Lögberg - 12.08.1915, Side 6

Lögberg - 12.08.1915, Side 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. ÁGÚST 1915. Á vœngjum morgunroðans. Eftir LOUIS TRACY. Eg held, annars a8 þau búi yfir einhverju leynd- armáli. Anstruther var hátt' settur i hemum — nú sem stendur er hann fyrirliöí riddarasveitar héraös- ins — og þó hann heiti Robert, þá hefi eg oft heyrt Mrs. Anstruther kajja hann “Jenks” og drengurinn þeirra heitir Robert Jenks Anstruther. Elsku Helena, gerðu þaö nú fyrir mig, aö spyrjast fyrir um þau í borginni. Sérstaklega langar mig a<5 fá að vita hvaða manneskja þessi “Jenks” er — þetta er voðalegt nafn. Eg er viss um að þú finnur eitthvað skrítið og kann- ske merkilegt, því Mrs. Anstruther var Miss Iris Deane, baróns dóttir og Anstruthers ættin er vel þekt í Yorkshire. Það er enginn Jenks í 'hvorugri ættinni; það skal eg ábyrgjast. Eg held eg geti gefið þér aðra ofur litla bendingu. Það kom nokkuð ákaflega skrítið fyrir á veiðimanna dansleiknum hérna í vikunni sem leið. Anstruther fer venjulega á vetuma með fjölskyldu sína til Kína eða undra eyjunnar. En i vetur voru þau kyr heima og Mr. Anstruther varð M. F. H. (skammstafaður virðingar titill), þvi hann er sannarlega ákaflega mikill “sports”-maður og gerir mikið gdtt. Jæja, élsku Helena. Þú manst eftir Dodgson fjölskyldunni; maðurinn rekur Piér fataverzlun. Hann hefir mikið látið á sér bera í samkvæmislífinu og bauð Lord Ventnor á dansleikinn. Það lítur út fyrir, að Ventnor hafi ekki vitað, að Anstruther var orðinn M. F. H. og Mrs. Anstruther tók auðvitað á móti gestunum. þegar Lord Ventnor heyrði hennar getið, var® hann ákaflega reiður. Hann sagðist ekki kæra sig um að hitta hana 'og fór til London með næstu lest. Dodgson gramdist þetta óttalega og Mrs. Do(lg- son kunni sig ekki betur en það að segja J\f rs. Anstmther upp alla sögu. En hvað heldurðu að hún hafi sagt — “Lord Ventnor þurfti ekki að vera svona hræddur. Maðurinn minn hafði ekki veiðina með sér I” Eg var ekki héma þegar þetta skeði, en Barker litli sagði mér að hún hefði verið ákaflega töfrandi þegar hún sagði þetta. En Barker er asni. Hann heldur að Mrs. Anstruther sé fegursta konan í Yorkshire. Þáð er sagt að hún hafi verið ákaflega skrautlega búin; en eg trúi þvx varla, því venjulega gengur hún í mjög látlausum búningi. En vel á minst; eg gleymdi að segja þér, að Anstruther hefir látið endurreisa kirkjuna okkar. Aðstoðarpresturinn er auðvitað alveg í sjöunda himni. En mér fellur ekki við fólk sem er svona örlátt á fé, en forðast að eign- ast vini. Það er augljóst merki þess, að þau em hrædd um að eitthvað kvisist um fortíð þeirra. Blessuð skrifaðax mér nú fljótt. Gleymdu ekki “Jenks” og “Lord Ventnor”. Mig langar til að frétta um þá. Þín einlæg Matilda. P.S.—Kannske eg hafi dæmt þau ranglega. Eg fékk heimboð frá Mrs. Anstruther, rétt þegar eg var að leggja frá mér pennann.—M. P.P.S.—Eg held eg ætli aldrei að koma þessu bréfi í póstinn. Eg var búin að loka því, en eg varð að brjóta það upp aftur til að segja þér að aðstoðar- presturinn leit inn til mín. Eftir því sem hann sagði mér um Lord Ventnor, þá held eg að Mrs. Anstruther hafi ekki sagt meira en hann átti skilið.—M. ENDIR. LUKKUHJÓUÐ. EFTIR LOUIS TRACY. I. KAPITULI. Lukkuhjólið snýst. Það' var í október mánuði. Úfnir skýflókar liðu með löngu millibili yfir himinhvelfinguna svo sólin náði að verma köld engi og votar götur eftir regrrið um nóttina. Stxmdu eftir dagmál kom ungur maður út úr Victoriu stöðinni og þræddi sig hröðum skrefum á milli vagna og aurpolla og stefndi niður á Victoriu stræti. Hann nam skynlilega staðar þvi hann kom auga á nýstárlega sýn. Ilinir “atvinnulausu” voru að koma í langri röð ofan Vauxhall Bridge Road og stefndu niður á strætið þar sem umferðin var meiri. Þeir höfðu ekkert fyrir stafni, þurftu því ekki að flýta sér og fóru í hægðum sínum. Það sáust engin æðrumerki á manninum sem frá stöðinni 'fcom, þótt hann tefðist. Hann tók tóbak upp úr vasa sínum, snéri saman vindling og kveikti i honum. Hinir “atvinnulausu” héldu leiðar sinnar. Allir voru þeir í rifnum og óhreinum fötum og andlitin Lögbergs-sögur FAST GEFINS MEÐ ÞVf AÐ GERAST KAUPANDI AÐ BLAÐINU. PANTIÐ STRAXI voru föl og vonleysisleg. Þrjú hundruð manns höfðu! safnast saman fyrir sunnan ána og stöðugt stækkaði hópurinn. Þegar nokkrar þúsundir voru komnar saman á árbakkanum, varð lögreglan að skerast í leikinn og fylgja hópnum út í Hyde Park. Þar var hverjum þeirn fagnað með hávaða og gaura- gangi, sem ávítaði stjómina og kendi henni um at- vinnuleysið. Lundúnabúar, eins og Richard Royson, stóðu á gangstéttunum og horfðu á þá. Þeir köstuðu smá- skildingum í peningabaukana og brostu í kampinn, þegar þeir báru saman istrubelgina á gangstéttinni og horuðu hnúaberu ræflana á götunni, því óvíðá ber jafnmikið á auð og örbyrgð samtimis og í Lundúnum. En þegar þeir voru búnir að friða samvizku sína með þvi að gefa fáeina skildinga og svala hláturfýsninni, er ekki ólíklegt, að sumir hafi vaknað til alvarlegri hugsana, er þeir lásu orðin á merki Vauxhall flokks- ins: “Svei ölmusu yðar — oss vantar vinnu,” stóð þar stórum, hvítum stöfum á rauðum grxmni. Þeir af áhorfendunum, sem litlu voru betur settir en þeir, sem í hópnum voru, fanst sem blautri dulu 'hefði verið kastað á andlitið á þeim. Slík áhrif höfðu þau á Royson. Hann beygð'i af Ieið og gekk út á Buckingham Palace Road; þar var umferðin minni Þungur gremjusvipur hvíldi yfir andliti hans, en æskufjör skein úr augunum Orð- in á merki hinna “atvinnulausu” angruðu hann. Þau höfðú níst sig í gegnum brynju æskunnar og hugar- flugsins og framtíðarvonanna. Þau voru bergmál af hans eigin hugsunum. Hinir “atvinulausu” hlutu að hugsa eitthvaS svipað og hann, Dick Royson, þeir höfðu farið að finna til síðustu vikurnar líkt og hann. Þaði fanst honum viðbjóð'slegt. Hann mátti ekki til þess hugsa, að telja sig í flokki þeirra mannræfla, sem fóru æpandi um götur borgarinnar. Og þegar hann fór að hugsa um þetta, fanst honum munurinn hljóta að vera mikill. Hann var tuttugu og fjögra ára gamall, vel mentaður, af góðum ættum og vel upp alinn, sex fet og tveggja’ þumlunga hár á sokkaleist- unum og leikinn íþróttamaður. Munurinn á honum og hópnum hlaut að vera mikill. En orðin á merki þeirra — það var þó sem þau væru töluð út úr hans eigin brjósti. Það var eins og örlögin rækju hann frá einum merkisatburðinum til annars. Þegar hann kom út á Buckingham Palace Road, kvað við hergöngulag svo hátt, að< hann gleymdi orðunum á rauða merkinu. Lögregluþjónn stikaði út á götumótin og leit hauk- fránum augum til beggja hliða. Stórir hópar höfðu staðnæmst á gangstéttunum. Konur með barnakerr- ur stóðu fremst á gangstéttunum til þess að þurfa síður að óttast, að kerrurnar brotnuðu og börnin meiddust í þrengslunum, og til þess að þær sjálfar skyldu getað séð alt sem fram fór á strætinu. Öku- menn stönzuðu án þess þeim væri skipað það1. En þeir sem voru að flytja fólk niður á járnbrautarstöð- ina, óku i flugferð, til þess að vera komnir fram hjá, áður en umferðin yrði lokuð. Og drengir hópuðust saman úr öllum áttum, blésu í hljóðpipur og göluðu og görguðu. Lífvarðarsveit var á leiðinni til konungshallar og gekk eftir hornablæstri og bumbuslætti, eins og hennar er siður. Bumbusláttur hermanna hefir dregið marga unga menn til framandi landa. Hljóðfærasláttur hermanna er jafnvel enn áhrifameiri og virðist fegurri vegna þess, hve skammvinnur hann er. Sá maður er dauð- ur úr öllum æðum, sem ekki finnur tAugarnar titra þegar lúðrarnir gjalla. Og ungi maðurinn var ekki svo langt leiddur. Hann var svo stór vexti, að hann gat auðveldlega séð alt sem fram fór á strætinu, þótt hópur stæði á stéttarbrúninni fyrir framan hann. Hann kærði sig því ekki um að troðast fram í hópinn, en stóð einn síns liðs upp við búðarglugga og gat hreyft sig eftir vild. Það virðist í sjálfu sér ekki merkilegt og varla þess vert að þess sé getið; en af slíkum smámunum má oft þekkja fólk. Hanri hafði erft þann sið, að láta fólk ekki gerast of nærgöngult. Þessar smávægilegu venjur hafa oft mikil áhrif á lif manna. Og fáir fátæklingar hafa dregið sig lengra út úr hópi jafningja sinna en Richard Royson gerði með því að standa efst á stéttinni. Hann vissi það ekki þessa stundina. Hann hafði lofað að hitta mann nálægt Charing Cross klukkan ellefu. Vegna þrengsl- anna ætlaði hann að fara aðra leið, en gat þó ekki að sér gert að horfa á lífvarðardeildina. Varðsveitin færðist nær, hún var skrautklædd og tiguleg. Það var eins og allir væru steyptir í sama mótinu og hópurinn hreyfðist eins og vél. Þeir báru sig vel og prúðlega — ekki síður sá sem lægst var settur en sá, sem æðstur var í tigninni. Þótt sólin skini skært þessa stundina, voru þeir allir í gráum yfirhöfnum, því haustnepja lá í loftinu eftir regnið. Þess vegna var munurinn á útliti þeirra enn minni. Þó var munurinn dálítill. Rauðu borðarnir á káp- um fyrirliðanna vöktu einkum athygli og þá ekki síð- ur merkisberinn. Hann var enn ekki fullþroska, en svipurinn var svo alvarlegur, að enginn sem á sá ef- aðist um, að hann mxmdi fús til að bera merkið hvert sem þörf landsins krefði. Það var því ánægjulegra, að sjá alvörusvipinn á andliti hans, er áhorfendur allir vissu, að í þetta sinn átti hann ekki að bera merkið nema stuttan spöl. Af því mátti ráða, hve alvaran mundi mikil ef meira lægi við. Royson var að bera saman merkisberana, sem hann hafði séð með minna en fimm mínútna milli- bili og hugsa umi hve einkennilegt það var, að lög- reglumenn fylgdu báðum flokkunum. Þá tók hann eftir því, að honum sýndist hann kannast við merk- isbera sveitarinnar. Að vísu var erfitt að greina það, því búningar og limaburður allra var næsta svip- aður. í stað þess að ganga á eftir hópnum, eins og hann hafði hugsað sér, þá stilti hann svo til, að ganga skamt fyrir framan hann. Eftir litla stund sann- færðist hann um, að hann var í fárra feta fjarlægð frá gömlum skólabróður sínum. Blóðið hljóp honum til höfuðsins. Þótt honum þætti gaman að sjá gaml- an skólabróður, þá fór ónota tilfinning um hann, er hann sá hve mikið djúp nú var staðfest á milli þeirra. Hér var “Jack” í lífvarðarsveit konungs, en. “Dick”, á brún grafar þeirrar, sem Vauxhall hópurinn var kominn niður í. Dick Royson komst aftur í ilt skap og 'hann hefði sjálfsagt bölvað ógæfu sinni ef óvænta atburði hefði ekki að höndum borið. Leiðin lá um mjótt stræti og til beggja hliða voru há hús svo glaumur hljóðfær- anna var enn meiri. Hópur áhorfendanna færðist nær hermönnunum og strætið varð sem kvikandi mannhaf. Húfur hermanna, byssustingir og flaggið gnæfðu yfir alt annað. Ilergöngulagið og hið jafna fótatak hermannanna hvatti og æsti lýðinn. Gamlir menn og gráhæ$5ir réttu úr sér og gengu að 'her- manna sið. Götustrákar settu höfuðin á bak aftur og flestir mjökuð'ust í sömu áttina. Þótt þröngt væri á götunni, var rýmt til svo her- sveitin kæmist leiðar sinnar. Opnum vagni með tveimur hestum fyrir var ekið út á hliðarstræti á meðan lífvarðarsveitin fór fram hjá. Royson stóð andspænis hestunum hinumegin við götuna og snéru höfuð hestanna að honum. Hann var að horfa á Hon. John Paton Seymour, gamla vin sinn. En þeg- ar minst varði tóku báðir- hestamir viðbragð og prjónuðu upp i loftið. Ökumaður var ekki við' þessu búinn og féll niður úr sæti sinu. Skríllinn rak upp óhljóð af ótta og hljóp i allar áttir eins og sprengikula hefði 'fallið niður á strætið. Hljóðfærin þögnuðu og flokkurinn stansaði. Hestarnir æddu fram hjá líf- varðar sveitinni og litlu munaði að þeir lentu á merk- isberanum. Einn af foringjunum ætlaði að grípa tauinana um leið og hestarnir hlupu fram hjá, en þeir liSuðust fram hjá eins og höggormur. Hestarnir hlupu áfram þangað til vagninn rakst á ljóskers- staur og braut hann. Annar hestanna kiknaði við er vagninn rakst á. Kona var í vagninum; hún var að losa af sér ábreiðumar og ætlaði bersýnilega að hlaupa út úr vagninum upp á líf og dauða. En hún hafði ekki tíma til þess. Aftara hjólið vinstra megin lyftist frá jörðu. Vagninn hefði oltið um í næsta andartaki, ef Royson hefði ekki verið til staðar. Hann þreif í hægra hjólið og lyfti vagninum svo honum og konunni var borgið. Það var laglega af sér vikið og bar vott um þrek og snarræði. Hann bókstaflega færði vagninn úr stað um nokkur fet. Þó var ekki alt þar með búið. í sama bili og hann greip í vagn- inn náði hann 5 beislistaumana og kifti í þá af svo miklu afli, að lögregluþjóni og hermanni tókst áð ná taki á hestunum. Ökumaðurinn hafði ekki meiðst og kom nú hlaupandi. Með 'honum var maður í loð- kápu. Royson var í þann veginn að fara að gæta að' hvernig konunni liði. Þá sagði einhver lágt, rétt við eyrað á honum: “Laglega gert, King Dick!” Það var John Seymour, sem þetta mælti. Hann stóð hreyfingarlaus einsog myndastytta út á miðri götu. í annari hendi hélt hann flaggstönginni en hinni nöktu sverði Royson hafði fáum mínútum áð- ur verið að bölva örlögunum. En þegar hann heyrði viðurnefnið, sem hann hafði haft í skóla, þá brosti hann, þótt nú væru fimm ár liðin síðan hann hafði síðast heyrt það. Frekar gátu þeir ekki talast við. Lífvarðarsveitin, varð^ að hálda til konungshallar. Örfá óljós skipun- arorð heyrðust, varðsveitin lagði aftur á stað, bumb- urnar voru barðar með nýju fjöri og strætjð smá- tæmdist, þangað til eftir voru aðeins örfáir forvitnir glápar, sem störðu á brotinn vagninn og skjálfandi hestana. Þegar lúðraþyturinn kvað aftur við, ætluðu þeir að þjóta af stað. En þeir voru í traustum 'hönd- um, því Royson hélt í taumana og ökumaður virtist tilbúinn að snúa af þeim höfuðin, ef þeir hreyfðu sig. “Eg skil ekki hver skrattinn hljóp í þá,” sagði hann við lögregluþjóninn. “Þeir hafa aldrei látið svona áður. Þeir eru venjulega hægir og spakir eins og sauðir.” “Of feitir,” svaraði lögregluþjónninn með spekings- svíp. “Þeir hefðu gott af því að fá meira að vinna og minna að eta. Hvað heiturðu og hvar áttu heima? Þú verður að borga fyrir ljóskersstaurinn. Það kostar talsvert að gera riddara áhlaup á Buckingham Palace Road.” Tilheyrendurnir kímdu að spaugi lögregluþjóns- ins. En Royson var að hlusta á fjöruga samræðu, sem íór- fram á bak við hann. “Meiddirðú þig nokkuð?” spurði maðurinn í loð- kápunni; hann var að tala við konuna í vagninum. Það var auðheyrt að hann var vitlendingur, þótt hann talaði vel ensku. “Ekki hið minsta, þakka þér fyrir,” sagði konan. Röddin var skær og hljómfögur, en þurleg. Konan meinti ber^ýnilega með þremur síðustu orðunum: “þér að þakkalausn.” Hún var samt ekki reið og þess vegna var hún kurteis. “En þvi i ósköpunum hljópstu ekki út úr vagnin- um, þegar eg kallaðr í þig?” sagði maðurinn. “Af því þú kastaðir ábreiðunum ofan á fæturna á mér, svo eg gat ekki hreyft mig.” “Gerði eg það? Ach, Gott! Hélztu þá að' eg hefði flúið til að bjarga sjálfum mér, en látið mér á sama standa um þig, þegar hættan var mest?” “Nei, nei. Það datt mér ekki í hug, baróri von Kerber. Þetta var auðvitað óvænt slys og þú hélst að eg hlypi niður eins og þú. Eg reyndi tvisvar að iosa mig, en misti jafnvægið í bœði skiftin. Við höf- um enga ástæðu til að atyrðast. Eg held að Spong hafi sofnað'. En í stað þess að rífast um hvað við hefðum átt að gera, þá ættum við sannarlega heldur að þakka manninum, sem hjálpaði okkur, fyrir hand- takið.” ’Það var eins og gremjan hyrfi úr málrómnum við að segja þetta. Ef til vill hafði hún ekki búist við að barónninn væri mikil hetja. Honum virtist sáma það, hve róleg hún var, en honum var ant um áð sýna það og sanna, að hann ætti að engu leyti sök á slysinu. “Eg ætlaði að1 ná í höfuðið á hestunxim; þess vegna hljóp eg út úr vagninum,” sagði hann. “En eg missteig mig og var því nær fallinn. En hvers vegna skyldum við sitja hér? Við verðum að fá annan vagn. Eða kannske þú viljir heldur fara með jám- brautarlestinni ” “Nei, nei. Náðu heldur í kerru.” Hestarnir voru nú orðnir svo rólegir að Royson þorði að láta ökumanninri taka við taumunum. Þá vanst honum timi til að snúa sér við og líta á konuna. Hann sá að hún var ung og lagleg, en loðkápan huldi andlitið að mestu leyti. Föt hans og kápa voru öt- uð götuauri, svo hann átti erfitt með að gefa sig á tal við konuna, því hann var að eðlisfari óframfærinn þegar konur áttu í hlut. Henni var; einnig af eðli- legum ástæðum stirt um málið. “Eg get ekki þakkað þér einsog þú átt skilið,” sagði hún. Hann tók þegar eftir, að hún var mó- eygð^ “Eg held -r- þú hafir bjargað lífi minu. Eg er viss urri að þú gerðir það. Viltu—koma—þajigað sem eg-til tek; eg skal gefa þér hús númerið. Mr. Fenshawe verður ekki í rónni, ef hann fær ekki að þakkal þér fyrir hjálpina.” “Láttu niig sjá um það, Miss Fenshawe,” greip barónninn fram í og var lítið eitt blesmæltur, þótt hann að öðru leyti talaði góða ensku. “Hér er nafn- spjald mitt,” hélt hann áfram og leit þakklætisaugum á Royson. “Komdu klukkan sjö í kveld; þig mun ekki iðra þess.” Hann vissi ekki hve konan hafði verið hætt kornin. Hann hélt, að þegar vagninn rakst á ljóskersstaur- inn, hefðu báðir hestanir stansað og að ungi maður- inn, sem nú starði á hann, hefði að eins náð i taum- ana og ekki gert annað. Royson lyfti hattinum og kvaddi konuna. Hún var nú komin ofan úr vagninum og átti erfitt með að halda fötunum upp úr bleytunni. “Eg er feginn að mér tókst að hjálpa þér,” mælti hann. Þegar hann hafði þetta mælt mundi hann hafa farið, ef von Kerber hefði ekki tekið i handlegginn á honum. “Þú tókst ekki við nafnspjaldinu rnínu,” sagði hann með: yfirlætissvip. Gremjan sem ólgað hafði í brjósti Roysons um morguninn, hafði lækkað þegar hestarnir fældust; nú kom hún aftur upp á yfirborðið. Barónninn var hár vexti, en Royson var þó stærri. Og 'hann tók ekki eftir því, hve köld fyrirlitning var í málrómnum þeg- ar hann svaraði: “Eg kæri mig ékkert um ölmusu, mig vantar vinnu.” Samstundis tók hann eftir bráðræði sínu. Hann hafði sokkið niður i dýki Vauxhall flokksins. Hann hafði jafnvel stolið orðtæki þeirra. Sjálfsfyrirlitn- ingin rak gxtemjuna á flótta. Og barónninn hélt, að hann skildi hvernig ástatt var fyrir manninum. “Jafnvel þó svo sé,” mælti hann lágt, “þá geturðu samt tekið við' nafnspjaldi mínu. Eg get útvegað þér vinnu. Þáð er vinna fyrir mann sem hefir vit og þor, já?” Það er algengt ráð, til að auka áherzlu þess sem sagt er, að haga orðum sínum þannig, að í þeim geti falist spurning. Von Kerber notaði sér þetta og leit auk þess íbyggilega á Royson,. En Royson var svo sneyptur fyrir að hafa hlaupið jafn óþægilega á sig og hann hafði gert, að hann tók ekki eftir því sem á bak við lá. Hann þreif nafnspjaldið og leit á Miss Fenshawe; hún var að gæla við hestana. Það jók gremju hans, að hún lét sem hún vildi hvergi koma nærri. Hún ‘hafði auðvitað heyrt hvað hann sagði og taldi hann i flokki hinna “atvinnulausu”. Og hann átti það líka sannarlega skilið. Hann skildi ekki hvernig hann hafði getað hagað sér svona dónalega. En hann hafði engan grun um það, að hvert orð sem hann sagði, hvert viðvik sem ‘hann gerði voru mikils- verðir þættir og höfðu ómetanlega þýðingu fyrir lífið sem lá fram undan honum. Hann flýtti sér í burtu, í þungum, sorgbitnum hugsunum. Aður eri hann varði, var hann kominn inn fyrir hliðið á skemtigarðinum. Hann gekk fram á vatnsbakkann, vætti vasaklút sinn og strauk af sér verstu aursletturnar. Honum hlýnaði svo í huga á meðan hann var að þvi, að hann brosti. En hann brosti ekki beinlínis af gleði, heldur af áriægju yfir því, sem Seymour hafði sagt. “King Dick!” tautaði hann í hálfum hljóðum. Timamir hafa breyst síðan eg heyrði það nafn síðast. Það skeður margt á fimm árum.” En það þarf ekki fimm ár til. Margt getur skeð á fimm sekúndum. En vér erum oft svo heimsk, að vér tökum ekki eftir því sem fram fer. Royson tók eftir þvi, að klukkan var því nær ellefu þegar hann loksins var búinn að strjúka svo vel af sér sletturnar, að hann gat látið sjá sig. Þegar hann lagði aftur á stað þangað sem hann hafði ætlað sér, heyrði han hljóðfæraslátt hermannanna. Þeir voru nú á leiðinni frá höllinni. Hann gekk eftir vatnsbakkanum og kom þangað sem ferðinni var heitið, þegar klukkan var tíu mínútur í tólf. Hann hafðí sótt um einkaskrifara stöðu og hafði það verið aðalskilyrðið, að hann kynni frönsku til hlitar. Maðurinn sem tók á móti honum var lágur vexti með vangaskegg, mjög snyrtilega búinn og hjól liðugur í hreyfingum. Það var auðséð, að hvorugum leist á annan. Dick Royson var ekki nærri nógu heflaður og strokinn til að fullnægja þeim kröfum, sem þingmaður gerir til skrifara síns. AJARKET ETOTBL Viö sölutorgið og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O'CONNELL. Furniture Overland J. C. MacKinnon ELECTRICAL CONTRACTOR Sher. 3019 588 Sherbrooke St. ER SVALANDI VIÐ ÞORSTA— I merkur- eða pottflöskum, hjá vínsölum eða beint frá E. L. DREWRY, Ltd. Winnipeg Isabel CieaningSf Pressing Establishment J. W. QUINN, cigandi Kunna manna bezt að fara með Loðskinnaföt Viðgerðir og breyt- ingar á fatnaði. Garry 1098 03 isabel St. Korni McDermot Umboðsmenn Lögbergs. J. A. Vopni, Harlington, Man.\ Ólafur Einarsson, Milton, N.D. K. S. Askdal, Minneota, Minn. G. V. Leifur, Pembina. J. S. Bergmann, Garðar, N.D. Jón Pétursson, Gimli, Man. S. S. Anderson, Kandahar, Sask. Jón Ólaísson, Leslie, Sask. A. A. Johnson, Mozart Sask. S. Loptsson, Churchbridge, Sask. Jónas Samson, Kristnes, Sask. Paul Bjarnason, Wynyard, Sask. J. J. Sveinbjörnsson, Elfros, Sask. C. Paulson, Tantallon,- Sask. Olg. Friðriksson, Glenboro, Albert Oliver, Brú P.°., Man. Joseph Davidson, Baldur, Man. Ragnar Smith, Brandon, Man. D. Valdimarsson, Wild Oak, Man. Jóhann Sigfússon, Selkirk, Man. S. Einarsson, Lundar, Man. Kr. Pétursson, Siglunes, Man. 01. Johnson, Winnipegosis, Man. A. J. Skagfeld, Hove, Man. Guðbr. Erlendson, Hallson, N.D. O. Sigurðsson, Burnt Lake Alta. Sig. Mýrdal, Victoria, B. C. Th. Simonarson, Blaine, Wash. S. J. Mýrdal, Point Roberts. Siguröur Jónsson, Bantry, N.D. Aðeins $2.00 á ári fyrir Lögberg og premíu þar að auki stærsta íslenzka fréttablað í heimi gjörist kaupandi þess.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.