Lögberg - 26.08.1915, Qupperneq 6
6
LÖGBEEÖ, FIMTUDAGINN 26. ÁGÚST 1915
LUKKUHJOLIÐ.
Eftir
LOUIS TRACY.
A nægj uhreimurinn í málrómi mannsins vakti
grunsemi Roysons. Dick varS þaö einnig ljóst, aS
hann hafSi vikiS frá fyrirskipunum húsbónda síns,
Og þaS hefSi verið fásinna, aS segja komumanni, aSI
hjá Kerber hét hann King, en ekki Royson. Honum
gramdist bæSi viS sjálfan sig og manninn, leit hvast
á hann og sagSi:
“ÁSur en eg segi þér fleira verS eg aS fá aB vita
hver þú ert.”
“ÞaS er velkomiS, Mr. Royson; eg get kallaS mig
leynilögreglumann, eSa njósnara. Eg er í (þjónustu
manns, sem hefir alvaríegar sakir aS sækja á hendur
von Kerbers og meS því aS eg hefi fulla ástæSu til
aS ætla, að’ þú sért enn að mjög litlu leyti viS þær
sakir riSinn, en þó kunnur þeim aS nokkru, þá var
mér faliS, aS bjóSa þér ríflega þóknun fyrir allar
upplýsingar sem þú getur gefiS húsbónda mínum og
útvegaS honum í framtíSinni, þessu máli viSvíkjandi.”
“Nú, svo aS skilja!” sagSi Dick; hann var aS
hugsa um hvort 'hann ætti aS klappa manninum svo
hann þyrfti ekkj/meira meS.
“Já. Og þú getur reitt þig á aS okkur er full
alvara. MáliS er sjaldgæft og flókiS. Von Kerber
er Austurríkismaður en húsbóndi minn er ítali. Eg
býst við aS þú vitir, aS þjóSimar hatast; en auk þess
hatast þessir menn innbyrSis.”
“Hvað þurfið þiS aS fá aS vita?” spurSi Dick.
“Okkur langar fyrst og fremst til aS komast aS
því, hvers vegna von Kerber er aS ráSa fólk á skútu
sem heitir Aphrodite.”
“ÞiS eruS þá komnir á slóSina.”
“ÞaS var hægt aS gera. Ekkert er hægara en aS
hola innan hálfdrukkinn sjómann.
Njósnarinn talaði í trúnaSi. Hann hélt, aS hann
hefSi náS í ágætan aSstoSarmann, einmitt þess kon-
ar mann sem hann þurfti helzt af öllu: slunginn
njósnara.
“Hve mikiS viltu greiSa mér fyrir aS svara
fyrstu spumingunni ?”
“Fimm pund.”
“Fimm pund! Eg skal segja þér, aS eg væri fús
til aS gefa svo mikiS fyrir þá ánægju aS fletja á þér
nefiS.”
ÞaS var líkt og afgrunnur opnaSist á milli þeirra.
Ef til vill hefir hinum ókunna manni fundist hann
þurfa aS hafa hraðan á borði er hann heyrSi stór-
yrði Roysons.
“Nú; þú ert þá svona innrættur,” hreytti hann út
úr sér. t
“Já; eg er svona innrættur.”
“Þér er vissara aS hafa hægt um þig.”
Dick 'hafSi nálgast hann um eitt skref, en hann
færSi sig helmingi lengra burtu, eins og ósýnilegt
afl hrinti honum í burtu.
“Eg skal hafa hægt um mig,” mælti Dick. “En
mig langar til aS gefa }>ér eins gullpenings virSi.
Komdu ef þú þorir; þaS er ekki til mikils mælst.”
MaSurinn hljóp í burtu sem fætur toguðu.
Royson hefði getaS náð í hann, en hann hreyfSi sig
ekki. Hann hafSi eldrei ætlað sér aS leggja hendur
á hann, að eins að hræða hann. Þó var honum illa
viS aS liafa liitt þennan mann og því meira sem hann
hugsaði um samfund þeirra, því ergilegri varS hann
viS sjálfan sig. Hann sá aS hann hefSi getaS fræSst
um fleira, án þess aS segja nokkuð af leyndarmáli
sínu, enda vissi hann lítiS. En bráSlyndiS hafSi boriS
hærra hlut. Von Kerber hafSi auk þess sýnt honum
óskoraS traust — hvers vegna Skyldi hann þá vera
að grenslast eftir leyndarmálum von Kerbers?
En honum sárnaði aS láta sitja um sig eins og
þjóf. Hann ók í vagni góSan spöl og gekk síSan
niSur eftir Regent Street. Þá var honum orðiS
rótt i skapi, því hann var sannfærður um, aS sér
heföi tekist aS slejjpa úr klóm njósnara. Hann eyddi
kveldinu eins og margir aörir ungir menn í Lundún-
um. Hann borðaSi góSan kveldverS, keypti nokkra
vindla, fór í sönghúsið, en lekldist þar og fór því
snemma til Brixton; þar leigði hann lítið herbergi.
Hann svaf svefni hinna réttlátu og reis snemma
úr rekju um morguninn. Þegar hann kom á fætur,
hélt Iiann til skraddarans sem honum hafði veriS
vísað á. Þar fékk hann aS vita, aS auk sjómanns-
fata, ætti hann aS fá reiöbuxur, reiSstígvél og traust-
an höfuöhjálm.
Royson var fálátur og spurði einskis en var sagt,
að alt yrSi til reiðu stundu eftir nón samdægurs.
Þegar hann haföi lokið erindum sínum hjá klæðsker-
anum, haföi hann um ekkert að hugsa og ekkert að
starfa. Og hvaS haldiS þiS aS hann hafi tekiö sér
fyrir hendur? Hann hélt þangaö sem hann vissi að
lífvarSarsveitin fór um og fylgdi henni til konungs-
Lögberqs-sögur
FÁST GEFINS MEÐ ÞVÍ
AÐ GERAST KAUPANDI AÐ
BLAÐINU. PANTIÐ STRAXI
hallar. Hann stóS langa stund og starði á Seymour
vin sinn, og hélt sig í grend viS hann þangaS til
hann hvarf honum sýn.
Veður er ekki lengi aS breytast og hagur manna
ekki heldur. Royson hafSi veriðl atvinnulaus og fé-
Jaus um þétta leyti dagsins áður. Nú var hann bú-
inn aS fá atvinnu, hafði auk þess nokkur pund i
vasanum og átti von á alfatnaði ókeypis innan fárra
stunda.
Royson var því í góSu skapi og ýmist ók eöa gekk
um stræti borgarinnar. Þegar hann átti skamt eftir
ófariS til Albert Gate, sá hann hvar kona sat á jörp-
um hesti og var aS tala viS gamlan mann. Ef Royson
hefði gefiS sér tíma til aS horfa á hana, er ekki ólík-
legt, aS hann heföi kannast viS augun, varirnar og
hökuna. En honum fanst hann vera svo djúpt fall-
inn, að hann mætti ekki framar horfa á fagra' konu,
síst þá, sem virtist standa talsvert hærra í mannfé-
laginu en hann sjálfur. Hann hafSi þvi ekki tekiö
eftir hve fast stúlkan staröi á hann. Þegar hann
var aS fara fram hjá þeim, heyrSi hann að hún sagöi:
“En heyröu afi, hann er þarna. GóSan daginn,
Mr.i King. Eg var einmitt aS tala um þig við Mr.
Fenshawe.” ' i
Royson mundi hafa þekt málróm hennar frá öll-
um öðrum. Röddin var óvenjulega skær og hreim-
fögur. Rödd hennar bar eins mikiS af rödd stéttar-
systra hennar, eins og rödd næturgalans ber af
krákugargi.
Dick hafSi síst af öllu átt von, á hlýrri konu
kveðju og blóSið hljóp fram í kinnar hans er hann
heyröi málróminn. Ef til vill hafa ýmsar ástæSur
legiö til þess aö hann roSnaöi og sú var ein, aS hon-
um þótti vænt um aö stúlkan hafSi tekiS eftir honum.
Öllum ungum mönnum þykir vænt um aS stúlkur taki
eftir þeim, jafnvel þó aS þeir fölni eða roöni viö til-
lit þeirra.
Hann heilsaöi meS því aö taka ofan hattinn.
“Þaö er gleöilegt aS sjá, aS þú ert ekki eftir þig,
Miss Fenshawe,” sagöi hann.
“Ekki hiS minsta. Þú máttir ekki seinna koma.
En eg er jafngóS. Og mér er sagt aS vagninn muni
koma heill á húfi úr spítalanum i kveld líka.”
Mr. Fenshawe klappaði Royson á öxlina. Gamli
maSurinn var þráSbeinn og bar sig léttilega eins og
maSur um tvítugt, en háriö var mjallhvítt.”
“Þér tókst vel, Mr. King, snildarlega. Eg er
mjög þakklátur þér. Barón von Kerber sagSi mér i
gærkveldi, aS þú værir ráSinn í leiðangurinn méS
okkur; mér þótti vænt um að heyra þaS.”
Þótt Mr. Fenshawe væri meSalmaöur vexti, varS
hann aS lyfta hendinni upp á móts viö enni sér til
aS ná upp á öxlina á Royson. Augun voru snör og
hvöss og greindarleg. Eftir því sem Royson 'hafði
komist næst, hlaut hann aS vera vellauöugur. En
þótt svo kynni aS vera, þá var hann í öllu útliti miklu
líkari háskóla prófessor en miljónamæringi.
“Eg held að eg sé sá eini sem hefi ástæSu til aS
fagna yfir því, hvemig hjól hamingjunnar snérist,”
sagöi Dick. MeS þessu ætlaði hann aS svara þeim
báSum. Hann langaöi til að losna viS nafnið sem
Kerber haföi gefiS honum, en vissi ekki 'hvernig hann
ætti aö því aS fara.
“ÞaS er þó ekki fyflilega rétt,” sagöi gamli maS-
urinn og virtist reyna að' dylja óþægilegar hugar-
hræringar. “ÞaS væri réttara aS segja, aS launin
samsvara tilverknaSinum. ViS gleymum ekki því
sem vel er gert; eSa er það ekki satt, Irene? Vertu
sæll, Mr. King. Eg vonast til aö viS kynnumst betur
seinna. ViS hittumst aftur áöúr en langt um líSur.”
Garnli maðurinn klappaöi Royson aftur á öxlina
um leiö og hann sagði þetta, svo Dick tók ofan hatt-
inn í kveöju skyni. Miss Fenshawe brosti svo bliö-
lega til Roysons, aS hann sannfærðist um, aS ein kona
væri þó til í veröldinni, sem gæti komiö hjartana til
að slá örar í brjósti hans.
Gamli maðurinn og stúlkan horfðu á eftir honum
er hann hélt leiðar sinnar.
Þessi piltur lætur sér ekki alt fyrir brjósti brenna;
hann þolir harðrétti eyðimerkurinnar,” sagði Mr.
Fenshawe.
“Já. Hann lýtur út eins og krossfari,” hugsaöi
stúlkan meS sjálfri sér, en sagði þaS ósjálfrátt upp-
hátt.
Gamli maðurinn hló og var íbygginn.
ÞaS er erfitt aö sannfæra þig um að viö munum
komast báSar leiðir óáreitt, Irene,” sagði hann.
“Mér finst þó enn erfiðara aö sannfæra þig um,
aS barón von Kerber er hræddur um, aðl viö mætum
alvarlegri mótspyrnu, afi minn.”
“Þessir útlendingar eru ekkert nema hræösla og
kvíði. Líttu á mig. Eg hefi veriS tuttugu ár á
meðal Araba og mér finst eg hafa verið óhultari á
meöal þeirra, en á strætum Lundúnaborgar.”
“Þaö getur satt veriS, elsku afi; en þú ert ekki
barón von Kerber.”
“HræSsla og kvíði, Irene, og ekkert annaö. En
ef þú ert hrædd um, aS yfir okkur vofi, stór hætta,
þá veit eg ekki hvort eg get staöiS viS loforö mitt
um aS leyfa þér aö fara meS okkur.”
Stúlkan tók í taumana; reiðskjótinn reisti upp
| höfuöiS og sparkaöi meö framfótunum; hann vissi aö
j nú var ekki langt að bíöa, aö hann fengi aö halda
áfram.
“ÞaS gerirðu aldrei,” sagði Irene hlæjandi. “Ef
viöl gleymumi ekki því sem vel er gert, iþá fylgjumst
við líka aö í gegnum súrt og sætt. Vertu sæll, afi.
ViS hittumst eftir hádegiS.”
Hún þaut í burtu á haröá spretti og sat( keiprétt
í söSlinumi eins og Arabi. En gamli maSurinn stóö
í sömu sporum og horfði brosandi á eftir henni,
þangað til hún hvarf inn á milli trjánna.
III. KAPITULI.
Loftslagið breytir ekki venjum manna.
Royson hafði góðan tíma síðari hluta dagsins til
aS ihuga þaS sem fyrir hann hafði boriö síðasta sól-
arhringinn. Þótt von Kerber hefði haldið því fram,
aS hamingjan væri hverflynd, þáj hélt hanii’ samt að
hún gæti stundum veriö' blíðlynd og eftirlát. Hann
taldi það stóra hamingju fyrir sig, að hafa kynst
von Kerber og Fenshawe og fyrir þaS eiga í vændum
meira æfintýralíf en hann hafSi nokkurn tíma dreymt
um. Honum skildist þaS líka, aS ef hann hefSi veriö
betur klæddur, ef hann, heföi ekki verið jafn orS-
hvatur og hann var, þá hefSi honum aldrei boSist at-
vinna á Aphrodite. Ef þagnarkrafa von Kerbers
var skoðuð frá óvilhöllu sjónarmiði, þurfti ekkert ilt
undiir aS búa. Ef barónninn- átti í deilum viö ein-
hvem óþektan Itala, þá var engin furöa þótt hanin
vildi halda því leyndu, þegar þess var gætt, aS hann
var í þjónustu Mr. Fenshawe og umgekst hann dag-
lega og frændkonu hans.
En til hvers átti skútan að fara suCur til Afríku?
ÞaS var erfiöara aS ráða þá gátu. Hver maður sem
blöSin las vissi, aS Marocco, Montenegro, Armenia,
Finnland og Pólland voru þrætuepli á meSal þjóð-
anna. En þaS var ólíklegt, að Fenshawe væri í
minsta máta viS þaö riðinn. Næsta spurningin sem
vaknaði í huga hans var þvi þessi: “Hver er Mr.
Fenshawe?” Hann fór inn í næsta bókasafn og fékk
þar svar viöl spurningu sinni:
“Fenshawe, Hiram, heiöursmeölimur Caius skól-
ans i Cambridge, námueigandi og landeignamaður,
varaforseti egypska rannsóknarfélagsins, hefir variS
stórfé og mörgum árum æfi sinnar til aS rannsaka
fornmenjar í Egyptalandi. Ef til vill á enginn eim
staklingur jafn mikiS safn af gömlum peningum,
leirkerum, skrautgripum úr gulli, silfri og bronze og
öSrum listaverkum, flest frá þeim tímum er Róm-
verjar réöu þar í landi .... Fæddur í Liverpool 20.
marz 1830; giftist 10. júni, 1854, Hildu dóttur Sir
Adolphus Livingston, Nairn. Einkasonur þeirra,
Hildebrand, fæddnr 27. apríl, 1856; hann giftist 20.
desember, 1880, Irene, annari dóttur Dr. Alfreds
Stowells, L.L.D. í Cambridge........ Mr. og Mrs.
Hildebrand Fenshawe fórust á Bakhara, skamt frá
Pescadore eyjunumi, 1892; þau áttu eina dóttur,
Irene Hildegarde, fædd 11. febrúar 1882.”
Ymsar fleiri upplýsingar um Fenshawe ættina
voru í bókinni, en þetta nægSi Royson. Hann haföi
allglögga hugmynd um gamla manninn og stúlkuna
sem hann hafði mætt. En hann gat ekki hætt aS
hugsa um hvert erindi Aphradite ætti til Afríku, en
honum fór líkt og öSrum sem reyna aí? skygnast út
í framtíSina, hann var engu nær. En hann stytti sér
stundir við að spyrja um og spá hvaS íram undan
lægi, þangað til tími var til kominn aö finna klæS-
skerann. Þar voru honum fengnir lyklar aS tveimur
stórum kistum. Þær voru klæddar segldúk aS utan
og skraddarinn bauð 'honum að líta eftir hvort alt
væri í kystunum er þar átti að vera. Skraddarinn
afhenti honum einnig fyrsta farrýmis farseSil til
Marseilles og vélritaða skipun um það, aði hann ætti
að fara frá Victoríu stöSinni meS lestinni sem fór
þaðan klukkan níu um kveldiö. í skjalinu var þess
einnig getið, aS þegar suður kæmi mundi hann finna
Aphradite við hafnargarö nr. 3 og hann var ámintur
um aöl fara ekki i nýju fötin, fyr en hann, kæmi út
á skipiS.
Þegar Dick leit niður í kisturnar, sá hann aS þær
voru fullar af fötum. Hann furöaSi á því hve vel
var frá öllu gengiö. Fangamark hans “R. K.” var
málað á kistumar og saumaS á segldúkinn.
“Vinnuveitandi minn virðist vera fyrirhyggju-
samur,” mælti hann. '
Skraddaranum þótti súrt í brotið að fá ekkert
hrósyröi sjálfur og saði því:
“Viö höfum gott orö á okkur og verðum aö halda
því og Mr. Fenshawe er einn af elztu og beztu viö-
skiftavinum okkar.”
Royson fékk enga frekari ftæSslu hjá skraddar-
anum um fyrirætlanir von Kerbers. Hann flutti
kisturnar niöur á Charing Cross og skildi þær þar
eftir. Hann vissi að hann mundi ekki þurfa þess
• útbúnaðar meS, sem hann haföi ætlaðí að hafa með
sér; en vegna þess að hann haföi veriö búinn áð láta
nokkrar bækur, myndir og bréf og ýmislegt fleira
niSur i tösku, þá fór hann til Brixton til að ná í
hana.
Þegar hann var aS líta í kringum sig í þrönga og
miöur hreinlega herberginu sínu, kom hann auga á
gamalt bréfsumslag. ÞaS minti hann á nokkuS sem
hann haföi haft í hyggju. Nú gat hann framkvæmt
þaS, því nú vissi hann hvar hann átti aö stíga á
skipsfjöl.
Hann settist niSur og skrifaði þaS sem hér fer
á eftir:
“Kæri Mr. Forbes!
Þú varst mér góður fyrir fjórum árum, eins
góSur og Sir Henry Royson leyfði þér að vera við
mann sem af ásettu ráSi hafði móSgað hann mikil-
lega. Eg lær sama hug í brjósti til hans og áður.
Eg veit ekki hvort hann er lífs eSa liSinn, enda gild-
ir mig þaö einu. En eg býst viþ aS þú sért ennþá
umboSsmaSúr Cuddesham eignanna og Sir Henry
etj kannske enn ógiftur, þótt hann kunni aS vera á
lífi. Ef svo er þá hefi eg nafnbótina og ekkert ann-
aS. Eg læt þig hér meö vita, aS egj er að fara úr
landi burt; það kann aS spara þér ómak aS þú færS
að vita þaö. Eg geng nú undir nafninu Richard
King, en engum kemur viö hvers vegna eg geri þaö.
Ef eg kem aftur eða sest aS erlendis, þá skrifa eg
þér aftur aö ári liðnu, eSa kannske fyr. SkoðaSu
þetta ekki þannig að eg sé aS mælast til sátta við Sir
Henry Royson.”
Hann var aS hugsa um aS bæta því viS sem fyrir
hanii hafði boriS síðustu tvo dagana; en ‘hann hætti
viö þaö. Haföi ekki von Kerber bannaö honum aS
gefa óviSkomandi mönnum nokkrar upplýsingar?
Hann lokaSi bréfinu og skrifaSi utan á þaö til
lögfræSings í Lincoln’s Inn Fields. Þá fanst honum
hann hafa brotið af sér síðustu borgarviðjurnar.
Hann haföi ávalt hatað Brixton; þykir þó mörgum
þaS úthverfi Lundúna skemtilegt og laöandi. En
dagarnir sem hann dvaldi þar höfðu reynst honum
erfiöir tímar.
Hann var meSal hinna fyrstu til aö útvega sér
sæti i járnbrautarlestinni. Þegar hann var búinn aS
losa sig viS kistumar og tryggja sér sæti í járn-
brautarlestinni meS því aö láta töskuna i eitt homiö,
gekk hann út á pallinn og gaf þeim; auga sem tóku
sér far meðí lestinni. Ekki gat hann imyndaS sér
aö neinir þeirra sem fyrstir komu væru tilvonandi
skipsfélagar hans. Tveir menn sem sveifluðu hönd-
unum aftur og fram hve lítiS sem þeir hreyfðu sig,
en það er sjómannasiður, drógu aS sér athygli hans
eins og segull dregur aS sér járn. En hannj komst
brátt aö raun um, aS þeir voru P. & O. foringjar aS
kveSja kunningja sinn, sem var aS leggja á staS| til
Egyptalands.
Loks kom hann auga á mann og konu, skringileg
í meira lagi, en einkum varö honum starsýnt á þau
vegna þess, að maöurinn hafði böggul í 'hendinni
meðl þessari áritun: “Skipstjóri John Stump, Aphra-
dite, Marsails.” Helmingurinn af árituninni var
skrifaöur, helmingurinn prentaður. Þaö var auðsætt
að John Stump haföi sjálfur skrifaS staSarnafniS og
kærSi sig kollóttann þótt þaö væri misstafaö. MaS-
urinn var ekki mikiS yfir fimm fet á hæS, en hann
virtist fullra fimm feta gildur. Royson hafSi aldrei
áöur séS slíkan mann. Þó teygt hefðí verið svol úr
honum, aö hann heföi oröiö jafnhár Royson, þá
heföi hann samt vissulega veriS miklu þreknari.
Konan sem meS honum var og eftir öl-lui aS dæma
var konan hans, var steypt í samá mótinu. ÞaS er
sagt aö stórar konur gangi betur í augu smávaxinna
manna, og litlar konur kjósi sér stóra menn. Þaö
sannaöist ekki á þessum hjónum. Mrs. Stump var
heldur lægri en maSur hennar og ef þau heföu veriS
mæld um herö'arnar, er enginn efi á þvi, aS hún hefði
reynst nokkrum þumlungum gildari.
Stump gekk á milli vagnanna og var aS líta eftir
sæti þegar hann kom auga á P. & O. foringjana.
“Taktu í stýriS, Becky,” kallaði hann og mennirn-
ir litu báöir viö. ÞaS vildi svo til aS Stump kom inn
í þann vagnklefa sem Royson var í. Ferðamenn
voru fáir, svo Royson settist niöur, kveikti í pipu
sinni og horfSi á tiivonandi félaga sinn í ró og næði.
ÞáS var hægt aö gera, því hann stóð viö opnar dym-
ar og hvert orS sem hann sagöi heyröist greinilega.
“Kæri mig ekki um aS sofa á meðal sjómanna í
nótt, Becky,” sagSi liann, þegar hann ‘haföi litiö á
Dick. “Mér er skipað aS draga ekki upp flaggið fyr
en eg kem til Marseilles.”
“Hvar stansiö þig fyrst, John ?” spurSi kona hans.
( “Veit ekki. Eg skal senda þér símskeyti.”
Nú varð löng þögn.
“VerÖurðu lengi i MarseiHs, John,” spurði konan.
Dick þótti ólíklegt aö svo yrði, en Stump svaraöi:
“ViS verSum þar kannske ekki nema hálftíma, en
það! getur lika skeö, aö við veröum þar heila viku1.
Eg er ekki fróSari um ferðalagiö en þú, Becky.”
“Þaö er skritiö.”
Stump spýttii um tönn og sagöi, að það væri
skritið, ákaflega skrítiS, þó væri þaS nú samt satt.
I þessum svifum kom járnbrautarþjónn til þeirra.
“Ætlar þú meö lestinni?” spurði hann.
Hvort eg ætla með lestinni! AuðvitaS ætla eg
meö iestinni. Hvern þremilinn heldurSu að' eg heföi
hér aS gera ef eg ætlaði ekki með lestinni?” sagöi
Stump.
“Ef þú stendur þarna, þá veröurSu strandaglóp-
ur,” sagði þjónninn brosandi.
“FarSu inn i vagninn Jo'hn; vertu ekki aS stríða
manninum,” sagöi Mrs. Stump.
Bóndi hennar setti upp ólundarsvip, en hlýddi þó.
Járnbrautarþjónninn leit á farbréf þeirra félaga og
lokaSi dyrunum.
“Þetta er laglegt!” nöldraði Stump. “Eg get ekki
einu sinni kyst þig að skilnaöi, Becky.”
Þetta var bókstaflega satt. VagnsmiSimir höföu
ekki haft Stump eSa hans lika i huga, þegar þeir
smíSuSu vagnana. Stump varð aS smeygja sér á
rönd til aS komast inn um dyrnar og hann gat ekki
komiö herðunum út um gluggann.
Nú var blásiS til brottferöar.
/ "FarSu varlega, John,” sagöi Becky.
“Ekkert aö óttast. En faröu nú ekki út úr vagn-
inum í kveld! fyr en hann stansar. Þú manst um
kveldið —”
Royson fékk aldrei aö vita hvaS komið1' hafSi
fyrir Mrs. Stump um kveldiS. Um IeiS og lestin
lagði á staö sá hann mann gægjast inn i vagnklefana,
eins og hann væri aS líta eftir einhverjum. Hann
gat ekki betur séS en þaS væri njósnarinn, sem hann
haföi hitt i Hyde Park. Þaö var skuggsýnt á
stöðvarpallinum svo hann gat ekki séö það meö
vissu, en þegar hraSi lestarinnar jókst kinkaði mað-
urinn kolli og brosti háöfclega. Stump tók eftir þessu
og snéri sér aö Royson.
“Fyrirgeföu forvitnina, en er þetta kunningi
þinn?” spuröi hann.
“Nei,” sagði Dick.
“Hann var aö gefa einhevrjum bendingu og ekki
gat það veriÖ eg.”
]y[ARKET JJOTEL
Viö sölutorgiC og City Hall
$1.00 til $1.50 á dag
Eigandi: P. O’CONNELL.
Fumiture
Overland
J. c. MacKinnon
ELECTRICAL CONTRACTOR
Shcr. 3019 588 Sherbrooke St.
ER SVALANDI
VIÐ ÞORSTA—
1 merkur- eða pottflöskum, hjá
vínsölum eða beint frá
E. L. DREWRY, Ltd.
Winnipeg
Isabel CleaningS Pressing
Establishment
J. W. QUINN, ciKandi
Kunna manna bezt að fara
með
Loðskinnaföt
Viðgerðir og breyt-
ingar á fatnaði.
Carry 1098 83 isabei St
horni McDermot
Umboðsmenn Lögbergs.
J. A. Vopni, Harlington, Man.
ólafur Einarsson, Milton, N.D.
K. S. Askdal, Minneota, Minn.
G. V. Leifur, Pembina.
J. S. Bergmann, GarSar, N.D.
Jón Pétursson, Gimli, Man.
S. S. Anderson, Kandahar, Sask.
Jón Ólafsson, Leslie, Sask.
A. A. Johnson, Mozart Sask.
S. Loptsson, Churchbridge, Sask.
Jónas Samson, Kristnes, Sask.
Paul Bjarnason, Wynyard, Sask.
J. J. Sveinbjömsson, Elfros, Sask.
C. Paulson, Tantallon, Sask.
Olg. Friöriksson, Glenboro,
Albert Oliver, Brú P.°., Man.
Joseph Davidson, Baldur, Man.
Ragnar Smith, Brandon, Man.
D. Valdimarsson, Wild Oak, Man.
Jóhann Sigfússon, Selkirk, Man.
S. Einarsson, Lundar, Man.
Kr. Pétursson, Siglunes, Man.
01. Johnson, Winnipegosis, Man.
A. J. Skagfeld, Hove, Man.
GuSbr. Erlendson, Hallson, N.D.
O. SigurSsson, Burnt Lake Alta.
Sig. Mýrdal, Victoria, B. C.
Th. Simonarson, Blaine, Wash.
S. J. Mýrdal, Point Roberts.
Sigurður Jónsson, Bantry, N.D.
Aðeins $2.00 á
ári fyrir Lögberg
og premíu þar að auki
stærsta íslenzka
fréttablað í heimi
gjörist kaupandi þess.