Lögberg - 07.01.1915, Blaðsíða 5

Lögberg - 07.01.1915, Blaðsíða 5
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 7. JANÚAR 1915 5 CANADA FINEST TNEATM ALLA ÞESSA VIKU MeS Mata. daglega EINN MESTI MTNDA-LEIKDR ANNETTK KELIiKKMANX NKPTUNK’S DAUGHTEK eða sagan um konungsdótturina frá. hinu djúpa hafi Ssetasala byrjar i leikhúsinu 4 fimtu- dag. 30. Des.. kl. 10 f. h. Prísar Kvcld: Á afial gólfi og loft-góll'i 25c. 1 efri loftbckkjum lOc. Kftir hádcgi: FuUorðnra sæti 15 cent. Bamasæti lOc. og' & lofti lOc. ATiTiA VIKUNA SEM KEMUR Mats. Miðvd. og Iaugard. Htnn fagri og ávalt vinsæli gaman- söngielkur THK CHOCOL/ATE S O U D I E R óvigjafnanlegur hópur leikenda og stór söng- og hljógfæraflokkur Sala I lelkhúsi byrjar 4 Föstud. kl. 10 Kvekl 91.50 tU 25c. Mat $1 til 25c. VIKUNA FRÁ 18. JANÚAIt verður lelkið ‘THE CHIMES OF NORMANDY” af The Winnipeg Operatic Soclety. arinnar. Þannig er það uni áramót- in. Það er eins og varir og tungur allra manna séu sérstaklega samtaka á nýársdag. Þá verður öllum það sama að orði: “Gleðilegt ár!” berst frá vörum til eyrna hvar sem verið er og hvert sem farið er. Og þótt þetta séu því miður stumdum orðin tóm, eða svo að segja, þá fylgir oft- ar hugur máli. Neisti af sálareldi þess er talar, finst venjulega í orð- unum. En sá neisti er misjafnlega stór; misjafnlega heitur; misjafn- lega kveikjandi, alt eftir því. hversu mikil alvara fylgir honum. Auk þessara heillaóska gefa menn nyársgjafir; sumir stórar, sumir litlar, eftir efnum og ástaeðum; eft- ir efnalegum og hugarfarslegum kringumstæðum. Það er í tilefni af einni slíkri ný- ársgjöf. sem við erum komin saman hér í kvöld. Það er nýársgjöf, sem íslenzka þjóðin, móðitrþjóðin okkar, hefir gefið börnum sínum. Sú ný- ársgjöf er stór og á hak við heilla- óskirnar í sambandi við þá gjöf, er ekki einungis dálítill neisti, heldur heill sálareldur allra sannra bama ættlandsins okkar. .Þessi nýársgjöf er algert bann á tilbúningi, sölu og inn- flutnngi allra áfengra drykkja. í mínum augum er þetta ein allra stærsta og allra bezta nýársgjöf, sem nokkitr þjóð getur gefið börnum sínum; og sé gjöfin- skoðuð við ljós óhlutdrægrar rannsóknar og óhindr- aðrar þekkingar, þá held eg að flest- ir hljóti að verða á sama máli. Hvað er það þá aðallega, sem nnnist hefir við þessa gjöf? Var hennar brýn þörf? Til þess að svara þeim spurningum ítarlega, þvrfti langan og yfirgripsmikinn fyrirlest- ur. En tíminn leyfir það ekki. Á- fengisbölið á svo margar hliðar og átaikanlegar, aið lýsing þess tæki margar kveldstundir. VTið vitum það flest, að þetta land, sem við höfum gert að fósturlandi okkar, stynur undir fargi áfengisböJsins; við vitum það flest, að í Canada er drukkið brennivín fyrir $45,000,000 (ijörutíu og fimm miljónir dalaj á hv'erju ári. Við vitum það líka, að á Bretlandi er drukkið brennivín fyrir $900,000,- 000 fníu hundruð miljónir dalaj á hverju ári; við vitum það enn frem- ur. að í Bandaríkjtim er drukkið brennivín fyrir $950,000,000 ("níu hundruð og fimtíu miljónir dalaj á hverju ári; og við vitum, að heima á aettjörðinni okkar hefir til skamms tíma verið drukkið brennivín fyrir 500,000 (fimin hundruð þúsund) kr. á hverju ári. Svona mætti halda áfram land úr landi. “Svona kvað það vera um allar jarðir,” segpr skáldið. Eg á hér auðvitað við alt áfengi; eg kalla það alt brctmivín, því það brennir— BRENNIR; brennir alt andlegt og líkamlegt, brennir eignir manna: brennir heilsu og krafta; brennir sið- ferðisþrek; brennir frið, sambúð og vináttu. Þetta alt og ótal fleira því skylt gerir brennivínið, alt af og al- staðar þar sem þess er neytt. Þetta hefir það gert á tslandi. Áðttr voru menn bannfærðir þar. — já, beztu menn þjóðarinnar; nú hefir þessi allra versti óvinur hennar verið nckilega bannfærður. T>að er mikil nýársgjöf og góð. Eg man eftir því, að séra Friðrik Bergmann sagði það einu sinni í fyr- trlestri, að meginþorri allra íslenzku prestanna væru drykkjusvln og að það væri að 'miklu leyti Pétri biskup að kenna. Ekki þannig, að hann drykki sjálfur, heldur af þvt að hann léti það viðgangast afskiftalaust eða a skiftalítið. Þetta þóttu hörð orð og óverðug, eg nian svo langt; en þeim hefir ekki verið mótmælt með rökum enn þann dag i dag. Það var ekkt hægt; orðin vor„ hókstaflega sonn. Þaö var aldarháttur í þá daga Heima, að drekka, og sérstaklega þótti það afsakanlegt hjá embættis- monnum landsins. Þessi mikli og góði maður, Pétur biskup, lét það af- skiftalítið, og var venjan þar höfð að afsökun. Séra Friðrik Bergmann taldi þá afsökun ekki gilda, og eg er honttnt alveg samdóma t því máli. Það þótti sjálfsagt t gamla daga á íslandi, að hafa til brennivin handa prestinum, þegar hann kæmi að hús- vitja; sjálfsagt, að hann fengi sér stóran skamt af vitskerðandi eitri áður en hann framkvæmdi prests- ' verkin. Það þótti sjálfsagt, ekki síður, að hafa í staupinu handa lækn- inum, þegar hann kom að vitja sjúkra; sjálfsagt að veita sljófgandi eiturstraumum upp í heila hans áður en líf manns var lagt honum í hend- ttr. Það þótti einnig sjálfsagt að “hýrga” sýsluntanninn með brenni- víni áður en hann framkvæmdi em- bættisverk sín; og sjálfsagt að losa hann við rétta dóntgrein með eitri áður en hann dæmdi dóma. Það er ekki að ástæðulausu, þótt fagnaður sé í landi þar sem svona hefir verið ástatt, en svo rækilega tekið í taumana, að öllu áfengiseitri er gersamlega útrýmt. Já, hún er stórkostleg, nýársgjöfin, sem ts- lenzka þjóðin hlaut í dag. Frá því var skýrt af Birni Jónssyni ritstjóra t kring ttm 1890, að á árun- um 1881—1885 hefðu 300 stúdentar útskrifast af latínuskólanum, og af þeitn hefðu 120 orðið ofdrykkju- menn. Þessari staðhæfingu reidd- ust menn svo, að farið var á stað í því skyni að búa mál á hendur Birni fyrir tiltækið. Þarna var rétt lýst ofstæki Good Templara! Þarna voru þeir með allar öfgarnar! Fróður maður og kunnugur var fenginn til þess ,aö telja saman ofdrykkjumeítn frá latínuskólanum á þessu tímabili; hann taldi saman þangað til komnir voru hundrað; þá leizt honutn ekki á blikuna, hætti að telja og málshöfð- unin féll niður. Sannleikurinn var sá, að þótt nemendum skólans væri bannað að bragða áfengi og hörð refsing lögö við, þá máttu kennar- amir drekka og vera ölvaðir hvar sem var; jafnvel í kenslustundum, án þess að þeir væru átaldir fyrir. Þegar leiðtogarnir voru þannig, þá var ekki við góðu að búast af alþýð- unni; limirnir dönsuðu auðvitað eft- ir höfðinu, og höfuö, sem haft er fyrir brennivínsílát, er illa til þess fallið, að stjórna sjálfu sér. hvað þá limttnuni. I>aö er’ eftirdæmið, sent er grundvöllur allra siðferðisáhrifa. Frá því er sagt, að prestur nokkur spurði dóttur sína, hvað hún hefði gert, þegar piltur kysti hana á aöra kinnina. “Eg bauð honutn hina, pabbi,” svaraði hún. “Þú hefir sagt, aö tnaöur ætti alt af aö gera það.” F.ins og þessi prestsdóttir fylgdi í verki kenning fööur síns, eins fylgdi íslenzka þjóðin i verki eftirdæmi leiötoga sinna. En sv’o hefst nýtt tímabil í sögu landsins o g þjóðarinnar. Það var ekki taliö inikils viröi í upphafi frem- ur e.n lækurinn hans Stephans G. Goodtemplara stúkur vortt stofnaðar heima á nokkrttm stöðum, og þóttu þaö ill tíðindi. Þeir fáu, sent dirfð- ust aö gerast meðlitnir þeirra, voru dregnir í sundur í háðinu og fyrir- Iitnir af fjöldanum. Þesstt voðafé- lagi var lýst þannig, aö það væri skil- getið systkini frímúrara reglunnar, og allir vissu, hvemig hún væri; tneðlimir hennar hefðu gert samsæri við þann vonda; þeir gengju í skinn- brókutn af dauðunt mönnum og hefðu alt af nóg af peningum. en sálir þeirra v’æm veðsettar þeim gamla. Var sagt, að þetta nýja fé- lag væri leynifélag, og öll leynifélög væru að einhverju leyti voðaleg. Þessu var virkilega trúað og þaö stóð félaginu fyrir þrifum lengi vel; menn forðuðust það rétt eins og bannfæringarnar í fyrri daga. En félagið fór sínu fram; það óx og þroskaðist þrátt fyrir alt, rétt eins og lækurinn hans Stephans. Því var lengi lagt það til lýta, að enginn að- hyltist það nenta “skríllinn”, sem kallaö var. Það var svo sem ekki hætt við þvt, að læknirinn, eða prest- urinn, eða sýslumaðurinn, eða kaup- maðurinn létti sjá sig í þessu félagi. Nei, síður en svö; og það var ein- rnitt mörgtim óræk sönnun fyrir því, að félagið væri einhver gallagripur, varasamt að einhverju leyti. Þó fór svo um síðir, að fáeinir málsmetandi menn geröust meðlimir þess, t.d. Ólafur Roz.enkrans biskups- skrifari; Indriði Einarsson yfirskoð- unarmaður; Björn Jónsson ritstjóri og Guðlaiigur Guðmundsson sýslu- maður. Sumir þeirra höfðtt verið hneigðir til víns og gerðu þetta til reynslu; hafa þeir jafnan síðan ver- ið öniggastir og ágætastir starfs- menn íslenzkrar menningar gegn um þetta félag. En stórum augum var litið á þessa menn t fyrstu. Þeir þóttu hafa fallið tnörg fet í áliti, og það þurfti þrek fyrir þá, sem nokkru höfðu fyrir að fara, til þess að ganga t Goodtemplarafélagið á þeim árum. En þessir menn og nokkrir fleiri buöu almenningsálitinu byrginn og fórtt sínu fram. Við tnttnum vist flest eftir því at- riði í sögu íslands, þegar Teitur riki og Þorvarður Ijiftsson á Möðrttvöll- um fóru inn í kirkju, tóku þar Jón biskup Gerreksson og drógn hann í öllum helgiskrúðanmn út í Brúará og drektn honutn þar. F,r þetta eitt allra myndarlegasta tiltæki, sem gert hefir Verið á fslandt að fomu og nýju, þegar tillit er tekið til alls þess ofríkis, setn Jón biskup hafði gert sig sekan í, og þegar þess er enn fremur gætt, að lítt mögulegt var að ná rétti stnum í þá daga lagalega. Þessir menn vissu vel, að þeim yrði gefið ilt auga fyrir tiltækið, en þeir skeyttu þvi ekki; þeir lögðu sjálfa sig í hættu fyrir heill þjóðarinnar. Fyrstu leiðandi mennirnir á ís- •landi, sem í Goodtemplarafélagið gengu, vissu það líka, að þegar þeir réðust á hinn veraldlega biskup lands- ins — brennivínið —- þá væri fyrir- litningu og jafnvel ofsóknum að tnæta. En þeir voru ákveðnir t því, að hætta ekki fyr en hann væri dreg- inn frá altari heimskunnar og honum kastað í þann hyl, sem hann kæmi aldrei upp úr að eilífu. Nú er því verki lokið; hamingjunni sé lof. Eftir því sem eg hefi lýst fyrir ykkur ástandinu heima fyrr meir — og þvi er eki lýst ver en það var—, þá liggur það í augum uppi, að ný- ársgjöfin, sem um er að ræða, er ekki Htilsvirði, fagnaÖurinti ekki á- stæðulaus. Fyrirlitningin og lítils- virðingin snerist fyrst upp 't ótta fyr- ir því, að þetta félag gæti ef til vill gert einhvem usla, og síðan varð úr þvt full sannfæring þess, að það berðist fyrir heillamáli. Brennivíns- mennirnir höfðu fyrst líkt þvi við fluguna, sem settist á hjólið og skip- aði því að hætta að snúast, en það snerist eftir sem áður. En í þessu tilliti varð endirinn annar; litla flug- an stækkaði og þyngdist og áhrif hennar uxu svo að hún hefir nú virkilega fyrir fult og alt stöðvað hjólið; þetta voða hjól brennivíns- valdsins, sem snúist hafði öldum saman og mulið undir sig með helj- arafli kjarnann úr hverri kynslóð- inni eftir aðra. Já, þetta heljarhjól bölvunarinnar er nú stöðvað í ís- landi—stöðvað þar að eilífu, að við vonum. Það voru alþýðumenn á íslandi, sent byrjuðu þetta mikla starf, eins og allsttaðar annarsstaðar. Sagan sýnir þaö í öllum löndum, að um- bætur og siðaskifti koma sjaldan frá hærri stöðurn. Það er alþýðan, setn sýpur seyðiö af flestri spilllingu og ranglæti í hv’aða mynd sem er; og það er þvi eðlilegt, að á meðal henn- ar rísi upp niennirnir, sent krefjast bóta og breytinga. Sá finnur auð- vitað bezt, hvar skórinn kreppir að, sent ber hann, og brennivínsskórinn hefir oft kreft illa að íslenzkri al- þýðu. En þeir, sem baráttuna hefja gegn fornri venju, eru jafnan kall- aðir uppreistarmenn og ofstækis; en þau nöfn þykja mörgum láta illa í eyrum. Sannleikurinn er sá, að flestum siðbótahreyfingum hefir ver- iö hrundið af stað af svokölluðum uppreistarmönnum. Það var nafnið sem þeim var valið, er fyrstir dirfö- ust aö andæta brennivínshelginni á íslandi. Eg man eftir því, þegar eg var í Evrópu t fyrra sumar, að eg sá minn- isvarða i Edinborg á Skotlandi. Hann heitir minnisvarði píslarvottanna fMonument of the Martyrs). Það er þannig til komið, að á Skotlandi var maður rétt fyrir aldamótin 1800, sem Thomas Muir hét. Hann lagði það til, að breytt yrði þannig stjórn- arskrá Bretlands, að atkvæöisréttur yrði rýmri. En brezka stjórnar- skráin var talin heilög, fullkomin og óbætanleg. Var hann þvi kærður um landráð fyrir það að vilja breyta hinni óskeikulu stjómarskrá lands- ins; hann var fundinn sekur og da’tndur í 14 ára fangelsi. Minnis- varði þessi í Edinborg er reistur honum og fylgjendum hans. Svona hefir það verið alt af og allsstaðar, þegar brjóta hefir átt á bak aftur fornar venjur. Landráða- maður Uppreistar maður. Ofstæk- ismaður I hefir alt af Verið viðkvæð- ið. Lúter var talinn uppreistarmað- ur á sinni tíð, en lxeði hantt og aðr- ir svokallaöir uppreistarmenn hafa verið heimsins þörfustu menn; fyrir þá er mannl'tfið í heiminum það sem það þó er; fyrir verk þeirra og á- hrif er það, að síðustu brennivíns- tunnunni á íslandi var velt í sjóinn i gærkveldi; fyrir blessunarrík áhrif af störfum þeirra er t dag haldin fagnaöar og gleðihátíð um alt ts- land—og því erum vér að samgleðj- ast hér t kvöld. , , En þeir, sem á svona störfum byrja, þeir, sem á fomar venjur ráð- ast, eiga Venjulega ekki sjö dagana Sæla; ýmist hafa þeir verið bann- færðir 't einhverjum skilningi. eða hæddir og fyrirlitnir; fólkið hefir vcrið æst upp á móti þeim í blindni, og stundum hefir þeim með valdi svo kallaðra laga verið bannað að ræða mál sín opinberlega. Þessttm töktim vildi einn brenntvínssali í Reykjavík láta beita við bindindismennina. Hann kvað það rétt. að þeir menn. sem raska vildu fyrirkomulagi þjóð- félagsins, og þannig leiða bölvttn yfir landið tneö nýjum óróakenning- | um og skaðlegum nýmæhtm, Væru sviftir þeint rétti að hafa málfrelsi og ritfrelsi. Þetta er santa aðferðin sent katólskan hafði í fyrri daga; sama aðferðin sem alt þrællyndi hef- ir alt af haft og hefir enn þann dag i dag. En þessi aðferð sýnir aldrei annað ert veikan málstað. Sá, sem ekki þorir að heyra máli sinu and- mælt hann hefir ekki trú á sann- leika þess. Það sem ekki þolir sól- argeisla opinberrar mótstöðu. er af- kvæmi myrkursins; það mál, setn ekki þolir opinberar umræður, er ilt mál. Ljósið og sannleikurinn hald- alt alt af í hendur; tnyrkrið og lygin eiga aðra götu satnan. En það fyrra sigrar venjulega. Það hefir sigrað á islandi í þetta skifti. Sigur þess er nýársgjöf íslenzku þjóðarinnar í dag. Eftir að embarttismenn landsins fóru að veita bindindismálinu fylgi sitt var því borgið; það tók þá hvert risasporð á fætur öðru. Árð 1890 var áskorun send til prestastefnunnar í Reykjavik þess efnis, að biðja biskup og presta að veita málinu fylgi sitt. Biskup tók þvl vel, og varð árangurinn sá, að hann sendi nokkru síðar áskorun á- samt 8 prestum til allra presta lands- ins og hvatti þá til þess að ganga í algert æfilangt bindindi. Þvt yar þanig tekið að stofnaö var presta- bindindi og gengpt i það Hallgrímur biskup Sveinsson, séra Þórliallur Bjarnarson prestaskólakennari, og 8 prófastar og 36 af 117 prestum landsins. Þetta tiltæki biskups hafði óútreiknanleg áhrif. Santa ár gengpist nokkrir kaup- menn fyrir því sjálfkrafa, að kaup- menn og verzlunarstjórar skyldu hætta að flytja inn áfengi. Vortt þeir helztir hvatamenn þess Björn Sigttrðsson í Skarðstöð, sem nú er bankastjóri í Reykjavík, og Tryggvi Gunnarsson. sem öll velferðarmál landsins gerir að sínum málum. Fóru þeir í þessum erindum til Kaup- manahafnar til þess að fá stórkaup- menn. er þar bjuggu og verzlanir áttu á íslandi, til þess að gefa sam- þykki sitt til þessara nýmæla. Þetta var stórt spor í rétta átt og hafði niikil áhrif. Þessu næst Var safnað áskriftum ttm alt land undir bænar- skrá til allra alþingismanna og kaup- manna, og þeir beðnir að ljá bind- indismálinu fylgi sitt. , En einna stærsta sporið var þó stigið, þegar landlæknirinn beitti sér fyrir málið með öllu síntt afli og góðu hæfileikum, og ýtnsir embættis- bræður hans fetuðu í fótspor hans. Ixtksins konist svo langt, að þing- ið gerði brennivínið landrækt. Var ísland fyrsta land í heimi að sam- þykkja þess konar lög, og þau lög gengu í gildi í dag. Þessi samkoma er haldin til þess að fagna burtför Bakkusar. Nú er verið að fylgja honum til grafar á íslandi. Já, þetta hefir staðfestan og alvaran áunnið heima; en hvað höfum við gert hér ? Samvizkan bannar ntér aö þegja uni það við þetta tækifæri. Jafnframt því sem gleðin skipar öndvegi af fögnuði sigursins heima, verðum við hér að líta til jarðar með djúpri blygðun fyrir alvöruieysið. Heima var alvaran hæsta flagg á stöng bin<l- indisntanna; hér hefir alvöruleysi staðið málintt fyrir þrifurn. Eg get ekki annaö en kallað það alvöru- leysi, þegar bindindistnenn hafa látið brennivínsstjórn teyma sig á eyrttn- tint í eina áttina í gær og aðra í dag. Eg kalla það alvöruleysi, þegar þeir hafa látið leiðast til að bera það undir atkvæði vtnvaldsins, hvort stjórnin ætti að standa við gefin lof- • orð og ttnna eiða við bindindismenn- ina. Eg kalla það alvöruleysi, þegar bindindismen uppreistarlaust og mót- mælalítið láta stjórnina stinga undir stól vínbannslögum sömdum og samþyktum af fulltrúaþingi fólksins og staðfestum af æðstu dómstólum rikisins; og eg kalla það alvöruleysi, þegar bindindismenn greiða svo at- kvæði með ^þessari sömu brennivtns- stjórn og á móti bindindislöggjöf. Mér finst, að sem bindindismenn hljótum við að skammast okkar nið- ur t hrúgu fyrir slíkt alvöruleysi. Mér finst sem þessi miklu tímamót, þessi mikli sigur fósturjarðarinnar, ætti að verða okkur hér umhugsun- arefni til samanburðar; mér finst það ætti að verða hvöt fyrir okkur til meiri alvöru framvegis. Á sama tima sem bræðttr okkar og systur ertt að loka dvrum fyrir Bakkusi fyrir fult og alt, finnast bindindismenn | hér svo blindir og lítilþægir, að þeir lofa þann, er oftast hefir svikið þá; lofa hann fyrir það, að hann hefir ekki þorað annað en að veita örlítið af því, sem mikill meiri hluti fólks- ins hefir marg krafist. Já, þeir ertt lítilþægir. Sigttrinn heima t dag er ávöxtur þess, að þeir hafa stefnt þar hærra og verið alvörumeiri. En einmitt þetta eiga að verða sterkar hvatir fyrir okkttr hér að gera bctur. Samkoman hér í kvökl er tvöföld; ekki tvöföld i þeim skiln- ingi að við meinum ekki hVert einasta orö sem við segjtim, heldur í þeim skilningi, að hér er bæði fagnaðar- hátíð og veiðimót. Við erttm að fagna því, að stúkan Hekla hefir lifað og starfað i 27 ár; stúkan Hekla, sent er stærsta stúka í Canada og stærsta íslenzka stúkan í heimi; og aðallega erum viö mcð fögnuði aö fylgja í anda hræðrum okkar heima, þar sem þeir bera Bakkus til grafar. Þetta er annað atriði samkomttnnar. Hitt atriði samkomtinnar er það, að við htigsunt okkur að veiða menn. Hér ertt satnan komnir menn af öllum stéttum, setn ekki heyra til þessu fé- lagi. Það var ekki fyr en presta- stéttin og læknarnir tóku satnan höndum heima, að vínið var gert landrækt. \fið þurfttm þess sama hér. Eg held því fram krókaiaust og óhikandi, að allir læknar, allir lög- menn og allir prestar eigi að vera bndindismenn. Næst trúmálunum eru siðferðismálin þau helgustu, sem presturinn á að starfa fyrir. Hver prestur veit það vel, að siðferði og brennivín eru andstæðingar; hann veit um grafirnar, sem geyma bein þeirra manna, er áfengiö varð að falli; og hann veit að þær grafir eru margar—margar. Eitt af þvi, sem prestum ríður Hka á sjálfum, er það, að kynnast sem flestum; með því geta þeir aukið söfnuði sína; svo þótt eldci væri nema frá eigingjörnu sjónarmiði skoðað, þá ættu þeir að finna hvöt hjá sér til þess að vera t j þessum fjölmenna félagsskap. En aðal áherzluna verður að leggja á siðferðishliðina; hún á heimting á vernd þeirra. Þó er það ekki síður læknastéttin, sem starfandi ætti að vera í þessu máli. Læknarnir liafa ef til vill minni afsökun en noldcur önnur stétt fyrir þvi að vera ekki í flokki bindindismanna. Þeir vita betur en allir aðrir um áhrif áfengps- eitursins; enginn veit betur en þeir hvernig það lamar lífsþróttinn, or- sakar sjúlcdóma og gerir manninn ó- hæfan og afllausan í baráttuinni gegn allskonar veikindum. Enginn veit betur en þeir hversu mjög á- fengisnautnin eykur allskonar ó- þrifnað og ólifnað og hvemig þeir félagar aftur grafa grundvöllinn undan heilsunni. Framtíðar læknis- j fræðin verður aðallega t því fólgin, I að kenna fólkinu að lifa, sVo það j verði sem sjaldnast veikt. Það er ó- tieitanlega gott að fá bót meina sinna j þegar maður er orðinn veilcur, en það er enn þá betra, að fá komið í veg fyrir veikindin; og það verður aðal köllun læknisins að verja sjúkdómum. Frá þessu sjónarmiði er j það enginn sem fremur ætti að styðja i að útrýming áfengis en læknirinn. Hrygðarmyndir áfengisins bera svo oft fyrir augu hvers sjáandi læknis, að þaö ætti að vera honutn nóg hvöt til þess að berjast gegn þvi. Þá má ekki gleyma lögmönnum og dómurum; enginn sá hefir verið við mörg mál riðinn eða skipað dóntara- sæti, aö ekki hafi hann horfst í augu við eymd og bágindi, sem af áfengi stafa. Við þurfum að fá liðveizlu okkar góðu leiðtoga hér vestra. Alla prestana, alla læknana og alla lögfræðingana. Sameiginlegt átak frá þeirra hendi reyndist notadrjúgt og áhrifamikið heima, og það mundi verða eins hér hjá okkur. í þessum félagsskap geta tttenn unnið samatt hvaða skoðun sem þeir hafa. Þið sjáið t.d. hér uppi á pallinum séra Rúnólf Marteinsson, prest kirkjufé- lagsins; séra Friðrik Bergmann and- stæðing hans í trúmálum, og séra Guðmund Árnason andstæöing hinna tveggja, og svo mig, sem er andstæð- itr þeim öllum. En þrátt fyrir þenn- an trúarbragðalega mismun, fintium við það, að við eigutn allir heima t Goodtemplarafélaginu. Allar sálir eiga einhvern sameiginlegan brenni- depil, þar sem geislar sálnanna eða hins virkilega manns koma saman. Slíkur brennidepill ætti bindindis- félagsskapurinn að geta verið; dreifingin er nóg sanit, þótt þar sé staðið saman. Svo þurfum við að fá efnamennina, fjármálamennina í j félagið; þeir standa utan þess langt of margir. eg held helzt af misskiln- j ingi. Eg trúi því ekki, að það sé af j leti, og þri stður af nisku; það hlýt- ur að vera af misskilningi eða hugs- unarleysi. Þingmenn okkar eiga um fram alt að styrkja þetta mál, menn- irnir, sem fólkið kýs sér til vemdar og framkvæmda. En því miður verð- ur stundutn Htið úr efndum loforðuni þótt þau láti vel í eyrum fyrir kosn- tngarnar; þau gleymast oft, þegar til framkvæmdanna á að koma. Já. við fögnum yfir sigri þeirra heima og við hryggjumst yfir þvt, hversu langt við erum á eftir. Við sjáum það, að þeirra sigur var í því fólginn, að þeir fengu leiötogana á sitt band, og við finnum til þess sárt og innilega, að okkar ósigur er því að kenna. að við höfum ekki hlotið starf og áhuga leiðtoganna. Hér eftir verðum við að vinna af alefli til þess að ná þeim undir okkar merki. Þá fyrst er sigurinn vts. Já. við samfögnum með þeim heitna; en það er víst. að þeir mega enn ekki leggja árar t bát; þeir mega nú ekki leggjast til eilífrar hvíldar. Nú er einmitt mest þörfin fyrir því að vaka og vera á verði. Heima á íslandi á þjóðin þeirri ógæfu að sæta, að eiga nokkra harðsnúna andstæðinga bann- laganna. Þar eru ekki allfáar vasa- útgáfur af Roblin. sem vakandi auga þarf að hafa á. En þeini flokki, sem Ttorið hefir þetta stóra mál til sigurs. er einnig trúandi til að muna máls- háttinn, að “ekki er minna vert að gæta fettgins fjár en afla þess." Bjarta gleðigeisla flytur það nú í sálir vorar, að sigur er unninn heima og sterkar vonir vakna í brjóstum Vortira ttm það, að oss auðnist að ná sama marki. En til þess þarf alvöru og áhuga. -------«-»«.------ •Ffl-^-l-t-tft-1 tffrft-ftt+ffr HTHYGLI! Fáið þér kjörkaupa skrá vora? Ef ekki, segið oss til. t •5- ♦ THE Davidson-Gwynne Specialty Co. 807-809 Somerset BId«., Winnipeg Vor nýuiiM þeunan mánufí er áhald sem hver hóndi þarfnast HIN EINFALDA MJÓLKURFÖTU SK0RÐA. 35 cents Me# þvf áhaldi er gaman að mjólka, og létt verk. Kýrin getur ekki velt fötunni. og skjólan getur ekki skroppið til milli hnjánna. VERÐ AÐEINS................ Elin af nýungum vorum fyrir kvenfólk þennan mánuð er DÚN og ULLAR AVIAHON HOFA, meö ýmsum litum, f jólaatokk, Hið varmasta vildarkaup. Vanaverð $1.25 til $1.50 £ 1 nn Niðursett verð................... * «vU AlWr vorar vörur eru vildarvörur með kjörverði Sannið petta með því að bera saman prfsana hjá oss og öðrum. Sendið eftir kýörlcaupaslcrá vorri. Skrifið einu sinni, eftir það skal hún yður send á hverjum mánuði. + i ♦ t t i Allar vörur sendar frítt með pósti. Davídson-Gwynne Specialty Co, 807-809 Somerset Blk., Winnipeg I A « A « A. á áT Lszzzzzx t t REC0RDS *»3 [CTORÍUPPLIES Cross, Goulding & Skinner, Ltd. 323 Portage Avenue - Winnipeg EASTERN EXCURSIONS Frá i. til 81. I)esember Fyrsta i«u Iram t>>» uiiui* l’rá Wlnnipeg: tif 2 EXPRESS LESTIR DAGLEGA 8:10 TIL TORONTO og MONTREAL 21:10 TIL TORONTO TORONTO og NÆRSVEITA $40.oo MONTREAL og NÆRSVEIT $45.00 ST. JOII \ og NÆRSVEITA $59.30 HAI.IKAX og NÆRSVEITA $63.45 Fargjöld eftlr þessu frú öörum stöðum og tll allra stöðva I ONTARIO, QUEBEC OG STRANDFILKJUNUM Stansa mé. hvar sem vlll fyrir austan Ft WlUiam. Fartnlðar gflda 3 mán. Standard og Tourlst Svefnvagnar og Dlnlng Oars á öllum leslaru. Um frekari upplýslngar, farmfCa og pantanlr & svefnvögnum ber aS leita tll hvers Canadlan Pacific farmtða aala eða til WINNIPEG TICKET OFFICES Cor. Maln ..g Portage Ave. Fón M. 370—371. Opln á kveldln «Ok.-23k. Depot Fóii: M. 5500 Sérstök sala á lokkum um næsta hálfa mánuð Hárlokkar sem áður kostuðu $3 og QC $4, kosta nú..............VDC Bréflegum pöntunum sérstakur gaumur gefinn Sendið eftir verðskrá vorri Manitoba Hair Goods Co. ráðsm. Talsími: Garry 2156 P. O. Box 3172 Horni Sherbrooke St. og William Ave. Æ |[ í prentsmiðju vorri er alskonar prentun ™ II vel af hendi leyát. IJ Þar fást umslög, reikningshöfuð, nafnspjöld, bréfahausar, verðskrár og baekur, o.s.frv. Vér höfum vélar af nýjustu gerð og öll áhöld til að vinna hverskonar prentstörf fljótt og vel. Verð sanngjarnt. IJ Ef þér þurfið að láta prenta eitthvað, þá komið til vor. Columbia Press, Limitd Book and Commeraial Printen JOHN J. VOPNI, Ráðsmaöur. WINNIPEG. Manitoba

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.