Lögberg


Lögberg - 12.08.1915, Qupperneq 8

Lögberg - 12.08.1915, Qupperneq 8
8 LÖOBEEG, FIMTUDAGINN 12. ÁGÚST 1915. Frá vöruhúsi til borös yðar. Nnú €r svo vandlega búiö um BUJE RIBBON aö það getur með engu móti skemst. Pakkarnir í gömlu umslögunum seldust vel—en þær voru ófullkomnar. Hver húsmóðir þekkir þær. Veikar —rifnuðu oft—fólk var ánægt með þær af vana. Hinar nýju “BLUE RIBBON” umbúðir eru fullkomnar og hinar beztu. Sterkar, hreinar, liðlegar, rykheldar, v'atnsheldar. 1 stuttu máli GALLALAUSAR UMBOÐIR UM GALLALAPST TE Eins og áður, peningum skilað aftur ef kaupandi er ekki ánægður. Spyrjið matsala yðar. Or bænum Heimili í sv'eit þarfnast stúlku í vist. Heimilið er gott og vistin góð. Stúlkur, sem vilja sinna þess, snúi sér til Mrs. L. J. Hallgrímsson, 548 Agnes St. RAKARASIOFA og KNATTLEIKABDRD 694 Sargent Cor. Viotor Þar líður tíminn fljótt. Alt nýtt ogmeí nýjustu tizku. Vindlar og tóbak »elt. S. Thorsteinsson, eigandi Herra G. J. Christie var á ferð- inni eftir helgina, og leit inn á skrif- stofu Lögbergs. Hann býr nú búi sínu, síðan hann slepti hótelinu, og var kátur eins og fyrri. Miss María Hermann hjúkrunar- kona frá Dauphin, sem í sumarfríinu hefir að mestu dvalið hjá foreldrum sínum hér í borg, fór heimleiðis á þriðjudaginn. Eg hefi nú nægar byrgðir af “granite” legsteinunum “góðu”, stöðugt við hendina handa öllum sem þurfa. Svo nú ætla eg að biðja þá, sem hafa verið að biðja mig um legsteina, og þá, sem ætla að fá sér legsteina í sumar, að finna mig sem fyrst eða skrifa. Eg ábyrgist að gera eins vel og aðrir, ef ekki betur. Yðar einlægur, A. S. Bardal. Nú geta bifreiðaeigendur farið að keyra alla leið til Headingly á stein- steypu-vegi; það er verið að ljúka við slíka vegagerð alla leið þangað. Hagel lögmaður, sá er dæmdur var til fangelsis fyrir v'itorð um það, er Krafchenko strauk úr fangelsi, er nú laus. Hann hafði hegðað sér framúrskarandi vel i fangelsinu. Þann 20. Júli dó á King Edward spítala í Ft. Rouge, stúlkan Guðlín Goodman, dóttir Sveins Goodman í Pine Valley. Hún var 24 ára að aldri. Séra Björn B. Jónsson talaði yfir líkinu í Fyrstu lút. kirkju en cand. theol. Halldór Johnson jarð- söng það úti í Pine Valley. KAÚPENDUR SYRPU vil eg láta vita, að tvöfalt númer kemur út af ritinu innan skamms (tvö hefti bund- in í eina kápu—128 blaðsíður). — Ctgefandinn. Þann 28. Júlí voru þau Nels Espe- land og Nora Selina Bergman frá Invernay, Sask., gefin saman í <hjóna- band af séra Birni B. Jónssyni, að heimili hans, 120 Emily Str. Brúð- hjónin eru norsk. Sigurður G. Arason smiður og Karolína María Nordal, kenslukona, voru gefin saman að heimili B. S. Long, 620 Alverstone St., af séra B. B. Jónssyni. Brúðhjónin lögðu samdægurs af stað vestur til Leslie, Sask. Vér höfum lauslega frétt lát Mrs. Jóhönnu Pálsson, Kandahar, sem mörgum var kunn hér i Winnipeg. Hún fluttist vestur í land fyrir nokkrum árum með þeim hjónum Mr. og Mrs. Lúðvík Laxdal, og hefir alt af dvalið hjá þeim síðan. —Mrs. Pálsson heitin v'ar mesta myndar og skörungs kona. — Hennar verður sjálfsagt nánar getið stðar. Hr. Jóhann G. Thorgeirsson kom heini fyrir helgina úr þriggja vikna ferðalagi í Saskatchewan. Dvaldi hann lengst af í Kanadahar hjá mági sínum Steingrími Jónssyni. sem er nú að láta byggja myndarlegt iveruhús. Mr. Thorgeirsson leist mjög vel á sig vestra, og sagði horfur góðar með uppskeru ef ekkert kæmi fyrir. í Bardals Block finnið þér mig, enn á ný reiðubúinn til að gera alt gull og úrsntíði eins vel og ódýrt og hægt er. Gömlu viðskiftav'inir mínir ættu.ekki að gleyma þessu. G. Thomas. Hátíðarguðeþjónusta verður hald- in í kirkju Immanúelssafn. að Wyn- yard sunnudaginn 15. Ágúst í tilefni af því, að þá tekur söfnuðurinn að nota nýju sálmabókina við messu- sönginn. Við guðsþjónustu þessa á að nota messuform það, sem þar ^r prentað, og syngja sálma og lof- söngva úr bókinni. Söngflokkurinn syngur nokkra kórsöngva. Allir vel- komnir. Einar Emil Johnson, sonur Guðm. kaupmanns Johnson, er nýlega geng- inn í herinn og er “sergeant” eða yfirliði. Einar er 18 ára gamall og er gefinn fyrir íþróttir og stundaði “civil engineering” við háskólann hér, og þóttist ekki mega sitja hjá, er aðrir fóru til bardaga. Björgvin bróðir hans, 22 ára sveinn, hefir fengið sár á vlgvelli, en er á bata- vegi. Bréf á skrifstofu vorri eiga: Magn- ús Markússon, S. Sigvaldason og Otto Kristjánsson ('lslandsbréfý. Bifreiðaslys eru alltíð þessa dag- ana. Einn vel kendur borgari, for- stjóri fyrir Royal Trust Company, Todd að nafnið lét líf sitt einn dag- inn, með þeim hætti, að reiðin, sem hann stýröi, steyptist og hvolfdist yfir hann. Maðurinn dó en kona hans og börn, sem og voru í vagnin- um, sluppu með lífi og heilum limum. Hingað til hafa allir þeir menn, sem kvongaðir eru eða milli 18- og 21 árs aldurs, en beiðst hafa inngöngu í herinn, orðið að fá samþykki að- standenda sinna áður þeim væri veitt þar viðtaka; hinir ungu menn hafa orðið að fá samþykki foreldra sinna eða umsjónarmanna, en þeir, sem kvongaðir eru, hafa ekki getað geng- ið í herinn nema með samþykki eig- inkona sinna. Nú eru þessar hömlur úr vegi ruddar með nýútkominni reglugerð, og geta því allir karlmenn eldri en 18 ára komist í herinn eftir eigin geðþótta. Sunnudaginn 25. Júli andaðist á heimili sínu í Churchbridge Guð- brandur Árnason, eftir langan og strangan sjúkdóm. Hann var fædd- ur 20. Marz 1886 og því um 29 ára að aldri. Eoreldrar hans eru þau Árni Árnason og kona hans, sem um 24 ár hafa dvalið í Churchbridge, en komu þangað beina leið frá íslandi. Guðbrandur sál. eftirskildi ekkju og eitt barn, auk foreldra sinna. Guð- brandur sál. hafði hlotið talsvert mikla mentun og var vinsæll og vel látinn hjá þeim sem þektu hann. Jón Runólfsson skáld var hér á ferð fyrir helginá á leið frá Nýja ís- landi til Argyle bygðar. • Hann leit inn á Lögbergi og léði oss hið fagra kvæði, sem prentað er á öðrum stað í þessu blaði, og hann hafði flutt á 40 ára hátíðarhaldi Gimlibúa 2. þ.m. Almennur hvíldardagur fCivic HolidayJ var hér í- borg síðastlið- inn mánudag. Veður var hið bezta og hópaðist fólkið því sér» til hress- ingar vlðsvegar út úr borginni í ýmsa skemtistaði umhverfis bæinn og út að vötnunum. HERMENN HJÁLPA TIL .Samning'ar hafa veriíS gerSir við hermálastjórnina um, aS gefa þeim hermönnum, sem nú eru í Sewell Camp, eins mánaSar leyfi til Þess að þeir geti hjálpað bændum t Manitoba við uppskeruna. Landbúnaðarráðgjafinn áminnir bændur alvarlega um að tilkynna landbúnaðardeildinni hið allra fyrsta, hve marga menn þeir muni þurfa, hve mikið þeir vilja borga fyrir mánaðarvlnnu, hve nær þeir þurfa að byrja vinnunn og nafn næstu járnbrautarstöSvar. Dominion stjórnin borgar farbréf þeirra hermanna, sem fara út um bygð- irnar til uppskeru. Snúið yðiu- tafarlaust til Provincial Employment Bur- eau, Cor. Main and Water Streets, Winnipeg. AÐ HIRÐA UPPSKERUNA. Oskast KARLMENN eð* KVENMENN Sjötíu og fimm manns sem hafa kunnáttu í pilsagerð, svo og fólk sem kann að fatasaum og treyjusaum kvenna. Gott kaup og stöðug vinna. Finnið The Faultless Ladies Wear Co. Cor. Lydia og McDermot Ave. Mr. C. Olafson, umboðsmaður New-York Life lífsábyj-gðarfél. Kæri vinur! Félagi þínu til verðugs heiðurs Iæt eg þess hérmeð getið, að mér hefir vefið borguð að fullu lífsá- byrgð sú, er Asthyr sálugi sonur minn hafði í New York Life félag- inu. Undir kringumstæðunum mátti eg vel búast við talsverðum ervið- leikum með innheimtuna, sökum þess„ að hann gekk í herinn síðast- liðið haust undir alt öðru nafni en hann átti og var “insuraður” hjá fé- laginu, og dó svo á Frakklandi þar sem enginn þekti neitt til hans. Auk lífsábyrgðarinnar var mér borgaður þessa árs “bonus”. — Svo þakka eg þér, Mr. Olafson, fyrir alla þína milligöngu. Þú seldir lífsábyrgðina og borgaðir iðgjaldið fyrir son minn t bráðina og afhentir mér svo pen- ingana frá félaginu mér að fyrirhafn- arlus.. Þess Vegna vil eg glaður mæla með þínu starfi fyrir hönd New York Life, sem í öllum tilfell- um hefir reynst ágætlega. Því eg veit að lífsábyrgð er lífsnauðsyn fyrir flest fólk. Winnipeg, 26. Júlí 1915. Þinn einlægur, G. Hermannsson. “RED CROSS FUND” Áður auglýst............$244.10 Samskot á íslendingadaginn 33.35 $277.45 T. B. Thorsteinsson féh. ísl. nefnd. Miklir hitar eru nú á hverjum degi og fór mælir yfir 91 stig í skugga á þriðjudaginn um kl. 1. Líkt er að frétta um tíðarfarið úr öllum áttum og hefir þetta flýtt svo fyrir korn- vexti að margir bændur í Manitoba eru þegar farnir að slá akra sina, og í vesturfylkjunum búast menn við kornskurði alment um 20 þ. m. Þeir Gísli Jónsson og Árni Sig- urðsson frá Selkirk fóru um borgina í vikttnni áleiðis heim til sín. Þeir unnu að smíði á tveim húsum, er Guðjón Ingimundarson tók að sér að gera fyrir bæinn um 9 mílur aust- an hans. Sigurður hefir keypt Lög- berg síðan hann kom til þessa lands, en Gísli gerði að annara dæmum, gerðist nýr áskrifandi. Kosningarnar í Nýja Islandi. Afstaða kjósenda í Nýja íslandi við kosningar þær, sem fram fóru 6. Ágúst síðastl., var einkennilegri og Viðkvæmari en í nokkru öðru kjör- dæmi fylkisins. Það var að eins eitt aðal atriði, sem um var barist ann- arsstaðar: Það að taka saman hönd- um til þess að vernda nafn Manitoba og þvo af þjóðinni þann blett, sem á hana hefir fallið. í Nýja íslandi blandaðist sú ó- gæfa inn í baráttuna, að reynt var að smeygja inn aukaatriði og gera það að aðalefni. Það var þjóðernið. Annars vegar bauð sig til þings is- lenzkur innanhéraðsmaður, aljyektur að dugnaði og framkvæmdum í sveitamálum, þótt ekki væru menn allskostar ánægðir með framkomu hans þann stutta tíma, sem hann hafði setið á þingi. Hins Vegar var utanhéraðsmaður af póiskum ættum og lítt þektur meðal íslendinga. Var það því eðlilegt og næstum ó- hjákvæmilegt, að þjóðernið kæmi til greina. Það hefði verið sjálfsagt undir venjulegum kringumstæðum að I hafna Pólverjanum og kjósa land- ann meðal íslendinga. Það var eðli- legt, að mörgum yrði það viðkvæmt atriði, að ganga að kosningaborðinu og greiða atkvæði móti íslendingn- um. En víðsýni og réttur skilning- ur á sönnum þjóðarheiðri hefir aidrei lýst sér betur meðal vor en 6. Ágúst 1915. Eftir nákv'æma yfirvegun kom það í ljós, að fjöldi ^á heiðri þjóðar vorrar þannig bezt borgið, að greiða Pólverjanum atkvæði i þetta skifti. Um þetta þarf ekki að fara mörg- uni orð um nú; málið hefir verið svo ítarlega rætt og svo mikið um það ritað, að óþarft er við að bæta. Það var einróma samkomulag alls fjöldans af íbúum þessa fylkis, að með því einu móti yrði sóma vorum borgið, að flokkurinn, sem valdur v'ar að óvirðingu þeirri, sem þjóðin hafði orðið fyrir í augum alls heims, yrði með almennum atkvæðum skip- að að sitja heima. Og sérstaklega skildist mönnum það, að öllu velsæmi væri misboðið með því að senda nokkra þeirra manna á þing aftur, sem sæti áttu í nefnd opinberra reikninga og atkvæði gréiddu þar á móti rannsókn og rétti fólksins; eða að nokkur þeirra væri endurkosinn er í samsæri höfðu svarist til þess að ræna Thos. H. Johnson og aðra ær- lega menn heiðri og mannorði. Það lá í augum uppi, að hvert einasta at- 'kvæði greitt með conservatíva flokkn- um Var velþóknunar yfirlýsing á öll- um þeim óhæfum, sem fram höfðu farið undir stjórn þess flokks. Hvert einasta atkvæði greitt con- servativa flokknum var vanþóknun- ar yfirlýsing til liberala yfir því að svikunum var komið upp. Hvert ein- asta atkvæði greitt með conservativa flokknum var ofanígjöf til fylkis- stjórans fyrir þátttöku hans í því að frelsa fólkið úr ræningjaklóm; og hvert einasta atkvæði greitt con- servatíva flokknum var þakklætis- vottorð til þeirra, sem í samsæri gengu til þess að blekkja mannorð Thos. H. Johnsons og annara heið- virðra manna i hefndarskyni fyrir það, að þeir korfiu upp svikunum og gætt skyldu sinnar. Hefðu Islendingar ekki tekið hlut- fallslegan skylduþátt í því starfi að vernda heiður lands og þjóðar og bjarga oss úr ræningjaklóm, þá hefði um aldur og æfi verið bent á oss fingri ásakana og fyrirlitningar. Það var því lífsspursmál fyrir ís* lenzkan þjóðarheiður í þessu landi, að senda engan þann á þing undir merkjum coservatíva í þetta skifti. Af þessum ástæðum var það að þrír landar, sem undir þeim merkj- um sóttu, féllu allir í valinn, en þeir tveir, sem hinum fylgdu, voru báðir kosnir. Nýrdslendingar eiga sérstaklega heiður skilinn fyrir réttan skilning á þessu máli og drengilega framkomu. Þeir skildu það, að þjóðardramb og þfóðarsómi er sitt hvað. Hefði þjóðardramb v'erið látið sitja í fyrir- rúmi, þá hefðu þeir farið einhuga með íslendingnum; en af því að þjóðarsómi var efst í hugum þeirra —það, að liggja ekki á liði sínu þeg- ar um það var að tefla að bjarga Manitobaþjóðinni frá hneisu—, þá kusu þeir Pólverjann í þetta skifti nógu margir til þess að hann vann sigur undir merki góðs máls. Af því eg ferðaðist urn alt Nýja- ísland að undantekinni Mikley, er mér kunnugt um það, hvernig þessi kosningaaðferð var háð; og á því geta engin tvimæli leikið, að hún var íslendingum þar til stórsóma. Fund- irnir Voru flestir allvel sóttir; margir ágætlega og einstök regla, sanngirni og siðprýði yfir höfuð. Auðvitað voru menn ekki á sama máli og hlífðist hvorugir við að halda sinni skoðun fram, en fundum var frábær- lega vel stjórnað. Til dæmis skal þses getið, að þeir herra Guðmundur Magnússon, er fundinum stýrði í Ar- borg og herra B. B. Olson, sem fundi stjórnaði á Gimli, komu báðir fram eins óhlutdrægt og sanngjarn- lega og mest mátti verða. Get eg þessara tveggja manna ekki fyrir þá sök, að aðrir sýndu hlutdrægni; það gerðu engir, heldur vegna þess, að þeir voru einna ákveðnastir and- stæðinga v'orra, og virði eg fram- kcmu þeirra sérstaklega þess vegna. Að endingu vil eg votta alúðar- þakkir öllum þeim mörgu, sem þátt tóku i þessari stuttu en snörpu hríð; ekki einungis skoðanabræðrum mín- um, heldur einnig hinum, sem flestir komu fram drengilega þótt and- stæðir væru. Fyrir nána samvinnu og einlægni, samfara ótrúlegum dugnaði þakka eg sérstaklega herra Sigtryggi Jónassyni. Sig. Júl. Jóhannesson. Hermenn og uppskeran Á öðrum stað í blaöind er það auglýst, að saiuningar hafi verið gerðir v’ið hermálastjórnina um að leyfa hermönnum þeim, sem nú eru í Sewell Camp, að hjálpa bændum við uppskeruna í mánaðartíma. Hér hafa bændur ágætt tækifæri til að fá vinnukraft og er búist við að margir noti sér tækifærið og skýri Provin- cial Employinent Bureau í Winnipeg tafarlaust frá þörfum sínum. Eitt af þvi fyrsta, er Hon. Valen- tine Winkler tók sér fyrir hendur, er hann tók við ráðgjafastöðu, var það, að íliuga á hvern liátt heppileg- ast mundi að útvega bændum hjálp við uppskeruna, og ekkert hefir ver- ið' látið ógert til að leysa þá gátu og reyna að sjá svo um, að ekki v'anti menn, þegar kalliö kemur. Sérstak- ir samningar voru gerðir við járn- brautafélögin um niðurfærslu á far- gjaldi, í eitt cent á míluna, og at- vinnu skrifstofa fylkisins hefir þeg- ar sent um 3,000 manns frá Winni- peg til hinna ýmsu hluta fylkisins. Það, að hermáladeildin leyfir her- mönnum, sem nú eru í Sewell Camp, að vinna mánaðartima fyrir bændur og borgar ferðakostnað aftur og fram, sýnir hve mikið þykir undir því komið að uppskeran komist ó- skemd undir þak. Margir bændasyn- ir er í herinn hafa gengið, geta ef- laust komist heim og hjálpað til; margir fleiri munu og með ánægju vinna fyrir hændur einn mánaðar- tíma. Tjald hefir verið reist úti í Sewell Camp, þar sem þeir hermenn sem fara vilja, geta ritað nöfn sín og fengið að vita hvar hjálpar er þörf. Atv'innu skrifstofa fylkisins í Win- nipeg tekur við fyrirspurnum hænda og hún gerir skrifstofunni i Sewell aðvart. Landbúnaðardeildin áminnir bænd- ur um, að láta deildina vita sem allra fyrst hve marga menn þeir þurfa, hvenær þeir þurfa á þeim að halda, hve hátt kaup þeir vilji greiða og nafn næstu járnbrautarstöðvar. Þess má sérstaklega geta, að bænd- ur verða að senda fyrirspurnir sínar til The Provincial Employment Bur- eau á horni Main og Water stræta, í Winnipeg, en ekki til Sewell. íþróttir Íslendingadagsins. Fjögur félög eða þrjú öllu heldur, tóku þátt i íþróttunum í þetta sinn. Er fyrst þeirra að telja “Grettir” frá Lundar, sem langhæstu marki náði nú, sem í fyrra, og vann með því Oddsons skjöldinn í annað sinn. Mestur kappi þess félags, Einar Jóns- son, reyndist mestur íþróttamaður allra á þessari þjóðhátíð; hann vann 6 gullmedalíur og eina úr silfri og Hansons bikarinn. Grettir náði 47 mörkum alls, og Einar einn 17 af þeim. Frá Selkirk komu að eins þrír, að reyna sig. Þeir náðu til samans 12 mörkum og fékk einn þeirra félaga, Magnús Kelly, ellefu af þeim og þrjár gullmedalíur. Kelly sá hefir náð hæstu mörkum áður, en varð nú næstur Einari. Félag Víkinga í Winnipeg hafði að minsta kosti einum góðum iþrótta- manni á að skipa, Sigurgeiri Bardal, sem v'ann þrjár gullmedalíur og var ,sá eini af meðlimum þess félags, er gullmedalíu fékk. Það er vafalaust af áhugaleysi fyrir íþróttum, að þetta félag nær ekki hærri mörkum en raun er á orðin, en síður af því að meðlimir þess séu fáir eða þurfi að vera fáir, og ekki eiga þeir ervitt með að sækja “daginn”. Það er á- nægjulegt að sjá Sigurgeir reyna sig og horfa upp á hvað honum hefir farið fram frá því í fyrra. Loks má segja frá því, að íslenzkar glimur voru reyndar a f meðlimum félagsins “Sleipnir” i Winnipeg. Jakob Kristjánsson vari5 þar hlut- skarpastur, vann beltið og þrjár gull- medalíur. Guðm. Sigurjónsson v’ann fimm medalíur, þrjár fyrir að glíma vel og fallega. Það þótti mörgum góð skemtun, að horfa á glímurnar og þóttu piltarnir gera vel. Niðurstaðan af íþróttakepninni er í stuttu máli þessi: Grettir hafði 47 vinninga og vann Oddsons skjöldinn i annað sinn; Víkingar 24 vinninga, Selkirk 12 og Sleipnir 10 vinninga. Af þeim einstöku atriðum, er mest afrek var i og næst fór því, sem bezt er gert í Manitoba, má nefna þetta: Einar Jónsson hljóp 440 yds. á 52 1-5. sek, en á 49 sek. hefir það verið gert áður hér í fylkinu, og er munurinn ekki mikill. Einar gerði hér mikið betur en í fyrra, tíminn þá 56 sekúndur. Annað má nefna, að Sigurgeir Bardal stökk jafnfætis 9 fet og 8ýá þml., en 10 fet og þml. er það lengsta, sem menn vita til að nokkur hafi stokkið jafnfætis í þessu fylki. En þó kömst Sigurgeir nær hámark- inu, er hann snaraði kastkringlunni fdiscusj; hún fór 112 fet úr hendi hans, en enginn hefir áður gert bet- ur hér en kasta henni 112 fet og 9 þml. Enn má geta þess, að Mr. Kelly hljóp yfir fyrirstöður ('Low Hurdles) 220 yards á 28 3-5. sek.; hámark fylkisins er 26 sekúndur. Af þessu má sjá, að íslenzku pilt- arnir hafa gert býsna vel, enda kváðu hinir ensku íþróttadómarar svo að orði, að þessir og aðrir fleiri islenzk- ir íþróttamenn stæðu vel að vígi til að vinna á allsherjar íþróttamótum fylkisins, og væri sjálfsagt að veita þeim færi á því. Þetta er gleðilegt, og ætti að v’erða til þess að efla á- huga á íþróttum meðal hinna ungu manna af voru kyni. Konungur Póllands. ' Svo er sagt, að í ráði sé að gera Pólland að sjálfstæðu ríki, áð af- loknu stríðinu og sé til konungs- tignar útnefndur maður af ætt Poniatowsky, sem er fræg og fom ætt á Póllandi. Kona hans er amerísk, frá Califomiu, og í þar- lendum þlöðum er mikið um þetta talað, en að vísu þarf það ekki að! vera satt fyrir því. Matreiðslu-stór úr járni og stáli Nýjar—á öllu verCi. $1.00 við móttöku og $1.00 á vlku Saumavélar, brúkaðar og nýjar; mjög auðveldir borgunarskilmáiar. Allar viðgerðir mjög fljótt og vel af hendi leystar. pér getiö notað bif- reið vora. Phone Garry 821. J. E. BRYANS, 531 Sargent Ave., Winnipeg. H. EMERY, Iiorni Notrc Dame og Gertie Sts. TAÞS. GARRY 48 ÆtlIS þér at5 flytja ySur? Ef ytSur er ant um atS húsbúnaiSur ytSar skemmist ekkl f flutningn- um, þá finnlð oss, Vér leggjum sérstaklega stund & þá itSnatSar- grein og ábyrgjumst atS þér vertS- iS ánægtS. Kol og vitSur selt lægsta verSi. Baggage anil Express WILKINSON & ELLIS Matvöru log Kjötsalar Horni Bannatync og Isabel.St. Sérstök kjörkaup á hverjum Föstu- og Laugardegi. Sím- ið 08S eftir kjörkaupum á hænsum, öndum, tyrkjum, smjörijog eggjum. GŒÐA VÖRUR FYRIR LITLA PENINGA Tals. Garry 788 m I t t t 4- i I ! W. H. Graham KLÆDSKERI * Ný deild tilheyrandij t X The King George J ! Tailoring Co. | ♦ ♦ Alt verk ábyrgst. Síðasta tízka l LOÐFÖT! ♦ ♦ ♦ LOÐFÖT! LOÐFÖT! * ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ 190 James St.^ iWinnipeg Tals. M. 3076 ♦ gerð upp og endurbætt t ♦ ..... NÚ ER T.MINN t i--------------------------: + $5.00 $5.00 | ♦ Þessi miði gildir $5 m.ð pönt- ♦ I un á kvenna eða karlmanna ♦ [ + fatnaði eða yfirhöfnum. T T/\LSIMI Sh. 2932 676 ELLICE AVE. t Eruð þér reiðubúnir að deyja? ef ekki, þá finnið E. H. Williams Insurance Agent 606 Iilndsay Block Phone Main 2075 Umboðamaöur fyrir: The Mut- ual Life of Canada; The Dominlon of Canada Guar. Accident Co.; og og einnig fyrir eldsábyrgSarfélög, Plate Glass, BlfreiSar, Burglary og Bonds. Viðgerðum sérstakur gaumur gefinn Alt verk ábyrjst í 12 mánuði R DAVIS Örsmiöur, D* V GiiIlsmiÖur Xður hjá D. R. Dingwall, Ltd. 874 Sherbrook St., Winnipeg Nálægt William Ave. KENNARA vanfar fyrir Minerva skóla, Nr. 1045. Kensla byrjar 15. Sept. og varir til 1. Maí; umsækjandi hafi annað eða þriðja kennara próf og tiltaki kaup og æfingu. Tilboðum veitt móttaka af undirskrifuðum til 31. Ágúst. J. G. Christie, Sec. Treas. Gimli, Man. KENNARA VANTAR fyrir Víðir skólahérað No. 1460, frá 6. Sept. til 21. Des. þessa árs, einnig ef um sem- ur frá 15. Febr. til Júníloka næsta árs (1916J. Umsækjendur verða að hafa annars eða þriðja stigs “pro- fessional certificate”, tiltaki og kaup sem óskað er eftir, æfingu sem kenn- arar og sendi meðmæli ef til eru. — Tilboðum verður veitt móttaka af undirrituðum til 24. þessa mánaðar. Víðir, Man., 5. Ágúst 1915. /. Sigurðsson, Sec.-Treas. KENNARA vantar fyrir Lundi- skóla, Nr. 587, sem hefir “2nd Class Professional Certificate”; kenslutím- inn v'erður 9 mánuðir, byrjar 15. September næstk. og til Túnilok? 1916. Ennfremur vantar ofangreind- an skóla kennara í 3 mánuði, frá 15. September til 15. Desember 1915, sem hefir “3rd Class Professional Certificate” Umsækjendur sendi til- boð sín undirrituðum fyrir 25. Ágúst næstkomandi og tilkynni hvaða mentastig þeir hafi, æfingu í kenslu og enn fremur hvaða kaup þeir vilji hafa. Tcelandic River, 24. Júlí 1915. Jón Sigvaldason, Sec.-Treas. Sumarf ríið í nánd Hafið T>ér hugsað fyrir dyrum og öðr- um útbúnaði í tjaldið ? Meira en tími til kominn að hugsa fyrir því. Vér æskjum viðskifta yðar, því vér spörum yður fé og gerum yður ofurlítið meiri þénustu en aðrir, sem bezt gera. Höf- um sérstaklega Tjald-rúmstæði o g dýnur. Gólfdúkahreinsun stendur nú yíir. Reynið oss—vér gerum alt hitt. Phone Sherbr. 4430. WINNIPEG Carpet & Mattress Co. 589 Portage Avenue rrALS. G. 2252 Royal Oak Hotel GHAS. GUSTAFSON, Eigandi Eina norrœna hótelið í bænum. Gisting og máltíðir $ 1.50 á dag Sérstakar máltíðir 35c. Sérstakir skilmálar fyrir stöðuga gesti 281-283 Market St., Winnipeg Itægt aö raka sig.. Allir geta rakaS sig án sársauka og erfiðismuna. “Safety” skegghnífar hafa veriS mikil blessun fyrir mann- kynið. hafið öll rökunaráhöld meö yður í sumarleyfinu. Skegghnífar,” Safety” skegghnífar, slípólar, skeggburstar, sápa og rak- salli. — Allur útbúnaðurln kostar mjög lltið og borgar fyrir sig sjálft á skömmum tlma. FRANKWHALEY íTrtsíription 'ÍTruggtst Phone Sher-br. 258 og 1130 Horni Sargent og Agnes St. Meðala ráðlegging. SANOL LÆKNAR nýrna og blöðru sjúkdóma. VerC $1.00.— Sanol Anti-dlabetes læknar þvag sjúkdóma. Sanol Blood Build- er enduruærir blóSlð. Sanol dys- pepsia salt bætir meltinguna.— RáSleggingar ókeypis. Læknis- skoðun ef um er beðið. — Sanol fón Sher. 4029. 465 Portage ave. C. H. DIXON, lögfræðingur. Lögfræðislegar ráðleggingar gefnar fyrir 50c. Otvegar lán, innheimtir „Police Court work a specialty‘‘ 508 Avenue BI4g. 265 Portage Ave. Phone M. 5372. Heimilisf S. 4111 KENNARA vantar fyrir Geysis- skóla Nr. 776, fyrir þrjá mánuði. Kenslutíminn er frá 1. Qkt. til 31. Des. 1915. Umsækjandi tiltaki æf- ingu, mentastig og kaup. Tilboðum veitt móttaka af undirrituðum til 31. Agúst 1915. Th. J. Pálsson, Sec.-Treas. Geysir, Man. Nýjustu tæki GERA OSS MÖGU- LEGT AÐ KRAM- LEIÐA PRENTUN SEM GERIR VIÐ- SKIFTAVINI VORA ANÆGÐA The Columbia Press, JLimiieci Book. and Commercial Printers Phone Garry2156 P.O.Box3l72 WINNIPKG

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.