Lögberg - 12.08.1915, Blaðsíða 1

Lögberg - 12.08.1915, Blaðsíða 1
PEJíINGAR FYRIR BÆKUR,—Hæstu prísar og skærustu skildingar borgaSir fyrir 11. útg. Encyclo- pedia Britannica, Book oí Knowledge, Stoddard’s Lectures, nýjar skáldsögur og skölabækur I bandi.— Bækur, frimerki, fáséSir gripir og myndir keyptar, seldar eSa teknar I skiftum. ' fúsundir útvaldra bóka, nýrra og gamalla, fyrir hálfvirSi eSa minna. Stærsta úrval fornra og fágætra bóka vestanlands. Sérstök kjörkaup og kaupbætir um stundarsakir. — Allir velkomnir aS skoSa. “Ye Olde Book Shop”, 253 Notre Dame Ave. gegnt Grace Church. Ph. G. 3118. Két með stjórnareftirliti. Búnaðar stjórnardeild Canada lætur stimpla két af öllum skepnum, sem slátrað er í þeim stofnunum, sem hún hefir eftirlit með: „Canada approved.“ Vor aðferð er að selja aðeins két af heilbrigðum skepnum. Gætið að stimplinum. FORT GARRY MARKET CO., Limited 330-336 Garry St. Phone M. 9200 28. ARGANGUR NORRIS WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 12. ÁGÚST 1915 II NÚMER 33 STJÓRNIN VINNUR HINN GLÆSILEGASTA SIGUR Sir James og nálega allir hans menn fallnir í valinn Norris stjórninni veitt nœstum einhuga fylgi fylkisbúa. Hon. T. H. John- son og öðrum ráðgiöfum hlotnast dœmalaust atkvæðafylgi. Af 49 þingsætum hafa liberalar 39, conservativar fimm, en í tveim. ur eru menn sem hvorugum flokknum fylgja. Alveg óvenju- legan meiri hluta fengu flestir hinna liberölu þingmanna, og hæstan af öllum Thos. H. John- son, yfir fjögur þúsund. Dixon er næstur honum og Hudson. Clement heitir sá sem lagöi aS' velli Sir James Aikins í Brandon, meh mörg hundruð atkvæha meiri hluta. Sá eini af ráögjöfum Rob- lins sem bauö sig fram, Rawrence búna'Sar ráhgjafi, lagðist í valinn. Sharpe hét sá er verða skyldi undirforingi hjá Aikitjs, og var látinn segja af sér Dominion þing- mensku, til þess aö komast hér á fylkisþing, en það tókst báglega; hann féll sem aðrir. Fyrverandi forseti á mörgum Roblin þingum, James Johnson varð undir í sín.u gamla kjördæmi, þarsem hann hafði ^ áður haft mikið fylgi, og þannig mrctti lengi telja, því að liver máttarviðúr b-rast eftir ann,- an i hinu forna liði conservativa. í Howdens gamla kjördæmi sigr- aði prestur að nafni Wood þann conservativa sem á mótí honum var. í sex kjördæmum Winnipeg borgar sigruðu liberalar í fjórum, eða rétfara sagt fimm, því að Dixon naut þeirra fylgis. í norð- urbænutn komu sosialistar eimum manni að, og sigraði sá Hart Green, er þar hafði áður verið þingmaður. Foley, einn úr reikn- ingslaganefnd og einn af þeim 14 þingmönnum sem kærðu, fékk að- eins fá atkvæði. í miðparti Wiinnipeg horgar voru sviftingar ekki eins harðar og vant var. Johnson sigraði í A- sæti með meiri hluta sem nam 4,255 og var sá meiri hluti mestur, yfir alt fylkið, sem áður er á vik- ið. Þar var ósleitilega unnið af vinum og fylgismönnum Mr. Johnsons, er lögðu framt tíma og fyrirhöfn og bifriðar án alls end- urgjalds. Má af því marka, hversu vinsæll hann er og hve mikið kjós- endur hans vilja gera til þess að hafa hann fyrir sinn umboðsmann á þingi. Flest eða öll conservative þingmannsefni töpuðu því fé, sem þeir lögðu undir kosning sína (depositj, þeir i suður Winnipeg líka. Mikill fögnuður var alstað- ar þegar niðurstaðan kom í ljós. Múgur og margmenm var á götunum og fagnaði þeim sem sig- ur hefðu unnið. Stór fylkipg gekk til hallár fylkisstjóra og vottaði honum virðingu og þökk fyrir hans framkomu. Var þar svo mikið fjöltnenni og áköf fagnaðar- læti, að Sir Douglas mun verða minnisstætt alla æfi. Með þessu vildi fólkið vafalaust sýna að þvi mislíkaði þaö mótkast og tílslett- ur, sem fylkisstjórinn hefir orðið fyrir útaf hlutdeild sinni í því, að koma upp þeim svikum sem í tafli voru. , Þegar auðséh var, að mikill sig- ur mundi unninn, dunaði aðalstað- ur kosningastjórnar Hon. Thos. H. Johnson af fögnuði. Hann stóð upp og þakkaði sínum mönn- um dygga fylgd. “Þessi kosning er í marga staði ágæt,” mælti hann, “og varla getur sigurinn verið glæsilegri. Eitt atriði vildi eg benda yður á: “The new-inde- pendent liberal-old - conservative party” fann upp á því ráði, að láta Islending sækja í B-sæti, en þar er mest um ’íslenzka kjóseod- ur, og útiiugsuðu sérstakt ráð til þess að útvega Mr. Hannesson at- kvæði. Þeir mintust mín lofsam- lega í blaði sínu — og er það' nýtt sem sjaldan skeður. Rn niður- staðan varð, aö Norquay fékk sömu atkvæðatölu og Hannesson, þarsem mest var um íslendinga. Það sýnir, að íslendingar í Mani- toba eru syo vel að sér, að þeir ganga að pólitískri baráttu, svona vaxinni, þannig að þeir láta vit og sanngimi ráða, en ekki þjóð- ernis ástæður. Þetta þykir mér vænt um og líkar vel. Sigurinn í fylkinu er svo mikill, að nærri stappar að hann skapi vanda. Það ei' ekki einu sinni svo vel, að við fáum að hafa Sir James nærstadd- an á þingi, og nú, þegar við höf- um fengið það sem okkur var mátulegt, er John Haig slitnaði úr kstinni.” Þ.ess má geta að Haig féll í Assiniboia, en hann hafði j lirópað þetta á þingi, sem storkun- j arorð til liberala, er þeir komu ekki fram því sem þeir vildu um rann- sókn þinghússhneyxlisins. — Mr. Johnson kvaðst hafa vitað fyrir nokkru, að ekki væri Um annað að berjast, «• en “deposit” mótstöðu- manna, svo auðvelt væri nú við þá að fást. Þessi kosninga barátta hefði verið sú ódýrasta, sem nokknr sinni hefði staðið hér í horg, og gæti hann birt skýrslu um hvernig hverju centi hefði verið varið. Með sliku móti ætti *að haga kosningum. Það mundi verða auðvelt fyrir Norris stjóm- ina, að stjórna með heiðri og hag- sýni. ef hún héldi trausti kjós- endanna. Nú væri ný öld upp mnnin í fylkinu og með öllu lok- íð1 þeim aðförum sem átt hefðu | sér stað að undanfömu. Nú j skyldi hætt að stela kosningafúlgu ur vasa almennings. Hin nýja stjórn ætti brýn skyldu störf fyrir höndum, en fólkiö hefði sagt sinn vilja, það yrði að gera gangskör að því að framkvæma hann og láta lögin hafa sinn gang. Hann gæti lofað því, af stjómarinnar hendi, aö það yrði gert. Hún mundi halda sín heit við kjósenduram og gera það sem henni hefði verið fahð að gera. Honum þætti mik- ils ,um vert það traust, sem fólkiö sýndi honum, og því mundi hann ekki bregðast. Af öðrum merkilegum atburð- um í kosningunni má benda á, að Skúli Sigfússon vann sigur með vænum meiri hluta, og að Sveinn Þorvaldsson bar lægra hlut frá Ix>rði í Gimli. Hvorttveggja gekk að óskum. Enn er þess ógetið i þessu stutta yfirliti, að sá maðúrinn; sem skip- aði hinu conservativa liði til at- lögu, og átti mest undir, að vel tækist, hefir fengið áminningu um hvað hann sjálfur muni eiga í vændum, þegar þar að kemur. LIBERALAR KOSNIR—39. Kjördami. Mcirihluli. Assiniboia—J. W. Wilton ...... 55 Arthur—John Williams ........ 183 Reautiful Plarns—W. R. Wood. 197 Birtle—G. H. Malcolm ........ 451 Brandon—S. E. Clement........ 681 Cypress—Dr. A. W. Myles—.. 94 Dauphin—Dr. Harrington ...... 102 Deloraine—Dr. Thornton ...... 295 Dufferin—E. A. August ........ 85 Eltnwood—Dr. Hamilton .... 1440 Emerson—J. Baskerville ...... 633 Gilbert Plains—W.B.Findlater 565 Gimli—P. D. Furley .......... 597 Gladsone—Dr. Armstrong .... 652 Glenwood—Jas. Breakey ....... 455 Hamiota—J. H. McConnell.... 469 Kildonan-St. Andrews—G. W. Prout .... 538 Killarney—S. M. Hayden ..... 123 Lake-Side—Lt.Col. McPherson 172 Lansdowne— Hon. T. C. Norris ....... 743 La Verandry—P. Talbot^......162 Minnedosa—Geo. Grierson .... 521 Mountain—J. B. Baird .......1005 Manitou—Geo. Armstrong .... 19 Morden and Rhineland— Hon. Valentine Winkler .... 466 Norfolk—John Graham ........ 163 Portage la Prairie— E. A. McPherson ......... 259 Rockwood—Arthur Lobb ...... 652 Russell—W. W. Wilson ........424 St. Boniface—Jas. Dumas..... 131 St. Clements—D. A. Ross .... 479 St. George—S. Sigfússon ...... 460 Swan River—W. H. Sims ...... 206 Turtle Mountain—G. McDonald 36 Virden—Dr. G. Clingan ...... 394 Winnipeg North— B—R. N. Lowery .......... 223 Winnipeg Centre— A.—Hon. T. H. Johnson.... 4255 Winnipeg South— A—Hon. A. B. Hudson .... 4000 B—W. L. Parrish ...... 3375 CONSERVAT. KOSNIR—5 Iberville—A. Benard ........ 133 Morris—Jacques Parent ....... 85 *Roblin—F. Y. Newton ....... 105 Ste. Rose—J. Hamelin ........ 29 Carillon—A. Prefontaine..... 27 ÓHÁÐIR KOSNIR—2 Winnipeg Centre— B—F. J. Dixon ...........4112 Winnipeg North— A—R, A. Rigg ............ 220 Norris fagnað. Þegar forsætisráðherrann kom til borgarinnar, úr kjördæmi sínu, eftir kosningarnar, var honum tekið með viðhöfn og miklum fógnuði. 1 för með honum voru hingað Mr. Clem- ent frá Brandon, sá er þar sigraði Sir James Aikins, og margir aðrir. Móti þeim var tekið á C.P.R. stöð- inni, af meðlimum ráðaneytisins og öðrum helztu mönnum liberala í borginni. Var stígið í bifreiðar við lúðraþyt og fagnaðaróp og ekið um Main St. og Portage Ave. til þing- húss í fagurlega skreyttúm biíreið- um og náði sú hersing yíir meir en mílu vegar. I fremsta vagninum sat Mr. Norris og Mr. J. H. Ashdown, í þeim næsta Hon. T. H.\Johnson og Mr. Dixon; þar næst voru tveir ráð- gjafar með Mr. Rowell. for'ingja lib- erala flokksins « Ontario; þá hver af öðrum, ráðgjafar og liberal þing- menn nálega allir, með fjölda af þeirra fylgismönnum; konur voru í förinni svo skifti hundruðum. Beggja megin við höfuðgötur var mikill fjöldi, er heilsaði hinum ný- komna stjórnarformanni og köppum hans, með fagnaðarópum. Þegar suður kom til þinghúss ávarpaði Mr. Nor.ris mannfjöldann, sv'o og þeir Clement frá Brandon og Armstrong, er lögðu að velli forkólfa hins flokks- ins, þá Aikins og Sharpe. Mr. Row- ell flutti og snjalla tölu. Þessar viðtöktir voru með stór- feldari brag en hér hefir lengi fram farið. Nýja kynslóðin. Kansasbúar hafa i hyggju aö láta menn, sem til þess eru hæfir, skoða öll böm í ríkinu nokkrum sinnum á ári 'hverju og verður þeim sem heilbrigö reynast gefið heilbrigðisvottorð. Er í ráði að byrja á þessu á næstkomandi hausti. Höfð verður í hugá bæði andleg og líkamleg heilbrigði bamanna. Þau sem veikluð eru andlega eða líkamlega verðta undir læknisumsjá þar. til þau fá fulla heilsu eða út- séð þvkir um að ekki sé batavon. Engum verðlaunum verður út- býtt og engin samkepni í frammi höfð, tilgangurinn einungis sá að ála upp hrausta kynslóð og styrka. Heilhrigðisvottorðin verða veitt ókevpis og heilbrigðisrannsókniii sömuleiðis. — Fólk kom af skemtiför ná- lægt Muskoka Ont., ,og fór á reið yfir fljótandi brú á elfu, rann reið- ín útaf og í kaf. Fimm druknuðu þar, en þrír komust af, ökusveinn og drengir tveir. Stríðsfréttir j Þau tiðindi eru sögulegust, sem gerzt hafa á Póllandi, að Rússar hafa smámsaman þokast undan, þartil þeir hafa yfirgefið Warsaw og önnur afarsterk vígi á Vistulu bökkumi, sem nú eru i 'höndum þýzkra og austurrískra. Alt er það undanhald með gát og góðri gætni og’ hörðum bardögum af hendi hins rússneska fótgönguliðs, sem fær enn sem fyr mikið hrós fyrir það, hversu stöðugt og þolin- mótt það er í háskanum. Á einum vígvelli fyrir norðan Warsaw létu þýzkir 65,000 manns, áður þeir næðu stöðvum þeim, sem þeir sóttu eftir. Þaðan er ekki langt í brott virkið Novo Georgievsk, er þýzkir hafa sótt ákaflega; vamar- lið þess kastala hafði engin skot- vopn þegar tímar líðu og höfðu ekki nema byssufleina sina og beittu þeim bæði til varnar og sókuar. Margir aðrir staðir eru nefndir, þarsem stórar orustur liafa staðið, eitt er vígið Ivan- gorod, suður af Warsaw við Vislu, Það tóku Austurríkismenn, eftir haröa viðureign, sóttu síðan norður og austur þaðan. Rússar komu undan stórbyssum kastal- anna, með því að fótgönguliðið stóð fyrir þeim og tók við skotum og' áhlaupum óvinanna. Þar gerð- ist það sem óvanalegt er, að fót- göngulið hlífði fallbyssum, í stað þess að stórbyssurnar eru venju- lega til þess hafðar að styðja eða verja iótgöiiguliðið. Nyrzt á þessum rússneska vigvelli, eru þýzkir komnir mjög nærri Riga og stefna sumu liði í suður, til þess að taka jámbrautina sem liggur til Péturshorgar vestan og sunnan úr land'i. Þeir höfðu með einhverjum ráðum komið flota miklum gegn- um Eystrasalt, ætluðu honúm í Rig'a flóann, til að styðja herför sina á landi, en svo fóru leikar aði Rússum tókst að hnekkja honum, svo að hann flýði, en nákvæmar fréttir eru ekki af þeimi aðförum. Herförina til Riga og þangað suð- ur, tókst Rússum að stöðva þessa síðiustu daga og þykir vænlegra ráð þeirra síðan. Finsog áður hefir skýrt verið, var herför þessi þannig stofnuð, að aljur hinn au'sturríski her og mikið af þýzku liði keyrði Rússana úr Galiziu, sótti síðan norður Pól- land undir forustu Mackenzen, en jafnframt kom annar ner þýzkra norðan út' Prússlandi suður á hóginn og urðu Rússar í klofan- um. Um stund leit út fyrir, að liði þeirra mundi ekltí undankómu auðið, en vel hefir tekizt, með* stórum orastum, að aka því úr kvínni, en Pólland með höfuð- borginni Warsaw er á valdi þýzkra. Svo er sagt, að Vilhjálmur keisari hafi boðið Rússum frið, en valt er að trúa þeim sögum. Hitt er sennilegra sem sagt er, að hann rouni lýsa því að Pólland verði sjálfstætt ríki, undir vemd eða til- sjón Austurríkis. Konungsefni þar er haldið að sé einn af sonum hans eða einn erkihertogi austur- rískur og er því lýst að Pólland komist aldrei i hendur Rússai héð- anaf. En tæplega er mikið takandi af í því efni. Rússar eru að vísu ekki vel staddir nú, þó að komið hafi þeir leyfum stórhera sinna í vígstöðvar við ána Bug og séu öruggir til mótstöðu, en þegar þeir hafa náð að afla sér vígvéla og skotfæra, svo og draga saman lið, þá eru þeir erfiðir viðfangs, því að nógur er mannfjöldinn af að taka. Sagt er, að þeir séu ráðnir til mótstöðu þartil yfir lýkur með öllu. Að Svíar láti ófriðlega og geri sig líklega til ófriðar við Rússa, er næsta óliklegt, þó að sú tilgáta standi i blöðum. Þeir hafa sam- ið við Noreg og Danmörk, að halda hlutleysi í þessum ófriði og •]>ó að her þeirra sé vígalegur og hraustur, þá er hann ekki svo mik- ill, að hann sé til úrskurðar fær við annað eins stórveldi og Rúss- land er. Þó að stríðið hallist á þá í svipinn, þá er þjóðin svo stór og öflug, að ekki verðúr langt að bíða þess að hún rétti við og ger- ist öflugri en áður og verður þá þeim smáþjóðum hætt, sem notað hafa sér þann tímann,, er hún var í vanda stödd, til að bekkjast til við hana. Noregur og Danmörk er mjög til vináttu snúin við bandamenn. Samtök á Balkan. Um Balkanríkin er enn sagt, að þau séu í samningum eða samtök- um um að veita mótstöðu Þjóð- verjum og Austurríkismönnum, er það sýnir sig að Serbiu skal aðför veita á ný, þegar lið er aflögum eftir undanhald Rússa. Grikkir eru sagðir í þeim huga að veita Serbum, en engar vísar fregn- ir eru af þeim ráðum, nema sam- fundir helztu landstjómarmanna. ViS Hellusund. Þar er haldið uppi áhlaupum og vigafari sem áður, en seint gengur það þóf, bandamenn vinna nokkur hundruð fet í einu viö og við, með miklu mannfalli og stórri orrahríðl Landið er torsótt, gljúfur og gil og fell og brattar hlíðar og er það alt notað til að verjast, afi hinum þýzku foringjum Tyrkjanna. Á legi og í lofti. Þau tíðindi eru með minna móti. Þó að vitanlegt sé, að þýzkir eigi yfir miklu betri kafbátum að ráða, en þegar stríðið hóíst, hafa þeir ekki gert eins mikið að um eyðingu skipa og áður. Þó að ekki hafi borið mikið á, hafa Bretar sótt fast og stöðugt eftir að granda kafnökkvunum, og nú er það opin- hert, að þeir hafa eytt 29 slíkum fyrir Þjóðverjum. Við og við heyrist af að loftskipum sé beitt til hernaðar, svo sem það, að Tyrkir söktu einum kafbát Breta í Marmara hafi með því að láta sprengikúlur detta á hann úr háa lofti. Þýzkir hafa Og nýlega sent loftskipa flota til Englands stranda austantil. Þrettán manns, ílest kvenfólk, læið bana og tólf særft- ust. Eitt loftskipið varð fyrir skakkafalli af brezkri flugvél og varð að bjarga þvi af sjónum i Ostend. Fimtán canadiskir flug- menn eru komnir til Bretlands,. er lært hafa í Canada að heita flug- vélurn og er verjið að kenna fleir- um í Toronto; þykja þetta efnileg- ir menn. Skipi sökt. Eitt af stórskipum , Breta, 8000 tons, var á ferð meðfram Noregi, er þýzkur þafIxitur grandað'i því. Það liafði verið linuskip, en var nú vopnað. Aðeins fáum af skips- höfninni varð bjargað. Á Frakklandi hafa staðið sífeld hjaðningavíg, með ógurlegri ásókn á háðar hliðar, skothríðum í marg- ar klukkustundir og áhlaupum á eftir. Þar liefir afburðurinn eng- inn orðið, þó að mannfall og áköf skotél hafi staðið' dag eftir dag. Þýzkir reyndu að þoka Frökkum skamt frá Verdun og taka þá borg, en tókst ekki; sömuleiðis gerðu þeir áköf áhlaup á skot- grafir enskra hjá Hooge í Flandre og hröktu þá þaðan, en Bretar hafa jnú náð þeim aftur. ítalir síga á. Nefndir eru staðir, þarsem Ital- ir og Austurrikismenn hafa barizt harðlega og fylgir vanalega að þeir fyrnefndu beri hærra hlut, og séu svo og svo margar mílur frá Trieste, en þeim sækist seint, eins- og búizt var við í upphafi. Þeir ausutrrísku hafa flutt lið að landa- mærum Serbiu, íoo.odo manns og er von á meiru við fyrsta tækifæri, að sögn. — Steypiregn gerbi í Wisconsin 29. júli svo ár flæddu yfir bakka, akrar skemdust og hús færðust úr stað. Tveir menn voru á leið yf- ir brú er áin braut brúna og druknuðu þeir báðir. Botha sœmdur. Louis Botha, er fyrir nokkruin árum barðist gegn Bretaher, hefir nú fengið einróma þökk frá þing- inu brezka, fyrir að vinna hin þýzku lönd í Afriku undir ríki Breta. Æjzti ráðgjafinn Asquith miælti með tíllögunni um heiðurs- þökk til Botha og tók svo til orða, að hann væri “einn af ríkisins frægustu og mest virtu sonum. Það er, haft í orði, að gefa Botha tignamafn og 500 þúsund dáli í heiðursgjöf úr ríkissjóði. Órói í Bœheimi. Um sjötiu Bæheimsmenn voru teknir fastir nýlega af herliði Austurríkis og voru sumir dæmdir til dauða, sumir í langa fangelsis vist. Þeim var gefið að sök, að hafa dreift meðal almennings rússnesku flugriti, er hét Bæheims- búum fullu sjálfstæði að loknu stríði. Stjómin í Austurríki tor- tryEgir Bæheimsmenn og hefir látið rannsóknir hýbýla, fram fara um alt landið, einkum hjá þeim, sem eiga vini eða vandamenn í öðrum löndum. I Bæheimi búa þýzkir og sá slafneski þjóðflokkur, er nefnist Tékkar, og mjög harð- lega standa í móti viðleitni Þjóð- verja að svifta þá þjóðemisein- kennum þeirra. Árshátíð Islendinga í Winnipeg. íslemiingar i horgirmi héldu sum- arhátíð sína 2. Ágúst eins og að und- anförnu. Fyrir dagmál tók fólk að þyrpast út i sýningargarðinn og bætt- ist stöðugt við hópinn til kv'ölds. Veður var hið ákjósanlegasta, heið- ur hirninn, hægur kaldi og gátu gest- ir því notið skemtana þeirra, er um hönd voru hafðar. Forstöðunefndin hafði séð fyrir mljög fjölbreyttri íþróttaskrá og vandaðri skemtiskrá. Þurfti enginn, sent stund leggur á íþróttir og af öörum ber, að fara þaðan verðlauna- leus. Skömmu eftir dagmál hófst skemt- unin með því, að stúlkur innan sex ára aklurs þreyttu kapphlaup. Háðu því næst piltar og stúlkur, menn og konur og jafnvel karlar og kerlingar kaphlaup og þótti skemtun að hin bezta. Var keppinautum skift niður t flokka eftir aldri og fengu þeir verðlaun er fram úr sköruðu; öll voru þau v'erðlatm greidd í vörum. Ekki lét eldra fólkið, það, er komið var yfir fimtugt, standa á sér að reyna hver fóthvatastur væri frem- ttr en vngra fólkið. Stundu eftir hádegi tóku hin ís- Ienzku íþróttafélög ð reyna sig og er nákvæmlega skýrt frá úrsjitum á öðrum stað í blaðinu. Klukkan fjögur fóru fram ræðu- höld og söngur. Áttu þá sumir úr vöndu að ráða. íþróttakepninni var enn ekki lokið og langaði margan til að sjá hæði það sem fram fór á íþróttavellinum og hlusta á ræðurnar. Skiftist hópurinn þvi í tvo aðal- flokka og mátti á stundum v'arla á milli sjá hvor fjölmennari var. Ræður fluttu þeir Dr. Jón Stefáns- son: minni íslands;’B. L. Baldwin- son: minni Bretaveldis, og Dr. Bald- ur Olson: minni Vestur-íslendinga. Frumort kvæði fluttu þeir S. J. Jó- haneson: minni íslands; Dr. Sig. júl. Tóhannesson: minni Bretaveldis, og Einar Páll Jónsson: minni Vestur- íslendinga. Á milli ræðanna söng söngflokkur uridir stjórn hr. Brynjólfs Þorláks- sonar íslenzka söngva. Er það i annað skifti, sem hr. Þorláksson hefir aukið á ánægju árshátíðanna hér með söngflokki sínum. LTm kvöldið skemti fólk sér við datis fram urn lágnætti. Að afloknum ræðúm var frjálsra samskota leitið fyrir sjóð Rauða krossins, og gáfust rúmir $30, eins og sjá ntá á öðrum stað í þessu blaði. Þegar þess er gætt, að allar skemt- anir hér í landi eru rniður sóttar nú ert að undanförnu, riiá furðu gegna, hve margir sóttu hátð þessa. Sýnir það nieörík annars, hve sterkum taug- um Vestur-íslendingar eru bundnir við gamla landið, þótt margir séu þeir “landar” vor á meðal, sem aldrei hafa það augum litið. Því betur sem oss tekst að verja um þá taug, því vísari er oss sigurinn í andróðri lifsins á úthafi ættlandsins nýja. Svikið verk og stórkost- leg yfirborgun. Gefið hefir Woodman verkfræð- ingur skýrslu sína, sá er hin kgl. rannsóknarnefnd fól, að rannsaka byggingu þinghússins. Hún er í stuttu máli á þá leið, að af 15 stöplum, sem rannsakaðir vom, stóðu aðeins sex á bergi, þó að hægt væri að ná niður að því, og því hætt við, að þeir muni missíga. Ekki eru 35,000 cubic yards af steinsteypu i þeim, heldur aðeins 21,325. Andvirði þeirra reiknast honum $266,687, en Kelly voru borgaðir fyrir þá $844,037 og lion^ um því ofhorgaðir $577,350. Steinsteypuna í stöplunum seg- ir verkfræðingurinn rnjög lélega og miklu verri en vera átti og til var tekið i samningunum. Con- tractarinn notaði í staðinn fyrir grjót og sand, aðeins möl og cement, og hið síðamefnda af skornum skamti, minna en vera átti, að þvi er virðist. Af þessu leiddi, að steinsteypan, einkanlega í suðurvængnum var léleg, en þó nægilega sterk, af því að stólpam- ir eru miklu meiri um sig en þeir þurftu að vera, ef efnið hefði ver- ið gott. Stöplana segir hann sjálf- sagða að missíga, af hágum frá- gangi, meðal annars vegna þess að steypan er léleg, og þeir ná ekki ofan að klöpp. Það er álit hans, að beztu und- irstöðu hefði mátt leggja fyrir $175,000, 1 fyrir utan stálverk. Það sem búið er að vinna á bygg- ingunni metur hann rúmlega $800,000 virði, bvggingarefni á staðnum 150 þús. dala virði og áhöld Kellys 45 þús. dala virði. Russel bvgginganneistari fór mjög nærri þessari áætlun í skýrslu sinni til stjórnarinnar, nýlega út- gefinni. Þess her að geta að lokum, að Ivelly var borgað fyrir verkið, fram að marzbyrjun, $1,664,242,- 15, sem er nálægt því helmingi meir en andvirði þess sem hann var búinn að gera. —-...■*«»----- -—Charles Becker, lögreglumaður- inn, sem tekinn var af lifi með raf- urmagni í New York fyrir helgina, hafði mynd af konu sinni nælda á skyrtu sína yfir hjartastað, þegar hann var aflífaður. Þau hjón unn- ust heitt, og hefir hún heitið ]rví, að verja allri ólifaðri æfi sinni, ef þörf gerist, til að sanna saklcysi hans. Hún hafði beitt allri orku til að fá hann naðaðan, en allar þær tilrauiúr voru árangtirslausar. Hryðjuverk Tyrkja í Armeníu. Samkvæmt opinberum skýrslum, fram komnum á brezka þinginu, hafa Tyrkir og Kúrdar unnið svo mikið hervirki í Armeniu og drep- ið svo margt fólk, að mikið þykir fara fram úr ,þvi sem þar skeði í tíð Abdul Hamids. Sumstaðar tókst fólkinu að verjast. I bæn- um Stabe, til dænús að taka, þang- að sem Enver, Bey sendi hróður sinn með skipun um að ganga á milli bols og höfuðs á öllum, bæði konum og- körlum, þar snérist fólk- ið til varnar, þegar það sá hvað til stóð og hélt uppi vöm i margar vikur, þaugað til hjálp kom frá Rússum. En fyrir utan þetta og fáein önnur dæmi, hefir fólkinu verið slátrað einsog fé. Tala þess er sögð skifta hundruðum þús- unda, sem flutt hefir verið langt ur stað, einsog í herleiðing, sett niður í framandi stöðuni, mörg lnindnið mílur frá heimkynnum þess og býr þar við svo þröngau kost, að það deyr í hrönnum. Þýzkir liafa öll ráð, sem þeir vilja, í Tyrklandi, en ekki hafa þeir hindrað þessar hörmungar, heldur stutt að þeim, að sogn. Banda- menn hafa tilkynt höfðingjum Tyrkjastjómar, að þeim, skuli goldin ntakleg málagjöld, ef ' að- sóknum þessum linnir ekki. Drep- sóttir og hungursneyð er í landinu, og með því móti týnir það tölunni, sem Tyrkir létu halda lífi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.