, 60 blöðruseli, 64 rostunga, 45 dauða og 6 lifandi ís- birni og 6083 tunnur af lýsi. Þetta kalla þeir þar góða meðalveiði. — Það félag, sem vinnur móti vínsölu í suður Dakota, hafði i tekjur árið sem leið um 14 þúsund dali, og eru það meiri tekjur en fé- lagið hefir fengið nokkru sinni áður. 1 því ríki er vinsala fyrir- boðin í 400 bæjum og kauptúnum, en leyfð í 127. Nítján sýslur eða ‘counties’ hafa með öllu fyrirboð- ið vinsölu innan sinna takmarka. — Við verksmiðju nokkra í Noregi lagði verkafólk niður vinnu, um 800 að tölu og var það um stund, að ekki varð' sættum á komið. Þá gaf sig fram kona, frú Kjelsgaard, og bar sættarorð á milli, og svo lauk að uppástunga hennar náði samþykki beggja aðila og eftir viku tíma var verksmiðj- an i fullum krafti sem áður. Þetta er í fyrsta skifti, sem kona hefir stöðvað verkfall með viturlegum tillögum, svo menn viti. Frúin hefir fengið það embætti, að líta eftir verksmiðjum, þar sem kven- fólk er að vinnu. — Veturinn er kominn í Vogesa og Ardennafjöllunum. Þar hafa verið kafaldshríðar og frost um miðbik þessa mánaðar. Bætist nú snjór og kuldi við aðrar líormung- ar herdeildanna, sem þar heyja hildarleikinn. — Kona nokkur í London hefir sungið á strætum úti á hverju kveldi í níu ár, til þess að geta veitt fimm bömum sínum sæmi- legt uppeldi. Hún hefir ágæta og vel æfða söngrödd. En þegar hún misti mann sinn og varð einsömul að sjá fyrir börnunum, var hún orðin svo gömúl og hrukkótt, að leikhússtjórar vildu ekki líta við henni þó að röddin væri góð. Margt einkennilegt hefir komið fyrir hana, og stundum er hún mis- skilin. Einu sinni þegar hún hafði lengi sungið fyrir framan dymar á sama húsinu í betri hluta borg- arinnar, kom þjónustu stúlka út, rétti henni nokkur cent og sagði: “Húsmóðir mín sendir þér þetta og segir að þú eigir að fara og út- vega þér góðan náttstað, en þú megir ekki eyða því fyrir”, þá varð stúlkunni litið í augun á kon- unni og varð orðfall — “að þú megir ekki eyða því fyrir — eitt- hvað.” — Kvenfólk á Filippa eyjunum verður að leggja a sig harða vinnu, einkum á yngri árum sin- um. Þegar þær em nýskriðnar úr vöggu verða þær að annast bræður sína og systur, sem eru enn yngri. Þegar þær eru orðnar ofuríítið stærri og sterkari, verða þær að j sækja alt vatn til heimilisnota; bera J þær það í brúsúm á höfðinu. Þá verða þær líka að vinna á ökr- um úti. Þegar þær giftast hafa þær ekki minna að sýsla; þá verða þær að rækta jörðina, búa til mat og margar verða að fara um og selja ávextina sem þær rækta. En þegar þær eldást kemur hvíldar- tíminn. Þá sitja þær rólegar og norfa á þá sem yngri eru vinna öll nauðsynleg störf, en skifta sér ekki af neinu. — Þeir sem halda að hægt sé að hafa Woodrow Wilson forseta í vösunum, og þeir eru þó nokkrir sem halda það, fara villir vegar. Þegar Wíison var landstjóri í New Jersey, ætlaði gamall skóla- bróðir hans, að setja upp nokkur þúsund dali fyrir vinnu í þarfir ríkisins, sem ekki var nema fárra centa virði. En áður en reikning- urinn yrði borgaður, varð land- stjórinn að samþykkjt hann. I stað þess að samþykkja reikning- inn sagði Wilson: “Þú ert lygari og svikahrappur. Þú hefir á þér yfirskin mentunar og mannkosta; þjófnaðar tilraun þín er þvi andstyggilegri. Þú átt ekki skilið að fá að hafa samneyti við heiðvirt fólk, og farðu nú.” Maðurinn varð að láta sér þetta lynda og þakkaði sínum sæla að vera ekki kærður opinberlega fyrir reiknings svik. Það er tiltölu- lega ódýrast að senda 100 pund eða meir Eaton hefir alt sem heimilið þarf r Áreiðanlega Sannur Sparnaður Þegar vörusending frá Laton, 100 pund eða meira, kemur til yðar á ncestu brautarstöð, þá merkir sá atburður, að þér hafið komið vörupöntunum yðar í gott og sparsamlegt horf. Sú 100 punda vörusending er óræk sönnun þess að þér kaupið ekki vörur yðar af handahófi— eins og óhagsýmr menn gera, — heldur pantið þær með því móti, sem veitir yður einmitt það sem þér þurfið fyrir lægsta verð, sem hægt er að fá, og eigið víst að fá sem mest fyrir andvirði þeirra. Flutningsgjald fyrir allar sendingar undir 100 pundum, er nákvæmlega það sama og fyrir 100 punda sendingar. Þess vegna skuluð þér panta vörur í enu sem næst 100 pundum, að minst kosti; það má gera þetta með mörgum hlutum, er þér brúkið daglega. Hvert einasta pund í hverri 100 punda sendingu eða þar yfir, er eins gæðamikið og hægt er að fá fyrir það verð, því að vér leggjum ekki á millimanna ábata og útvegpim viðskiftamönnum vorum bezta varning í heimi, fyrir lítið meira verð en sem svarar flutnings- og framleiðsu- kostnaði. Hér fer á eftir gott dæmi um Eaton’s gæðaverð:— VERÐLISTA SEÐILL Hlýar og haldgóðar kápur Tvíhneptar, síðar með háum stormkraga eins og myndin sýnir. pegar liann er brotinn upp hlífir hann vel eyrum og andliti. Búinn til úr þykku, lilýju dökkgráu kápu- efni, með belti á baki og uppslagi á vmum. Kápumar em mjög vel ^saumaðar, fara vel og fóðrið er traust. 18S7357—Stærðir handa drengj- uin frá 7 til 13 ára. q 111 Tlie T. Eaton Co., Litd., Winnipeg, Canada. Gerið svo vel að senda mér eitt eintak af haust- og vetrar- verðiista yðar; mér hefir ekki verið sendur hann áður í ár. Xafn Heimili ....v. Nefniö “Lögberg”, þegar þér pantið vörumar. Ráð og bendingar. —Þegar maður finnur til þreytu og sviða í augunum, er gott að dýfa samanbrotnum vasaklút í kalt vatn, er nokkrum dropurn af witchazel er blandað í. og leggja vfir augnalok- in, þvo síðan augun úr volgu vatni með dálitlu af bórsýru í. —Það er holt að hlægja. Gamalt máltæki hérlent segir, að hláturmild kona sé læknir, þó óskólagengin sé, og geri oft meira gagn sjúklingum heldur en heil lyfjabúð. —Kvenfólki, sem situr lengi viö sauma, er holt að láta aftur augun öðru hverju og hta ekki á saumana, þegar það opnar þau, heldur horfa á eitthvað sem lengst burtu. Þetta hvílir augun og ver þau ofþreytu. Því lengra burtu sem það er, sem sjónin er fest við, því betra. Ráðið er einfalt og kostar ekki neitt, því að allir geta litið upp úr, hvað ann- ríkt sem þeir eiga. Nú álíta menn, að þetta sé ekki með öllu rétt. Aðal mótbára Aristo- telesar gegn því, að það væri hugs- anlegt, að jurtir gætu fundið til, var sú, að þær hefðu engin skynfæri. Þessi skoðun hélzt óbreytt langt fram á síðustu öld. Þá fóru menn að taka eftir því, að jurtir höfðu skynfæri, sem samsvöruðu tilfinninga skyn- færum dýranna. Því næst tóku menn eftir því að þær skynjuðu þrýstingu. Þá hefir það að síðustu komið í ljós að þær hefðu sjónfæri eða augu. Ef til vill kalla menn þetta fjar- stæðu vegna þess, að ekki sé um neitt þesskonar að ræða, sem komist geti í nokkurn samjöfnuð við augu mann, spendýra og skorkvikinda. En hvernig eru augu sumra lægri dýranna? Augu blóðsugunnar eru ekkert annað en nokkrir dökkir blettir á fremsta hluta hennar. Með þeim getur hún greint ljós frá myrkri og fundið úr hvaða átt ljósið kemur. Fimm rauðir blettir eru á neðri hlið krosskrabbans, sinn á hverjum anga; það eru hans augu. Allir, sem hafa blóm í gluggum, í herbergjum sínum, vita, að þau snúa jafnan blöðum sínum flötum við liirtunni. Þó að svörtum pappír sé vafið um blaðlegginn svo að ljósið nái ekki að skína á hann, þó snýr blaðið sér samt jafnan að birtunni. Ef ljósið aftur á móti fær ekki að skína á blaðið, þá snýst það ekki, þótt leggurinn njóti birtunnar. Það lilýtur því að vera blaðflöturinn, sem skynjar ljósið. En með því að legg- urinn verður að snúast til þess blaðið geti hreyfst, þá hljóta eins- konar leiðsluþræðir að liggja frá blaðfletinum niður í leggina, sem bera blöðin, likt og taugarnar í lík- ama manna og dýra. Það sést á þessu, að jurtir eru miklu líkari mönnum og dýrum að byggingu, en alment er álitið. Leiðsluþræðir jurtanna, sem flytja boð um áhrifin frá einum hluta jurt- arinnar til annars,, eru einskonar taugar og þær tengja hverja sell- una við aðra. En áhrifin eru miklu lengur á leiðinni en i taugum dýr- anna vegna þess að þau verða að fara um mörg þúsund þræði. Það mætti hkja boðhraðanurrt við gömlu og nýju slökkviaðferðina. 1 gamla ilaga var það siður, þegar eldsvoða bar að höndum, að menn röðuðu sér frá brunninum eða læknum að hús- inu, sem var að brenna, og réttu hver öðrum vatnsföturnar. Þannig fær- ast boðin hægt og hægt um jurtina. En þau berast með skyndihraða eftir taugum dýranna eins og vatnsbuna úr fullkomnustu slökkvivélum nú- tímans. ættingjum sínum eftir giftingrma. Peg missir móður sina á unga aldri og er faðir hennar því einn um að ala hana upp. Þegar Peg kemur til sögunnar, er það augljóst, að faðir hennar hefir alið hana upp á ein- kennilegan hátt. Auðugur frændi hennar sér fyrir framtið hennar. Hún er látin heimsækja móðursyst- ur sína og hún reynir að gera hefð- arkonu úr Peg. — Matinee á miðv.- dag og laugardag. Alla næstu viku verður sýnd stór- kostleg kvikmynd, sem heitir “Can- ada‘s Contribfltion to the British Empire”. sem the Industrial Motion Picture Co., Ltd. ('Canada) hefir lát- ið búa til. Er þar ljóslega sýnt, hve Canada hefir lagt mikið af mörkum til þess að hjálpa Bretum til að berja á Þjóðverjum. Eins og allir vita, er fyrsti hópur hermannanna, sem sendur hefir verið héðan, kom- inn heilu og höldnu til Englands, en er ekki enn þá kominn á vígvöllinn —nema hann hafi verið sendur allra síðustu dagana. Þessir vösku drengir frá Canada munu vafalaust vinna sér frægðarorð. Þó hart sé til þess að hugsa, þá er það þó víst, að margir þeirra koma aldrei aftur. CANADAí' flNEST THEATIis NO LEIKUU—AI.I.A JjKSSA VIKU “PEG O’ MY HEART” eftir J. Ilartley Manners I AIjLA vikuna skm ke.mur Mats. daglega kl. 3 Canada á úfriðartímum j Tlie Industrial Motlon Picture Co. I (Caiuuia) liimited, sýnir þá mjTtdir af liinu títt um talaða FRAML.AGI CAN'ADA TIL HINS BKKZKA VKLDIS Verða þar sýndar liðsöfnunar athafn- j ir um alla Canada frá htafi til hafs I til hinnar fyrstu liðsendingar héðan. Svo og ferð hans hátignar Duke of Connaught til Vestur Canada. — J>á japönsk herskip I Vancouver og her- 0 með striðslit. SJKHSTAKIIl PRÍSAR: Kveld beztu sseti 25c og 15c. Matlnees -verð lOc. i Myndirnar eru teknar um þvert og j endilangt Canada, alla leið frá Vict- oria og Vancouver og austur til Valcartier. Tóbak selt mflð gamla verðinu j>6 að skattar hafi hækkað á allskonar tóbaki, vindlum og vindlingum, þá seljum vér þessar vörur fyrir sama verð og áður. Með öðrum orðum, vér horgum herskattinn og látum viðskifta- menn voa njóta þess. Vorar birgðir eru eins miklar og nokkurs annars í Vestur-Canada, og ailar pantanir, sem oss eru sendar, eru afgreiddar sama dag og þser koma til vor. Gœtið þess einnig, að allir prísar sem vér nefnum, gilda á þeirri cxpress stöð eða pósthúsi sem næst yður er. þeim sem bröka plpu, viljum vér sérstal^ega benda á Clan Grant Special Scotch Mixture. það er milt og “kalt” reyktóbak, sem verður alt af vinsælla með. al þeirra, sem plpu reykja. 2» B 84—Christie Grant Special Scotch Mixture, %-lb. tin . . . 2» B 85—Cliristie Griint Special Scotcii Mixture, !4 -ih. tin . . . . .25 .45 CilRiSTIE GRANT Co. limited WlNNIPEG Canada Óskum yðar sint fljótt og vel Hafa jurtirnar augu. Linné gerði þann greinarmun á jurtum og dýrum, að jurtirnar lifðu og yxu, en dýrin lifðu, yxu og fyndu til. Þennan greinarmun bygði hann á því, sem Aristoteles hafði sagt, en hann er oft talinn faðir náttúrufræðinnar. Walker leikhusið “Peg O’My Heart”, sem fór því- líka frægðarför um Winnipeg í fyrra, hefir vakið alt eins mikla eða meiri athygli þessa viku. Eflaust er þetta einn af allra yndislegustu leikjum, sem sýndir hafa verið í borg vorri. Hann er svo heilbrigður, lað- andi oð fyndinn, að það er andleg næring aö sjá hann. — “Peg” er dóttir óforsjáls íra og enskrar konu af háum ættum, sem var fyrirlitin af Komizt átram. með þvi að ganga á Success Business College á Portage Ave. og Edmonton St., eða aukaskölana t Regina, Weyburn. Moose Jaw, Calgary, Lethbrdge, Wetaskiwin, Lacombe og Vancouv- er. Nálega allir íslendingar t Vestur Canada, sem stödéra upp á verzlunarveginn, ganga á Success Business College. Oss þykir mikið til þeirra koma. j>éir eru góðir námsmenn. Sendið strax eftir skólaskýrslu til skólastjóra, F. G. GARBUTT. D. F, FKRGU80N, President Principal.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.