Lögberg - 08.07.1915, Blaðsíða 6

Lögberg - 08.07.1915, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. JULÍ 1915. » Á vœngjum morgunroðans. Eftir LOUIS TRACY. Hann tók hana í fang sér og bar hana í sæti. “Þú hefir veriS dugleg stúlka og ættir skiliö aö fá góðan kveldmat,” sagði hann. “En hvaö þú getur talaö glannalega eftir önnur eins ósköp og á hafa gengið,” sagöi hún i áminning- arrómi. “ÞaÖ tekur ekki að láta þaö á sig fá, góöa,” sagöi hann. “Þú komst svo fljótt auga á óvinina og hræddir þá svo duglega, aö þeir komust aldrei ná- lægt mér.” “Ertu viss um það?” “Þegar við erum búin að boröa og smakka á siö- ustu vínflöskunni, þá skal eg segja þér frá viðskift- um okkar niöri.” 1 “Hvers vegna ekki strax ” “Vegna þess, aö fyrst verö eg aö komast eítir hvemig Mir Jan líöur. Eg tróö honum tvöföldum inn i hellinn, en eg vonast til aö eg hafi ekki meitt hann.” “Þú ætlar þó ekki aftur ofan?” “Eg vonast til að þess þurfi ekki með.” Hann gekk út á pallbrúnina, dró stigann upp og hrópaöi? “Mir Jan.” “Já, sahib! Lofaö sé nafn hins hæsta að þú lifir. Eg var meö hryggum huga aö leita þín meöal hinna föllnu.” Rödd Indverjans kom frá vinstri hlið og hann var kippkorn í burtu. “Hinna fö'llnu. Hafa margir falliö?” “Fimm, sahib.” “Getur ekki veriö! Eg skaut blindandi úr marg- hleypunni og ’lutti aö eins einn rnann meö jámkarl inum og einn féll út viö skógarbrúnina eftir aö eg fékkj riffilinn.” “Þá eru þeir sex, sahib, auk þeirra særöu. Eg sá fyrir einum svo ungfrúin hlýtur aÖ hafa —” “Hvaö er hann að segja um mig?” spurði Iris; hún var nú staðin á fætur og stóö viö hlið elskhuga síns. “Hann segir að ræningjarnir hafi alveg mist móöinn vegna þess að skothríöin dundi á þeim áöur en þeir bjuggust við að nokkur hefði orðið þeirra var.” “Hvernig atvikaöist þaö, aö þú gerðir út af viö einn ” “Hann elti mig inn í hellinn. Eg beið hans í myrkrinu og hann komsti ekki hjálparlaust út.” “Shabash! (= laglega af sér vikið). Er Taung S’Ali dauður ?” “Nei, sahib, ef hann er ekki sá sjötti. E‘g ætla að fara, og gæta aö því.” “Þeir kunna aö ráöast á þig.” “Eg hefi fundiö sverð. sahib. Þú skildir enga skotstikla eftir hjá mér.” Jenks sagöi honum hvar skothylkin voru og Mir Jan fann þau strax. Indverjinn sagöist geta fatiö með byssuna. Þvi næst fór hann að skoða likið sem lái lengst i burtu. Sjómaðurinn stóð með byssuna í höndunum og var tilbúinn aö hjálpa Indverjanum ef ræningjarnir réöust á hann. En þeir létu ekki á sér bera. Mir Jan sagöi aö sá sjötti er fállið hefði væri gamall trúníöingur. Indverjinn var svo sannfæröur um að ekki yröu fleiri áhlaup gerö fyr en birti af degi, aö þegar hann var búinn að ná í marghleypu Jenks, gekk hann í hægðum sínum út að brunninum til að sækja vatn. Þau Iris settust niöur og mötuöust og Jenks sagði henni hvar komið var, en dró úr tölu þeirfa sem fall- ið höfðu. Það mátti lesa þaö sem fram hafði farið milli ræningjanna í lófa sínum. Þegar þeir söknuöu Indverjans og vatnsbelgsins, höfðu njósnarar verið sendir að leita þeirra. Þeir höfðu heyrt óminn af samtali þeirra Jenks, en þóst of liðfáir, snúið aftur til félaga sinna og fengið liösauka. Þvi hafði Jenks og Indverjanum unnist tími til aö gem ráö sín. Iris virtist langa til að halda áfram samtalinu alla nóttina. En Jenks fékk hana til að halla höfðinu, upp að brjósti sér. Vinið, sem hún haföi drukkið með máltíðinni steig henni til höfuðsins. Hún tal- aði lægra og lokaðj augunum. Eftir litla stund var hún sofnuð og hvíldi við brjóst hans! eins og þreytt bam. Hann lagöi hana á fatadulur og breiddi ofan á hana. Svo gekk hann fram á pallbrúnina. Mir Jan bauðst til að ver á verði fyrir neðan bergið. En Jenks ráðlagði honum að fara inn í hellinn og hvila sig, þvi nú væri ekki langt að bíða dagsbirtunnar. Þegar Jenks var orðirm einn eftir vakandi fór hann aö hugsa um, hvað næsti dagur mundi bdi-a i skauti sínu. Hann rifjaði upp fyrir sér viðburöi síðasta sólarhringsins. Fyrir tuttugu og fimm stund- um leyndust þau ein, i fylgsni sínu, ræningjarnir höfðu setið umhverfis stórt bál niður á sléttunni og Mir Jan hafði þá verið jafn sólginu í blóð hans og nokkur hinna. Nú var Iris unnusta hans, meira en tuttugu af óvinunum fallnir í valinn og margir særð- ir, og Mir Jan orðinn einlægur vinur hans. Veröldin, sem við lifum i, er undarleg. Mil'li örvæntingar og gleðiríkra vona er oft ekki nema eitt fótmál og stundum virðist jafnvel styttra á milli undirheima kvala og Eden sæiu. Jenks hafði fulla ástæðu til aö vera innilega þakk- látur. Hafði ekki sá sem skreytir liljur akursins og þekkir þarfir bama sinna, bersýnilega rétt honum hjálparhönd? Brennandi þakklætis andvörp stigu upp frá brjósti hans og hann bað þess heitt og inni- lega, að hinum Alvitra mætti þóknast að halda vernd- arhendi sinni yfir þeim í framtíðinni, eins og að und- anförnu. Hann hrygðist er hann hugsaði til þess, hve margir örkumla vesalingar skriðu nú um eyjuna fögru, og honum hrylti við blóðinu er þar hafði verið úthelt. Ef mögulegt hefði verið aö fá ræningjana tii að láta af fyrirætlun sinni, hefði hann veriö fús til að fyrirgefa þeim banatilræðin og hjálpa þeim til að lina kvalir þeirra sem særðir voru. En honum var það um megn. Hann var eins og peð á litlu skákborði. þar sem siðmenning og harð- ýðgi berast á banaspjót. Vopnin urðu að ráða leikslokum. Þá hvarflaði hugurinn fram í ókomna tímann. Ef það átti fyrir þeim Iris að Hggja, að komast úr þess- ari prisund, hvað mundi taka við þegar þau kæmu aftur til hins siðaða heims? Ekki efaðist hann um trygð stúlkunnar. Henni mátti treysta. En hvernig mundi Sir Arthur Deane taka í það, að dóttir! hans giftist liðsforingja. sem hafði verið rekinn úr stöðu sinni í hernum? Mir Jan kvaðst hafa farið úr hem- um með smánar blett á bakinu. Var unt að þvo hann af ? Mir Jan var að því. Gat Jenks ekki líka þvegið blettinn af sér? Auðvitað varð hann að neyta annara ráða, því hann hafði mist mannorð sitt fyrir fram- burð konu, sem svarið hafði meinsæri. Auðlegð kom að miklu liði; en til eru öfl sem eru auðlegð sterkari. Hann afréð að biðja Iris að bíða, þangaö til hann væri búinn að þvo af sér óhróðurinn, sem á hann hafði verið borinn að ósekju. Engar ömurlegar áhyggjur áreittu Iris; hún sveif brosandi um sólroðna sæluvelli draumalandsins. Robert elskaði hana; það var henni nóg. Ástin næg- ir konum; karlmenn sækjast ejtir metorðum og frægö. Hann vakti hana meö kossi. Vel gat viljað til að það yrði síðasti kossinn sem hann fengi að gefa henni. Dagsbrúnin var þeim enn hulin, en austurloftið var orðiö ljósblátt. En þau máttu ekki bíða aðgerða- laus þar til dagur rynni. Ef ræningjarnir fram- kværndu fyrirætlanir sínar, þurftu þau margt að gera áður en þeir kæmu. Þau sviftu seglinu ofan af föngum sínum og bygðu skýli úr þeim. íyar átti Iris að láta fyrirber- ast, svo henni yröi minni hætta búin. “Til hvers gerirðu þetta?” spurði hún, þegar hún sá aðfarir hans. Hann sagði henni það. En hún þyemeitaði að fara að ráðum hans. “Elsku Robert,” sagði hún; “ef óvinimir komast á þröskuldinn, ef eg má svo að orði komast, þá þarf eg sannarlega aö hjálpa þér. Þó lítið lið kunni að vera að mér, þá ætti eg þó að geta tafið nokkuð fyrir ef þeir kqma upp í fjórum stigum í senn.” Haiín sagði henni, að ef til návígis kæmi, þá mundi jámkarlinn verða henum að, meira liði en byssan. Hún gæti orðið fyrir ef hún væri fram á pallinum. “Jæja,” íhælti hún. “Þegar þú segir mér að flýja inn í vigið, skal eg samstundis hlýða. Marg- hleypan getur komið að liði þó eg sé þar.” Þetta minti hann á aö iflarghleypa hans var ó- hlaðin. Hann áttj ekki eftir nema fimm af smáu skotstiklunum. Hann stakk þeirn í byssuna og rétti Iris hana svo. “Nú hefirðu ráð á lífi ellefu manna,” sagði hann. “Reyndu að hitta í hvert skifti ef þú verður að skjóta.” Það var svo dimt að hann sá ekki hrygðarsvip- inn sem færðist eins og dökk slæða yfir andlitið á henni. Hann einsetti sér að leyfa engum ræningja að skerða eitt hár á höfði hennar á meðan hann, mátti hrærast. Ef hann féll þurfti hún að minsta kosti að hafa eitt skot eftir í byssunni. Sjómaðurinn var búinh að rýma til á pallinum og var að leggja rifflana, þar sem hægast var að ná til þeírra. Þá heyrðu þau að kallað var fýrir neðan bérgið. “Mir Jan!” kallaði Iris. “Hvað er nú að?” spuröi Jenks og teygði sig fram af brúninni. “Sahib, þeir eru að koma.” “Eg er tiibúinn. Flýttu þér aö komast inn í hellinn.” Mir Jan hafði farið út úr hellinum án þess að gera Jenks aðvart. Hann vissi að bezt mundi að hlýða skipun hans og hvarf. Eftir litla stund heyrðu þau braka í greinum til hægri handar. Ræningjamir fóru nær um hve langt byssur Jeuks drógu og héldu s,ig utan skotmáls. Von bráðar barst sterkur en þægilegur reykjar- ilmur með morgungolunni að vitum þeirra. Ræn- ingjarnir höfðu kveikt stórt bál. Hitann lagði jafn- vel einnig upp á pallinn til þeirra; en mínútumar liðu, dagsljósið færðist yfir hvelfinguna og óvinirn- ir höfðust ekki að. Iris var dauf í bragði og föl í andliti, en sagði þó brosandi; “Þetta virðist ekki ætla að verða mjög hættulegt áhlaup. Reykjarlyktin minnir mig á matargjörð.” “Eg er hræddur um að hert verði á hnútunum' áður en lýkur, elskan mín. En þeir fara heimskulega að ráði sínu. Þeir hefðu átt að þreyta okkur með umsát og árásum í dag, en kveikja ,ekki upp eld fyr en í kveld. Ef þeir ætla að bræla okkur eins og melrakka í greni, þá hefði reykurinn komið þeim að betra liði að næturlagi. Á meðan þau voru að tala um þetta, gaus upp þykkur reykjarmökkur, líkt og þmmuský legöist yf- ir bergið og huldi himinn og hauður. Reykurinn var svo rammur, að þeim lá við köfnun. Ræningjarnir höfðu kastað þangi á glæðurnar. Mir Jan var svo heppinn að hdlirinn var1 svo langt í burtu, að reyk- urinn fór fyrir ofan hann; annars hefði hann eflaust kafnað. - “Legstu niður!” hrópaði Jenks.1 Svo rennvætti hann jakka og lét hana halda honum fyrir vitunum; svo hún mætti draga andann. Hún hnýtti ermunum saman fyrir aftan hnakka. Jenks fór að dæmi henn- ar. Þeirn varð hægara um andardráttinn og gátu þó beitt höndunum. Reykjarmökkurinn þykknaði með hverri mínútu sem leið, Bálið var fyrir norðan þau. Vegna, hall- ans sem á pallinum var, svo og þess, að reykur stíg- ur jafnan hærra því meir sem hanni fjarlægist upp- tök sín, var miklu minni reykur á suður brún palls- ins en að norðan verðu. Sjómaöurinn hafði vit á að færa sér þetta í nyt. Ef unt var að hlaða skjólgarð á nyrðri brún pallsins, mundi vistin skána. Hann tók járnkarl, stakk honum niður í sprungu og festi segl- ið á hann. Reykurinn á pallinum minkaði til rnuna við þetta, svo þau áttu hægt með að draga andann og gátu jafnvel talað saman. Reykjarmökkurinn mjakaðist eins og geygvænleg forynja fram hjá pall- inum og yfir höfuð þeirra, en gat ekki unnið þeim verulegt mein. “Við höfum sigrað í fyrstu atrennunni.” hvíslaði hann að Iris. En þau sáu ekkert, hvorki upp né niður né til hliðar. Loftið var heitt og fult af ryki. Það var eins og þau væru lokuð í göngum, langt niðri i iðrum jaröar. Jenks gægðist yfir seglið. Honum virtist hann sjá hreyfingu niður á sandinum svo hann skaut nokkrum skotum. Honum var svarað með kúlnahríð sem dundi á berginu. Ræningjamir voru betur undir áhlaupið búnir en Jenks bjóst við. Öll- um skotvopnum hafði verið safnað á einn stað, svo fjarri að þar varð reyksins lítið vart. Nokkrir beztu skotmennimir voru sendir þangað og skyldu þeir halda hþfiskildi, með skotum, yfir þeim ,sem réðu til uppgöngu á pallinn. Endi á illa gerðum stiga færðist nú upp úr reykjarmekkinum og lagðist á pallbrúnina. Þeir sem höfðu reist hann upp hörfuðu lítið eitt frá. Jenks stjakaði með járnkarlinum af öllu afli við stiganum svo hann féll og hópurinn sem stóð fyrir neðan hrökk til hliðar svo Mir Jan gat sent þeim kveðju sína. “Þetta var fallega gert,” kallaði Iris. Jenks leit snögglega til hennar; hann kannaðist ekki við málróminn. Hún var náföl, en engan ótta sá á henni. Augun virtust smærri en að vanda, nef- ið þandist út er hún dróg andann, varimar vom harð- lokaðar og spékoppar í kinnunum. Hún var dóttir víkingaaldarinnar. Þar sem hún lá á öðru hnénu, með sina marghleypuna í hvorri hendi, virtist hún samboðin manni þeim, sem hafði lagt líf sitt í söl- urnar fyrir hana. Hún tók eftir að hann leit á hana. “Viö sigrum!” hrópaði hún aftur og brosti, ekki eins og konur brosa að jafnaði, heldur eins og vík- ingar brostu þegar bardaga var von. En nú máttu þau ekki eyða tímanum í óþarfa mas. Þrír1 stigar voru samtímis reistir upp og lagð- ir að pallinum. Þeim var haldið svo fast, að Jenks gat ekki hrundið þeim til hliðar. Sá fjórði komi litlu seinna. Hefði nú ekki veriö rúm fyrir meira en einn í viðbót, en Jenks vissi að hann var ekki til. Sjómaðurinn hafði nú báðar hendur á jánþcarl in- um. Skothríðin hætti. í sama bili gægðist maður með djöfullegu heiftarglotti upp yfir pallbrúnina. Hann var í stiganum sem næstur vár Iris. “Skjóttu ekki!” hrópaði Jenks, og högg reið á höfuð mannsins. Tveir aðrir komu i ljós. Nú þurfiti bæði byssu og járnkarl. Þeim sem fyrir neð- an voru varð ógreið uppgangan, er sitt hræið hékk í hverjum stiga. Jenks hljóp að fjórða stiganum. Þar var maður við mann, eins langt og hann sá fyrir reyknum. Tóm vatnstunna stóð á pallinum hjá hon- um, Það var óliðlegt vopn. En sjaldan hafði Jenks hæft markið betur, en þegar hann hvolfdi henni yf- ir. úfinn og öhreinan kollinn á þeim sem efstur var í stiganum. Skothríð kvað við frá sléttunni og ktila reif af hon um hattinn. Aftur réðst hópur til uppgöngu með ryðuga rýtinga á milli tannanna. Þeir urðu að sigra, hvað sem það kostaði. Tvær manneskjur gátu ekki til lengdar varist fimintiu blóðþyrstum morðvörgum. Jenks þóttist sjá hvernig fara mundi. Hann varð að standa fram á brúninni. Kúlur óvinanna gátu því hitt hann í höfuð eða brjóst á hverri stundu. En Iris! Hvað yrði þá um hana? Hún hafði tekið eftir hvað ógætilega hann fór. “Varaðu þig! Stattu ekki svona framarlega!” æpti hún. “Þeir komast áldrei upp á pallinn!” í sama bili heyrðist dynur mikill í lofti, eins og þruma klyfi björgin. Vein hinna særðu, hróp óvin- anna og kúlnaþyturinn druknuðu í hávaðanum. Hvinurinn fór harðara en fugl flygi, og áður en sjó- maðurinn trúði sínum eigin eyrum — þvi hann vissi af hverju hávaðinn stafaði — datt sprengikúla niður rétö fyrir framan hellisdymar og blýregn steyptist yfir slakkann. Jenks hafði tæplega unnist tími til að skipa Iris að leggjast niður, áður en kúlan sprakk. Hann vissi ekki hver hafði sent hana, en hann vissi að hún hafði sprungið á meðal óvinanna, drepið og sært marga og fylt þá óhug og ótta sem eftir lifðu. Hann þaut fram á brúnina til að gæta að, hvort ræningjarnir hefðu ekki gripið tækifærið að gera þeiin óvænta árás. Engin manneskja sást í stigunum. En hann heyrði stunur og andvörp, fótatak og köll í fjarska. “Sahib!” kallaði Mir Jan; hann hafði árætt að skríða úr fylgsni sínu, eftir að kúlan sprakk. “Já,” svaraði Jenks. Indverjanum var svo mikið niðri fyrir, að hann gat varlaNcomið orðum að þvi sem hann vildi segja. Sjómaðurinn spurði hann nokkurra spurninga, til að fullvissa sig um að Mir Jan skjátlaðist ekki. Þá gekk hann aftur til stúlkunnar, vafði hand- leggjununf utan um hana, þrýsti henni að sér og hvíslaði: “Okkur er borgið, elskan mín! Það er komið herskip og tveir bátar hlaðnir soldátum em á leiðinni til lands. Hiin svaraði, sigri hrósandi; “Þeir hefðu aldrei getað sigrað okkur .Robert. Drottinn héit hlífiskildi yíir okkur. Robert, elsku Robert, eg er svo glöð og svo þakklát.” XV. KAPITULI. Erfitt aS þóknast öllum. Reykurinn var enn svo þykkur ,að þau sáu ekki niður í slakkann. Jenks þorði ekki að skilja Irii eina eftir á meðan svo stóð og hann þorði ekki heltl- ur að láta hana fara miður, því skeð gat að önnur k-úla yrði send á land og þá var Iris meiri hætta búin ef hún var niðri. En eitthvað varð til bragðs að taka. Jenks kallaði því til Alir Jan; “Veifaðu hattinum, ef þú héldur að skipverjar geti komið auga á þig.” “Þess þarf ekki, sahib; okkur er borgið,” sagði Mir Jan glaðlega. “Annar báturinn er rétt kominn að landi. Mér sýnist þeir vera í enskumi einkennis- fötum. Ræningjarnir eru allir horfnir.” Jenks fór að engu óðslega. Ekkert var unnið við að hrapa að neinu. Eitt^spor, stigið í ranga átt, gat verið nóg til að ónýta margra vikna starf. Mir Jan hoppaði og dansaði og réði sér varla af kæti. “Þeir hafa séð að ræningjamir eru á leið til báta sinna,” kallaði hann, “og annar báturinn heldur nú þangað. Þeir ætla ekki að láta þá komast undan með svo hægu móti. — Nú er þriðji báturinn að leggja frá skipinu.” Þegar Iris fékk þetta að vita, vildi hún endilega fá að komast sem fyrst niður. “Betra að bíða hérna, góða,” sagði hann. “Það getur vel skeð að óvinirnir leggi á flótta undan her- mönnunum og fari hér um og nú vil eg ekki leggja þig í hættu að óþörfu. Bátarnir koma að landi inn- anj skamms og þegar þeir eru komnir ■ er hættulaust aö fara niður.” Aftur kvað við fallbyssuskot frá skipinu. Iris hnipraði sig saman, en Jenks brosti. Hann vissi að kúlan mundi hafa komið löngu áður en þau heyrðu skothvellinn, ef henni hefði verið beint að þeim. “Þeir eru að skjóta á báta ræningjanna,” sagði hann. Enn þá heyrðust tvö skot. Gestirnir ætluðu ber- sýnilega að láta til skarar skríða. “Veslings mennimir!” sagði Iris. “Má ekki lofa þeim sem ekki hafa fallið að komast undán?” JYJARKET JJOTEL viö sölutorgið og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. Vinna fyrir 60 menn Sextíu manns geta fengið aSgang aS læra rakaraiSn undir eins. Tl! þess aS verSa fullnuma þarf aS ein» 8 vikur. Ahöld ökeypis og kaup borgaS meSan veriS er aS læra. Nem- endur fá staSi aS enduSu n&mþ fyrir $15 til $20 á viKu. Vér höfum hundr- uS af stöSum þar sem þér getiS byrj- aS á eigin reikning. Eftirspum eftlr rökurum er æfinlega mikil. SkrifiC eftir öKeypis lista eSa komiS ef þér eigiS hægt meS. Til þess aS verSa göSir rakarar verSiS þér aS skrifast út frá Alþjóða rakarafélagf..„. Internatlonal Barber College Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan viS Main St., Winnipeg. ii!. f í í i i i <r i; >’ • ’ i, • v ■ ' v. í L n1 ? r ■ C' s" 1 : ,i . n • J. C. MacKinnon ELECTRICAL CONTRACTOR Shor. 3019 588 Sherbrooke St. Bjór sem vert er að biðja um og bjór sem vert er að hafa á heimili á v alt 1 merkur- eða pottflöskum, hjá vínsölum eða beint frá E. L. DREWRY, Ltd. Winnipeg Isabel CleaningS Pressing Establishment J. W. QUINN, eieandi Kunna manna bezt að fara með Loðskinnaföt Viðgerðir og breyt- ingar á fatnaði. Garry 1098 83 isabel St. “Eg veit ekki; við fáum ekki að gert. Þeir sem lifandi finnast á eyjunni veröa líklega fluttir til meg- inlandsins og hengdir fyrir glæpi sína. Okkur má því einu gilda hvernig þeir hverfa úr sögunni.” Iris varð fegnari en frá megi segja að ekki heyrðust fleiri skot. Mir Jan sagði að nú væri hóp- ur sjómanna komimi á land. Þegar Iris heyrði það, var eins og hún breyttist skyndilega, því hún fékk ný viðfangsefni að hugsa um. Hún laugaöi andlitiö i vatni og leitaöi að pilsinu, sem hún var fyrir löngu hætt að vera í. Skömmu seinna heyrðist fótatak i fjörunni; það færðist nær. Foringi kallaði til Indverjans á bjög- uðu Hindúamáli: / . “Heyrðu Móri!” sagði hann; “er nokkur hvítur maður á eynni?” | Jenks hrópaði fullum hálsi: “Já, við erum hér tvö, uppi á klettinum fýrir of- an höfuðið á ykkur. Við komum strax.” Hann losaði kaðalstigann og kastaði honum nið- ur. Iris var óhraustleg og skjálfandi. “Farðu gætilega, góða,” hvíslaði hann. “Haltu þér! En vertu ekki hrædd! Eg verð í stiganum rétt fyrir neðan.” Það var ekki óþarft að gæta allrar varúðar. Hún var svo óstyrk, að ef hann gætti ekki allrar varúðar, var henni hætta' búin. En hún var öruggari og ánægðari er hún vissi að elskhugi hennar var nær- staddúr. Þegar þau voru þvi nær komin niður, heyrðu þau mann æpa fyrir neðan. Jenks stansaði og Ieit niður. Særður ræningi hafði legið hjá einum stiganum og séð1 þegar þau komu niður. tlann hafði sverð í vinstri hendi en um hægri hendina var vafið um- búðum. Hann gat ekki risið á fætur, en tókst að skríða að kaðalstiganum. Þetta var tTaung S’Ali. Hugðí hann að hefna hrakfara sinna geypilega. Er ekki ólíklegt að honum hefði tekist það, því Jenks hafði allan hugann á Iris, ef Indverjanis, hefði ekki notið við. Hann hafði tekið eftir ræningja höfð- ingjanum og veitti honum áverka svo stóran með byssuskaftinu, að hann virtist hníga dauður til jarðar. horni McDermot Umboðsmenn Lögbergs. J. A. Vopni, Harlington, Man. Ólafur Einarsson, Milton, N.D. K. S. Askdal, Minneota, Minn. J. S. Wiam, Upham, N.D. G. V. Leifur, Pembina. J. S. Bergmann, Garðar, N.D. Jón Pétursson, Gimli, Man. S. S. Anderson, Kandahar, Sask. Jón Ólafsson, Leslie, Sask. A. A. Johnson, Mozart Sask. S. Loptsson, Churchbridge, Sask. Jónas Samson, Kristnes, Sask. Paul Bjarnason, Wynyard, Sask. J. J. Sveinbjörnsson, Elfros, Sask. C. Paulson, Tantallon, Sask. Olg. Friðriksson, Glenboro. Albert Oliver, Brú P.°., Man. Joseph Davidson, Baldur, Man. Ragnar Smith, Brandon, Man. D. Valdimarsson, Wild Oak, Man. Jóhann Sigfússon, Selkipk, Man. S. Einarsson, Lundar, Man. Kr. Pétursson, Siglunes, Man. 01. Johnson, Winnipegosis, Man. A. J. Skagfeld, Hove, Man. Guðbr. Erlendson, Hallson, N.D. O. Sigurðsson, Burnt Lake Alta. Sig. Mýrdal, Victoria, B. C. Th. Simonarson, Blaine, Wash. S. J. Mýrdal, Point Roberts.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.