Lögberg - 26.08.1915, Blaðsíða 2
2
LÖGBERtf, FIMTUDAGINN 26. ÁGÚST 1915
Hergagna smíði á Eng-
landi.
Kafli úr ræSu Mr. Lloyd 'George.
Hergagna ráögjafi Breta, Mr.
Lloyd George, sem fengiS var það
embætti fyrir nokkrum vikum, að
stjóma tilbúningi skotfæra og ann-
ara hluta, sem í stríði henta, hélt
ræðu um það efni um mánaða
mótin, er hér kernur ágrip af.
Ekkert þykir eins áríðandi nú eins-
og það, að búa til vopn handa
Breta liði og bandamönnum þeirra.
Ráðgjafinn talaði þannig til
þingsins:
"Tími er tæplega kominn til
þess ennþá, að segja fyllilega og
afdráttarlaust frá þvi hvað gert
hefir verið, er verið að gera og
gert mun verða í stjórn hergagna-
smiða. Vitanlega eru merkilegar
athafnir framkvæmdar, sem næsta
óhvggilegt væri fyrir mig áð segja
til í heyranda hljóði, að svo
stöddu.
L’m þá sem vinna í hergagna
ráðaneytinu er það að segja, að
ta!a þeirra hefir meir en þrefald-
ast á nokkrum vikum. Vér höf-
um orðið að fá nýja menn til
þeirra starfa, sem næsta erfitt var.
Svo vel tókst til, að oss hepnaðist
aðt fá í lið með oss menn, sem
mikla reynslu höfðu t verzlunar
störfum, og þeir hafa verið settir
yfir þýðingarmikil störf. Eg má
segja, að níutíu menn að minsta
kosti. er framúrskarandi hæfileika
hafa til að stjóma öðrum til verka,
hafa boðið ráðaneytinu þjónustu
sina, hávaði iþeirra án nokkurs
endurgjalds. Sumir þeirra stjórna
Stórum verzlunar félögum, og
borga félögin þeim kaup fyrir
störf þeirra í þjónustu rikisins.
f’essir menn hafa orðið að ágætu
liði. í rauninni 'hefði mér verið
ómögulegt, að koma skipulagi á
hergagna stjórnina í skjótri svip-
an, svo umfangsmikið sem það
starf er, án aðstoðar þeirra.
Vélar skráðar.
Ráðaneytið hefir ýtt undir og
flýtt fyrir að þeir verkasamningar,
sem í gilcli voni, væru haldnir og
undirbúið ný verk. Það hefði
sýnt sig, að sumum hergagna,
verksmiðjum hefði verið falið
meira verk en þær komust yfir að
vinna, vegna vélaskorts og verka-
manna. Sumar vélar hefðu verið1!
aðgerðarlausar, vegna þess að!
ekki fengust menn til að vinna
þeim. Fjórum fimtu hlutum
allra véla var unnið minna en
mátti. Allar verkvélar á Bret-
landi væru nú skráðar, og kom það
þá í ljós, að einungts fimti Jiluti
þeirra er að stjórnarverki unnu,
vora í gangi á nóttunni. Að iþeim
hefðu verið ráðnir fleiri menn, svo
að nægilegt var til að haldal þeim
í gangi allan sólarhringinn. \
júlímánuði hefði ráð'ane)tið bætt
40 þúsund karlmönnum og kven-
fólki. við þann hóp sem hergagna
smiði stundaði. Og enn væri
fólk og vélar ráöið unnvörpum ”til
hergagna verka, á hverjum degi,
ekki sízt hjá þeim félögum sem
það liefðu áður stundað sem at-
vinnu, og stærsta samninga höfðu
við stjórnina. Framkvæmdir
þeirra hefðu verið geysilega miklu
minni en til stóð og lofað var, en
mi væri svo fyrir séð, atf fram-
kvæmdirnar drægjust ekki stór-
kostlega aftur úr loforðunum.
"Xi 1 hergagna smíða höfutn vér
nú ráðið 100.000 manns. Hávaði
þeirra eru æfðir menn í vélavinnu,
verkfræðingar og skipasmíða-j
menn. Það sem erfiðást var, var
það að þeir fengust ekki til
stjórnarverka, voru öðrum bundn-|
ir. Fjöldi þeirra, sem gefið hafa
sig fram til stjómarvinnu. eru við
önnur nauðsynleg störf bundnirj
sem ekki mátti taka þá frá, og,
þannig stendur á því, að vér höf-1
um ekki ráðið í vora þjónustu
fimta part þeirra sem hafa gefið
sig fram.
Mótmœli vinnuveitenda.
Vér urðum að skifta hergagna
verlíamönnum i þrjá ' flokka.
Fyrstir voru þeir, sem óbeinlinis'
unnu að hergagna smíði. Aðrirj
þeir. sem unnu að þýðingarmiklum
störfum, er nokkur 'hluti þeirra!
mátti missast frá. Þriðju þer sem!
beint unnu að stjómarverki. Við
komumst að raun um, hverja aff
jæssum mátti ráða, með þvi að
snúa oss til þeirra, sem þeir menn
tinnu fyrir, er buðu sig fram til
hergagnavinnu fyrir stjórnina, til
þess að vita, hvort nokkuð væri
því ti! fyrirstöðu, að þeir gengju
úr vistunum og hver sú fyrirstaða
væri. Mótmæli höfum vér feng-
ið frá vinnuveitendum viðvíkjandi
nálega 80 þús. verkamönnum.
Vér höfum sett nefnd business
manna af ýmsum atvinnugreinum, j
til að kanna þessi mótmæli og líka
til að skipa aðra til rannsóknar á
hverjum stað, Þessi mótmæli eru!
nú til úrskurðar fyrir ráðaneytinu.
Mörg þúsund af þessum mönn-
um eru nú ráðnir til stjórnarverka
á hverjum degi og gengur vinnan
vel fram og rösklega með hverj-
um sólarhring. Fleiri verk standa
til og er í ráði að hafa nóga
verkamenn til að stunda þau.
Ekki var unt að fá æfða menn
er á vígvöll voru komnir, til þess
að koma heim og sinna þessum
verkum. Þeir vildu ekki þaðan
fara, sem þeim er til heiðurs og
sóma. Þeir sem þaðan vildu losna,
voru alls ekki verkfróðir menn.
En við 'hermála ráðaneytið höfum
vér samið þannig, að leystir verða
úr hernum tvennir tugir þúsunda
af verkfræðingum og öðrum semi
oss eru hentugir til hergagna
smíða.
Þungt fyrir hjá verkamanna
félögum.
Eg kem nú að annari hlið
málsins — þeirri, er lýtur að
breytingum á reglumi og venjum
verkamanna félaga. Við verk-
fræðinga stéttina komumst vér að
þeim samningum, að slíkar reglur
skyldu með öllu ógildar og upp-
hafnar vera, í þeim verksmiðjum,
sem vér höfum yfir áð ráða. En
að öðru leyti get eg ekki gefið
skýrslu um nægilegan árangur, þó
ilt sé til að vita. Eg vildi mega
skora á foringja verkamanna fé-
laga, að koma því til leiðar við fé-
lagsmenn, að þeir héldu samninga
við stjórnina_ og gangi ekki ríkt
eftir að venjulegar verkareglur séu
viðhafðar. Mér er sagt, að verka-
menn gætu auðveldlega komið af
fjórðungi meiri skotfærum, byss-
um og hergögnum, ef þeir vildu
fella niður, meðan stríðið stæði,
þær reglur sem vinna þeirra fer
eftir á friðartimum.
Þetta er merkilegt mál og áríð-
andi. Það felur ekki einungis í
sér að stórmiklu meira af her-
gögnum mætti smíða, heldur líka
að hundrað þúsundir verkamanna
mundu sparast. Vér æskjum ekki
annars, en að verkamenn felli
niður verkareglur um stundar
sakir. Verkamannaforingjar gerðu
rikinu mikinn greiða ef þeir vildu
fá þá til að fella niður þessar
reglur, meðan stríðið stendur.
Það sem mest á riður er, að
mennirnir beiti allri orku, áhuga og
kappi til að koma af hergögnum
strax í stað. Eg get ekki, nema
með þvi að nefna tölur sem ekki
má segja til í heyranda hljóði að
svo stöddu, sannað og sýnt, hversu
áríðandi það er, að konia af sem
niestum hergögnum næstu mánuð-
ina.
Það er órituð regla meðal verka-
manna, að enginn vinni meir en. í
meðallagi. Ef einhver fer fram
úr 'því, þá er hann álitinn vera
ótrúr sínum félögum. Þetta vita
allir að á sér stað. Þegar friður
stendur, eru ástæður bæði með og
móti þessu. Vitanlega er þetta
vinnuveitendum að kenna, vegna
þess að hvenær sem menn itnnu
af öllum kröftum, lækkuðu þeir
kaupið fyrir “pice-work”. Það
þarf ekki að taka það fram, að
þetta var heimskulegt, og það
þarf langan tíma til að fá verka-
menn til að gleyma öðru eins. Eigi
að síður vonast eg til, að þeir Iáti
sér segjast við lög frá þinginu, er
tiltaka, að þó þeir felli niður regl-
ur um yerk sín, meðan striðið
stendur, þá geti þeir tekið þær
upp aftur að því loknu. Það er
svo áríðandi, að þessar reglur séu
afteknar meðan stríðið varir, að
jafnvel slíkt heit verður að hald-
ast, Annað má eg nefna. Þar-
sem æfða menn skortir í einhverri
atvinnugrein, er öðrum ekki leyfi-
legt, að gefa sig við 'henni, þó að
ktinnáttu hafi til þess. Til dæmis
skal eg nefna, að verkfall stendur
nú yfir á einunt stað, vegna þess
að "plumbers” voru settir til að
hjálpa til við koparsmiða verk.
Koparsmiðir voru færri en á iþurfti
að halda. Verkinu seinkaði, af
því að of fáir fengust. En
“plumbers” gátu hjálpað til og
þeirra félagsskap var gert aðvart,
að senda þá til aðstoðar. Þ4 hættu
allir koparsmiðirnir vinnu og eru
aðgerðarlausir enn, þó ilt sé til að
vita.
Mr. Lloyd George kvað slíkar
ráðstafanir gerðar, til að smíða
rifla og vélabyssur, að öllum mætti
vel lika, og mtindtt fjandmennim-
ir finna til þess í skotgröfunum,
áður en langur tími liði, að nóg
væri til af slöngvikúlum og öðrum
vopnum.
Tundurkúlna smiði.
Til þess að flýta fyrir tundur-
kúlna gerð hefði ölltt landinu ver-
ið skift niður i samvinnu svæði,
en yfir hverju réði nefnd business
manna, er skipaði til um samvinnu
með verksmiðjum í sínu héraði,
til tundurkúlna gerðar. Sextán
verksmiðjur er ríkið ætti, /væru
þar að auki; settar á stofn í ýms-
um pörtum landsins og þegar þær
væru teknar til starfa fyrr alvöru,
mundi tundurkúlna smíðin taka
skriðinn. Ennfremur væru sér-
stakar verksmiðjur stofnaðar til
að búa til ýmsa parta í tundur-
kúlur og ráðstafanir væru' þegar
geröar til að stjórnin hefði allar
vélasmiðjur landsins á sínu valdi.
Með því móti væri henni í lófa
lagið, að smíða nver/a tegund
vopna, sem á þyrfti að halda og
reynslan kynni að sýna að nauð-
synleg væri.
Ný ráðagerð.
“Fyrir fám vikum síðan átti eg
tal í Boulogne við hinn franska
hergagna ráðgjafa, svo og helztu
skotliðs foringja í voru liði og
i hinu franska. Þeir bárui sig sam-
I an um, hvaða hergögnum mest
riði á, samkvæmt þeirri reynslu er
þeir höfð'u fengið í hemaðinum'.
Útaf þeirri niðurstöðu, er þeir
komust að. hefir það verið ráðið,
að taka upp framkvæmdir, sem
verksmiðjur og verkfræðingar
þessa lands rniunu teiga fult í
fangi íneð í næstu mánuði.
Vegna þessarar nýju stórkost-
legu ráðagerðar, verður ekki hjá
því komist. að stofna tiu ný verk
stæði á kostnað ríkisins, auk þeii*ra
sextán er áðúr voru nefnd. Stjóm-
in stofnar þau og ræður yfir
þeim. Stuðst verður við reynslu
þeirra hergagna verkstæða, sem
þegar em fyrir, í útbúnaði og
stjórn þeirra, og af þeirri ástæðu,
verða þau líklega reist nærri þeim
sem þegar eru fyrir.
Verkamenn í þessar nýju verk
smiðjur verða líklega teknir úr
sjálfboðaliði þeirra er gefið hafa
sig fram til hergagnasmíða, sömu-
leiðis þeir, sem úr hemum hafa
fengist til þessara starfa, og vér,
vikur eða mánuði. Eg sá hvað
kröftum þeirra leið. Eg bið og
skora á alla, að oss verði lofað að
halda áfram störfum, án íhlutunar
af nokkru tagi.”
“Pólitík”.
Erindi flutt á Jþróttamóti að Þjórs-
ártúni 26. Júní 1915.
Eftir Gísla Sveinsson.
Háttvirta samkoma!
Áður en eg fór úr Reykjavík, hitti
eg kunningja minn einn á götu, í
gærmorgun, og sagði hann við mig
þessi orð: “Þú mátt nú vara þig,
austur við Þjórsá, að fara ekki að
tala um pólitík, í ræðunni sem þú
ætlar að halda. Annars getur alt
lent í áflogum!” — Þótt eg sé nú
ekki beint hræddur við áflog, þ.e.a.s.
að þér, háttv. áheyrendur, farið að
fljúgast á innbyrðis — öðruvísi en
þá að glíma, eftir réttum reglum, eins
og hér er gert í dag ’ meðal annara
skemtana—, þá ætla eg nú samt ekki
að fara út i dagsins pólitík, það, sem
er að gerast, eða erjur út af því.
En orðið, nafnið “pólitík” mun eg
nefna að nokkru, svo að kalla mætti,
ef menn segja að eg hafi talað hér
um pólitík, að eg hafi þá gert það
að eins í orði kveðnu.
• Orðið “pólitík” er að vísu fram-
andi orð, komið úr grískunni —
"politike” — en svo nefndu Grikkir
stjórnfræðina; merkingunni hefir
orðið haldið að miklu leyti, eins og
þér .sjáið. Alstaðar er það pólitík,
að stjórna rxkjum og löndum og
þjóðum, bæði fræðilega og eins i
verki, og er margt sem þar til heyrir,
stjómarskipun, stjórnarframkvæmdir
og löggjöf öll.
En nú má segja, að þetta orð sé
búumst við að nota storum meiúorðið heimagangur hér hjá oss, ekki
en áður liðsinni kvenfolksins í | að eins í orði, heldur og á borði.
þessmn verkum, að dæmi Frakka
og Þjóðverja. Karlmenn eru tor-
fengnir, svo margir sem með þarf
til þessara hluta, sérstaklega ef
stríðið skyldi standa lengi, og
margt af þessum störfum er þess
eðlis, að kvenfólk getur rétt eins
vel. ef ekki betur, leyst þau af
hendi, heldur en karlmenn, einsog'
þegar hefir sýnt sig.
Þessí ráðagerð er samþykt og
ráðstafanir eru þegar gerðar, til
I að koma henni í framikvæmd. Vér
j höfum þegar útvegað þær vélar
! sem á þarf 46 halda, tekið til að
j reisa húsin, og eg vonast til að! alt
j verði .til á nokkrum vikum, en
j vissulega á næstu mánuðum, en
j þegar það er alt komið í kring,
Pólitíkin hefir algerlega bugað
Kirkjublaðið; hún hefir komist, hér
eins og víða annarsstaðar nú á tím-
um, “inn á hvert einasta heimili”,
sem Kbl. ekki tókst.
Eins og þér kannist við, þá eru til
margskonar “pólitíkur”. En aðallega
eru þær þrjár: Heimspólitík, lands-
pólitík og — hreppapólitík.
Hver af þessum aðalgreinum get-
ur verið misjafnlega rekin, og heitir
eftir því “góð pólitík” eða “slæm
pólitík"; ef til vill kannist þér enn
frernur við eina aukategund — auð-
vitað að eins í nafni! — sem sé svo
kallaða eiginhagsmuna-pólitík.
F.n hvað er pólitík ?
Alt lifið er í sjálfu sér pólitík! —
Framkvæmdir manna og félagsskap-
j skal enginn her í Evrópu þurfa jllr' ráð nlanna °& daöir t*1 lless að
að hrósa betri vopnum og útbún- koma sér ÖSrum sem bezt fyrir >
] aðí en herlið vorra manna. J haráttu lífsins, í þjóðfélögunum.
Pólitík er í rauninni í viðustu
Uppfundningamenn örvaðir.
Það er nauðsynlegt til sigurs,
merkingu hugsanir manna og störf,
til þess að geta lifað.
jað hinir skörpustu menn er við! í>ess ve?na er ómögulegt að kom-
j vísindi fást og uppfundningar, ast hÍá Pólitík> a,gerlega. Það getur
beiti viti sínu til liðs við oss. j e»ginn maður, 'svo framarlega sem
j Sjóliðs ráðgjafinn hefir þegarj hann heíir nokkur mok viS aöra en
j skipað nokkra slíka í nefnd til aðj sjá,fan si£> °S það hafa víst rétt
1 finna ný ráð í sjóhernaði, en fyr- allir-
I ir þeirri nefnd er hinn víðfrægi! En Þar fyrir l3Urfa menn ekki að
j Fisher lávarður. Eg er nú ný-j b,anda sér 1 Það> sem kalIað er stor'
búinn að setja aðra slíka, er egipóIitik ~ umræSur um
vonast til að láti það af sér leiða
j í hemaði á landi, sem hin í sjó-
hemaði. — Vér höfum gert ráð-
i stafanir til að hafa hemil á
| drykkjuskap meðal þeirra sem að
j hergagnasmíði vinna, svo og sett
j lækna til að hafa eftirlit með
heilsufari þeirra. Þannig verður
I hver og einn, sem ekki innir af
j hendi fullkomið dagsverk, að
! ganga undir læknisskoðun og
veröur honum eftir það hjálpað
| til að safna kröftum til að vinna
af orku. Að þessu hefir miklu
j minna verið stundað hingaðtil en
j vera ber og með þurfti.
Að lokum mælti ráðgjafinn á
jxessa leið: “Afkoman eykst með
hverri viku og eg er sannfærðkir
j um, að þegar vér höfum komið
öllu ])ví i kring, sem vér ætlum
oss, J)á muni ekki margar vikur
Iiða, j)artil vér getum, lagt fram
svo mikið af skotfærum sem næg-
ir ekki aðeins fyrir lið vort til að
verjast, heldur svo mikið sem þeir
]>urfa til að brjotast gegnum her-
garða fjandmannanna og sigrast á
þeim. 1
Allir sem að Jæssu hlutverki
vinna, ganga fast að venki og eg
get sagt það öllum, sem það tekur
til, að .þeir hafa 'hvorki tóm né
vilja til að taka þátt í því auðvirði-
lega makki, sem virðist fylla huga
illgjamra manna. Þeir hafa verk
sitt að vinna og vér óskum ekki
aiinars en að bæði undirhyggju-
menn og þeir sem yfir vélræðum
búa. láti þá afskiftalausa, haldi
bæði höndum og tungu trá her-
gagna ráðaneytinu og öllu sem því
kemur við.
V’ér hugsum ekki um annað en
vort fyrirsetta verk. Vér verjum
til }>ess öllum kröftum, andlegum
og líkamlegum, og leggjum oss
svo fast fram, margir hverjir, að
ekki má á bæta. Eg hef orðið að
vara marga þeirra við, láta þá
hætta í svipinn, ella hefðu þeir
ekki getað sint verkum í margar
hin æðstu
stjórnmálefni Jþóðfélaganna, og það
er jxað, sem ekki er ætíð sem bezt
rómað, að gera fsem menn nefnaý
of mikið að henni. Vér íslendingar
þekkjum ]>etta að nokkru, hygg eg,
— hjá oss gæti “stórpólitíkin” oft
kallast öðru nafni, sem er skiljan-
legra og meir við alþýðuhæfi, og
auk þess nákvæmara í merkingu, en
það er nafnið rifrildi!
Heimspólitíkin.
Höfum vér nokkuð með hana að
sýsla? Mörgum mun í fljótu bragði
virðast, að það höfum vér ekki. Og
}>ó höfum vér það. Vér getum ekki
lifað út af fyrir oss einvörðungu,
eins og alt er nú orðið í pottinn búið.
Margt og mikið þurfum vér að fá frá
útlöndum og margt að senda þangað,
menn og málleysingja. Viðskifti v'ið
aðrar ])pjóðir eru oss lífsnauðsyn.
Stendur oss því á miklu, hvernig á-
standið er i heiminum, því að eftir
r / . 1
])ví fer, hvernig skifti vor verða við
aðrar þjóðir. En “ástandið í um-
heiminum” skapast að mestu leyti af
|)ví er mönnum er sjálfrátt, af hinni
svo nefndu “heimspólitik”, sem ein-
att er ekkert annað eða meira en
“spekúlasjónir”, einkum stórþjóð-
anna — stórveldanna — út fyrir sín
eigin takmörk, sitt eigið þjóðfélag.
Þótt vér séum ekki sérlegir stjórn-
vitringar, íslendingar, mun oss þó
flestum finnast, að eitthvað meira en
lítið sé bogið við heimspólitíkina nú
á tímum, að ekki hafi verið eða sé
“spekúlerað” á sem fínastan máta.
Hygg eg, að þar muni oss ekki mis-
sýnast. Sú viðskiftapólitík, eða fram-
sóknarkepni, sem leggur í sölurnar
hrúgur miljónanna, en ber úr býtum
hinar hryllilegustu blóðsúthellingar,
eymd og örkumsl. getur ekki verið
heilbrigð. En það er hægara um að
tala en í að rata. — En við þetta er-
um vér lausir, beinlínis, og vér höf-
um einstaklega góða afstöðu að geta
verið það einnig framvegis, um ald-
ur og æfi, ef vér förum sæmilega
hyggilega að ráði voru. Þannig er
lega lands vors og ástæður allar, að
vér þurfum ekkert að óttast, ef vér
ekki brjótum af oss alla samúð.
í framtíðinni verður það hlut-
skifti vort, að eiga miklu íneira sam-
an við erlend ríki að sælda en áður
hefir verið og nú er. Og svo fer
að lokum, að vér sjálfir stýrum öll-
um viðskiftum vorum við aðrar
þjóðir, sjálfir önnumst öll mál vor,
er utanríkismál kallast, sem með tím-
anum v'erða miklu víðtækari en þau
eru nú. Þá berum vér sjálfir á-
byrgðina á framkvæmdum vorum úti
um heiminn, — þá erum vér, íslend-
ingar, orðnir með í heimspólitíkinni,
þótt í tiltölulega smáum mæli verði.
Þá eru það hyggindin, sönn
hyggindi, sexn mest á ríður, því að
þau korna s^finlega í hag. Þessir
tímar eru undirbúningstímar fyrir
oss, — lærdómsríkir á marga lund,
undir þann mikla dag, þá er vér í
sanleika sjálfir leiðum sjálfa oss!
Alt þangað til önnumst vér
Landspólitík vora.
Og svo virðist óneitanlega, sein all-
mikið sé þar að gera hjá oss, þótt á-
rangurinn sé allajafna talsvert minni
en tilstíindið.
Landspólitík er, eða á að v’era, sú
stjórnmála- eða landsmálastarfsemi,
sem hefir landið alt, þjóðina í heild
fyrir augum. Hún er ekki bundin
við stað né stund innan þjóðfélags-
ins, heldur heill þess alls í bráð og
Iengd. Hún fjallar um frelsismál
landsins, atvinnumál þjóðarinnar og
efnahag, mentun og menning, og
undir hennar svið fellur ráðsmensk-
an á þjóðarbúinu, ráðstöfunin á því,
hvað skuli koma til tekna og hver
skuli verða útgjöldin. Mikið og
vandasamt verk, ef vel á að fara,
enda vinna að því margar hendur,-
Eins og kunnugt er, þá er nú sv’o
komið hér á landi, að flestir þykjast
menn til þess að skrafla með um
landspólitíkina — flestir þykjast bera
á það skynbragð, hvaða ráð eigi þar
bezt við, eins og flestir yfirleitt
})ykjast nú hafa orðið vit á flestu !
Það er hin mikla “upplýsing”, er
menn þykjast hafa orðið aðnjótandi,
enda þótt margar framkvæmdir og
athafnir manna í þessurn efnum beri
þess sorglegan vott, að mentun fhin
sanna mentunj er ekki á marga
fiska. Nú þykjast margir geta orð-
ið þingmenn, og ráðið fyrir landinu
með löggjöf sinni. En—verkin sýna
merkin, hvernig þingmenn vorir eru
nú, og þvi lítið á það bætandi, niður
á við. Eg geng nú með það guð-
lausa álit, að þing þjóðarinnar, al-
þingi, sé nú svo skipað, þegar frá
eru taldir nokkrir velnýtir menn, að
leitun sé á því með öðrum þjóðum,
er jafnist þar á við — hvað snauð-
leik snertir á manngildi og þekkingu,
á frumleik og framsýni, á hyggind-
um og hagsýni, á atorku og ósér-
plægni. Nú þykir það gott, ef þing-
maður er meðalmaður; en í raun
réttri ættu jæir allir að vera þar
fyrir ofan. Lægra ætti markið ekki
að setjast.
Það mætti ekki minna viera, en að
þeir, sem ætlað er að ráða högum
þjóðarinnar allrar, hefðu sýnt það,
að ]>eir væru þess fullvel færir, að
ráða sínum eigin högurn, og það svo,
að fyrirmynd og frábærleiki væri að.
Hinn mikli vandi, sem er við ])essi
störf að fást, er landspólitíkinni til-
heyra, ef vel eiga að fara úr hendi,
er })ó ekki að eins hjá þingmönnum.
Hann er í fyrsta lagi lika hjá lands-
stjórninni. Henni ber að sitja við
stýrið, þótt aðrir sé undir árum eða
vindi upp seglin. Alt af eru einhver-
ir óánægðir með landsstjórnina, sem
mjög er eðlilegt, bæði af því, aö
aldrei getur hún gert svo að öllum
líki, og eins af hinu, að alt of sjaldan
hér'hér hjá oss verið að henni
nokkurt mannsbragð eða röggsemi.
Margt hefir lent í útúrdeyðun og
ærið verið ógert látið af því, sem
gera þurfti. Eitt af því, sem hverri
þjóð er einna nauðsynlegast alls, er
dugleg landstjórn, vitur og framtaks-
söm; annars er fárra þrifa og fram-
fara að vænta. Þar gildir áreiðan-
lega sama reglan og í hinum smærri
verkahring; og eins og þér vitið:
Stjórnlaust bú er dauðadæmt.
En í framtíðinni væntum vér betri
landsstjórnar en vér að jafnaði höf-
um átt við að búa áður. Þegar á
þessum tímum er ’ýmislegt, er gef-
ur vonir í þá átt — og get eg ekki
stilt mig um, hér á þessum stað, að
eins að benda á það. Þessu héraði
hefir hlotnast sá heiður, að nú er
hafinn til æðstu tignar í landinu
bóndasonur úr þessu bygðarlagi,
maður, sem með frábærum dugnaði
hefir komist áfrau á skömmum tíma
til álits og metorða. Tiltölulega ung-
ur enn þá, hefir hann getið sér það
orð, að hann sé einna dugmestur
allra vísindamanna vorra—og hann
hefir unnið á því sviði, er oss má
mestur metrlaður í verða, á réttinda-
sviðinu; nú er hann orðinn ráðherra.
Slikt á þetta hérað, og hvert hérað,
er þvílíku ætti að fagna, að telja sér
til sóma, þvl að frá því er hann þó
kominn. Allmiklar vonir eru til, að
hann reynist dugandi í stjórnarsessi,
og nokkur afrek hefir hann þegar
gert, sem til þjóðþrifa miða. Verði
á því gott framhald!—
Auk þessara aðilja í landspólitík-
inni, er nú hafa verið nefndir þþing-
mann og landsstjórnar,), er enn sá
þriðji: Almenningur, kjósendurnir,
og er eg þá farinn að færast nær
yður, háttvirtu áheyrendur. Þeir af
yður, körlum og konum, sem ekki
eru kjósendur nú þegar, verða það
brátt. Karla og konur nefndi eg,
því að nú eru konurnar líka komnar
upp í kjósendabekkinn, eins og þær
nú hafa óhindraðan aðgang til alls,
sem karlmönnum einum hefir áður
þótt sæma að hafast að. Með stjórn-
arskrárbreytingunni, sem nú er að
komast í gildi, eftir langa mæðu, fá
allar konur (auk vinnumannaj kosn-
ingarrétt og kjörgengi til alþingis,
reyndar fyrstu árin þær ráðnari og
rosknari að eins, en síðar allar 25
ára gamlar, jafnt og karlmenn.
Ef það hefir verið áríðandi áður,
að kjósendur væru vandir í vali —
og enginn neitar því, — þá er það
auðvitað áríðandi enn, eins fyrir
þessa fjölgun, og margur mun segja:
ekki síður fyrir hana. — Eg hefi nú
verið þeirrar skoðunar, að kvenfólk-
ið ætti að sjálfsögðu að fá þennan
rétt, það væri ekki með réttum rök-
um hægt að neita þeim um hann,
enda þótt gagngerð krafa frá kven-
þjóðinni íslenzku hafi aldrei um
hann komið, né heldur nein barátta
um hann orðið, eins og víða annars-
staðar. Brýn þörf á honum, þessum
rétti, til handa kvenfólkinu, verður
ekki sagt að hafi átt sér stað. Og
fjöldi kvenna kærir sig ekkert um
hann. En nú hafa þær fengið hann;
margar munu ekki neyta hans að
neinu verulegu leyti, að minsta kosti
ekki fyrst í stað. Það, sem um er
að tefla, er það, að þegar þær neyta
þessa réttar, þá geri þær það vel og
sómasamlega. Þær geta sem sé ver-
ið vissar um. að hér eftir fá þær
smjörþefinn af ávítunum fyrir það,
sem aflaga fer, enda bera þær nú þá
ábyrgð með,. er áður var lögð á
herðar karlmannanna einna.
Eins og þér sjálfsagt hafið hug-
mynd urn, háttvirtu áheyrendur, er
sú krafa gerð til þingmanna, og þá
kjósenda um leið, að þeir skoði sig
vera fyrir landið alt, í fyrstu röð, og
þar næst fyrir sitt kjördæmi. Og
líklega til þess að framfylgja þeirri
kröfu, fáum vér nú með stjórnar-
skrárbreytingunni nýja þingmenn (\
stað hinna konungkjörnu,), sem eiga
að heita landsþingmenn. Með öðrum
orðum: Þess er krafist, að menn
forðist, svo sem verða má, alla
Hreppapólitík.
Og er eg með því kominn á enda-
stöðina i þessum “pólitiska” leið-
angri.
Hreppapólitíkin er gamall kunn-
ingi yðar fxyst eg við. Þar með
segi eg ekki, að þér séuð meiri eða
verri “hreppapólitíkusar” en al-
ment gedist í héruðum þessa lands.
Þér þykist nú eiga von á, sýnist
méf, að eg fari að ausa mér út yfir
þessa tegund af pólitík, telji hana
óalandi og óferjandi; en það geri
eg ekki, þótt merkilegt sé. Mér
finst einmitt góður snefill af lireppa-
pólitík eitt af því allra skiljanlegasta
og sjálfsagðasta í fari kjósenda og
þingmanna eins kjördæmis. ekki
hvað sízt, eins og til hagar á landi
hér. Þar tneð á eg ekki við þann
þverhöfðaskap, að sjá ekkert annað
en sína eigin þúfu og hugsa um
ekkert annað en að skara “áburði”
að henni. Nei, eg tel það skynsam-
legt, að hugsa mikið um og fyrir
sitt kjördæmi, sitt hérað, sína sveit
og sinn bæ. Og þar sem því verður
ekki raskað, að hver er sjálfum sér
næstur, þá er það ekki óeðlilegt fyr-
irbrigði, að menn láti sér einkanlega
ant um þann staðinn og það fólkið.
sem mönnum ber sérstaklega að
vinna fyrir. Frumgræði allrar mann-
elsku er það, að mönnum þykir vænt
um þá, sem næstir manni standa. Og
uppruni allrar ættjarðarástar er i
ástinni á þeim stað, sem maður er
fæddur á og elst á. Svo er og á það
að líta, að það sem gert er til þrifa
einum ,stað, einu héraði landsins,
það er gert landinu til góða. Ef
hvert hérað og þess þingmenn gæti
áunnið það, með sinni hreppapólitík,
að það blómgaðist og efldist, svo
sem ínest gæti orðið, — þá stendur
landið alt um leið í blórna. Öll hér-
uðin mynda landið. Slíkt er ekki ó-
skynsamlegt, þó “hreppapólitík” héti.
En það er sannleikur, sem menn
ættu að festa sér í minni, að enginn
getur í raun réttri og til frambúðar
verið góður sínu héraði, nema sjón-
deildarhringur hans sé svo v'íður,
hugsjónir hans svo háfleygar, að
landið alt og þess heill spegli sig
fyrir honum í þrifum héraðsins, sé
honum þar leiðarstjarna!
Ef þér vitið með sjálfum yður, að
það er á þessum grundvelli 'og í
þessumí anda, sem þér vinnið, og
krefjist þess af fulltrúum yðar, að
þeir vinni, í víngarði hinnar svo-
nefndu “hrepppólitíkur”, þá skuluð
þér ekki bera kinnroða fyrir hana
eða láta á yður ganga, þótt yður sé
því um nasir núið, hversu mikið þau
“beri úr býtum”, þessi blómlegu hér-
uð, sem vér erum hér mitt í. Nei,
gleðjist heldur yfir framförum þeirra
og gengi, og ekkert má í dag þá
gleði yfirskyggja.
Ef vér Værum eins viss um hag-
sældar-framtíð annara héraða lands-
ins eins og þessara héraða, þá væri
gleði vor fullkomin.
En öll vonum vér, og ölum þá
sannfæring óbifanlega í brjósti, að
oss og eftirkomendum vorum takist,
með góðri og heilbrigðri starfsemi—
með góðri og heilbrigðri pólitík—,
að vinna þannig að frelsi landsins
og farsæld þjóðarinnar, að ísland
verði í sannleika öllum Islendingum
bezt allra landa.
Og þar með ekki sízt, að þessi
héruð vaxi og eflist að gengi og
gæfu!—Isafold.
Hátt er upp í himininn.
Hátt er upp í himininn!
Minn huga sundlar þrátt,
er horfi’ eg á þann óraveg
en, á svo sára fátt,
sem hjálpar mér að hefja flug
þá hinsta kemur nótt,
því andann vantar vængja dug
og viljann eld í þrótt.
Hátt er upp í himininn!
Eg hefi’ ei leiðarstein. —
Þeir kaupa hann í kirkjunni
og krossa öll sín mein. —
En hærra er upp í himininn
en halda kirkjumenn.
— Þeim velgja seinna vonbrigðin
þó vel þeir þrífist enn.
Hátt er upp í himininn!
og heimþráin er treg.
Við könnumst flest við kosti hans
en kjósum annan veg;
því eftir nítján alda skóla
æðsta meistarans,
blindar heiminn biksvört njóla
byrgir geisla 'hans. e
Hátt ér upp í himininn!
á hersins víga slóð,
er þjóða valdsins þræls hönd tekur
þúsundunum blóð.
Og menning þreytist mjög að vaka
—• margs að gæta þarf. —
Hún veit að blessuð börnin taka
blóðþorstann í arf.
Hátt er upp í himininn!
þá hamast pólitík
af undirhvggju og eigingirni
orðin harla rík.
Og öll þau gögn sem eiðrof þoldu
eru í hénnar för.
Og af hverjum fingri um foldu
flýgur banvæn ör.
Hátt er upp í himinsnn!
í höllum dollarans.
Hann er að verða einvalds herra
yfir lífi manns.
Án hans 'vonin, ástin, trúin
ekki líta á ])ig. ■—
Þeim breytti forðum ferðalúinn
fátæktar á stig.
Hátt er upp í himininn!
sú hæðin ógna^ mér.
Og eftir fáa áratugi
, endar vistin hér.
Þá hjálpar aðeins 'hugsjón andans
hrein sem ljósvakinn.
Hún ber oss upp af brautum vand-
ans
beint í himininn. —
Jðnas Stefánsson
frá Kaldbak.
Dœmdur fyrir landráð.
Prófessor Dr. Brogley, kennari
við háskólann i Mulha^en og þing-
rnaður, hefir verið sekur fundinn
og dæmdur í 10 ára hegningar-
húsvinnu fyrr landráð. Þegar
Frakkar náðu Mulh/iusen á sitt
vald í fyrra haust, gekk Dr.
Bragley ásamt fleir/ borgurum á
fund hinna frönskú foringja er
borgina tóku, baue þá velkomna
og þakkaði þeirn fyrir, að hafa
leyst borgina undan ánauðaroki
Þjóðverja.
Nokkru seinna flúð'i, Dr. Brag-
ley til Frakklands og hefir dvalið
þar siðan. Fyrir skömmu fór hann
í dulargerfi á fund konu sinnar, er
dvalið hefir í Þýzkalandi, en þekt-
ist, var kærður um drottinssvik og
dæmdur til tiu ára fangelsisvistar.
Rjómabœrinn.
Sagt er að Eureka sendi meiri
rjóma á markaðinn en nokkur
annar bær í Suður Dakota. í
júlí mánuði voru sendar þaðan
2306 fötur og var rjóminn í þeim
$16,142 virði. Ekki veit fólk til,
að nokkumtíma hafi áður verið
sendur (rá þessum bæ meira en
1900 fötur af rjóma á einum mán-
uði. 24. júlí voru sendar þaðan
257 rjómafötur, sem voru $1799
virði og er það meira en nokkru
sinni hefir verið sent þaðlan áður
á einum degi. Fyrir tveim árum
voru einu sinni sendar þaðan 248
fötur á einum degi. Bændur i
þessu bygðarlagi eru sem óðast að
auka bústofn sinn og koma á kyn-
bótum og árangurinn er auðsær.